Framlög vegna fatlaðs fólks

Sveitarfélögin hafa borið ábyrgð á málefnum fatlaðs fólks frá ársbyrjun 2011 en þá gengu í gildi breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðs fólks.

Þá tóku jafnframt gildi tvær reglugerðir sem kveða nánar á um hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við verkefnið. Annars vegar er það reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fók á árinu 2011 og hins vegar reglugerð um Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Við flutning verkefnisins var Framkvæmdasjóður fatlaðra lagður niður og tók Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yfir réttindi og skyldur sjóðsins.

Heildarsamkomulag um yfirfærsluna

Í heildarsamkomulagi sem ríkis og sveitarfélaga eru eftirfarandi meginmarkmið lögð til grundvallar:

  • Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum.
  • Stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga.
  • Tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu, bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga.
  • Tryggja góða nýtingu fjármuna.
  • Styrkja sveitarstjórnarstigið.
  • Einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
  • Samkomulag aðila um tilfærslu þjónustu við fatlaða

Aðdragandi

Flutningur málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga átti sér langan aðdraganda. Árið 1996 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um málefni fatlaðra þar sem félagsmálaráðherra var falið að undirbúa yfirfærslu málaflokksins. Þrátt fyrir ítarlegan undirbúning næstu ár á eftir tókst ekki samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga.

Umræða um málið var endurvakin í ársbyrjun 2007 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og í apríl það ár hóf verkefnisstjórn að undirbúa yfirfærsluna. Þann 13. mars 2009 var undirritað formlegt samkomulag ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að yfirfærslan tæki gildi 1. janúar 2011. Þann 6. júní 2010 var undirritað samkomulag um fjárhagsramma yfirfærslunnar og samkomulag aðila um tilfærslu þjónustu við fatlaða var staðfest 23. nóvember 2010. Í framhaldi af því samþykkti Alþingi í desember 2010 breytingar á ýmsum þeim lögum sem snúa að málaflokknum í samræmi við samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna.

Stefnumótun

Samkvæmt 3. gr. laga um málefni fatlaðra ber velferðarráðherra ábyrgð á opinberri stefnumótun í málefnum fatlaðra sem skal unnin í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og í samráði við heildarsamtök fatlaðra og aðildarfélög þeirra.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn