Hoppa yfir valmynd

Starfatorg - laus störf hjá ríkinu

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Sólvangi - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Sólvangi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf heilbrigðisgagnafræðings hjá Heilsugæslunni Sólvangi. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. janúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Góður starfsandi er á stöðinni, starfsaðstaða og starfsumhverfi eru til fyrirmyndar. 

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Starf gjaldkera laust á innheimtu- og skráasviði Skattsins - Mynd

Starf gjaldkera laust á innheimtu- og skráasviði Skattsins

Ríkisskattstjóri
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Viltu slást í hóp einstakra gjaldkera á innheimtu- og skráasviði Skattsins?  Við leitum nú að nýjum einstaklingi í skattafjölskylduna okkar sem hefur yfir að ráða miklu magni af jákvæðni, velvilja og góðri þjónustulund.

Innheimtu- og skráasvið annast innheimtu opinberra gjalda í stjórnsýsluumdæmi sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Þar fer einnig fram vanskilainnheimta og erlend innheimta samkvæmt gagnkvæmum innheimtusamningum. Þar er einnig sinnt eftirlits- og leiðbeiningarhlutverki með innheimtumönnum ríkissjóðs á landsvísu auk þess að sjá um rekstur fyrirtækja- og ársreikningaskráa á landsvísu. Sviðið skiptist í þrjár deildir, þ.e. afgreiðslu, fyrirtækja- og ársreikningaskrá og lögfræðiinnheimtu. Á sviðinu er einnig starfrækt stoðþjónustueining sem starfar þvert á sviðið. Umrætt starf tilheyrir afgreiðslueiningunni.

Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Landvörður í Jökulsárgljúfrum - Mynd

Landvörður í Jökulsárgljúfrum

Vatnajökulsþjóðgarður
Norðurland / Önnur störf

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf landvarðar í Jökulsárgljúfrum. Á svæðinu má finna helst perlur íslenskrar náttúru en það nær frá Dettifossi í suðri að Ásbyrgi í norðri. 

Hjúkrunarfræðingur - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á hjúkrunarheimilið Uppsali Fáskrúðsfirði. Unnið er á vöktum með bakvaktabyrði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með sár - Mynd

Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með sár

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun sjúklinga með sár á göngudeild skurðlækninga í Fossvogi. 

Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.

Sáramiðstöð Landspítala veitir þverfaglega þjónustu sem byggir á gagnreyndri þekkingu og er leiðandi í meðferð og kennslu á sviði sárameðferðar. Þar fer fram greining, ráðgjöf og meðferð langvinnra og erfiðara sára sem þarfnast sérhæfðrar meðferðar. 

Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi. 

Sérfræðingur í heimilislækningum - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er eftir sérfræðingi í heimilislækningum í 100% starfshlutfall, eða eftir nánara samkomulagi í Heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum. Staðan er laus 1.janúar 2023. 

Sálfræðingur óskast - Mynd

Sálfræðingur óskast

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
Vesturland / Sérfræðistörf

Okkur bráðvantar sálfræðing í 50% starf í FVA - með möguleika á kennslu í sálfræði í 50% starfshlutfalli eða öðrum verkefnum til viðbótar eftir samkomulagi.

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi, í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 400 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Sálfræðingur - Heilsugæsla - Heilbrigðisstofnun Austurlands - Mynd

Sálfræðingur - Heilsugæsla - Heilbrigðisstofnun Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna fyrsta stigs þjónustu á heilsugæslu stofnunarinnar. Um er að ræða 100% starf sálfræðings innan heilsugæslu HSA. Staðan er tímabundið til eins árs með möguleika á áframhaldi ef vel tekst til og veitist frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.

Fjölskylduráðgjafi - Heilsugæsla - Mynd

Fjölskylduráðgjafi - Heilsugæsla

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða fjölskylduráðgjafa á heilsugæslusvið. Unnið er í dagvinnu þvert á starfsstöðvar HSA og er starfshlutfall 80-100% eða samkvæmt samkomulagi.

Tollverðir í Reykjavík - Spennandi störf í lifandi umhverfi - Mynd

Tollverðir í Reykjavík - Spennandi störf í lifandi umhverfi

Ríkisskattstjóri
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands.  Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi sem henta fólki af öllum kynjum. Starfshlutfall er 100% þar sem unnið er eftir valfrjálsu vaktavinnukerfi skv. betri vinnutíma.

Í tengslum við ráðningu tollvarða þurfa umsækjendur að þreyta inntökupróf/líkamsgetupróf en dagsetning prófsins verður tilkynnt eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof.

Meginhlutverk Skattsins er að leggja grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlar Skatturinn að jafnræði og virkri samkeppni og leggur sitt af mörkum til að vernda samfélagið.

Stærðfræðikennsla - Mynd

Stærðfræðikennsla

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Austurland / Kennsla og rannsóknir

Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu auglýsir hér með eftir kennurum í eftirfarandi stöður.

 

Ljósmóðir óskast á meðgöngu- og sængurlegudeild - Mynd

Ljósmóðir óskast á meðgöngu- og sængurlegudeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar staða ljósmóður á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. desember 2022 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í 50-100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Leitað er eftir ljósmóður sem hefur áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. 

Deildin er 21 rúma deild og þjónar fjölskyldum eftir fæðingu, sem og annast konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. Góður starfsandi ríkir á deildinni og mörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.  

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði - Mynd

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði

Vegagerðin
Austurland / Iðnstörf

Starf verkstæðisformanns á vélaverkstæðinu á Reyðarfirði er laust til umsóknar. 

Starfsmannastuðningur og ráðgjöf - Mynd

Starfsmannastuðningur og ráðgjöf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Skrifstofa mannauðsmála Landspítala óskar eftir að ráða reynslumikinn og sérhæfðan einstakling til að sinna stuðningi, ráðgjöf og handleiðslu fyrir starfsmenn spítalans, auk aðkomu að fræðslu og eftirfylgni vegna samskiptasáttmála Landspítala. Starfsmaðurinn verður þátttakandi í stuðnings- og ráðgjafarteymi en starfsheiti og verkefnaáherslur verða í samræmi við bakgrunn. Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Við viljum ráða einstakling sem hefur mikla færni í stuðningi, ráðgjöf og handleiðslu, er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur fyrir eflingu einstaklinga, teymisvinnu og jákvæðri úrlausn mála. Reynsla af úrvinnslu erfiðra samskiptamála og vinna með vanlíðan af ýmsu tagi er mikill kostur og reynsla af stjórnun, markþjálfun og að leiða vinnustofur og hópastarf er kostur.

Á skrifstofu mannauðsmála starfa um 50 starfsmenn í þremur deildum; kjaradeild, launadeild og mönnunar- og starfsumhverfisdeild, en stuðnings- og ráðgjafarteymið heyrir undir skrifstofu mannauðsmála. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Sérfræðingur í mælarekstri - Mynd

Sérfræðingur í mælarekstri

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í mælarekstri, sem kemur til starfa á Athugana- og tæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir og vöktun náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 20 starfsmanna við rekstur á mælikerfum sem telja um 600 stöðvar vítt og breytt um landið. 

Sérfræðingur í notendalausnum/kerfisrekstri - Mynd

Sérfræðingur í notendalausnum/kerfisrekstri

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands leitar að drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi.

Veðurstofa Íslands gegnir lykilhlutverki þegar kemur að vöktun lofts, láðs og lagar með öflun, varðveislu og greiningu upplýsinga ásamt rannsóknum byggðum á þeim. Hún gefur út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum veðurs og veðurtengdra þátta, jarðskjálfta, eldgosa, jökulhlaupa, vatnsflóða og ofanflóða. Stofnunin miðlar einnig upplýsingum um þessa þætti og þjónustar þá sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 80 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is 

Aðstoðarvarðstjórar - Fangelsið Litla-Hrauni - Mynd

Aðstoðarvarðstjórar - Fangelsið Litla-Hrauni

Fangelsismálastofnun ríkisins
Suðurland / Önnur störf

Fangelsismálastofnun leitar að tveimur metnaðarfullum og áhugasömum aðstoðarvarðstjórum við fangelsið á Litla-Hrauni. Fangelsið er lokað fangelsi fyrir karlkyns afplánunarfanga og er staðsett á Eyrarbakka.

Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu í krefjandi og lifandi starfsumhverfi. 

Sálfræðingur í framhaldsskóla - Mynd

Sálfræðingur í framhaldsskóla

Fjölbrautaskóli Suðurlands
Suðurland / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Suðurlands (Fsu) auglýsir eftir sálfræðingi í 60% starf frá 1. janúar 2023.

Aðstoð á Lyflækningadeild - Mynd

Aðstoð á Lyflækningadeild

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lyflækningadeild HSU á Selfossi óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í fjölbreytt og skemmtileg verkefni. 

Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni. 

 

Lektor í fagnámi sjúkraliða - Mynd

Lektor í fagnámi sjúkraliða

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Sérfræðistörf

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu lektors við námsbraut fagnáms til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða við framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs með áherslu á kennslu á kjörsviði öldrunar-og heimahjúkrunar. 

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun bráðasjúklinga sem og áhuga á stjórnun, gæða- og umbótastarfi. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. 

Á bráðamóttöku koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið afar fjölbreytt. Starfið felur í sér góða teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á bráðafræðum og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.

Kennari á húsasmíðabraut - 100% starf - Mynd

Kennari á húsasmíðabraut - 100% starf

Fjölbrautaskóli Suðurlands
Suðurland / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Suðurlands óskar eftir að ráða kennara á húsasmiðabraut.
Ráðið er í starfið frá 1. janúar 30. júní  2023. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu.

Dönskukennari við FSu - Mynd

Dönskukennari við FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands
Suðurland / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Suðurlands óskar eftir að ráða faglegan og metnaðarfullan dönskukennara í 50 - 75% starf.  Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2023 - 30. júní 2023. Möguleiki á framleingingu ráðningar.

Leitað er að umsækjanda sem er fær í samskiptum, hefur áhuga á að vinna með ungu fólki og er tilbúinn til að taka þátt í þróun náms og kennslu.

Bæklunarlæknir - Mynd

Bæklunarlæknir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Hér með er auglýst staða sérfræðings í bæklunarlækningum við handlækningardeild sjúkrahúss HVE, Akranesi. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki er á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi. Staðan er laus frá 1. febrúar 2023

Ný skurðstofa á skurðdeild HVE hefur verið opnuð til að fjölga liðskiptaaðgerðum. Sjúkrahúsið er deildaskipt með handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og lyflækningadeild. Fjölbreytt og öflug starfsemi er á skurðstofum með vaktþjónustu allan sólarhringinn. 

Sálfræðingur - Geðheilsumiðstöð barna HH - Mynd

Sálfræðingur - Geðheilsumiðstöð barna HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Geðheilsumiðstöð barna auglýsir eftir sálfræðingi í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilsumiðstöð barna  er miðstöð geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn á landsvísu, staðsett innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Miðstöðin sameinar starfsemi þriggja starfseininga innan heilsugæslunnar; Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga. 

Geðheilsumiðstöð barna veitir 2. stigs geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að 18 ára aldri. Áhersla er lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu Á miðstöðinni starfar breiður hópur fagfólks sem sinnir greiningum og meðferð. Kennsla og ráðgjöf auk vísindastarfa  verður einnig mikilvægur hluti af starfseminni.  

Sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða til starfa sjúkraliða með framúrskarandi færni í samskiptum, skapandi hugsun og metnað í starfi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag. Um vaktavinnu er að ræða.

Á deildinni fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Í boði er afar áhugaverður og spennandi starfsvettvangur við hjúkrun sjúklinga með krabbamein. Tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við leggjum áherslu á að taka vel móti nýju starfsfólki og veita góða og markvissa aðlögun. 

Sjúkraliði óskast á Heilsugæslu HSU Selfossi frá og með 1. janúar 2022 - Mynd

Sjúkraliði óskast á Heilsugæslu HSU Selfossi frá og með 1. janúar 2022

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Við leitum að metnaðarfullum sjúikraliða með jákvætt og hlýtt viðmót á heilsugæslu HSU Selfossi,
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
 • Á heilsugæslustöðinni er veitt öll almenn heilsugæsluþjónusta að meðtalinni heimahjúkrun.
Félagsráðgjafi - Mynd

Félagsráðgjafi

Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Suðurnes / Sérfræðistörf

Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar eftir því að ráða félagsráðgjafa til starfa á vorönn 2023 með möguleika á framlengingu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2. janúar 2023.

Félagsráðgjafi á Geðheilsumiðstöð barna HH - Mynd

Félagsráðgjafi á Geðheilsumiðstöð barna HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Geðheilsumiðstöð barna auglýsir eftir félagsráðgjafa til starfa. Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi Geðheilsumiðstöð barna  er miðstöð geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn á landsvísu, staðsett innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Miðstöðin sameinar starfsemi þriggja starfseininga innan heilsugæslunnar; Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga. 

Geðheilsumiðstöð barna veitir 2. stigs geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að 18 ára aldri. Áhersla er lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Á miðstöðinni starfar breiður hópur fagfólks sem sinnir greiningum og meðferð. Kennsla og ráðgjöf auk vísindastarfa  verður einnig mikilvægur hluti af starfseminni.  

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði - Mynd

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði

Vegagerðin
Austurland / Sérfræðistörf

Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi á til að sinna starfi deildarstjóra umsjónardeildar á Austursvæði. 

Um er að ræða fullt starf og starfstöðin er á Reyðarfirði 

 

Sérfræðingur í teymi margmiðlunar - Mynd

Sérfræðingur í teymi margmiðlunar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum einstakling til að ganga til liðs við öflugt teymi margmiðlunar. Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru fram undan. Teymi margmiðlunar hefur m.a. umsjón með framleiðslu á markaðsefni, umsjón með viðburðum og samfélags- og vefmiðlum HMS.

Skjala- og gæðastjóri - Mynd

Skjala- og gæðastjóri

Náttúrufræðistofnun Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf skjala- og gæðastjóra til að hafa umsjón með skjalasafni, skipulagi gagnasafna og gæðamálum. Á stofnuninni er virkt málaskrárkerfi í GoPro Foris, stórt ljósmyndasafn í Fotostation, fjöldi gagnasafna og margir innri ferlar. Mikilvægt er að viðkomandi geti skapað heildræna sýn og stýrt vinnu við skipulag, skráningu, varðveislu, mótun verkferla og innleiðingu skjalamála, gagnasafna og gæðaferla í samvinnu við sérfræðinga stofnunarinnar. Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingi til að leiða stafræna vegferð skjala- og gæðamála, sem hefur hæfileika til að virkja starfsfólk með sér og miðla þekkingu. 

Fagstjóri hjá Almannavörnum við embætti ríkislögreglustjóra - Mynd

Fagstjóri hjá Almannavörnum við embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Embætti ríkislögreglustjóra óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing til Almannavarna. Starfshlutfall er 100% og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið er dagvinna og fer fram á starfsstöð almannavarna ríkislögreglustjóra í Björgunarmiðstöðinni, Skógarhlíð 14 í Reykjavík.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og öflugum mannauði. Þar starfa rúmlega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Samskiptstjóri almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra - Mynd

Samskiptstjóri almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Embætti ríkislögreglustjóra óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing til Almannavarna. Starfshlutfall er 100% og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið er dagvinna og fer fram á starfsstöð almannavarna ríkislögreglustjóra í Björgunarmiðstöðinni, Skógarhlíð 14 í Reykjavík.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og öflugum mannauði. Þar starfa rúmlega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Sjúkaliðanemi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Sjúkaliðanemi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun/sjúkraliðanema á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. Góð aðlögun í boði.

Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar og ritarar.

Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Deildarstjóri - Neskaupstaður Sjúkrahús - Mynd

Deildarstjóri - Neskaupstaður Sjúkrahús

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á sjúkradeild Umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað.  Umdæmissjúkrahúsið sinnir bráðaþjónustu fyrir allt Austurland. Sjúkradeildin er 23 rúma deild með margþætta þjónustu á sviði hand- og lyflækninga auk endurhæfingar- og fæðingaþjónustu. Í Neskaupstað er starfrækt rannsóknastofa, myndgreining og skurðstofa með sólahringsþjónustu, auk heilsugæslu og hjúkrunarheimilis. Um er að ræða 90-100% stöðu í dagvinnu. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Hjúkrunarfræðingur í heimahlynningu á almennri göngudeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í heimahlynningu á almennri göngudeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Leitum að hjúkrunarfræðingi í teymi heimahlynningar

Leitum að öflugum hjúkrunarfræðingi til þess að bæta við teymið okkar í heimahlynningu sem hefur áhuga á sérhæfðri líknar og lífslokameðferð í heimahúsi. Ef áhugi er á að sinna öðrum verkefnum innan almennu göngudeildar, er í boði að deila starfhlutfalli milli heimahlynningar og dagdeildar. Teymi heimahlynningar samanstendur af sex reynslumiklum hjúkrunarfræðingum, verkefnastjóra hjúkrunar, krabbameinslæknum og lyflækni.   

Unnið er á dagvöktum og helgarvaktir eru frá kl. 09:00-13:00, utan skipulagðar vaktir eru bakvaktir. 

Í heimahlynningu er veitt sérhæfð líknar og lífslokameðferð og unnið er á grundvelli þverfaglegrar teymisvinnu. Mikil samvinna er við annað starfsfólk á deildinni en heimahlynning er eining innan almennu göngudeildarinnar. Mjög öflugur og samstilltur starfshópur vinnur á deildinni og er starfið fjölbreytt og gefandi og mikil tækifæri fyrir hjúkrunarfæðinga að sérhæfa sig í starfi. Boðið er upp á góða handleiðslu. 

Næsti yfirmaður er Þórdís Rósa Sigurðarsdóttir, verkefnastjóri heimahlynningar/aðstoðar forstöðuhjúkrunarfræðingur á almennri göngudeild.

Sérfræðingur við eftirlit með matvælaframleiðslu - Mynd

Sérfræðingur við eftirlit með matvælaframleiðslu

Matvælastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Matvælastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings við opinbert eftirlit með matvælum frá og með 1. febrúar nk. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð í Hafnarfirði, en starfið heyrir undir héraðsdýralækni Suðvesturumdæmis. Starfið krefst einhverra ferðalaga um landið. 

Lífeindafræðingur á Húsavík - Mynd

Lífeindafræðingur á Húsavík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lífeindafræðingur óskast til starfa á rannsóknardeild HSN á Húsavík í eins árs afleysingu.  Starfshlutfall er sveigjanlegt eftir samkomulagi, allt að 100% starf. Starfið felst í dagvinnu og bakvöktum um helgar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í febrúar 2023 eða eftir samkomulagi.

Á rannsóknastofunni eru gerðar allar helstu rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði.  Deildin þjónustar aðrar starfseiningar HSN frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Í dag eru starfsmenn rannsóknarstofunnar þrír lífeindafræðingar.

Sjúkraliði óskast til starfa á legudeild á Patreksfirði - Mynd

Sjúkraliði óskast til starfa á legudeild á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar að ráða sjúkraliða í 70-100% starf.

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Starfsmaður óskast til starfa á hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri - Mynd

Starfsmaður óskast til starfa á hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða starfsmann á hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri í 50- 100% starf. Einnig er möguleiki á að vera í lægra starfshlufalli eða tímavinnu. 

Kerfisstjóri - Mynd

Kerfisstjóri

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

TAKTU ÞÁTT Í SKÝJAVEGFERÐ OKKAR TIL FRAMTÍÐAR

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum einstakling  til að ganga til liðs við öflugt teymi kerfisstjóra. Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru framundan við þróun og viðhald upplýsingakerfa sem skipta sköpum fyrir samfélagið og verða hluti af nýrri framtíðarsýn stofnunarinnar. 

 

Matreiðslumaður óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi - Mynd

Matreiðslumaður óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Iðnstörf
 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa við hlið yfirmatreiðslumanns eldhússins. Um er að ræða framtíðarstarf frá og með 1. janúar 2023 eða eftir samkomulagi
 • Unnið er á vöktum frá 07-15, að jafnaði 4 virka daga og aðra hverja helgi
 • Eldhús HSU á Selfossi sér um matargerð (almennt fæði og sérfæði) og máltíðaþjónustu fyrir sjúklinga og starfsmenn stofnunar á Selfossi.
 • Á stofnuninni verða 102 hjúkrunarrými, 24 sjúkrarými auk dagdeildar- og skammtímadvalarrýma. Um 120 hádegisverðir fyrir starfsmenn eru afgreiddir frá eldhúsinu
Starfsmaður í þjónustudeild - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingu/þvottahús hjúkrunarheimilisins Uppsala í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. 

Starfsfólk í umönnun óskast á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg HSU á Selfossi - Mynd

Starfsfólk í umönnun óskast á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Starfsfólk í umönnun óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili HSU, Móberg en um er að ræða framtíðarstörf
 • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholt - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.  Góð aðlögun er í boði.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
 

Kennari á húsasmiðabraut 50-75% starf - Mynd

Kennari á húsasmiðabraut 50-75% starf

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða kennara á húsasmiðabraut.
Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2023.

Yfirlæknir á Sjúkradeild á Ísafirði - Mynd

Yfirlæknir á Sjúkradeild á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi yfirlæknis á Sjúkradeild (blönduð bráða- og legudeild) Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Starfið hentar lækni með sérfræðiviðurkenningu í heilsugæslulækningum eða öðrum sérgreinum, svo sem lyflæknisfræði.  

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar (www.hvest.is).
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
 

Yfirlæknir heilsugæslu á Ísafirði - Mynd

Yfirlæknir heilsugæslu á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna starfi yfirlæknis heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.  Um er að ræða 100% ótímabundið starf á spennandi vettvangi sem er bæði ábyrgðamikið og krefjandi. 

Yfirlæknir stýrir daglegum rekstri heilsugæslunnar á Ísafirði, þar sem aðalstarfsstöð er, og ber faglega ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga. 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar (www.hvest.is).

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

 

Sjúkraliði- Heimahjúkrun HH - Mynd

Sjúkraliði- Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi óskar eftir að ráða sjúkraliða í heimahjúkrun í 60-90% ótímabundið starf frá og með 1. janúar næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða dag-, kvöld-, og helgarvaktir.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ . Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Mikil framþróun á sér stað innan Heimahjúkrunar þar sem einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins og verið er að bæta í þjónustuna.

Starfsmaður við heimahjúkrun - Mynd

Starfsmaður við heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ófaglærða starfsmenn á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.

Lektor við Viðskiptadeild - Mynd

Lektor við Viðskiptadeild

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf lektors (50%) í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun, forystu, samskipti og samningatækni. Helstu verkefni eru kennsla á bakkalár-, meistara- og doktorsstigi og rannsóknir á sviði viðskiptafræða. Leitað er að viðskiptafræðingi með góða þekkingu og reynslu á sviðinu. Möguleiki er á að auka starfshlutfallið.

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni í starf aðstoðardeildarstjóra á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala við Hringbraut. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa brennandi áhuga á hjúkrun sjúklinga með blóð- og krabbameinssjúkdóma sem og áhuga á stjórnun auk gæða- og umbótastarfi. Um tvö störf er að ræða og verður ráðið í störfin frá 1. janúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% og unnið er í vaktavinnu.

Á blóð- og krabbameinslækningadeild fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Deildin er 30 rúma legudeild. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Mikil áhersla er á gæða- og umbótavinna á deildinni. Sérhæfð starfsþróun á vegum fagráðs krabbameinshjúkrunar er í boði og felst í starfþróun fyrir þá sem ráða sig í krabbameinsþjónustu. Til viðbótar við einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild verður í boði öflug fræðsla og sérsniðinn stuðningur við nýráðna.

Hjúkrunarfræðingur/ flæðisstjóri á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/ flæðisstjóri á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Blóð- og krabbameinslækningadeild óskar eftir að ráða flæðisstjóra við deildina. Deildin er 30 rúma legudeild og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi og er starfshlutfall er 80-100%.

Mikil gæða og umbótavinna fer fram á deildinni og er starf flæðisstjóra liður í því að tryggja skilvirkt flæði og að sjúklingar fái rétta þjónustu, á réttum stað, á réttum tíma. Flæðisstjóri hefur yfirsýn yfir sjúklinga deildarinnar og stuðlar að samfellu í þjónustu við sjúklinga ásamt því að vinna að stöðugum umbótum á ferlum sjúklinga innan krabbameinskjarna. Til greina kemur að flæðisstjóri sinni líka samhliða klínísku starfi hjúkrunarfræðings.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Sérfræðilæknir óskast á heilsugæslu HSU Selfossi - Mynd

Sérfræðilæknir óskast á heilsugæslu HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Staða heimilislæknis á heilsugæslu HSU Selfossi er laus til umsóknar

Um er að ræða spennandi starf í ört stækkandi samfélagi rétt utan við höfuðborgina. Teymisstarf er milli starfsstétta og er einstaklega góður starfsandi á einingunni. 

Möguleiki er á hlutastarfi þó leitað sé eftir einstaklingi í fullt starf

Almennur læknir / tímabundið starf á kvennadeild - Mynd

Almennur læknir / tímabundið starf á kvennadeild

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða áhugasaman lækni, með góða færni í mannlegum samskiptum, til starfa við kvensjúkdómateymi deildarinnar. Fyrri reynsla af störfum á kvennadeild er ekki nauðsynleg. Um dagvinnu er að ræða með möguleikum á vöktum á sjúkrasviði. Starfið er tímabundið til 6 til 12 mánaða. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. desember n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Deildin er 10 rúma legudeild  fæðinga-, sængurlegu- og kvensjúkdóma og henni tilheyrir einnig göngudeild kvensjúkdóma.

Viðkomandi mun fá tækifæri til að starfa náið með sérfræðilæknum deildarinnar þar sem lögð verður áhersla á að veita góða leiðsögn og þjálfun. 

Um er að ræða fjölbreytt starf með miklum námstækifærum sem veitir góðan undirbúning fyrir sérnám í faginu.

Sérnámsstaða í Heimilislækningum - Mynd

Sérnámsstaða í Heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Námsstaðan veitist frá 2.1.2023 og veitist til 5 ára. Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 skv. nánara samkomulagi við handleiðara og kennslustjóra. Heilsugæslunni á Akranesi tilheyra um 8000 íbúar, góð samvinna er við sjúkrahús HVE á Akranesi þar sem m.a. er slysa- og göngudeild.

Sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs - Mynd

Sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður
Suðurland / Sérfræðistörf

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á vestursvæði þjóðgarðsins með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Starfsstöðvar vestursvæðis eru Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, Nýidalur, Tungnaáröræfi/Hrauneyjar, Eldgjá, Langisjór og Lakagígar. Starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt heilsársstarf.

Upplýsingafulltrúi - Mynd

Upplýsingafulltrúi

Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Upplýsingafulltrúi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, reynslu og færni til hvers konar boðmiðlunar. 

Upplýsingafulltrúi vinnur að kynningu á starfsemi ráðuneytisins og verkefnum þess og er ráðherra, ráðuneytisstjóra og öðru starfsfólki til ráðgjafar um samskipti við fjölmiðla. Starfið felst í að fylgjast með fréttaflutningi af starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Upplýsingafulltrúi tekur einnig þátt í upplýsingamiðlun innan ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi tilheyrir skrifstofu fjármála og gæðamála. 

Við leitum að drífandi einstaklingi sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Við viljum fá jákvæðan einstakling sem býr yfir skipulagshæfileikum, getur fylgt verkefnum vel eftir, hefur mikla samskiptafærni, þreytist ekki á að leita lausna og hefur áhuga á því að eflast í starfi.

Lektor í faraldsfræði næringar - Mynd

Lektor í faraldsfræði næringar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í faraldsfræði næringar við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. 

Lektor í tannsjúkdómafræði og barnatannlækningum - Mynd

Lektor í tannsjúkdómafræði og barnatannlækningum

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 60% starf lektors í tannsjúkdómafræði og barnatannlækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Dósent í ónæmisfræði - Mynd

Dósent í ónæmisfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 50% starf dósents í ónæmisfræði á fræðasviði ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

VIÐ STÓREFLUM HEIMAHJÚKRUN - Mynd

VIÐ STÓREFLUM HEIMAHJÚKRUN

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Lausar erur tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á heilsugæslunni á Selfossi
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun og heilsugæslustöð HVE á Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun og heilsugæslustöð HVE á Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun og á heilsugæslustöðina á Akranesi.  

Á báðum stöðum er mikil sam- og teymisvinna með öðrum starfsstéttum, t.d. sjúkraliðar, læknar, sálfræðingar og iðjuþjálfi.

Geðheilbrigðisteymi er starfrækt á HVE.  Staðan er laus. 

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á hjúkrun aldraðra, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfiÍ boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Upphaf starfs er samkomulag. 

Aðstoðardeildarstjórinn starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.

Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild HVE Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á slysa- og göngudeildina á Akranesi.  Um er að ræða 60-80% stöðu sem er laus.

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Hér er góður starfsandi ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Spennandi tímar framundan á SG-HVE

Svæfingalæknir - Mynd

Svæfingalæknir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Hér með er auglýst staða sérfræðings í svæfingum og deyfingum við skurð og svæðingardeild sjúkrahúss HVE, Akranesi. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki er á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi. Staðan er laus frá 1 janúar 2023. 

Verið er að efla starfsemi á skurðstofum á Akranesi og auka starfsemina. Opnuð hefur verið þriðja skurðstofan til að fjölga liðskiptaaðgerðum. Sjúkrahúsið á Akranesi er deildaskipt með handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og lyflækningadeild. Fjölbreytt og öflug starfsemi er á skurðstofum með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Svæfingalæknar skipta með sér bakvöktum/gæsluvöktum.    

Sérfræðingur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir - Mynd

Sérfræðingur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Viltu taka þátt í að efla og bæta þjónustu við konur á öllu landinu og leggja þitt af mörkum til að stytta biðtíma eftir aðgerðum á kvenlíffærum?

Við erum að leita að öflugum sérfræðingi til að taka þátt í starfinu með okkur. 

Umfangsmikil starfsemi fer fram á Kvennadeild Akraness þar sem sérfræðingar starfa að stórum hluta við að sinna vandamálum á sviði kvensjúkdóma. Afkastamikil og fjölbreytt starfsemi fer fram á göngudeild og skurðstofu þar sem framkvæmdar eru allar helstu aðgerðir á sviði góðkynja sjúkdóma í kvenlíffærum. HVE er m.a. ein af þremur stofnunum á landinu auk LSH og SAK þar sem framkvæmdar eru allar stærri aðgerðir vegna sigs á grindarholslíffærum og tengdum vandamálum. Á dagdeild skurðdeildar eru einnig framkvæmdar aðgerðir sem ekki þarfnast innlagnar. Skjólstæðingar koma ekki einungis af Vesturlandi, um helmingur er utan svæðis og þar af um 40% frá höfuðborgarsvæðinu. Á kvennadeild eru 10 legurými.

Tvær vel útbúnar fæðingastofur eru á deildinni og veitt er sérhæfð þjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Fjöldi fæðinga er um 300-350 á ári og er deildin valkostur fyrir konur sem náð hafa 37 vikna meðgöngu þar sem ekki er talin sérstök hætta á alvarlegum fylgikvillum í fæðingu. Aðgangur er að skurðstofu með svæfingalæknum á sólarhringsvakt. Svæfingalæknar sinna nýburum og gott samstarf er við sérfræðinga á kvenna- og vökudeild LSH. 

Um er að ræða 80% stöðu en möguleiki er á lægra starfshlutfalli. Til greina kæmi einnig að ráða inn einstakling í fasta afleysingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands er þriðja stærsta sjúkrahús landsins og þar starfar sterk liðsheild. Skurðstofum hefur verið fjölgað til þess að auka fjölda valaðgerða.

Sjúkraliði á handlækningadeild HVE Akranesi - Mynd

Sjúkraliði á handlækningadeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliði óskast til starfa á aðra hverja helgi á handlækninga og kvennadeild HVE Akranesi.  Unnið er á þrískiptum vöktum.

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Starfið er laust frá 1. janúar 2023 

Sjúkraliði-Heilsugæslan Efstaleiti - Mynd

Sjúkraliði-Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efstaleiti auglýsir eftir sjúkraliða í 80-100% tímabundið starf til eins árs. Um er að ræða tilraunaverkefni við þróun og uppbyggingu starfs sjúkraliða innan heilsugæslustöðvar. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Á Heilsugæslunni Efstaleiti eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, ritarar og ljósmóðir. Heilsugæslan Efstaleiti er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og rekstrar - Mynd

Sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og rekstrar

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið  auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjárlaga og rekstrar. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi og opnu vinnurými. Um er að ræða fullt starf. 

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C - Mynd

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi ríkir á deild sem einkennist af samvinnu og góðum liðsanda. Unnið er á breytilegum dag-, kvöld- og næturvöktum og aðra hverja helgi. Starfið býður uppá tækifæri til þess að kynnast hugmyndafræði um geðgjörgæslu og fá að taka þátt í öflugu umbótastarfi á deild.

Ráðgjafi - Mynd

Ráðgjafi

Barna- og fjölskyldustofa
Suðurland / Önnur störf

Barna- og fjölskyldustofa leitar að ráðgjafa á meðferðarheimilið Lækjarbakka. Lækjarbakki heyrir undir meðferðarsvið Barna- og fjölskyldustofu.

Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum? Um er að ræða ótímabundna stöðu í vaktavinnu í 100% starfshlutfalli. 

Matreiðslumeistari - spennandi starf á góðum vinnustað - Mynd

Matreiðslumeistari - spennandi starf á góðum vinnustað

Menntaskólinn í Kópavogi
Höfuðborgarsvæðið / Iðnstörf

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir matreiðslumeistara til starfa í mötuneyti skólans frá áramótum.

Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna stækkunar á deild og aukinna verkefna viljum við ráða til starfa hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG. Á deildinni vinnur frábær, skemmtilegur og samheldinn hópur í virkri teymisvinnu.
Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi og er vinnufyrirkomulag og starfshlutfall samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma).

Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Við bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingar - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Mynd

Hjúkrunarfræðingar - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Um framtíðarstarf og afleysingarstöður til 1. árs er að ræða og veitast þær frá 1. janúar eða samkvæmt samkomulagi. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar eða eftir nánara samkomulagi. Góð aðlögun er í boði.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
 

Kennari í dönsku í 50% starf - Mynd

Kennari í dönsku í 50% starf

Menntaskólinn á Ísafirði
Vestfirðir / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli á Vestfjörðum. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verknámi og á starfsbraut. Í skólanum er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Um 50 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru tæplega 500.

Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.

Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun. Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun.

Sálfræðingur Geðheilsuteymi HH vestur - Mynd

Sálfræðingur Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir reyndum sálfræðingi við Geðheilsuteymi vestur sem er þverfaglegt teymi. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf.  

Hlutverk Geðheilsuteymis vestur er að þjónusta einstaklinga 18 ára og eldri sem glíma við geðraskanir til lengri eða skemmri tíma. Þjónustan byggir á batahugmyndafræði og þverfaglegri samvinnu, þar sem stuðst er við klínískar leiðbeiningar, gagnreynda meðferð og valdeflingu. 

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir fagaðilar í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði með það að leiðarljósi að þjónustan ýtir undir styrkleika og bjargráð þjónustuþega.

Boðið verður upp á 3 mánaða innleiðingu í starf með mentor og áhersla lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.

Sjúkraliðar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítala - Mynd

Sjúkraliðar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða sjúkraliða til starfa í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG og bjóðum nýútskrifaða sjúkraliða jafnt sem reynslubolta velkomna. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma). Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.

Á deildinni starfar kraftmikill hópur í þverfaglegu teymi og sinnir sjúklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og þvagfærum. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á einstaklingsbundna aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta eða að hámarki í 32 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Félagsráðgjafi - Heilsugæslan Efra-Breiðholti - Mynd

Félagsráðgjafi - Heilsugæslan Efra-Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf félagsráðgjafa til eins árs við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Um er að ræða tilraunaverkefni við þróun og uppbyggingu starfs félagsráðgjafa innan heilsugæslunnar. Æskilegt er viðkomandi geti hafið störf 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi.

Um ábyrgðarmikið og krefjandi starf er að ræða og spennandi vettvang fyrir félagsráðgjafa sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Félagsráðgjafi starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Stöðug þróunarvinna er í gangi með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunnar. Heilsugæslan Efra-Breiðholti hefur vissa sérstöðu vegna fjölda nýbúa sem þar eru skráðir og hárrar félagsþarfavísitölu sem er lýsandi fyrir félagslega þyngd upptökusvæðisins. 

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Snjóathuganamaður - Neskaupstaður - Mynd

Snjóathuganamaður - Neskaupstaður

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Austurland / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóathuganarmann til starfa í Neskaupstað. 

Um er að ræða 25% hlutastarf fyrsta árið en fer síðan í 50% starf. Alla jafna er unnið á tímabilinu 15. október til 15. maí.

Starf deildarstjóra á meðferðardeild Stuðla - Mynd

Starf deildarstjóra á meðferðardeild Stuðla

Barna- og fjölskyldustofa
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Stuðlar veita börnum 12-18 ára sérhæfða meðferð og greiningu vegna alvarlegs hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Stuðlar skiptast í þrjár deildir þ.e  meðferðardeild, neyðarvistun og stuðningsheimili.  Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur góða þekkingu á málefnum barna og hæfni til að stýra meðferðardeild Stuðla. 

Sérfræðingur - eðlisfræðingur/geislafræðingur - Mynd

Sérfræðingur - eðlisfræðingur/geislafræðingur

Geislavarnir ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða sérfræðing til starfa við stofnunina. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur einkum í sér verkefni vegna læknisfræðilegrar notkunar jónandi geislunar. Starfið getur einnig að hluta falið í sér vinnu við aðra verkefnaflokka stofnunarinnar, eftir áhuga og þekkingu starfsmanns. 

Starfsmaður í framleiðslueldhús Landspítala - Mynd

Starfsmaður í framleiðslueldhús Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Veitingaþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar  almennt starf í framleiðslueldhúsi. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Veitingaþjónustan heyrir undir þjónustusvið Landspítala og rekur deildin eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu. Hjá veitingaþjónustu Landspítala starfa rúmlega 100 manns í samhentri deild og fást þar við krefjandi og ögrandi verkefni á stærsta vinnustað landsins.

Við leitum eftir lífsglöðum, jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Um er að ræða fullt starf þar sem unnið á vöktum. 

Við bjóðum líflegt starf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda og 36 stunda vinnuviku.

Starfsmaður í býtibúr og ritarastarf - Mynd

Starfsmaður í býtibúr og ritarastarf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjarta-, lungna og augnskurðdeild 12G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í býtibúr og ritarastarf. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Unnið er á kvöldin, virka daga og aðra hvora helgi.  Starfið er laust frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi, lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár. 

Hjarta-, lungna og augnskurðdeild er 14 rúma legudeild sem tilheyrir Hjarta- og æðaþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala á Hringbraut. 

Deildin er ætluð sjúklingum sem fara í hjarta-, lungna og/eða augnaðgerðir, sem og sjúklingum annarra sérgreina eftir aðstæðum. Áskoranirnar eru margar og fjölbreyttar. 

Á deildinni starfar áhugasamur hópur ýmissa starfstétta s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, hjúkrunarritara og sérhæfðra starfsmanna, auk annarra stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkra- og iðjuþjálfar. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsmanna, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.

Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Verkefnisstjóri í alþjóðamálum - Mynd

Verkefnisstjóri í alþjóðamálum

Forsætisráðuneytið
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Forsætisráðuneytið óskar eftir að ráða verkefnisstjóra í alþjóðamálum til starfa með alþjóðafulltrúa ráðuneytisins á skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu. 

Starfsmaður á vörulager - Mynd

Starfsmaður á vörulager

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Önnur störf

Laus er til umsóknar 50% staða starfsmanns á vörulager á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða dagvinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Gunnar Líndal Sigurðsson forstöðumaður rekstrardeildar.

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2023 - umsóknarfrestur 6.janúar 2023 - Mynd

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2023 - umsóknarfrestur 6.janúar 2023

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2017 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. júlí 2023. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði. 

Sérfræðingur í hjúkrun - Bráðamóttaka barna Barnaspítala Hringsins - Mynd

Sérfræðingur í hjúkrun - Bráðamóttaka barna Barnaspítala Hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun bráðveikra barna á bráðamóttöku barna. 

Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. 

Bráðamóttaka barna er tilvísunarmóttaka þar sem hlutverk hjúkrunar er að taka á móti veikum börnum og unglingum að 18 ára aldri, greina vandamál þeirra og veita fyrstu meðferð. Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.  

 Um er að ræða 100% stöðu sem ráðið er í frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.  

Hjúkrunarfræðingur á SAk - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Við erum alltaf til í að bæta við okkur öflugum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum samkvæmt vaktaskipulagi. Boðið er upp á góða einstaklingsbundna aðlögun og handleiðslu.

Sjúkrahúsið á Akureyri er spennandi, krefjandi og lifandi vinnustaður þar sem mikil tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu og færni og miklir möguleikar til framþróunar.

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Starfsþróunarár - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Starfsþróunarár

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Staðan er laus frá 01.03.2023 eða eftir samkomulagi. 

Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum lyflækninga. 
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild.

Lyflækningadeildin er 23 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: hjartasjúkdómar, lungnasjúkdómar, krabbameins og líknandi meðferð, meltingarfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, taugasjúkdómar og innkirtlasjúkdómar. Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. 

Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan lyflækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni. 

Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun lyflækninga og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum. Má þar nefna úrlestur á taktstrimlum, hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir, undirbúningur útskriftar, líknar hjúkrun og líknandi meðferð.

Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Tímabilinu er skipt upp í ákveðnar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á almennri göngudeild s.s. speglunum, lyfjagjöfum og sáramóttöku. 

 • Kynning á helstu starfsemi deildarinnar og umhverfi
 • Hjúkrun hjarta og lungnasjúklinga, kynning á móttöku og fræðsla um úrlestur á takttruflunum
 • Hjúkrun krabbameinssjúklinga og líknandi meðferð, einnig verður kynning á göngudeild
 • Hjúkrun  og almenn fræðsla, kynning á fræðsluefni og speglunum.
 • Sýkingar og sárameðferð, kynning á þjónustu sáramóttöku
Skurðstofur Landspítala Hringbraut óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum - Mynd

Skurðstofur Landspítala Hringbraut óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitumst eftir að ráða inn skurðhjúkrunarfræðinga á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus frá 1. janúar n.k. eða eftir nánari samkomulagi.

Á skurðstofum Landspítala við Hringbraut eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. 

Á deildinni starfa um 90 manns; hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi á báðum starfseiningum. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á þrískiptum vöktum og einnig um helgar.  Starfshlutfall er 60-100% eða eftir nánara samkomulagi. 

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Garðabæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Garðabæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Garðabæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi tímabundið í starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Megin starfssvið er  skólaheilsugæsla ásamt hjúkrunarmóttöku. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á Heilsugæslunni Garðabæ eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraþjálfari ásamt sálfræðingum og riturum. 

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Á Heilsugæslunni Garðabæ starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingur, hreyfistjóri og ritarar. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sjúkraþjálfari við Sjúkrahúsið á Akureyri - Afleysing - Mynd

Sjúkraþjálfari við Sjúkrahúsið á Akureyri - Afleysing

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraþjálfari óskast til starfa við bráðadeildir Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og er starfshlutfall og upphaf starfs eftir samkomulagi. 

Faglegur yfirmaður er Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálfari og forstöðulæknir er Arna Rún Óskarsdóttir. 

Sjúkraþjálfarar við SAk starfa á tveimur starfsstöðvum, á bráðadeildum sjúkrahússins við Eyrarlandsveg og á Kristnesspítala þar sem fram fara endurhæfinga- og öldrunarlækningar. 

Rannsóknarlögreglumenn - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Rannsóknarlögreglumenn - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausar til umsóknar stöður þriggja rannsóknarlögreglumanna við embættið, með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar til sex mánaða frá og með 15. janúar 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma. 

Aðalvarðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Aðalvarðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalvarðstjóra við embættið, með starfstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 15. janúar 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma. 

Varðstjóri hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi með starfstöð í Vík - almenn deild - Mynd

Varðstjóri hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi með starfstöð í Vík - almenn deild

Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Suðurland / Löggæslustörf

Við embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi er laus til umsóknar staða varðstjóra með starfsstöð í Vík í Mýrdal. 

Miðað er við að lögreglustjóri setji í stöðuna til reynslu frá og með 1. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi, með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum. 

Rannsóknarlögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi - rannsóknardeild - Mynd

Rannsóknarlögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi - rannsóknardeild

Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Suðurland / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi er laus til umsóknar staða rannsóknarlögreglumanns við rannsóknardeild með starfsstöð á Selfossi. 

Miðað er við að lögreglustjóri setji í stöðuna til reynslu frá og með 1. janúar 2023 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.  

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á bæklunarskurðlækningum? - Mynd

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á bæklunarskurðlækningum?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir almennum lækni sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína á bæklunarskurðlækningum. Starfið veitir góða þekkingu á meðferð stoðkerfisvandamála- og áverka. Reynsla sem nýtist vel þeim sem stefna á starf í heimilislækningum, bráðalækningum eða áframhaldandi sérnám í bæklunarskurðlækningum.

Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi og er starfið laust frá 1. janúar 2023, til allt að 6 mánaða með möguleika á framlengingu eða eftir frekara samkomulagi.

Á bæklunarskurðdeild starfar öflugur hópur sérfræðinga- og sérnámslækna í þverfaglegu teymi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun með kynningu á verklagi og verkferlum.

Deildarlæknir Akranesi - Mynd

Deildarlæknir Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Deildarlæknir óskast til starfa á handlækningadeild og slysadeild á Akranesi. 

Handlækningadeildin er nýuppgerð 14 rúma deild. Á Akranesi er öflug skurðstofustarfsemi þar sem gerðar eru rúmlega 2000 skurðaðgerðir á ári og starfsemi á deildinni því mjög fjölbreytt. 

Slysadeildin sinnir öllu Vesturlandi, bráða- og endurkomur. Þar er einnig göngudeildarþjónusta, t.d. lyfjagjafir, speglanir og innskriftir aðgerðarsjúklinga. 

Góð laun í boði 

Tímabundin störf við landvörslu - þjóðgarðurinn á Þingvöllum - Mynd

Tímabundin störf við landvörslu - þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Suðurland / Önnur störf

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum.  Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um er að ræða starf frá 02. janúar til 15. maí 2023, með möguleika á framlengingu. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu frá fyrirfram ákveðnum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins.

Sérfræðilæknir í háls- nef- og eyrnalækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í háls- nef- og eyrnalækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starf sérfræðilæknis við háls- nef- og eyrnadeild á skurðlækningasviði Landspítala er laust til umsóknar.  Starfshlutfall er 50% og veitist starfið frá 1. apríl  2023 eða eftir nánari samkomulagi.

Störf við að móta nýtt fyrirkomulag tekna af samgöngum til framtíðar - Mynd

Störf við að móta nýtt fyrirkomulag tekna af samgöngum til framtíðar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Við leitum að lausnamiðuðum sérfræðingum með áhuga á að taka þátt í að móta samgöngugjöld framtíðarinnar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og innviðaráðuneytið áforma að setja á fót verkefnastofu um samgöngugjöld og flýtifjármögnun samgönguinnviða. Vegna orkuskipta í vegasamgöngum fara hefðbundnar skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti þverrandi. Þá hafa stjórnvöld áform um að flýta samgönguframkvæmdum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, einkum í jarðgangagerð. 

Í ljósi þessa leggja ráðuneytin áherslu á að mótuð verði heildstæð framtíðarsýn um breytt fyrirkomulag gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og afnotum vegakerfisins sem geti orðið sjálfbært til langrar framtíðar. Verkefnastofunni er ætlað að vinna að úrlausnarefnum á þessu sviði í samstarfi við sérfræðinga ráðuneytanna og sérstaka samráðsnefnd um málefnið. Markmiðið er að allir helstu þættir í nýju kerfi samgöngugjalda verði gangsettir fyrir árslok 2024. 

Hjúkrunarfræðingur á HSN Blönduósi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag. 

Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

Lögreglumaður - Húsavík - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Lögreglumaður - Húsavík - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögreglumanns með starfsstöð á Húsavík. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 1. janúar 2023, með fimm ára skipun í huga að reynslutíma loknum.

Hjúkrunarfræðingur á HSN Sauðárkróki - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Einnig kemur til greina að ráða í lotur eða til skemmri tíma sé þess óskað. 

Húsnæði í boði.

Náms- og starfsráðgjafi - Mynd

Náms- og starfsráðgjafi

Menntaskólinn að Laugarvatni
Suðurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn að Laugarvatni er framhaldsskóli og heimavistarskóli sem starfar eftir bekkjakerfi. Nánast allir nemendur skólans dvelja á heimavist og kaupa fæði í mötuneyti skólans. Tengsl nemenda innbyrðis og einnig við kennara og annað starfsfólk eru náin og persónuleg, og andrúmsloftið heimilislegt.

Við skólann eru starfræktar tvær bóknámsbrautir til stúdentspróf, félags- og hugvísindabraut og náttúruvísindabraut. Nám á bóknámsbrautum tekur 3 ár og lýkur með stúdentsprófi. 

Sérfræðilæknir á bráðadeild Landspítala - Mynd

Sérfræðilæknir á bráðadeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er staða sérfræðilæknis með sérhæfingu í bráðalækningum eða með víðtæka reynslu af bráðaþjónustu. Bráðadeild Landspítala býður upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi og mikil tækifæri til starfsþróunar. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Starfshlutfall er 100% eða skv. nánara samkomulagi og eru störfin laus nú þegar eða skv. nánara samkomulagi.

Aðhlynning - Mynd

Aðhlynning

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Nú fjölgum við rýmum á HSS!

Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.

Framundan er mikil uppbygging á HSS  og  leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur. Gert er ráð fyrir að rýmin verði tilbúin í byrjun næsta árs.

Við óskum eftir að ráða starfsmenn í aðhlynningu. Unnið er í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun árs 2023. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Verkefnisstjóri á sviði náttúruvísinda-, raunvísinda- og tæknigreinamenntunar við Háskóla íslands - Mynd

Verkefnisstjóri á sviði náttúruvísinda-, raunvísinda- og tæknigreinamenntunar við Háskóla íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á sviði náttúruvísinda-, raunvísinda - og tæknigreinamenntunar (STEAM menntun) hjá Háskóla Íslands. Um er að ræða sameiginlega stöðu við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið, með sterk tengsl við Vísindagarða og Nýsköpunarstofu menntunar. Viðkomandi mun hafa starfsaðstöðu hjá Nýsköpunarstofu menntunar sem starfrækt er á vettvangi Vísindagarða. Viðkomandi starfsmaður mun halda utan um verkefni sem miða að því að efla STEAM menntun innan og utan háskólastigsins í samvinnu við stjórnvöld, sveitarfélög, menntastofnanir, atvinnulíf og aðra hagaðila

Hjúkrunarfræðingar - Mynd

Hjúkrunarfræðingar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Nú fjölgum við rýmum á HSS!

Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.

Framundan er mikil uppbygging á HSS  og  leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur. Gert er ráð fyrir að rýmin opni í byrjun næsta árs.

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun árs 2023. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Sjúkraliðar - Mynd

Sjúkraliðar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Nú fjölgum við rýmum á HSS!

Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.

Framundan er mikil uppbygging á HSS  og  leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur. Gert er ráð fyrir að rýmin opni í byrjun næsta árs.

Við óskum eftir að ráða sjúkraliða í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun árs 2023. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti - dagvinna - Mynd

Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti - dagvinna

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ert þú sjálfstæð/ur, með góða þjónustulund og hefur áhuga á að vinna með öldruðu fólki? Iðjuþjálfun á Landakoti vill ráða öflugan einstakling til starfa. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem unnin eru undir leiðsögn iðjuþjálfa. Áhugavert starf sem býður upp á fjölda tækifæra. Vinnan fer fram m.a. á deildum og vinnustofu iðjuþjálfunar. 

Iðjuþjálfun á Landakoti sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu aldraðra og þar starfar samhentur hópur sem vinnur náið með öðrum fagstéttum. Aðstoðarmenn iðjuþjálfunar eru mikilvægir hlekkir í þjónustunni. 

Starfshlutfall er 90% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Lektor í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar - Mynd

Lektor í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, með áherslu á þróun greiningaraðferða fyrir fjarkönnunargögn og túlkun slíkra gagna. Fjarkönnunartækni er meðal annars notuð við kortlagningu og eftirlit með gróður- og jöklabreytingum og eldgosum. Fjarkönnunarmyndir hafa meðal annars verið notaðar til að meta hita- og landhæðarbreytingar virkra eldfjalla og við eftirlit með hafís og hitastigi sjávar.

Kennsla í grunnnámi fer almennt fram á íslensku og er ætlast til þess að viðkomandi geti kennt á íslensku innan þriggja ára. Háskóli Íslands aðstoðar erlent starfsfólk við að læra og ná tökum á íslensku máli.

Lektor í menntunarfræði með áherslu á námskrár- og kennslufræði - Mynd

Lektor í menntunarfræði með áherslu á námskrár- og kennslufræði

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu lektors við Kennaradeild Hug- og félagsvísindasviðs með áherslu á kennslu og rannsóknir í menntunarfræði, námskrár- og kennslufræði. Helstu verkefni eru kennsla á bakkalár- og meistarastigi og rannsóknir. Næsti yfirmaður er forseti Kennaradeildar. Starfsstöð er á Akureyri.

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær 80-94% stöður hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.  

Á bráðamóttöku fer fram fjölbreytt starfsemi en meginverkefni deildarinnar er móttaka bráðveikra og slasaðra en annar stór hluti starfseminnar felst í að sinna þeim sjúklingum sem koma í endurkomu/eftirlit vegna áverka sinna eða veikinda.

Næsti yfirmaður er Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku.

Afleysing - Sjúkraliðar í heimahjúkrun - Mynd

Afleysing - Sjúkraliðar í heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða í heimahjúkrun. Um er að ræða tímabundið starf í vaktavinnu á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Lektor í kennslu landfræði við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í kennslu landfræði við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við kennslu og rannsóknir á sviði landfræði sem hluta af samfélags- og náttúrugreinum.  Um sameiginlega stöðu er að ræða við bæði Menntavísindasvið, Deild faggreinakennslu, og Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Líf- og umhverfisvísindadeild. 

Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á bráðamóttöku Landspítala. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun.

Á bráðamóttöku koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið afar fjölbreytt. Starfið felur í sér góða teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall og upphaf starfa samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í  formi starfsþróunarárs Landspítala.

Sjúkraliðar óskast á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Sjúkraliðar óskast á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Við viljum ráða sjúkraliða til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Deildin er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt og engir dagar eins. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu, færni og miklir möguleikar til framþróunar. 

Á deildinni ríkir sérstaklega góður starfsandi. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er á þrískiptum vöktum og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Verkefnastjóri ræstinga á Patreksfirði - Mynd

Verkefnastjóri ræstinga á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til starfa við ræstingar á Patreksfirði.

Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi.

Störf á sviði verkefna- og gæðastjórnunar - Mynd

Störf á sviði verkefna- og gæðastjórnunar

Landbúnaðarháskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Vesturland / Sérfræðistörf

Vegna aukinna umsvifa í alþjóðlegum samstarfsverkefnum auglýsir Landbúnaðarháskóli Íslands eftir öflugum einstaklingum á sviði verkefna- og gæðastjórnunar, nemendaskipta og miðlunar á rannsókna- og alþjóðaskrifstofu háskólans.

Lektor á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlafræði á Menntavísindasviði og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands - Mynd

Lektor á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlafræði á Menntavísindasviði og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlafræða. Um er að ræða sameiginlegt starf Menntavísindasviðs og Félagsvísindasviðs og mun viðkomandi hafa starfsskyldur annarsvegar í Deild faggreinakennslu og hinsvegar í Viðskiptafræðideild.  Á  meðal viðfangsefna tilvonandi lektors verður að stuðla að þróun og eflingu nýsköpunarmenntunar, kennslu í nýsköpun og frumkvöðlafræðum og verðmætasköpun sem tengist og byggir á rannsóknum og akademísku þróunarstarfi. 

 

Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Tvær stöður sérfræðilækna í öldrunarlækningum við Landspítala eru lausar til umsókna frá 1. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi.

Öldrunarlækningar skiptast í bráðaöldrunarlækningar, heilabilunareiningu, almennar öldrunarlækningar og göngudeildarþjónustu. Áhersla er lögð á virka teymisvinnu, góða þjónustu og umbætur í þágu sjúklinga. Einnig taka öldrunarlæknar þátt í menntun lækna, allt frá læknanemum til sérnámslækna.

Skjala- og gæðastjóri í þjónustudeild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu - Mynd

Skjala- og gæðastjóri í þjónustudeild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga í stöðu Skjala- og gæðastjóra. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir Stjórnsýslu- og þjónustusvið embættisins.

Þjónustudeild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið og starfrækir m.a. ritaraþjónustu, skýrsluþjónustu, sektarþjónustu, þjónustuborð og munavörslu. Þá heyra málefni tengd skjalastjórnun, leyfisveitingum, stafrænni þróun auk annara umbótaverkefna undir þjónustudeild. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Lektor í kennslufræði háskóla og fjarnáms við Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í kennslufræði háskóla og fjarnáms við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í kennslufræði háskóla og fjarnáms. Lektorsstarfið tilheyrir Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði og fer einnig fram innan Kennslumiðstöðvar sem er ein af stoðeiningum kennslusviðs HÍ. Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á kennsluþróun á háskólastigi til að taka þátt í uppbyggingu fjarnáms og stafrænna kennsluhátta á háskólastiginu.  

 

Almennur læknir/ tímabundið starf á líknardeild - Mynd

Almennur læknir/ tímabundið starf á líknardeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða lækni, með góða færni í mannlegum samskiptum, til starfa á líknardeild í Kópavogi. 

Deildin heyrir undir krabbameinsþjónustu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legudeild, göngudeild og sérhæfðri líknarheimaþjónustu.

Almennur læknir mun starfa með sérfræðilæknum deildarinnar. Náin samvinna er við líknarráðgjafarteymi Landspítala og sérhæfða líknarheimaþjónustu HERU sem sinnir sjúklingum sem dvelja heima. 

Starfið er tímabundið til eins árs en möguleiki er á ráðningu til skemmri tíma, þó ekki skemur en 6 mánuði. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. desember n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Almennum lækni sem er ráðinn á deildina til lengri tíma verður skapað tækifæri til þess að sinna afmörkuðu rannsóknarverkefni tengdri deildinni. 

Doktorsnemi í sameindalífvísindum, Raunvísindastofnun, Verkfræði- og Náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands - Mynd

Doktorsnemi í sameindalífvísindum, Raunvísindastofnun, Verkfræði- og Náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands

Raunvísindastofnun Háskólans
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Lífefnafræðideild Raunvísindastofnunar Háskólans auglýsir til umsóknar starf doktorsnema í sameindalífvísindum við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið. 

Afleysing - hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun - Mynd

Afleysing - hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Um er að ræða 50% starf  til eins árs í afleysingu vegna fæðingarorlofs í vaktavinnu.  Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Afleysing - Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Afleysing - Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Lýsing - inngangur

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í eitt ár.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember n.k. eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu starfumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Doktorsnemi í rannsókn á vistfræði, erfðafræði og ræktun burnirótar - Mynd

Doktorsnemi í rannsókn á vistfræði, erfðafræði og ræktun burnirótar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Háskóli Íslands leitar að dugmiklum og áhugasömum doktorsnema í nýtt og spennandi verkefni. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Tækniþróunarsjóði RANNIS (Hagnýt rannsóknaverkefni).

Bakgrunnur: Afurðir burnirótar (Rhodiola rosea) eru eftirsóttar á heimsmarkaði en efni í plöntunni eru talin draga úr þunglyndi og kvíða og vinna gegn streitu og þróttleysi. Nýlega er farið að nota burnirót í auknum mæli í hár- og snyrtivörur. Óhófleg söfnun villtra stofna hefur leitt til þess að burnirót er komin á válista í nokkrum löndum. Í þessu verkefni leggur vísindafólk og ræktendur saman þekkingu sína og krafta til finna bestu leið til að rækta burnirót með sjálfbærum hætti á Íslandi þannig að afurðirnar megi markaðssetja sem hágæðavöru. .

Hjúkrunarfræðingar - að vera á skrá hjá HSU - Mynd

Hjúkrunarfræðingar - að vera á skrá hjá HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Önnur störf
 • Hér geta Hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi og hjúkrunarnemar eftir þriðja ár skráð almenna starfsumsókn.
 • Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega.
 • Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá umsókn.
 • Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
 • Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
 • Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Afleysing í vetur 2022-2023 - Læknar/læknanemar - Mynd

Afleysing í vetur 2022-2023 - Læknar/læknanemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir vetur 2022 - 2023. Starfshlutfallið er 50-100%, einnig er hægt að semja um lægra starfshlutfall.

Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira