Hoppa yfir valmynd

Starfatorg - laus störf hjá ríkinu

Lektor við Viðskiptadeild - Mynd

Lektor við Viðskiptadeild

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf lektors (50%) í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun, forystu, samskipti og samningatækni. Helstu verkefni eru kennsla á bakkalár-, meistara- og doktorsstigi og rannsóknir á sviði viðskiptafræða. Leitað er að viðskiptafræðingi með góða þekkingu og reynslu á sviðinu. Möguleiki er á að auka starfshlutfallið.

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni í starf aðstoðardeildarstjóra á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala við Hringbraut. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa brennandi áhuga á hjúkrun sjúklinga með blóð- og krabbameinssjúkdóma sem og áhuga á stjórnun auk gæða- og umbótastarfi. Um tvö störf er að ræða og verður ráðið í störfin frá 1. janúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% og unnið er í vaktavinnu.

Á blóð- og krabbameinslækningadeild fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Deildin er 30 rúma legudeild. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Mikil áhersla er á gæða- og umbótavinna á deildinni. Sérhæfð starfsþróun á vegum fagráðs krabbameinshjúkrunar er í boði og felst í starfþróun fyrir þá sem ráða sig í krabbameinsþjónustu. Til viðbótar við einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild verður í boði öflug fræðsla og sérsniðinn stuðningur við nýráðna.

Hjúkrunarfræðingur/ flæðisstjóri á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/ flæðisstjóri á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Blóð- og krabbameinslækningadeild óskar eftir að ráða flæðisstjóra við deildina. Deildin er 30 rúma legudeild og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi og er starfshlutfall er 80-100%.

Mikil gæða og umbótavinna fer fram á deildinni og er starf flæðisstjóra liður í því að tryggja skilvirkt flæði og að sjúklingar fái rétta þjónustu, á réttum stað, á réttum tíma. Flæðisstjóri hefur yfirsýn yfir sjúklinga deildarinnar og stuðlar að samfellu í þjónustu við sjúklinga ásamt því að vinna að stöðugum umbótum á ferlum sjúklinga innan krabbameinskjarna. Til greina kemur að flæðisstjóri sinni líka samhliða klínísku starfi hjúkrunarfræðings.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Sérfræðilæknir óskast á heilsugæslu HSU Selfossi - Mynd

Sérfræðilæknir óskast á heilsugæslu HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Staða heimilislæknis á heilsugæslu HSU Selfossi er laus til umsóknar

Um er að ræða spennandi starf í ört stækkandi samfélagi rétt utan við höfuðborgina. Teymisstarf er milli starfsstétta og er einstaklega góður starfsandi á einingunni. 

Möguleiki er á hlutastarfi þó leitað sé eftir einstaklingi í fullt starf

Almennur læknir / tímabundið starf á kvennadeild - Mynd

Almennur læknir / tímabundið starf á kvennadeild

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða áhugasaman lækni, með góða færni í mannlegum samskiptum, til starfa við kvensjúkdómateymi deildarinnar. Fyrri reynsla af störfum á kvennadeild er ekki nauðsynleg. Um dagvinnu er að ræða með möguleikum á vöktum á sjúkrasviði. Starfið er tímabundið til 6 til 12 mánaða. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. desember n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Deildin er 10 rúma legudeild  fæðinga-, sængurlegu- og kvensjúkdóma og henni tilheyrir einnig göngudeild kvensjúkdóma.

Viðkomandi mun fá tækifæri til að starfa náið með sérfræðilæknum deildarinnar þar sem lögð verður áhersla á að veita góða leiðsögn og þjálfun. 

Um er að ræða fjölbreytt starf með miklum námstækifærum sem veitir góðan undirbúning fyrir sérnám í faginu.

Sérnámsstaða í Heimilislækningum - Mynd

Sérnámsstaða í Heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Námsstaðan veitist frá 2.1.2023 og veitist til 5 ára. Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 skv. nánara samkomulagi við handleiðara og kennslustjóra. Heilsugæslunni á Akranesi tilheyra um 8000 íbúar, góð samvinna er við sjúkrahús HVE á Akranesi þar sem m.a. er slysa- og göngudeild.

Sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs - Mynd

Sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður
Suðurland / Sérfræðistörf

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á vestursvæði þjóðgarðsins með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Starfsstöðvar vestursvæðis eru Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, Nýidalur, Tungnaáröræfi/Hrauneyjar, Eldgjá, Langisjór og Lakagígar. Starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt heilsársstarf.

Upplýsingafulltrúi - Mynd

Upplýsingafulltrúi

Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Upplýsingafulltrúi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, reynslu og færni til hvers konar boðmiðlunar. 

Upplýsingafulltrúi vinnur að kynningu á starfsemi ráðuneytisins og verkefnum þess og er ráðherra, ráðuneytisstjóra og öðru starfsfólki til ráðgjafar um samskipti við fjölmiðla. Starfið felst í að fylgjast með fréttaflutningi af starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Upplýsingafulltrúi tekur einnig þátt í upplýsingamiðlun innan ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi tilheyrir skrifstofu fjármála og gæðamála. 

Við leitum að drífandi einstaklingi sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Við viljum fá jákvæðan einstakling sem býr yfir skipulagshæfileikum, getur fylgt verkefnum vel eftir, hefur mikla samskiptafærni, þreytist ekki á að leita lausna og hefur áhuga á því að eflast í starfi.

VIÐ STÓREFLUM HEIMAHJÚKRUN - Mynd

VIÐ STÓREFLUM HEIMAHJÚKRUN

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Lausar erur tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á heilsugæslunni á Selfossi
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun og heilsugæslustöð HVE á Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun og heilsugæslustöð HVE á Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun og á heilsugæslustöðina á Akranesi.  

Á báðum stöðum er mikil sam- og teymisvinna með öðrum starfsstéttum, t.d. sjúkraliðar, læknar, sálfræðingar og iðjuþjálfi.

Geðheilbrigðisteymi er starfrækt á HVE.  Staðan er laus. 

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á hjúkrun aldraðra, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfiÍ boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Upphaf starfs er samkomulag. 

Aðstoðardeildarstjórinn starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.

Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild HVE Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á slysa- og göngudeildina á Akranesi.  Um er að ræða 60-80% stöðu sem er laus.

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Hér er góður starfsandi ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Spennandi tímar framundan á SG-HVE

Svæfingalæknir - Mynd

Svæfingalæknir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Hér með er auglýst staða sérfræðings í svæfingum og deyfingum við skurð og svæðingardeild sjúkrahúss HVE, Akranesi. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki er á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi. Staðan er laus frá 1 janúar 2023. 

Verið er að efla starfsemi á skurðstofum á Akranesi og auka starfsemina. Opnuð hefur verið þriðja skurðstofan til að fjölga liðskiptaaðgerðum. Sjúkrahúsið á Akranesi er deildaskipt með handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og lyflækningadeild. Fjölbreytt og öflug starfsemi er á skurðstofum með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Svæfingalæknar skipta með sér bakvöktum/gæsluvöktum.    

Sérfræðingur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir - Mynd

Sérfræðingur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Viltu taka þátt í að efla og bæta þjónustu við konur á öllu landinu og leggja þitt af mörkum til að stytta biðtíma eftir aðgerðum á kvenlíffærum?

Við erum að leita að öflugum sérfræðingi til að taka þátt í starfinu með okkur. 

Umfangsmikil starfsemi fer fram á Kvennadeild Akraness þar sem sérfræðingar starfa að stórum hluta við að sinna vandamálum á sviði kvensjúkdóma. Afkastamikil og fjölbreytt starfsemi fer fram á göngudeild og skurðstofu þar sem framkvæmdar eru allar helstu aðgerðir á sviði góðkynja sjúkdóma í kvenlíffærum. HVE er m.a. ein af þremur stofnunum á landinu auk LSH og SAK þar sem framkvæmdar eru allar stærri aðgerðir vegna sigs á grindarholslíffærum og tengdum vandamálum. Á dagdeild skurðdeildar eru einnig framkvæmdar aðgerðir sem ekki þarfnast innlagnar. Skjólstæðingar koma ekki einungis af Vesturlandi, um helmingur er utan svæðis og þar af um 40% frá höfuðborgarsvæðinu. Á kvennadeild eru 10 legurými.

Tvær vel útbúnar fæðingastofur eru á deildinni og veitt er sérhæfð þjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Fjöldi fæðinga er um 300-350 á ári og er deildin valkostur fyrir konur sem náð hafa 37 vikna meðgöngu þar sem ekki er talin sérstök hætta á alvarlegum fylgikvillum í fæðingu. Aðgangur er að skurðstofu með svæfingalæknum á sólarhringsvakt. Svæfingalæknar sinna nýburum og gott samstarf er við sérfræðinga á kvenna- og vökudeild LSH. 

Um er að ræða 80% stöðu en möguleiki er á lægra starfshlutfalli. Til greina kæmi einnig að ráða inn einstakling í fasta afleysingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands er þriðja stærsta sjúkrahús landsins og þar starfar sterk liðsheild. Skurðstofum hefur verið fjölgað til þess að auka fjölda valaðgerða.

Sjúkraliði á handlækningadeild HVE Akranesi - Mynd

Sjúkraliði á handlækningadeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliði óskast til starfa á aðra hverja helgi á handlækninga og kvennadeild HVE Akranesi.  Unnið er á þrískiptum vöktum.

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Starfið er laust frá 1. janúar 2023 

Sjúkraliði-Heilsugæslan Efstaleiti - Mynd

Sjúkraliði-Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efstaleiti auglýsir eftir sjúkraliða í 80-100% tímabundið starf til eins árs. Um er að ræða tilraunaverkefni við þróun og uppbyggingu starfs sjúkraliða innan heilsugæslustöðvar. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Á Heilsugæslunni Efstaleiti eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, ritarar og ljósmóðir. Heilsugæslan Efstaleiti er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og rekstrar - Mynd

Sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og rekstrar

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið  auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjárlaga og rekstrar. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi og opnu vinnurými. Um er að ræða fullt starf. 

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C - Mynd

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi ríkir á deild sem einkennist af samvinnu og góðum liðsanda. Unnið er á breytilegum dag-, kvöld- og næturvöktum og aðra hverja helgi. Starfið býður uppá tækifæri til þess að kynnast hugmyndafræði um geðgjörgæslu og fá að taka þátt í öflugu umbótastarfi á deild.

Ráðgjafi - Mynd

Ráðgjafi

Barna- og fjölskyldustofa
Suðurland / Önnur störf

Barna- og fjölskyldustofa leitar að ráðgjafa á meðferðarheimilið Lækjarbakka. Lækjarbakki heyrir undir meðferðarsvið Barna- og fjölskyldustofu.

Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum? Um er að ræða ótímabundna stöðu í vaktavinnu í 100% starfshlutfalli. 

Matreiðslumeistari - spennandi starf á góðum vinnustað - Mynd

Matreiðslumeistari - spennandi starf á góðum vinnustað

Menntaskólinn í Kópavogi
Höfuðborgarsvæðið / Iðnstörf

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir matreiðslumeistara til starfa í mötuneyti skólans frá áramótum.

Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna stækkunar á deild og aukinna verkefna viljum við ráða til starfa hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG. Á deildinni vinnur frábær, skemmtilegur og samheldinn hópur í virkri teymisvinnu.
Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi og er vinnufyrirkomulag og starfshlutfall samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma).

Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Við bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingar - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Mynd

Hjúkrunarfræðingar - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Um framtíðarstarf og afleysingarstöður til 1. árs er að ræða og veitast þær frá 1. janúar eða samkvæmt samkomulagi. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar eða eftir nánara samkomulagi. Góð aðlögun er í boði.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
 

Kennari í dönsku í 50% starf - Mynd

Kennari í dönsku í 50% starf

Menntaskólinn á Ísafirði
Vestfirðir / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli á Vestfjörðum. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verknámi og á starfsbraut. Í skólanum er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Um 50 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru tæplega 500.

Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.

Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun. Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun.

Sálfræðingur Geðheilsuteymi HH vestur - Mynd

Sálfræðingur Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir reyndum sálfræðingi við Geðheilsuteymi vestur sem er þverfaglegt teymi. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf.  

Hlutverk Geðheilsuteymis vestur er að þjónusta einstaklinga 18 ára og eldri sem glíma við geðraskanir til lengri eða skemmri tíma. Þjónustan byggir á batahugmyndafræði og þverfaglegri samvinnu, þar sem stuðst er við klínískar leiðbeiningar, gagnreynda meðferð og valdeflingu. 

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir fagaðilar í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði með það að leiðarljósi að þjónustan ýtir undir styrkleika og bjargráð þjónustuþega.

Boðið verður upp á 3 mánaða innleiðingu í starf með mentor og áhersla lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.

Sjúkraliðar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítala - Mynd

Sjúkraliðar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða sjúkraliða til starfa í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG og bjóðum nýútskrifaða sjúkraliða jafnt sem reynslubolta velkomna. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma). Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.

Á deildinni starfar kraftmikill hópur í þverfaglegu teymi og sinnir sjúklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og þvagfærum. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á einstaklingsbundna aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta eða að hámarki í 32 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Félagsráðgjafi - Heilsugæslan Efra-Breiðholti - Mynd

Félagsráðgjafi - Heilsugæslan Efra-Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf félagsráðgjafa til eins árs við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Um er að ræða tilraunaverkefni við þróun og uppbyggingu starfs félagsráðgjafa innan heilsugæslunnar. Æskilegt er viðkomandi geti hafið störf 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi.

Um ábyrgðarmikið og krefjandi starf er að ræða og spennandi vettvang fyrir félagsráðgjafa sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Félagsráðgjafi starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Stöðug þróunarvinna er í gangi með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunnar. Heilsugæslan Efra-Breiðholti hefur vissa sérstöðu vegna fjölda nýbúa sem þar eru skráðir og hárrar félagsþarfavísitölu sem er lýsandi fyrir félagslega þyngd upptökusvæðisins. 

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Snjóathuganamaður - Neskaupstaður - Mynd

Snjóathuganamaður - Neskaupstaður

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Austurland / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóathuganarmann til starfa í Neskaupstað. 

Um er að ræða 25% hlutastarf fyrsta árið en fer síðan í 50% starf. Alla jafna er unnið á tímabilinu 15. október til 15. maí.

Starf deildarstjóra á meðferðardeild Stuðla - Mynd

Starf deildarstjóra á meðferðardeild Stuðla

Barna- og fjölskyldustofa
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Stuðlar veita börnum 12-18 ára sérhæfða meðferð og greiningu vegna alvarlegs hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Stuðlar skiptast í þrjár deildir þ.e  meðferðardeild, neyðarvistun og stuðningsheimili.  Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur góða þekkingu á málefnum barna og hæfni til að stýra meðferðardeild Stuðla. 

Sérfræðingur - eðlisfræðingur/geislafræðingur - Mynd

Sérfræðingur - eðlisfræðingur/geislafræðingur

Geislavarnir ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða sérfræðing til starfa við stofnunina. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur einkum í sér verkefni vegna læknisfræðilegrar notkunar jónandi geislunar. Starfið getur einnig að hluta falið í sér vinnu við aðra verkefnaflokka stofnunarinnar, eftir áhuga og þekkingu starfsmanns. 

Starfsmaður í framleiðslueldhús Landspítala - Mynd

Starfsmaður í framleiðslueldhús Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Veitingaþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar  almennt starf í framleiðslueldhúsi. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Veitingaþjónustan heyrir undir þjónustusvið Landspítala og rekur deildin eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu. Hjá veitingaþjónustu Landspítala starfa rúmlega 100 manns í samhentri deild og fást þar við krefjandi og ögrandi verkefni á stærsta vinnustað landsins.

Við leitum eftir lífsglöðum, jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Um er að ræða fullt starf þar sem unnið á vöktum. 

Við bjóðum líflegt starf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda og 36 stunda vinnuviku.

Starfsmaður í býtibúr og ritarastarf - Mynd

Starfsmaður í býtibúr og ritarastarf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjarta-, lungna og augnskurðdeild 12G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í býtibúr og ritarastarf. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Unnið er á kvöldin, virka daga og aðra hvora helgi.  Starfið er laust frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi, lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár. 

Hjarta-, lungna og augnskurðdeild er 14 rúma legudeild sem tilheyrir Hjarta- og æðaþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala á Hringbraut. 

Deildin er ætluð sjúklingum sem fara í hjarta-, lungna og/eða augnaðgerðir, sem og sjúklingum annarra sérgreina eftir aðstæðum. Áskoranirnar eru margar og fjölbreyttar. 

Á deildinni starfar áhugasamur hópur ýmissa starfstétta s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, hjúkrunarritara og sérhæfðra starfsmanna, auk annarra stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkra- og iðjuþjálfar. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsmanna, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.

Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Verkefnisstjóri í alþjóðamálum - Mynd

Verkefnisstjóri í alþjóðamálum

Forsætisráðuneytið
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Forsætisráðuneytið óskar eftir að ráða verkefnisstjóra í alþjóðamálum til starfa með alþjóðafulltrúa ráðuneytisins á skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu. 

Starfsmaður á vörulager - Mynd

Starfsmaður á vörulager

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Önnur störf

Laus er til umsóknar 50% staða starfsmanns á vörulager á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða dagvinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Gunnar Líndal Sigurðsson forstöðumaður rekstrardeildar.

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2023 - umsóknarfrestur 6.janúar 2021 - Mynd

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2023 - umsóknarfrestur 6.janúar 2021

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2017 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. júlí 2023. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði. 

Sérfræðingur í hjúkrun - Bráðamóttaka barna Barnaspítala Hringsins - Mynd

Sérfræðingur í hjúkrun - Bráðamóttaka barna Barnaspítala Hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun bráðveikra barna á bráðamóttöku barna. 

Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. 

Bráðamóttaka barna er tilvísunarmóttaka þar sem hlutverk hjúkrunar er að taka á móti veikum börnum og unglingum að 18 ára aldri, greina vandamál þeirra og veita fyrstu meðferð. Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.  

 Um er að ræða 100% stöðu sem ráðið er í frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.  

Hjúkrunarfræðingur á SAk - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Við erum alltaf til í að bæta við okkur öflugum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum samkvæmt vaktaskipulagi. Boðið er upp á góða einstaklingsbundna aðlögun og handleiðslu.

Sjúkrahúsið á Akureyri er spennandi, krefjandi og lifandi vinnustaður þar sem mikil tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu og færni og miklir möguleikar til framþróunar.

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Starfsþróunarár - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Starfsþróunarár

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Staðan er laus frá 01.03.2023 eða eftir samkomulagi. 

Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum lyflækninga. 
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild.

Lyflækningadeildin er 23 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: hjartasjúkdómar, lungnasjúkdómar, krabbameins og líknandi meðferð, meltingarfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, taugasjúkdómar og innkirtlasjúkdómar. Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. 

Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan lyflækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni. 

Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun lyflækninga og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum. Má þar nefna úrlestur á taktstrimlum, hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir, undirbúningur útskriftar, líknar hjúkrun og líknandi meðferð.

Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Tímabilinu er skipt upp í ákveðnar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á almennri göngudeild s.s. speglunum, lyfjagjöfum og sáramóttöku. 

 • Kynning á helstu starfsemi deildarinnar og umhverfi
 • Hjúkrun hjarta og lungnasjúklinga, kynning á móttöku og fræðsla um úrlestur á takttruflunum
 • Hjúkrun krabbameinssjúklinga og líknandi meðferð, einnig verður kynning á göngudeild
 • Hjúkrun  og almenn fræðsla, kynning á fræðsluefni og speglunum.
 • Sýkingar og sárameðferð, kynning á þjónustu sáramóttöku
Skurðstofur Landspítala Hringbraut óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum - Mynd

Skurðstofur Landspítala Hringbraut óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitumst eftir að ráða inn skurðhjúkrunarfræðinga á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus frá 1. janúar n.k. eða eftir nánari samkomulagi.

Á skurðstofum Landspítala við Hringbraut eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. 

Á deildinni starfa um 90 manns; hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi á báðum starfseiningum. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á þrískiptum vöktum og einnig um helgar.  Starfshlutfall er 60-100% eða eftir nánara samkomulagi. 

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Garðabæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Garðabæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Garðabæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi tímabundið í starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Megin starfssvið er  skólaheilsugæsla ásamt hjúkrunarmóttöku. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á Heilsugæslunni Garðabæ eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraþjálfari ásamt sálfræðingum og riturum. 

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Á Heilsugæslunni Garðabæ starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingur, hreyfistjóri og ritarar. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sjúkraþjálfari við Sjúkrahúsið á Akureyri - Afleysing - Mynd

Sjúkraþjálfari við Sjúkrahúsið á Akureyri - Afleysing

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraþjálfari óskast til starfa við bráðadeildir Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og er starfshlutfall og upphaf starfs eftir samkomulagi. 

Faglegur yfirmaður er Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálfari og forstöðulæknir er Arna Rún Óskarsdóttir. 

Sjúkraþjálfarar við SAk starfa á tveimur starfsstöðvum, á bráðadeildum sjúkrahússins við Eyrarlandsveg og á Kristnesspítala þar sem fram fara endurhæfinga- og öldrunarlækningar. 

Rannsóknarlögreglumenn - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Rannsóknarlögreglumenn - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausar til umsóknar stöður þriggja rannsóknarlögreglumanna við embættið, með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar til sex mánaða frá og með 15. janúar 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma. 

Aðalvarðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Aðalvarðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalvarðstjóra við embættið, með starfstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 15. janúar 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma. 

Varðstjóri hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi með starfstöð í Vík - almenn deild - Mynd

Varðstjóri hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi með starfstöð í Vík - almenn deild

Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Suðurland / Löggæslustörf

Við embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi er laus til umsóknar staða varðstjóra með starfsstöð í Vík í Mýrdal. 

Miðað er við að lögreglustjóri setji í stöðuna til reynslu frá og með 1. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi, með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum. 

Rannsóknarlögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi - rannsóknardeild - Mynd

Rannsóknarlögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi - rannsóknardeild

Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Suðurland / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi er laus til umsóknar staða rannsóknarlögreglumanns við rannsóknardeild með starfsstöð á Selfossi. 

Miðað er við að lögreglustjóri setji í stöðuna til reynslu frá og með 1. janúar 2023 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.  

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á bæklunarskurðlækningum? - Mynd

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á bæklunarskurðlækningum?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir almennum lækni sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína á bæklunarskurðlækningum. Starfið veitir góða þekkingu á meðferð stoðkerfisvandamála- og áverka. Reynsla sem nýtist vel þeim sem stefna á starf í heimilislækningum, bráðalækningum eða áframhaldandi sérnám í bæklunarskurðlækningum.

Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi og er starfið laust frá 1. janúar 2023, til allt að 6 mánaða með möguleika á framlengingu eða eftir frekara samkomulagi.

Á bæklunarskurðdeild starfar öflugur hópur sérfræðinga- og sérnámslækna í þverfaglegu teymi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun með kynningu á verklagi og verkferlum.

Deildarlæknir Akranesi - Mynd

Deildarlæknir Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Deildarlæknir óskast til starfa á handlækningadeild og slysadeild á Akranesi. 

Handlækningadeildin er nýuppgerð 14 rúma deild. Á Akranesi er öflug skurðstofustarfsemi þar sem gerðar eru rúmlega 2000 skurðaðgerðir á ári og starfsemi á deildinni því mjög fjölbreytt. 

Slysadeildin sinnir öllu Vesturlandi, bráða- og endurkomur. Þar er einnig göngudeildarþjónusta, t.d. lyfjagjafir, speglanir og innskriftir aðgerðarsjúklinga. 

Góð laun í boði 

Notendafulltrúi Geðheilsuteymi HH vestur - Mynd

Notendafulltrúi Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir einstaklingi með eigin reynslu af geðröskunum til að styðja þjónustuþega og starfsemi geðheilsuteymis HH vestur. Um er að ræða 50% starf til eins árs og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Hlutverk Geðheilsuteymis vestur er að þjónusta einstaklinga 18 ára og eldri sem glíma við geðraskanir til lengri eða skemmri tíma. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Þjónustan byggir á þverfaglegri samvinnu, þar sem stuðst er við klínískar leiðbeiningar, gagnreyndar meðferðir og valdeflingu. 

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir starfsmenn í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi.  Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölþættri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri. 

Leitað er að dugmiklum einstaklingum með reynslu af því að nýta sér úrræði vegna geðræns vanda. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga og þekkingu til að styðja við aðra einstaklinga í bataferli.

Boðið verður upp á 3 mánaða innleiðingu í starf með reglubundinni handleiðslu og einstaklingsmiðuðum stuðningi.  

Þvottahús Landspítala leitar að starfsmanni á saumastofu og í afgreiðslu - Mynd

Þvottahús Landspítala leitar að starfsmanni á saumastofu og í afgreiðslu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Þjónustusvið Landspítala auglýsir eftir starfsmanni í þvottahús spítalans. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Leitast er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika, vinnur vel í hóp og á auðvelt með að takast á við krefjandi verkefni. 

Í þvottahúsi Landspítala vinna um 40 starfsmenn sem sjá um þvott, afgreiðslu og endurnýjun á öllu líni fyrir Landspítala. Í þvottahúsinu eru þvegin hundruð tonna árlega, meðal annars allur fatnaður starfsfólks og sjúklinga, en einnig sængur, koddar og hvers konar rúmfatnaður.  

Starfið er tvíþætt og felst annarsvegar í því að sinna afgreiðslu pantana og afleysingu verkstjóra í afgreiðslu og hins vegar að sinna saumastofu þar sem eru viðgerðir á líni og önnur tilfallandi verkefni. 

Þvottahús Landspítala er staðsett á Tunguhálsi 2 og er hluti af vöruþjónustu Landspítala sem rekur einnig vöruhús spítalans. Vöruþjónustan heyrir undir kjarna aðfanga og umhverfis á þjónustusviði Landspítala. Í þeim kjarna eru rekin birgðadreifing, flutningar, eldhús, þvottahús og öryggisgæsla en auk þess eru þar bæði fasteignaumsjón og umhverfismál. 

Sérfræðingur í heimilislækningum - HH Seltjarnarnes og Vesturbær - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - HH Seltjarnarnes og Vesturbær

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Um er að ræða 100% ótímabundið starf á spennandi vettvangi fyrir lækna sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.  

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ þjónar fyrst og fremst íbúum á Seltjarnarnesi og Reykvíkingum í Vesturbæ sunnan Hringbrautar en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Tímabundin störf við landvörslu - þjóðgarðurinn á Þingvöllum - Mynd

Tímabundin störf við landvörslu - þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Suðurland / Önnur störf

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum.  Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um er að ræða starf frá 02. janúar til 15. maí 2023, með möguleika á framlengingu. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu frá fyrirfram ákveðnum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins.

Verkefnastjóri á fjármálasviði - Mynd

Verkefnastjóri á fjármálasviði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Háskóli Íslands auglýsir laust fullt starf verkefnisstjóra á fjármálasviði Háskóla Íslands.  

Fjármálasvið er eitt af sex þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands.  Hlutverk fjármálasviðs er að halda utan um fjárreiður, fjárhagsáætlanir, innkaup og ferðaheimildir.  Fjármálasvið starfar í náinni samvinnu við fræðasvið og stofnanir háskólans. Fjármálasvið er staðsett í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Verkefni fjármálasviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 þar sem m.a. er lögð áhersla á notendamiðaða þjónustu. 

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið starf við hjúkrunarmóttöku, skólaheilsugæslu, ung- og smábarnavernd og heilsueflandi móttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.

Kvennadeild HVE á Akranesi - Mynd

Kvennadeild HVE á Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða ljósmæður á Kvennadeild HVE á Akranesi. 

Um er að ræða fjölgun stöðugilda ljósmæðra með því markmiði að auka öryggi þjónustunnar og bæta starfsumhverfi. Markmiðið er að allar vaktir verði mannaðar með amk. tveimur ljósmæðrum.

Aukningin nemur allt að þremur stöðugildum og óskum við eftir ljósmæðrum í 60-100% starfshlutfall í vaktavinnu. 

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Hamraborg - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Hamraborg

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Hamraborg. Um er að ræða 100% ótímabundið starf á spennandi vettvangi fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sérnámslæknum, sérnámsgrunnslæknum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Hamraborg veitir almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir barna- og unglingasálfræðingi. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing  sem hefur áhuga á að verða þátttakandi í nýsköpun og framþróun í heilsugæslu og geðheilsumálum. Starfsumhverfið er þverfagleg teymisvinna. Í teyminu starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og annað fagfólki. Starfsumhverfið er gefandi og hefur góðan sveigjanleika til faglegrar þróunar. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðsiþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli  framþróun innan heilsugæslunnar. 

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Sálfræðingur óskast - Mynd

Sálfræðingur óskast

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
Vesturland / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar starf sálfræðings í FVA, 50% starf á næstkomandi skólaári 2023-2024. Möguleiki er á kennslu í sálfræði í 50% starfshlutfalli eða öðrum verkefnum til viðbótar eftir samkomulagi

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi, í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 400 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Sjúkraliði - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - Mynd

Sjúkraliði - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir sjúkraliða í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða tilraunaverkefni við þróun og uppbyggingu starfs sjúkraliða innan heilsugæslustöðvar. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, lyfjafræðingi og riturum. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðsiþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli  framþróun innan heilsugæslunnar

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 

Sérfræðilæknir í háls- nef- og eyrnalækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í háls- nef- og eyrnalækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starf sérfræðilæknis við háls- nef- og eyrnadeild á skurðlækningasviði Landspítala er laust til umsóknar.  Starfshlutfall er 50% og veitist starfið frá 1. apríl  2023 eða eftir nánari samkomulagi.

Störf við að móta nýtt fyrirkomulag tekna af samgöngum til framtíðar - Mynd

Störf við að móta nýtt fyrirkomulag tekna af samgöngum til framtíðar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Við leitum að lausnamiðuðum sérfræðingum með áhuga á að taka þátt í að móta samgöngugjöld framtíðarinnar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og innviðaráðuneytið áforma að setja á fót verkefnastofu um samgöngugjöld og flýtifjármögnun samgönguinnviða. Vegna orkuskipta í vegasamgöngum fara hefðbundnar skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti þverrandi. Þá hafa stjórnvöld áform um að flýta samgönguframkvæmdum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, einkum í jarðgangagerð. 

Í ljósi þessa leggja ráðuneytin áherslu á að mótuð verði heildstæð framtíðarsýn um breytt fyrirkomulag gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og afnotum vegakerfisins sem geti orðið sjálfbært til langrar framtíðar. Verkefnastofunni er ætlað að vinna að úrlausnarefnum á þessu sviði í samstarfi við sérfræðinga ráðuneytanna og sérstaka samráðsnefnd um málefnið. Markmiðið er að allir helstu þættir í nýju kerfi samgöngugjalda verði gangsettir fyrir árslok 2024. 

Lögfræðingur - stafræn þróun - Mynd

Lögfræðingur - stafræn þróun

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir eftir öflugum lögfræðingi með áhuga á umbótaverkefnum til að vinna að skilvirkri stafrænni umbreytingu í þjónustu ríkisins. Viðkomandi mun taka virkan þátt í uppbyggingu tækniinnviða og stafrænnar þjónustu þvert á stofnanir ríkisins og styðja við verkefnastofu um Stafrænt Ísland,  Hluti af starfi lögfræðings er þátttaka í alþjóðasamstarfi á þessu sviði. Um er að ræða fullt starf í krefjandi og skemmtilegu starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði og hvatt er til nýsköpunar og framsækni. Starfið krefst vilja til að taka þátt í og leiða verkefni sem stafræn umbreyting í ríkisrekstri krefst.

Verkefnastjóri við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið - Mynd

Verkefnastjóri við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Skrifstofustörf

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra á skrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs til afleysingar vegna fæðingarorlofs. Ráðning er frá 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.

Hjúkrunarfræðingur á HSN Blönduósi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag. 

Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

Lögreglumaður - Húsavík - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Lögreglumaður - Húsavík - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögreglumanns með starfsstöð á Húsavík. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 1. janúar 2023, með fimm ára skipun í huga að reynslutíma loknum.

Þróunarstjóri mannvirkjaskrár - Mynd

Þróunarstjóri mannvirkjaskrár

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Þróun mannvirkjaskrá til framtíðar.

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, miðlun og stafræna þróun?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum einstakling til að taka þátt í  þróun og eflingu mannvirkjaskrár til framtíðar 

Bókbindari - Mynd

Bókbindari

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Höfuðborgarsvæðið / Iðnstörf

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn leitar að vandvirkum og öflugum bókbindara á  Varðveislusvið safnsins. Sviðið ber m.a. ábyrgð á varðveislu safnkosts, forvörslu, bókbandi, umbúnaði og stafrænni endurgerð.

Fjölbreytt störf hjá Elmu matsölum Landspítala - Mynd

Fjölbreytt störf hjá Elmu matsölum Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Veitingaþjónusta Landspítala auglýsir laus til umsóknar fjölbreytt störf í Elmu matsölum á Landspítala. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

ELMA er eining innan Veitingaþjónustu Landspítalans sem sinnir matarþjónustu fyrir starfsfólk og gesti spítalans. ELMA starfrækir 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA en þar er veitt fjölbreytt þjónusta fyrir starfsfólk og gesti Landspítalans. 

Veitingaþjónusta Landspítalans rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Hjá veitingaþjónustu Landspítala starfa rúmlega 120 manns í samhentri deild og fást þar við krefjandi og ögrandi verkefni á einum stærsta vinnustað landsins.

Leitað er eftir starfsfólki í hin ýmsu störf innan ELMU:

 • Aðstoðamanneskja matreiðslumanns í framleiðslukjarna ELMU
 • Afgreiðsla í kaffihúsum ELMU (kaffibarþjónn)
 • Pökkun og dreifing (Reykjavíkursvæðið)
 • Almennt starf á starfstöðvum ELMU

Við leitum eftir lífsglöðum, jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum sem eru tilbúinir að takast á við fjölbreytt verkefni á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Um er að ræða fullt starf bæði í dag- og vaktavinnu. 

Vantar þig Jólavinnu? Afleysing ræstinga á Umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupstað - Mynd

Vantar þig Jólavinnu? Afleysing ræstinga á Umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupstað

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Austurlands leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingum til starfa við þjónustudeild í afleysingu frá 15.desember til 2.janúar. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.

Verkefnastjóri starfsþróunar á mannauðssviði - Mynd

Verkefnastjóri starfsþróunar á mannauðssviði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Háskóli Íslands auglýsir laust starf verkefnisstjóra starfsþróunar á mannauðssviði. Verkefni mannauðssviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands, HÍ26 og starfsmannastefnu skólans. Í þeim tilgangi að efla Háskóla Íslands sem menntastofnun og vinnustað er eitt meginhlutverk sviðsins að tryggja fagleg vinnubrögð í mannauðsmálum. Mannauðssvið er leiðandi  í mannauðsmálum og veitir stjórnendum og öðru starfsfólki Háskóla Íslands ráðgjöf og leiðbeiningar í tengslum við málaflokkinn. Lögð er áhersla á hvetjandi starfsumhverfi sem laðar til sín metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. 

Hjúkrunarfræðingur á HSN Sauðárkróki - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Einnig kemur til greina að ráða í lotur eða til skemmri tíma sé þess óskað. 

Húsnæði í boði.

Náms- og starfsráðgjafi - Mynd

Náms- og starfsráðgjafi

Menntaskólinn að Laugarvatni
Suðurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn að Laugarvatni er framhaldsskóli og heimavistarskóli sem starfar eftir bekkjakerfi. Nánast allir nemendur skólans dvelja á heimavist og kaupa fæði í mötuneyti skólans. Tengsl nemenda innbyrðis og einnig við kennara og annað starfsfólk eru náin og persónuleg, og andrúmsloftið heimilislegt.

Við skólann eru starfræktar tvær bóknámsbrautir til stúdentspróf, félags- og hugvísindabraut og náttúruvísindabraut. Nám á bóknámsbrautum tekur 3 ár og lýkur með stúdentsprófi. 

Iðjuþjálfi á HSN Blönduósi - Mynd

Iðjuþjálfi á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir lausa stöðu iðjuþjálfa á Blönduósi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Iðjuþjálfi - Mynd

Iðjuþjálfi

Ráðgjafar- og greiningarstöð
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Ráðgjafar- og greiningarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf iðjuþjálfa á sviði Langtímaeftirfylgdar. Langtímaeftirfylgd sinnir fötluðum börnum og unglingum sem ætla má að þurfi sérhæfða þjónustu til lengri tíma. Þjónusta sviðsins er þverfagleg og tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Byggt er á ráðgjafar- og teymisvinnu með áherslu á fjölskyldumiðaða þjónustu.

Sérfræðilæknir á bráðadeild Landspítala - Mynd

Sérfræðilæknir á bráðadeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er staða sérfræðilæknis með sérhæfingu í bráðalækningum eða með víðtæka reynslu af bráðaþjónustu. Bráðadeild Landspítala býður upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi og mikil tækifæri til starfsþróunar. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Starfshlutfall er 100% eða skv. nánara samkomulagi og eru störfin laus nú þegar eða skv. nánara samkomulagi.

Sjúkraliði í heimahjúkrun, HSN Akureyri - Mynd

Sjúkraliði í heimahjúkrun, HSN Akureyri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir sjúkraliða í 60-80% starf heimahjúkrun. Um vaktavinnu er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Lögfræðingur - Mynd

Lögfræðingur

Útlendingastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Útlendingastofnun leitar að kraftmiklum lögfræðingi til starfa við afgreiðslu umsókna hjá stofnuninni. Verksvið lögfræðings er fjölbreytt, t.a.m. afgreiðsla umsókna, samskipti við innlend og erlend stjórnvöld, viðtöl við umsækjendur og önnur tilfallandi verkefni. Lögfræðingur heyrir undir teymisstjóra.

Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar um 100 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

Sérfræðingur - Mynd

Sérfræðingur

Útlendingastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Útlendingastofnun leitar að kraftmiklum sérfræðing til starfa hjá stofnuninni. Helstu verkefni sérfræðings eru afgreiðsla umsókna um dvalarleyfi, íslenskan ríkisborgararétt og vegabréfaáritanir. Sérfræðingur heyrir undir teymisstjóra.

Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar um 100 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

Sérhæfður aðstoðarmaður á bráðalyflækningadeild - Mynd

Sérhæfður aðstoðarmaður á bráðalyflækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Bráðalyflækningadeild óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan sérhæfðan aðstoðarmann í fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni. Unnið er aðra hverja helgi. Starfið er laust frá 1. desember eða eftir samkomulagi.

Bráðalyflækningadeild A-2 er 20 rúma legudeild sem tilheyrir lyflækningasviði og er staðsett á  2. hæð á Landspítala í Fossvogi. Deildin er ætluð sjúklingum með afmörkuð bráðavandamál sem falla undir almennar lyflækningar og eru viðfangsefnin mjög fjölbreytt. Sjúklingar koma aðalega frá bráðamóttöku en einnig frá dag og göngudeildum Landspítala. Á deildinni starfar samhentur og áhugasamur hópur ýmissa starfsstétta s.s læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunarritarar og sérhæfðir starfsmenn, auk annara stoðstétta sem koma eftir þörfum ss. sjúkra- og iðjuþjálfar, næringafræðingar, talmeinfræðingar, félagsráðgjafar ofl.       

Aðhlynning - Mynd

Aðhlynning

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Nú fjölgum við rýmum á HSS!

Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.

Framundan er mikil uppbygging á HSS  og  leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur. Gert er ráð fyrir að rýmin verði tilbúin í byrjun næsta árs.

Við óskum eftir að ráða starfsmenn í aðhlynningu. Unnið er í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun árs 2023. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Verkefnisstjóri á sviði náttúruvísinda-, raunvísinda- og tæknigreinamenntunar við Háskóla íslands - Mynd

Verkefnisstjóri á sviði náttúruvísinda-, raunvísinda- og tæknigreinamenntunar við Háskóla íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á sviði náttúruvísinda-, raunvísinda - og tæknigreinamenntunar (STEAM menntun) hjá Háskóla Íslands. Um er að ræða sameiginlega stöðu við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið, með sterk tengsl við Vísindagarða og Nýsköpunarstofu menntunar. Viðkomandi mun hafa starfsaðstöðu hjá Nýsköpunarstofu menntunar sem starfrækt er á vettvangi Vísindagarða. Viðkomandi starfsmaður mun halda utan um verkefni sem miða að því að efla STEAM menntun innan og utan háskólastigsins í samvinnu við stjórnvöld, sveitarfélög, menntastofnanir, atvinnulíf og aðra hagaðila

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast á Móberg hjúkrunarheimili HSU á Selfossi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast á Móberg hjúkrunarheimili HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi, um er að ræða fasta stöðu.
 • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu.
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi.
Hjúkrunarfræðingar - Mynd

Hjúkrunarfræðingar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Nú fjölgum við rýmum á HSS!

Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.

Framundan er mikil uppbygging á HSS  og  leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur. Gert er ráð fyrir að rýmin opni í byrjun næsta árs.

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun árs 2023. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Sérfræðingur í heimilislækningum - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er eftir sérfræðingi í heimilislækningum í 100% starfshlutfall, eða eftir nánara samkomulagi í Heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum. Staðan er laus 1.janúar 2023. 

Lífeindafræðingur á Sýkla- og veirufræðideild - Mynd

Lífeindafræðingur á Sýkla- og veirufræðideild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lífeindafræðingur óskast til starfa við sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um 90 manns. Þar er veitt fjölbreytt og umfangsmikil þjónusta allan sólarhringinn við greiningar sýkinga af völdum baktería, veira, sveppa og sníkjudýra, auk rannsókna, ráðgjafar og kennslu heilbrigðisstétta í sýkla- og veirufræði.

Góður starfsandi er ríkjandi og möguleiki á starfsþróun í starfi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Starfshlutfall er 100%

Sjúkraliðar - Mynd

Sjúkraliðar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Nú fjölgum við rýmum á HSS!

Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.

Framundan er mikil uppbygging á HSS  og  leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur. Gert er ráð fyrir að rýmin opni í byrjun næsta árs.

Við óskum eftir að ráða sjúkraliða í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun árs 2023. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi - Mynd

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi, um er að ræða framtíðarstörf
 • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti - dagvinna - Mynd

Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti - dagvinna

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ert þú sjálfstæð/ur, með góða þjónustulund og hefur áhuga á að vinna með öldruðu fólki? Iðjuþjálfun á Landakoti vill ráða öflugan einstakling til starfa. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem unnin eru undir leiðsögn iðjuþjálfa. Áhugavert starf sem býður upp á fjölda tækifæra. Vinnan fer fram m.a. á deildum og vinnustofu iðjuþjálfunar. 

Iðjuþjálfun á Landakoti sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu aldraðra og þar starfar samhentur hópur sem vinnur náið með öðrum fagstéttum. Aðstoðarmenn iðjuþjálfunar eru mikilvægir hlekkir í þjónustunni. 

Starfshlutfall er 90% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Skrifstofustjóri - Heilsugæslan Grafarvogi - Mynd

Skrifstofustjóri - Heilsugæslan Grafarvogi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf skrifstofustjóra við Heilsugæsluna Grafarvogi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Á Heilsugæslunni Grafarvogi eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, ritarar og ljósmæður. Heilsugæslan Grafarvogi er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Lektor í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar - Mynd

Lektor í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, með áherslu á þróun greiningaraðferða fyrir fjarkönnunargögn og túlkun slíkra gagna. Fjarkönnunartækni er meðal annars notuð við kortlagningu og eftirlit með gróður- og jöklabreytingum og eldgosum. Fjarkönnunarmyndir hafa meðal annars verið notaðar til að meta hita- og landhæðarbreytingar virkra eldfjalla og við eftirlit með hafís og hitastigi sjávar.

Kennsla í grunnnámi fer almennt fram á íslensku og er ætlast til þess að viðkomandi geti kennt á íslensku innan þriggja ára. Háskóli Íslands aðstoðar erlent starfsfólk við að læra og ná tökum á íslensku máli.

Lektor í menntunarfræði með áherslu á námskrár- og kennslufræði - Mynd

Lektor í menntunarfræði með áherslu á námskrár- og kennslufræði

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu lektors við Kennaradeild Hug- og félagsvísindasviðs með áherslu á kennslu og rannsóknir í menntunarfræði, námskrár- og kennslufræði. Helstu verkefni eru kennsla á bakkalár- og meistarastigi og rannsóknir. Næsti yfirmaður er forseti Kennaradeildar. Starfsstöð er á Akureyri.

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær 80-94% stöður hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.  

Á bráðamóttöku fer fram fjölbreytt starfsemi en meginverkefni deildarinnar er móttaka bráðveikra og slasaðra en annar stór hluti starfseminnar felst í að sinna þeim sjúklingum sem koma í endurkomu/eftirlit vegna áverka sinna eða veikinda.

Næsti yfirmaður er Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku.

Enskukennari við VMA - Mynd

Enskukennari við VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Verkmenntaskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða faglegan og metnarfullan enskukennara í 75-100% stöðu. Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2023.

Leitað er að umsækjanda sem er fær í samskiptum, hefur áhuga á að vinna með ungu fólki og er tilbúinn til að taka þátt í þróun kennslu og náms.

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á löggæslusviði - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - Mynd

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á löggæslusviði - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða aðstoðaryfirlögregluþjóns í almennri deild á löggæslusviði. 

Stefnt er að því að setja í embættið frá og með 1. janúar 2023 til reynslu í eitt ár með skipun í huga að reynslutíma loknum.

Hjá embættinu vinna um 200 manns í ólíkum og krefjandi störfum en í umdæmi lögreglu er stærsti alþjóðaflugvöllur landsins, Keflavíkurflugvöllur.  

Á góðum vinnustað reynir á margs konar færni starfsmannsins og hér gefst einstakt tækifæri til að öðlast reynslu við lausn verkefna fyrir lögreglumenn sem sækja vilja fram.

Við viljum vera þekkt fyrir góða þjónustu og fagleg vinnubrögð.  Að hér starfi vel þjálfaðir lögreglumenn.  Að starfsandi sé góður og að hér vilji lögreglumenn vinna til frambúðar.

Í ráðningarferlinu verður stuðst við stjórnendastefnu ríkisins þar sem m.a. er lögð áhersla á að stjórnandi gangi fram með góðu fordæmi og sýni frumkvæði í starfi. 

Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum leiðtoga til að leiða lögregluliðið inn í framtíðina.

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Hlíðum - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Hlíðum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Hlíðum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. janúar eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall getur verið 100% eða samkvæmt samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nýsköpun og framþróun. Til greina kemur að ráða tímabundið áhugasaman almennan lækni sem hefur hug á sérnámi í heimilislækningum, fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Hlíðum þjónar fyrst og fremst íbúum Hlíðasvæðis, sem takmarkast af Snorrabraut og Kringlumýrarbraut og sjóa á milli, en allir eru velkomnir á stöðina.

Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Til stendur að stöðin flytji í stærra og betra húsnæði fyrripart ársins 2024. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Afleysing - Sjúkraliðar í heimahjúkrun - Mynd

Afleysing - Sjúkraliðar í heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða í heimahjúkrun. Um er að ræða tímabundið starf í vaktavinnu á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Lektor í kennslu landfræði við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í kennslu landfræði við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við kennslu og rannsóknir á sviði landfræði sem hluta af samfélags- og náttúrugreinum.  Um sameiginlega stöðu er að ræða við bæði Menntavísindasvið, Deild faggreinakennslu, og Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Líf- og umhverfisvísindadeild. 

Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á bráðamóttöku Landspítala. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun.

Á bráðamóttöku koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið afar fjölbreytt. Starfið felur í sér góða teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall og upphaf starfa samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í  formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingur óskast á taugalækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á taugalækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikinn sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Í boði er einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Unnið er í vaktavinnu og er ráðið í starfið frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi. 

Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Sérfræðilæknir á verkjamiðstöð - Mynd

Sérfræðilæknir á verkjamiðstöð

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við verkjamiðstöð Landspítala. Við leitum eftir sérfræðilækni sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hefur góða færni í samskiptum og á gott með að vinna í teymi. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi, um dagvinnu er að ræða og er starfið laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun. 

Á verkjamiðstöð Landspítala er veitt sérhæfð meðferð, ráðgjöf og þjónusta við einstaklinga með erfiða verki. Að þjónustunni kemur þverfaglegt teymi svæfingalækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðings, lyfjafræðings og sjúkraþjálfara. 

Starfsemi fer fram á Landspítala Hringbraut og í Holtasmára 1.

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á taugalækningadeild - Mynd

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á taugalækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á taugalækningadeild í Fossvogi. Í boði er einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Störfin eru laus frá 01. janúar 2023 eða eftir samkomulagi.

Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.

Við sækjumst bæði eftir sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu, nýútskrifuðum sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í starfsnámi í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði. 

Sjúkraliðar óskast á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Sjúkraliðar óskast á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Við viljum ráða sjúkraliða til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Deildin er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt og engir dagar eins. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu, færni og miklir möguleikar til framþróunar. 

Á deildinni ríkir sérstaklega góður starfsandi. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er á þrískiptum vöktum og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Ábyrgur og öflugur skjalastjóri - Mynd

Ábyrgur og öflugur skjalastjóri

Fjarskiptastofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Skjalastjóri tekur þátt í starfsvettvangi sem er að eflast og breytast og bjóðast góð tækifæri til frekari þróunar í starfi í sveigjanlegu og kviku vinnuumhverfi. Lögð er áhersla á fjölskylduvænan vinnustað til að viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 

Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og aðgengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Hjá Fjarskiptastofu starfa um 40 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis, tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar.

Störf á sviði verkefna- og gæðastjórnunar - Mynd

Störf á sviði verkefna- og gæðastjórnunar

Landbúnaðarháskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Vesturland / Sérfræðistörf

Vegna aukinna umsvifa í alþjóðlegum samstarfsverkefnum auglýsir Landbúnaðarháskóli Íslands eftir öflugum einstaklingum á sviði verkefna- og gæðastjórnunar, nemendaskipta og miðlunar á rannsókna- og alþjóðaskrifstofu háskólans.

Sérfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu - Mynd

Sérfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Verksvið skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu er annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónusta auk eftirmeðferðar og endurhæfingar, sjúkraflutninga, þjónustu hjúkrunarheimila og dagdvalar aldraðra. Skipulag skrifstofunnar byggir á þjónustuflokkum og snýr auglýst starf fyrst og fremst að endurhæfingarþjónustu innan sem utan stofnana.

Lektor á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlafræði á Menntavísindasviði og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands - Mynd

Lektor á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlafræði á Menntavísindasviði og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlafræða. Um er að ræða sameiginlegt starf Menntavísindasviðs og Félagsvísindasviðs og mun viðkomandi hafa starfsskyldur annarsvegar í Deild faggreinakennslu og hinsvegar í Viðskiptafræðideild.  Á  meðal viðfangsefna tilvonandi lektors verður að stuðla að þróun og eflingu nýsköpunarmenntunar, kennslu í nýsköpun og frumkvöðlafræðum og verðmætasköpun sem tengist og byggir á rannsóknum og akademísku þróunarstarfi. 

 

Fagsviðsstjóri - matvæli - Mynd

Fagsviðsstjóri - matvæli

Matvælastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Suðurland / Sérfræðistörf

Laus er til umsóknar staða fagsviðsstjóra á samhæfingarsviði stofnunarinnar á Selfossi. Um fullt starf er að ræða í fjölbreyttum og öflugum hópi sérfræðinga. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Sérfræðilæknir óskast til starfa innan öldrunarlækninga Landspítala - Mynd

Sérfræðilæknir óskast til starfa innan öldrunarlækninga Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali óskar eftir að ráða sérfræðilækni til starfa við verkefni tengd öldrunarlækningum á Landspítala með meginstarfsstöð á Landakoti. 

Áhersla er lögð á virka teymisvinnu, góða þjónustu og umbætur í þágu sjúklinga. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi í eitt ár eða lengur.

Athugið að möguleiki er á að starfið geti nýst sem sérnám í öldrunarlækningum fyrir almenna lyflækna og heimilislækna.

Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Tvær stöður sérfræðilækna í öldrunarlækningum við Landspítala eru lausar til umsókna frá 1. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi.

Öldrunarlækningar skiptast í bráðaöldrunarlækningar, heilabilunareiningu, almennar öldrunarlækningar og göngudeildarþjónustu. Áhersla er lögð á virka teymisvinnu, góða þjónustu og umbætur í þágu sjúklinga. Einnig taka öldrunarlæknar þátt í menntun lækna, allt frá læknanemum til sérnámslækna.

Deildarstjóri - Neskaupstaður Sjúkrahús - Mynd

Deildarstjóri - Neskaupstaður Sjúkrahús

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á sjúkradeild Umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað.  Umdæmissjúkrahúsið sinnir bráðaþjónustu fyrir allt Austurland. Sjúkradeildin er 23 rúma deild með margþætta þjónustu á sviði hand- og lyflækninga auk endurhæfingar- og fæðingaþjónustu. Í Neskaupstað er starfrækt rannsóknastofa, myndgreining og skurðstofa með sólahringsþjónustu, auk heilsugæslu og hjúkrunarheimilis. Um er að ræða 90-100% stöðu í dagvinnu. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi

Skjala- og gæðastjóri í þjónustudeild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu - Mynd

Skjala- og gæðastjóri í þjónustudeild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga í stöðu Skjala- og gæðastjóra. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir Stjórnsýslu- og þjónustusvið embættisins.

Þjónustudeild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið og starfrækir m.a. ritaraþjónustu, skýrsluþjónustu, sektarþjónustu, þjónustuborð og munavörslu. Þá heyra málefni tengd skjalastjórnun, leyfisveitingum, stafrænni þróun auk annara umbótaverkefna undir þjónustudeild. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Sérfræðingur í lýsigögnum og skráningu - Mynd

Sérfræðingur í lýsigögnum og skráningu

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn leitar að öflugum starfsmanni á aðfanga- og skráningarsvið. Sviðið annast skylduskil, aðföng, skráningu, lyklun og flokkun safnefnis.

Við leitum að lausnamiðuðum og tölvufærum einstaklingi í vinnu á fagsvið skráningar. Meðal helstu verkefna er skráning efnis samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og reglum, bæði í bókfræðigrunn og nafnmyndagrunn Gegnis og önnur kerfi sem safnið rekur.

Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Hlutastörf með námi á smitsjúkdómadeild - Mynd

Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Hlutastörf með námi á smitsjúkdómadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi? 

Við leitum eftir 1.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta.

Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingsmiðaða aðlögun. 

Hjúkrunarfræðingur - fjölbreytt og líflegt dagvinnustarf á göngudeild skurðlækninga - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - fjölbreytt og líflegt dagvinnustarf á göngudeild skurðlækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild skurðlækninga í Fossvogi. Um er að ræða 60-80% starf í dagvinnu. Deildin er göngudeild háls-, nef-, og eyrnalækninga, lýtalækninga, æðaskurðlækninga og heila- og taugaskurðlækninga. Þar er einnig starfrækt innskriftarmiðstöð skurðdeilda ásamt sáramiðstöð. Starfið sem um ræðir fellur aðallega undir hluta göngudeildar háls, nef- og eyrnalækninga. Unnið er í teymi með háls-, nef- og eyrnalæknum ásamt öðrum fagstéttum innan og utan deildar.

Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og er markvisst unnið að umbótum og framþróun. Í boði er einstaklingbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga sem gefur góða möguleika á starfsþróun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Starfið er laust frá 1. desember 2022 eða eftir nánara samkomulagi.  

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á smitsjúkdómadeild - Mynd

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á smitsjúkdómadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Bæði er um um að ræða framtíðarstörf sem og skemmri ráðningar. 

Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingsmiðaða aðlögun. 

Við sækjumst bæði eftir sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu, nýútskrifuðum sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í starfsnámi í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Stefaníu, deildarstjóra.

Þjóðhagsreikningar - Fagstjóri þróunar og umbóta - Mynd

Þjóðhagsreikningar - Fagstjóri þróunar og umbóta

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hagstofa Íslands leitar að tæknilega sterkum sérfræðingi til að leiða tæknilegar umbætur og nýsköpun við gerð þjóðhagsreikninga. Starfið heyrir undir deild þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála en þar vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga að gerð talnaefnis um landsframleiðslu og afkomu hins opinbera. 

Sérfræðingur á efnahagssviði - Mynd

Sérfræðingur á efnahagssviði

Hagstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í deild þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála. Í starfinu felst þátttaka í aðferðafræðilegum og tæknilegum umbótum og vinna í gagnagrunnsmiðuðu umhverfi þar sem skilvirkni og sjálfvirkni er höfð að leiðarljósi.

Ert þú talnaglögg manneskja? - Sérfræðingur í Samningadeild - Mynd

Ert þú talnaglögg manneskja? - Sérfræðingur í Samningadeild

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Við leitum að öflugum starfsmanni í fullt starf í Samningadeild á Þjónustusviði Sjúkratrygginga. Starfsmaðurinn mun vera hluti af öflugu teymi sem vinnur þétt saman.  Í Samningadeild er unnið eftir lögum um sjúkratryggingar og lögum um opinber innkaup og er hlutverk deildarinnar m.a. kaup á heilbrigðisþjónustu og kostnaðarmat.

Sjúkratryggingar eru spennandi og fjölbreyttur vinnustaður með ólíka faghópa þar sem unnið er að úrlausn margvíslegra viðfangsefna. Hjá stofnuninni starfa um 140 manns á fjórum sviðum. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Stöðug þróunarvinna er í gangi sem miðar að því að bæta þjónustu og auka stafræna vegferð.

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Sjúkaliðanemi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Sjúkaliðanemi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun/sjúkraliðanema á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Lektor í kennslufræði háskóla og fjarnáms við Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í kennslufræði háskóla og fjarnáms við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í kennslufræði háskóla og fjarnáms. Lektorsstarfið tilheyrir Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði og fer einnig fram innan Kennslumiðstöðvar sem er ein af stoðeiningum kennslusviðs HÍ. Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á kennsluþróun á háskólastigi til að taka þátt í uppbyggingu fjarnáms og stafrænna kennsluhátta á háskólastiginu.  

 

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Varðstjórar í flugstöðvardeild - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - Mynd

Varðstjórar í flugstöðvardeild - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Löggæslustörf

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður varðstjóra í flugstöðvardeild á löggæslusviði. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. janúar 2023 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.  

Hjá embættinu starfa um 200 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking. Lögreglustjóri leggur áherslu á jafnrétti og hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Hjúkrunarfræðingur - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á hjúkrunarheimilið Uppsali Fáskrúðsfirði. Unnið er á vöktum með bakvaktabyrði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Almennur læknir/ tímabundið starf á líknardeild - Mynd

Almennur læknir/ tímabundið starf á líknardeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða lækni, með góða færni í mannlegum samskiptum, til starfa á líknardeild í Kópavogi. 

Deildin heyrir undir krabbameinsþjónustu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legudeild, göngudeild og sérhæfðri líknarheimaþjónustu.

Almennur læknir mun starfa með sérfræðilæknum deildarinnar. Náin samvinna er við líknarráðgjafarteymi Landspítala og sérhæfða líknarheimaþjónustu HERU sem sinnir sjúklingum sem dvelja heima. 

Starfið er tímabundið til eins árs en möguleiki er á ráðningu til skemmri tíma, þó ekki skemur en 6 mánuði. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. desember n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Almennum lækni sem er ráðinn á deildina til lengri tíma verður skapað tækifæri til þess að sinna afmörkuðu rannsóknarverkefni tengdri deildinni. 

Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi - Mynd

Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er staða yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi.  

Jafningi - nýtt starf á geðsviði - Mynd

Jafningi - nýtt starf á geðsviði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Geðþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastarf fyrir áhugasama. Um er að ræða nýja stöðu innan spítalans sem ber heitið jafningi (peer supporter). Vinnutími er sveigjanlegur eftir verkefnum hverju sinni. Upphafsdagur starfs er samkomulag.

Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi með góða samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa persónulega reynslu af andlegum áskorunum og geðheilbrigðisþjónustu, sem hann er tilbúinn að deila í sínu starfi og ígrunda með þjónustuþegum og öðrum jafningjum.

Starfsþjálfun fer fram með öðrum jafningja og til stuðnings er ætlast til þess að jafningjar séu í reglulegum samskiptum sín á milli og taki þátt í notendaráði geðsviðs að einhverju marki. Einnig verður jafningjum boðið að fara á námskeið í peer support í byrjun næsta árs. Nýtt starfsfólk fær tækifæri til að hafa áhrif á hvernig, hvar og hvenær starfið er unnið. Hér eru mikil tækifæri til þess að taka þátt í að þróa starfið enn frekar innan geðþjónustunnar og í víðara samhengi.

Doktorsnemi í sameindalífvísindum, Raunvísindastofnun, Verkfræði- og Náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands - Mynd

Doktorsnemi í sameindalífvísindum, Raunvísindastofnun, Verkfræði- og Náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands

Raunvísindastofnun Háskólans
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Lífefnafræðideild Raunvísindastofnunar Háskólans auglýsir til umsóknar starf doktorsnema í sameindalífvísindum við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið. 

Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.

Á gjörgæsludeild eru mikil tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir góðri leiðsögn og öðlast faglega þróun. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Gjörgæsludeild er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild og tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar. 

Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.

Afleysing - hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun - Mynd

Afleysing - hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Um er að ræða 50% starf  til eins árs í afleysingu vegna fæðingarorlofs í vaktavinnu.  Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Afleysing - Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Afleysing - Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Lýsing - inngangur

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í eitt ár.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember n.k. eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu starfumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Atvinnuráðgjafi í meðferðareiningu geðrofssjúkdóma - Mynd

Atvinnuráðgjafi í meðferðareiningu geðrofssjúkdóma

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Meðferðareining geðrofssjúkdóma auglýsir laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa. Í geðþjónustu Landspítala er unnið eftir hugmyndafræði Indivitual placement and support (IPS). Við leitum að öflugum liðsmanni sem hefur einlægan áhuga á að skapa tækifæri fyrir einstaklinga sem hafa hug á endurkomu á vinnumarkað. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skapandi starf á góðum vinnustað. Í upphafi verður starfið tímabundið til eins árs. Unnið er í dagvinnu og er upphafsdagur starfs samkomulag.

Meðferðareining geðrofssjúkdóma samanstendur af þremur starfseiningum; Laugarásnum meðferðargeðdeild, göngudeild geðrofssjúkdóma og móttökugeðdeild geðrofssjúkdóma. Áhersla deildanna er að veita fólki með geðrofssjúkdóma viðeigandi þjónustu í formi legu-, dag- eða göngudeildarþjónustu.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Clinical Microbiologist, specializing in bacteriology and/or virology, at the Department of Clinical Microbiology, Landspítali - The University Hospital of Iceland, Reykjavík - Mynd

Clinical Microbiologist, specializing in bacteriology and/or virology, at the Department of Clinical Microbiology, Landspítali - The University Hospital of Iceland, Reykjavík

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

The position of a Clinical Microbiologist, specializing in bacteriology and/or virology, at the Department of Clinical Microbiology, Landspítali - The University Hospital of Iceland, Reykjavík, is available for application.

The desired employment rate is 100% and the position is available by further agreement. The applicant is given the option of devoting him-/herself to either bacteriology or virology, or both.

Landspítali - The University Hospital of Iceland is a 650-bed tertiary care institution that serves more than 60% of the almost 380,000 inhabitants of Iceland and is a referral hospital for the entire country.

The Department of Clinical Microbiology is a clinical service and reference laboratory for Iceland in the fields of bacteriology, virology, mycology and parasitology. The department also works with the Directorate of Health and other health authorities to improve public health and gather epidemiological data.

The virology part of the department is located in Ármúli 1a, while the bacteriology part is mostly located on the grounds of Landspítali, at Barónsstígur.

The number of employees working in the department is abt. 80 of which there are currently eight Clinical Microbiologists and two ward doctors. In the first eight months of 2022, the department received abt. 490,000 samples, of which abt. 230,000 were due to Covid 19.

Sérfræðilæknir á sýkla- og veirufræðideild - Mynd

Sérfræðilæknir á sýkla- og veirufræðideild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis með sérhæfingu í sýkla- og/eða veirufræði. Æskilegt starfshlutfall er 100% og er starfið laust eftir nánara samkomulagi. Umsækjanda er gefinn kostur á því að helga sig annað hvort sýkla- eða veirufræði, eða hvoru tveggja.

Lýsing á Sýkla- og veirufræðideild:

Sýkla- og veirufræðideild Landspítala er þjónustu- og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríu-, veiru-, sveppa- og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur jafnframt með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu og öflun faraldsfræðilegra gagna.

Veirufræðihluti deildarinnar er staðsettur í Ármúla 1a, en sýklafræðihlutinn er að mestu leyti staðsettur á lóð Landspítalans við Barónsstíg.

Á deildinni starfa um 80 manns, þar af eru nú átta sérfræðilæknar og tveir deildarlæknar. Fyrstu átta mánuði ársins 2022 bárust deildinni um 490.000 sýni, en þar af voru um 230.000 vegna Covid 19.

Nýdoktor í jarðhitavísindum við jarðvísindadeild - Mynd

Nýdoktor í jarðhitavísindum við jarðvísindadeild

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Við leitum af nýdoktor til starfa á sviði jarðhitavísinda við Háskóla Íslands. Verkefnið snýr að tilraunum á eðlis- og efnaeiginleikum jarðhitavökva í pípum og öðrum jarðhitabúnaði með flæðilínu (flow-loop), þeirri fyrstu sinnar tegundar.  Verkefnið er hluti af stærra verkefni, GEOPRO (https://www.geoproproject.eu/) sem styrkt er af European Horizon 2020 áætlunina. GEOPRO verkefnið miðar að því að bæta orkunýtingu í tengslum við jarðhitavinnslu og þróa og sannreyna notendavæn, sveigjanleg og aðgengileg verkfæri til að hámarka sjálfbæra stjórnun jarðhitavinnslu, orku- og varmavinnslu og förgun jarðhitavökva.

Doktorsnemi í rannsókn á vistfræði, erfðafræði og ræktun burnirótar - Mynd

Doktorsnemi í rannsókn á vistfræði, erfðafræði og ræktun burnirótar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Háskóli Íslands leitar að dugmiklum og áhugasömum doktorsnema í nýtt og spennandi verkefni. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Tækniþróunarsjóði RANNIS (Hagnýt rannsóknaverkefni).

Bakgrunnur: Afurðir burnirótar (Rhodiola rosea) eru eftirsóttar á heimsmarkaði en efni í plöntunni eru talin draga úr þunglyndi og kvíða og vinna gegn streitu og þróttleysi. Nýlega er farið að nota burnirót í auknum mæli í hár- og snyrtivörur. Óhófleg söfnun villtra stofna hefur leitt til þess að burnirót er komin á válista í nokkrum löndum. Í þessu verkefni leggur vísindafólk og ræktendur saman þekkingu sína og krafta til finna bestu leið til að rækta burnirót með sjálfbærum hætti á Íslandi þannig að afurðirnar megi markaðssetja sem hágæðavöru. .

Yfirlæknir - Geðheilsuteymi fangelsa HH - Mynd

Yfirlæknir - Geðheilsuteymi fangelsa HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf yfirlæknis við Geðheilsuteymi fangelsa HH. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfsstöð er í Álfabakka 12.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í geðþjónustu heilsugæslunnar. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, batahugmyndafræði og skaðaminnkun og vinnu þvert á stofnanir heilbrigðis- og réttavörslukerfis.

Geðheilsuteymi fangelsa er þverfaglegt meðferðarteymi sem tilheyrir 2. línu geðþjónustu HH ásamt fleiri geðheilsuteymum. Teymið sinnir geðheilbrigðisþjónustu til fólks sem er í fangelsi eða á reynslulausn. Þjónustan er á landsvísu. Náið samstarf er við meðferðarsvið fangelsismálastofnunar, aðra heilsugæsluþjónustu innan fangelsa og aðrar stofnanir.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Hjúkrunarfræðingar - að vera á skrá hjá HSU - Mynd

Hjúkrunarfræðingar - að vera á skrá hjá HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Önnur störf
 • Hér geta Hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi og hjúkrunarnemar eftir þriðja ár skráð almenna starfsumsókn.
 • Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega.
 • Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá umsókn.
 • Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
 • Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
 • Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Afleysing í vetur 2022-2023 - Læknar/læknanemar - Mynd

Afleysing í vetur 2022-2023 - Læknar/læknanemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir vetur 2022 - 2023. Starfshlutfallið er 50-100%, einnig er hægt að semja um lægra starfshlutfall.

Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira