Hoppa yfir valmynd

Varasjóður húsnæðismála

Varasjóður húsnæðismálaVarasjóður húsnæðismála var stofnaður með lögum nr. 86/2002 um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum. Breyting laganna byggðist á samkomulagi milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. apríl 2002. 

Með stofnun hans var Varasjóður viðbótarlána lagður niður og verkefni hans flutt til Varasjóðs húsnæðismála.

Um hlutverk ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála er kveðið á um í 44. gr.húsnæðislaga.

Þar er kveðið meðal annars á um eftirfarandi:

  1. Að veita rekstrarframlög til sveitarfélaga vegna hallareksturs félagslegra leiguíbúða eða íbúða sem hafa staðið auðar í lengri tíma.
  2. Að veita framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.
  3. Að hafa umsýslu með Tryggingarsjóði vegna byggingargalla.
  4. Að gera tillögur til Íbúðalánasjóðs um að afskrifa að hluta eða að öllu leyti útistandandi veðkröfur Íbúðalánasjóðs á ákveðnum félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga í þeim tilvikum þar sem leiguíbúðir sem standa að veði fyrir viðkomandi kröfum verða ekki leigðar út vegna slæms ástands þeirra.
  5. Að veita ráðgjöf og leiðbeiningar þeim sveitarfélögum sem vilja breyta um rekstrarform félagslegra leiguíbúða eða hagræða í rekstri þeirra.
  6. Að sjá um upplýsingavinnslu og úttekt á árangri af verkefnum sjóðsins.

Varasjóður húsnæðismála er í eigu og á ábyrgð sveitarfélaga. Sjóðurinn er sjálfstæð rekstrareining en ráðherra hefur yfirumsjón með starfsemi hans og setur honum reglur lögunum.

Ráðherra skipar fimm manna ráðgjafarnefnd varasjóðs húsnæðismála til fjögurra ára í senn. Ráðgjafarnefnd skipa fimm menn og jafnmargir til vara. Þrír nefndarmenn ásamt varamönnum skulu skipaðir eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn ásamt varamanni eftir tilnefningu fjármálaráðherra og einn ásamt varamanni sem ráðherra tilnefnir. Ráðherra skipar formann nefndarinnar og varamann hans úr hópi aðalmanna.

Framkvæmdastjóri Varasjóðs húsnæðismála er Guðni Kristjánsson

Netfang: gudnik (hjá) ils.is
Sími: 569 6854

Heimilisfang sjóðsins er eftirfarandi:

VARASJÓÐUR HÚSNÆÐISMÁLA
Ártorgi 1
550 Sauðárkrókur

Sími 569-6878
 Bréfasími 569-6818

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum