Starfatorg - laus störf hjá ríkinu
Skólahjúkrunarfræðingar á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir tvær lausar stöðu hjúkrunarfræðinga í heilsuvernd grunnskólabarna á Akureyri. Ráðið er í stöðurnar frá 20. ágúst 2023.
Helstu verkefni eru á sviði heilsuverndar skólabarna ásamt öðrum verkefnum innan heilsugæslunnar.
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir hjúkrunarfræðingi í heimahjúkrun. Um er að ræða vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarmóttöku heilsugæslunnar á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í hjúkrunarmóttöku á heilsugæslustöðinni á Akureyri í 80% starfshlutfall.
Ráðið er í stöðuna frá 1. september nk eða eftir samkomulagi.
Heilbrigðisgagnafræðingur á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðing í 80% starf. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Starfsfólk í aðhlynningu á HSN Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir starfsfólki í aðhlynningu á hjúkrunardeildir í ótímabundið starf.
Ráðningartímabil er frá 1. júlí eða eftir samkomulagi.
Nýdoktor við Námsbraut í talmeinafræði - Heilbrigðisvísindasvið
Auglýst er fullt starf nýdoktors til tveggja ára. Einnig kemur lægra starfshlutfall yfir lengra tímabil til greina eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Staðan er fjármögnuð af Rannsóknasjóði (www.rannis.is) með verkefnastyrknum: Einstaklingsmunur í kunnáttu í öðru og þriðja máli á Íslandi: framboð og notkun á tækifærum til málanáms og er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Elín Þöll Þórðardóttir aðjúnkt við Læknadeild HÍ og prófessor við McGill háskóla í Kanada. Rannsóknin beinist einkum að málkunnáttu og málnotkun eldri barna og unglinga sem læra íslensku sem annað mál.
Tímabundin staða í heilsuvernd grunnskólabarna á HSN Akureyri
Laus er til umsóknar 75% afleysingastaða skólahjúkrunarfræðings hjá HSN Akureyri. Ráðið er í stöðuna frá 20. ágúst 2023 til eins árs.
Helstu verkefni eru á sviði heilsuverndar skólabarna ásamt öðrum verkefnum innan heilsugæslunnar.
Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæslan Mjódd (HH) leitar að hjúkrunarfræðingi í 60-80% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi em eru tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. HH Mjódd leggur áherslu á þverfaglega og góða samvinnu fagstétta með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi.
Á Heilsugæslunni Mjódd eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, hreyfistjóri, næringafræðingur ásamt sálfræðingum og riturum. HH Mjódd er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæslan Hamraborg auglýsir eftir öflugum hjúkrunarfræðingi í 80% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. Ef þú telur þig vera manneskjuna í starfið, hvetjum við þig eindregið til að senda inn umsókn.
Heilsugæslan Hamraborg leggur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Á stöðinni er góður starfsandi þarf sem starfa sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar, sjúkraþjálfari og ritarar.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Hjúkrunarfræðingar á handlækningadeild HVE Akranesi
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á handlækningadeild HVE Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á þrískiptum vöktum og þriðju hverja helgi. Starfshlutfall er 50-100% eða eftir nánara samkomulagi.
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Sjúkraþjálfari-Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir sjúkraþjálfara sem sinnir hreyfiseðlamóttöku og stoðkerfismóttöku. Um er að ræða 30-50% ótímabundið starf. Æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Stöðug þróunarvinna er í gangi með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunnar.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir kennara í sérgreinum bifvélavirkjunar
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða:
Kennara í sérgreinum bifvélavirkjunar skólaárið 2023-2024. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Ráðning er frá 1. ágúst 2023.
Umsækjandi þarf að hafa iðnmeistararéttindi í bifvélavirkjun og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
Ljósmóðir - Heilsugæsla HVE Akranesi
Laus er staða ljósmóður í ótímabundið starf á heilsugæslustöð HVE á Akranesi, starfshlutfall er 80% - Starfið felur í sér mæðravernd og verkefnastjórnun mæðraverndar á HVE, leghálsskimanir ásamt ung- og smábarnavernd. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. Sept nk. eða eftir nánari samkomulagi.
Á heilsugæslustöðinni er öflug teymisvinna og þar starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, sjúkraliðum og riturum. Heilsugæslan á Akranesi þjónar fyrst og fremst íbúum Akraness og hvalfjarðarsveitar en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef hve inná island.is https://island.is/s/hve
Sjúkraliðar á sjúkrasvið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Um er að ræða 40% til 100% störf eftir samkomulagi, í vaktavinnu. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sjúkraliði á skurðlækningadeild
Laus er til umsóknar 80-100% staða sjúkraliða á skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir, starfandi forstöðuhjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild.
Löglærður fulltrúi
Starf löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Norðurlandi vestra er laust til umsóknar. Starfsstöð er á Blönduósi.
Rannsóknamaður við Námsbraut í talmeinafræði - Heilbrigðisvísindasvið
Auglýst er 30% hlutastarf til tveggja ára. Einnig kemur lægra starfshlutfall yfir lengra tímabil til greina eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Staðan er fjármögnuð af Rannsóknasjóði (www.rannis.is) með verkefnastyrknum: Einstaklingsmunur í kunnáttu í öðru og þriðja máli á Íslandi: framboð og notkun á tækifærum til málanáms og er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Elín Þöll Þórðardóttir aðjúnkt við Læknadeild HÍ og prófessor við McGill háskóla í Kanada. Rannsóknin beinist einkum að málkunnáttu og málnotkun eldri barna og unglinga sem læra íslensku sem annað mál.
Umsóknarfrestur framlengdur.
Félagsráðgjafi eða sálfræðingur við Menntaskólann á Egilsstöðum
Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir félagsráðgjafa eða sálfræðingi í 75-100% stöðu til eins árs vegna afleysinga.
Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við alla nemendur skólans jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir.
Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.
Verkamaður - Reyðarfjörður
Vegagerðin auglýsir laust starf verkamanns eða vélamanns á þjónustustöðinni á Reyðarfirði.
Verkefnisstjóri í Nemenda- og kennsluþjónustu, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í Nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Ef þú ert kraftmikill, skipulagður og þjónustumiðaður einstaklingur sem brennur fyrir að þróa nýjar leiðir og hefur gaman af samskiptum við fólk úr ólíku umhverfi þá gæti starf verkefnisstjóra verið fyrir þig.
Starfssvið verkefnisstjórans felst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara Félagsvísindasviðs og teymisvinnu innan Nemenda- og kennsluþjónustu og sviðs.
Verkefnisstjóri í Nemenda- og kennsluþjónustu, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands - rafrænir kennsluhættir
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í Nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Ef þú ert kraftmikill, skipulagður og þjónustumiðaður einstaklingur sem brennur fyrir að þróa nýjar leiðir og hefur gaman af samskiptum við fólk úr ólíku umhverfi þá gæti starf verkefnisstjóra verið fyrir þig.
Starfssvið verkefnisstjórans felst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara Félagsvísindasviðs og teymisvinnu innan Nemenda- og kennsluþjónustu og sviðs.
Verkefnastjóri í fagnámi sjúkraliða
Verkefnastjóri fagnáms sjúkraliða hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd á klínísku námi nemenda í fagnámi sjúkraliða. Hann fylgist með gæðum klíníska námsins og hefur forystu um úrbætur í samráði við námsbrautarstjóra og deildarforseta. Hann er tengiliður námsbrautarinnar við stofnanir sem fá til sín nemendur í fagnámi sjúkraliða og við alla sem koma að klínísku námi innan og utan deildar.
Aðjúnkt með sérþekkingu á byggingu og starfsemi mannslíkamans
Laust er til umsóknar starf (100%) aðjúnkts í iðjuþjálfunarfræði með sérþekkingu á byggingu og starfsemi mannslíkamans. Möguleiki er að semja um lægra starfshlutfall.
Verkefnastjóri / aðjúnkt í tölvunarfræðikennslu
Háskólinn á Akureyri leitar að verkefnastjóra eða aðjúnkt til að sinna kennslu í tölvunarfræði í samstarfi HA og HR. Um er að ræða ótímabundið starf í 100% starfshlutfalli. Starf verkefnastjóra í tölvunarfræði er hýst við Heilbrigðis,- viðskipta- og raunvísindasvið HA. Næsti yfirmaður er verkefnastjóri tölvunarfræði við HA. Starfsstöðin er að Borgum, rannsóknarhúsi á háskólasvæðinu á Akureyri. Mjög æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. Á stöðinni starfa, auk lækna, hjúkrunarfræðinga og ritara, sálfræðingar, félagsráðgjafi, sjúkraþjáfarar, lyfjafræðingur og sjúkraliði. Mikil áhersla er lögð á samvinnu allra fagstétta til að finna sem farsælasta lausn mála með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi. HH Efstaleiti leggur því mikla áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu.
Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.
Hjúkrunarfræðingur - Dagdeild skurðlækninga Hringbraut
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi með sterka faglega sýn og áhuga á þátttöku í faglegri framþróun í framsæknu starfsumhverfi. Í boði er fjölbreytt starfssvið og góðir möguleikar á sí- og endurmenntun. Starfshlutfall er 80% og ráðið er í stöðuna frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Á dagdeild skurðlækninga er góður starfsandi og metnaður til að ná árangri. Á deildinni er tekið á móti sjúklingum sem eru að leggjast inn til skurðaðgerðar vegna aðgerða á kviðarholi, þvagfærum, hjarta- og brjóstholi og augum. Dagdeildin tekur líka við sjúklingum sem leitað hafa á bráðamóttöku í Fossvogi og þurfa frekari skoðun og mat. Einnig sjúklingum sem þurfa á styttri meðferð að halda og geta farið heim samdægurs, t.d. eftir lyfjagjöf, verkjameðferð, ástungur og aftöppun á vökva í kviðarholi. Opnunartími deildar er til 20:00 virka daga. Vinnutímaskipulag eru dagvinna og unnið er á tvískiptum vöktum.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Hjúkrunarfræðingur á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í dagvinnu á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Fossvogi. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og krefst frumkvæðis og áhuga á teymisvinnu. Á deildinni starfa 14 einstaklingar í samhentum hópi hjúkrunarfræðinga, lækna, ritara og sjúkraliða og er samvinna til fyrirmyndar.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Starfshlutfall er 60-100% og er vinnutími virka daga kl. 8-16. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Sérnámsstaða í heimilislækningum
Laus er til umsóknar tvær sérnámsstöður í heimilislækningum hjá Heilsugæslu Suðurnesja sem byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna um sérnám í heimilislækningum. Sérnámsstöðurnar veitast frá 1. ágúst 2023. Um er að ræða 100% stöður.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Sérnámslæknir hefur sinn aðalleiðbeinanda sem fylgir honum eftir allt námið sem alls tekur 60 mánuði og fer fram á Heilsugæslu- og sjúkrahúsi Suðurnesja skv. reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi.
Fagstjóri lækninga Heilsugæslan Árbæ
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Árbæ. Fagstjóri lækninga ber ábyrgð á skipulagningu læknisþjónustu. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan starfsstöðva HH og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Starfshlutfall er 100% og ráðið verður ótímabundið í starfið til frá og með 1.ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á starfsstöðvum HH starfa fagstjóri hjúkrunar og fagstjóri lækninga. Hlutverk fagstjóra er að annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Almennur læknir - Heilsugæslan Efstaleiti
Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf almenns læknis við Heilsugæsluna Efstaleiti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Unnið er í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Fyrir utan námslækna, heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og ritara starfa á stöðinni sjúkraliði, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og félagsráðgjafi. Mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf til að koma sem best til móts við þarfir skjólstæðinga stöðvarinnar. Einnig er á stöðinni unnið að innleiðingu ómtækni í framlínu(PoCUS).
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, sjúkraliðar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir sjúkraliðum til starfa á Skógarbrekku og sjúkradeild. Ráðningartími er frá 1. júlí 2023 eða samkv. samkomulagi.
Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitar að sjúkraliða í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall er 50-100% eða samkvæmt nánara samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi.
Hjúkrunarfræðingur á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu. Sviðið hefur m.a. eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum og umsjón með gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Sviðið tekur á móti ábendingum og rannsakar kvartanir sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir óvæntra atvika heyra einnig undir sviðið.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á fagmennsku og samskiptahæfni. Í starfinu gefst tækifæri til að stuðla að gæðum og öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu en viðkomandi mun vinna með öðrum sérfræðingum sviðsins og embættisins.
Aðstoðarmanneskja í eldhús
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar að öflugri aðstoðarmanneskju í mötuneyti sem býður uppá hádegisverð fyrir starfsmenn embættisins sem eru um 100 og hefur áhuga á heilsusamlegu og fjölbreyttu matarræði. Um er að ræða 50% starf frá og með 1. ágúst 2023.
Flensborgarskólinn auglýsir eftir stuðningsfulltrúa
Flensborgarskólinn auglýsir eftir stuðningsfulltrúa á starfsbraut skólans fyrir skólaárið 2023-2024. Við leitum að öflugum og drífandi einstaklingi sem er tilbúnn til að takast á við krefjandi verkefni og stuðla að metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi í samhentu teymi.
Flensborgarskólinn er heilsueflandi framhaldsskóli í Hafnarfirði og leggur áherslu á framsækni í námi, farsæld nemenda og starfsþróun kennara. Á heimasíðu skólans, www.flensborg.is, er að finna ýmsar upplýsingar um helstu áherslur skólans í námi og stefnur.
Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag.
Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Þar starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Við sækjumst bæði eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rögnu Maríu, deildarstjóra og Rut, aðstoðardeildarstjóra.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Geðheilsuteymi fangelsa óskar eftir hjúkrunarfræðingi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi við Geðheilsuteymi fangelsa. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi og líflegum vettvangi. Ekki skemmir fyrir ef viðkomandi hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í geðþjónustu heilsugæslunnar. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, batahugmyndafræði, skaðaminnkun og vinnu þvert á stofnanir heilbrigðis- og réttavörslukerfis. Teymið sinnir þjónustu á landsvísu og starfar í fangelsum á Litla Hrauni, Hólmsheiði, Sogni og Kvíabryggju. Teymið fylgir einnig eftir einstaklingum á reynslulausn.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Næringarfræðingur á Næringarstofu
Næringarstofa Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf næringarfræðings. Meginverkefni eru umsjón með næringarmeðferð og ráðgjöf sem og umsjón með endurskoðun fræðsluefnis fyrir sjúklinga og aðstandendur.
Um er að ræða fullt starf, 100%, en til greina kemur að ráða í lægra starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfið er laust frá 1. september 2023 eða samkvæmt samkomulagi.
Á Næringarstofu starfar öflugur hópur næringarfræðinga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á flestum deildum spítalans. Veitt er sérhæfð næringarmeðferð fyrir sjúklinga á bráða, legu- og göngudeildum Landspítala. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á Næringarstofu í samstarfi við háskóla og stofnanir innanlands og erlendis auk þess sem boðið er upp á starfsþjálfun í klínískri næringarfræði.
Við leitum eftir metnaðarfullum liðsmanni, með góða skipulags- og samskiptahæfni, sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.
Framhaldsskólakennari - Tímabundin staða - stærðfræði - Menntaskólinn á Egilsstöðum
Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir stærðfræðikennara í 50-75% stöðu, tímabundið frá 1. ágúst 2023 til 31. janúar 2024
Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.
Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.
Rannsóknarlögreglumaður - Lögreglustjórinn á Austurlandi
Við embætti lögreglustjórans á Austurlandi er laus til umsóknar staða rannsóknarlögreglumanns með starfstöð á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.
Hjá embættinu starfa rúmlega þrjátíu manns á sex starfsstöðvum. Umdæmið er víðfeðmt með tólf þéttbýliskjarna, gott mannlíf og stórfenglega náttúru. Alþjóðaflugvöllur er á Egilsstöðum og vikulegar ferjusiglingar Norrænu til Seyðisfjarðar.
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á lyflækningadeild
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Bæði er um um að ræða framtíðarstörf sem og skemmri ráðningar.
Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Við sækjumst bæði eftir sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu, nýútskrifuðum sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í starfsnámi í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rögnu Maríu, deildarstjóra og Rut, aðstoðardeildarstjóra.
Málastjóri í Geðheilsuteymi HSU
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir málastjóra í Geðheilsuteymi HSU. Um er að ræða 70% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Geðheilsuteymi HSU samanstendur af reynslumiklum einstaklingum þar sem áhersla er lögð á fagmennsku í þverfaglegri teymisvinnu. Fagaðilar starfa eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda.
Hlutverk málastjóra er að halda utan um þjónustu við þjónustuþega teymisins. Málastjórar veita áhugahvetjandi samtalsmeðferð, hópmeðferð, setja upp meðferðaráætlun, veita utanumhald meðferðar, gera endurmat og sjá um útskrift. Málastjórar hafa yfirlit yfir þarfir þjónustunotandans varðandi stuðning og sértæka vinnu teymisins.
Góður starfsandi ríkir í teyminu og áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, innan teymis sem utan ásamt nýsköpun sem veitir tækifæri til þróunar í faglegu starfi.
Yfirlæknir við geðheilsuteymi
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Við auglýsum eftir yfirlækni við geðheilsuteymi stofnunarinnar. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.
Framundan er mikil umbótavinna í nýju þverfaglegu geðheilsuteymi. Geðheilsuteymið sinnir einstaklingum með alvarleg geðræn vandamál, sem þurfa á fjölþættri þjónustu að halda. Í geðheilsuteyminu eru starfandi tveir félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi og sálfræðingur. Geðlæknir kemur til með að starfa þvert á þjónustustigin þ.e. sálfélagslega þjónustu og geðheilsuteymi. Geðlæknir kemur einnig til með að vera ráðgefandi fyrir aðra fagaðila innan stofnunarinnar.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Tímabundin staða teymisstjóra í MST
Barna- fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar tímabundna stöðu teymisstjóra í MST teymi stofnunarinnar. MST er meðferð fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærumhverfi fjölskyldunnar í samstarfi við starfsfólk barnaverndarþjónustu, skóla, heilbrigðisstofnana og aðra sérfræðinga. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu.
Verkefnisstjóri á skrifstofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands
Við leitum að öflugum liðsauka á skrifstofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Raunvísindastofnun Háskólans sinnir grunnrannsóknum á sviði raunvísinda, s.s. eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísinda. Stofnunin starfar í alþjóðlegu vísindaumhverfi og eru bæði Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun hluti af henni. Starfsemi stofnunarinnar er hluti af Verkfræði- og Náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.
Raunvísindastofnun býður upp á fjölbreytt og spennandi starfsumhverfi í nánum tengslum við fræðasamfélagið. Nýr liðsmaður mun tilheyra öflugu teymi á skrifstofu stofnunarinnar og starfa náið með framkvæmdastjóra, rekstrarstjórum og bókhaldi.
Finnst þér gaman að veita framúrskarandi þjónustu?
Við leitum að skemmtilegum, jákvæðum og lífsglöðum einstaklingi sem finnst gaman að taka á móti fólki í starf móttökuritara. Um er að ræða starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund viðkomandi. Ef þér finnst gaman að tala við fólk og veita framúrskarandi þjónustu þá viljum við gjarnan fá að hitta þig.
Um er að ræða 70% tímbaundi starf til eins árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sumarstörf á Litla-Hrauni og Sogni
Fangelsismálastofnun leitar að áhugasömu starfsfólki til starfa við fangavörslu sumarið 2023.
Við leitum að jákvæðu fólki sem er framúrskarandi í samskiptum og til í að vinna í lifandi og krefjandi umhverfi. Flest störfin eru unnin í vaktavinnu og lágmarksaldur umsækjenda eru 20 ár.
Aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði. Háskóli Íslands. Menntavísindasvið. Reykjavík
Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts til tveggja ára við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræði. Meginviðfangsefni eru kennsla og rannsóknir í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Starfsskyldur aðjúnktsins felast í kennslu, rannsóknum og stjórnun.
Aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði. Háskóli Íslands. Menntavísindasvið. Reykjavík
Laust er til umsóknar 50% starf aðjúnkts í uppeldis- og menntunarfræði til eins árs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsskyldur tilvonandi aðjúnkts felast í kennslu, rannsóknum og stjórnun.
Fagstjóri hjúkrunar - Heilsugæslan Miðbæ
Laust er til umsóknar starf fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Miðbæ.
Fagstjóri hjúkrunar ber ábyrgð á skipulagningu hjúkrunarþjónustu í samráði við svæðisstjóra. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan starfsstöðva HH og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Ráðið verður ótímabundið í starfið frá og með 1. september n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%.
Á starfsstöðvum HH starfa fagstjóri hjúkrunar og fagstjóri lækninga. Hlutverk fagstjóra er að annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sjúkraliði á bráðaþjónustu kvennadeildar
Laust er til umsóknar starf sjúkraliða á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvennadeilda. Deildin sinnir konum við eftirlit og umönnun vegna áhættuþátta á meðgöngu og einnig með bráð vandamál sem koma upp á meðgöngu eða eftir fæðingu. Deildin sinnir jafnframt konum í upphafi og aðdraganda fæðingar ásamt konum með bráð vandamál vegna kvensjúkdóma eða einkenna frá kvenlíffærum. Bráðaþjónustan er staðsett á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á kvenna- og barnaþjónustusviði Landspítala.
Starfshlutfall er 30%, um er að ræða að dag-, kvöld- og helgarvaktir. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2023 eða eftir samkomulagi.
Félagsráðgjafi - Laugarás meðferðargeðdeild
Skemmtilegt starf - frábært samstarfsfólk - góður starfsandi - tækifæri til að þróa hæfni í málastjórn, teymisvinnu og samskiptum. Höfðar þetta til þín?
Áhugasamur og metnaðarfullur félagsráðgjafi óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild á geðþjónustu Landspítala. Laugarásinn er sérhæfð deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára. Á deildinni eru 8 sólarhringspláss en að stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem um 100 einstaklingar sækja þjónustu.
Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðstandendur. Á deildinni starfa um 40 manns og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda. Á deildinni er sérstök áhersla lögð á starfsþróun, m.a. fær starfsfólk þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtalstækni og grunnþáttum hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig er vikuleg starfsmannafræðsla og handleiðsla. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku allra fagstétta þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Félagsráðgjöfum á Laugarásnum stendur til boða að kynnast starfsemi annarra deilda geðþjónustunnar sé þess óskað. Með því móti öðlast viðkomandi haldbæra og góða reynslu af félagsráðgjöf og kynnist starfsemi fleiri deilda. Landspítali styður nýútskrifaða félagsráðgjafa í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Starfshlutfall er 80-100% og er fyrst og fremst um dagvinnu að ræða. Með fullri styttingu vinnuvikunnar miðar 100% starf við 36 tíma vinnuviku. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi.
Skjalastjóri
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra á skrifstofu forstjóra. Skrifstofa forstjóra hefur miðlæga yfirsýn yfir starfsemi, rekstur og verkefni Landspítala, hefur umsjón með helstu stjórnsýsluerindum sem að spítalanum snúa, þ.m.t. samskiptum við ráðuneyti, Alþingi og aðra opinbera aðila. Undir skrifstofuna heyrir einnig samskiptateymi spítalans sem hefur yfirumsjón með innri og ytri samskiptum stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 15. ágúst nk., eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða uppbyggingu miðlægrar skjalastjórnunar, móta starfið, innleiða nýjungar og þróa skjalastjórnun innan stofnunarinnar til framtíðar. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra.
Ræsting í FVA
Starfsmaður óskast í ræstingu á húsnæði FVA á dagvinnutíma á starfstíma skólans. Um er að ræða eina 100% stöðu eða tvær 50%.
FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70.
Embætti ríkissáttasemjara
Embætti ríkissáttasemjara er laust til umsóknar. Skipað er í embættið á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og er skrifstofa embættisins í Reykjavík.
Ráðgjafar
Barna- og fjölskyldustofa leitar eftir ráðgjöfum á Stuðla. Stuðlar heyra undir meðferðarsvið Barna- og fjölskyldustofu og skiptist í þrjár deildir, neyðarvistun, meðferðardeild og stuðningsheimili.
Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum? Um er að ræða tvær stöður ráðgjafa á Stuðlum í vaktavinnu.
Deildarstjóri Stjórnmálafræðideildar, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Vilt þú starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi með öflugum hópi samstarfsfólks sem leggur áherslu á opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna? Við leitum að framsæknum einstaklingi sem er tilbúinn að vinna að þróun og gæðastarfi deildar og sviðs.
Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra Stjórnmálafræðideildar á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.
Rannsakandi á sviði sjálfbærrar uppbyggingar áfangastaða
Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsir starf rannsakanda á sviði sjálfbærrar uppbyggingu áfangastaða.
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, og Háskólanum á Hólum. Auk háskólanna tilnefna Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa hvor sinn fulltrúa í stjórn RMF. Markmið RMF er að efla rannsóknir, samstarf og menntun í ferðamálafræði. Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt í Reykjavík og á Akureyri þar sem höfuðstöðvar miðstöðvarinnar eru.
Teymisstjóri í heimahjúkrun
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Um er að ræða tímabundna afleysingu í eitt ár í 100% starf teymisstjóra í heimahjúkrun með möguleika á framhaldsráðningu. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Iðjuþjálfi við geðheilsuteymi
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Við auglýsum eftir iðjuþjálfa við geðheilsuteymi HSS. Um er að ræða 80-100% framtíðarstarf.
Framundan er mikil stefnumótunarvinna í nýju þverfaglegu geðheilsuteymi á HSS. Geðheilsuteymið sinnir einstaklingum með alvarleg geðræn vandamál, sem þurfa á fjölþættri þjónustu að halda. Í geðheilsuteyminu starfa geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Í starfi iðjuþjálfa við geðheilsuteymi felst almenn iðjuþjálfastörf fyrir einstaklinga og hópa. Iðjuþjálfi ber faglega ábyrgð hvað varðar undirbúning, framkvæmd og skráningu íhlutunar skjólstæðinga teymisins. Hann nýtir viðeigandi matstæki, gerir færnimat og skipuleggur íhlutunaráætlanir fyrir skjólstæðinga og miðlar nauðsynlegum upplýsingum til annarra. Hlutverk iðjuþjálfa er að stuðla að og viðalda sjálfstæði skjólstæðinga og efla þá til sjálfshjálpar. Þar sem starf iðjuþjálfa er í mótun innan geðheilsuteymisins geta verkefnin verið fjölbreytt og krefst starfið því að viðkomandi sé lausnamiðaður og sveigjanlegur í samskiptum. Starf iðjuþjálfa innan geðheilsuteymis gæti einnig falið í sér málastjórn skjólstæðinga teymisins og/eða verkefni á öðrum deildum innan HSS.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Lögreglumenn - Lögreglustjórinn á Suðurlandi, almenn deild. Selfoss/Hvolsvöllur, Vík/Kirkjubæjarklaustur.
Hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi eru lausar til umsóknar fimm stöður lögreglumanna með starfsstöð á Selfossi/Hvolsvelli og Vík/Kirkjubæjarklaustri. Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðurnar frá og með 1. júlí 2023.
Varðstjóri - Lögreglustjórinn á Suðurlandi, almenn deild. Vík/Kirkjubæjarklaustur.
Hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi er laus til umsóknar staða varðstjóra með starfsstöð í Vík/Kirkjubæjarklaustri. Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðuna frá og með 1. júlí 2023 eða eftir samkomulagi.
Ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild
Laus er til umsóknar staða ljósmóður á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. september 2023 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í 50-100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Leitað er eftir ljósmóður sem hefur áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu.
Deildin er 21 rúma deild og þjónar fjölskyldum eftir fæðingu, sem og annast konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. Góður starfsandi ríkir á deildinni og mörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Sjúkraliði - Sumarafleysing á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundarfirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða sjúkraliða/sjúkraliðanema í sumarafleysingu í júlí og ágúst á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundarfirði -
Sjúkraliðar í heimahjúkrun
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða í heimahjúkrun. Um er að ræða hlutastörf í vaktavinnu á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Lögfræðingur
Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögfræðings hjá stofnuninni. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra Gæðasviðs. Um 100% starf á starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu er að ræða.
Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að málastjóra við Geðheilsuteymi HH suður sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa að Bæjarlind 1-3. Um ótímabundið starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir nánara samkomulagi.
Við Geðheilsuteymi HH suður starfa reynslumiklir einstaklingar í þéttri og góðri samvinnu sem vinna að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Teymið er meðferðarteymi og unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Tækifæri til nýsköpunar og starfsþróunar eru innan teymis og góður starfsandi. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknir, heimilislæknir, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúi ásamt skrifstofustjóra.
Doktorsnemi í heilbrigðisvísindum með áherslu á klíníska lífefnafræði við Lífvísindasetur Háskóla Íslands.
Titill Verkefnis: Þróun á örflæði LCMS skimunaraðferð fyrir smásameindir í klínískum rannsóknum.
Við leitum að áhugasömum framhaldsnema í fullfjármagnað þriggja ára doktorsverkefni innan Lífvísindaseturs við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.
Sérfræðingur í bókhaldi
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf sérfræðings í bókhaldi. Um er að ræða framtíðarstarf og mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Verkefnastjóri heilbrigðistækni á þróunarsviði Landspítala
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum leiðtoga með brennandi áhuga á heilbrigðistækni til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á sviði heilbrigðis- og upplýsingatækni á Landspítala.
Heilbrigðistækni er hluti af einingunni stafræn framþróun sem tilheyrir nýju þróunarsviði Landspítala og ber ábyrgð á öflun, framþróun og rekstri heilbrigðistæknilausna Landspítala. Starfsmenn sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum rekstri, öflun og innleiðingu um 300 hugbúnaðarkerfa, 9000 lækninga- og rannsóknarstofutækja, ásamt því að sinna ráðgjöf til klínískra deilda um tækninýjungar og framþróun á sviði heilbrigðistækni.
Á þróunarsviði starfa um 110 manns. Markmið þróunarsviðs er að styðja við þróun heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og veita framúrskarandi þjónustu við klíníska starfsemi.
Hjúkrunarfræðingar
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Nú þegar starfa tveir hjúkrunarfræðingar í teyminu og er þjónustuteymið tiltölulega nýtt og er í stöðugri þróun. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að koma og starfa með okkur í þessum málaflokki.
Helsta hlutverk hjúkrunarfræðinga í teyminu er að meta þörf fyrir læknisþjónustu þeirra sem eftir henni óska og koma málum í viðeigandi farveg. Mörg málanna eru leyst innanhúss í hjúkrunarmóttöku en oft þarf að vísa fólki áfram í kerfinu og eru samskipti við aðra aðila í heilbrigðiskerfinu því mikil. Hjúkrunarmóttakan fer fram í samræmdri móttökumiðstöð í gamla Domus Medica á Egilsgötu og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Skjólstæðingar teymisins koma frá hinum ýmsu heimshornum og eru með ólíkan menningarbakgrunn, sem gerir starfið sérlega áhugavert og spennandi.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
Sumarstarf - móttökuritari Heilsugæslan Hlíðum
Við leitum að öflugum og jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund í sumarafleysingar í móttöku Heilsugæslunnar Hlíðum. Um er að ræða 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Félagsmálastjóri - Menntaskólinn við Sund
Laus er til umsóknar 40% staða félagsmálastjóra við Menntaskólann við Sund. Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2023-2024 með möguleika á framtíðarráðningu.
MS er framsækinn skóli og er lögð áhersla á umhverfismál, listir og nýsköpun auk vinnu í anda leiðsagnarnáms og uppbyggingu námskrafts nemenda. Öflug starfsþróun starfsmanna er einn af áhersluþáttunum í starfi skólans þar sem byggt hefur verið upp öflugt erlent samstarf.
Stuðningsfulltrúi - Menntaskólinn við Sund
Laus er til umsóknar 60 - 70% staða stuðningsfulltrúa á nýstofnaðri starfsbraut við Menntaskólann við Sund. Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2023-2024 með möguleika á framtíðarráðningu.
MS er framsækinn skóli og er lögð áhersla á umhverfismál, listir og nýsköpun auk vinnu í anda leiðsagnarnáms og uppbyggingu námskrafts nemenda. Öflug starfsþróun starfsmanna er einn af áhersluþáttunum í starfi skólans þar sem byggt hefur verið upp öflugt erlent samstarf.
Verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði BS
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði.
Verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði BS hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd á vettvangsnámi iðjuþjálfunarfræðinema í BS námi. Hann fylgist með gæðum vettvangsnámsins og hefur forystu um úrbætur í samráði við forseta iðjuþjálfunarfræðideildar, verkefnastjóra vettvangsnáms í iðjuþjálfun starfsréttindanámi á meistarastigi og námsnefnd. Hann er tengiliður deildarinnar við stofnanir sem fá til sín iðjuþjálfunarfræðinemendur og við alla sem koma að vettvangsnámi innan og utan deildar.
Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi
Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa á vöknun Landspítala í Fossvogi. Unnið er í vaktavinnu og er starfið laust 1. ágúst 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Starfið er mjög fjölbreytt og snýr að því að sinna bæði börnum og fullorðnum eftir skurðaðgerðir, einnig leggjast þar inn sjúklingar eftir aðrar rannsóknir gerðar í svæfingu eða deyfingu. Við bjóðum einstaklingsmiðaða þjálfun, á góðum vinnustað þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, fagmennsku og starfsþróun.
Vöknun er sólarhringsdeild og tilheyrir svæfingu í Fossvogi þar sem unnið er í góðu samstarfi í þverfaglegu teymi fjölmarga fagmanna spítalans. Á deildinni starfa u.þ.b. 20 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar og þar ríkir góður starfsandi.
Íþróttakennari - Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund auglýsir eftir kennara í 65% starf við íþróttakennslu.
MS er framsækinn skóli með 3ja anna kerfi. Í skólanum er lögð áhersla á umhverfismál, listir og nýsköpun auk vinnu í anda leiðsagnarnáms og uppbyggingu námskrafts nemenda. Öflug starfsþróun starfsmanna er einn af áhersluþáttunum í starfi skólans þar sem byggt hefur verið upp kraftmikið erlent samstarf og starfendarannsóknir.
Yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítala. Yfirlæknir er leiðtogi heilabilunarhlutans og hefur faglega ábyrgð sem stjórnandi. Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu innan sérgreinarinnar og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf og uppbyggingu mannauðs.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. desember 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Næsti yfirmaður er Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga.
Á heilabilunarhluta öldrunarlækninga er veitt sérhæfð greining, meðferð og stuðningur við sjúklinga með vitræna skerðingu og aðstandendur þeirra. Þjónustan er veitt á minnismóttöku göngudeildar, öldrunarlækningadeild L4 og samkvæmt sérstökum þjónustusamningum við sérhæfðar dag þjálfun fyrir fólk með heilabilun.
Framkvæmdastjóri lækninga
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir til umsóknar starf framkvæmdastjóra lækninga.
Framkvæmdastjóri lækninga situr í framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri og heyrir beint undir forstjóra. Leitað er eftir kraftmiklum og framsæknum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra og framkvæmdastjórn að því að sjúkrahúsið starfi sem ein heild í þágu sjúklinga, byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja framtíðarsýn, stefnu og starfsáætlun sjúkrahússins. Staðan er laus frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Framkvæmdastjóri lækninga er faglegur læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkrahússins. Um faglega ábyrgð vísast til 10 gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.
Framkvæmdastjóri lækninga ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunar er falið að leiða faglega framþróun á sjúkrahúsinu og stýra starfsemi þeirra eininga er sviðinu tilheyra. Þeir vinna náið með öðrum framkvæmdastjórum auk þess að veita stjórnendum faglegan stuðning. Undir sviðið falla eftirfarandi einingar/starfsmenn: deild mennta og vísinda, námslæknar, öryggisstjóri, gæðastjóri, sýkingavarnarstjóri og sjúkraflutningaskólinn. Framkvæmdastjórar hjúkrunar og lækninga munu í samstarfi við framkvæmdastjórn og ofangreinda starfsmenn/einingar þróa starfsemi og umgjörð sviðsins í samræmi við stefnu og markmið sjúkrahússins.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu ásamt útfylltri umsókn um læknisstöðu/stöðu framkvæmdastjóra lækninga.
Nánari upplýsingar veitir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri í síma 463 0100 eða/og í tölvupósti [email protected]
Sálfræðingur - Geðheilsuteymi HH austur
Vilt þú verða hluti af frábærum vinnustað?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir sálfræðingi í Geðheilsuteymi austur. Um er að ræða 60 - 80% ótímabundið starf með möguleika á hærra starfshlutfalli. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Geðheilsuteymi austur samanstendur af reynslumiklum einstaklingum þar sem áhersla er lögð á fagmennsku í þverfaglegri teymisvinnu. Fagaðilar starfa eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda. Góður starfsandi er í teyminu og vinnuumhverfi gott þar sem persónubundinn stuðningur og handleiðsla er til staðar. Næsti yfirmaður er svæðisstjóri geðheilsuteymisins.
Geðheilsuteymi austur er þverfaglegt meðferðarteymi sem er staðsett á Stórhöfða 23. Við teymið starfa hjúkrunarfræðingar, geðsjúkraliði, geðlæknar, þroskaþjálfi, sálfræðingar, fjölskyldufræðingur, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúar ásamt skrifstofustjóra. Rík áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, innan teymis sem utan ásamt nýsköpun sem veitir tækifæri til þróunar í faglegu starfi.
Hugsarðu í lausnum? Skatturinn er á höttunum eftir lausnamiðuðum deildarstjóra til að leiða vélbúnaðarteymi innan tæknisviðs.
Starf deildarstjóra í vélbúnaðardeild á tæknisviði Skattsins er laust til umsóknar. Starfið felur í sér ábyrgð og umsjón með öllum verkefnum vélbúnaðardeildar og felur í sér mannaforráð. Skatturinn rekur öflugt tæknisvið þar sem fjölbreyttum verkefnum er sinnt til að tryggja hnökralaus stafræn samskipti milli viðskiptamanna og Skattsins.
Gildi Skattsins eru fagmennska - framsækni - samvinna.
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir lyfjafræðingi
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða lyfjafræðing til starfa í blöndunareiningu sjúkrahúsapóteksins. Í lyfjablöndun sjúkrahúsapóteksins starfar um 20 manna samhentur hópur sem blandar í hreinum rýmum einkum næringarblöndur og krabbameinslyfjablöndur. Í lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 80 lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt verkefni og þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Um dagvinnu er að ræða auk helgarvakta á u.þ.b. 6 vikna fresti.
Svæðisstjóri - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf svæðisstjóra Heimahjúkrunar. Svæðisstjóri stýrir Heimahjúkrun og gegnir jafnframt starfi fagstjóra hjúkrunar. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Ráðið verður ótímabundið í starfið frá 1. júlí næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Heimahjúkrun HH sér um hjúkrun í heimahúsum fyrir íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi.
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Grafarvogi
Heilsugæslan Grafarvogi leitar að tveimur hjúkrunarfræðingum í 60-100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. HH Grafarvogi leggur áherslu á þverfaglega og góða samvinnu fagstétta með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi.
Heilsugæslan Grafarvogi mun flytja í ný endurgert húsnæði í Spönginni í upphafi árs 2024 og framundan eru spennandi tímar þar sem áhersla verður lögð á uppbyggingu þjónustu í glæsilegri aðstöðu.
Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður heilbrigðsiþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og það á sér stað mikil framþróun innan heilsugæslunnar.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Teymisstjóri heilbrigðislausna á þróunarsviði
Við leitum eftir kraftmiklum og framsæknum einstaklingi í hlutverk teymisstjóra til að halda utan um og leiða framþróun hugbúnaðarkerfa í heilbrigðisþjónustu spítalans, en sjúkraskrá spítalans samanstendur af yfir 100 hugbúnaðarkerfum.
Teymi heilbrigðislausna er hluti af einingunni stafræn framþróun sem tilheyrir nýju þróunarsviði Landspítala. Deildarstjóri stafrænnar framþróunar er næsti yfirmaður. Um 15 einstaklingar auk verktaka tilheyra teyminu og fer fjölgandi með fleiri verkefnum. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, enda rekur Landspítalinn eitt stærsta og flóknasta tækniumhverfi landsins.
Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun læknavísinda og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setur miklar kröfur á spítalann. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu ætlar Landspítali að verða í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk og forsenda árangurs er frábært starfsfólk. Vilt þú vera leiðandi í að gera þessa framtíð að veruleika?
Á þróunarsviði starfa um 110 einstaklingar. Markmið þróunarsviðs er að styðja við þróun heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og við að veita framúrskarandi þjónustu við klíníska starfsemi.
Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og gagnagreiningu
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna og mannvirkja?
Leitað er að aðila til þess að leiða uppbyggingu á vöruhúsi gagna og gagnagreiningarumhverfis. Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru framundan í gagnaþróun en ein af megin áherslum HMS er miðlun og hagnýting gagna fyrir íslenskt samfélag og stjórnvöld.
Hugbúnaðarsérfræðingur
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna og mannvirkja?
Leitað er að aðila til þess að ganga til liðs við öflugt hugbúnaðarþróunarteymi HMS. Fjölbreytt og spennandi verkefni eru framundan við þróun og viðhald upplýsingakerfa sem skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Verkefnin eru hluti af nýrri framtíðarsýn stofnunarinnar.
Sumarstarf í teymi aðfanga og þjónustu
Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða einstakling í tímabundna stöðu í teymi aðfanga og þjónustu á starfsstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við að þjónusta starfsemi bæði á landi og á sjó.
Framendaforritari
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna og mannvirkja?
Leitað er að aðila til þess að ganga til liðs við öflugt hugbúnaðarþróunarteymi HMS. Fjölbreytt og spennandi verkefni eru framundan við þróun og viðhald upplýsingakerfa sem skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Verkefnin eru hluti af nýrri framtíðarsýn stofnunarinnar.
Verkefnastjóri Fab Lab Suðurnesja
Við leitum að þjónustulunduðum og lausnamiðuðum verkefnastjóra til að stýra Fab Lab Suðurnesja sem opnar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í haust. Fab Lab Suðurnesja er sameiginlegt samfélagslegt verkefni sveitarfélaga og skóla á Suðurnesjum.
Með stofnun Fab Lab Suðurnesja er stefnt að því að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Einnig að auka áhuga nemenda á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum. Þá er markmiðið að auka tæknilæsi og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Notendur hafa m.a. aðgang að laserskerum, vínilskerum, fræsivélum, þrívíddarprenturum og rafeindabúnaði. Markmiðið er að efla samkeppnishæfni íbúa, fyrirtækja og stofnana á svæðinu.
Laun ráðast af menntun og starfsreynslu viðkomandi.
Hjúkrunarfræðingur - Djúpivogur - Heilsugæsla - Afleysing
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingu við heilsugæslustöð HSA Djúpavogi sem er hluti af heilsugæslunni í Fjarðabyggð. Um er að ræða afleysingu til eins árs og staðan veitist frá 1. ágúst eða fyrr. Starfshlutfall er 70 - 80% eða eftir nánara samkomulagi.
Varðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu varðstjóra með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 1. september 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra er nútímaleg og framsækin stofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megináhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytt verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda.
Yfirljósmóðir/deildarstjóri meðgönguverndar, fósturgreiningar og bráðaþjónustu kvennadeilda
Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi göngudeildar meðgönguverndar, fósturgreiningar og bráðaþjónustu kvennadeilda Landspítala.
Deildin sinnir konum við eftirlit og umönnun vegna áhættuþátta á meðgöngu og einnig með bráð vandamál sem koma upp á meðgöngu eða eftir fæðingu. Deildin sinnir jafnframt konum í upphafi og aðdraganda fæðingar ásamt konum með bráð vandamál vegna kvensjúkdóma eða einkenna frá kvenlíffærum.
Deildarstjóri/ yfirljósmóðir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september 2023 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs.
Sálfræðingur hjá Fangelsismálstofnun
Við leitum að framsýnum og lausnarmiðuðum sálfræðingi í faglegt teymi á meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar. Um er að ræða 50% starf.
Á meðferðarsviði starfa þrír sálfræðingar, þrír félagsráðgjafar og tveir vímuefnaráðgjafar sem vinna í nánu samstarfi við annað starfsfólk stofnunarinnar og geðheilsuteymi fangelsanna. Áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og jákvæð viðhorf til skjólstæðinga.
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi, Fangelsin Hólmsheiði og Litla-Hraun sem eru lokuð fangelsi og Fangelsið Sogni og Kvíabryggju sem eru opin fangelsi. Starfsfólk meðferðarsviðs er með starfsstöð í Reykjavík en sinnir jafnframt reglubundnum heimsóknum í fangelsin.
Laust starf stjórnanda hjá HMS
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna og mannvirkja?
HMS leitar að metnaðarfullum stjórnanda til að leiða teymi mannvirkjaskrár, sem hefur það hlutverk að leggja grunninn að rekjanleika í mannvirkjagerð. Við leitum að kraftmiklum stjórnenda sem þrífst vel í umhverfi árangurs, framþróunar, góðra samskipta og skilvirkrar þjónustu.
Laust starf mannvirkjahönnuðar hjá HMS
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna og mannvirkja?
HMS leitar að metnaðarfullum mannvirkjahönnuði sem þrífst vel í umhverfi árangurs, framþróunar, góðra samskipta og skilvirkrar þjónustu.
Laust starf hagfræðings
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun?
HMS leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf hagfræðings til að taka þátt í rannsóknum og greiningum á húsnæðis- og fasteignamarkaði og miðlun upplýsinga um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði.
Eitt meginhlutverka HMS er að stuðla að stöðugleika og virkni á húsnæðismarkaði með greiningum á íbúðaþörf, birtingu rauntímaupplýsinga um fasteignamarkaðinn og gerð fasteignamats. Nánari upplýsingar um HMS má finna á heimasíðu stofnunarinnar www.hms.is
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veitir íbúum höfuðborgarsvæðisins alhliða heilsugæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu fagstétta og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Stuðningsfulltrúi á starfsbraut - afleysing til a.m.k. 31.01.2024
Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verknámi og á starfsbraut. Í skólanum er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Um 40 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 450. Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.
Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun. Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun. Skólinn er hástökkvari ársins 2022 í Stofnun ársins fyrir að vera sú ríkisstofnun sem bætti starfskjör starfsmanna best árið 2022.
Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild - Öflugt starfsþróunarár í boði
Skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Skurðlækningadeild er 20 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. Eftirfarandi svið eru innan deildarinnar: Almennar skurðlækningar, æðaskurðlækningar, bæklunarlækningar, kvensjúdómalækningar, þvagfæraskurðlækningar og HNE lækningar.
Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum skurðlækninga. Staðan er laus 1. september eða eftir nánara samkomulagi.
Frábært tækifæri á góðum vinnustað þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi.
Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir deildarstjóri á Skurðlækningadeild og gefur upp nánari upplýsingar í síma 463-0100 og/eða í tölvupósti [email protected]
Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun skurðlækninga og lögð áhersla á að nýr hjúkrunarfræðingur öðlist þekkingu á sem flestum sviðum skurðlækninga. Má þar nefna sjúklingafræðslu, hjúkrun bæklunarsjúklinga, flýtibati - ferli við gerviliði, verkjameðferðir, hjúkrun stómasjúklinga, hjúkrun skurðsjúklinga, aðgerðir á þvagfærum, þverfagleg teymisvinna, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir og undirbúningur útskriftar,
Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan skurðlækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni. Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.
Tímabilinu er skipt upp í ákveðnar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á öðrum deildum.
|
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Dalvík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing tímabundið í 80% stöðu á heilsugæslu. Staðan er laus frá frá ágúst í eitt ár.
Lögreglufulltrúi á löggæslusviði - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar ein staða lögreglufulltrúa í almennri deild. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. september 2023 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er eitt stærsta lögregluembætti landsins þar sem starfa rúmlega 200 manns og er starfssvæðið allt Reykjanesið. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking.
Löglærður fulltrúi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdarvalds ríkisins í héraði. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.
Starf löglærðs fulltrúa hjá sýslumanninum á Suðurlandi er laust til umsóknar. Starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Selfossi og heyrir starfið undir sýslumann.
Framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir til umsóknar nýtt starf framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu í kjölfar breytinga á skipuriti sjúkrahússins.
Framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu situr í framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri og heyrir beint undir forstjóra. Leitað er eftir kraftmiklum og framsæknum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra og framkvæmdastjórn að því að sjúkrahúsið starfi sem ein heild í þágu sjúklinga, byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja framtíðarsýn, stefnu og starfsáætlun sjúkrahússins. Staðan er laus frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu mun stýra starfsemi þeirra eininga er sviðinu tilheyra þ.e. allar göngu-, dag- og legudeildir klínískra sérgreina. Starfssviði framkvæmdastjóra fylgir þríþætt ábyrgð stjórnenda þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð. Næstu undirmenn framkvæmdastjóra eru deildarstjórar starfseininga og yfirlæknar klínískra deilda þar sem við á.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Nánari upplýsingar veitir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri í síma 463 0100 eða/og í tölvupósti [email protected]
Fjármálastjóri
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir laust til umsóknar nýtt starf fjármálastjóra í kjölfar breytinga á skipuriti Sjúkrahússins. Leitað er eftir fjármálastjóra sem hefur brennandi áhuga á að leiða áfram stýringu fjármála, áætlanagerð, greiningar gagna auk innleiðingar framleiðslutengdrar fjármögnunar (DRG).
Fjármálastjóri heyrir beint undir forstjóra og er í forsvari fyrir fjármál og greiningar og þá starfsemi sem þeirri einingu tilheyra og er því með þríþætta ábyrgð þ.e. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Staðan er laus frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Nánari upplýsingar veitir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri í síma 463 0100 eða/og í tölvupósti [email protected]
Framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir til umsóknar nýtt starf framkvæmdastjóra rekstrar og klínískrar stoðþjónustu í kjölfar breytinga á skipuriti sjúkrahússins.
Framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu er hluti af framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri og heyrir beint undir forstjóra. Leitað er eftir kraftmiklum og framsæknum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra og framkvæmdastjórn að því að sjúkrahúsið starfi sem ein heild í þágu sjúklinga, byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja framtíðarsýn, stefnu og starfsáætlun sjúkrahússins. Staðan er laus frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu mun stýra starfsemi þeirra eininga er sviðinu tilheyra þ.e. rannsóknaþjónusta, lyfjaþjónusta, myndgreiningaþjónusta, heilbrigðisgagnafræðingar, rekstrardeild, upplýsingatæknideild, eldhús og ræstimiðstöð. Rekstur húsnæðis og bygging nýrrar legudeildar fellur einnig undir starfssvið framkvæmdastjóra. Starfssviði framkvæmdastjóra fylgir þríþætt ábyrgð stjórnenda þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð. Næstu undirmenn framkvæmdastjóra eru deildarstjórar starfseininga og yfirlæknar klínískra deilda þar sem við á.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Nánari upplýsingar veitir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri í síma 463 0100 eða/og í tölvupósti [email protected]
Hjúkrunarfræðingur - Heilsubrú HH
Heilsubrú Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisns óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í ótímabundin störf við heilsuvernd í framhaldsskólum frá og með 15. ágúst 2023.
Heilsubrú er ný eining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem hefur það að markmiði að efla faglegt starf og samræma þjónustu HH í þverfaglegu samstarfi. Heilsubrú er hugsuð sem viðbót við núverandi þjónustu og er markmið hennar að gera starfsemi HH markvissari með því að veita miðlæga fræðslu og ráðgjöf en einnig að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda einstaklinga.
Um er að ræða fimm 100% störf sem ráðið verður í mismunandi starfshlutfalli frá 30-100%
Við leitum að drífandi og jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að efla heilbrigði ungmenna þar sem áhersla er lögð á vegvísi um heilbrigðiskerfið, fræðslu og ráðgjöf við vægum vanda, s.s. tengdum geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Iðjuþjálfi - Geðheilsumiðstöð barna HH
Geðheilsumiðstöð barna auglýsir eftir iðjuþjálfa í 50% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagi.
Geðheilsumiðstöð barna er miðstöð geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn á landsvísu, staðsett innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Miðstöðin sameinar starfsemi þriggja starfseininga innan heilsugæslunnar; Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga.
Innri endurskoðandi á Landspítala
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf innri endurskoðanda. Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli reynslu og fagþekkingu á sviði innri endurskoðunar.
Innri endurskoðun vinnur fyrir stjórn spítalans og forstjóra. Innri endurskoðanda er ætlað að bæta rekstur spítalans með því að aðstoða stjórnendur við að ná settum rekstrarmarkmiðum, meta árangur, bæta áhættustýringu, eftirlit og stjórnun. Aðaláhersla innri endurskoðunar er því að kanna og meta hvort innra eftirlitið sé virkt svo að starfsemi Landspítala sé í eðlilegum farvegi.
Innri endurskoðandi er sjálfstæður í sínum verkefnum en heyrir í skipulagi stofnunarinnar undir forstjóra spítalans.
Starf innri endurskoðanda hjá Landspítala er 100% starf og laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Aðstoðardeildarstjóri á barnadeild - Barnaspítala Hringsins.
Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun barna, stjórnun, ásamt gæða- og umbótastarfi, í starf aðstoðardeildarstjóra á barnadeild 22E.
Starfið er laust frá 1. september 2023 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í dagvinnu að mestu og er starfshlutfall 80-100%.
Barnadeildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi. Deildin er 20 rúma legudeild ásamt dagdeild og leikstofu.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Skurðhjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Skurðdeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða Skurðhjúkrunarfræðing á skurðdeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í sumarafleysingu. Starfshlutfall er 80%, um er að ræða dagvinnu og auk bakvakta 4-6 vikur á tímabilinu júlí - ágúst.
Ljósmóðir - Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda
Laust er til umsóknar starf ljósmóður við fósturgreiningu kvennadeilda.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag, um er að ræða dagvinnu.
Vinnuvika starfsfólks í dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Ljósmóðir - Bráðaþjónusta kvennadeilda
Vegna breytinga á fyrirkomulagi bráðaþjónustu kvennadeilda eru laus til umsóknar störf ljósmæðra.
Bráðaþjónusta kvennadeilda er staðsett á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á kvenna- og barnasviði Landspítala.
Um er að ræða kvöld- og helgarvaktir og starfshlutfall 30%-60%. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi.
Ljósmóðir - Heilsugæslan Efra-Breiðholt
Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir ljósmóður í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 80% eða eftir nánara samkomulagi. Starfið felur í sér mæðravernd og ung- og smábarnavernd. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánari samkomulagi.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum.
Sérfræðingur í heimilislækningum - HH Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að öflugum sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf, starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf á spennandi vettvangi fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu, fróðlegu og krefjandi starfi heimilislækninga. Heimilislæknir mun starfa í þverfaglegu teymi með öðrum læknum, hjúkrunarfræðingum og fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilsugæslunnar.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í afleysingu aðstoðarmann í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt samkomulagi. Staðan er laus strax og veitist til eins ár eða lengur eftir samkomulagi. Unnið er á vöktum.
Hjúkrunarfræðingur óskast í öflugan samstarfshóp
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 100% framtíðarstarf í fjölbreytt störf hjúkrunar, þ.á m. hjúkrunarmóttöku, skólaheilsugæslu, ung- og smábarnavernd og heilsueflandi móttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífelldri þróun. Heilsugæslan Seltjarnarnesi leggur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku
Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum. Staðan er laus 1. september nk. eða eftir samkomulagi.
Áhugavert og fjölbreytt starf með góðu samstarfsfólki og gott tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að þróa með sér faglega þekkingu í bráðahjúkrun. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.
Á bráðamóttöku fer fram fjölbreytt starfsemi en meginverkefni deildarinnar er móttaka bráðveikra og slasaðra en annar stór hluti starfseminnar felst í að sinna þeim sjúklingum sem koma í endurkomu/eftirlit vegna áverka sinna eða veikinda.
Hefur þú áhuga á bráðahjúkrun þá er þetta tækifæri fyrir þig
Frábært tækifæri á góðum vinnustað þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi.
Næsti yfirmaður er Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir kennara í helgarnámi í sérgreinum rafiðna
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða:
Kennara í helgarnámi í sérgreinum rafiðna skólaárið 2023-2024. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Ráðning er frá 1. ágúst 2023.
Umsækjandi þarf að hafa iðnmeistararéttindi í rafiðnum og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að sálfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að sinna vanda barna og unglinga. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Við leitum að sálfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu, sálfræðingi sem leggur metnað í að ná árangri í starfi. HH Seltjarnarnesi og Vesturbæ setur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Á stöðinni starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar ásamt fleiri heilbrigðisstéttum og riturum. Starfsumhverfið er gefandi, skemmtilegt og gefur góðan sveigjanleika til faglegrar þróunar. Ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið þá hvetjum við þig til að sækja um starfið.
Geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilusgæslunnar þar sem er veitt fyrstu línu þjónusta. Heilsugæslan á jafnframt að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Sjúkraliðar - hjúkrunarsvið
Nú fjölgum við rýmum á HSS!
Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur.
Við óskum eftir að ráða sjúkraliða í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Aðstoðardeildarstjóri á næringarstofu Landspítala
Næringarstofa Landspítala leitar eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum næringarfræðingi sem er reiðubúinn að taka þátt í þróun deildarinnar. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni til að takast á við breytingar. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi og fjölmargt annað fagfólk spítalans.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Á næringarstofu starfa 16 næringarfræðingar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á flestum deildum spítalans. Veitt er sérhæfð næringarmeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga og á göngudeildum Landspítala. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á næringarstofu í samstarfi við háskóla og stofnanir innanlands og erlendis auk þess sem boðið er upp á starfsþjálfun í klínískri næringarfræði.
Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Þjóðleikhúsið er lifandi og kraftmikið leikhús sem á brýnt erindi við fólkið í landinu og setur upp leiksýningar sem hrífa áhorfendur og skemmta, vekja til umhugsunar, endurspegla fjölbreytileika mannlífsins og veita innblástur. Þjóðleikhúsið á í virku samtali við fólkið í landinu og vinnur að því að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins. Þjóðleikhúsið er opið og fjölsótt og teygir sig út til ólíkra hópa í samfélaginu.
Þjóðleikhúsið leitar að reynslumiklum, lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna starfi teymisstjóra leikmynda- og leikmunaframleiðslu leikhússins. Starfið felur í sér framleiðslustjórn fyrir framleiðslu leikmynda og leikmuni á öllum sviðum leikhússins. Teymisstjórar leikmynda- og leikmunaframleiðslu Þjóðleikhússins eru tveir og starfa náið saman. Þeir taka við teikningum og hugmyndum frá leikmyndahöfundum og leiða hóp starfsfólks á smíðaverkstæði og í leikmunadeild við úrvinnslu og útfærslu á þeim teikningum/hugmyndum. Þeir starfa með stjórnendum leikhússins að því að tryggja hámarks gæði og hagkvæmni í framleiðslu leikverka leikhússins ásamt því að framfylgja umhverfisstefnu leikhússins.
Þjóðleikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem fjölbreyttur og samheldinn hópur starfar. Stofnunin er þátttakandi í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og boðið er upp á hlunnindi svo sem samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.
Yfirlæknir gigtarlækninga
Starf yfirlæknis gigtarlækninga á Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Rannsóknarlögreglumenn - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður rannsóknarlögreglumanna. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. ágúst 2023 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.
Hjá embættinu starfa um 200 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking.
Verkefnisstjóri kennslu - Heilbrigðisvísindasvið
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra kennslu í Heilbrigðisgagnafræði og öðrum greinum við Læknadeild Háskóla Íslands.
Sérfræðilæknir / almennur læknir - Geðheilsuteymi fangelsa HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar ótímabundið 80-100% starf sérfræðilæknis við Geðheilsuteymi fangelsa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí nk. eða eftir nánari samkomulagi.
Við erum að leita að sérfræðilækni sem er tilbúinn að takast á við ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi og líflegum vettvangi. Ekki skemmir fyrir ef viðkomandi hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í geðþjónustu heilsugæslunnar. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, batahugmyndafræði, skaðaminnkun og vinnu þvert á stofnanir heilbrigðis- og réttavörslukerfis. Teymið sinnir þjónustu á landsvísu og starfar í fangelsum á Litla Hrauni, Hólmsheiði, Sogni og Kvíabryggju. Teymið fylgir einnig eftir einstaklingum á reynslulausn
Til greina kemur að ráða almennan lækni, sem ekki hefur lokið sérnámi, en uppfyllir hæfnikröfur að öðru leyti fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Klínískur yfirnæringarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri
Laus er til umsóknar 100% staða næringarfræðings (möguleiki á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi) við Sjúkrahúsið á Akureyri, staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Mikil jákvæð þróun er á starfsumhverfi næringarfræðings við sjúkrahúsið, sem býður upp á þverfræðilega samvinnu og tækifæri til þróunar á sérsviði ásamt mikils fjölbreytileika í starfi.
Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson forstöðulæknir Lyflækninga.
Aðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar tímabundna 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu á kjörsviði samfélagsgeðhjúkrunar. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu á sviði samfélagsgeðþjónustu.
Lektor í leikskólafræði
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í leikskólafræði við Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna lektorsins verða kennsla og rannsóknir á einhverju af eftirtöldum sviðum menntunarfræði yngri barna: Forysta og skólaþróun; mat á leikskólastarfi; leikur, fjölmenning og skapandi starf.
Starfskyldur lektors eru kennsla, rannsóknir og stjórnun.
Hjúkrunardeildarstjóri á líknardeild Landspítala Kópavogi
Við leitum eftir kraftmiklum leiðtoga til að leiða og efla starfsemi líknardeildar Landspítala í Kópavogi og byggja upp sterka liðsheild. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni deildarinnar.
Deildin er fyrir tímabundna innlögn sjúklinga með ólæknandi, langt genginn sjúkdóm og skertar lífslíkur. Markmiðið er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Á deildinni eru 12 legurými og er starfsemin byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun og teymisvinnu.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjarta-, æða- og krabbameinsþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september 2023.
Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild
Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á lyflækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus frá 1.september n.k.
Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu starfumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði.
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur.
Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Sólvangi
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Sólvangi. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nýsköpun og framþróun. Til greina kemur að ráða áhugasaman almennan lækni sem hefur hug á sérnámi í heimilislækningum, fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sérnámslæknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslunni Sólvangi er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum Hafnarfjarðar þjónustu en allir eru velkomnir á stöðina.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Hjúkrunarfræðingur á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag. Einnig kemur til greina að ráða í skemmri tíma, t.d. í lotur, helgarvinnu eða annað sem hentar bæði umsækjanda og starfseminni.
Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.
Bráðalæknir
Lausar eru til umsóknar tvær stöður bráðalækna við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 60-80% stöðu annars vegar og 80-100% stöðu hins vegar og veitast þær frá 01.05.2023 eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðalækninga.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Bráðamóttaka SAk sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga á öllum aldri, með líkamleg jafnt sem andleg einkenni. Bráðar komur eru um 17 þúsund á ári. Húsnæði er tiltölulega nýuppgert og bráðamóttakan vel tækjum búin. Aðgengi að stoðþjónustu, s.s. myndrannsóknum og blóðrannsóknum er afar gott og samvinna við stoðdeildir og aðrar sérgreinar mjög góð. Bráðamóttaka SAk hefur hlotið viðurkenningu Mats- og hæfisnefndar um sérnám á Íslandi til að mennta sérnámslækna í bráðalækningum. Starfsandi er sérlega góður. Umfang starfsemi hefur aukist á undanförnum árum og unnið er markvisst að því að lengja viðverutíma sérfræðinga í bráðalækningum með bætta þjónustu við skjólstæðinga að leiðarljósi.
Viltu vera á skrá? Sálfræðingur
Hér geta sálfræðingar með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Viltu vera á skrá? Félagsráðgjafi
Hér geta félagsráðgjafar með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Vilt þú verða hluti af öflugum hópi hjúkrunarfræðinga?
Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Sundlaugarvörður í sjúkraþjálfun Grensási
VILTU VINNA Í 75% DAGVINNU, VIRKA DAGA? Við leitum eftir liðsmanni til starfa í sjúkraþjálfun og sundlaug Grensás. Starfið er tvíþætt og skiptist milli þess að starfa sem sundlaugarvörður og sem sérhæfður starfsmaður sjúkraþjálfunar.
Í sjúkraþjálfun Grensási starfa um 20 starfsmenn í þverfaglegu teymi og sinna fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar.
Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Ídu Braga, yfirsjúkraþjálfara.
Starfshlutfall er 75%, unnið er í dagvinnu, virka daga. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1.september 2023.
Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemi á gjörgæsludeild
Lausar eru til umsóknar 80-100% stöður hjúkrunarfræðings og hjúkrunarnema sem lokið hefur 3 námsárum á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.
Á gjörgæsludeild eru mikil tækifæri fyrir hjúkrunarnema og ný útskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir góðri leiðsögn og öðlast faglega þróun. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Gjörgæsludeild er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild og tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar.
Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.
Hjúkrunarfræðingar óskast á eftirfarandi deildir Landspítala
Blóð- og krabbameinsdeild 11EG
Óskum eftir reyndum hjúkrunarfræðingi á blóð og krabbameinsdeild 11EG við Hringbraut. Deildin er 30 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Unnið er í vaktavinnu. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Mikil áhersla er á gæða- og umbótavinna á deildinni. Boðið er upp á einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild og öflugan stuðning og fræðslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita sjúklingum og aðstandendum þeirra einstaklingsmiðaða hjúkrun, ráðgjöf og stuðning
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu á þjónustu deildarinnar
- Þátttaka og innleiðing nýjunga innan hjúkrunar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa við krabbameinshjúkrun
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Göngudeild blóð- og krabbameina 11B
Óskum eftir reyndum hjúkrunarfræðingi á göngudeild blóð- og krabbameina 11B við Hringbraut. Á deildinni starfa 30 manns við dag- og göngudeildarþjónustu þar sem hver hjúkrunarfræðingur fylgir sínum sjúklingahópi í gegnum mismunandi krabbameinsmeðferð þar sem þekking og reynsla nýtist vel. Unnið er í dagvinnu, en einnig er í boði að deila starfshlutfalli milli dagdeildar og legudeildar. Í boði er markviss einstaklingsmiðuð aðlögun og tækifæri til að þróa þekkingu á sviði krabbameinshjúkrunar og hjúkrunar sjúklinga með blóðsjúkdóma með stuðningi reyndra hjúkrunarfræðinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Krabbameinslyfja- og stuðningslyfjameðferð
- Greina hjúkrunarþarfir, veita hjúkrunarmeðferð og bera ábyrgð á meðferð skv. starfslýsingu
- Veita markvissa fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Einkennameðferð og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka og innleiðing nýjunga innan hjúkrunar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa við krabbameinshjúkrun
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku
Óskum eftir bráðhjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarfræðingi sem hefur reynslu af bráðahjúkrun. Bráðamóttaka Landspítala Fossvogi er stærsta bráðamóttaka Landsins og sinnir móttöku veikra og slasaðra. Starfsumhverfið er fjölbreytt og líflegt og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Á bráðamóttöku koma allir sjúklingahópar og er starfið afar fjölbreytt og felur í sér teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Unnið er á þrískiptum vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita sjúklingum og aðstandendum þeirra einstaklingsmiðaða hjúkrun, ráðgjöf og stuðning
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu á þjónustu deildarinnar
- Þátttaka og innleiðing nýjunga innan hjúkrunar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa við bráðahjúkrun
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu E6
Óskum eftir gjörgæsluhjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarfræðingi með reynslu af gjörgæsluhjúkrun á gjörgæsludeild E6 Fossvogi. Deildin er 7 rúma deild með sem þjónar bæði börnum og fullorðnum sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum, m.a. eftir alvarleg slys, höfuðáverka, bruna og alvarlega sjúkdóma. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Unnið er á þrískipum vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita einstaklingshæfða hjúkrunarmeðferð, ráðgjöf og stuðning til sjúklinga og aðstandenda þeirra
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu á þjónustu deildarinnar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Sérnám í gjörgæsluhjúkrun er kostur
- Faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingur á lungnadeild A6
Óskum eftir hjúkrunarfræðingi á lungnadeild A6 Fossvogi og sækjumst eftir bæði reynslumiklum sem og nýútskrifuðum. Deildin er 19 rúma bráðalegudeild með hágæslurýmum og eina sérhæfða lungnadeildin á landinu. Þjálfun og fræðsla er í fyrirrúmi á deildinni og mörg námstækifæri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun, ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og aðstandenda þeirra sem leita til lungnadeildar til greiningar, rannsókna og/ eða meðferðar vegna einkenna frá öndunarfærum
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu á þjónustu deildarinnar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingur á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG
Óskum eftir reyndum hjúkrunarfræðingi á kviðarhols og þvagfæraskurðdeild 13EG Hringbraut. Deildin er 22 rúma legudeild og þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Við bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita einstaklingshæfða hjúkrunarmeðferð, ráðgjöf og stuðning til sjúklinga og aðstandenda þeirra
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu á þjónustu deildarinnar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingur öryggis og réttargeðdeild Kleppi
Óskum eftir geðhjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarfræðingi með áhuga og reynslu af geðhjúkrun. Um er að ræða tvær sérhæfðar deildir á Kleppi, annars vegar öryggisgeðdeild sem er átta rúma deild sem sinnir sérhæfðri meðferð og endurhæfingu sjúklinga með alvarlegar geðraskanir og hins vegar réttargeðdeild sem er átta rúma deild sem sinnir sérhæfðri meðferð og endurhæfingu ósakhæfra sjúklinga með alvarlegar geðraskanir.
Meðferðarnálgun deildanna er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers og eins sjúklings. Meginmarkmið meðferðarinnar er að sjúklingar fái þá meðferð og endurhæfingu sem er nauðsynleg til þess að þeir geti komist aftur út í samfélagið.
Starfsemi deildanna er í mikilli þróun og áhersla á umbótastarf er því mikil. Áhersla er lögð á góða þjónustu við sjúklinga og aðstandendur og öryggi sjúklinga og starfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita einstaklingshæfða hjúkrunarmeðferð, ráðgjöf og stuðning til sjúklinga og aðstandenda þeirra
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu á þjónustu deildarinnar
Hæfniskröfur
- Gilt hjúkrunarleyfi innan EES/ESB og nám sem samræmist tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Faglegur metnaður
- Sérnám í geðhjúkrun er kostur
- Áhugi á geðhjúkrun og meðferðarstarfi
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingar - hjúkrunarsvið
Nú fjölgum við rýmum á HSS!
Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að mæta þessum vanda.
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur.
Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, starfshlutfall er samkomulag, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Skurðhjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðingur á skurðstofu
Laus er til umsóknar 90% staða hjúkrunarfræðings á skurðstofu Sjúkrahússins á Akureyri. Um framtíðarstarf er að ræða og er staðan laus frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Um er að ræða dagvinnu auk bakvaktaskyldu.
Næsti yfirmaður er Anna Margrét Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á skurðstofu og sótthreinsun.
Sjúkraliði/sjúkraliðanemi á lyflækningadeild
Laus er til umsóknar 80-100% staða sjúkraliða á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig kemur til greina að ráða inn sjúkraliðanema.
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild.
Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efstaleiti
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efstaleiti. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Unnið er í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Fyrir utan námslækna, heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og ritara starfa á stöðinni sjúkraliði, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og félagsráðgjafi. Mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf til að koma sem best til móts við þarfir skjólstæðinga stöðvarinnar. Einnig er á stöðinni unnið að innleiðingu ómtækni í framlínu(PoCUS).
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Iðjuþjálfi - Egilsstaðir - Endurhæfingardeild - Afleysing
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í afleysingu til eins árs frá 1. maí 2023 við Endurhæfingardeild HSA á Egilsstöðum. Starfið er fjölbreytt og sveigjanlegt. Um er að ræða 100% starfshlutfall eða minna skv. nánara samkomulagi.
Sérfræðilæknir í gigtlækningum
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í gigtlækningum. Við gigtlækningar starfa sérfræðilæknar í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir.
Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu í gigtlækningum og almennum lyflækningum. Starfið veitist frá 1. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf er að ræða getur þó verið samkvæmt nánara samkomulagi.
Móttökuritari - Vopnafjörður - SUMARAFLEYSING 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu á heilsugæsluna á Vopnafirði. Hluti starfs felst í ræstingu á starfsstöð. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi og æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri.
Starfsmaður í þjónustudeild - Egilsstaðir - ræsting og/eða þvottahús - SUMARAFLEYSINGAR 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingar og/eða störf í þvottahúsi hjá þjónustudeild HSA á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt samkomulagi.
Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í umönnun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.
Sérfræðilæknir í innkirtla- og efnaskiptalækningum
Við leitum að áhugasömum og framsæknum sérfræðilækni til starfa í þverfaglegu teymi á innkirtladeild Landspítala. Auk klínískrar þjónustu er kennsla, umbótavinna og rannsóknir verðmætir þættir starfsins.
Innkirtladeild Landspítala er staðsett að Eiríksgötu 5 í Reykjavík í nýrri göngudeildar aðstöðu en sinnir einnig verkefnum á öðrum heilbrigðisstofnunum. Deildin skilgreinir sig sem öndvegissetur innkirtlafræða á Íslandi og er í fararbroddi hvað varðar nýjungar í heildrænni gildismiðaðri en jafnframt skilvirkri göngudeildarþjónustu við alla landsmenn.
Við viljum ráða skipulagðan, lausnamiðaðan einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði þó fullt starf sé æskilegast. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.
Sjúkraliði við heimahjúkrun
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.
Sérfræðingur í barna og unglingateymi BUG
Laus er til umsóknar 50-100% staða sérfræðings í barna- og unglingateymi BUG við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga.
Um er að ræða yfirlæknisstöðu með möguleika á fjarheilbrigðisþjónustu að hluta.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.
Sérfræðingur í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri
Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á Akureyri.
Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson forstöðulæknir lyflækninga.
Sjúkraliði - vera á skrá
- Hér geta sjúkraliðar með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn.
- Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
- Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
- Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
Almenn umsókn / General application
Þetta er almenn umsókn þar sem ekki er tilgreint sérstakt starf né starfssvæði en með umsókn þinni ertu kominn á skrá hjá okkur. / This is a general application, not stating a specific position or area but your application will be on file.
Umsækendum verður ekki svarað sérstaklega en stofnunin mun hafa samband ef tilefni er til. Vert er að benda áhugasömum á að öll störf innan stofnunarinnar eru auglýst og þarf að sækja sérstaklega um þau störf ef áhugi er fyrir hendi. / If we see an opportunity we will reach out. We want to highlight that all vacancies within the institute are specifically advertised and published here at Starfatorg. All applicants need to apply for the position especially within the validation time. Please note that your general application is not automatically valid.
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hafrannsóknastofnun er eftirsóknarverður vinnustaður sem býðir upp á sveigjanlegan vinnutíma og samhæfingu einkalífs og árangurs í starfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að eflast og þróast. Áhersla er lögð á að starfsfólk Hafrannsóknastofnun búi við sanngjarnt og samkeppnishæft starfskjaraumhverfi. Stofnunin hefur hlotið jafnlaunavottun og er jafnlaunakerfi stofnunarinnar í stöðugri þróun og viðhaldi. Stofnunin leitast við að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. / Please visit our website www.hafogvatn.is for further introduction of the institute
Ljósmóðir á fæðingadeild/Midwife
Vegna veikinda er laus til umsóknar afleysingarstaða ljósmóður á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir.
Læknir - vera á skrá hjá HSU
- Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn
- Umsóknir hverfa eftir 6 mánuði frá umsókn
- Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eð staðsetningu í reitinn annað sem þú vilt taka fram í umsókn
- Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega
- Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Hjúkrunarfræðingar - að vera á skrá hjá HSU
- Hér geta Hjúkrunarfræðingar með starfsleyfi og hjúkrunarnemar eftir þriðja ár skráð almenna starfsumsókn.
- Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega.
- Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá umsókn.
- Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
- Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
- Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Viltu vera á skrá? Heimilislæknir, almennur læknir og læknakandídat
Hér geta heimilislæknar og almennir læknar með starfsleyfi, auk kandídata skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir
Hér geta hjúkrunarfræðingar og ljósmæður með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Viltu vera á skrá? Sjúkraliði
Hér geta sjúkraliðar með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Viltu vera á skrá? Móttökuritari/Heilsugæsluritari
Hér geta móttökuritarar/heilsugæsluritarar skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki) frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent skal á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Viltu vera á skrá? Aðrar fagstéttir á heilbrigðissviði
Hér geta umsækjendur með starfsleyfi í öðrum fagstéttum á heilbrigðissviði en hjúkrunarfræðingar/ljósmæður með starfsleyfi, móttökuritarar/heilsugæsluritarar eða sjúkraliðar með starfsleyfi, skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Mikilvægt er að skrifa námsgreinina í tilheyrandi svæði í umsókninni því hún er leitarorð sem greinir á milli umsækjenda eftir fagstétt. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega og í því sambandi skal bent á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".
Um Starfatorg
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.