Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Þann 31. maí 2017 samþykkti Alþingi  þingsályktunartillögu félags- og jafnréttismálaráðherra um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017 – 2021. Framkvæmdaáætlunin tekur við af fyrri þingsályktun sem unnið var eftir árin 2012 – 2017. Í nýju áætluninni eru tilgreind 39 verkefni á sjö málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, heilsu, ímynd og fræðslu, menntun, sjálfstæðu lífi og þróun þjónustu.

Framkvæmdaáætlunin myndar ramma utan um stöðumat og frekari áætlanagerð í málaflokknum. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í samvinnu ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd og endurmat í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á stöðumati og öflun upplýsinga um þjónustu við fatlað fólk frá sveitarfélögum, á þróun lykiltalna og samhæfðs árangursmats á grundvelli laga, stefnu í málefnum fatlaðs fólks og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks svo að unnt sé að vakta þjónustuna og meta árangur með tilliti til jafnræðis og mannréttinda. Velferðarráðuneytið hefur heildarumsjón og -ábyrgð með áætluninni en eftirfylgni og framkvæmd stefnu er í höndum ráðherraskipaðs starfshóps í málefnum fatlaðs fólks. Hópinn skipa fulltrúar velferðarráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á tilteknum aðgerðum en önnur ráðuneyti, stofnanir, Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélög og eftir atvikum aðrir aðilar bera ábyrgð á framkvæmd einstakra aðgerða.

Við framkvæmd stefnunnar verður víðtækt samstarf haft við fatlað fólk og samtök þess, atvinnulíf, stofnanir og ráðuneyti til að þekking og reynsla nýtist sem best.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira