Hoppa yfir valmynd

Laus störf á Starfatorgi

 - Mynd

Heimavistarstjóri - Vilt þú vera ungu fólki innan handar?

Vesturland / Önnur störf

Hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) er laust til umsóknar starf heimavistarstjóra. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru um 500 talsins og starfsfólk skólans um 70. Við skólann er starfrækt heimavist með 30 tveggja manna herbergjum, eldhúsi, þvottahúsi og sameiginlegu rými. Leitað er að fjölhæfum starfsmanni sem á gott með að umgangast ungt fólk. Áskilið er að heimavistarstjóri búi í íbúð sem tilheyrir heimavistinni. Unnið er á vöktum. Starfið gæti hentað barnlausu fólki 25 ára og eldra, sem t.d. er í framhaldsnámi.

 - Mynd

Táknmálskennari

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu táknmálskennara. 

Sjá starfsauglýsingu á íslensku táknmáli á heimasíðunni www.shh.is. 

 - Mynd

Sérfræðingur í fjárlaga- og áætlanagerð

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við deild fjárlagagerðar og umsýslu sem heyrir undir rekstrar- og þjónustuskrifstofu í Reykjavík. Starfið felur í sér vinnu við fjárlagagerð og gerð fjármálaáætlunar utanríkisþjónustunnar, greiningarvinnu og efnisöflun vegna skýrslugerðar, samskipti við helstu hagsmunaaðila o.fl. Leitað er að framsýnum einstaklingi með mjög góða þekkingu á nýtingu stafrænna lausna við úrvinnslu og framsetningu á talnaefni. Í boði er áhugavert starf í krefjandi starfsumhverfi ráðuneytisins þar sem reynir á öguð vinnubrögð, aðlögunarhæfni, sjálfstæði og lipurð í samskiptum. Um er að ræða fullt starf. Ekki er um flutningsskylda stöðu að ræða.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun/Nursing assistant/Opieka nad osobami starszymi - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við hjúkrun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi. Möguleiki er á framtíðarráðningu.

SUMMER JOB 2021: The Health Directorate of East Iceland (HSA) is looking to hire nursing assistants at Dyngja nursing home in Egilsstaðir for summer replacements. The positions are full time (100%) or according to agreement. There is a possibility of future employment. Nursing assistants help residents with all activities of daily living. Skills that are required are interest in people, positivity, willingness to learn and try new things and good communication skills. Applicants must be over the age of 18. Experience in elderly care is desirable. 

PRACA NA OKRES LETNI 2021: Centrum Zdrowia Wschodniej Islandii poszukuje osób do pracy w domu opieki DYNGJA w Egilsstaðir na okres letni. Praca polega na opiece pielengniarskiej oraz pomocy we wszystkich aspektach zycia codziennego mieszkanców.
Poszukujemy osób pozytywnych,chetnych do uczenia sie nowych rzeczy oraz majacych umiejetnosci w komunikowaniu sie.Pozadane doswiadczenie w pracy opiekunczej.
Osoby ubiegajace sie o prace powinny miec ukonczone 18 lat.
Proponujemy 100% etatu(mozna ustalic mniejszy procent etatu).Jest mozliwosc zatrudnienia po okresie letnim.

 - Mynd

Ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf ljósmæðra á fæðingarvakt Landspítala. Á fæðingarvaktinni er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu. 

Á deildinni starfa um 80 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Um er að ræða vaktavinnu í 40-100% starfshlutfall. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Almennur læknir á veirufræðihluta sýkla- og veirufræðideildar Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar fullt starf almenns læknis við sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Ákjósanlegast er að viðkomandi geti komið til starfa í sumar, en aðrir kostir verða skoðaðir. 

Deildin er rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði. Hún heyrir undir rannsóknaþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Deildin er tvískipt, annars vegar að Ármúla 1A, veirufræðihluti, o.fl. og hins vegar við Barónsstíg, sýklafræðihluti. Auglýst starf er í veirufræðihluta. 

 - Mynd

Framkvæmdastjóri

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf.

Framkvæmdastjóri sinnir margvíslegum verkefnum í umboði forstöðumanns, m.a. annast hann daglegan rekstur Tilraunastöðvarinnar, sér um aðföng, skrifstofu- og starfsmannahald, vinnur að gerð fjárlagatillagna og framkvæmd fjárhagsáætlana og hefur eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar. Einnig hefur hann umsjón með viðhaldsverkefnum og öðrum framkvæmdum.

 - Mynd

Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á fjölmiðlatengslum og ritstýrir vefjum ráðuneytisins. Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.

 - Mynd

Tvær stöður stuðningsfulltrúa við VMA

Norðurland / Önnur störf

Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir tvær ótímabundnar stöður stuðningsfulltrúa við skólann lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær 60% stöður. Starfið krefst áhuga á því að vinna með og fylgja eftir ungmennum með fötlun eða margtæka námsörðugleika í þeirra daglega skólastarfi. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 8 til 13 eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Kennsluráðgjafi í Kennslumiðstöð

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands leitar að kennsluráðgjafa í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felst í þróun kennsluhátta á háskólastigi.

Kennslumiðstöð er hluti af Kennslusviði Háskóla Íslands og starfar í samstarfi við aðrar einingar sviðsins og önnur svið háskólans að þróun kennsluhátta. 

Megin hlutverk Kennslumiðstöðvar er að stuðla að þróun kennsluhátta í takt við fjölbreyttar þarfir hvers tíma og vera ráðgefandi um ákvarðanir sem snúa að kennslu og kennsluþróun hjá Háskóla Íslands.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Unnið er í vaktavinnu sem hefur marga kosti umfram dagvinnu og er starfshlutfall samkomulag. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala. 

 - Mynd

Sjúkraliði á smitsjúkdómadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir sjúkraliða til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Um er að ræða vaktavinnu sem hefur marga kosti umfram dagvinnu og er starfshlutfall samkomulag. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Lögfræðingur á tollasviði Skattsins

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Skatturinn leitar að drífandi og öflugum lögfræðingi til starfa á tollasvið Skattsins. Hlutverk tollasviðs er að tryggja að farið sé að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum við inn- og útflutning vara. Til að sinna þessu hlutverki hefur tollasvið m.a. eftirlit með inn- og útflutningi á vörum sem og eftirlit með ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu auk eftirlits með flutningi og geymslu á ótollafgreiddum varningi innanlands. Þá annast tollasvið tollendurskoðun. Mikilvægt hlutverk sviðsins er að stuðla að framþróun og að tollframkvæmdin verði sem skilvirkust og árangursríkust.

Um er að ræða starf á starfsstöð Skattsins að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík.

 - Mynd

Framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Landspítali auglýsir eftir framkvæmdastjóra skrifstofu forstjóra. Framkvæmdastjóri stýrir skrifstofu forstjóra en undir hana heyra fjórar deildir; samskiptadeild, lögfræðideild, innri mál og þjónusta og Hringbrautarverkefnið. Skrifstofan hefur miðlæga yfirsýn yfir starfsemi, rekstur og verkefni Landspítala. Einnig hefur hún umsjón með helstu stjórnsýsluerindum sem að spítalanum snúa, þ.m.t. samskiptum við ráðuneyti, Alþingi og aðra opinbera aðila. 

Skrifstofan ber ábyrgð á alþjóðlegum samskiptum spítalans sem og innri og ytri samskiptum. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á miðlægu stöðumati spítalans. Hann heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn spítalans, sem mótar stefnu og stýrir spítalanum undir forystu forstjóra.

Leitað er að kraftmiklum og reyndum aðila sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans.

 - Mynd

Móttöku- og þjónustufulltrúi

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Listasafn Íslands rekur söfn á fjórum stöðum í Reykjavík; í aðalbyggingu safnsins að Fríkirkjuvegi, í Safnahúsinu við Hverfisgötu, við Bergstaðastræti og á Laugarnestanga. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni með ríka þjónustulund til að taka á móti gestum safnsins á öllum starfsstöðum þess. 

 - Mynd

Starfsmaður í Tæknideild HSA - Aðsetur í Fjarðabyggð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Iðnstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausa stöðu við Tæknideild HSA með aðsetur í Fjarðabyggð. Um er að ræða þjónustu við Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað, heilsugæsluna í Fjarðabyggð og hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð. Um er að ræða 100% starf. 

 - Mynd

Sérfræðilæknar í nýburalækningum á Barnaspítala Hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar 3 stöður sérfræðilækna í nýburalækningum á Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall er 100% og eru störfin laus frá 1. september  2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Geislafræðingar - Áhugaverð störf

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í öflugu teymi á röntgendeild Landspítala, þar sem sinnt er læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum. 

Við leitum eftir geislafræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum. Þá leggjum við ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.

 - Mynd

Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast til sumarafleysinga á heilsugæsluna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf

Sjúkraliði óskast til afleysinga á heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum. Þar er unnið á tvískiptum vöktum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fá skemmtilega tilbreytingu, góða reynslu og vinnu í góðum félagsskap. Að auki býður sumardvöl í Eyjum upp á góð tækifæri til útivistar og fjölbreytta afþreyingu.

 - Mynd

Verkefnastjóri á upplýsingasviði - umsóknarfrestur framlengdur

Tryggingastofnun ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Tryggingastofnun (TR) óskar eftir að ráða verkefnastjóra á upplýsingasvið. Leitað er eftir drífandi verkefnastjóra með sterkan tæknilegan bakgrunn sem sýnir frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum. Framundan eru fjölbreytt og krefjandi verkefni með áherslu á frekari stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu við afgreiðslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

 

 - Mynd

Skrifstofumaður á röntgendeild Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf skrifstofumanna í móttöku röntgendeild í Fossvogi og við Hringbraut frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi. 

Á röntgendeild starfa á annað hundrað manns. Þar fer fram fjölbreytt rannsóknastarfsemi í þágu þeirra sem nýta sér þjónustu Landspítala. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki og vinnustaðnum.

 - Mynd

Sérhæfður starfsmaður á fæðingarvakt Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérhæfðs starfsmanns á fæðingarvakt Landspítala. Á fæðingarvaktinni er veitt þjónusta við konur í fæðingu. Á deildinni starfa um 80 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. 

Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá 1. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Öflugur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í samfélags- og göngudeildarteymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma á Landspítala. Í boði er spennandi starf og þátttaka í uppbyggingu og þróun þverfaglegs teymis á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma á Landspítala. 

Fyrirhugað er að breytingar verði á áherslum teymisins næstu mánuði og gefst hjúkrunarfræðingi kostur á að taka þátt í uppbyggingu og þróun teymisins. Hjúkrunarfræðingar spila lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar, eflingu hjúkrunar, meðferðar og endurhæfingu fyrir einstaklinga með alvarlega geðrofssjúkdóma og innleiðingu málastjórnunar í teyminu. 

Meginverkefni teymisins er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Málastjórum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu og faglegum stuðningi. Lögð er áhersla á að allir málastjórar sæki námskeið í áhugahvetjandi samtalstækni. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraliðar og ráðgjafar. Náið samstarf og samvinna er við velferðarþjónustu sveitafélaga, heilsugæslu og geðheilsuteymi heilsugæslunnar. 

Hlutverk málastjóra er fjölbreytt og felst meðal annars í mati á þörfum einstaklings, mati á geðrænum einkennum og eftirfylgd, þróun meðferðaráætlana sem mæta þörfum hvers og eins og vöktun og mat á árangri þjónustunnar. Málastjóri ber ábyrgð á almennum þáttum meðferðarinnar, samskiptum við aðstandendur og heldur utan um þá meðferð og endurhæfingu sem einstaklingurinn þarf á að halda. 

Stefnt er á að nýtt meistaranám í klínískri geðhjúkrun við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í samstarfi við geðþjónustu Landspítala hefjist haustið 2022. Í náminu verður lögð áhersla á klíníska þjálfun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga.

Starfshlutfall er 70-100%, dagvinna að mestu. Starfið laust frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi. Möguleiki er að hefja störf í haust.

 - Mynd

Framhaldsskólakennari - afleysing vegna leyfis í eitt ár

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir eftir kennara í fullt starf í stærðfræði og/eða raungreinum (efnafræði, jarðfræði, eðlisfræði og mögulega líffræði) við skólann skólaárið 2021-2022. 

 - Mynd

Framhaldsskólakennari í félagsgreinum og sálfræði

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir framhaldsskólakennara í 100% stöðu til að kenna félagsgreinar og sálfræði frá 1. ágúst 2021.

 - Mynd

Iðjuþjálfi við Sjúkrahúsið á Akureyri

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 70% afleysingarstaða iðjuþjálfa við sjúkrahúsið á Akureyri, staðsett á bráðadeildum.
Staðan er laus frá 1. júní 2021 og er afleysingarstaða í eitt ár.
Við Sjúkrahúsið á Akureyri fer iðjuþjálfun fram á tveimur starfsstöðvum: í aðalbyggingu en þar er iðjuþjálfun tengd bráðadeildum og við Kristnesspítala við endurhæfingar- og öldrunarlækningadeild. Helstu verkefni iðjuþjálfa eru mat og þjálfun í athöfnum daglegs lífs, fjölskyldufundir, mat á þörf fyrir hjálpartæki og útvegun þeirra, heimilisathuganir fyrir útskrift og eftirfylgd. Iðjuþjálfi heldur fræðslu fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sinnir beiðnum m.a. um mat og ráðgjöf á vinnuaðstöðu. 
Næsti yfirmaður er Arna Rún Óskarsdóttir forstöðulæknir.

Faglegur yfirmaður er Linda Aðalsteinsdóttir yfiriðjuþjálfi.

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna

Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna sálfræðiþjónustu fullorðinna á heilsugæslu.  Um er að ræða 100% framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí eða samkvæmt samkomulagi.

Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna.  Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum  við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. 

 - Mynd

Mannauðsstjóri - Fangelsismálastofnun

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Fangelsismálastofnun leitar eftir öflugum og reyndum einstaklingi í starf mannauðsstjóra. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir rekstrar- og fjármálasvið.

Fangelsismálastofnun sér um rekstur fangelsa landsins og tryggir að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti. Áhersla er lögð á vellíðan í starfi og jákvæðan starfsanda auk þess sem tryggja þarf að starfsfólk búi yfir þeirri hæfni sem þarf til að ná árangri í krefjandi umhverfi. Hjá stofnuninni starfa alls um 140 einstaklingar á fimm mismunandi starfsstöðvum, fjórum fangelsum og skrifstofu sem staðsett er á Seltjarnarnesi. 

 - Mynd

Starfsmaður í móttöku Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar 60% starf verkefnastjóra á skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Leitað er að þjónustulunduðum, jákvæðum einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með fólki til að hafa umsjón með móttöku deildarinnar auk fleiri verkefna.

 - Mynd

Spennandi starf fyrir heilbrigðismenntaðan starfsmann

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu áhugasamur hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, sálfræðingur eða iðjuþjálfi og viltu á að kynnast spennandi starfi í geðþjónustu Landspítala?

Við viljum ráða til starfa heilbrigðisstarfsmann í hlutverk málastjóra í samfélags- og göngudeildarteymi á meðferðareiningu geðrofssjúkdóma. Starfið býður upp á mörg spennandi tækifæri til starfsþróunar. Fyrirhugað er að breytingar verði á áherslum teymisins næstu mánuði og gefst málastjóra kostur á að taka þátt í uppbyggingu og þróun. Málastjórar spila lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar, eflingu meðferðar og endurhæfingu fyrir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. 

Meginverkefni teymisins er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. 

Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Málastjórum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu og faglegum stuðningi. Lögð er áhersla á að allir málastjórar sæki námskeið í áhugahvetjandi samtalstækni. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraliðar og ráðgjafar. Náið samstarf og samvinna er við velferðarþjónustu sveitafélaga, heilsugæslu og geðheilsuteymi heilsugæslunnar.

Hlutverk málastjóra er fjölbreytt og felst meðal annars í mati á þörfum einstaklings, mati á geðrænum einkennum og eftirfylgd, þróun meðferðaráætlana sem mæta þörfum hvers og eins og vöktun og mat á árangri þjónustunnar. Málastjóri ber ábyrgð á almennum þáttum meðferðarinnar, samskiptum við aðstandendur og heldur utan um þá meðferð og endurhæfingu sem einstaklingurinn þarf á að halda. 

Starfshlutfall er 70-100%, dagvinna að mestu og er starfið laust frá 1. júní 2021 eða eftir samkomulagi. Möguleiki er að hefja störf í haust. Gerð er krafa um heilbrigðismenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði hjúkrunarfræði, félagsráðgjafar, iðjuþjálfunar og sálfræði.

 - Mynd

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík auglýsa lausa 100% tímabundna stöðu verkefnastjóra við uppbyggingu háskólanáms á Austurlandi.

Austurland / Sérfræðistörf

Í nýrri starfsemi háskólanna á Austurlandi er laus til umsóknar staða verkefnastjóra iðn- og tæknifræðikennslu.

Sjá frétt: Stjórnarráðið | Bætt aðgengi að háskólanámi á Austurlandi

Verkefnastjórinn mun sinna samstarfi Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu í Háskólagrunni HR á Austurlandi.  Í því felst skipulag kennslu í samstarfi við frumgreinadeild HR, kennsla í verkefna- og dæmatímum ásamt áframhaldandi uppbyggingu á samstarfi HA og HR á Austurlandi.

Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun í verk-, iðn- eða tæknifræði ásamt haldgóðri þekkingu á verkefnastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á samskiptahæfni og frumkvæði þar sem viðkomandi þarf að vinna með fjölbreyttum hópi innan beggja háskólanna.

Um er að ræða ráðningu til árs með möguleika á framlengingu í allt að tveggja ára ráðningu. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. júlí 2021 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er forseti Viðskipta- og raunvísindasviðs HA. Starfsstöð verkefnastjóra er á Reyðarfirði.

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf sálfræðings fullorðinna til eins árs við Heilsugæsluna Mosfellsumdæmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

 - Mynd

Sérhæfður starfsmaður á göngudeild þvagfæra 11A

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við erum með lausa stöðu fyrir framsækinn og metnaðarfullan starfsmann í fullt dagvinnustarf á göngudeild þvagfæra á 11A við Hringbraut. Starfið felst m.a. í vinnu á aðgerðastofu ásamt því að aðstoða við rannsóknir og speglanir. 

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítalans auk ráðgjafar og kennslu. Þar fer fram undirbúningur sjúklinga fyrir aðgerðir á sjúkdómum í þvagfærum s.s. nýrnasteinsbrjótsmeðferð, þvaglekaráðgjöf og stuðningur við sjúklinga með krabbamein í þvagfærum. 

Á deildinni er öflugur hópur reyndra starfsmanna, þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og í boði er kennsla og góð aðlögun. 

 - Mynd

Nýdoktor og doktorsnemi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Við leitum að áhugasömum doktorsnema og nýdoktor til að vinna að rannsóknaverkefnum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. 

Verkefnin eru fjármögnuð til þriggja ára

Sá umsækjandi sem verður fyrir valinu í starf doktorsnema, þarf að sækja formlega um innritun í doktorsnám og fá umsókn samþykkta áður en starfið getur hafist. 

Viðkomandi þyrfti að hefja störf í september 2021. 

 - Mynd

Upplýsingafulltrúi á skrifstofu Alþingis

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hefur þú áhuga á að starfa í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis?

Skrifstofan leitar að öflugum upplýsingafulltrúa til starfa í teymi á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu Alþingis. Í starfinu felst móttaka, samræming og skipulagning þjónustu við skólafólk og aðra sem heimsækja vilja Alþingi eða fræðast um þingið með öðrum hætti. Enn fremur felur starfið í sér upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla, vinnslu efnis fyrir vefi og samfélagsmiðla Alþingis og umsjón með hönnunar- og útgáfuvinnu.

Verkefni rannsókna- og upplýsingaskrifstofu eru m.a. gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn og starfsfólk, gerð fræðslu- og kynningarefnis um Alþingi, móttaka gesta í Skólaþingi og Alþingishúsinu og upplýsingagjöf til almennings.

 - Mynd

Hefur þú áhuga á metnaðarfullu krefjandi starfi við hjúkrun á landsbyggðinni ?

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Hraunbúðum hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum. 

Starfshlutfall er eftir nánara samkomulagi við deildarstjóra. Tilvalið starf fyrir metnaðarfullan hjúkrunarfræðing sem er tilbúinn til að vera í Vestmannaeyjum tímabundið eða koma reglubundið til eyjarinnar.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Þroska- og hegðunarstöð

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Þroska- og hegðunarstöð auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan HH þar sem þverfaglegur starfshópur sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur sumarafleysing - Göngudeild sóttvarna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Göngudeild Sóttvarna óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 100% sumarafleysingu tímabilið 24. maí -31. ágúst . Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Einnig kemur til greina að ráða hjúkrunarnema á 4. ári.

Göngudeild sóttvarna er lítil og fámenn eining þar sem traust og samvinna ríkir.  Göngudeildin sinnir afmörkuðum en fjölbreyttum verkefnum.  Þar er helst móttaka fólks sem sækir um dvalarleyfi hér á landi vegna vinnu, náms og umsóknar um alþjóðlega vernd. Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf þar að lútandi.  Einnig sinnum við ákveðinni berklameðferð og berklarakningu. 

 - Mynd

Deildarstjóri - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í sumarafleysingu á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands. 

 - Mynd

Áritana- og borgaraþjónustufulltrúi

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða starfsmann við deild borgaraþjónustu- og áritanamála sem tilheyrir rekstrar- og þjónustuskrifstofu ráðuneytisins. Meginhlutverk áritana- og borgaraþjónustufulltrúa er að meta og afgreiða umsóknir um Schengen vegabréfsáritanir til Íslands sem og að annast borgaraþjónustubeiðnir frá Íslendingum í erfiðleikum erlendis. 

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi þar sem reynir á greiningarhæfni, þjónustulund, trúnað, aðlögunarhæfni og lipurð í samskiptum. Um er að ræða fullt starf. Ekki er um flutningsskylda stöðu að ræða.

 - Mynd

Ljósmóðir Heilsugæslan Glæsibæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Glæsibæ auglýsir eftir ljósmóður í 65% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar, hreyfistjóri og ritarar.

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Fagstjóri lækninga Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Efstaleiti. Fagstjóri lækninga ber ábyrgð á skipulagningu læknisþjónustu. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan starfsstöðva HH og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Starfshlutfall er 100% og ráðið verður ótímabundið í starfið til frá og með 1.nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á starfsstöðvum HH starfa fagstjóri hjúkrunar og fagstjóri lækninga. Hlutverk fagstjóra er að annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á ráðningartíma mun forstjóri fela öðrum hvorum fagstjóranna að sinna verkefnum við svæðisstjórn samkvæmt gildandi fyrirkomulagi.

 - Mynd

Fagstjóri lækninga Heilsugæslan Efra-Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Fagstjóri lækninga ber ábyrgð á skipulagningu læknisþjónustu. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan starfsstöðva HH og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Starfshlutfall er 100% og ráðið verður ótímabundið í starfið til frá og með 1.nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á starfsstöðvum HH starfa fagstjóri hjúkrunar og fagstjóri lækninga. Hlutverk fagstjóra er að annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á ráðningartíma mun forstjóri fela öðrum hvorum fagstjóranna að sinna verkefnum við svæðisstjórn samkvæmt gildandi fyrirkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN - Sálfræðingur

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), auglýsir til umsóknar 80% stöðu sálfræðings með starfsstöð á einhverri af sex megin heilsugæslustöðvum á starfsvæði HSN. 

Leitað er að öflugum sálfræðingi sem er tilbúinn að taka þátt í starfi sálfræðingateymis HSN og vinna að frekari uppbyggingu sálfræðiþjónustu á starfssvæði HSN. Sálfræðingar HSN hafa fasta viðveru á starfstöðvum stofnunarinnar á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki. Auk þess er veitt fjarmeðferð á öllu starfsvæði stofnunarinnar sem nær frá Blönduósi til Þórshafnar. Unnið er að frekari eflingu fjarmeðferðar skv. stefnu HSN. Starfið felst í sálfræðimeðferð fullorðinna í fyrstu og annarri meðferðarlínu heilsugæslunnar.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Sjúkraliði - Vopnafjörður- heilsugæsla - afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í afleysingu hjá heilsugæslu Vopnafjarðar. Starfshlutfall er 50-80% og tímabilin sem um ræðir eru: 21. júní - 2. júlí og síðan 19. júlí -16. ágúst. 

 - Mynd

Sjúkraliði óskast í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Hraunbúðir hjá HSU, Vestmannaeyjum.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliði óskast í sumarafleysingar á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU, Vestmannaeyjum

 - Mynd

Rekstrarstjóri verkefnateymis fasteignaþjónustu Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Þjónustusvið Landspítala leitar eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi verkefnateymis fasteignaþjónustu, taka þátt í uppbyggingu og þróun í fasteignamálum sem fyrirhuguð eru á næstu árum sem og að byggja upp sterka liðsheild.

Verkefnateymið tilheyrir nýrri deild fasteignaþjónustu á þjónustusviði Landspítala. Hlutverk fasteignaþjónustu er að skipuleggja, endurbæta, viðhalda og reka allar fasteignir spítalans, þ.e. allt húsnæði, byggingar, lóðir og tæknikerfi. Deildin sér einnig um eignaumsýslu og stjórnun framkvæmda á fasteignum spítalans. Starfsemi Landspítala fer fram í um 160.000 m² húsnæði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.    

Verkefnateymið er skipað fimm sérfræðingum á sviði verkefna- og hönnunarstjórnunar. Teymið vinnur að heildstæðri verkefnastjórnun framkvæmdaverka á spítalanum frá frumhönnun til afhendingar. Unnið er í góðu samráð við notendur í klínískri starfsemi og aðra hagaðila. Teymið sinnir einnig eignaumsýslu og skipulagi laga- og gæðabundinna málefna tengdum fasteignum spítalans. 

Leitað er eftir einstaklingi með háskólapróf á meistarastigi í verkfræði eða sambærilegu sem nýtist í starfi, farsæla reynslu af verkefnastjórnun á sviði fasteigna og brennandi áhuga á að vinna með stjórnendum, starfsmönnum og aðilum innan og utan spítalans að framþróun, þjónustu og umbótum í fasteignamálum spítalans. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2021 eða eftir nánari samkomulagi. 

 - Mynd

Heilsugæsluritari Þroska- og hegðunarstöð

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf heilsugæsluritara við Þroska- og hegðunarstöð. Æskilegast er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan HH þar sem þverfaglegur starfshópur sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn.

 - Mynd

Skrifstofustjóri - Þroska- og hegðunarstöð

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf skrifstofustjóra við Þroska- og hegðunarstöð. Æskilegast er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan HH þar sem þverfaglegur starfshópur sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn. 

 - Mynd

Fagaðili með sérþekkingu á sviði einhverfurófsraskana - Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laus er til umsóknar starf fagaðila með sérþekkingu á sviði einhverfurófsraskana við Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Um 100% ótímabundið starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan HH þar sem þverfaglegur starfshópur sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn. 

 - Mynd

Markaðs- og vefstjóri Heilbrigðisvísindasviðs

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf markaðs- og vefstjóra á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Mývatn, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Mývatni óskar eftir hjúkrunarfræðingi í sumarafleysingar á heilsugæsluna í Reykjahlíð. Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á sjúkra-, hjúkrunarsvið, heilsugæslu og Hvamm. Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Norður-Þingeyjasýslu, Hjúkrunarfræðingur

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslurnar á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Um afleysingarstörf er að ræða frá 1. júní - 31. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Ef styttra tímabil hentar þá er það mögulegt. HSN getur útvegað starfsmanninum húsnæði á Þórshöfn eða Kópaskeri. Hjúkrunarfræðingur á Þórshöfn sinnir bakvakt hluta mánaðar.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi í spennandi starf á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild  þar sem ríkir einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika. Á deildinni eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína á geðsjúkdómum, fíknivanda og stuðningi við fjölskyldur. Vaktabyrðin er hófleg og því óhætt að segja að starfsumhverfið sé fjölskylduvænt.

Deildin er 10-11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel nánustu aðstandendur í innlögninni og veita hjúkrunarfræðingar aðallega þann stuðning.

Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Lögð er áhersla á að unnið sé samkvæmt gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum verkferlum. Meðferðarstarf deildar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu, fjölskyldustuðningi, skaðaminnkandi nálgun og batamiðaðri þjónustu.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Sérfræðilæknir - Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laus er til umsóknar starf barna- og unglingageðlæknis eða sérfræðings í barnalækningum við Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 100% starf en lægra starfshlutfall kemur til greina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Stöðin er mönnuð þverfaglegum starfshópi sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun í tengslum við börn sem hafa frávik í þroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru börn að 18 ára aldri og foreldrar þeirra. 

 - Mynd

Sálfræðingur við Þroska- og hegðunarstöð

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laus eru til umsóknar 80-100% störf sálfræðinga við Þroska- og hegðunarstöð. Um er að ræða tvö tímabundin störf til eins árs. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan HH þar sem þverfaglegur starfshópur sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn. 

 - Mynd

Sérfræðingur í gagnagrunnum og landupplýsingakerfum

Höfuðborgarsvæðið/Norðurland/Án staðsetningar / Kennsla og rannsóknir

Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi í gagnagrunnum og landupplýsingakerfum til að þróa og reka gagnagrunna og landupplýsingakerfi stofnunarinnar. Á stofnuninni er unnið að því að byggja upp gagnagrunna í PostgreSQL og landupplýsingakerfi í notkun eru ArcGIS og QGis. Mikilvægt er að viðkomandi geti skapað heildræna sýn á uppbyggingu gagnaumhverfis og landupplýsingakerfi stofnunarinnar í samvinnu við sérfræðinga og hafi hæfileika til að virkja starfsfólk með sér. 

 - Mynd

Verkefnastjóri námskeiða- og fræðslustarfs - Þroska- og hegðunarstöð

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Viltu verða hluti af teymi á Þroska- og hegðunarstöð þar sem stefnt er að því að bæta og efla þjónustu stöðvarinnar og stytta biðlista með fjölgun fagaðila. Boðið er upp á fjölbreytt störf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda. Starfið eru tímabundið til eins árs, með möguleika á framlengingu. 

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan HH þar sem þverfaglegur starfshópur sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun vegna barna sem hafa frávik í taugaþroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru 6-18 ára börn

 - Mynd

Sumarstarf - fulltrúi í deild heilbrigðisþjónustu

Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa laust til umsóknar sumarstarf á Réttindasviði stofnunarinnar. Um er að ræða starf í deild heilbrigðisþjónustu sem sér um afgreiðslur umsókna/reikninga á tæknilegum hjálpartækjum og framkvæmd samninga, m.a. við hjúkrunarheimili og sjúkrahús, sjálfstætt starfandi lækna, sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. 

 

 - Mynd

VÖRUSTJÓRI HJÁ STAFRÆNU ÍSLANDI

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Fjármála og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi vörustjóra (e. product manager) til að vera leiðandi í vöruþróun á notendaviðmóti og notendaupplifun á vef Ísland.is og snjallforritum í síma á vegum Stafræns Íslands. 

Stafrænt Ísland er starfseining innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins . Hlutverk hennar er að vinna með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti. Stærsta verkefni Stafræns Íslands er þróun á upplýsingavef og þjónustugáttar á Ísland.is.  

Þróunarverkefni á vegum Stafræns Íslands eru unnin með svokallaðri kvikri (e. agile) aðferðarfræði í hugbúnaðarþróun, unnið er í sprettum og stuðst er við notendamiðaða þjónustuhönnun. 

Leitað er að drífandi sérfræðingi sem á auðvelt með að fá fólk í lið með sér og ná því besta fram í sjálfum sér og öðrum. Starfið felur í sér ábyrgð og þátttöku í stafrænum umbreytingarverkefnum í náinni samvinnu við fjölmargar stofnanir hins opinbera.

 - Mynd

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir heimavistarstjóra

Norðurland / Önnur störf

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða heimavistarstjóra við heimavist skólans á Sauðárkróki.
Ráðning er frá 1. ágúst 2021   Starfshlutfall er 100%.

 

 

 - Mynd

Starf í þjónustudeild HSA - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustudeild HSA hjá hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 100%. 

 - Mynd

Skjalastjóri

Sýslumaður Norðurlands vestra
Norðurland / Skrifstofustörf

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir að ráða skjalastjóra í 100% stöðu á aðalskrifstofu embættisins á Blönduósi. 

Þar sem um er að ræða nýtt starf við embættið verður tímabundið ráðið til eins árs en með möguleika á framlengingu að teknu tilliti til mótunar og árangurs af starfinu. 

Skjalastjóri leiðir áframhaldandi þróun og hefur umsjón með skjalavörslu embættisins. Í boði er áhugavert starf sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Færni-og heilsumatsnefnd HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 80% starf hjá færni- og heilsumatsnefnd. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Sjúkraþjálfari - fjölbreytt starf innan geðþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu vinna í þverfaglegu samstarfi innan geðþjónustu Landspítala, vera hluti af liðsheild sem starfar í skemmtilegu umhverfi og tekst á við fjölbreyttar áskoranir? Hér gefst tækifæri fyrir áhugasaman og sjálfstæðan sjúkraþjálfara að öðlast þekkingu innan þessa fjölbreytta sviðs.

Miklir möguleikar eru á að þróa starf sjúkraþjálfara innan geðþjónustu og vera leiðandi í umbótastarfi. Sjúkraþjálfari sinnir greiningarvinnu, mat á færni, ráðgjöf, meðferð og þjálfun ásamt því að taka þátt í fjölbreyttu starfi Batamiðstöðvar. Sérstök áhersla er lögð á einstaklings- og batamiðaða þjónustu sem og virkt samstarf við aðstandendur.

Um er að ræða fullt dagvinnustarf og fer 80% vinnunnar fram á Kleppi og 20% á bráðageðdeildum. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 1. júlí 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Deildarstjóri endurhæfingadeildar á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða deildarstjóra endurhæfingadeildar til starfa á Ísafirði. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019. 

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri. 

 

 - Mynd

Framhaldsskólakennari - félagsgreinar - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Austurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir framhaldsskólakennara í sálfræði og félagsgreinum, til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. 

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

 - Mynd

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir kennara í sérgreinum rafiðna

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða:

Kennara í sérgreinum rafiðna skólaárið 2021-2022. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Ráðning er frá 1. ágúst 2021   Starfshlutfall er 100%.
Umsækjandi þarf að hafa iðnmeistararéttindi í rafiðnum og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. 

 

 - Mynd

Framhaldsskólakennari - íslenska - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Austurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir framhaldsskólakennara í íslensku, til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. 

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

 - Mynd

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir aðstoðarkennara í grunnáföngum í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða:

Aðstoðarkennara í grunnáföngum í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði skólaárið 2021-2022.  Ráðning er frá 1. ágúst 2021   Starfshlutfall er 100%.
Umsækjandi þarf að hafa reynslu af kennslu þessara námsgreina og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.  

 - Mynd

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir kennara í helgarnámi í sérgreinum rafiðna

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða:

Kennara í helgarnámi í sérgreinum rafiðna skólaárið 2021-2022. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Ráðning er frá 1. ágúst 2021   Starfshlutfall er 100%.
Umsækjandi þarf að hafa iðnmeistararéttindi í rafiðnum og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. 

 

 - Mynd

Kennarar í rafiðngreinum

Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Hjá FVA eru lausar tvær stöður kennara í rafiðngreinum. Um er að ræða kennslu á næstkomandi skólaári 2021-2022. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

 - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í heimilislækningum við HVE á Akranesi. Heilsugæslunni á Akranesi tilheyra um 8000 íbúar. Náin samvinna er við deildaskipt sjúkrasvið HVE á Akranesi þar sem aðgangur er að rannsóknarstofuþjónustu, myndgreiningu, slysadeild og fjölbreytt sérfræðiþjónusta á göngudeild. 

 - Mynd

Sýslumaðurinn á Suðurlandi - starf löglærðs fulltrúa á Hvolsvelli

Suðurland / Sérfræðistörf

Embætti sýslumanns á Suðurlandi er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdarvalds ríkisins í héraði.

Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.

 

 - Mynd

Verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags

Norðurland / Sérfræðistörf

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra gagnagreiningar og fjárhags við Fjármál og greiningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík laus staða lífeindafræðings

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lífeindafræðingur óskast til starfa á rannsóknardeild HSN á Húsavík, um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% og felst starfið í dagvinnu og bakvöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Á rannsóknarstofunni eru gerðar allar helstu rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði. Deildin þjónustar aðrar starfseiningar HSN frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Í dag eru starfsmenn rannsóknarstofunnar þrír lífeindafræðingar.

 - Mynd

Lífeindafræðingur óskast á rannsóknastofu HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Lífeindafræðingur óskast á rannsóknastofu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Akranesi frá og með 1. júní. 2021 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 70-100%, eftir samkomulagi. Dagvinna er virka daga kl. 8-16 og bakvaktir þess utan sem dreifast jafnt á milli lífeindafræðinganna. Á rannsóknastofunni starfa í dag 5 lífeindafræðingar og 2 sjúkraliðar

 - Mynd

Verkefnisstjóri í samskipta-, vef- og markaðsmálum við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust til umsóknar 50% starf verkefnisstjóra í samskipta-, vef- og markaðsmálum, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum (epiresearch.hi.is) sem er framsækin rannsóknarstofnun við Háskóla Íslands og hefur einnig umsjón með þverfræðilegu framhaldsnámi (mlv.hi.is).

Staðan er að hluta styrkt af rannsóknarfé og ráðningin er tímabundin til tveggja ára. 

Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa tímabundið til eins árs. Starfshlutfall er 90%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Megin starfssvið er skólaheilsugæsla ásamt hjúkrunarmóttöku. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar og ritarar.

Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina Góður starfsandi er á stöðinni og lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

 - Mynd

Sjúkrahúsið á Akureyri - hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Í boði eru fjölbreytt sumarafleysingastörf fyrir hjúkrunarfræðinga á flestum deildum Sjúkrahússins á Akureyri. Sjúkrahúsið veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.

 - Mynd

Sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegsmála

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir stöðu sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegsmála.

Hjá ráðuneytinu starfar samhentur hópur um 70 starfsmanna sem koma úr ýmsum áttum og búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu. Við viljum vera í fararbroddi í nýsköpun, nýtingu á tækni og þekkingu og erum leiðandi í einföldun regluverks.

Hlutverk skrifstofu sjávarútvegsmála er að skapa sjávarútvegi skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi. Á skrifstofunni er auk stjórnsýsluverkefna unnið að greiningum og stefnumótun á sviði sjávarútvegsmála. Verkefnin varða stjórn fiskveiða, starfsskilyrði sjávarútvegsins og rannsóknir og eftirlit með verndun og nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Þá vinnur skrifstofan að gerð og framkvæmd fiskveiðisamninga við aðrar þjóðir. Í starfseminni er áhersla lögð á verkefnamiðað skipulag í teymisvinnu. Sérfræðingurinn heyrir undir skrifstofustjóra.

 - Mynd

Umsjónar- og eftirlitsmaður á austursvæði

Vegagerðin
Austurland / Sérfræðistörf

Vegagerðin auglýsir eftir umsjónar- og eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á austursvæði. Um er að ræða fullt starf á svæðisstöð á Reyðarfirði. 

 - Mynd

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði

Vegagerðin
Austurland / Iðnstörf

Starf verkstæðisformanns á vélaverkstæðinu á Reyðarfirði er laust til umsóknar. 

 - Mynd

Aðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts í hjúkrunarfræði við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu í samfélagsgeðhjúkrun. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á sviði samfélagsgeðhjúkrunar. 

 - Mynd

Lektor við fagnám sjúkraliða

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu lektors í hjúkrunarfræði við námsbraut fagnáms sjúkraliða við Heilbrigðisvísindasvið. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf. 

 - Mynd

Aðjúnkt í öldrunar- og heimahjúkrun

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts í hjúkrunarfræði við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu í öldrunar- og heimahjúkrun. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar. 

 - Mynd

Fagstjóri sálfræðiþjónustu - HH og ÞÍH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar ótímabundið starf fagstjóra sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH). Fagstjóri sálfræðiþjónustu HH ber ábyrgð á skipulagningu þjónustunnar í samráði við framkvæmdastjóra geðheilbrigðisþjónustu og svæðisstjóra/yfirlækna starfsstöðva HH. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. 

Ráðið verður í starfið frá og með 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% sem skiptist annars vegar í 50% starfshlutfall hjá HH og hins vegar í 50% starfshlutfall hjá Þróunarmiðstöð Íslenskrar heilsugæslu. 

Á öllum heilsugæslustöðvum HH starfa bæði sálfræðingar barna og unglinga og sálfræðingar fullorðinna,18 ára og eldri. Þjónusta sálfræðinga felur í sér greiningu og meðferð á geðrænum vanda ásamt ráðgjöf. Innan geðheilsuteyma HH sem þjónusta einstaklinga með alvarlegri geðrænan vanda starfa einnig sálfræðingar í þverfaglegu teymisstarfi með öðrum heilbrigðisstéttum.

Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar.

 - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri á sýklarannsóknahluta sýkla- og veirufræðideildar

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á sýklarannsóknahluta sýkla- og veirufræðideildar. Við leitum eftir metnaðarfullum leiðtoga með áhuga á stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi og sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á deild sem er í stöðugri þróun.

Deildin skiptist í 3 deildarhluta: sýklarannsókn, veirurannsókn og ætagerð. Deildin veitir fjölbreytta og umfangsmikla þjónusta allan sólarhringinn við greiningar sýkinga af völdum baktería, veira, sveppa og sníkjudýra, auk rannsókna, ráðgjafar og kennslu heilbrigðisstétta í sýkla- og veirufræði. Á deildinni starfa um 92 manns, flestir með sérhæfingu á sviði lífeinda- og náttúrufræði ásamt sérfræðilæknum og sérhæfðum starfsmönnum. Boðið er upp á starf á skemmtilegum vinnustað þar sem ör þróun er í rannsóknum og gæðastarfi.

Aðstoðardeildarstjóri heyrir undir deildarstjóra sýkla- og veirufræðideildar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf ekki seinna en í júní 2021.

Unnið er á deildinni í takti við Betri vinnutími, stytting vinnuvikunnar. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

 - Mynd

Sálfræðingur við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (http://hi.is/nshi) er laust til umsóknar 80% starf sálfræðings til afleysingar í eitt ár.

NSHÍ veitir háskólastúdentum margþætta þjónustu en þar starfa nú 15 manns. Starf sálfræðings við NSHÍ er fjölbreytt, viðfangsefnin áhugaverð og starfsumhverfið gott.

 - Mynd

Framhaldsskólakennari - raungreinar - Menntaskólinn á Egilsstöðum - umsóknarfrestur framlengdur

Austurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir raungreinakennara til afleysinga í eitt ár. Kennslugreinar eðlisfræði, efnafræði og náttúruvísindi. 

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN - Sálfræðingur

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), auglýsir til umsóknar 80-100% stöðu sálfræðings með starfsstöð á starfsvæði HSN. Um er að ræða ráðningu til 12 mánaða.  

Leitað er að öflugum sálfræðingi sem er tilbúinn að taka þátt í starfi sálfræðingateymis HSN og vinna að frekari uppbyggingu sálfræðiþjónustu á starfssvæði HSN. Sálfræðingar HSN hafa fasta viðveru á starfstöðvum stofnunarinnar á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki. Auk þess er veitt fjarmeðferð á öllu starfssvæði stofnunarinnar. Unnið er að frekar eflingu fjarmeðferðar samkvæmt stefnu HSN.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til starfa á ónæmisfræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um 30 manns við greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði. 

 Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan einstakling með góða samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust sem fyrst.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við innkaupadeild

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við innkaupadeild HSA, með starfsstöð í Neskaupstað. 
Starfshlutfall er 60% eða skv. samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

 - Mynd

Forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali auglýsir eftir forstöðumanni kvenna- og barnaþjónustu í samræmi við skipurit spítalans. Forstöðumaður starfar innan aðgerðasviðs og leiðir kjarna kvenna- og barnaþjónustu, ásamt barna- og unglingageðþjónustu. Verkefni forstöðumanns er að þróa þjónustu við sjúklinga innan kjarnans og vinna að samhæfingu við aðra starfsemi spítalans í samræmi við stefnu og starfsáætlun Landspítala. 
 
Forstöðumaður heyrir undir framkvæmdastjóra aðgerðasviðs og myndar ásamt öðrum forstöðumönnum sviðsstjórn og ber með þeim ábyrgð á stefnumótun og rekstri. Jafnframt leiðir forstöðumaður teymi framlínustjórnenda, þ.e. yfirlækna og deildarstjóra, sem hafa það sameiginlega verkefni að samhæfa, efla og þróa þá þjónustu sem veitt er innan kjarnans á öruggan, faglegan og hagkvæman hátt. Starfssvið forstöðumanns fylgir þríþættri ábyrgð stjórnenda á Landspítala, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð. Forstöðumaður ber ríkar og gagnkvæmar skyldur til samvinnu, samráðs og uppbyggingar teymisvinnu. 
 
Leitað er að kraftmiklum leiðtoga, með klínískan bakgrunn, sem hefur brennandi áhuga á að vinna að því að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans. 

 - Mynd

Sérnámslæknar í heimilislækningum

Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á norðanverðum Vestfjörðum auglýsir lausa til umsóknar sérnámsstöðu í heimilislækningum. Sérnámsstaðan veitist frá 15.8.2021 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki Inntöku og framgangsnefndar (samkvæmt viðmiðunarreglum/marklýsingu). 

Sérnámið:

Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára á Íslandi og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérfræðináminu.

Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item33037/vidurkenning-a-marklysingu-fyrir-sernam-i-heimilislaekningum-a-islandi-

Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu handleiðara sem er sérfræðingur í heimilislækningum og fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann.
Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við handleiðara og kennslustjóra sérnáms.

Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 ár. Starfshlutfall er 100%

Kostir sérnáms

 • Einstaklingsmiðuð námsáætlun
 • Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga
 • Blokkasamningur við Landspítala varðandi spítalahluta sérnámsins
 • Hópkennsla hálfan dag í viku
 • Þátttaka í rannsóknar- eða gæðastarfi
 • Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan
 • Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi

Nánari upplýsingar um sérnámið veitir Elínborg Bárðadóttir, kennslustjóri sérnáms, netfang [email protected], sími 585-1800 / 585-1300

 - Mynd

Doktorsnemi í fornleifafræði (dýrabeinafornleifafræði)

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Háskóli Ísland auglýsir eftir doktorsnema við Háskóli Íslands, Hugvísindasvið - Sagnfræði- og heimspekideild. Óskað er eftir hæfum og áhugasömum umsækjendum til að taka að vinna doktorsverkefni, sem er hluti af rannsóknarverkefninu Völd, auður og pest í tveimur dölum: Svarfaðardalur, Hörgárdalur og nágrenni um 870/1500 (stytt: Tvídæla). Verkefnið hefur hlotið styrk frá Rannsóknasjóði Íslands til næstu þriggja ára. Megin markmið verkefnisins er að rannsaka myndun og þróun lagskiptingar í samfélaginu við Eyjafjörð á miðöldum. 

Verkefnið snýst um að safna, greina, skýra og setja í samhengi, undir handleiðslu leiðbeinanda, dýrafornleifafræðileg gögn úr Eyjafirði. Aðalleiðbeinandinn er staðsettur við Háskólann í Bergen í Noregi, og markmiðið er að árangurinn verði sameiginleg doktorsgráða frá bæði Háskóla Íslands og Háskólanum í Bergen. 

Leiðbeinandi: Ramona Harrison, dósent.

 - Mynd

Doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf doktorsnema við Félagsvísindasvið (Hagfræðideild) og Verkfræði og náttúruvísindasvið (Líf- og umhverfisvísindadeild), Háskóla Íslands í tengslum við verkefnið Sjálfbært heilsusamlegt matarræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð.

 - Mynd

Doktorsnemi í landfræði (fornvistfræði)

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Háskóli Íslands auglýsir eftir doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild, Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, í verkefni sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Íslands til næstu þriggja ára. Verkefnið ber yfirskriftina Völd, auður og pest í tveimur dölum: Svarfaðardalur, Hörgárdalur og nágrenni um 870/1500 (stytt.: Tvídæla). Megin markmið verkefnisins er að rannsaka myndun lagskiptingar í samfélagi Eyjafjarðarsvæðisins á miðöldum.

Undir handleiðslu leiðbeinanda, snýst verkefnið um að afla gagna á vettvangi og á rannsóknastofu sem varða samfélag og umhverfi á Eyjafjarðarsvæðinu á miðöldum og túlkun þeirra í staðbundnu og víðara samhengi. 

Verkefnið nær yfir þrjú ár og er búist við að sá er fyrir valinu verður geti hafið störf í september 2021.

Leiðbeinandi: Egill Erlendsson, prófessor.

 - Mynd

Yfirsálfræðingur

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu yfirsálfræðings á heilsugæslu. Starfinu er skipt á milli geðheilsuteymis stofnunarinnar og þjónustu við börn. Aðalstarfsstöðin er á Ísafirði en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti þjónustu tvo til þrjá daga í mánuði á Patreksfirði. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi stofnunarinnar, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og kemur til greina að sálfræðingur vinni að hluta til í fjarvinnu. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.

 - Mynd

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar á starfsþróunarár Landspítala 2021-2022

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú áhuga á virkri starfsþróun á fyrsta árinu þínu í starfi? Værir þú til í stuðning við að fóta þig sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur? Langar þig að kynnast öðrum sem eru í sömu sporum og þú?

Landspítali býður nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem ráða sig til starfa að taka þátt í starfsþróunarári hjúkrunar á Landspítala. Samhliða hjúkrunarstarfinu er boðið upp á skipulagða aðlögun, starfsþróun, stuðning í starfi og ráðgjöf. Vinnusmiðjur, umræðufundir, hermiþjálfun og fyrirlestrar eru á dagskrá yfir veturinn. Starfshlutfall er 80-100% með einhverjum undantekningum.

Menntadeild Landspítala skipuleggur starfsþróunarárið með hliðsjón af stöðlum frá American Association of Colleges of Nursing. 

Markmið starfsþróunarárs

 • Auka öryggi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í starfi
 • Auka hæfni til að takast á við áskoranir starfsins
 • Stuðla að auknum gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga
 • Auka starfsánægju og festu í starfi
 • Efla faglegar áherslur og fjölbreytni í hjúkrun
 - Mynd

Læknir á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi læknis á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Starfsvettvangur er bæði á heilsugæslu og bráðalegudeild. Starfið hentar lækni með sérfræðiviðurkenningu í heilsugæslulækningum eða öðrum sérgreinum, svo sem lyflæknisfræði.  

 - Mynd

Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er staða yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi.  

 - Mynd

Störf heilsugæslulækna á Snæfellsnesi

Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst eru til umsóknar tvö störf heilsugæslulækna á vestanverðu Snæfellsnesi.  Á svæðinu eru tvær mjög vel útbúnar heilsugæslustöðvar; í Ólafsvík og  Grundarfirði. 

 - Mynd

Lektor í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í lyflæknisfræði á fræðasviði lyflækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að umsækjandi sé við störf á Landspítala og hafi þar aðstöðu á lyflækningasviði til að sinna klínískri kennslu læknanema.

Starfið var auglýst áður með umsóknarfresti til 15. apríl en er nú auglýst aftur með framlengdum umsóknarfresti til 18. maí 2021. 

 - Mynd

Dósent í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 37% starf dósents í lyflæknisfræði á fræðasviði lyflækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf dósents er að umsækjandi sé við störf á Landspítala og hafi þar aðstöðu á lyflækningasviði til að sinna klínískri kennslu læknanema.

Starfið var auglýst áður með umsóknarfresti til 15. apríl en er nú auglýst aftur með framlengdum umsóknarfresti til 18. maí 2021. 

 - Mynd

Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. SAk er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Sjúkrahúsið er alþjóðlega vottað af DNV-GL og styðst við ISO vottað gæðakerfi. Staðan er frá 1. Júlí 2021 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Oddur Ólafsson forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - tímabundið

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann tímabundið við hjúkrun á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 60% eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - framtíðarstarf

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í framtíðarstarf á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 80% eða sakvæmt samkomulagi. Staðan veitist frá og með 1. maí nk.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Sjúkraliði - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 50% eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á virkum dögum.

 - Mynd

Dósent í strúktúrjarðfræði og tektóník

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf dósents í strúktúrjarðfræði og tektóník við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Leitað er að einstaklingi með mjög góða reynslu í rannsóknum og með mikla möguleika á að koma á fót bæði öflugum rannsóknum á heimsmælikvarða sem og kennslu í strúktúrjarðfræði og tektóník.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann tímabundið í aðhlynningu á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Staðan veitist í eitt ár. Starfshlutfall er 80% eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira