Laus störf á Starfatorgi
Aðstoðardeildarstjóri göngudeildar augnsjúkdóma
Laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á göngudeild augnsjúkdóma á Eiríksgötu 5. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun augnsjúklinga, stjórnun, ásamt gæða- og umbótastarfi. Unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi.
Á deildinni starfar kraftmikill hópur sem sinnir sjúklingum með margvíslega augnsjúkdóma. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Sérfræðingar á fyrirtækjasviði
Móttökuritari Akranesi
Yfirverkstjóri Selfossi
Yfirverkstjóri á höfuðborgarsvæðinu
Sumarstarf í mötuneyti
Aðstoðarmaður í eldhúsi - Egilsstaðir - SUMARAFLEYSING 2021
Starfsmaður í þjónustudeild - Egilsstaðir - ræsting og/eða þvottahús - SUMARAFLEYSINGAR 2021
Móttökuritari - Djúpivogur/Breiðdalsvík - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Aðstoðarmaður í aðhlynningu - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2021
Sjúkraliði í heimahjúkrun - Egilsstaðir - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Móttökuritari - Egilsstaðir - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Hjúkrunarfræðingur - Vopnafjörður - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Sjúkraliði - Fjarðabyggð - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Ráðgjafi í Geðheilsuteymi HSA
Sjúkraliði í heimahjúkrun - Neskaupstaður - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Aðalvarðstjóri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Aðstoðarmaður á rannsóknarstofu HSA - Egilsstaðir
Yfirlæknir - Meðferðareining geðrofssjúkdóma geðþjónustu Landspítala
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í kjarna geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
Um er að ræða stöðu á nýrri meðferðareiningu þar sem m.a. fer fram meðferð einstaklinga með geðrofssjúkdóma. Innan einingarinnar verða margvísleg meðferðarúrræði í boði og mismunandi þjónustustig. Hér er um spennandi tækifæri að ræða við mótun á nýrri þjónustu í þverfaglegu umhverfi.
Leitað er eftir sérfræðingi í geðlækningum með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu á meðferðareiningunni fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarfi, öryggismálum og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021
Sjúkrahúsið á Akureyri - hjúkrunarfræðingar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Blönduósi, sjúkraliðar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Blönduósi, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, ljósmóðir sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík, hjúkrunarnemar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, sjúkraliðar sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, starfsmenn við aðhlynningu sumarafleysing
Sjúkraliði - heilsugæsla - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2021
Varðstjóri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Lögreglumenn - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi áhersla á virkni og hreyfingu
Viltu taka þátt í að leiða og þróa virkni og hreyfingu á bráðageðdeild?
Í boði er spennandi og þroskandi starf á bráðageðdeild 32C fyrir áhugasaman ráðgjafa/ stuðningsfulltrúa með áherslu á virkni. Starfið felst í því að veita stuðning, faglega ráðgjöf og leiðbeiningar og þróa verklag varðandi tómstundir, virkni og íþróttir. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða nýja nálgun í meðferð sjúklinga á deildinni í samstarfi við og undir stjórn deildarstjóra deildar og Batamiðstöðvar, þar sem áherslan er á samspil virkni, tómstunda og íþrótta. Starfsmaður heldur utan um virkni á deild og hefur yfirumsjón með virkni-, slökunar- og íþróttaherbergi sem staðsett er á deildinni. Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndarfræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi.
Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu teymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Um er að ræða vaktavinnu með ákveðnum sveigjanleika, einhver hluti af vinnuskyldu er unnin um helgar.
Lektor í stærðfræði
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stærðfræði, með möguleika á framgangi í stöðu dósents eða prófessors við ráðningu , við námsbraut í stærðfræði við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Leitað er að umsækjendum sem stunda rannsóknir í stærðfræðigreiningu eða tölulegri greiningu. Æskilegt er að umsækjandi stundi rannsóknir tengdar hlutafleiðujöfnum eða að rannsóknirnar hafi tengsl við hagnýtingar.
Skurðhjúkrunarfræðingur - Hjúkrunarfræðingur - Skurðstofur Hringbraut
Við leitum eftir skurðhjúkrunarfræðingum til starfa á skurðstofur við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus í apríl 2021 eða eftir nánari samkomulagi.
Á deildinni eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
Móttökuritarar Heilsugæslan Garðabæ
Yfirlæknir - Bráðageðdeild geðþjónustu Landspítala
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í kjarna geðþjónustu Landspítala. Næsti yfirmaður er yfirlæknir móttökugeðdeildar 33A sem ber ábyrgð á mannafla, rekstri og faglegri frammistöðu samkvæmt þríþættri ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt til tveggja ára frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi.
Um er að ræða stöðu á bráðageðdeild 32C sem er 10 rúma lokuð deild sem veitir sérhæfða þjónustu í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndarfræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi.
Leitað er eftir sérfræðingi í geðlækningum með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarfi, öryggismálum í nánu samstarfi við aðra stjórnendur og starfsfólk.
Sálfræðingur - Sálfræðiþjónusta á Landspítala
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa 10 metnaðarfulla og sjálfstæða sálfræðinga með góða samskiptafærni sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu umhverfi. Um er að ræða ábyrgðarmikil og krefjandi störf, á spennandi vettvangi, fyrir sálfræðinga sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Fimm starfanna eru ótímabundin og fimm tímabundin til eins árs. Upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi.
Sálfræðingar starfa í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái öfluga handleiðslu og símenntun í faginu.
Sjö starfanna eru við ólíkar einingar innan geðþjónustu, t.d. þunglyndis- og kvíðateymi, áfallateymi, ADHD teymi, átröskunarteymi, og fela fyrst og fremst í sér greiningar- og meðferðarvinnu með fólki sem er að takast á við alvarlegan geðvanda. Þrjú starfanna eru við sálfræðiþjónustu vefrænna deilda og er meginhlutverk sálfræðileg greining og meðferð með einstaklingum sem eru með heilsufarsleg vandamál eða í endurhæfingu.
Hjá Sálfræðiþjónustunni starfa 75 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík, læknir sumarafleysing
Sérfræðingur í rekstri miðlægra tölvukerfa Landspítala
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT) leitar eftir jákvæðum og öflugum liðsmanni sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í rekstri miðlægra tölvukerfa. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Rekstrarlausnir (RL) er eining innan HUT sem sér um rekstur og þróun miðlægra tölvukerfa Landspítala. Í RL starfa um 15 sérfræðingar sem sinna daglegum rekstri um 750 netþjóna og yfir 400 kerfa af ýmsum gerðum, ásamt innkaupum og innleiðingu á miðlægum tölvubúnaði. Um er að ræða gott starfsumhverfi, spennandi verkefni auk virkrar endurmenntunar og möguleikum á starfsþróun. Starfsemi HUT er vottuð samkvæmt öryggisstaðlinum ISO 27001.
Yfirlæknir - Meðferðareining lyndisraskana geðþjónustu Landspítala
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í kjarna geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
Um er að ræða stöðu á nýrri meðferðareiningu þar sem m.a. fer fram meðferð einstaklinga með lyndisraskanir, kvíðasjúkdóma og persónuleikaraskanir. Innan einingarinnar verða margvísleg meðferðarúrræði í boði og mismunandi þjónustustig. Hér er um spennandi tækifæri að ræða við mótun á nýrri þjónustu í þverfaglegu umhverfi.
Leitað er eftir sérfræðingi í geðlækningum með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu á meðferðareiningunni fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarfi, öryggismálum og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Norður-Þingeyjasýslu, Hjúkrunarfræðingur
Lögreglumaður - Siglufjörður - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Skurðhjúkrunarfræðingur - Hjúkrunarfræðingur - Skurðstofur Fossvogi
Við leitum eftir skurðhjúkrunarfræðingum til starfa á skurðstofur í Fossvogi. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus í apríl 2021 eða eftir nánari samkomulagi.
Á deildinni eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
Yfirlæknir - Meðferðareining fíknisjúkdóma geðþjónustu Landspítala
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í kjarna geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
Um er að ræða stöðu á meðferðareiningu fíknisjúkdóma sem fyrst og fremst sinnir meðferð einstaklinga með alvarlegan fíknisjúkdóm samhliða alvarlegum geðsjúkdómi. Innan einingarinnar eru margvísleg meðferðarúrræði í boði og mismunandi þjónustustig. Öflugt uppbyggingar og þróunarstarf fer fram á einingunni i þverfaglegu umhverfi.
Leitað er eftir sérfræðingi í geðlækningum með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu á meðferðareiningunni fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarfi, öryggismálum og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, hjúkrunarnemar sumarafleysing
Sérfræðingur upplýsinga- og rannsóknarþjónusta
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn leitar að starfsmanni í fjölbreytt starf á Þjónustu- og miðlunarsviði. Um fullt starf er að ræða.
Þjónustu- og miðlunarsvið ber ábyrgð á þjónustu við notendur, miðlun safnkosts og samskiptum við Háskóla Íslands. Meginverkefni eru útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta, fræðsla og kynningar, umsjón með ritakosti og lesrýmum í Þjóðarbókhlöðu, námsbókasafn, varðveislusöfnin Skemman.is og Opin vísindi, rannsóknargagnasafnið Íris (e.PURE) og Landsaðgangur að rafrænum gögnum.
Um er að ræða nýtt starf hjá safninu og er sérfræðingnum m.a. ætlað að kynna þjónustu sviðsins við rannsakendur og taka þátt í að þróa rannsóknarþjónustu innan þess. Við leitum að drífandi einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi og sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Launafulltrúi - HSA
Rekstrarstjóri HSA - Neskaupstaður
Sjúkraþjálfari/Hreyfistjóri óskast í fast starf á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja HSS
Á stofnuninni ríkir afbragðs góður starfsandi.
Mannauðsstjóri Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í starf mannauðsstjóra embættisins. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir lögreglustjóra.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum.
Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Hjúkrunardeildarstjóri í geðþjónustu Landspítala
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í kjarna geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða stöðu á göngu- og dagdeild sem er hluti af nýrri meðferðareiningu þar sem meðal annars fer fram meðferð einstaklinga með lyndisraskanir, kvíðasjúkdóma og persónuleikaraskanir. Innan meðferðareiningarinnar verða margvísleg meðferðarúrræði í boði og mismunandi þjónustustig. Hér er um spennandi tækifæri að ræða við mótun á nýrri þjónustu í þverfaglegu umhverfi.
Leitað er eftir hjúkrunarfræðingi með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu á meðferðareiningunni fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarfi, öryggismálum og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur.
Ert þú með brennandi áhuga á skipum?
Sjúkraþjálfari - Hefur þú áhuga á öldrunarsjúkraþjálfun?
Hér er tækifærið til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins og vera hluti af liðsheild sem starfar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi!
Lausar eru til umsóknar tvær stöður sjúkraþjálfara á Landakoti og Vífilsstöðum. Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 80-100%.
Sjúkraþjálfun á Landakoti sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu aldraðra. Lögð er áhersla á greiningarvinnu, fagþróun og þverfaglegt samstarf. Boðið verður upp á markvissa innleiðingu í starfið hjá reyndum sjúkraþjálfurum á sviði öldrunarsjúkraþjálfunar.
Sjúkraþjálfarar á Landakoti sinna þjálfun á legudeildum og eru starfandi í teymum á göngudeild öldrunarlækninga. Einnig hefur Landakot umsjón með sjúkraþjálfun á Vífilsstöðum en þar dvelja sjúklingar sem eru í bið eftir hjúkrunarheimilum.
Verkefnastjóri við náms- og starfsráðgjöf
Sjúkraþjálfari óskast í fast starf á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja HSS
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf. Aðstaða til sjúkraþjálfunar er góð og á stofnuninni ríkir afbragðs góður starfsandi.
Deildarstjóri - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja
Móttökuritari Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Sjúkraliði - Gefandi starf í þjónustu fyrir einstaklinga með heilabilun á Landakoti
Við viljum ráða tvo sjúkraliða til starfa á öldrunarlækningadeild L-4 Landakoti. Deildin er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingardeild sem er opin sjö daga vikunnar allt árið. Á deildinni er veitt sérhæfð meðferð og endurhæfing fyrir einstaklinga með sjúkdóma sem valda skerðingu á heilastarfsemi.
Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag. Störfin eru laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Sérfræðilæknir í meinafræði
Auglýst er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni til starfa á meinafræðideild Landspítala. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og er starfið laust frá 1. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi.
Meinafræðideild annast sjúkdómsgreiningar á grundvelli vefjasýna. Rannsóknastofan tekur við sýnum frá Landspítala og flestum öðrum sjúkrahúsum landsins auk sýna sem tekin eru af heilsugæslulæknum og mörgum sérfræðilæknum. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.
Hjúkrunarfræðingur með áhuga á hjúkrun aldraðra
Öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti óskar eftir að ráða til starfa drífandi og jákvæðan hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á öldrunarhjúkrun. Deildin er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingardeild sem er opin sjö daga vikunnar allt árið. Starfsemin miðar að þjónustu við einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og meðferð ætlað að auka hæfni einstaklingsins til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni.
Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Hjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild
Hjúkrunarfræðingur/ dagvinna á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Hjúkrunarfræðingur með áhuga á krabbameinshjúkrun óskast til starfa á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut. Við bjóðum jafnt velkominn hjúkrunarfræðing sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Í boði er góð einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Einstakt tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Unnið er í dagvinnu og er upphafsdagur starfs samkomulag.
Deildin þjónar einstaklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein. Á deildinni starfa um 40 manns, þar af um 25 hjúkrunarfræðingar sem eru með fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og er unnið í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Sjúkraliði gjörgæsludeild
Sérfræðingur
Lektor í matvælafræði á sviði matvælavinnslu, nýsköpunar og vöruþróunar
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknarhluti starfsins miðast við að auka rannsóknir og þekkingu á matvælavinnslu, nýsköpun og vöruþróun matvæla við deildina. Meðal hlutverka lektorsins verður kennsla og leiðbeining nemenda á grunn- og framhaldsstigi.
Kennsluhluti starfsins miðast við að sérfræðisvið umsækjanda nýtist við uppbyggingu á matvælavinnslu-, nýsköpunar- og vöruþróunarkennslu í grunn- og framhaldsnámi við deildina.
Lektor við Félagsráðgjafardeild
Við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar fullt starf lektors á sviði áfengis- og vímuefnamála.
Sjúkraliðar - sumarafleysingar í Heimahjúkrun HH
Hjúkrunarfræðingar - sumarafleysingar í heimahjúkrun
Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli 2021
Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.
Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga, starfsumhverfi og löðun heilbrigðisstarfsfólks framtíðarinnar, ásamt því að gefa raunverulegt tækifæri til að skipuleggja mönnun og hlutverk læknastéttar framtíðar.
Tímalengd ráðninga er í samræmi við lengd vottaðs sérnáms viðkomandi greinar, 2-6 ár (sjá nánar í upplýsingum um hverja sérgrein) og eru stöður veittar frá 30. ágúst 2021. Athugið þó að móttökudagar fyrir alla nýja sérnámslækna eru haldnir vikuna áður og því er gert ráð fyrir að umsækjendur hefji störf viku áður eða 23. ágúst 2021.
Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Það sérnám sem hér er auglýst eru einu sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfisnefnd í samræmi við reglugerð 467/2015. Annað viðurkennt sérnám er hvorki í boði á Landspítala né Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar, ásamt því að fylgja fjölþættu og tæmandi mats- og handleiðslukerfi. Bæði klínískir- og sérnámshandleiðarar hafa hlotið viðeigandi þjálfun. Fullt sérnám er í boði í almennum lyflækningum, geðlækningum, barna- og unglingageðlækningum, öldrunarlækningum og bráðalækningum. Annars er um hlutasérnám að ræða sem hentar vel áður en haldið er í frekara sérnámi erlendis. Sérnám í endurhæfingarlækningum, rannsóknarlækningum, myndgreiningu og taugalækningum er í þróun. Samþykktarferli þeirra verður annað hvort lokið eða hafið við upphaf starfa. Stöður í boði innan þessara greina eru því auglýstar sem sérnám með þeim fyrirvara.
Doktorsnám er nú mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að jafnaði væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða, eða eftir samkomulagi, og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 467/2015. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn.
Hjúkrunarfræðingur - Líknardeild Landspítala
Líknardeild Landspítala í Kópavogi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til fjölbreyttra og krefjandi starfa. Á deildinni starfar um 20 manna hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. apríl 2021 eða eftir samkomulagi. Boðið er upp á fræðslu og starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem getur tekið allar vaktir. Deildin er fyrir tímabundna innlögn sjúklinga með ólæknandi, langt genginn sjúkdóm og skertar lífslíkur. Markmiðið er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Á deildinni eru 12 legurými og er starfsemin byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun og teymisvinnu.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Félagsliði - sumarstarf - Heimahjúkrun HH
Starfsmaður í þjónustudeild - Neskaupstaður - ræstingar/þvottahús - SUMARAFLEYSING 2021
Yfirljósmóðir óskast til starfa á Suðurlandi
Þjónustustjóri sjúkraskrárkerfisins Sögu
Sérnámslæknar í heimilislækningum - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur
Deildarstjóri óskast til starfa á Bráðamóttöku HSU
Almennt starf í þjónustuteymi
Auglýst er eftir starfsmanni í þjónustuteymi vöruþjónustu Landspítala. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Þjónustuteymi vöruþjónustu sér um birgðastýringu á rekstrarvörum og líni fyrir deildir spítalans. Teymið er hluti af vöruþjónustu Landspítala þar sem einnig er rekið vöruhús og þvottahús Landspítala. Hlutverk teymisins er að þjónusta deildir spítalans eftir þjónustusamningum með pantanir og áfyllingar á rekstrarvörum og líni. Einnig sér þjónustuteymið um að afgreiða og fylla á fataafgreiðslur spítalans þar sem starfsmenn sækja starfsmannafatnað.
Vöruþjónustan heyrir undir kjarna aðfanga og umhverfis á þjónustusviði Landspítala. Í þeim kjarna eru rekin birgðadreifing, flutningar, eldhús, þvottahús og öryggisgæsla, en auk þess eru þar bæði fasteignaumsjón og umhverfismál
Safnkennari
Heimavistarstjóri
Sérnámsstaða í Heimilislækningum
Lögfræðingur á sviði net- og upplýsingaöryggis
Hjúkrunarfræðingur á gigtar- og almennri lyflækningadeild
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á gigtar- og almennri lyflækningadeild í Fossvogi. Um er að ræða tvö stöðugildi, annars vegar framtíðarstarf og hins vegar afleysing til eins árs vegna fæðingarorlofs. Starfshlutfall er samkomulag, unnið er í vaktavinnu og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Deildin er 16 rúma legudeild, sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga en auk þess leita þangað einstaklingar með langvinna- og/ eða bráðasjúkdóma af margvíslegu tagi. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Við sækjumst bæði eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Gerði Betu deildarstjóra. Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala (sjá myndskeið undir frekari upplýsingar).
Teymisstjóri í Heimahjúkrun HH
Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2021
Starfsmaður í þjónustudeild - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands
Skrifstofumaður/ heilbrigðisritari
Laust er starf ritara á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi. Bráðaöldrunarlækningadeild er sólarhringsdeild með 22 legurýmum og fer þar fram greining, meðferð og hjúkrun bráðveikra aldraðra einstaklinga. Við viljum ráða sjálfstæðan, þjónustulipran og metnaðarfullan einstakling sem er jákvæður, með framúrskarandi samskiptahæfni og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt, krefjandi verkefni. Bæði getur verið um dagvinnu að ræða og/ eða vaktir.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 15.mars 2021 eða eftir samkomulagi.
Starfsfólk í ræstingu
Starfsfólk í ræstingu starfar innan rekstrar- og þjónustusviðs Alþingis. Unnið er í teymum og vinnutíminn er frá kl. 7- 15 auk tilfallandi yfirvinnu. Starfsfólkið annast þrif í öllu húsnæði Alþingis.
Kennslustjóri sérnáms í öldrunarlækningum
Laust er til umsóknar hlutastarf kennslustjóra sérnáms í öldrunarlækningum við Landspítala frá 1. apríl næstkomandi. Kennslustjóri er leiðtogi og ber ábyrgð á innihaldi og framkvæmd sérnámsins auk víðtækrar leiðandi aðkomu að starfsmannamálum sérnámslækna. Hlutverk kennslustjóra er að tryggja öflugt sérnám og stuðla þannig að árangursríkum lækningum, góðri þjónustu og öryggi sjúklinga ásamt viðeigandi mönnun greinarinnar til framtíðar. Kennslustjóri gegnir einnig mikilvægu hlutverki í uppbyggingu og framkvæmd vísindastarfa og umbótavinnu.
Kennslustjóri heyrir undir yfirlækni sérnáms og vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, forstöðumenn kjarna, yfirlækna og annað samstarfsfólk. Kennslustjóri hefur aðgang að skrifstofuaðstöðu og skrifstofustuðning, bæði í tengslum við viðkomandi grein en einnig á vegum framkvæmdastjóra lækninga.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu sérnáms í öldrunarlækningum. Um er að ræða 20% starfshlutfall.
Háskólamenntaður starfsmaður á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala
Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Deildin heyrir undir þjónustusvið - rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Starfið er laust frá 1. apríl 2021 eða samkvæmt samkomulagi og er starfshlutfall 100%.
Á deildinni starfa yfir 30 manns í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Verkefnisstjóri á alþjóðasviði Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á alþjóðasviði Háskóla Íslands.
Alþjóðasvið annast m.a. formleg samskipti Háskólans við erlendar menntstofnanir og veitir nemendum, kennurum og deildum ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf. Alþjóðasvið er til húsa á Háskólatorgi, sjá nánar: www.hi.is/althjodasvid
Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæslu Heilbrigðisstofnun Suðurlands Laugarási
Sundlaugarvörður og sérhæfður starfsmaður í sjúkraþjálfun Grensási
Við leitum eftir liðsmanni til starfa í sjúkraþjálfun og sundlaug á Grensás. Starfið er tvíþætt og skiptist milli þess að starfa sem sundlaugarvörður og sem sérhæfður starfsmaður sjúkraþjálfunar. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 75% og er unnið í dagvinnu frá 9-15 alla virka daga.
Sjúkraþjálfun á Grensási sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar.
Svæfingahjúkrunarfræðingur - sumarafleysing
Sjúkraliði við heimahjúkrun - sumarafleysing
Hjúkrunarfræðingur á Patreksfirði - sumarafleysing
Hjúkrunarfræðingur á bráða- og legudeild - sumarafleysing
Ljósmóðir - sumarafleysing
Sjúkraliðar á Patreksfirði - sumarafleysing
Verkefnastjóri í kjaradeild á skrifstofu mannauðsmála
Leitað er að starfsmanni í stöðu verkefnastjóra í kjaradeild Landspítala.
Við viljum ráða jákvæðan, metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling sem er töluglöggur, lausnamiðaður og á auðvelt með að vinna í teymi. Reynsla sem hæfir starfinu er æskileg auk háskólamenntunar sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegt. Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs samkvæmt samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun - sumarafleysing
Sérfræðingur á fjármálasviði á Hvammstanga
Aðstoðarmaður í eldhúsi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands
Sjúkraflutningamaður - Egilsstaðir - heilsugæsla
Skurðhjúkrunarfræðingur á skurð- og slysadeild - sumarafleysing
Umsjónaraðili myndvers
Sjúkraliði - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2021
Sérnámsstaða í heimilislækningum
Sálfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Deildarstjóri óskast til starfa á Lyflækninga- og göngudeild HSU
Sálfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti - Framlengdur umsóknarfrestur
Íþróttafræðingur - Geðheilsuteymi HH
Hjúkrunarfræðigar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Sérfræðilæknir í lungnasjúkdómum
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í lungnasjúkdómum. Starfið veitist frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf er að ræða. Lægra starfshlutfall samkvæmt nánara samkomulagi getur þó komið til greina.
Metnaðarfullt teymi lækna starfar við lungnalækningar og sinnir fjölbreyttum verkefnum í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir.
Lungnalæknar taka einnig þátt í bráðaþjónustu á vettvangi lyflækninga.
Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd sjúklinga okkar.
Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar á heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi og Hvolsvelli
Doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Sérfræðingur í stafrænni þróun fræðslu og miðlunar
Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi
Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum
Heilbirgðisstofnun Norðurlands Fjallabyggð, sjúkraflutningamaður/húsumsjón, sumarafleysing
Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum
Yfirlæknir bráðahluta öldrunarlækninga á Landspítala
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis bráðaþjónustu öldrunarþjónustu Landspítala sem heyrir undir meðferðarsvið. Næsti yfirmaður er yfirlæknir öldrunarlækninga Landspítala í heild sem ber ábyrgð á mannafla, rekstri og faglegri frammistöðu (sk. þríþætt ábyrgð). Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi.
Á bráðahluta öldrunarlækninga er veitt greining, meðferð og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þjónustan er veitt á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi og ráðgjafaþjónustu öldrunarlækna á Landspítala.
Öldrunarlækningadeild Landspítala skiptist í nokkra hluta: bráða- og ráðgjafahluta, heilabilunarhluta, almennan hluta, dag-, göngu- og samfélagsþjónustuhluta (DGS) auk hjúkrunardeildar á Vífilsstöðum.
Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í öldrunarfræðum er starfrækt á sviðinu og þar fer fram öflug vísindastarfsemi.
Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur
Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til starfa á ónæmisfræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um 30 manns við greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði.
Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan einstakling með góða samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust sem fyrst.
Lausar stöður lögreglumanna
Við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru lausar til umsóknar 43 stöður lögreglumanna á vöktum. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. maí 2021 með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum.
Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.
Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.
Tvær lektorsstöður í hjúkrunarfræði
Aðjúnkt í Hjúkrunarfræðideild
Lektor í almennri hjúkrunarfræði
Almenn hjúkrun miðar að því að veita sjúklingum heilsteypta umönnun sem byggir á vísindum og gagnreyndri þekkingu. Almennar hjúkrunarþarfir sjúklinga eru margþættar og það getur skipt sköpum fyrir árangur meðferðar sjúklings hvernig þeim er mætt. Krafa um þekkingu á áhrifum flókinnar hjúkrunarmeðferða á heilsu, vellíðan og virkni sjúklinga er vaxandi.
Verkefnisstjóri flutninga og breytinga - Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytur í Hús íslenskunnar
Stofnun Árna Magnússonar flytur í Hús íslenskunnar haustið 2023. Fram undan er spennandi breytingaferli sem felst í að vinna með starfsfólki stofnunarinnar að því að móta nýjan vinnustað. Leitað er að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með flutningum stofnunarinnar og sem hefur mikinn áhuga á og reynslu af verkefna- og breytingastjórnun, gæðamálum og umbótamenningu. Verkefnisstjóri heyrir beint undir forstöðumann.
Um er að ræða tímabundið starf til þriggja ára.
Sýningarstjóri
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir eftir sýningarstjóra til þess að stýra mótun og uppsetningu nýrrar sýningar í Húsi íslenskunnar sem áætlað er að verði opnuð haustið 2023.
Ný sýning í Húsi íslenskunnar veitir tækifæri til að vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst í fjölbreyttum gögnum Árnastofnunar og sýna hann í nýju ljósi. Meðal gagnanna eru þekktustu miðaldahandrit Íslendinga, umfangsmikið örnefnasafn og þjóðfræðiefni í hljóðritum. Sýningunni er ætlað að höfða til fólks á öllum aldri, jafnt þeirra sem búsettir eru á Íslandi og ferðamanna sem sækja það heim.
Um er að ræða tímabundið starf til þriggja ára. Sýningarstjóri heyrir beint undir forstöðumann.
Blóðbankinn auglýsir eftir öflugum liðsauka
Blóðbankinn óskar eftir öflugum liðsauka til starfa við framleiðslu og þjónustudeild Blóðbankans. Um er að ræða dagvinnustarf á meðan á þjálfun stendur en vaktavinnu eftir að þjálfun lýkur. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf hið fyrsta. Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, veiruskimun og afgreiðslu blóðhluta.
Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, líffræðingar, lífeindafræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknar og skrifstofumenn og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans. Starfshlutfall 100%
Hjúkrunardeildarstjóri hjarta- og æðaþræðingastofu
Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi hjarta- og æðaþræðingastofu Landspítala. Deildin heyrir undir aðgerðasvið og starfa þar um 10 manna samhent teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans. Þar eru gerðar hjartaþræðingar, kransæðavíkkanir, gangráðsísetningar, raflífeðlisfræðilegar rannsóknir/ aðgerðir og fleira sem tengist hjartasjúkdómum.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2021 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu.
Doktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands
Verkefnin hafa hlotið styrk frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Áætlað er að verkefnið hefjist í september 2021.
Verkamenn 2021 - Þingvellir
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir sumarstörf verkamanna. Verkamenn sinna fjölbreyttum störfum í þjóðgarðinum við viðhald, umhirðu og þrif. Frá 1. júní til loka ágúst.
Sjúkraþjálfari óskast til sumarafleysinga á Selfossi
Sérfræðilæknir í myndgreiningu
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis á röntgendeild Landspítala frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN - Sálfræðingur
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík laus staða lífeindafræðings
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar
Við sækjumst eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun hjartasjúklinga sem og áhuga á stjórnun, gæða- og umbótastarfi. Ráðið verður í starfið frá 1. maí 2021 eða eftir nánara samkomulagi.
Hjartadeild 14EG er 34 rúma og eina sérhæfða hjartadeildin á landinu. Hjúkrun deildarinnar er mjög fjölbreytt og snýr að einstaklingum með margvísleg vandamál frá hjarta. Á deildinni starfar öflugur, framsækinn og áhugasamur hópur starfsmanna. Góður starfsandi er ríkjandi sem og mikill faglegur metnaður og tækifæri til að vaxa í starfi.
Doktorsnemi í vistfræði
Landvarsla sumarið 2021 - Þingvellir
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir sumar landvörðum. Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um er að ræða sumarstarf frá 15. maí til loka ágúst. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu í upphafi vaktatarnar og frá vinnu í lok hennar.
Móttökuritarar - sumarafleysingastörf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði við heimahjúkrun
Framhaldsskólakennari - Stærðfræði - Menntaskólinn á Egilsstöðum - Umsóknarfrestur framlengdur til 9. mars
Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir stærðfræðikennara í 50% stöðu frá og með næsta skólaári.
Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.
Störf doktorsnema og nýdoktora við Lífvísindasetur Háskóla Íslands
Verkefnin, sem eru fjármögnuð til þriggja ára, eru eftirfarandi:
>> Greining á hlutverki hedgehog boðleiðarinnar í þroskun og starfsemi beina (Sara Sigurbjörnsdóttir - http://lifvisindi.hi.is/staff/sara-sigurbjornsdottir) >> Hlutverk utangenaerfða í starfsemi taugakerfisins (Hans Tómas Björnsson - https://notendur.hi.is/htb/index.htm) >> Hlutverk MITF umritunarþáttarins í svipgerðarbreytingum sortuæxla (Eiríkur Steingrímsson - http://lifvisindi.hi.is/staff/eirikur-steingrimsson)
Heilbirgðisstofnun Norðurlands Blönduósi, sjúkraflutningamaður sumarafleysing
Sálfræðingar í meðferðarteymi barna
Ljósmóðir - tímabundið starf
Sumarstörf í fangelsum
Fangelsið Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Fangelsið er staðsett við Nesjavallaleið í Reykjavík.
Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi fyrir karlkyns afplánunarfanga og er staðsett á Eyrarbakka.
Fangelsin Kvíabryggja og Sogn eru skilgreind sem opin fangelsi. Það felur í sér að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi og fangelsið Kvíabryggju er staðsett á Snæfellsnesi við Grundarfjörð.
Við leitum að einstaklingum sem eru framúrskarandi í samskiptum, tilbúnir til að vinna í krefjandi umhverfi og vilja láta gott af sér leiða.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi, hjúkrunarfræðingar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, hjúkrunarfræðingar
Um Starfatorg
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.