Hoppa yfir valmynd

Vaxtabætur

Vaxtabætur fá þeir sem hafa greitt vaxtagjöld af lánum sem þeir hafa tekið til kaupa á eigin húsnæði hvort sem um er að ræða hefðbundin íbúðarkaup, húsbyggingu eða kaupleigu. Einnig mynda lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði stofn til vaxtabóta og það gera líka lán vegna greiðsluerfiðleika á lánum til öflunar húsnæðis.

Vaxtabætur eru ákvarðaðar um leið og álagning einstaklinga fer fram og þær eru að stærstum hluta greiddar út í byrjun júlí árið eftir að til vaxtagjaldanna var stofnað. Einungis er hægt að fá vaxtabætur vegna greiddra vaxta. Vaxtabætur eru ákvarðaðar á grundvelli upplýsinga sem að stærstum hluta eru forskráðar á framtöl einstaklinga enda skila lánastofnanir nauðsynlegum upplýsingum til skattyfirvalda. Heimilt er að greiða ársfjórðungslega fyrirfram áætlaðar vaxtabætur til þeirra sem festa kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sá sem rétt kann að eiga til fyrirframgreiðslu vaxtabóta á því ári sem hann aflar sér íbúðarhúsnæðis skal sækja um fyrirframgreiðsluna til Skattsins og leggja fram tilskildar upplýsingar.

Síðast uppfært: 15.2.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum