Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Þann 31. maí 2017 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu félags- og jafnréttismálaráðherra um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017–2021. Framkvæmdaáætlunin tekur við af fyrri þingsályktun sem unnið var eftir árin 2012–2017. Í nýju áætluninni eru tilgreind 39 verkefni á sjö málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, heilsu, ímynd og fræðslu, menntun, sjálfstæðu lífi og þróun þjónustu.

Meginmarkmið framkvæmdaáætlunarinnar sem unnin var í víðtæku samráði við samtök fatlaðs fólks, þjónustuaðila, stofnanir og sérfræðinga eru að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði innleiddur í alla lagaumgjörð og framkvæmd. Þannig megi stuðla að því að fatlað fólk, börn jafnt sem fullorðnir, geti lifað sjálfstæðu lífi og njóti mannréttinda til jafns við aðra.

Til að styðja við eftirfylgni, framkvæmd og mat á stefnunni skipaði félags- og jafnréttismálaráðherra starfshóp. Verkefni hans eru að vinna að stöðumati í upphafi tímabils og endurmati í lok tímabils. Auk þess er gert ráð fyrir að hópurinn leggi fram tillögur fyrir ráðherra að forgangsröðun verkefna eigi síðan en í febrúar ár hvert og skili greinargerð um framgang verkefna sl. árs á sama tíma.

Fyrsti fundur starfshópsins fór fram 15. nóvember 2017.

Tillögur eða ábendingar varðandi framkvæmd áætlunarinnar óskast sendar á [email protected].

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 15.5.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira