Hoppa yfir valmynd

Laus störf á Starfatorgi

 - Mynd

Lektorsstöður við Hjúkrunarfræðideild HA

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður lektora við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildir Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á gjörgæsludeildir Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut vegna opnunar hágæslustæða á gjörgæsludeildum. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er í vaktavinnu samkvæmt vaktskipulagi deildar. Störfin eru laus frá 1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Einstakt tækifæri er til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum í frábæru starfsumhverfi. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun, undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga, á gjörgæsludeildum Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. 

Gjörgæsla heyrir undir aðgerðasvið og starfa  hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans. Deildirnar þjónar einstaklingum, bæði börnum og fullorðnum, sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í  formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Næringarfræðingur - Næringarstofa Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Næringarstofa Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf næringarfræðings. Meginverkefni eru umsjón með næringarmeðferð og ráðgjöf sem og umsjón með endurskoðun fræðsluefnis fyrir sjúklinga og aðstandendur. 
Á næringarstofu starfar öflugur hópur næringarfræðinga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á flestum deildum spítalans. Á deildinni fer fram metnaðarfullt starf og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við leitum eftir metnaðarfullum liðsmanni, með góða skipulags- og samskiptahæfni, sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi. Gerð er krafa um klíníska reynslu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í janúar 2021. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Lögreglumaður í sérsveit hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Í sérsveit embættis ríkislögreglustjóra er laus til umsóknar ein staða lögreglumanns. Starfsstöð er Skúlagata 21, Reykjavík. Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 15. nóvember 2021 með skipun í huga að 12 mánaða reynslutíma loknum.

 - Mynd

Sjúkraliðar á gjörgæsludeildir Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við auglýsum eftir metnaðarfullum sjúkraliðum til starfa á gjörgæsludeildir Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut vegna opnunar hágæslustæða á gjörgæsludeildum. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki í frábæru starfsumhverfi. 

Starf á gjörgæsludeild býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum og fá nýir starfsmenn einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða. Störfin eru laus frá 1. desember 2021 eða eftir nánari samkomulagi. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulagsatriði.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Sjúkraliði óskast á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliði óskast til starfa á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi. Deildin er 18 rúma og er opin frá kl. 07-22 virka daga, að auki er hluti deildarinnar opinn allan sólarhringinn virka daga. 

Deildin sinnir dagdeildarþjónustu við sjúklinga sem fara í minni háttar aðgerðir s.s. æða-, lýta-, hne-, bæklunar-, heila- og tauga- og barnaskurðaðgerðir sem og sólarhringsþjónustu við sjúklinga sem fara í liðskiptaaðgerðir. Á deildinni er einnig tekið á móti sjúklingum í undirbúning fyrir aðgerðir sem krefjast lengri legutíma. 

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. desember 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Sjúkraliði - Öldrunardeildin á Hvammstanga

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland/Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Hvammstanga - Öldrunardeild óskar eftir að ráða sjúkraliða í 60-80% starf í tímabundna afleysingu vegna fæðingarorlofs. Öldrunardeildin á Hvammstanga er ætluð fyrir einstaklinga í hjúkrunar- og hvíldarrýmum.

Skoðað verður að ráða sjúkraliðanema/almennan starfsmann ef enginn lærður sjúkraliði sækir um.

 - Mynd

Sálfræðingur/ fjölskyldumeðferðarfræðingur í ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna á Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða áhugavert starf í nýlegu ráðgjafar- og stuðningsteymi fyrir langveik börn með umfangsmiklar þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra á Barnaspítala Hringsins.

Teymið sinnir ráðgjöf og veitir faglegan og félagslegan stuðning ásamt því að halda utan um upplýsingagjöf varðandi þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Margvíslegir möguleikar eru á starfsþróun. Starfshlutfall er samkomulag (50-100%) og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Sérhæfður starfsmaður óskast í hlutastarf á ónæmisfræðideild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða þjónustulipran og sjálfstæðan einstakling með góða samskiptahæfni í 50% starf á ónæmisfræðideild Landspítala við Hringbraut. Starfið felst í móttöku og símavörslu, framkvæmd glerþvottar og dauðhreinsunar, umsjón með kaffistofu, almennri aðstoð við starfsfólk og öðrum verkefnum í samráði við yfirmann. Vinnutími eftir samkomulagi við ráðningu. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. 

Deildin er opin alla virka daga frá kl. 8-16 og starfa þar um 30 manns að jafnaði, auk masters- og doktorsnema. Þar fer m.a. fram eftirlit og meðferð ofnæmis- og ónæmissjúkdóma, þjónustu- og vísindarannsóknir auk ráðgjafar og kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði.

 - Mynd

Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar óskast á öryggis- og réttargeðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða til starfa öfluga liðsmenn á öryggis- og réttargeðdeild Landspítala. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu og eru störfin nú þegar eða eftir samkomulagi.

Öryggisgeðdeildin er 8 rúma og sinnir sérhæfðri meðferð og endurhæfingu sjúklinga með alvarlegar geðraskanir. Réttargeðdeildin er 8 rúma deild sem veitir sérhæfða meðferð og umönnun einstaklinga sem hafa verið dæmdir ósakhæfir samkvæmt 15. gr hegningarlaga. 

Meðferðarnálgun deildanna er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers og eins sjúklings. Meginmarkmið meðferðarinnar er að sjúklingar fái þá meðferð og endurhæfingu sem er nauðsynleg til þess að þeir geti komist aftur út í samfélagið. 
Starfsemi deildanna er í mikilli þróun og áhersla á umbótastarf er því mikil þar sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eru í öndvegi. Áhersla er lögð á fagmennsku, öryggi og umhyggju.

Vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð Eskifirði. Starfshlutfall er 70-95% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

 - Mynd

Almennur starfsmaður í ræstingu og býtibúr á legudeildum HVE Akranesi.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi óskar eftir að ráða starfskraft í ræstingu og býtibúr á legudeildum HVE Akranesi. Staðan er laus 1.desember og er starfshlutfall 60-80%.

Unnið er morgun og kvöldvaktir ásamt annarri hvorri helgi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Um er að ræða 60-100% stöðu sem er laus frá og með 1.nóvember, staðan er tímabundin til eins árs. Á heilsugæslunni er lagt upp með mikilli teymisvinnu, þar starfa hjúkrunarfræðingar ásamt öðrum starfsstéttum, t.d. læknum, sjúkraflutningamönnum, heilbrigðisgagnafræðingi ofl. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður heilsugæsla - Afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingu til 30.9 2022 við heilsugæslustöðina á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 50-100% og staðan er laus nú þegar. Möguleiki er að skipta vinnu milli heilsugæslu og hjúkrunardeildar ef áhugi er fyrir því. 

 - Mynd

Barnalæknir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða barnalæknis við heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Um er að ræða 20% stöðu sem er laus frá 1 janúar 2022. 

 - Mynd

Geislafræðingur við hjartaómun á hjartarannsóknarstofu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við hjartaómun á aðgerðasviði Landspítala er laust til umsóknar starf geislafræðings frá 15. nóvember 2021 eða eftir samkomulagi. Vinnutími er frá kl. 8-16 og mögulegt er að vinna að mastersverkefni samhliða starfi. Reynsla af hjartaómun er æskileg en vel kemur til greina að þjálfa geislafræðing sem áhuga hefur á verkefninu. 

Á hjartarannsóknarstofu starfa um 20 manns í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við hjartasérfræðinga. Þar eru m.a. gerð áreynslupróf, Holterrannsóknir, ómskoðanir á hjarta og gangráðseftirlit. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Starfsmannastuðningur og ráðgjöf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Skrifstofa mannauðsmála Landspítala óskar eftir að ráða reynslumikinn og sérhæfðan einstakling til að sinna stuðningi, ráðgjöf og handleiðslu fyrir starfsmenn spítalans, auk aðkomu að fræðslu og eftirfylgni vegna samskiptasáttmála Landspítala. Starfsmaðurinn verður þátttakandi í stuðnings- og ráðgjafarteymi Landspítala en starfsheiti og verkefnaáherslur verða í samræmi við bakgrunn. Starfshlutfall er 50% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Hjá mannauðsmálum Landspítala starfa um 50 starfsmenn í þremur deildum, kjaradeild, launadeild og mönnunar- og starfsumhverfisdeild, en stuðnings- og ráðgjafarteymið tilheyrir skrifstofu mannauðsmála. 

Við viljum ráða einstakling sem hefur mikla færni í stuðningi, ráðgjöf og handleiðslu, er lausnamiðaður og hvetjandi og sem brennur af áhuga fyrir eflingu einstaklinga, teymisvinnu og jákvæðum úrlausnum mála. Reynsla af úrvinnslu erfiðra samskiptamála og vinna með vanlíðan af ýmsu tagi er mikill kostur og reynsla af stjórnun, markþjálfun og að leiða vinnustofur og hópastarf er kostur.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Matráður eða matreiðslumaður/kona á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Fram undan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í okkar frábæra hóp.

Við leitum að fjölhæfum, hugmyndaríkum og skemmtilegum matráði eða matreiðslumanni/konu til að taka þátt með okkur í að laga góðan, fjölbreyttan og spennandi mat handa okkar frábæru gestum og starfsfólki. Hér hjá HSS rekum við metnaðarfullt eldhús þar sem við ætlum okkur byggja upp eitt besta sjúkrahúsmötuneyti landsins. Um er að ræða 100% starfshlutfall með viðveru virka daga og aðra hvora helgi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæslustöð HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á öflugri heilsugæslustöð í góðum hópi.  Um 90% stöðu er að ræða í eitt ár.

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Grafarvogi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Grafarvogi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu. 

 - Mynd

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður í móttöku göngudeildar og bráðamóttöku barna Barnaspítala Hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða þjónustulipran einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni í starf ritara á móttöku Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða almenna móttöku og símavörslu. Unnið er á dag- og kvöldvöktum, virka daga sem og um helgar. Starfshlutfall er 90% og ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. 

Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinganna, með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi. Samskipti sem byggja á virðingu og stuðningi við börnin og fjölskyldur þeirra er mikilvægur þáttur í starfsemi Barnaspítalans.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Starfsmaður á bókasafni og umsjón með erlendum samskiptum í VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir stöðu starfsmanns á bókasafni sem jafnfram hefur umsjón með erlendum samstarfsverkefnum sem skólinn tekur þátt í. Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2022 og um er að ræða 100% stöðu. 

 - Mynd

Verkefnisstjóri á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra til eins árs á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna verkefnisstjórans verða upplýsingagjöf og aðstoð við nemendur, kennara, umsækjendur og aðra sem leita til kennsluskrifstofu. Verkefnisstjórinn verður hluti af teymi kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á slysa- og göngudeildina á Akranesi.  Um er að ræða 60-80% stöðu sem er laus frá 1/1 2022.

 - Mynd

Sérfræðingur á sviði inn- og útflutnings

Matvælastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Matvælastofnun leitar að kraftmiklum og fjölhæfum einstaklingi með góða skipulags- og samskiptahæfni í starf sérfræðings á Inn- og útflutningsdeild í Hafnarfirði. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. 

 - Mynd

Sálfræðingur (taugasálfræði) - Sálfræðiþjónusta á Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa metnaðarfullan og sjálfstæðan sálfræðing með góða samskiptafærni. Starfið felur fyrst og fremst í sér taugasálfræðilegar greiningar og endurhæfingu.

Leitað er eftir sálfræðingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi. Mikil áhersla er lögð á vandaða handleiðslu og stuðning í starfi. Einnig gefast fjölbreytt tækifæri til þróunar- og rannsóknarvinnu. Starfið er laust frá 1. desember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.  
 

 - Mynd

Háskólamenntaður starfsmaður á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Deildin heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu.

Á deildinni starfa yfir 30 manns í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Vinnutími er frá kl. 8-16, virka daga og er upphaf starfs samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

 - Mynd

Gæðastjóri

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hagstofa Íslands leitar eftir umbótasinnuðum gæðastjóra til að leiða gæðastarf Hagstofunnar. 

 - Mynd

Launafulltrúi - Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir launafulltrúa í 100% starf tímabundið til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst  eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Störf á þýðingamiðstöð

Utanríkisráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið/Norðurland/Austurland / Sérfræðistörf

Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins óskar eftir að ráða þýðendur til starfa við starfsstöðvarnar á Akureyri, í Reykjavík og/eða á Seyðisfirði.

 

 - Mynd

Rannsóknamaður í efnagreiningartækni

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands (http://systemsbiology.hi.is) í samstarfi við Kerecis ehf. (www.kerecis.com) auglýsir eftir rannsóknamanni til að taka þátt í verkefni við efna- og lífefnagreiningar á sáragróanda. Við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands eru stundaðar fjölþátta rannsóknir á efnaskiptasvari frumna við líffræðilegu áreiti. Kerecis ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun fiskroðs m.a. til notkunar við meðhöndlun sára.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/ næturvaktir á lyflækningadeild Fossvogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, að mestu á næturvaktir, á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við sækjumst bæði eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rögnu Maríu, deildarstjóra og Rut, aðstoðardeildarstjóra. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild - Er þetta starf fyrir þig?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna stækkunar á deild og aukinna verkefna viljum við ráða til starfa hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG. Á deildinni vinnur frábær, skemmtilegur og samheldinn hópur starfsmanna í virkri teymisvinnu. Störfin eru laus frá 1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag (50-100%).

Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun. 

Vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri á líknardeild Landspítala Kópavogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir kraftmiklum leiðtoga til að leiða og efla starfsemi líknardeildar Landspítala í Kópavogi og byggja upp sterka liðsheild. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni deildarinnar. 

Deildin er fyrir tímabundna innlögn sjúklinga með ólæknandi, langt genginn sjúkdóm og skertar lífslíkur. Markmiðið er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Á deildinni eru 12 legurými og er starfsemin byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun og teymisvinnu. 

Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðumaður krabbameinsþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2022.

 - Mynd

Sérfræðingur á starfsstöð í Neskaupstað

Hafrannsóknastofnun
Austurland / Sérfræðistörf

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing í fiskifræði eða skyldum greinum á starfsstöð í Neskaupstað.  Starfið felst í fjölbreyttri rannsóknavinnu við öflun og úrvinnslu gagna, skýrslu- og greinaskrifum. Í starfinu fellst samstarf og samskipti við bæði aðra starfsmenn stofnunarinnar og fólks í atvinnugreininni.

 - Mynd

Stjórnarráðsfulltrúi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf stjórnarráðsfulltrúa.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem er nákvæmur í vinnubrögðum, býr yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni. Leitað er eftir áhugasömum og jákvæðum starfsmanni sem hefur haldbæra reynslu af sambærilegu starfi.  

 - Mynd

Almennur læknir/ tímabundið starf á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf almenns læknis á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Starfið er tímabundið til eins árs en möguleiki er á ráðningu til skemmri tíma, en þó ekki skemur en 6 mánuði. Upphaf starfs er samkvæmt samkomulagi. Starfið veitist frá 1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

Unnið er í náinni samvinnu við sérfræðilækna í krabbameinslækningum og felur starfið í sér þverfaglega teymisvinnu með fjölmörgum öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, s.s. skurðlækningum, lyflækningum, myndgreiningu og meinafræði. Einnig er góð samvinna við aðrar starfsstéttir sem sinna krabbameinssjúklingum.

Starfið nýtist afar vel þeim sem hafa hug á frekari sérnámi í krabbameinslækningum en einnig þeim sem hugsanlega hyggja á frekara sérnám í öðrum greinum þar sem starfið á dag- og göngudeildinni er mjög fjölbreytt. 

Starfsumhverfið á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga er lærdómsmiðað. Læknirinn fær sérstaka starfslýsingu og skipulagða handleiðslu sérfræðilæknis. Fagleg árvekni og endurskoðun klínískra leiðbeininga og verkferla er hluti af fagmennsku deildarinnar. Vinnulagið á deildinni byggir á samvinnu fjölmargra starfsstétta með það að markmiði að gera meðferð og þjónustu við einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og ættingja þeirra skilvirkari.

 - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf sálfræðings fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Miðbæ. Um er að ræða afleysingu til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

 

 - Mynd

Löglærður fulltrúi - tímabundið starf

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf löglærðs fulltrúa á fjölskyldusviði embættisins. Ráðið er í starfið til og með 31. desember 2022. Starfið felur í sér stjórnsýslumeðferð erinda til sýslumanns á grundvelli barnalaga, hjúskaparlaga, erfðalaga, lögræðislaga o.fl.

 - Mynd

Geðlæknir við sálfélagslega þjónustu og geðheilsuteymi

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í okkar frábæra hóp.

Við auglýsum eftir sérfræðingi í geðlækningum við geðheilsuteymi og við sálfélagslega þjónustu stofnunarinnar. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Á HSS eru starfandi tvö sálfélagsleg teymi í 1. línu þjónustu: Í forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) starfa nú tveir sálfræðingar. Í  geðteymi fyrir fullorðna eru starfandi þrír sálfræðingar.

Fram undan er mikil umbótarvinna við stofnun nýs þverfaglegs geðheilsuteymis. Geðheilsuteymi mun sinna einstaklingum með alvarleg geðræn vandamál, sem þurfa á fjölþættri þjónustu að halda. Í geðheilsuteymi er áætlað að starfa muni geðlæknir, barnageðlæknir, geðhjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsráðgjafi og iðjuþjálfi. Geðlæknir kemur til með að starfa þvert á þjónustustigin þ.e. sálfélagslega þjónustu og geðheilsuteymi. Geðlæknir kemur einnig til með að vera ráðgefandi fyrir aðra fagaðila innan stofnunarinnar. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Verkstjóri þjónustuteymis vöruþjónustu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Landspítali auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkstjóra þjónustuteymis Landspítala. Hlutverk verkstjóra er skipulag og stjórnun þjónustuteymis Landspítala sem sér um pantanir og áfyllingar á rekstrarvöru og líni á deildum spítalans eftir þjónustusamningum. Verkstjóri vinnur með þjónustuteyminu í að þjónusta deildir spítalans auk þess að þróa og vinna að umbótum í þeirri þjónustu sem teymið veitir.

Verkstjóri þjónustuteymis heyrir undir rekstrarstjóra vöruhúss og er í reglulegum samskiptum við stjórnendur deilda. Verkefnin eru fjölbreytt og gefandi og markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir. Aðal starfsstöð verkstjóra er við Hringbraut en teymið starfar víðs vegar um spítalann.

Leitað er eftir einstaklingi sem er sjálfstæður í starfi og býr yfir skipulagi og lipurð í mannlegum samskiptum.  Gerð er krafa um menntun sem nýtist í starfi eða reynslu af sambærilegu starfi. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Aðstoðarmaður í aðhlynningu - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í aðhlynningu á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall 80-100% eða samkvæmt samkomulagi, starfið er vaktavinna.

 - Mynd

Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í tímavinnu í býtibúr

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkradeildin á HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í tímavinnu í býtibúr, auk þess að aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs frá og með nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi.
 • Í starfinu felast almenn býtibúrsstörf, þátttaka í aðstoð við athafnir daglegs lífs.
 - Mynd

Doktorsnemi í vélaverkfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Starf doktorsnema í vélaverkfræði á sviði burðarþols- og varmaflutningslíkangerðar er laus til umsóknar.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Garðabæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Garðabæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 100% starf við skólahjúkrun og hjúkrunarmóttöku. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1.desember nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Á Heilsugæslunni Garðabæ starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingur, hreyfistjóri og ritarar. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á móttökugeðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Móttökugeðdeild Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunarfræðings. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. nóvember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Við leitum að hjúkrunarfræðingi með framúrskarandi skipulagshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og einlægan áhuga á geðhjúkrun. Boðið er uppá einstaklingsmiðaða aðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila. 

Móttökugeðdeild er 32 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Unnið er að eflingu þverfaglegrar teymisvinnu. Á deildinni er góður starfsandi, frábært samstarfsfólk og boðið er upp á tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu og hæfni í geðhjúkrun. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í framtíðarstarf á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 80% eða sakvæmt samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.

 - Mynd

Yfirsjúkraþjálfari við sjúkraþjálfun Landspítala á Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali leitar eftir kraftmiklum og skipulögðum sjúkraþjálfara í starf yfirsjúkraþjálfara á Landakoti. Starfið felur í sér skipulag og stjórnun fjölbreyttrar starfsemi sjúkraþjálfunar á Landakoti í nánu samstarfi og umboði yfirsjúkraþjálfara Landspítala auk klínískra starfa. Viðkomandi þarf að hafa afburða samskipta- og leiðtogahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið er laust frá 1. janúar 2022.

Á Landakoti fer fram mat, meðferð og endurhæfing aldraðra. Sjúkraþjálfun á Landakoti hefur einnig umsjón með sjúkraþjálfun á Vífilsstöðum þar sem einstaklingar eru í bið eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Mikið er lagt upp úr þverfaglegu samstarfi.

Í sjúkraþjálfun á Landakoti starfa um 20 manns og er lögð áhersla á náið samstarf fagstétta. Rík áhersla er lögð á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum.

 - Mynd

Sjúkraflutningamenn óskast á bakvaktir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að liðsauka í sjúkraflutninga á starfssvæði stofnunarinnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. 

 - Mynd

Fagstjóri sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun

Tryggingastofnun ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar starf fagstjóra sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun. Leitað er eftir framsæknum einstaklingi sem þarf að búa yfir miklum áhuga á endurhæfingu og úrræðum tengd örorku. Starfið byggir á öflugri teymisvinnu þar sem fagstjóri mun verkstýra öflugum hópi sérfræðilækna. Starfið veitist frá 1. janúar 2022 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Lögfræðingar á sviði opinberra innkaupa.

Ríkiskaup
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Ríkiskaup auglýsa lausar til umsókna tvær stöður lögfræðinga hjá stofnuninni. 

Lögfræðingar stofnunarinnar hafa það meginmarkmið að vera lausnamiðaðir í nálgun sinni á lögfræðileg úrlausnarefni, beita gagnrýnni hugsun og búa yfir þeim eiginleika að greina kjarnann frá hisminu. Þeir eru agaðir í vinnubrögðum og hafa metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til þeirra sem til sviðsins leita, hvort sem er innan stofnunar eða utan. 

Lögfræðingarnir framfylgja markmiðum regluverks um opinber innkaup sem er í gildi á hverjum tíma sem og markmiðum stofnunarinnar um aukið virði með hagkvæmum, vistvænum og nýskapandi lausnum á sviði innkaupa. Fyrir vikið reynir á umbótahugsun í starfinu og stöðuga endurskoðun verkferla í samræmi við framangreind markmið. 

Þá leiða lögfræðingarnir þekkingaröflun og miðlun þekkingar vegna lögfræðilegra álitaefna á málefnasviði stofnunarinnar ásamt fræðslustjóra. 

Lögfræðingar Ríkiskaupa heyra undir svið stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum.

 

 - Mynd

Deildarstjóri hagdeildar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Landspítalinn auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra hagdeildar. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. 

Helstu verkefni hagdeildar eru söfnun, úrvinnsla, greining og miðlun upplýsinga um starfsemi og rekstur Landspítala, uppbygging vöruhúss gagna, þróun og notkun DRG kerfis og annarra mælikvarða, heilsuhagfræðilegar og rekstrarlegar greiningar. Starfsmenn deildarinnar eru þrettán. 

Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri fjármála. 

 - Mynd

Starfsmaður á lager á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða tímabundið starfsmann til starfa á lager. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi.  Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

 - Mynd

Sérfræðingur á sviði heilsu- og færnimats með áherslu á umönnun fatlaðra og langveikra barna

Tryggingastofnun ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum? Laust er til umsóknar starf sérfræðings á réttindasviði Tryggingastofnunar (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í matshópi er sem bera m.a. ábyrgð á úrvinnslu umsókna um foreldragreiðslur og greiðslur til umönnunaraðila fatlaðra og langveikra barna. Starfið byggir á frumkvæði og þéttu faglegu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Starfið veitist frá 1. desember 2021 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Sérfræðingur á sviði heilsu- og færnimats með áherslu á endurhæfingu

Tryggingastofnun ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum? Laust er til umsóknar starf sérfræðings á réttindasviði Tryggingastofnunar (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í matshópi á sviði endurhæfingar og lífeyrismála. Starfið byggir á frumkvæði og miklu og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Starfið veitist frá 1. desember 2021 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Verkefnastjóri rannsóknaupplýsinga og opins aðgangs

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í krefjandi starf á Þjónustu- og miðlunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verkefnastjórnun og þekkingu á háskóla- eða rannsóknaumhverfi.

Þjónustu- og miðlunarsvið ber ábyrgð á þjónustu við notendur, miðlun safnkosts og samskiptum við Háskóla Íslands. Sérfræðingar sviðsins sjá um fræðslu, kynningar og upplýsingaþjónustu, landsaðgang að rafrænum áskriftum, rannsóknagagnasafnið Íris og varðveislusöfnin Opin vísindi og Skemman. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Þjónustu- og miðlunarsviðs.
 

 - Mynd

Upplýsingafræðingur á bókasafn Menntaskólans við Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Menntaskólinn við Hamrahlíð auglýsir eftir upplýsingafræðingi á bókasafn skólans í 80% starf frá og með 1. janúar 2022.
Menntaskólinn við Hamrahlíð er framhaldsskóli sem byggir á áfangakerfi. Boðið er upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum og alþjóðlegri námsbraut, IB-braut, auk náms á fjölnámsbraut. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru rúmlega 1000.

 - Mynd

Markaðs- og samskiptastjóri. Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar fullt starf markaðs- og samskiptastjóra á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Menntavísindasvið óskar eftir því að ráða öflugan markaðs- og samskiptastjóra í mjög fjölbreytt og lifandi starf. Starfið felur einkum í sér kynningu og markaðssetningu á námi á Menntavísindasviði, vísindamiðlun, textagerð og uppfærslu á vef sviðsins.

Samskipta- og markaðsstjóri hefur aðsetur á skrifstofu Menntavísindasviðs í Stakkahlíð, ásamt öðru starfsfólki á sviðsskrifstofu sem sjá um margvísleg stoðþjónustuverkefni á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, reksturs og fjármála, auk samskipta- og markaðsmála.

 - Mynd

Sérfræðingur í tilraunaeðlisfræði þéttefnis

Raunvísindastofnun Háskólans
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í tilraunaeðlisfræði þéttefnis við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.

 - Mynd

Horfir þú til framtíðar?

Alþingi
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Skrifstofa Alþingis auglýsir nýtt og spennandi starf framtíðarfræðings á nefndasviði og leitar að jákvæðum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starfið. Í því felst sérfræðiaðstoð við nýja framtíðarnefnd Alþingis, sbr. 35. gr. laga nr. 80/2021, en nefndinni er meðal annars ætlað að fjalla um áskoranir og tækifæri Íslands til framtíðar, til að mynda með tilliti til tæknibreytinga og sjálfvirknivæðingu, umgengni við náttúru Íslands og lýðfræðilegra breytinga. 

Starfið felur meðal annars í sér gerð greininga og sviðsmynda fyrir framtíðarnefndina, aðstoð við stefnumótun og áætlanir ásamt öflun og úrvinnslu ýmissa gagna. Unnið er í teymisvinnu með sérfræðingum nefndasviðs eftir efni og verkefnum.

Um er að ræða nýtt starf og því spennandi tækifæri til að hafa áhrif á mótun verkefna í lifandi og skemmtilegu starfsumhverfi. 

 - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Nú erum við að stækka öldrunarlækningadeild A um 16 rúm í nýuppgerðu húsnæði á Landakoti og auglýsum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á hjúkrun aldraðra, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfiÍ boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Upphaf starfs samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Aðstoðardeildarstjórinn starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.

Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Staða yfirlögregluþjóns við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Lögreglustjórinn á Norðurl vestra
Norðurland / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra er laus til umsóknar tímabundin staða yfirlögregluþjóns. Staðan er auglýst til eins árs með möguleika á framlengingu í eitt átt. Reiknað er með að sett verði í stöðuna í fyrsta sinn frá og með 1. janúar 2022. 

Helstu upplýsingar um vinnustaðinn

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Stofnunin er eitt níu lögregluumdæma landsins sem ákveðin eru í lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um umdæmi lögreglustjóra nr. 1150/2014. Hjá embættinu starfa nú liðlega 20 starfsmenn, þar af 16 lögreglumenn. Lögð er m.a. áhersla á opin og jákvæð samskipti, gagnsæi, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, framúrskarandi þjónustu, vilja til samvinnu og samstarfs og starfsþróun.   

Í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Aðalstöð lögreglustjóra er á Sauðárkróki. Einnig eru lögreglustöðvar á Blönduósi og Hvammstanga. Starfstöð yfirlögregluþjóns embættisins er á Sauðárkróki.         

 - Mynd

Laus staða lögreglumanns á Ísafirði - Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum
Vestfirðir / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir til umsóknar lausa stöðu lögreglumanns við embættið, með aðsetur á Ísafirði.

Sett verður í stöðurna frá og með 1. desember nk. eða eftir samkomulagi.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða sólarhringsvaktir.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað annað hvort með bréfpósti á skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða með því að fylla út umsókn á meðfygjandi hlekk.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,

Karl Ingi Vilbergsson.

 

 - Mynd

Verkefnastjóri

Þjóðskrá
Höfuðborgarsvæðið/Norðurland / Sérfræðistörf

Þjóðskrá óskar eftir að ráða árangursdrifinn og lausnamiðaðan verkefnastjóra með reynslu af upplýsingatækni.  Viðkomandi mun starfa í verkefnastofu, sem heyrir undir Skrifstofu forstjóra, að fjölbreyttum verkefnum. Leitað er að traustum einstaklingi sem tekur ábyrgð á verkefnum, heldur þeim á áætlun og fylgir þeim eftir til loka.  Viðkomandi þarf að hafa skipulagshæfileika, vera lausnamiðaður og geta unnið eftir skilgreindum gæðaferlum. Þjóðskrá leggur áherslu á að vera framúrskarandi þegar kemur að nýtingu stafrænna lausna, mikilvægt er að umsækjendur samsami sig þeirri sýn. Þjóðskrá hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík.

 - Mynd

Spennandi starf í lyfjaframleiðslu fyrir jáeindaskanna

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á við ný og krefjandi verkefni? 

Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum aðila í krefjandi starf í tengslum við framleiðslu sporefna fyrir jáeindaskanna. Viðkomandi verður mikilvægur hlekkur í öflugu starfi á þessu sviði. Unnið er virka daga og hefst vinnan á undan hefðbundnum vinnutíma flesta daga, það er frá kl. 6 að morgni. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Röntgendeild Landspítala sinnir þjónustu á öllum sviðum læknisfræðilegrar myndgreiningar þ.m.t. ísótóparannsóknum. Gerð er krafa um háskólamenntun í líffræði, lyfjafræði, lífeindafræði, efnafræði eða náttúrufræði.

 - Mynd

Starfsmaður í umönnun - Gefandi starf í þjónustu fyrir aldraða á Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Nú erum við að stækka öldrunarlækningadeild A um 16 rúm í nýuppgerðu húsnæði á Landakoti og auglýsum eftir öflugum liðsmönnum til starfa. Í boði er skemmtilegt starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra þar sem markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs.

Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi, unnið er á þrískiptum vöktum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Starfsmaður óskast í býtibúr á taugalækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf í býtibúri á taugalækningadeild í Fossvogi. Um er að ræða  80% starf á 8 tíma vöktum á tímabilinu 8-20. Lágmarksaldur umsækjanda 20 ár. Starfið er laust frá 15. nóvember 2021, eða eftir nánara samkomulagi.

Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Komdu og taktu þátt

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Nú erum við að stækka öldrunarlækningadeild A um 16 rúm í nýuppgerðu húsnæði á Landakoti og auglýsum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. 

Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi, unnið er á þrískiptum vöktum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Helbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.

 - Mynd

Leitum að öflugum yfirhjúkrunarfræðingi svæðis á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi auglýsir laust starf yfirhjúkrunarfræðings svæðis. 

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. desember 2021 eða eftir samkomulagi. 

Leitað er að áhugasömum einstaklingi til að taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu starfstöðvarinnar til framtíðar í samræmi við stefnu HSN.

Yfirhjúkrunarfræðingur ber faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð. 

Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar.

 - Mynd

Sérfræðilæknir við líknardeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við líknardeild Landspítala í Kópavogi. Starfið hentar vel sérfræðilækni sem vill bæta við sig reynslu í líknarlækningum. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. desember 2021 eða eftir samkomulagi. 

Einnig kemur til greina að ráða 1-2 sérfræðilækna sem vilja bæta við sig sérþekkingu en í skertu starfshlutfalli og til skemmri tíma. Hentar sérstaklega vel heimilis-, öldrunar- og lyflæknum sem sinna líknarþjónustu í sínu daglega starfi, t.d á hjúkrunarheimili.

Deildin heyrir undir krabbameinsþjónstu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legu-, dag- og göngudeild og sérhæfðri heimaþjónustu. Unnið er í náinni samvinnu við líknarráðgjafateymi spítalans.

 - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efra-Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 60% tímabundið starf sálfræðings til eins árs, fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

 - Mynd

Sjúkraliði - Þú skiptir máli

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Nú erum við að stækka öldrunarlækningadeild A um 16 rúm í nýuppgerðu húsnæði á Landakoti og auglýsum eftir sjúkraliðum til starfa. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. 

Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. 

Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi, unnið er á þrískiptum vöktum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Sérfræðingur í teymi húsnæðisbóta á Sauðárkróki

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Norðurland / Sérfræðistörf

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála á Íslandi.

Hlutverk okkar er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði í þágu almennings auk þess að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og hafa virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að bætast í hóp öflugra sérfræðinga í teymi húsnæðisbóta á starfsstöð HMS á Sauðárkróki.

 - Mynd

Gæðastjóri á rannsóknarkjarna/ afleysing til eins árs

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í öflugu teymi okkar á rannsóknakjarna Landspítala? 

Við leitum eftir metnaðarfullum lífeinda-, lífefna-, lyfja- eða líffræðingi sem býr yfir þekkingu og reynslu af störfum á rannsóknastofuStarfið er tímabundið til eins árs. Um er að ræða dagvinnu, virka daga og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.

Á rannsóknakjarna starfa um 150 manns í þverfaglegu teymi við greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu heilbrigðisstétta í klíniskri lífefna- og blóðmeinafræði. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.  

 - Mynd

Lektor í lýtalækningum

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í lýtalækningum á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Lektor í almennum skurðlækningum neðri meltingarvegar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í kviðarholsskurðlækningum neðri-meltingarvegar á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Lektor í almennum skurðlækningum efri meltingarvegar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í kviðarholsskurðlækningum efri meltingarvegar á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laust er til umsóknar 80-100% starf hjúkrunarfræðings tímabundið í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli 2022

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga, starfsumhverfi og löðun heilbrigðisstarfsfólks framtíðarinnar, ásamt því að gefa raunverulegt tækifæri til að skipuleggja mönnun og hlutverk læknastéttar framtíðar. 

Tímalengd ráðninga er í samræmi við lengd vottaðs sérnáms viðkomandi greinar, 2-6 ár. Stöður eru veittar frá 28. febrúar 2022. Athugið þó að móttökudagar fyrir alla nýja sérnámslækna eru haldnir vikuna áður og því er gert ráð fyrir að umsækjendur hefji störf viku áður eða 21. febrúar 2022.

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Það sérnám sem hér er auglýst eru einu sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfisnefnd í samræmi við reglugerð 467/2015. Annað viðurkennt sérnám er hvorki í boði á Landspítala né Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar, ásamt því að fylgja fjölþættu og tæmandi mats- og handleiðslukerfi. Bæði klínískir- og sérnámshandleiðarar hafa hlotið viðeigandi þjálfun. Fullt sérnám er í boði í almennum lyflækningum, geðlækningum, barna- og unglingageðlækningum, öldrunarlækningum og bráðalækningum. Annars er um hlutasérnám að ræða sem hentar vel áður en haldið er í frekara sérnám erlendis. Sérnám í endurhæfingarlækningum, rannsóknarlækningum, myndgreiningu og taugalækningum er í þróun. Samþykktarferli þeirra verður annað hvort lokið eða hafið við upphaf starfa. Stöður í boði innan þessara greina eru því auglýstar sem sérnám með þeim fyrirvara.

Doktorsnám er nú mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að jafnaði væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 467/2015. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn.

 - Mynd

Læknir við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laust er til umsóknar 80-100% starf læknis tímabundið í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sálfræðingar við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laus eru til umsóknar tímabundin störf sálfræðinga í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Sérfræðingur í nýsköpunar og þróunarteymi

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í teymi nýsköpunar og þróunar á sviði þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála. 

 - Mynd

Embætti forstjóra Landspítala

Heilbrigðisráðuneyti
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala. 

Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónusta fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Nánar er kveðið á um hlutverk hans í lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala starfa á sjötta þúsund starfsmenn og er spítalinn einn stærsti vinnustaður landsins.

 - Mynd

Sálfræðingur við Náms- og starfsráðgjöf

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (http://hi.is/nshi) er laust til umsóknar 50% starf sálfræðings tímabundið í tvö ár. 

Starfið er fjölbreytt, viðfangsefnin áhugaverð og starfsumhverfið gott. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild óskum eftir hjúkrunarfræðingi í teymið okkar. Starfsumhverfið einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi, sveigjanleika og einstökum starfsanda. Hér eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína á geðrofssjúkdómum, fíknivanda og stuðningi við aðstandendur. Vaktabyrgðin er hófleg og starfsumhverfið því fjölskylduvænt. Í boði eru næturvaktir sé óskað ef því.

Deildin er 10-11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel nánustu aðstandendur í innlögninni og veita hjúkrunarfræðingar í samráði við þverfaglegt teymi þann stuðning.

Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðinga aftur út í samfélagið. Lögð er áhersla á að unnið sé samkvæmt gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum verkferlum. Unnið er út frá batamiðaðri stefnu þar sem skjólstæðingurinn er hafður í öndvegi og hans markmið höfð að leiðarljósi. Meðferðarstarf deildar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu, fjölskyldustuðningi, skaðaminnkandi nálgun og batamiðaðri þjónustu.

Mikið er lagt upp með umbótaverkefni á deildinni þar sem allir starfsmenn deildar fá að koma sínum hugmyndum á framfæri og láta verða að veruleika. Starfsþróun skiptir miklu máli, lögð er áhersla á að starfsfólk deildar fái þjálfun hvað varðar meðferð og þjónustu sem veitt er á deildinni. Samtalsmeðferð er grunnur þjónustunnar á deildinni og fá allir þjálfun á því sviði. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Iðjuþjálfi - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstaðir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða iðjuþjálfa sem sinnir virkni á hjúkrunarheimilum HSA með starfstöð á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 70% og er vinnutími sveigjanlegur. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Félagsráðgjafi í ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf  félagsráðgjafa í ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna á Barnaspítala Hringsins.  Við leitum að öflugum liðsmanni í þverfaglegt ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna á Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða áhugavert starf í nýlegu ráðgjafar- og stuðningsteymi fyrir langveik börn með umfangsmiklar þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra á Barnaspítala Hringsins. Teyminu er ætlað að veita faglegan og félagslegan stuðning og halda utan um upplýsingagjöf varðandi þjónustu við langveik börn. Margvíslegir möguleikar á starfsþróun.  
Starfshlutfall er samkomulag (50-100%) og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  

Félagsráðgjafi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að kortleggja þjónustuþörf sjúklings, veita foreldrum og fjölskyldum þeirra upplýsingar um félagsleg réttindi. Enn fremur felur starfið í sér að sinna málastjórn hvað varðar að tengja saman ólík þjónustukerfi og stuðning við hvers konar aðrar sálfélagslegar aðstæður sem upp geta komið við erfið og langvinn veikindi hjá barni.  

Við félagsráðgjöf á Landspítala starfa rúmlega 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð. 

 - Mynd

Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. 

Leitað er eftir einstakling sem hefur áhuga á að vera hluti af öflugu teymi sem hefur það hlutverk að bæta öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar og styðja við sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Þessu hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. 

Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana-og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.  Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

 - Mynd

Heilbrigðismenntaður starfsmaður með menntun og/ eða reynslu af fjölskyldumeðferð

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu áhugasamur hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, sálfræðingur eða iðjuþjálfi og viltu á að kynnast spennandi starfi í geðþjónustu Landspítala?

Við viljum ráða til starfa heilbrigðisstarfsmann í hlutverk málastjóra í samfélags- og göngudeildarteymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma. Starfið býður upp á mörg spennandi tækifæri til starfsþróunar. Fyrirhugað er að breytingar verði á áherslum teymisins næstu mánuði og gefst málastjóra kostur á að taka þátt í uppbyggingu og þróun. Málastjórar spila lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar, eflingu meðferðar og endurhæfingu fyrir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. 

Meginverkefni teymisins er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. 

Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Málastjórum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu og faglegum stuðningi. Lögð er áhersla á að allir málastjórar sæki námskeið í áhugahvetjandi samtalstækni. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraliðar og ráðgjafar. Náið samstarf og samvinna er við velferðarþjónustu sveitafélaga, heilsugæslu og geðheilsuteymi heilsugæslunnar.

Hlutverk málastjóra er fjölbreytt og felst meðal annars í mati á þörfum einstaklings, mati á geðrænum einkennum og eftirfylgd, þróun meðferðaráætlana sem mæta þörfum hvers og eins og vöktun og mat á árangri þjónustunnar. Málastjóri ber ábyrgð á almennum þáttum meðferðarinnar, samskiptum við aðstandendur og heldur utan um þá meðferð og endurhæfingu sem einstaklingurinn þarf á að halda. 

Í geðþjónustu Landspítala er reynt að veita fjölskyldumiðaða þjónustu og stuðning við börn þeirra sem glíma við geðsjúkdóma. Áhersla er lögð á stuðning við einstaklinginn og fjölskyldu hans til að efla færni til að ná tökum á líðan og aðstæðum við breytt heilsufar eða aðrar breytingar. 

Starfshlutfall er 70-100%, dagvinna að mestu og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.  Gerð er krafa um heilbrigðismenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði hjúkrunarfræði, félagsráðgjafar, iðjuþjálfunar og sálfræði.

 - Mynd

Innri endurskoðandi Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Starf innri endurskoðanda Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Innri endurskoðandi er ráðinn af rektor Háskóla Íslands og starfar í umboði háskólaráðs. Innri endurskoðandi starfar náið með endurskoðunarnefnd Háskólans en hlutverk nefndarinnar er að stuðla að góðum stjórnarháttum og er henni ætlað að aðstoða háskólaráð og rektor við að sinna eftirlitshlutverki sínu.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 95% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

 - Mynd

Nýdoktor í byggingarverkfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Starf nýdoktors í byggingarverkfræði á sviði jarðskjálftaverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Starfið er til þriggja ára og tengist rannsóknaverkefni sem snýr að jarðskjálftaáhættugreiningu á Íslandi. Verkefnið hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Rannís (www.rannis.is).

 - Mynd

Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 89-95% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Félagsráðgjafi við Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Vegna átaks til að vinna á biðlistum eftir greiningu geðheilbrigðisvanda barna á Þroska- og hegðunarstöð HH vantar okkur fleira öflugt fagfólk með þekkingu og reynslu á sviðinu. Laust er til umsóknar 80-100% starf félagsráðgjafa tímabundið í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

ÞHS er miðlæg, sérhæfð starfseining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og handleiðslu reyndra sérfræðinga.

 - Mynd

Nýdoktor til rannsókna á sviði hreyfivísinda við Rannsóknastofu í hreyfivísindum - Námsbraut í sjúkraþjálfun

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 80-100% starf nýdoktors við rannsóknir á sviði hreyfivísinda við Námsbraut í sjúkraþjálfun. 

Starfið er styrkt í eitt ár af Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í 80 - 100% starfshlutfall í vaktavinnu á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar Brynja Dröfn Tryggvadóttir.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 70-100% staða hjúkrunarfræðings á lyflækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus frá 01.01.2022 eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild- starfsþróunarár

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á Skurðlækningadeild frá 01.01.2022 eða eftir samkomulagi en boðið verður upp á skipulagða starfsþóun fyrsta árið í starfi.

Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan skurðlækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Starfsþróunaráætlunin nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan skurðlækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni.  

Tímabilinu er skipt upp í fimm, tveggja mánaðar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefin kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði.  

 • janúar-febrúar: Hjúkrun bæklunarsjúklinga: Flýtibati - ferli við gerviliði.
 • mars-apríl :  Hjúkrun sjúklinga tengt kviðarholsaðgerð - stóma
 • maí-júní: Sárameðferðir - loftbrjóst - sjúklingafræðsla
 • júlí - ágúst:
 • september-október: Hjúkrun og fræðsla e. aðgerð á kvenlíffærum

Skurðlækningadeildin er 20 rúma legudeild, einnig til heyrir einingunni Innritunarmiðstöð sem er dagdeild. Starfsemi deildarinnar er fjölbreytt þar sem að sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: 

 • almennar skurðlækningar
 • æðaskurðlækningar
 • bæklunarlækningar
 • kvennsjúkdómalækningar
 • þvagfæraskurðlækningar
 • HNE lækningar

Á deildinni fer fram þverfagleg starfsemi fagstétta SAk sem stuðla að heildrænni meðferð skjólstæðinga hennar. Náið samstarf er með t.d. félagsráðgjöfum, sjúkra- og iðjuþjálfum.  

Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking er til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. 
Á starfsþróunar árinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun skurðsjúklinga. og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum.  

Má þar nefna hjúkrun stómasjúklinga, meðhöndlun skurðsára, sárasogsmeðferð, meðferð með Topas thoraxdreni, flýtibata, ferli aðgerðasjúklinga, rafræna skráningu og fræðslu sjúklinga. Einnig verður áhersla lögð á hverja sérgrein fyrir sig. 

Staðan er laus frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi en um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra hverja helgi. 

Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Skurðlækningadeild.  

 - Mynd

Sjúkraliðar á gjörgæsludeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær 80 - 100% stöður sjúkraliða á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur.

 - Mynd

Verkefnastjóri sýninga

Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra sýninga. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu.

Í boði er spennandi starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar  (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er í Vesturvör 16-20 í Kópavogi. 

 - Mynd

Doktorsnemi í lyfjafræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema til að vinna að þróun augnlyfjasamsetninga sem byggja á sýklódextrín örtækni ætlaðri til að koma lyfjum til bakhluta augans. Verkefnið er hluti af evrópsku rannsóknarsamstarfi sem inniheldur 14 aðra doktorsnema.

Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Aðrir meðlimir í doktorsnefnd eru erlendir samstarfsaðilar í verkefninu.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins (Horizon 2020 - Marie Sklodowska-Curie Actions No 813440) í 18 mánuði með möguleika á frekari fjármögnun.  Miðað er við að verkefnið hefjist 1. desember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.  Umsækjandi má ekki hafa búið á Íslandi í meira en 12 mánuði á síðustu 3 árum skv. skilmálum styrks. Athugið að fjármögnun er aðeins tryggð að fullu í 18 mánuði og frekari fjármögnun eftir það er háð styrkjum sem verður sótt um.

 - Mynd

Tæknimaður

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða þjónustulipran aðila í starf tæknimanns. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Hugbúnaðarsérfræðingar

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða tvo metnaðarfulla og kraftmikla hugbúnaðarsérfræðinga. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Hjúkrunarnemi/ hlutastarf á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarnemi á 3. eða 4. námsári óskast til starfa á bráðageðdeild 32C. Starfshlutfall er 20-30% eða skv. samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Starfið er laust í nóvember 2021 eða eftir samkomulagi.

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu meðferðarteymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda.

 - Mynd

Nýdoktor við alþjóðlega rannsókn á inngripi til að draga úr tíðni áfallaminninga

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Viltu starfa við spennandi alþjóðlega rannsókn í þverfræðilegu starfsumhverfi?

 

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við alþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Sálfræðideildar og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands í samvinnu við Sálfræðideild Uppsalaháskóla. 

 - Mynd

Heimilislæknir óskast á heilsugæsluna í Hveragerði og Ölfusi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Staða sérfræðilæknis á heilsugæslunni í Hveragerði og Ölfusi er laus til umsóknar

Um er að ræða fjölbreytta starf þar sem starfstöð er ýmist í Hveragerði eða Þorlákshöfn

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Sjúkaliðanemi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun/sjúkraliðanema á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæsluna í Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Fjallabyggð óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 90% starf í heilsugæslu. Starfið er unnið í dagvinnu en jafnframt er unnið fjórðu hverju helgi í heimahjúkrun. Um er að ræða fast starf.

Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Tölvumaður óskast til Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands
Vesturland / Tæknistörf

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir einstaklingi í fullt starf tölvumanns á Hvanneyri.

 - Mynd

Lífeindafræðingur á rannsóknastofu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Við leitum eftir að ráða lífeindafræðing til starfa tímabundið á rannsóknastofu HSS í Reykjanesbæ. Um er að ræða 80% tímabundið starf í eitt ár með möguleika á framlengingu.  Unnið er í dagvinnu, ásamt bakvöktum.  Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Doktorsnemi í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Námsbraut í stærðfræði við Raunvísindadeild auglýsir eftir doktorsnema í tölfræði vegna verkefnisins: Tölfræðileg skölun á hámarksúrkomu á klukkustundarskala frá veðurfræðilíkani á þéttu landfræðilegu neti. Verkefnið er styrkt til þriggja ára.

 - Mynd

STAÐA YFIRLÆKNIS LEGUDEILDAR LYFLÆKNINGA á HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS, SELFOSSI

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Laus er til umsóknar 100% staða yfirlæknis legudeildar lyflækninga á HSU - Selfossi.
 • Deildin er 18 rúma almenn lyflækningadeild. Hluti rúmanna er yfirleitt nýttur fyrir endurhæfingarsjúklinga eftir liðskiptiaðgerðir.
 • Að auki eru við deildina fjögur líknarrými. Áætlanir eru uppi um fjölgun rúma deildarinnar.
 • Við deildina starfa nú lyflæknar með sérfræðiviðurkenningu í krabbameins-, hjarta-, lungna-, meltingarfæra- og bráðalækningum.
 - Mynd

Doktorsnemi í taugalífeðlisfræði við lífeðlisfræðistofnun

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna verkefni með það markmið að finna nýjar leiðir til að auka endurmyndun mýelíns (myelin regeneration) í miðtaugakerfi.  

Ragnhildur Þóra Káradóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og University of Cambridge, verður leiðbeinandi í þessu verkefni.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist vorönn 2022 eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Liðsmenn óskast í baráttunni við Covid-19

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leitar eftir starfsfólki í sýnatökur vegna Covid-19.

Hér geta einstaklingar sótt um sem vilja taka þátt í baráttunni við Covid-19. Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og góð þjálfun er í boði.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í fasta stöðu. Starfshlutfall er 80 -100% eða skv. samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

 - Mynd

Deildarlæknir lyflækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 100% staða deildarlæknis á lyflækningadeild. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er forstöðumaður deildar mennta og vísinda. Faglegur yfirmaður er forstöðulæknir lyflækninga.

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Almenn umsókn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Hér er hægt að skrá almenna umsókn um starf hjá HSS, ekki er verið að auglýsa ákveðið starf. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða"

 - Mynd

Viltu vera á skrá hjá HSN Dalvík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Hér geta umsækjendur skráð almenna umsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Vinsamlega skráið sérstakar óskir varðandi starf í reitinn "annað sem þú vilt að komi fram" í umsókn. Til dæmis væri hægt að skrifa þar: 

- Lækna-, móttöku- eða heilbrigðisritari 

- Hjúkrunarfræðingur 

- Sjúkraliði 

- Ljósmóðir 

Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega og í því sambandi skal bent á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingarskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l 6 mánuða".

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Læknanemar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Hér geta læknanemar skráð almenna umsókn. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Sérstakar óskir um staðsetningu skal skrá í reitinn "annað sem þú vilt taka fram í umsókn"
 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira