Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Þann 11. júní 2012 samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem ráðherra lagði fram á þinginu í janúar sama ár. Í áætluninni eru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd/sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku. Nálgast má áætlunina í heild sinni á vef Alþingis en hún hefur einnig verið þýdd á ensku.

Ákveðið hefur verið að framlengja gildistíma þingsályktunarinnar meðan unnið er að nýrri framkvæmdaáætlun en vinna við nýja framkvæmdaáætlun er nú hafin. Sjá nánar hér: Mótun nýrrar framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Mótun nýrrar framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks

Félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið er að semja drög að tillögu til þingsályktunar um nýja framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Í gildi er framkvæmdaáætlun sem Alþingi samþykkti sumarið 2012 til tveggja ára. Hún hefur nú verið framlengd meðan unnið er að nýrri áætlun.


Við mótun framkvæmdaáætlunarinnar verður fyrirliggjandi stefna og framkvæmdaáætlun lögð til grundvallar. Stefnan byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem og straumum og stefnum á hinum Norðurlöndunum og víðar. Leitast verður við að byggja vinnuna á gagnreyndri þekkingu.

Stefnan skal innihalda skýra framtíðarsýn, markmið og skilgreindar aðgerðir þar sem ábyrgðaraðili er tilgreindur, ásamt tímaáætlun, kostnaði og árangursmælikvörðum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaáætlunin nái til fimm ára.

Starfshópurinn er skipaður fulltrúum Landssamtakanna Þroskahjálpar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalags Íslands. Auk þess verður leitað eftir víðtæku samráði við aðra hagsmunaaðila og sérfræðinga á sviðinu.

Ábendingar og athugasemdir

Áhugasamir eru hvattir til að koma ábendingum og athugasemdum til starfshópsins með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Vinsamlegast hafið efnislínuna: „Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks“.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira