Starfatorg - laus störf hjá ríkinu
Móttökuritari
Embætti umboðsmanns skuldara óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa. Í boði er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á góða samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Skrifstofustjóri - Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf skrifstofustjóra við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, félagsráðgjafa, sjúkraliða, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf við sjúkraflutninga og umsjón fasteigna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum
Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumar í sameinuð störf við sjúkraflutninga og umsjón fasteigna í Vestmannaeyjum. Um er að ræða spennandi starf hjá HSU.
HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfossi, Laugarási, Rangárþingi (Hellu og Hvolsvelli), Vestamannaeyjum, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði. Einnig eru starfrækt tvö sjúkrahús, eitt á Selfossi og annað í Vestmannaeyjum. Á Höfn eru einnig bráðarými. Að auki eru rekin hjúkrunarheimili á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Þá annast stofnunin alla sjúkraflutninga á starfssvæðinu.
Skrifstofustjóri samgangna í innviðaráðuneytinu
Innviðaráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga, þekkingu eða reynslu af samgöngumálum til að leiða skrifstofu samgangna.
Sérfræðingur í tölfræði og gagnagreiningu
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í tölfræði og gagnagreiningu á skrifstofu ráðuneytisstjóra. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf sem tengist fyrst og fremst gagnasöfnun á verksviði ráðuneytisins og greiningu þeirra.
Sumarstarf sem ritari á sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í fjölbreytt og skemmtileg verkefni í sumar.
Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni.
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara - Sumarstarf
- Laust er til umsóknar sumarstarf sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi
Sumarstarf sem ritari/aðstoðmaður á Lyflækningadeild HSU Selfossi
Lyflækningadeild HSU á Selfossi óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í fjölbreytt og skemmtileg verkefni í sumar.
Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni.
Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingu í býtibúr
- Sjúkradeildin á HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í býtibúr
Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingu í aðhlynningu
- Sjúkradeildin á HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu til að aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs
Starfsmenn vantar til sumarafleysinga við umönnun aldraðra á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum
- Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir Vestmannaeyjum óskar eftir starfsfólki til sumarafleysinga í skemmtilegt og gefandi starf með yndislegu heimilisfólki
- Á Hraunbúðum eru 30 hjúkrunarrými, 4 dvalarrými og 1 hvíldarrými auk annarrar þjónustu við eldri borgara.
- Starfshlutfall samkomulagsatriði
Starfsmaður óskast til ræstingarstarfa í sumarafleysingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar af starfsmanni til að starfa í sumar við ræstingar á Dvalar - og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum.
Hraunbúðir HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir sumarstarfsmönnum í býtibúr
- Hraunbúðir dvalar - og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í býtibúr
Starfsfólk í umönnun óskast í sumar á hjúkrunarheimili, Móberg HSU á Selfossi
- Starfsfólk í umönnun óskast til starfa í sumar á nýtt hjúkrunarheimili HSU, Móberg
- Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
- Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU í Vestmannaeyjum sumarið 2023
Starfsmaður óskast í sumarafleysingu í Eldhús HSU - Vestmannaeyjum
Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU - Selfossi sumarið 2023
Starfsmaður óskast í sumarafleysingu í Eldhús HSU - Selfossi
Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa í sumar á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
- Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa á bráðamóttöku HSU á Selfossi, um er að ræða tímabundin störf til reynslu
- Bráðamóttakan er hratt vaxandi starfsemi innan HSU
Starfsmaður óskast til sumarafleysingar í býtibúr á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
- Starfsmaður óskast í afleysingu í býtibúr lyflækningadeildar HSU á Selfossi í sumar
Við leitum að öflugum teymisstjóra sem hefur brennandi áhuga á samskiptum og þjónustu
Skrifstofa Alþingis leitar að umbótasinnuðum teymisstjóra til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í lifandi umhverfi. Um er að ræða nýja stöðu í stoðteymi samhliða nýjum verkefnum teymisins sem sinnir almennri ritaraþjónustu fyrir nefndir og fleiri einingar auk annarra verkefna. Teymið vinnur þvert á svið og deildir skrifstofunnar í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur. Teymisstjóri mun forgangsraða og sinna verkefnum stoðteymis, halda utan um ýmis önnur verkefni og taka þátt í umbótastarfi.
Ertu fjölhæfur sérfræðingur sem hefur áhuga á störfum Alþingis?
Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í lifandi umhverfi. Um er að ræða stöðu í stoðteymi sem sinnir almennri ritaraþjónustu fyrir nefndir og fleiri einingar auk annarra verkefna. Teymið tók um áramót við nýjum verkefnum samhliða skipulagsbreytingum. Teymið vinnur þvert á svið og deildir skrifstofunnar í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur. Einnig kemur til greina að ráða í tímabundna stöðu vegna afleysingar.
Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðinemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023
- Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi
- Um sumarafleysingu er að ræða
Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
Vilt þú vera partur af liðsheild HSU ?
- Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumarafleysingar á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
- Um er að ræða afar fjölbreytta og krefjandi hjúkrun með metnaðarfullum starfsmönnum.
- Deildin er 22
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á Móberg hjúkrunarheimili HSU á Selfossi
- Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á nýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi, um er að ræða fasta stöðu.
- Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu.
- Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi.
Hjúkrunarfræðingur / hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum sumarið 2023
- Hjúkrunarfræðingur / hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum
- Starfshlutfall og skipulag vakta í samráði við deildarstjóra.
Hjúkrunarfræðingur á kvenlækningadeild 21A
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á kvenlækningadeild 21A Landspítala. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og fjölbreytt tækifæri til faglegrar þróunar. Starfshlutfall er samkomulag, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá 1. apríl 2023 eða eftir samkomulagi.
Á kvenlækningadeild starfar samhent teymi starfsmanna sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Deildin, sem er í senn göngu-, dag- og legudeild, sinnir bráðatilfellum kvensjúkdóma sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Auk þess sinnir deildin bráðatilvikum kvensjúkdóma utan opnunartíma bráðaþjónustu kvennadeilda.
Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingi í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall er 50-90% eða skv samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi. Einstaklingsmiðuð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarafleysingu á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum
- Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumar á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum
Hjúkrunarfræðingur á göngu- og samfélagsdeild Landakoti
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngu- og samfélagsdeild Landakoti. Á deildinni fer fram greining, meðferð, eftirlit og stuðningur við einstaklinga sem glíma við langvarandi heilsubrest og versnandi færni. Starfið býður uppá fjölbreytt verkefni þar sem unnið er í þverfaglegri teymisvinnu. Lögð er rík áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart skjólstæðingum, aðstandendum, vinnustaðnum og samstarfsfólki.
Við viljum ráða hjúkrunarfræðing sem er lausnamiðaður og hvetjandi og tilbúinn að taka virkan þátt í faglegri þróun og uppbyggingu deildar. Á deildinni fer fram fjölbreytt göngudeildarvinna. Mikið og náið starf með einstaklingum og aðstandendum þeirra.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun.
Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er í dagvinnu og er upphaf starfs samkomulagsatriði.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar óskast til sumarafleysinga á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi
- Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í sumarafleysingu á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga á heilsugæsluna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum
- Óskað er eftir hjúkrunarfræðingum/nemum til starfa í sumarafleysingar á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum.
- Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fá skemmtilega tilbreytingu, góða reynslu og vinnu í góðum félagsskap.
- Að auki býður sumardvöl í Eyjum upp á góð tækifæri til útivistar og fjölbreytta afþreyingu.
Teymisstjóri - Heimahjúkrun HH
Vilt þú taka þátt í spennandi uppbyggingastarfi?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í 100% ótímabundið starf teymisstjóra í heimahjúkrun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og glæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf eru höfð að leiðarljósi.
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæslan Sólvangi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Megin starfssvið er hjúkrunarmóttaka, skólahjúkrun ásamt ung- og smábarnavernd. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar og ritarar.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sumarstörf hjá Landgræðslunni
Landgræðslan óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við rannsóknir. Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun með verndun gróðurs, jarðvegs og bætt landgæði að markmiði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.
Sumarstörf hjá Landgræðslunni
Landgræðslan óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við rannsóknir. Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun með verndun gróðurs, jarðvegs og bætt landgæði að markmiði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.
Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi
Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hvolsvelli
Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf á Þingvöllum
Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf í öryggis- og viðbragsðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Þingvöllum.
Ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild
Laust er til umsóknar staða ljósmóður á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. apríl 2023 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í 50-100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Leitað er eftir ljósmóður sem hefur áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu.
Deildin er 21 rúma deild og þjónar fjölskyldum eftir fæðingu, sem og annast konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. Góður starfsandi ríkir á deildinni og mörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Ljósmóðir/Ljósmæðranemi óskast til starfa í sumar á Heilbrigðisstofnun Suðuralands, Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir ljósmóðir/ljósmæðranema í sumar í afleysingar á HSU Selfossi
Læknir sumarstarf hjá heilsugæslum Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða lækna á heilsugæslustöðvar sem HSU stafrækir á Suðurlandi.
Um er að ræða Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarás, Rangárþing, Kirkjubæjarklaustur, Höfn í Horfnafirði, Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjar.
Í boði er spennandi tækifæri fyrir lækna sem vilja prófa að starfa á heilsugæslustöðvum út á landi.
Sérfræðilæknir á BUGL
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í barna- og unglingageðlækningum á barna- og unglingageðdeild (BUGL) Landspítala.
Á BUGL er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn að 18 ára aldri. Unnið er í þverfaglegum teymum og í samvinnu við aðrar stofnanir.
Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Starfið veitist frá 1. apríl 2023 eða eftir samkomulagi.
Lífeindafræðingur eða nemi í lífeindafræði óskast til sumarafleysinga á Rannsóknastofu HSU Selfossi.
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir lífeindafræðingi eða nema í lífeindafræði til sumarafleyinga á rannsóknarstofunni á Selfossi.
- Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt nánara samkomulagi við yfirlífeindafræðing
Sálfræðingur Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að sálfræðingi við Geðheilsuteymi HH suður sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa í Bæjarlind 1-3. Um er að ræða tímabundið 100% starf til 1. ágúst 2024. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við Geðheilsuteymið starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknir, heimilislæknir, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúi ásamt skrifstofustjóra. Næsti yfirmaður er svæðisstjóri geðheilsuteymisins.
Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.
Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Árbæ
Laust er til umsóknar 60-80% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Árbæ. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar náið með öðrum sálfræðingum í stöð, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar óskast í sumarstörf á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
- Sjúkraliði óskast til starfa á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast í sumarstöf á nýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi
- Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast til starfa í sumar á nýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi, um er að ræða framtíðarstörf
- Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
- Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Hraunbúðir hjá HSU, Vestmannaeyjum.
Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU, Vestmannaeyjum
Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
- Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast til starfa í sumarafleysingar á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
- Um er að ræða afar fjölbreytta og krefjandi hjúkrun með metnaðarfullum starfsmönnum.
- Deildin er 22
Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Við auglýsum eftir sjúkraliða til starfa á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. mars 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Einstaklega góður starfsandi ríkir á deildinni, mikil teymisvinna og lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju fólki og veita góða einstaklingsmiðaða aðlögun.
Deildin er 18 rúma og sérhæfir sig í meðferð og hjúkrun háls-, nef- og eyrnasjúklinga sem og lýta- og æðasjúklinga. Sjúklingahópurinn er afar fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Nýútskrifaðir sjúkraliðar eru velkomnir.
Sjúkraliði / sjúkraliðanemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjum sumarið 2023
- Sjúkraliði / sjúkraliðanemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild HSU, Vestmannaeyjum
Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023
- Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi
- Um sumarafleysingu er að ræða
Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemi á barna- og unglingageðdeild
Hjúkrunarfræðinemi sem lokið hefur 3 námsárum óskast til tímabundinna sumarstarfa á legudeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á kvenna- og barnaþjónustu.
Deildin er 17 rúma sólarhringsdeild þar sem veitt er fjölskyldumiðuð bráða- og endurhæfingarþjónusta. Hlutverk deildarinnar er að sinna börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda barns.
Á deildinni starfa um 60 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og miklir möguleikar eru til starfsþróunar.
Við tökum vel á móti nýju fólki og bjóðum markvissa, einstaklingshæfða starfsaðlögun í fjölskylduvænu starfsumhverfi.
Starfshlutfall er 80-100%. Ráðið verður í starfið frá og með 15. maí eða eftir nánara samkomulagi.
Landverðir - sumarstörf
Umhverfisstofnun leitar að öflugum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum í umsjón stofnunarinnar um allt land á komandi sumri. Um er að ræða heilsdagsstörf sem ýmist eru unnin í dagvinnu eða dagvinnu með breytilegum vinnutíma. Ráðningartími í störfin er mismunandi eftir svæðum, þau fyrstu hefja störf á vormánuðum og síðustu ljúka störfum í byrjun næsta vetrar.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi ásamt þjónustu við gesti svæðanna. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
Þjónustufulltrúar í sumarstörf í Skaftafelli og Ásbyrgi
Upplifðu náttúruperlurnar Skaftafell og Ásbyrgi á einstakan hátt.
Vatnajökulsþjóðgarður leitar að jákvæðum og hjálpsömum einstaklingum með áhuga á umhverfismálum til fjölbreyttra starfa í gestastofum og á tjaldsvæðum þjóðgarðsins í sumar.
Sérfræðingur í byggingafræðilegum þáttum á lánasviði
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, stafræna þróun og árangursríkt vinnuumhverfi?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að öflugum sérfræðingi á lánasvið. Sviðið ber m.a. ábyrgð á lánum til lögaðila, úthlutun stofnframlaga samkvæmt lögum um almennar íbúðir og samstarfi við byggingaraðila vegna íbúða sem uppfylla skilyrði vegna hlutdeildarlána
Sumarstörf við landvörslu
Upplifðu Vatnajökulsþjóðgarð á einstakan hátt.
Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum. Störf landvarða eru fjölbreytt og felast meðal annars í daglegu eftirlit innan þjóðgarðsins og á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru með ólíkum áherslum eftir starfsstöðvum en eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg.
Verkamenn í sumarstörf í Skaftafelli
Upplifðu Skaftafell á einstakan hátt.
Vatnajökulsþjóðgarður leitar að sjálfstæðum og útsjónarsömum einstaklingum til að sinna viðhaldi og umhirðu í Skaftafelli.
Kerfisstjóri
Við leitum að kerfisstjóra með þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum til að sinna kerfisstjórn og þjónustu við notendur ráðuneyta og stofnana.
Umbra er í spennandi vegferð við að auka samrekstur, bæta tæknilega innviði og skapa umhverfi sem styður við aukna sjálfvirkni og samvinnu milli stofnana og ráðuneyta. Framundan er áframhaldandi innleiðing og stuðningur við Microsoft 365 skýjalausnir með uppbyggingu öflugs þjónustukjarna sem stuðlar að skilvirkum og öruggum rekstri á upplýsingatækni ríkisins í góðu samstarfi við tæknibirgja.
Notendaþjónusta
Við leitum að þjónustulunduðum liðsfélaga til að sinna tölvuþjónustu við notendur ráðuneyta og stofnana.
Umbra er í spennandi vegferð við að auka samrekstur, bæta tæknilega innviði og skapa umhverfi sem styður við aukna sjálfvirkni og samvinnu milli stofnana og ráðuneyta. Framundan er áframhaldandi innleiðing og stuðningur við Microsoft 365 skýjalausnir með uppbyggingu öflugs þjónustukjarna sem stuðlar að skilvirkum og öruggum rekstri á upplýsingatækni ríkisins í góðu samstarfi við tæknibirgja.
Fiskistofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann á veiðieftirlitssvið á Ísafirði
Fiskistofa leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum, jákvæðum og drífandi einstakling sem hefur reynslu og áhuga á sjávarútvegi.
Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Fiskistofa er með starfsstöðvar á Akureyri, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Ísafirði. Staðsetning starfsins er á Ísafirði
Starf eftirlitsmanns eru almenn eftirlitsstörf á sjó, í landi og skrifstofustörf s.s. gerð eftirlitsskýrslna og rafrænt eftirlit.
Hjúkrunarfræðingur - Skemmtilegt starf á Laugarásnum meðferðargeðdeild
Skemmtilegt og lærdómsríkt starf - frábært samstarfsfólk - góður starfsandi - tækifæri til að þróa hæfni í geðhjúkrun, málastjórn, teymisvinnu og samskiptum.
Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild í geðþjónustu Landspítala. Laugarásinn er sérhæfð deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára. Á deildinni eru 8 sólarhringspláss en að stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem um 100 einstaklingar sækja þjónustu.
Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðstandendur. Á deildinni starfa um 40 manns og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda. Á deildinni er sérstök áhersla lögð á starfsþróun, m.a. fær starfsfólk þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtalstækni og grunnþáttum hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig er vikuleg starfsmannafræðsla og handleiðsla. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku hjúkrunarfræðinga og annarra fagstétta þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Hjúkrunarfræðingum á Laugarásnum stendur til boða að kynnast starfsemi annarra deilda geðþjónustunnar sé þess óskað. Með því móti öðlast viðkomandi haldbæra og góða reynslu af geðhjúkrun og kynnist starfsemi fleiri deilda. Hjúkrunarfræðingar í geðþjónustu Landspítala hafa einnig tækifæri til þess að hljóta sérhæfða fagþjálfun hjá sérfræðingi í geðhjúkrun sem hefur reynst vel fyrir starfsþróun og framgang í starfi. Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Starfshlutfall er 80-100% og er fyrst og fremst um dagvinnu að ræða, ásamt því að bakvaktir tilheyra starfinu eftir sex mánaða reynslutíma. Með fullri styttingu vinnuvikunnar miðar 100% starf við 36 tíma vinnuviku. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Söndru Sif deildarstjóra og Úllu aðstoðardeildarstjóra.
Hjúkrunarfræðingur - Meðferðareining geðrofssjúkdóma
Spennandi starf og fjölskylduvænn vinnutími í þverfaglegu teymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma
Metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í samfélags- og göngudeildarteymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma á Landspítala. Möguleiki er á afleysingu í teymisstjórn. Teymin, sem eru tvö talsins, eru í stöðugri þróun og uppbyggingu og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Hjúkrunarfræðingar gegna þar lykilhlutverki í mótun framtíðarsýnar, eflingu hjúkrunar og meðferð og endurhæfingu fyrir einstaklinga með alvarlega geðrofssjúkdóma. Hjúkrunarfræðingum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu, faglegum stuðningi og námskeiðum meðal annars í áhugahvetjandi samtalstækni.
Meginverkefni teymanna er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði, skaðaminnkandi nálgun og tekur mið af FACT hugmyndafræðinni. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. Teymin eru þverfagleg og í þeim starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, ráðgjafar og atvinnuráðgjafar. Náið samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaga, heilsugæslu og geðheilsuteymi heilsugæslunnar.
Margir möguleikar eru á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga í geðþjónustunni. Haustið 2022 fór af stað nýtt og spennandi meistaranám í klínískri geðhjúkrun við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í samstarfi við geðþjónustu Landspítala. Í náminu verður lögð áhersla á klíníska þjálfun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga. Náið samstarf er á milli deilda í geðþjónustunni og lögð er áhersla á að gefa hjúkrunarfræðingum tækifæri til að kynnast starfsemi annarra deilda.
Starfshlutfall er 70-100% og er um dagvinnu að ræða. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt en með styttingu vinnuvikunnar er miðað við 36 klukkustunda vinnuviku í 100% starfi. Sé óskað eftir vöktum er það einnig möguleiki í samstarfi við aðrar deildir geðþjónustunnar.
Staðan er laus eftir samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
- Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild HSU, Selfossi
- Um er að ræða afar fjölbreytta og krefjandi hjúkrun með metnaðarfullum starfsmönnum.
- Deildin er með 22 rúm
Geðhjúkrunarfræðingur - spennandi frumkvöðlastarf
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir geðhjúkrunarfræðingi til starfa við Heimahjúkrun HH. Um er að ræða ótímabundið 80-100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Starfið býður upp mikla möguleika við áframhaldandi þróun og eflingu geðhjúkrunar innan heimahjúkrunar, með áherslu á samvinnu, teymisvinnu og samþættingu þjónustunnar í málaflokknum.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Miðhrauni 4, Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun. Þar eru forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf höfð að leiðarljósi.
Sjúkraliðar óskast til starfa á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfoss
Sjúkraliðar óskast til starfa á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
Lögfræðingur
Útlendingastofnun leitar að kraftmiklum lögfræðingi til starfa við afgreiðslu umsókna hjá stofnuninni. Verksvið lögfræðings er fjölbreytt, t.a.m. afgreiðsla umsókna, samskipti við innlend og erlend stjórnvöld, viðtöl við umsækjendur og önnur tilfallandi verkefni. Lögfræðingur heyrir undir teymisstjóra.
Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar um 100 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.
HVE Stykkishólmur - Starfsmaður í eldhúsi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) leitar að áreiðanlegum starfsmönnum til að starfa í eldhúsi í Stykkishólmi.
Um er að ræða dag - og helgarvinnu. Starfshlutfall er umsemjanlegt, 40-80%.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2023.
Háskólamenntaður einstaklingur á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda á göngudeild svefntengdra sjúkdóma
Ertu háskólamenntaður einstaklingur á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem hefur áhuga á starfi á göngudeild svefntengdra sjúkdóma á A3 í Fossvogi?
Auglýst er eftir öflugum einstaklingum til starfa á göngudeild svefntengdra sjúkdóma á A3 í Fossvogi.
Deildin sinnir meðferð vegna svefntengdra sjúkdóma og þangað koma þeir sem þurfa á svefnöndunartæki að halda. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Tölvusérfræðingur með áhuga á landupplýsingum
Laust er til umsóknar fjölbreytt starf sérfræðings í tölvumálum hjá Landmælingum Íslands. Við leitum að kraftmiklum, snjöllum og áhugasömum einstaklingi sem langar að taka þátt í að þróa spennandi nýjungar fyrir gögn, vinna með opinn hugbúnað og verða um leið hluti af öflugri liðsheild.
Deildarstjóri í eldhúsi HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi óskar eftir að ráða deildarstjóra í eldhúsi.
Um er að ræða nýja stöðu við stofununina og vinnutími er dag- og helgarvinna.
Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt væri að viðkomandi geti hafið störf frá miðjum maí 2023.
Sérfræðingur á sviði vatnamála
Umhverfisstofnun hefur umsjón með innleiðingu stjórn vatnamála, sem felur m.a. í sér að vinna að langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Eitt af okkar stærstu verkefnum í umhverfisvernd er að vernda vatn og koma í veg fyrir frekari rýrnun vatnsgæða. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á þessu sviði.
Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði vatnamála í teymi hafs og vatns. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugum hópi þar sem áhersla er lögð framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri samvinnu. Helstu verkefni sérfræðingsins felast í innleiðingu á verkefnum er tengjast framkvæmd laga um stjórn vatnamála s.s. vatnaáætlun Íslands, þar með talið aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi verkefni tengd verndun vatns t.d. úrvinnslu gagna um vatnsgæði, mat á ástandi vatns og álagi á vatnsauðlindina. Í starfinu felst jafnframt að vinna með fjölbreyttum hópi fag- og hagsmunaaðila að málefnum er varðar vatnsvernd sem falla innan starfssviðs Umhverfisstofnunar. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.
Hvar má bjóða þér að vinna?
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Hellissand, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Vestmannaeyjar og Reykjavík.
Gagnasérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs gagnasérfræðings á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu. Verksvið skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu er að annast verkefni sem varða innkaup á vöru og þjónustu í heilbrigðiskerfinu, samninga, sjúkratryggingar, byggingaframkvæmdir, mönnun heilbrigðisþjónustu, hagmál, heilbrigðisgögn og úrvinnslu.
Klínískur lyfjafræðingur / Lyfjafræðingur óskast til starfa
Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni? Fórst þú í lyfjafræði til að vinna náið með öðrum heilbrigðisstéttum? Hefur þú áhuga á að vinna í teymi fólks sem brennur fyrir því sem það er að fást við á hverjum degi? Þá gætum við verið með rétta starfið fyrir þig.
Lyfjaþjónusta Landspítala er að leita að öflugum lyfjafræðingi með sterka þjónustulund og færni til starfa í teymi. Teymið heyrir undir lyfjaþjónustu og heldur utan um og vinnur að verkefnum lyfjanefndar Landspítala. Í starfinu felst m.a. þverfaglegt samstarf, jafnt innan sem utan spítalans, samstarf við opinberar stofnanir, samstarfsaðila á landsvísu og erlenda hagaðila í lyfjamálum. Við leitum að lyfjafræðingi sem er sveigjanlegur, framsækinn og lipur í samskiptum. Um er að ræða dagvinnu.
Verkamenn í sumarstörf - Þingvellir
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir sumarstörf verkamanna. Verkamenn sinna fjölbreyttum störfum í þjóðgarðinum við viðhald, umhirðu og þrif. Starfstímabil er frá 1. júní til loka ágúst eða eftir samkomulagi. Starfsfólki er ekið á starfsstöð frá fyrirframákveðnum stöðum.
Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Hjúkrunarfræðingur - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða og veitist staðan frá 15. febrúar eða samkvæmt samkomulagi. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á bráðaöldrunarlækningadeild í Fossvogi
Hjúkrun aldraðra. Vilt þú vaka yfir öldruðum? Auglýst er eftir tveimur hjúkrunarfræðingum á næturvaktir á bráðaöldrunarlækningadeild B-4 Fossvogi. Starfshlutfall er 50 til 100% eða eftir samkomulagi. Í boði er góð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Bráðaöldrunarlækningadeild er 22 rúma og er meginstarf deildarinnar greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Markvisst er unnið að umbótum í starfi og umhverfi og höfum við lagt áherslu á byltuvarnir, þrýstingssáravarnir, sýkingavarnir og að fyrirbyggja lyfjaatvik. Á deildinni starfa rúmlega 50 manns í þverfaglegu teymi. Við leggjum áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki og vinnustaðnum okkar. Við tökum vel á móti nýjum vinnufélögum.
Hjúkrunarfræðingur - fjölbreytt og líflegt dagvinnustarf á göngudeild skurðlækninga
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild skurðlækninga í Fossvogi. Um er að ræða 80-100% starf í dagvinnu. Deildin er göngudeild háls-, nef-, og eyrnalækninga, lýtalækninga, æðaskurðlækninga og heila- og taugaskurðlækninga. Þar er einnig starfrækt innskriftarmiðstöð skurðdeilda ásamt sáramiðstöð. Starfið sem um ræðir fellur aðallega undir hluta göngudeildar háls, nef- og eyrnalækninga. Unnið er í teymi með háls-, nef- og eyrnalæknum ásamt öðrum fagstéttum innan og utan deildar.
Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og er markvisst unnið að umbótum og framþróun. Í boði er einstaklingbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga sem gefur góða möguleika á starfsþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Starfið er laust frá 1. apríl 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Heilsugæslan Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi. Góð aðlögun er í boði.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraliða, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sumarafleysingar 2023 - Hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga á hjúkrunar og sjúkradeild í Stykkishólmi. Dag og kvöldvaktir, helgarvinna ásamt bakvöktum. Starfstímabil eftir samkomulagi hvort sem um er að ræða allt sumarið eða styttri vinnutarnir.
Hjúkrunarfræðingur á bráðaöldrunarlækningadeild í Fossvogi
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á bráðaöldrunarlækningadeild B-4 Fossvogi. Deildin er 22 rúma og er meginstarf hennar greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Markvisst er unnið að umbótum í starfi og umhverfi og höfum við lagt áherslu á byltuvarnir, sýkingavarnir og fyrirbyggingu lyfjaatvika.
Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi. Við leggjum áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki og vinnustaðnum okkar. Í boði er góð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall samkomulag. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í
Sumarafleysingar - Lögreglan á Suðurlandi - Selfoss - Hvolsvöllur - Vík - Kirkjubæjarklaustur - Höfn
Lögreglustjórinn á Suðurlandi auglýsir lausar stöður til umsóknar um lögreglumenn í sumarafleysingar.
Á Selfossi er um að ræða sólarhringsvaktir en á Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn er um að ræða vaktavinnu með bakvaktaskyldu.
Þrekpróf fara fram í lok mars og námskeið fyrir afleysingarfólk í lögreglu er haldið í lok maí.
Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra-Breiðholt
Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða tímabundið áhugasaman almennan lækni sem hefur hug á sérnámi í heimilislækningum, fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, félagsráðgjafa, sjúkraliða, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Almennur læknir - Heilsugæslan Efra-Breiðholt
Laust er til umsóknar tímabundið starf almenns læknis við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Um er að ræða 100% starf en möguleiki er á minna starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi. Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, félagsráðgjafa, sjúkraliða, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Efstaleiti
Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Efstaleiti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur á þverfaglegt samstarf með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilsugæslunnar.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Sálfræðingar - Sálfræðiþjónusta á Landspítala
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa 10 metnaðarfulla og sjálfstæða sálfræðinga með góða samskiptafærni sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu umhverfi. Fimm starfanna eru ótímabundin og fimm tímabundin til eins árs.
Um er að ræða ábyrgðarmikil og krefjandi störf og spennandi vettvang fyrir sálfræðinga sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Sálfræðingar starfa í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái öfluga handleiðslu og símenntun í faginu.
Níu starfanna eru við ólíkar einingar innan geðþjónustu, t.d. samfélagsgeðteymi, áfallateymi, átröskunarteymi, bráðamóttöku og fíknigeðþjónustu. Störfin fela fyrst og fremst í sér greiningar- og meðferðarvinnu með fólki sem er að takast á við alvarlegan geðvanda. Eitt starfanna eru við krabbameinslækningadeildir og er meginhlutverk sálfræðileg greining og meðferð með einstaklingum sem eru með heilsufarsleg vandamál eða í endurhæfingu. Upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi.
Hjá Sálfræðiþjónustunni starfa 75 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð.
Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Sérfræðingur í stjórnsýsluúttektum
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í stjórnsýsluúttektum á stjórnsýslu- og lögfræðisviði.
Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins, að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.
Sérfræðingur í skjala- og gæðamálum
Ríkisendurskoðun leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í skjala- og gæðamálum á þróunar- og tæknisviði.
Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins, að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.
Klínískur yfirnæringarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri
Laus er til umsóknar 100% staða næringarfræðings (möguleiki á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi) við Sjúkrahúsið á Akureyri, staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Mikil jákvæð þróun er á starfsumhverfi næringarfræðings við sjúkrahúsið, sem býður upp á þverfræðilega samvinnu og tækifæri til þróunar á sérsviði ásamt mikils fjölbreytileika í starfi.
Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson forstöðulæknir Lyflækninga.
Sumarafleysingar 2023 - Sjúkraliði/sjúkraliðanemar/almennur starfsmaður - Stykkishólmur
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingar við umönnun á hjúkrunar- og sjúkradeild. Hjúkrunar- og sjúkradeildin eru ætlaðar fyrir einstaklinga í hjúkrunar og sjúkrarýmum.
Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar HVE
Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra heilbrigðisupplýsinga HVE á Akranesi. Deildarstjóri er yfirmaður heilbrigðisgagnafræðinga á HVE Akranesi og jafnframt gæðastjóri heilbrigðisgagna á HVE. Næsti yfirmaður er framkvæmdarstjóri lækninga.
Heilbrigðisgagnadeild hefur umsjón með heilbrigðisupplýsingakerfum HVE. Á deildinni fer fram gæðaeftirlit og samþætting skráningar í rafræna sjúkraskrá ásamt þjónustu við notendur rafrænna kerfa og kennsla heilbrigðisstétta. Einnig fjölbreytt úrvinnsla úr gagnagrunnum rafrænnar sjúkraskrár, vinnsla starfsemisupplýsinga, útgáfa og birting.
Ráðgjafi/stuðningsfulltrúi á öryggis- og réttargeðdeild
Við viljum ráða til starfa öfluga liðsmenn á öryggis- og réttargeðdeild Landspítala. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu og eru störfin laus frá 16. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi.
Öryggisgeðdeildin er átta rúma og sinnir sérhæfðri meðferð og endurhæfingu sjúklinga með alvarlegar geðraskanir. Réttargeðdeildin er 8 rúma deild sem veitir sérhæfða meðferð og umönnun einstaklinga sem hafa verið dæmdir ósakhæfir samkvæmt 15.gr hegningarlaga.
Meðferðarnálgun deildanna er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers og eins sjúklings. Meginmarkmið meðferðarinnar er að sjúklingar fái þá meðferð og endurhæfingu sem er nauðsynleg til þess að þeir geti komist aftur út í samfélagið.
Starfsemi deildanna er í mikilli þróun og áhersla á umbótastarf er því mikil þar sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eru í öndvegi. Áhersla er lögð á fagmennsku, öryggi og umhyggju.
Vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Lögfræðingur á sviði jafnréttis og mannréttindamála
Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála, m.a. til að sinna umsýslu kærunefndar jafnréttismála.
Starfið heyrir undir skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála sem fer með málefni sem varða mannréttindi og mannréttindasáttmála, jafnréttismál, þar á meðal jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, jafna meðferð utan og innan vinnumarkaðar, og kynrænt sjálfræði. Einnig málefni stjórnsýslu jafnréttismála, þar á meðal kærunefndar jafnréttismála, Jafnréttisstofu og Jafnréttissjóðs Íslands.
Starfsmaður í umönnun
Ertu góður liðsmaður og langar þig að starfa í starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt starfsumhverfi.
Við leitum eftir áhugasömum starfsmanni sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða.
Ef þú ert lífsglaður og metnaðarfullur starfsmaður þá viljum við fá þig í vinnu. Í boði er gefandi starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra þar sem markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs.
Á deildinni starfar samhentur og þverfaglegur hópur. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Starfshlutfall er samkomulag.
Landverðir í öryggi og eftirliti sumarið 2023
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum á sviði rekstrar í tímabundin störf frá 16. maí - 1. september eða eftir samkomulagi. Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu í upphafi vaktatarnar og frá vinnu í lok hennar.
Landverðir í fræðslu og miðlun sumarið 2023
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum á sviði fræðslu í tímabundin störf frá 16. maí - 1. september eða eftir samkomulagi. Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu í upphafi vaktatarnar og frá vinnu í lok hennar.
Deildarstjóri heilsugæslu HSN Húsavík og N-Þing
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir laust starf deildarstjóra heilsugæslu HSN Húsavík. Um er að ræða 100% stöðu (dagvinna) sem veitt er frá 1. maí 2023.
Á starfssvæði HSN Húsavík eru eftirtaldar heilsugæslustöðvar: Húsavík, Kópasker, Laugar, Raufarhöfn, Reykjahlíð og Þórshöfn.
Næsti yfirmaður er yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Húsavík.
Deildarstjóri Skógarbrekku á Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir laust starf deildarstjóra hjúkrunardeildarinnar Skógarbrekku á Húsavík. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2023.
Á Skógarbrekku eru 18 hjúkrunarrými.
Næsti yfirmaður er yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Húsavík.
Hjúkrunarfræðingur á skilunardeild
Við viljum ráða áhugasaman og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa með okkur á skilunardeild Landspítala við Hringbraut. Skilunardeildin er spennandi og faglega krefjandi vinnustaður þar sem unnið er náið með sjúklingum í tæknilegu umhverfi. Á deildinni fer fram blóðskilun en einnig kennsla, þjálfun og eftirlit sjúklinga í kviðskilun, en þessar meðferðir eru lífsnauðsynlegar fyrir einstaklinga með lokastigsnýrnabilun. Starf hjúkrunarfræðings á skilunardeild felur í sér mjög fjölbreytta hjúkrun og mikil tækifæri.
Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, tæknimanna og lækna. Opnunartími deildarinnar er frá 8:00 - 20:00 virka daga og 8:00 - 15:00 um helgar. Unnið er á tvískiptum vöktum og bakvaktir eru utan opnunartíma. Skjólstæðingar deildarinnar eru um 100 talsins og á öllum aldri. Nýráðinn hjúkrunarfræðingur hjá okkur fær góða þjálfun, kennslu og eftirfylgni af reyndum skilunarhjúkrunarfræðingum í 8 - 12 vikur.
Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi með fjölskylduvænum vinnutíma, fyrsta flokks mötuneyti og niðurgreiddar máltíðir, nýuppgerða kaffistofu og svalir með rándýru útsýni.
Deildarlæknir á Lyflækningadeild HSU Selfossi
Vilt þú vera partur af liðsheild HSU ?
HSU á Selfossi leitar að aðstoðar/deildarlæknum á Lyflækningadeild.
Kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla unglækna sem hafa áhuga á að vinna á sjúkrahúsi rétt fyrir utan Höfuðborgarsvæðið.
Sjúkraliði á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hjarta-, lungna og augnskurðdeild 12G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæða og þjónustulundaða sjúkraliða/sjúkraliðanema í starfsnámi. Um er að ræða eitt 100% starf sjúkraliða í dagvinnu og 40-80% starf sjúkraliða/sjúkraliðanema í starfsnámi í vaktavinnu. Störfin eru laus eftir nánara samkomulagi.
Hjarta-, lungna og augnskurðdeild er 14 rúma legudeild sem tilheyrir Hjarta- og æðaþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala á Hringbraut.
Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að sjúklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og sjúklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar.
Á deildinni starfar áhugasamur hópur ýmissa starfstétta s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og hjúkrunarritara, auk stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkra- og iðjuþjálfa. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsmanna, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.
Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Sjúkraliði Spennandi starf á K1 Landakoti
Ertu góður liðsmaður og langar þig að starfa í starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt starfsumhverfi.
Við leitum eftir sjúkraliða sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða.
Ef þú ert lífsglaður og metnaðarfullur sjúkraliði þá viljum við fá þig í vinnu. Í boði er gefandi starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra.
Á deildinni starfar samhentur og þverfaglegur hópur. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Starfshlutfall er samkomulag.
Sérfræðingur á svið mannvirkja og sjálfbærni
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, starfræna þróun og árangursríkt vinnuumhverfi?
Við leitum að sérfræðingi á svið mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.
Þjónustufulltrúi
Fjölbreytt starf í þjónustuveri Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir kraftmikinn einstakling með ríka þjónustulund og góða samskiptafærni.
Sýslumannsembættin veita viðskiptavinum ýmsa þjónustu ríkisins. Þjónustuver Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu tekur á móti almennum erindum viðskiptavina, afgreiðir þau beint, eða setur erindi í farveg í samvinnu við fagsvið embættisins.
Þjónustufulltrúar gegna mikilvægu hlutverki í þjónustuupplifun viðskiptavina og taka þátt í að þróa öflugt þjónustuteymi embættisins.
Hjúkrunarfræðingur - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Laust er til umsóknar ótímabundið starf hjúkrunarfræðings við Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar nk. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna er þverfaglegt teymi og sinnir greiningu og meðferð fullorðinna 18 ára og eldri. Teymið starfar á landsvísu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins www.heilsugaeslan.is
Starfsmannahjúkrunarfræðingur
Mannauðsdeild Landspítala óskar eftir að ráða starfsmannahjúkrunarfræðing til starfa til að sinna ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda. Við leitum að öflugum hjúkrunarfræðingi sem á auðvelt með að vinna í teymi og hefur brennandi áhuga á heilsuvernd og heilsueflingu starfsfólks og vill leggja fram krafta sína til að byggja Landspítala upp sem eftirsóknarverðan og góðan vinnustað. Viðkomandi fær góða starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki.
Um er að ræða starf á dagvinnutíma og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Staða lögreglumanna við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra
Hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra eru lausar til umsóknar stöður fjögurra lögreglumanna með starfsstöð á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðurnar frá og með 1. mars nk.
Helstu upplýsingar um vinnustaðinn
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Stofnunin er eitt níu lögregluumdæma landsins sem ákveðin eru í lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um umdæmi lögreglustjóra nr. 1150/2014. Hjá embættinu starfa rúmlega 20 starfsmenn, flestir lögreglumenn. Hjá embættinu er lögð áhersla á opin og jákvæð samskipti, gagnsæi, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, framúrskarandi þjónustu, vilja til samvinnu og samstarfs og starfsþróun. Unnið er eftir fimm ára stefnumótunarætlun í starfsemi embættisins þar sem fram koma gildi og markmið embættisins.
Í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög. Aðalstöð lögreglustjóra er á Sauðárkróki. Einnig eru lögreglustöðvar á Blönduósi og Hvammstanga. Hjá embættinu eru þrjú meginsvið, þ.e. löggæslusvið, rannsóknarsvið og ákærusvið. Umrætt starf er á löggæslusviði.
Sérnámsstöður í heimilislækningum við HSU Selfossi
Vilt þú vera partur af liðsheild HSU ?
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir stöður sérnámslækna í heimilislækningum við heilsugæsluna á Selfossi.
Staða sérnámlækna í heimilislækningum er spennandi tækifæri fyrir nema sem vilja kynnast fjölbreyttri starfsemi heilsugæslu á landsbyggðinni sem er þó í stuttri akstursfjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu.
Heilsugæslan á Selfossi sinnir Árborg og nærliggjandi byggðum. Við stöðina eru skráðir um 11 þúsund skjólstæðingar og er þannig ein stærsta heilsugæslustöðin á landsbyggðinni.
Heilsugæslan vinnur þétt og vel saman við aðrar deildar HSU á Selfossi og eru skipaðar frábæru starfsfólki.
Læknir
Ráðgjafar- og greiningarstöð leitar að öflugum lækni til starfa sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Geislafræðingur
Ertu sjálfstæður og skipulagður einstaklingur með góða samskiptahæfni og tilbúinn að koma á Austfirði til starfa í myndgreiningarteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands? Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Á HSA starfa þrír geislafræðingar á tveimur starfsstöðvum, Heilsugæslunni á Egilsstöðum og Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupsstað.
Starfshlutfall er 80-100% eða skv. samkomulagi, dagvinna með bakvöktum. Staðan er laus nú þegar eða skv. samkomulagi.
Sjúkraliði á skilunardeild
Við viljum ráða áhugasaman og metnaðarfullan sjúkraliða til starfa á skilunardeild Landspítala við Hringbraut. Skilunardeildin er spennandi og faglega krefjandi vinnustaður þar sem unnið er náið með sjúklingum í tæknilegu umhverfi. Á deildinni fer fram blóðskilun en einnig kennsla, þjálfun og eftirlit sjúklinga í kviðskilun, en þessar meðferðir eru lífsnauðsynlegar fyrir einstaklinga með lokastigsnýrnabilun. Starf sjúkraliða á skilunardeild felur í sér mjög fjölbreytta hjúkrun og mikil tækifæri.
Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi og góðu starfsumhverfi. Opnunartími deildarinnar er frá 8:00 - 20:00 virka daga og 8:00 - 15:00 um helgar. Unnið er á tvískiptum vöktum og bakvaktir eru utan opnunartíma. Skjólstæðingar deildarinnar eru um 100 talsins og á öllum aldri. Nýráðinn sjúkraliði hjá okkur fær góða þjálfun, kennslu og eftirfylgni af reyndum starfsmönnum í 8 - 12 vikur.
Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi með fjölskylduvænum vinnutíma, fyrsta flokks mötuneyti og niðurgreiddar máltíðir, nýuppgerða kaffistofu og svalir með rándýru útsýni.
Kerfisstjóri sjúkraskrárkerfa á HSN
Laust er til umsóknar 100% starf kerfisstjóra sjúkraskrárkerfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Hægt er að sinna starfinu frá hvaða megin starfsstöð HSN sem er.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður upplýsingatæknimála.
Skjalastjóri
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, miðlun og stafræna þróun?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að öflugum einstaklingi til að taka þátt í uppbyggingu þjónustu HMS. Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru framundan í takt við hlutverk og framtíðarsýn stofnunarinnar.
Fiskistofa óskar eftir að ráða sérfræðing á stjórnsýslu- og upplýsingasvið
Fiskistofa leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum, jákvæðum og drífandi einstakling sem hefur mikinn áhuga á sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu.
Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Fiskistofa er með starfsstöðvar á Akureyri, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Ísafirði. Staðsetning starfsins getur verið á Ísafirði eða á Akureyri.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma.
SUMARSTÖRF 2023 - Læknanemar sem lokið hafa 1., 2. eða 3. námsári
Laus eru til umsóknar sumarstörf við umönnun fyrir nema í læknisfræði sem lokið hafa 1. - 3. námsári. Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann.
Sjúkrahúsið á Akureyri er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Ef einhverjar spurningar endilega sendið tölvupóst á Kristjönu Kristjánsdóttur mannauðráðgjafa á netfangið [email protected]
Atvinnuráðgjafi
Vinnumálastofnun á Suðurnesjum óskar eftir að ráða sérfræðing á þjónustuskrifstofu sína á Suðurnesjum sem mun leggja áherslu á þjónustu við atvinnuleitendur með með skerta starfsgetu.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar, sem eru: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustuskrifstofu.
Forstöðumaður bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar FVA
Laust er til umsóknar starf forstöðumanns á bókasafns- og upplýsingamiðstöð FVA.
FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi, í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500, starfsfólk skólans um 70 og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.
SUMARSTÖRF 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 1., 2. eða 3. námsári
Við sækjumst eftir hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Í sumar eru laus til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem lokið hafa 1., 2. eða 3. námsári. Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann.
Sjúkrahúsið á Akureyri er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússin sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Ef einhverjar spurningar endilega sendið tölvupóst á Kristjönu Kristjánsdóttur mannauðráðgjafa á netfangið [email protected]
Skrifstofustjóri - Geðheilsuteymi HH austur
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir skrifstofustjóra í ótímabundið starf við Geðheilsuteymi austur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Starfshlutfall er 70% eða eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Geðheilsuteymi austur þjónustar íbúa í Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Teymið er til húsa að Stórhöfða 23. Við Geðheilsuteymið starfa geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, þroskaþjálfi, sálfræðingar, fjölskyldufræðingur, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og notendafulltrúar.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sérfræðingur á sviði megindlegra greininga
Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir sérfræðingi í fullt starf á skrifstofu greininga og fjármála.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir lausnamiðaðan, jákvæðan og skipulagðan einstakling með góða greiningarhæfni, frumkvæði og frjóa hugsun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður.
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN Dalvík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík óskar eftir móttökuritara í sumarafleysingu.
Klínískur lyfjafræðingur
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða klínískan lyfjafræðing til starfa. Um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar og því spennandi verkefni fyrir réttan aðila að móta starfið með starfsfólki stofnunarinnar. Aðalstarfsstöð er á Selfossi en einnig er hægt að hugsa sér að starfið væri að hluta til í fjarvinnu.
Við leitum því að öflugum klínískum lyfjafræðingi með sterka þjónustulund og færni til að móta nýtt verklag.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er góður vinnustaður með mikinn metnað til frekari afreka
Sumarafleysingastarf við ræstingar á HSN Dalvík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Dalvík óskar eftir starfsmanni í ræstingar í 50% starfshlutfalli vegna sumarafleysinga.
Starf í eldhúsi HSN á Húsavík
Starfsmaður óskast í eldhús HSN á Húsavík frá 1. mars 2023
Um 80-100% vaktavinnustarf er að ræða.
Hjúkrunarfræðingur - Meltingarteymi Landspítala
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í meltingarteymi Landspítala sem staðsett er á almennri göngudeild 10E við Hringbraut.
Í meltingarteyminu starfar öflugur hópur fagfólks sem vinnur af miklum áhuga við að efla og þróa þjónustu við sjúklinga með langvinna meltingarsjúkdóma. Teymið sinnir hjúkrunarmóttöku og sérhæfðu eftirliti sjúklinga, auk þess að styðja við umönnun skjólstæðinga sinna ef þeir leggjast inn á deildir spítalans. Einnig sinnir teymið sjúklingum með IBD, næringarslöngu/hnappa, krabbamein, skorpulifur og aðra meltingarfærasjúkdóma. Þá er hluti starfseminnar á innrennslismóttöku, þar sem m.a. eru gefin líftæknilyf. Starfið er því afar fjölbreytt og krefjandi og gefur mikla möguleika til starfsþróunar.
Á göngudeild 10E eru einnig sérhæfðar teymismóttökur á sviði fleiri sérgreina, t.d. kviðarholsskurð- og stómateymi og Ígræðslugöngudeild. Þá fer þar fram undirbúningur aðgerðasjúklinga og innskrift svæfingar. Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun, en þar starfar öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
Hér er tækifæri fyrir framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing, sem hefur áhuga á því að vinna í teymi en einnig sjálfstætt og af frumkvæði.
Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er 80-100% dagvinna og er starfið laust frá 1. mars 2022 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingu á heilsugæslu stofnunarinnar á Ísafirði. Um er að ræða 80 - 100% starf. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Hjúkrunardeildarstjóri HERU
Við leitum eftir öflugum leiðtoga til að leiða starfsemi HERU sérhæfðar líknarheimaþjónustu Landspítala í Kópavogi í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk.
HERA veitir sjúklingum með erfið einkenni vegna langt gengna ólæknandi sjúkdóma sérhæfða þjónustu sem miðar að því að gera þeim kleift að vera sem lengst heima, sem og þeim sem óska þess að deyja heima. Þjónustan er veitt í heimahúsum á öllu höfuðborgarsvæðinu með þjónustu allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Vaktir eru frá kl 8-21 og bakvakt að nóttu. Þar starfa um 17 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við aðra fagaðila sem sinna sjúklingum þeirra. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. HERA er hluti af hjarta- æða og krabbameinssviði Landspítala. Deildin er staðsett að Kópavogsgerði 4 í Kópavogi.
Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni deildarinnar.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjarta- æða- og krabbameinsþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. apríl n.k. eða eftir samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á HSN Dalvík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Dalvík óskar eftir hjúkrunarfræðingi í sumarafleysingar á heilsugæslu. Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur á Sjúkradeild - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga frá 1. júní 2023, eða eftir nánara samkomulagi.
Skurðhjúkrunarfræðingur á skurð- og slysadeild - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða skurðhjúkrunarfræðing til sumarafleysingar frá 1. júní 2023, eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á dagvöktum og eru bakvaktir þess fyrir utan.
Undirbúningstímabil fyrir nýliðanámskeið sérsveitar ríkislögreglustjóra
Nýliðanámskeið sérsveitar ríkislögreglustjóra hefst 6. september nk. og lýkur í október 2023. Kjör á námskeiðinu sjálfu verða kynnt nánar á undirbúningstímabilinu. Umsóknarfrestur rennur út 10. febrúar 2023.
Ljósmóðir - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ljósmóður í sumarafleysingar frá 1. júní 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80% - 100% starf í dagvinnu ásamt bakvöktum. Möguleiki er á afleysingu til lengri eða styttri tíma.
Ljósmóðir í sumarafleysingar á HSN Dalvík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Dalvík óskar eftir ljósmóður í sumarafleysingar á heilsugæslustöð.
Sumarafleysing - ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Sumarafleysing - ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnejsa
Við óskum eftir að ráða ljósmóður í sumarafleysingar á Ljósmæðravaktina. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sjúkraliði á heilsugæslu - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða í sumarafleysingu á heilsugæslustöðina á Ísafirði.
Sjúkraliði við heimahjúkrun - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða í sumarafleysingu á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.
Sjúkraliði í fast starf á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir sjúkraliða í fast starf á sjúkradeild HSN á Húsavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Lögfræðingur á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.
Helstu hlutverk sviðsins eru eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum, gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu, kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu, rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu, veiting starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta og leyfi til reksturs heilbrigðisþjónustu.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á trausta lögfræðilega þekkingu, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.
Sumarstörf 2023 - Almenn störf í lóðarumsjón
Við óskum eftir einstaklingum í fjölbreytt störf við lóðarumsjón á Landspítala.
Hér geta einstaklingar sett inn umsókn sem hafa áhuga á sumarafleysingum við almenn störf í lóðarumsjón sumarið 2023.
Vinsamlegast takið fram ef þið hafið unnið áður á Landspítala, með því að skrá í reitinn Annað neðst á umsóknareyðublaðinu. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út. Fríðindi sem fylgja starfi á Landspítala eru 36 stunda vinnuvika ásamt fyrsta flokks mötuneyti.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Matráður - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða matráð í sumarafleysingar í eldhúsið á Ísafirði. Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er á vöktum frá 7-14. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund. Í eldhúsinu á Ísafirði starfar 7 manna samhentur og glaðlyndur hópur þar sem lögð er áhersla á samvinnu og lausn verkefna.
Móttökuritari - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til sumarafleysinga í móttökunni á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf frá júní til september. Opnunartími móttöku er frá 8:00 til 16:00 alla virka daga.
Starfsmaður við ræstingu - Hvammstangi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir starfsmanni í 70% stöðu við ræstingu á hjúkrunardeild. Um er að ræða dagvinnu þar sem unnið er virka daga og aðra hvora helgi.
Um er að ræða árs afleysingu frá 1.8.2023 til 1.8.2024.
Starfsfólk í aðhlynningu og ræstingar í Bolungarvík - Sumarstörf
Við leitum eftir fólki í sumarafleysingar í störf við aðhlynningu og ræstingar á Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Um mismunandi vaktir er að ræða.
Starfsmaður í eldhúsi - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingum í sumarafleysingar í eldhúsinu á Ísafirði. Unnið er á dagvöktum frá kl. 7:00 til 14:00 alla virka daga auk helgarvakta. Í eldhúsinu á Ísafirði starfar 7 manna samhentur og glaðlyndur hópur þar sem lögð er áhersla á samvinnu og lausn verkefna.
Sérfræðingur í greiningardeild ríkislögreglustjóra
Embætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum sérfræðingi til starfa í teymi greiningardeildar. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum, reynslu af gagnagreiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna og hefur brennandi áhuga á að starfa í síkviku umhverfi. Starfshlutfall er 100% og fer fram á Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.
Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og öflugum mannauði. Þar starfa rúmlega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.
Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.
Leitað er að einstaklingi sem hefur vilja og hæfni til að styðja við megináherslur embættisins, sem eru þjónusta, forysta, mannauður, nýsköpun og samstarf.
Starfsfólk í aðhlynningu - sumarafleysingar
Við leitum eftir fólki í aðhlynningu til að leysa af í sumar á Ísafirði og í Bolungarvík. Um mismunandi vaktir er að ræða.
Verkefnastjóri á innkaupadeild Landspítala
Auglýst er eftir verkefnastjóra á innkaupadeild Landspítala. Deildin heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið en helstu verkefni deildarinnar eru útboð, verðfyrirspurnir, samningar og samningastjórnun. Verkefnastjóri innkaupadeildar er í miklum samskiptum við fagfólk Landspítala og birgja, greina þarfir þeirra og stjórnun vöruflæðis frá pöntun til vörunotkunar. Við viljum ráða jákvæðan, metnaðarfullan og þjónustulipran einstakling sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs samkomulag.
Starfsfólk í aðhlynningu - sumarafleysingar
Við leitum eftir fólki í aðhlynningu til að leysa af í sumar á hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Um mismunandi vaktir er að ræða.
Starfsmaður við heimahjúkrun - sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ófaglærða starfsmenn í sumarafleysingu á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.
Deildarstjóri Bygginga- og tæknideildar
Háskóli Íslands leitar nú eftir öflugum stjórnanda í starf deildarstjóra Bygginga- og tæknideildar sem er ein af deildum Framkvæmda- og tæknisviðs HÍ. Á síðasta ári tók við nýtt fyrirkomulag er varðar húsnæði Háskóla Íslands. Allt húsnæði Háskóla Íslands, nærri 100.000 m2, er í sér félagi, Fasteignum Háskóla Íslands, sem með þjónustusamningi felur Framkvæmda- og tæknisviði skólans að annast viðhald og endurbætur á húsnæðinu.
Um spennandi og fjölbreytt starf er að ræða. Bygginga- og tæknideild, með um 15 starfsmenn, hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi á byggingum Háskóla Íslands og lóðum og rekur sitt eigið smíðaverkstæði.
Heilbrigðisgagnafræðingur - Sjúkraskrár- og skjaladeild Landspítala
Landspítali auglýsir starf heilbrigðisgagnafræðings á sjúkraskrár- og skjaladeild (SSD) laust til umsóknar. Deildin er undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga ásamt menntadeild, gæðadeild og vísindadeild. Hlutverk sjúkraskrár- og skjaladeildar er að tryggja að umsýsla sjúkraskrárgagna sé samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum og að öll yfirsýn og umsýsla sé á einum stað til að auka gæði og öryggi.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri sjúkraskrár- og skjaladeildar.
Sumarstörf 2023 - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar
Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir sjúkraliða og sjúkraliðanema sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Aðstoðarmaður við hjúkrun - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Aðstoðarmaður við hjúkrun - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 50% eða eftir samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Lektor við Hjúkrunarfræðideild
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu lektors við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf.
Deildarstjóri óskast til starfa á Foss- og Ljósheima, öldrunarheimila á HSU Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að kraftmiklum leiðtoga í stöðu deildarstjóra Foss- og Ljósheima.
Á Fossheimum og Ljósheimum búa 42 einstaklingar á 2 heimilum. Allt starfsfólk heimilisins veitir umönnun eftir Eden hugmyndafræðinni sem leggur áherslu á heimilislegt andrúmsloft og virðingu fyrir hverjum einstaklingi og sjálfræði hans
Deildarstjóri á hjúkrunar- og legudeild
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða kraftmikinn leiðtoga á legudeild á Patreksfirði. Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildunum í nánu samstarfi við hjúkrunarstjóra á Patreksfirði. Á deildinni eru ellefu hjúkrunarrými og tvö sjúkrarými og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 60% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og veitist staðan frá 1.mars.
Hjúkrunarfræðingur - Kristnesspítali
Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings við Kristnesspítala þar sem fara fram endurhæfinga og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum.
Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala.
Deildarstjóri óskast til starfa á stórglæsilegt nýtt hjúkrunarheimili á HSU Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að kraftmiklum leiðtoga í stöðu deildarstjóra Móbergs sem er nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi. Um er að ræða spennandi starf þar sem nýjum deildarstjóra gefst tækifæri á að móta starf heimilisins frá grunni.
Á Móbergi búa 60 einstaklingar á 5 heimilum. Allt starfsfólk heimilisins veitir umönnun eftir Eden hugmyndafræðinni sem leggur áherslu á heimilislegt andrúmsloft og virðingu fyrir hverjum einstaklingi og sjálfræði hans
Hjúkrunarfræðingur óskast í dagvinnu á kvenlækningadeild 21A
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í móttökudeild á kvenlækningadeild 21A Landspítala. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og fjölbreytt tækifæri til faglegrar þróunar. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. mars 2023 eða eftir samkomulagi.
Verkefni móttökudeildar eru margþætt, þar er veitt bráðaþjónusta vegna kvensjúkdóma, vandamála á fyrsta þriðjungi meðgöngu og vegna fylgikvilla eftir aðgerð á kvenlíffærum. Þar fer einnig fram móttaka og meðferð vegna þungunarrofa og að auki þjónusta til kvenna með endómetríósu og krabbamein í kvenlíffærum. Á móttökunni fer líka fram göngudeildarþjónusta kvensjúkdómalækna og þar er aðgerðarstofa þar sem framkvæmdar eru ýmsar smáaðgerðir í staðdeyfingu svo sem keiluskurðir og leghálsspeglanir. Starfsmenn móttöku eru í góðu og nánu samstarfi við starfsmenn legudeildar kvenlækningadeildar.
Ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítala
Laust er til umsóknar starf ljósmóður á fæðingarvakt Landspítala. Á deildinni er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu.
Á deildinni starfa um 80 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Um er að ræða vaktavinnu í 40-100% starfshlutfalli. Ráðið verður í starfið frá 1. mars 2023 eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Sérfræðingur í heimilislækningum
Auglýst er eftir sérfræðingi í heimilislækningum í 100% starfshlutfall, eða eftir nánara samkomulagi í Heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum. Staðan er laus 1.janúar 2023.
Sumarafleysingar Kristnesspítali - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við Kristnesspítala.
Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala.
Sumarafleysingar Kristnesspítali - Sjúkraliðar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við Kristnesspítala.
Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala.
Gæðastjóri - Sjúkrahúsið á Akureyri
Laus er til umsóknar staða gæðastjóra á Sjúkrahúsinu á Akureyri.¿ Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Hulda Ringsted framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs.
Sérfræðingur í lífeyrismálum
Býr þú yfir mikilli þjónustulund og hefur áhuga á að ráðleggja lífeyrisþegum um réttindi? - þá ætti starf sérfræðings í lífeyrismálum að henta þér.
Sumarstörf 2023 - Lyfjaþjónusta - tækifæri fyrir nema í lyfjafræði, lyfjatækni, raun- og heilbrigðisgreinum
Hefur þú áhuga á að kynnast umsýslu lyfja á Landspítala. Viltu vita meira um lyf, öflun þeirra og varðveislu? Hvað með lyfjablöndun og lyfjaskömmtun? Þá er þetta tækifæri fyrir þig.
Við í Lyfjaþjónustu Landspítala erum að leita að þjónustulunduðu, jákvæðu og áhugasömu starfsfólki í vinnu hjá okkur í sumar. Í dag starfa um 80 einstaklingar hjá Lyfjaþjónustu í fjölbreyttum verkefnum á Landspítala. Flest erum við lyfjafræðingar og lyfjatæknar, og er þetta kjörið tækifæri fyrir nema í lyfjafræði, lyfjatækni, raungreinum og heilbrigðisgreinum til að afla sér frekari þekkingar og færni. Við tökum fagnandi við öllum umsóknum, því við viljum kenna og kynna fyrir sumarstarfsfólki heim lyfjanna.
Við leitum eftir einstaklingum sem eru fljótir að læra og tileinka sér hlutina, með góða samskiptahæfni og sem eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Verkefnastjóri á sviði upplýsingatækni
Hefur þú áhuga á að vinna í framsæknu tækniumhverfi með öflugu starfsfólki þar sem lögð er áhersla á framþróun og nýsmiði? Þá gætir þú átt heima á sviði upplýsingatækni hjá Tryggingastofnun (TR). Við erum að leita að verkefnastjóra sem er drífandi og með sterkan tæknilegan bakgrunn og sýnir frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum.
TR vinnur að þróun nýrra hugbúnaðarlausna og eru verkefnin því fjölbreytt og krefjandi en megináhersla þeirra er frekari stafræn þróun, skýjalausnir og sjálfvirknivæðing við afgreiðslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild
Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu starfumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.
Sumarafleysing - Sjúkraþjálfari/sjúkraþjálfanemi við Sjúkrahúsið á Akureyri
Vegna sumarafleysinga er laus staða sjúkraþjálfara og/eða sjúkraþjálfanema við Sjúkrahúsið á Akureyri.
Faglegur yfirmaður er Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálfari, forstöðulæknir er Arna Rún Óskarsdóttir.
Sjúkraþjálfarar við SAk starfa á tveimur starfsstöðvum, á bráðadeildum sjúkrahússins við Eyrarlandsveg og á Kristnesspítala þar sem fram fara endurhæfinga- og öldrunarlækningar.
Dósent í lífeindafræði - Heilbrigðisvísindasvið
Laust er til umsóknar fullt starf dósents í lífeindafræði á fræðasviði erfðafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Hjúkrunarfræðingur - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á hjúkrunarheimilið Uppsali Fáskrúðsfirði. Unnið er á vöktum með bakvaktabyrði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholt
Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Góð aðlögun er í boði.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraliða, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sérfræðilæknir í kvenlækningateymi Landspítala
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í kvenlækningateymi kvenna- og barnaþjónustu Landspítala. Um er að ræða starf við almennar kvenlækningar og felst starfið í göngudeildarþjónustu, bráðaþjónustu, legudeildarþjónustu og aðgerðum og því mikilvægt að hafa góða reynslu á þessu sviði. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. apríl 2023 eða eftir samkomulagi.
Í kvenlækningateyminu er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu tengt sjúkdómum í kvenlíffærum, auk þess er náin samvinna með fæðingarteymi Landspítala, þar sem samstarf er um læknisþjónustu utan dagvinnutíma með sérfræðilæknum fæðingarteymis.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í teymis- og gæðastarfi í kvenlækningarteymi á undanförnum árum og mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn til að taka þátt í áframhaldandi þróun sérgreinarinnar ásamt undirbúningi við flutning sérgreinarinnar í nýjan spítala.
Sérfræðilæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum
Lausar eru til umsóknar stöður sérfræðilækna á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Reiknað er með vinnuframlagi á öllum einingum svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala. Starfsemi deildarinnar er fjölbreytt og sinnum við svæfingum fyrir flestar sérgreinar skurðlækninga. Svæfingaþjónusta fyrir fæðandi konur og kvensjúkdóma er hluti af starfsemi svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut.
Fyrir utan svæfingar á skurðstofugöngum í Fossvogi og við Hringbraut er svæft alla daga vikunnar á hjartaþræðingarstofum, æðaþræðingastofu, speglunardeild og röntgendeild. Gjörgæsludeildirnar í Fossvogi og við Hringbraut sinna bæði gjörgæslulækningum barna og fullorðinna. Þá sinna læknar með sérhæfingu í verkjameðferð sjúklingum með bráða og langvinna verki á vegum Verkjateymis Landspítala.
Sérfræðilæknum sem ráðnir verða stendur til boða þátttaka í framhaldsmenntunarnámskeiðum Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine (SSAI).
Á deildinni starfa 40 sérfræðilæknar og um 20 sérnámslæknar í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. Upphaf starfs er samkomulagsatriði. Starfið er dagvinnustarf með vaktavinnu.
Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Hlíðum
Laust er til umsóknar tímabundið starf sálfræðings fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Hlíðum. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt nánara samkomulagi. Ráðning er til 1 árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir reyndan sálfræðing með þekkingu á ýmsum meðferðarformum í sálfræði. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Til stendur að stöðin flytji í stærra og betra húsnæði í síðasta lagi fyrripart ársins 2024.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Sjúkraliðar á kvennadeild HVE Akranesi
Sjúkraliðar óskast til starfa á kvennadeild HVE Akranesi. Unnið er á þrískiptum vöktum þar með talið um helgar. Starfshlutfall er opið en verið er að auglýsa 5 stöðugildi.
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Sérfræðingur í hættumati með áherslu á snjóflóð og skriður
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði hættumats í fullt starf á nýrri deild sem vinnur að verkefnum tengdum snjóflóðum og skriðum á þjónustu- og rannsóknasviði.
Undir deildina falla þau hlutverk Veðurstofunnar sem skilgreind eru í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og reglugerðum þeim tengdum. Innan deildarinnar verður m.a. unnið að hættu- og áhættumati, verkefnum tengdum vörnum gegn snjóflóðum og skriðuföllum, alþjóðasamstarfi, ráðgjöf, miðlun og annarri þjónustu á sviði ofanflóða sem nær yfir bæði snjóflóð og skriðuföll. Deildin ber ábyrgð á faglegri þróun og þekkingu sem snýr að ofanflóðum og sinnir stefnumótun, faglegri umsjón og stjórn verkefna tengdum ofanflóðavöktun. Hluti starfsmanna deildarinnar sinna sólarhringsvöktun ofanflóða samkvæmt vaktafyrirkomulagi sem unnið er í samvinnu við deildarstjóra náttúruvárvöktunar. Deildin ber einnig ábyrgð á faglegri umsjón, ráðgjöf og stjórn verkefna tengdum landupplýsingakerfum Veðurstofunnar.
Viðkomandi yrði hluti af öflugu teymi á fagsviði ofanflóða. Teymið vinnur meðal annars að hættumati, vöktun og rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðum. Veðurstofan annast gerð hættumats vegna ofanflóða fyrir þéttbýli og skíðasvæði. Sömuleiðis vinnur stofnunin að úttekt á ofanflóðahættu í dreifbýli og hættumati í tengslum við framkvæmdir og skipulag. Starfið er á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði þar sem hópur ofanflóðasérfræðinga starfa. Snjóflóðasetrið er í Vestrahúsinu þar sem ýmsar aðrar rannsóknarstofnanir eru einnig til húsa.
Lögfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs lögfræðings á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Verksvið skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu er annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónusta auk eftirmeðferðar og endurhæfingar, sjúkraflutninga, þjónustu hjúkrunarheimila og dagdvalar aldraðra. Skipulag skrifstofunnar byggir á þjónustuflokkum.
Sumarstörf 2023- Störf í öryggisþjónustu, þjónustuveri og móttökum
Rekstrarþjónusta óskar eftir starfsfólki í sumarvinnu í öryggisvörslu, þjónustuver og móttökur. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf. Öryggisþjónusta skiptist í eftirlit og vaktmiðstöð. Eftirlit felst meðal annars í að bregðast við útköllum á deildir, reglulegum eftirlitshringjum og aðstoð við rekstrarþjónustu eftir þörfum. Vaktmiðstöð fylgist með öryggis- og eftirlitskerfum spítalans. Þjónustuver svarar símtölum frá innri og ytri viðskiptavinum spítalans. Móttökur eru fjölbreytt störf í aðalinngöngum spítalans á Hringbraut og í Fossvogi.
Góð íslenskukunnátta er áskilin og gerð er krafa um 20 ára lágmarksaldur.
Leitað er eftir jákvæðum, drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum með ríka þjónustulund og sem eru sveigjanlegir í starfi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað.
Starfsemi rekstrarþjónustu er fjölbreytt en meginhlutverk hennar er að tryggja góða þjónustu fyrir allar deildir spítalans, s.s. flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, móttökuþjónustu og ýmsa almenna þjónustu sem styður við daglega starfsemi á spítalanum.
Leitast er eftir fólki í vaktavinnu og dagvinnu. Vinnuvika starfsfólks í dagvinnu er nú 36 stundir. Vinnuvika í fullri vaktavinnu er einnig 36 stundir en getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Unnið er á 8 tíma vöktum, allan sólahringinn. Markmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
Sumarstörf 2023 - Fjölbreytt og lífleg störf hjá rekstrarþjónustu Landspítala
Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu?
Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugu starfsfólki í vaktavinnu og dagvinnu hjá flutninga- og deildarþjónustu.
- Flutningaþjónusta sér um að flytja sjúklinga, sýni, blóð, lyf, póst o.fl. á milli deilda spítalans. Flutningaþjónustan vinnur i teymi sem tekur á móti flutningsbeiðnum frá deildum spítalans í gegnum beiðnakerfi og teymið skiptir með sér verkefnum. Teymin okkar eru staðsett annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi.
- Deildarþjónusta er ný þjónusta innan spítalans - stofnuð til að sinna aukinni þörf stoðþjónustu fyrir deildir spítalans. Annars vegar er um að ræða sótthreinsun og uppábúning rúma og hins vegar ýmis önnur störf til aðstoðar/ afleysingar eftir þörfum inn á deildum spítalans, m.a. í býtibúri, við ýmis þrif, frágang sýna o.fl.
Hjá rekstrarþjónustu starfa um 100 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku. Þessi störf eru tilvalin fyrir sumarstarfsfólk sem vill kynnast spítalanum og stefnir mögulega á nám á sviði heilbrigðisvísinda.
Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni.
Vinnutími á vöktum er 10.30-20 virka daga og 8-18 um helgar.
Vinnutími í dagvinnu er 8-16 hjá flutningaþjónustu en 8-16 eða 10-18 hjá deildaþjónustu.
Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á Laugarásnum meðferðargeðdeild
Áhugasamur og metnaðarfullur ráðgjafi/stuðningsfulltrúi óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild í geðþjónustu Landspítala. Laugarásinn er sérhæfð deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára. Á deildinni eru 8 sólarhringspláss en að stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem um 100 einstaklingar sækja þjónustu.
Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðstandendur. Á deildinni starfa um 40 manns og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda. Á deildinni er sérstök áhersla lögð á starfsþróun, m.a. fær starfsfólk þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtalstækni og grunnþáttum hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig er lagt mikið upp úr fræðslu og handleiðslu starfsmanna. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku starfsmanna þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Um er að ræða fullt starf og er unnið er á breytilegum vöktum. Með fullri styttingu vinnuvikunnar miðar 100% starf við 36 tíma vinnuviku. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Söndru Sif deildarstjóra eða Úllu aðstoðardeildarstjóra.
Sérfræðingur á sviði framhaldsskóla- og/eða starfsmenntamála
Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir sérfræðingi í fullt starf á málefnasviði framhaldsskóla og/eða starfsmenntamála á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Starfið er tímabundin ráðning til 12 mánaða með möguleika á fastráðningu að þeim tíma liðnum að teknu tilliti til verkefnastöðu innan málefnasviðsins.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir skapandi, jákvæðan og skipulagðan einstakling með góða greiningarhæfni, frumkvæði og frjóa hugsun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður.
Hjúkrunarfræðingur/ teymisstjóri- Transteymi Landspítala
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í að efla og þróa þjónustu Transteymis á Landspítala. Um er að ræða spennandi starf þar sem unnið er í þverfaglegu teymi þvert á sérgreinar. Viðkomandi mun, ásamt því að starfa sem teymisstjóri og halda utan um starfsemi teymisins, stuðla að og þróa samstarf við ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila.
Hjúkrunarfræðingurinn verður virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan Transteymis Landspítala. Unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum og bjóðast margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
Starfshlutfall er 80-100%, dagvinna og er starfið laust frá 15. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi.
Hafeðlisfræðingur
Hafrannsóknastofnun leitar eftir sérfræðingi í Hafeðlisfræði.
Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við rannsóknir á sviði hafeðlisfræði. Starfið felur í sér þátttöku í rannsóknarverkefnum, gagnasöfnun á sjó, úrvinnslu gagna og birtingu á niðurstöðum. Leitað er að einstakling sem hefur góða færni til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu en auk þess að sinna rannsóknum á sviði hafeðlisfræði myndi einstaklingurinn taka þátt í þverfaglegum rannsóknum til að auka þekkingu á vistkerfum sjávar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið doktorsprófi í hafeðlisfræði, hafa reynslu af rannsóknum og birtingu niðurstaðna.
Efnafræðingur
Hafrannsóknastofnunin leitar eftir efnafræðingi í sjórannsóknateymi stofnunarinnar.
Sálfræðingur við sálfræðiþjónustu geðsviðs
Sjúkrahúsið á Akureyri vill ráða til sín sálfræðing á geðsvið sjúkrahússins. Um er að ræða 40-65% starfshlutfall og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson forstöðulæknir.
Starf bókara í matvælaráðuneyti
Í matvælaráðuneytinu er laust til umsóknar starf bókara á skrifstofu fjármála. Starfið lýtur að færslu bókhalds, afstemmingu og skýrslugerð ásamt ýmiskonar úrvinnslu úr bókhaldi.
Undir skrifstofuna heyra mál sem lúta að rekstri ráðuneytisins, mannauðsmálum, skjalavistun og miðlun upplýsinga auk þess sem skrifstofan veitir fagskrifstofum ráðuneytisins stoðþjónustu. Þá fer skrifstofan með skiptingu á fjárhagsramma ráðuneytisins og annast framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga.
Skrifstofumaður
Laust er til umsóknar 70% hlutastarf skrifstofumanns við embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Embættið er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdarvalds ríkisins í héraði, sbr. lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði nr. 50/2014. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri og faglegri þjónustu, skilvirku verklagi, stafrænum lausnum og öflugri liðsheild.
Sumarafleysingar 2023 - Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga á öldrunardeildina á Hvammstanga. Dag og kvöldvaktir, helgarvinna ásamt bakvöktum. Starfstímabil eftir samkomulagi hvort sem um er að ræða allt sumarið eða styttri vinnutarnir.
Rannsóknarlögreglumaður - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 15. febrúar 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma.
Sumarafleysingar 2023 - Sjúkraliði/sjúkraliðanemar/almennur starfsmaður - Öldrunardeildin á Hvammstanga
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Hvammstanga óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingar við umönnun á öldrunardeildina. Öldrunardeildin á Hvammstanga er ætluð fyrir einstaklinga í hjúkrunar- og hvíldarrýmum.
Doktorsnemi í rannsókn á vistfræði, erfðafræði og ræktun burnirótar
Háskóli Íslands leitar að dugmiklum og áhugasömum doktorsnema í nýtt og spennandi verkefni. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Tækniþróunarsjóði RANNIS (Hagnýt rannsóknaverkefni).
Bakgrunnur: Afurðir burnirótar (Rhodiola rosea) eru eftirsóttar á heimsmarkaði en efni í plöntunni eru talin draga úr þunglyndi og kvíða og vinna gegn streitu og þróttleysi. Nýlega er farið að nota burnirót í auknum mæli í hár- og snyrtivörur. Óhófleg söfnun villtra stofna hefur leitt til þess að burnirót er komin á válista í nokkrum löndum. Í þessu verkefni leggur vísindafólk og ræktendur saman þekkingu sína og krafta til finna bestu leið til að rækta burnirót með sjálfbærum hætti á Íslandi þannig að afurðirnar megi markaðssetja sem hágæðavöru.
Sumarstörf 2023 - Almenn störf í veitingaþjónustu
Við óskum eftir að ráða sumarstarfsfólk í ýmis störf í veitingaþjónustu Landspítala sumarið 2023.
Veitingaþjónustan heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið Landspítala og rekur deildin eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu.
Í boði eru fjölbreytt störf innan veitingaþjónustu:
- Framleiðslueldhúsi við matargerð og uppþvott
- Framleiðslu á heitum og köldum réttum í framleiðslukjarna ELMU
- Afgreiðslu og framleiðslu á léttum réttum á kaffihúsum ELMU
- Aðstoð, undirbúningi í tengslum við útkeyrslu á vörum fyrir matsali og kaffihús ELMU
- Almennri þjónustu og framleiðslustörf
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfsmaður á vörulager
Laus er til umsóknar 100% staða starfsmanns á vörulager á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða dagvinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Gunnar Líndal Sigurðsson forstöðumaður rekstrardeildar. Nánari upplýsingar í síma 463-0100 og/eða í tölvupósti [email protected]
Móttökuritari í sumarafleysingu á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir móttökuritara í sumarafleysingar á Húsavík.
Verkefnastjóri rannsóknastofa við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið
Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 50-100% starf verkefnastjóra rannsóknastofa við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs. Verkefnastjóri rannsóknastofa ber ábyrgð á rekstri rannsóknastofa auðlindadeildar, innviðum og fjárhagi þeirra.
Sumarafleysing - starf í býtibúr á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (Víðihlíð) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í bítibúr. Um er að ræða 40% starf í vaktavinnu. Unnið er önnur hver helgi, vinnutími 17:00-21:00.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sumarafleysing - Eldhús/þvottahús á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús/þvottahús í sumarafleysingarstarf í Víðihlíð. Um er að ræða 85% starf í dagvinnu og aðra hverja helgi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Hjúkrunarfræðingur - Blóðbankinn Snorrabraut
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá Blóðbankanum við Snorrabraut. Við bjóðum jafn velkominn í okkar góða hóp nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing sem og hjúkrunarfræðing með reynslu. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Rík áhersla er lögð á góða og einstaklingsmiðaða aðlögun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga.
Um er að ræða dagvinnu með breytilegan vinnutíma og bakvöktum. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar, lífeindafræðingar, læknar og skrifstofufólk og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Hjúkrunarfræðingur - Blóðbankinn Glerártorgi
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá Blóðbankanum Glerártorgi. Við bjóðum jafn velkominn í okkar góða hóp nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing sem og hjúkrunarfræðing með reynslu. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Rík áhersla er lögð á góða og einstaklingsmiðaða aðlögun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga.
Um er að ræða dagvinnu með breytilegan vinnutíma. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar, lífeindafræðingar, læknar og skrifstofufólk og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar á sjúkrasvið
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Um er að ræða 40% til 100% störf eftir samkomulagi, í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sumarafleysing - Aðhlynning á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í aðhlynningu við hjúkrunardeildina í Víðihlíð í Grindavík. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Í Víðihlíð er 20 rúma langlegudeild fyrir aldraða ásamt því að allri heimahjúkrun er sinnt frá deildinni. Unnið er í vaktavinnu á dag-, kvöld- og helgarvöktum.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sumarafleysing - starf í eldhúsi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús í sumarafleysingar. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Unnið er í vaktavinnu.
Deildarstjóri Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra hjá Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands, NHÍ (áður Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands) sem heyrir undir kennslusvið Háskóla Íslands.
NHÍ býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir verðandi og núverandi nemendur skólans.
NHÍ veitir nemendum skólans stuðning og þjónustu meðan á námi stendur, þ.e. námsráðgjöf, starfsráðgjöf, ráðgjöf um úrræði í námi og prófum og sálfræðiþjónustu. Nemendaráðgjöf veitir m.a. upplýsingar um námsleiðir, aðstoð við námsval, námsvenjur, gagnleg vinnubrögð í námi og leiðbeiningar um undirbúning fyrir atvinnulífið. Þá er yfirumsjón með vef Tengslatorgs Háskóla Íslands, www.tengslatorg.is á vegum NHÍ. Í Háskóla Íslands er lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms og hefur NHÍ umsjón með úrræðum fyrir nemendur í námi og prófum, s.s. vegna fötlunar, veikinda og sértækra námsörðugleika. Í NHÍ veita sálfræðingar nemendum skólans sálfræðiþjónustu og eru viðtölin gjaldfrjáls.
Deildarstjóri heyrir undir sviðsstjóra kennslusviðs og vinnur náið með öðru starfsfólki skólans. Jafnframt er mikil samvinna við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa annarra menntastofnana. Enn fremur er NHÍ í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja og stofnana íslensks samfélags og erlenda fagaðila.
Sérfræðingur í klínískri sálfræði - Sálfræðiþjónusta geðsviðs
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa 5 sérfræðinga í klínískri sálfræði við sálfræðiþjónustu Landspítala. Leitað er eftir sérfræðingum með framúrskarandi samskiptahæfni, faglegan metnað og áhuga á að vinna í fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.
Leitast verður við að ráða sérfræðing á eftirfarandi starfseiningar:
- Meðferðareining fíknisjúkdóma
- Meðferðareining geðrofssjúkdóma eða réttar- og öryggisþjónusta
- Meðferðareining lyndisraskana
- Sálfræðiþjónusta vefrænna deilda
- Sálfræðiþjónusta Barnaspítala
Starfið bíður upp á fjölbreytta möguleika á klínískri starfsþróun, aðkomu að þjálfun og handleiðslu starfsmanna og nema og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Hjá sálfræðiþjónustunni starfa 76 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið er að fjölbreyttum umbóta- og rannsóknarverkefnum.
Heilbrigðisgagnafræðingur í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðing í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Ráðningatími er frá 1. júní til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi. Starfið er fjölbreytt og krefjandi.
Starfsfólk í eldhúsi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir starfsfólki í eldhús í sumarafleysingar.
Starfsfólk í ræstingar í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar við ræstingar.
Starfsfólk í þvottahús í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir starfsfólki í þvottahús í sumarafleysingar.
Iðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir iðjuþjálfa í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi.
Sumarafleysing í sjúkraflutningum/húsumsjón á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi óskar eftir aðila í sjúkraflutinga/húsumsjón í sumarafleysingar. Ráðningartími frá 10. apríl til 30. september 2023 eða eftir samkomulagi.
Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. SAk er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Sjúkrahúsið er alþjóðlega vottað af DNV-GL og styðst við ISO vottað gæðakerfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Næsti yfirmaður er Oddur Ólafsson forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga.
Sumarstörf 2023 - Býtibúr
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til starfa í býtibúr Landspítala sumarið 2023.
Í boði eru störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sumarstörf 2023 - Lífeindafræðinemi á rannsóknarkjarna
Lífeindafræðinemar óskast til starfa á rannsóknarkjarna en þar eru framkvæmdar um 2 milljónir rannsókna árlega.
Deildin býður upp á breitt úrval rannsókna á sviði klínískrar lífefnafræði og blóðmeinafræði á skjótan og öruggan hátt. Helstu verkefni deildarinnar eru blóðsýnatökur á sjúkradeildum, móttökum og heilsugæslustöðvum, almennar lífefnarannsóknir, prótein- og hormónarannsóknir, blóðgasmælingar, lyfjarannsóknir, rannsóknir á blóðfrumum, beinmerg, líkamsvessum og blóðstorknun.
Hér geta lífeindafræðinemar sett inn starfsumsókn fyrir sumarið 2023.
Móttökuritarar í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir móttökuriturum í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Ráðningatími er frá 1. júní til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi. Starfið er fjölbreytt og krefjandi.
Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir starfsfólki í aðhlynningu á hjúkrunarsviði. Ráðningartími er frá 25. maí til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi.
Landvarsla í þjóðgarðinum á Þingvöllum 2023
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum í ótímabundin störf frá 16. maí 2023. Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu í upphafi vaktatarnar og frá vinnu í lok hennar.
Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar í hjúkrunarmóttöku HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í hjúkrunarmóttöku á heilsugæslustöð í sumarafleysingar.
Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemi á gjörgæsludeild
Lausar eru til umsóknar 80-100% stöður hjúkrunarfræðings og hjúkrunarnema sem lokið hefur 3 námsárum á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.
Á gjörgæsludeild eru mikil tækifæri fyrir hjúkrunarnema og ný útskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir góðri leiðsögn og öðlast faglega þróun. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Gjörgæsludeild er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild og tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar.
Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.
Hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd í sumarafleysingar.
Ljósmóðir í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir ljósmóður í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Ráðningartími er samkomulagsatriði.
Sumarstörf 2023 - Ljósmóðir með starfsleyfi
Við óskum eftir að ráða ljósmóður með ljósmóðurleyfi til sumarafleysinga sumarið 2023.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Læknir í sumarafleysingar á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík óskar eftir lækni til starfa í sumarafleysingar.
Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfstöð.
Umsóknir frá nemum eftir 5 ár í læknisfræði verða skoðaðar og metnar.
Sumarstörf 2023 - Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi - Geðþjónusta
Hér geta einstaklingar sem hafa áhuga á starfi ráðgjafa/ stuðningsfulltrúa hjá geðþjónustu Landspítala lagt inn umsókn fyrir sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf á eftirfarandi skipulagseiningum Geðþjónustu. Hvar liggur þinn áhugi?
» Bráðageðdeild 32C
» Bráðaþjónusta geðþjónustu
» Geðendurhæfingardeild
» Göngudeild geðþjónustu
» Laugarásinn meðferðargeðdeild
» Meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma
» Móttökugeðdeild
» Móttökugeðdeild fíknimeðferðar
» Réttargeðdeild
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á einingar svo vinsamlega skráið óskir í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út.
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir móttökuritara í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní til 31 ágúst 2023 eða eftir samkomulagi.
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN Skagaströnd
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Skagaströnd óskar eftir móttökuritara á heilsugæslu. Starfsmaðurinn sinnir einnig afgreiðslu í útibúi Lyfju.
Hjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á heilsugæslu HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslu.
Starfshlutfall og ráðningartímabil er samkvæmt samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunarsviði.
Ráðningartími er frá 15. maí til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi. Við erum opin fyrir því að ráða hjúkrunarfræðinga til að vinna styttri lotur, valdar helgar eða í allt sumar.
Sumarafleysing - Sjúkraliðar á slysa- og bráðamóttökudeild
Sumarafleysing
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða á slysa-og bráðamóttökudeild í sumarafleysingar. Unnið er í vaktavinnu. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sjúkraliðar í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliðum í sumarafleysingar á hjúkrunarsviði og heilsugæslu. Ráðningartími er frá 15. maí til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi.
Sumarafleysing - Sjúkraliðar og sjúkraliða/hjúkrunarfræðinemar á sjúkradeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða og sjúkraliða/hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er að ræða vaktavinnu með möguleika á framlengingu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starf við skóga og skógrækt í Hvammi Skorradal
Vilt þú taka þátt í grænni framtíð?
Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann til fjölbreyttra starfa við skógrækt á starfstöð sína Hvammi Skorradal. Þetta er framtíðarstarf á þjóðskógasviði á Vesturlandi með starfstöð í Hvammi. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Starf við skóga og skógrækt á Vöglum
Vilt þú taka þátt í grænni framtíð?
Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann til fjölbreyttra starfa við skógrækt á starfstöð sína Vaglaskógi. Þetta er framtíðarstarf á þjóðskógasviði á Norðurlandi með starfstöð á Vöglum. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar á sjúkradeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er að ræða vaktavinnu. Möguleiki er á framlengingu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starf við skógrækt og ræktunarstöð á Tumastöðum
Vilt þú taka þátt í grænni framtíð?
Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann til fjölbreyttra starfa við skógrækt á starfstöð sína Tumastöðum í Fljótshlíð. Þetta er framtíðarstarf á þjóðskógasviði á Suðurlandi með starfstöð að Tumastöðum. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktunarstöð og almenn skógarstörf. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Starf við skóga og skógrækt á Hallormsstað
Vilt þú taka þátt í grænni framtíð?
Skógræktin óskar eftir að ráða starfsmann til fjölbreyttra starfa við skógrækt á starfstöð sína Hallormsstað. Þetta er framtíðarstarf á þjóðskógasviði á Austurlandi með starfstöð í Hallormsstaðaskógi. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Sumarstörf 2023 - Iðjuþjálfanemi
Við óskum eftir áhugasömum iðjuþjálfanemum í sumarvinnu á starfsstöðvum okkar á Landspítala.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/starfsstöðvar svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ starfsstöðvar í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Starfsstöðvarnar eru á bráðadeildum í Fossvogi og Hringbraut, öldrunarlækningadeildum á Landakoti, endurhæfingardeildum á Grensási, við geðendurhæfingu á Hringbraut, Kleppi og Laugarási.
Æskilegt er að geta hafið störf um miðjan maí 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sumarstörf 2023 - Ritara- og skrifstofustörf
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa í ritara- og skrifstofustörf á hinum ýmsu deildum Landspítala sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sumarstörf 2023 - Umönnun á Landspítala
Laus eru til umsóknar sumarstörf við umönnun sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Hjúkrunarnemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir að ráða hjúkrunarnema í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði. Ráðningartími og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi.
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir móttökuritara í sumarafleysingar sumarið 2023.
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN í N-Þingeyjarsýslu
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir móttökuriturum/heilbrigðisgagnafræðingum í sumarafleysingar á heilsugæslu í N-Þingeyjarsýslu.
Hjúkrunarnemar í sumarafleysingar á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir að ráða hjúkrunarnema á hjúkrunar- og sjúkrasvið í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN í Mývatnssveit
Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir móttökuritara á heilsugæslustöðina í Reykjahlíð í sumarafleysingar. Um er að ræða 100% starf í 8 vikur.
Sumarafleysing - Móttökuritari
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.
Um er að ræða tímabundið starf í sumarafleysingar. Unnið er á vöktum.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starfsfólk við aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Siglufirði
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Siglufirði óskar eftir starfsmönnum við aðhlynningu í sumarafleysingar. Ráðningartími frá 1. júní til 25. ágúst 2023 eða samkvæmt samkomulagi.
Starfsfólk í eldhús í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsmönnum í eldhús í sumarafleysingar. Ráðningartími frá lok maí til 20. ágúst 2023 eða samkvæmt samkomulagi.
Starfsfólk við ræstingu í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsmönnum í ræstingar. Ráðningartímabil frá lok maí til 20. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi. Unnar eru helgarvaktir.
Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsfólki við aðhlynningu á hjúkrunardeildir í sumarafleysingar.
Starfsfólk í eldhús í sumarafleysingar á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir starfsfólki í eldhús sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall samkv. samkomulagi.
Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir starfsfólki í aðhlynningu á hjúkrunardeildir í sumarafleysingar. Ráðningartímabil er samkv. samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæsluna í Grindavík - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Við óskum eftir að ráða hjúkunarfræðing til að slást í okkar frábæra hóp og byggja upp öfluga teymisvinnu sem eykur þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunar í Grindavik. Um er að ræða 60% - 80% starf í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild bæklunarskurðlækninga
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild bæklunarskurðlækninga í Fossvogi. Deildin er göngudeild (fyrrum endurkomudeild BMT) og þjónar sjúklingum vegna áverka á stoðkerfi. Þar starfa 13 manns í þverfaglegu teymi, á deildinni ríkir góður starfsandi og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Starfið er laust frá 1. mars 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í dagvinnu. Aðlögun er með reyndum hjúkrunarfræðingum og starfið gefur góða möguleika á starfsþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Öflugt starfsþróunarár í boði
Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Staðan er laus eftir samkomulagi.
Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum lyflækninga.
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild og gefur upp nánari upplýsingar í síma 463-0100 og/eða í tölvupósti [email protected]
Lyflækningadeildin er 23 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: hjartasjúkdómar, lungnasjúkdómar, krabbameins og líknandi meðferð, meltingarfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, taugasjúkdómar og innkirtlasjúkdómar. Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum.
Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan lyflækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni.
Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun lyflækninga og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum. Má þar nefna úrlestur á taktstrimlum, hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir, undirbúningur útskriftar, líknar hjúkrun og líknandi meðferð.
Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.
Tímabilinu er skipt upp í ákveðnar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á almennri göngudeild s.s. speglunum, lyfjagjöfum og sáramóttöku.
|
Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á sjúkra-, hjúkrunarsvið, heilsugæslu og Hvamm. Ráðningartími og starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.
Til greina kemur að ráða inn til skemmri tíma, einstaka helgar eða vikur.
Hjúkrunarfræðingar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum í heimahjúkrun sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 15. maí til 15. september 2023 eða samkv. samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á HSN í Mývatnssveit
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Mývatni óskar eftir hjúkrunarfræðingi í sumarafleysingar á heilsugæsluna í Reykjahlíð. Um er að ræða 100% starf í 8 vikur.
Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Erum einnig opin fyrir því að ráða inn til skemmri eða lengri tíma, allt eftir samkomulagi við viðkomandi, allt niður í einstaka helgar eða vaktir.
Húsnæði í boði.
Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.
Einnig kemur til greina að ráða til skemmri tíma sé þess óskað, allt niður í einstaka helgar.
Afleysing - Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Lýsing - inngangur
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í eitt ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Ljósmóðir í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir ljósmóður í sumarafleysingar á heilsugæslustöð.
Æskilegt er að umsækjendur geti leyst af í sex vikur. Til greina kemur að ráða til skemmri tíma.
Læknir í sumarafleysingar á HSN Dalvík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík óskar eftir að ráða lækni í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi.
Til greina kemur að ráða til skemmri tíma, en þó minnst í viku í senn, helst í mánuð.
Umsóknir frá læknanemum eftir 5 ára nám í læknisfræði verða metnar og skoðaðar.
Laus störf til umsóknar fyrir lækna og læknanema við HSU á Selfossi sumarið 2023
Við auglýsum eftir læknum og læknanemum til afleysinga næsta sumar við heilsugæsluna og bráðamóttökuna á Selfossi.
Heilsugæslan á Selfossi sinnir Árborg og nærliggjandi byggðum. Við stöðina eru skráðir um 11þúsund skjólstæðingar og er þannig ein stærsta heilsugæslan á landsbyggðinni.
Bráðamóttakan á Selfossi sinnir Suðurlandi öllu og er orðin ein umfangssmesta bráðamóttakan á landsbyggðinni.
Starfsstöðvar þessar vinnar þétt saman og eru skipaðar frábæru starfsfólki. Aðgengi að blóðrannsókn og myndarannsókn er gott.
Öflugur stuðningur frá sérfræðingum er á vöktunum.
Sumarstarf við heilsugæsluna og bráðamóttökuna á Selfossi er frábært tækifræi til að kynnast heilsugæslu og bráðaþjónustu út á landi í öruggu umhverfi.
Sumarafleysing - læknar og læknanemar
Sumarafleysingar
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða lækna og læknanema í sumarafleysingastörf, um er að ræða tímabundið starf til 3 mánaða frá 1. júní, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Læknir í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir reyndum lækni til starfa í sumarafleysingar.
Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfstöð.
Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í sumarafleysingar á sjúkra-, hjúkrunarsvið og heilsugæslu. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa í sumarafleysingar á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Ráðningartími og starfshlutfall skv. samkomulagi.
Sjúkraliðar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir sjúkraliðum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir sjúkraliðum/nemum í sumarafleysingar í heimahjúkrun. Ráðningartímabil er frá 15. maí til 15. september 2023 eða samkv. samkomulagi.
Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 3. námsári
Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem lokið hafa 3. námsári fyrir sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann, hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sumarstörf 2023 - Læknanemar sem lokið hafa 1. - 3. námsári í umönnun
Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf við umönnun fyrir nema í læknisfræði sem lokið hafa 1. - 3. námsári fyrir sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sumarstörf 2023 - Nemi í sjúkraþjálfun
Við óskum eftir áhugasömum nemum í sjúkraþjálfun til sumarstarfa á starfsstöðvum okkar á Landspítala sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 1. eða 2. námsári
Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem lokið hafa 1. og 2. námsári fyrir sumarið 2023.
Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Iðjuþjálfi - Egilsstaðir - Endurhæfingardeild - Afleysing
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í afleysingu til eins árs frá 1. febrúar 2023 við Endurhæfingardeild HSA á Egilsstöðum. Starfið er fjölbreytt og sveigjanlegt. Um er að ræða 100% starfshlutfall eða minna skv. nánara samkomulagi.
Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Glæsibæ
Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Glæsibæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi.
Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli starfstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Glæsibæ þjónar fyrst og fremst íbúum Voga- og Heimahverfis, en allir eru velkomnir á stöðina.
Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sumarafleysing símavakt - Móttökuritari
Laust er til umsóknar afleysing í starf móttökuritara á símavakt Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 87% stöðu.
Næsti yfirmaður er Rannveig Jóhannsdóttir, forstöðumaður skrifstofu fjármála.
Sumarafleysing myndgreiningadeild - Aðstoðarmaður
Vegna sumarafleysinga er laus til umsóknar staða aðstoðarmanns við myndgreiningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Elvar Örn Birgisson, forstöðugeislafræðingur.
Sumarafleysingar ræstimiðstöð - Starfsmaður í ræstingu
Lausar eru til umsókna stöður starfsmanna í ræstingu vegna sumarafleysinga.
Næsti yfirmaður er Erla Sigurgeirsdóttir forstöðumaður ræstimiðstöðvar.
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku
Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum og er upphaf starfa samkvæmt samkomulagi.
Á bráðamóttöku fer fram fjölbreytt starfsemi en meginverkefni deildarinnar er móttaka bráðveikra og slasaðra en annar stór hluti starfseminnar felst í að sinna þeim sjúklingum sem koma í endurkomu/eftirlit vegna áverka sinna eða veikinda.
Næsti yfirmaður er Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku.
Sumarafleysingar myndgreiningadeild - Geislafræðingar/geislafræðinemar
Sumarafleysingastöður geislafræðinga á myndgreiningardeild eru lausar til umsóknar.
Næsti yfirmaður er Elvar Örn Birgisson, forstöðugeislafræðingur og gefur nánari upplýsingar í síma 463-0100 og/eða í tölvupósti [email protected]
Sumarafleysingar sjúkrahúsapótek - Lyfjafræðingur/lyfjafræðinemi
Vegna sumarafleysinga er laus til umsóknar 50-100% staða lyfjafræðings/lyfjafræðinema við sjúkrahúsapótek Sjúkrahússins á Akureyri. Starfshlutfall er samkomulag.
Næsti yfirmaður er Jóna Valdís Ólafsdóttir, forstöðulyfjafræðingur sjúkrahúsapóteks.
Læknanemar í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri auglýsir eftir læknanemum í sumarafleysingar.
Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2022 eða eftir samkomulagi.
Læknar í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri óskar eftir að ráða lækna í sumarafleysingar.
Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2022 eða samkv. samkomulagi.
Sumarafleysingar eldhús - Starfsmaður í eldhús
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar almennar stöður starfsmanna í eldhúsi.
Næsti yfirmaður er Haukur Geir Gröndal forstöðumaður eldhúss.
Sumarafleysingar eldhús - Matartæknir
Vegna sumarafleysinga er laus til umsóknar staða matartæknis í eldhúsi Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Haukur Geir Gröndal forstöðumaður eldhúss.
Sumarafleysingar gjörgæsludeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu.
Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.
Sumarafleysingar bráðamóttaka - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarnema á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Kristín Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur bráðamóttöku.
Sumarafleysingar barnadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna stöður hjúkrunarfræðinga og/eða 3ja árs hjúkrunarnema við barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Möguleiki að hefja störf fyrir sumarið.
Næsti yfirmaður er Aðalheiður Guðmundsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur.
Sumarafleysingar skurðlækningadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Möguleiki er á fastráðningu.
Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir starfandi forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.
Sumarafleysingar Læknar/læknanemar - Viltu vera á skrá?
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir sumarið 2023.
Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til. - ef einhverjar spurningar endilega sendið tölvupóst á Kristjönu Kristjánsdóttur mannauðráðgjafa á netfangið [email protected]
Sumarafleysingar skurðlækningadeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða og/eða sjúkraliðanema við skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.
Sumarafleysingar gjörgæsludeild - Sjúkraliðar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild.
Sumarafleysingar geðdeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarnema við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar.
Sumarafleysingar lyflækningadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur lyflækningdeildar.
Sumarafleysingar fæðingadeild - Hjúkrunarfræðinemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar 70-80% stöður hjúkrunarfræðinema við fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Ingibjörg Hanna Jónsdóttir forstöðuljósmóðir fæðingadeildar.
Sumarafleysingar fæðingadeild - Ljósmæður
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna 60-100 % stöður ljósmæðra við fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Ingibjörg Hanna Jónsdóttir forstöðuljóðmóðir.
Sumarafleysingar geðdeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar.
Sumarafleysingar lyflækningadeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar
Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða/sjúkraliðanema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur lyflækningdeildar.
Bráðalæknir
Lausar eru til umsóknar tvær stöður bráðalækna við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 60-80% stöðu annars vegar og 80-100% stöðu hins vegar og veitast þær frá 01.02.2023 eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðalækninga.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Bráðamóttaka SAk sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga á öllum aldri, með líkamleg jafnt sem andleg einkenni. Bráðar komur eru um 17 þúsund á ári. Húsnæði er tiltölulega nýuppgert og bráðamóttakan vel tækjum búin. Aðgengi að stoðþjónustu, s.s. myndrannsóknum og blóðrannsóknum er afar gott og samvinna við stoðdeildir og aðrar sérgreinar mjög góð. Bráðamóttaka SAk hefur hlotið viðurkenningu Mats- og hæfisnefndar um sérnám á Íslandi til að mennta sérnámslækna í bráðalækningum. Starfsandi er sérlega góður. Umfang starfsemi hefur aukist á undanförnum árum og unnið er markvisst að því að lengja viðverutíma sérfræðinga í bráðalækningum með bætta þjónustu við skjólstæðinga að leiðarljósi.
Sumarstörf 2023 - Læknanemar sem lokið hafa 4., 5. eða 6. námsári
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Laus eru til umsóknar störf læknanema á Landspítala fyrir sumarið 2023. Tvö tímabil eru í boði: Annars vegar 29. maí til 10. ágúst og hins vegar 3. júlí til 17. september (lokadagur eftir samkomulagi). Um er að ræða störf innan ýmissa sérgreina læknisfræðinnar. Hér geta læknanemar sem lokið hafa 4., 5. og 6. námsári lagt inn umsókn. Staðfesting á að umsækjandi hafi lokið námskeiði í viðkomandi sérgrein verður að fylgja umsókn.
Læknir - vera á skrá hjá HSU
- Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn
- Umsóknir hverfa eftir 6 mánuði frá umsókn
- Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eð staðsetningu í reitinn annað sem þú vilt taka fram í umsókn
- Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega
- Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Hjúkrunarfræðingar - að vera á skrá hjá HSU
- Hér geta Hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi og hjúkrunarnemar eftir þriðja ár skráð almenna starfsumsókn.
- Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega.
- Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá umsókn.
- Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
- Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
- Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Afleysing í vetur 2022-2023 - Læknar/læknanemar
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir vetur 2022 - 2023. Starfshlutfallið er 50-100%, einnig er hægt að semja um lægra starfshlutfall.
Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.
Um Starfatorg
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.