Hoppa yfir valmynd

Fjöleignarhús

Lög um fjöleignarhús kveða á um réttindi og skyldur eigenda fjöleignarhúsa. Fjöleignarhús telst hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra. Gilda lögin þannig m.a. um:

  1. Fjölbýlishús með íbúðum eingöngu.
  2. Hús með bæði íbúðum og húsnæði til annarra nota.
  3. Hús sem alfarið eru nýtt til annars en íbúðar, svo sem fyrir atvinnustarfsemi.
  4. Raðhús og önnur sambyggð og samtengd hús, bæði eingöngu til íbúðar og að einhverju leyti eða öllu til annarra nota, allt eftir því sem við getur átt.

Lögin eru ófrávíkjanleg nema annað sé tekið fram í þeim eða leiði af eðli máls. Er eigendum því almennt óheimilt að skipa málum sínum, réttindum sínum og skyldum á annan veg en mælt er fyrir um í lögunum. Hýsi fjöleignarhús eingöngu atvinnustarfsemi er eigendum þó heimilt að víkja frá fyrirmælum laganna með samningum sín á milli. Gilda ákvæði laganna þá um öll þau atriði sem ekki er ótvírætt samið um á annan veg. Jafnframt gilda ákvæði laganna til fyllingar slíkum samningsákvæðum. Liggi engir samningar fyrir um aðra skipan eða náist ekki full samstaða með eigendum um frávik gilda ákvæði laganna óskorað um slíkt húsnæði. 

Í lögunum eru grundvallarhugtök skilgreind auk þess sem fjallað er um skiptingu eignar, skiptingu kostnaðar, réttindi og skyldur, húsfélög og heimild til að skjóta ágreiningi til kærunefndar húsamála svo eitthvað sé nefnt. Nánar er fjallað um tiltekin ákvæði laga um fjöleignarhús hér að neðan. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 3.4.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum