Hoppa yfir valmynd

Starfatorg - laus störf hjá ríkinu

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C - Mynd

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Í boði er spennandi og þroskandi starf fyrir áhugasama. Um er að ræða 100% starf ráðgjafa/ stuðningsfulltrúa sem er laust 15. febrúar 2022 eða eftir samkomulagi. 

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndarfræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu teymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er á breytilegum dag-, kvöld- og næturvöktum og aðra hverja helgi.

Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á bráðaöldrunarlækningadeild - Mynd

Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á bráðaöldrunarlækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi? 

Við leitum eftir 1.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag (20-80%). Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Ráðið er í störfin í febrúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi. 

Deildin er 22 rúma og er meginstarf deildarinnar greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Markvisst er unnið að umbótum í starfi og umhverfi og höfum við lagt áherslu á byltuvarnir, sýkingavarnir og fyrirbyggingu lyfjaatvika. 

Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi. Við leggjum okkur fram við að þjónustan við skjólstæðinga okkar sé til fyrirmyndar, öryggi þeirra sé tryggt og að þeim sé sýnd hlýja og umhyggja. Í boði er góð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Við tökum vel á móti nýju fólki og lofum góðri aðlögun.

Héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis - Mynd

Héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis

Matvælastofnun
Vesturland/Norðurland / Stjórnunarstörf

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf héraðsdýralæknis Norðvestur­umdæmis. Um fullt starf er að ræða með áherslu á stjórnun og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Héraðsdýralæknir stýrir starfsmönnum umdæmis en meginhlutverk starfsmanna er að sinna eftirliti. Héraðsdýralæknir vinnur að aukinni velferð og bættu heilbrigði og sjúkdómavörnum dýra og manna í umdæminu og stýrir stjórnvaldsaðgerðum.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Sólvangi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í tímabundið starf til níu mánuða. Starfshlutfall er 60-80%. Ráðið verður í starfið frá 15. febrúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Sérfræðilæknir í kvenlækningateymi Landspítala - Mynd

Sérfræðilæknir í kvenlækningateymi Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í kvenlækningateymi kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.  Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. apríl 2022 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf við almennar góðkynja kvenlækningar annars vegar og hins vegar í endometriosu teymi ásamt vinnu í almennum kvenlækningum. Starfið felst í göngudeildarþjónustu, bráðaþjónustu, legudeildarþjónustu og aðgerðum og því mikilvægt að hafa góða reynslu á þessu sviði. 

Í kvenlækningateyminu er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu tengt sjúkdómum í kvenlíffærum, auk þess er náin samvinna með fæðingarteymi Landspítala, þar sem samstarf er um læknisþjónustu utan dagvinnutíma með sérfræðilæknum fæðingarteymis.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í teymis- og gæðastarfi í kvenlækningarteymi á undanförnum árum og mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn til að taka þá í áframhaldandi þróun sérgreinarinnar ásamt undirbúningi við flutning sérgreinarinnar í nýjan spítala.

Lífeindafræðingur á rannsóknadeild - Mynd

Lífeindafræðingur á rannsóknadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða lífeindafræðings á rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Starfshlutfall er 80-100% í dagvinnu auk bakvaktaskyldu. Lögð er áhersla á góða samvinnu við alla starfshópa. Staðan er laus frá nú þegar eða eftir samkomulagi. 

Næsti yfirmaður er Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur rannsóknadeildar. 

Rannsóknadeildin sinnir þjónustu við Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæsluna á Akureyri ásamt sjúkrahúsum og heilsugæslum á Norðausturlandi.

Teymisstjóri geðheilsuteymis Vesturlands - Mynd

Teymisstjóri geðheilsuteymis Vesturlands

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir sálfræðingi til þess að taka að sér tímabundna stöðu teymisstjóra geðheilsuteymis Vesturlands. Um er að ræða 80-100% stöðu í ár. Leitað er að starfskrafti með reynslu af því að starfa í geðheilbrigðiskerfinu. Nauðsynlegur bakgrunnur er menntun og starfsleyfi  sem sálfræðingur. Starfsstöð er á Akranesi eða umsemjanleg á öðrum starfsstöðvum HVE.

Starfið felst fyrst og fremst í að leiða uppbyggingu geðheilbrigðisteymis á starfssvæði HVE í samstarfi við geðlækni teymis og yfirsálfræðing. Viðkomandi mun einnig sinna meðferðarstörfum innan teymis. Starfið er hluti af skipulagsbreytingum innan geðheilbrigðisþjónustu HVE. 

Ertu snillingur í málefnum erlendra starfsmanna? - Mynd

Ertu snillingur í málefnum erlendra starfsmanna?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Mönnunar- og starfsumhverfisdeild Landspítala vill ráða jákvæðan og metnaðarfullan einstakling til að sjá um málefni erlendra starfsmanna. Meðal verkefna eru aðstoð við ráðningar, annast umsýslu gagna ásamt því að styðja við erlenda starfsmenn og stjórnendur við aðlögun í starfið. Viðkomandi þarf að hafa mjög ríka þjónustulund og hafa gaman af því að vinna með fólki. 

Mönnunar- og starfsumhverfisdeild heyrir undir skrifstofu mannauðsmála og mun viðkomandi starfa í mönnunarteymi sem er eitt af þremur teymum deildarinnar. Helstu verkefni deildarinnar eru m.a. mótun og innleiðing verklags við mönnun, þ.e. öflun umsækjenda og ráðningaferla, auk þróunarvinnu við vinnuskipulag og vaktakerfi og umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsmanna. Einnig sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, starfsumhverfiskönnunum og umbótaverkefnum á sviði starfsumhverfis, vinnuverndar og öryggismála.

Starfshlutfall er 100% og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er frábær vinnuaðstaða, fyrsta flokks mötuneyti og stytting vinnuvikunnar. 

Umsjónar- og eftirlitsmaður á Austursvæði - Mynd

Umsjónar- og eftirlitsmaður á Austursvæði

Vegagerðin
Austurland / Sérfræðistörf

Vegagerðin auglýsir eftir umsjónar- og eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á Austursvæði. 

Um er að ræða fullt starf á svæðisstöð á Reyðarfirði. 

Aðstoðarmaður á tæknideild á Reyðarfirði - Mynd

Aðstoðarmaður á tæknideild á Reyðarfirði

Vegagerðin
Austurland / Skrifstofustörf

Laust er starf aðstoðarmanns á tæknideild Vegagerðarinnar á Austursvæði með starfsstöð á Reyðarfirði. 

 

 

Deildarstjóri umsjónardeildar á Suðursvæði - Mynd

Deildarstjóri umsjónardeildar á Suðursvæði

Vegagerðin
Suðurland / Sérfræðistörf

Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi á til að sinna starfi deildarstjóra umsjónardeildar á Suðursvæði. Um er að ræða fullt starf og starfstöðin er á Selfossi. 

 

Tímavinna/íhlaupavinna á rannsóknadeild - Mynd

Tímavinna/íhlaupavinna á rannsóknadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna aukins álags við greiningu á Covid sýnum óskar rannsóknadeild við Sjúkrahúsið á Akureyri eftir nemum eða öðrum sem uppfylla skilyrði í tímavinnu. Rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri sinnir greiningu á Covid sýnum fyrir Heilsugæsluna á Akureyri ásamt sjúkrahúsum og heilsugæslum á norðausturlandi. 

Störfin eru laus nú þegar. Unnið er í tímavinnu og verður kallað inn eftir þörfum, og gæti útkall átt sér stað með stuttum fyrirvara. Lögð er áhersla á góða samvinnu við alla starfshópa.

Næsti yfirmaður er Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur rannsóknadeildar. 

Verkefnastjóri vef- og markaðsmála á Heilbrigðisvísindasviði - Mynd

Verkefnastjóri vef- og markaðsmála á Heilbrigðisvísindasviði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra vef- og markaðsmála á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Við leitum að metnaðarfullri og hugmyndaríkri manneskju í markaðs- og kynningarteymi Heilbrigðisvísindasviðs til að gegna nýju, lifandi og skemmtilegu starfi og vinna í takt við stefnu sviðsins og Háskóla Íslands HÍ26. 

Sérfræðingur á hönnunardeild með áherslu á stýringu hönnunar - Mynd

Sérfræðingur á hönnunardeild með áherslu á stýringu hönnunar

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið/Norðurland / Sérfræðistörf

Laus eru til umsóknar þrjú fjölbreytt störf sérfræðinga á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Reykjavík eða Akureyri. Sóst er eftir þekkingu og reynslu af verkefnisstjórn og hönnun samgöngumannvirkja, sérstaklega í þéttbýli.

 

Óskum eftir starfsfólki til að taka þátt í baráttunni gegn Covid-19 - Mynd

Óskum eftir starfsfólki til að taka þátt í baráttunni gegn Covid-19

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir starfsmönnum til að taka þátt í sýnatökum vegna Covid-19. Um er að ræða störf í tímavinnu. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um störf á höfuðborgarsvæðinu er að ræða. Unnið er úr umsóknum jafnt og þétt er þær berast. 

Einungis er tekið við umsóknum inn á starfatorg.is og alfred.is

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á geðþjónustu Landspítala - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á geðþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Við viljum ráða heilbrigðisgagnafræðing til starfa sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í þverfaglegu umhverfi geðþjónustu Landspítala. Innan geðþjónustunnar starfar samhent teymi starfsmanna sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn vegna geðrænna sjúkdóma. 

Leitum eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er lausnamiðaður, þjónustulipur, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Unnið er virka daga frá kl. 8-16. Ráðið er í starfið frá  1. mars 2022 eða eftir samkomulagi.

Fulltrúi í deild vörustýringar og viðhalds hjálpartækja - Mynd

Fulltrúi í deild vörustýringar og viðhalds hjálpartækja

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkratryggingar Íslands leita að öflugum starfsmanni í deild vörustýringar og viðhalds hjálpartækja. Hlutverk deildarinnar er umsjón með hjálpartækjum, s.s. innkaupum, endurnýtingu, innköllunum, þrifum, birgðastýringu, viðhaldi og dreifingu ásamt gæðaeftirliti með ytri þjónustuaðilum sem sinna viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. 

Leitað er eftir einstaklingi með ríka þjónustulund, sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja þekkingu, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt eða í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf frá 8:00 til 15:12 og boðið er upp á góðan sveigjanleika. Starfið felur í sér mikil fjölbreytt og krefjandi verkefni og mikil samskipti. 

Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Starfsfólk nýtur hlunninda, s.s. íþróttastyrks og samgöngustyrks vegna vistvænna samgangna. 

 

Verkefnisstjóri í fjármálum og bókhaldi - Mynd

Verkefnisstjóri í fjármálum og bókhaldi

Raunvísindastofnun Háskólans
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitum við að öflugum liðsauka í fjármála- og bókhaldsteymið okkar.

Raunvísindastofnun Háskólans er ein öflugasta rannsóknastofnun landsins og sinnir grunnrannsóknum á sviði raunvísinda, s.s. eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðfræði. Stofnunin starfar í alþjóðlegu vísindaumhverfi og eru bæði Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun hluti af henni. Starfsemi stofnunarinnar er hluti af Verkfræði- og Náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

Raunvísindastofnun býður upp á fjölbreytt og spennandi starfsumhverfi í nánum tengslum við fræðasamfélagið. Nýr liðsmaður mun tilheyra öflugu teymi sem er ábyrgt fyrir rekstri og fjármálum stofnunarinnar og starfa náið með framkvæmdastjóra, rekstrarstjórum og bókhaldi. Starfið felur einnig í sér að aðstoða vísindamenn við að hafa yfirsýn yfir fjármál rannsóknaverkefna. Starfið reynir á lausnamiðaða hugsun og skipulagshæfni og því kjörið fyrir drífandi og metnaðarfulla einstaklinga.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi tímabundið í 80-100% starf til eins árs. Ráðið verður í starfið frá 15. febrúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Heilsugæslan Efstaleiti leggur áherslu á þverfaglega teymisvinnu. Góður starfsandi er á stöðinni og öflugt félagslíf, starfsaðstaða og starfsumhverfi eru til fyrirmyndar.

Öflug kennsla sérnámshjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun, hjúkrunarnema, sálfræðinema, sérnámslækna í heimilislækningum, kandidata og læknanema fer fram á stöðinni í akademísku umhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á rannsóknir og gæðastarf. Starfsmenn taka almennt þátt í rannsókna- og gæðastarfi.
Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Má sem dæmi nefna sykursýkismóttöku, lífsstílsmóttöku, fjölskylduteymi og heilsuvernd eldra fólks.

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Selfossi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.  Um er að ræða afar fjölbreytta starfseiningu með góðum starfshópi.  Verið er að stækka deildina vegna mikilla umsvifa og vantar fleira gott fólk í okkar hóp.

Sjúkraþjálfari - Fjölbreytt, þverfagleg vinna á endurhæfingardeild - Mynd

Sjúkraþjálfari - Fjölbreytt, þverfagleg vinna á endurhæfingardeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraþjálfun óskar eftir sjúkraþjálfara til starfa á Grensási. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Hér gefst tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og vera hluti af öflugri liðsheild. Mikil áhersla er lögð á færnismiðaða nálgun í þverfaglegri teymisvinnu og skilvirkar umbætur. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi, unnið er í dagvinnu virka daga. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Sjúkraþjálfarar sinna fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefst því góð tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á fagþróun, rannsóknir og kennslu heilbrigðisstétta og þverfaglegt samstarf. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Almennur læknir - Heilsugæslan Grafarvogi - Mynd

Almennur læknir - Heilsugæslan Grafarvogi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf almenns læknis við Heilsugæsluna Grafarvogi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. febrúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Heilsugæslan Grafarvogi er staðsett í nýlegu húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi eru einnig starfrækt tvö geðheilsuteymi á vegum HH. Þessi ánægjulega sambúð með geðteymunum gerir stöðina félagslega og fræðilega að einkar áhugaverðum vinnustað. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, Læknir - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, Læknir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi við yfirlækni. Til greina kemur að ráða til skemmri tíma sé þess óskað. 

Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina. Góð reynsla hefur verið af teymis-samstarfi læknis og hjúkrunarfræðings, sem snýr að móttöku, eftirfylgd og utanumhaldi. Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfsstöð.

Yfirlæknir gigtlækninga - Mynd

Yfirlæknir gigtlækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starf yfirlæknis gigtlækninga á Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Næsti yfirmaður er forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu á meðferðarsviði.

Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. apríl 2022 eða eftir nánara samkomulagi. 

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Grafarvogi - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Grafarvogi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Grafarvogi. Um 80-100% ótúmabundið starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. febrúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Heilsugæslan Grafarvogi er staðsett í nýlegu húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi eru einnig starfrækt tvö geðheilsuteymi á vegum HH.

Þessi ánægjulega sambúð með geðteymunum gerir stöðina félagslega og fræðilega að einkar áhugaverðum vinnustað. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf.

Sumarstörf 2022 - Rannsóknadeild SAk - Lífeindafræðingur/nemi - Aðstoðarmaður - Ritari - Mynd

Sumarstörf 2022 - Rannsóknadeild SAk - Lífeindafræðingur/nemi - Aðstoðarmaður - Ritari

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Önnur störf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður lífeindafræðings, aðstoðarmanns og ritara á rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur.

Sumarafleysingar - Starfsmaður í eldhús SAk - Mynd

Sumarafleysingar - Starfsmaður í eldhús SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Önnur störf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar almennar stöður starfsmanna í eldhúsi. 

Næsti yfirmaður er Haukur Geir Gröndal forstöðumaður eldhúss.

Sumarafleysing - Matartæknir í eldhús SAk - Mynd

Sumarafleysing - Matartæknir í eldhús SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Vegna sumarafleysinga er laus til umsóknar staða matartæknis í eldhúsi Sjúkrahússins á Akureyri.

Næsti yfirmaður er Haukur Geir Gröndal forstöðumaður eldhúss.

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús Hjúkrunarheimilisins Hulduhlíð í sumarafleysingu.. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Starfsmaður í þjónustudeild - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2021 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingu/þvottahúsi hjúkrunarheimilisins Hulduhlíð í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. 

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð Eskifirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir framsæknum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á krabbameinshjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Í boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Starfið er laust frá 1. mars 2022 eða samkvæmt samkomulagi.

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut þjónar sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein. Á deildinni starfa um 30 manns og lögð er áhersla á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Hjúkrunarfræðingarnir eru með fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Áhugasamir eru hvattir að að hafa samband við Þórunni deildarstjóra.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í 80 - 100% starfshlutfall í vaktavinnu á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. 

Gjörgæsludeild tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. 

Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.

Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við nýstofnaða upplýsingamiðstöð HH. Um er að ræða 80-100% tímabundið starf til eins árs. Að mestum hluta er starfið á dagvinnutíma en með stöku kvöld- og helgarvöktum. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 15. febrúar eða eftir nánara samkomulagi. 

Upplýsingamiðstöð HH hefur tvíþætt hlutverk: 

Að þjónusta þau sem þangað leita hvort sem er í síma eða netspjalli á heilsuvera.is, þannig að málin séu leyst eða komið í viðeigandi farveg. Öllum erindum er sinnt hvaðan úr heiminum sem þau koma.

Skrifa, viðhalda og þróa þekkingarvef heilsuveru sem kemur á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu, áhrifaþætti heilbrigðis, sjúkdóma, frávik og einkenni.

Símsvörun og netspjallið er opið alla daga frá kl. 8 til 22.

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi á lyflækningadeild - Starfsþróunarár - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi á lyflækningadeild - Starfsþróunarár

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings en einnig kemur til greina að ráða inn 4 árs hjúkrunarnema. Staðan er laus frá 01.05.2022 eða eftir samkomulagi. 

Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm yfir 10 mánaða tímabil með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum lyflækningadeildar. 
Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild.

Lyflækningadeildin er 23 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: hjartasjúkdómar, lungnasjúkdómar, krabbameins og líknandi meðferð, meltingarfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, taugasjúkdómar og innkirtlasjúkdómar. Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. 

Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan lyflækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni. 

Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun lyflækninga og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum. Má þar nefna úrlestur á taktstrimlum, hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir, undirbúningur útskriftar, líknar hjúkrun og líknandi meðferð.

Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Tímabilinu er skipt upp í fimm lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á almennri göngudeild s.s. speglunum, lyfjagjöfum og sáramóttöku. 

 • Kynning á helstu starfsemi deildarinnar og umhverfi
 • Hjúkrun hjarta og lungnasjúklinga, kynning á móttöku og fræðsla um úrlestur á takttruflunum
 • Hjúkrun krabbameinssjúklinga og líknandi meðferð, einnig verður kynning á göngudeild
 • Hjúkrun  og almenn fræðsla, kynning á fræðsluefni og speglunum.
 • Sýkingar og sárameðferð, kynning á þjónustu sáramóttöku
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, Sjúkraþjálfari - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, Sjúkraþjálfari

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík auglýsir tímabundið lausa stöðu sjúkraþjálfara á sjúkrasviði í 40% hlutfalli. Ráðningartími er frá 1. mars og er staðan laus í eitt ár. Auk þess hefur viðkomandi kost á því að leigja aðstöðu til að reka sjúkraþjálfun á eigin vegum meðfram starfi við stofnunina. 

Varðstjórar í öryggisdeild hjá embætti ríkislögreglustjóra - Mynd

Varðstjórar í öryggisdeild hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Í öryggisdeild embættis ríkislögreglustjóra eru lausar til umsóknar fjórar stöður varðstjóra. Starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. mars 2022 með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.  Um er að ræða 100% starf.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónstudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra- Breiðholt - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra- Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar ótímabundin staða sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

 Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sumarafleysingar á myndgreiningadeild SAk - Geislafræðingar/geislafræðinemar - Mynd

Sumarafleysingar á myndgreiningadeild SAk - Geislafræðingar/geislafræðinemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sumarafleysingastöður geislafræðinga á myndgreiningardeild eru lausar til umsóknar. 

Næsti yfirmaður er Elvar Örn Birgisson, forstöðugeislafræðingur.

Sjúkraliði - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSINGAR 2022 - Mynd

Sjúkraliði - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSINGAR 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Gæðastjóri á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala - Mynd

Gæðastjóri á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf gæðastjóra við erfða- og sameindalæknisfræðideild á rannsóknaþjónustu Landspítala.

Á erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) fer fram fjölbreytt starfsemi. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og er hún eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Deildin rekur sérhæfðar rannsóknarstofur til að greina erfðasjúkdóma, meta erfðaáhættu og í fósturskimun og nýburaskimun. Notaðar eru margvíslegar rannsóknartegundir í lífefnaerfðafræði, sameindaerfðafræði, litningarannsóknum og erfðamengisrannsóknum. Á ESD er einnig göngudeild og erfðaráðgjafareining.

Á ESD fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans. Deildin er í formlegum tengslum við lífefna- og sameindalíffræðasvið læknadeildar Háskóla Íslands.

Vinnuandinn á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.

Forstöðumaður þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi - Mynd

Forstöðumaður þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi

Vinnumálastofnun
Norðurland/Austurland / Stjórnunarstörf

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu forstöðumanns þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi með aðsetur á Akureyri. 

Sviðsstjóri gagna og miðlunar - Mynd

Sviðsstjóri gagna og miðlunar

Hafrannsóknastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Hafrannsóknastofnunin leitar eftir öflugum einstaklingi til þess að leiða nýtt svið gagna og miðlunar hjá stofnuninni.

Svið gagna og miðlunar er eitt af stoðsviðum stofnunarinnar og telur 29 starfsmenn. Aðalstarfsstöð sviðsins er í Hafnarfirði en hluti starfsmanna er staðsettur á minni starfstöðvum stofnunarinnar víða um land. Verkefni sviðsins eru gæða- og skjalastjórnun, miðlun, upplýsingatækni og gagnagrunnar. Undir sviðið falla jafnframt, sýnataka og úrvinnsla sýna. 
Sviðsstjóri situr í framkvæmdarstjórn stofnunarinnar.

Sérfræðingur í heimilislækningum - HH Seltjarnarnes og Vesturbær - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - HH Seltjarnarnes og Vesturbær

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar ótímabundin staða sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% en möguleiki er á minna starfshlutfalli. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nýsköpun og framþróun. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ þjónar fyrst og fremst íbúum á Seltjarnarnesi og Reykvíkingum í Vesturbæ sunnan Hringbrautar en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sumarafleysingar á bráðamóttöku SAk - Móttökuritari - Mynd

Sumarafleysingar á bráðamóttöku SAk - Móttökuritari

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður móttökuritara við bráðamótöku Sjúkrahússins á Akureyri. Mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf í kringum 20. maí nk.

Næsti yfirmaður er Kristín Ragnarsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur bráðamóttöku.

Sumarafleysing á barnadeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysing á barnadeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna stöður hjúkrunarfræðinga og/eða 3ja árs hjúkrunarnema við barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Aðalheiður Guðmundsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur.

Sumarafleysingar á almennri göngudeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar á almennri göngudeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar 80% stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema (skulu helst hafa lokið 3 árum í hjúkrun) við almennu göngudeildina á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða hjúkrunarstörf við móttöku dagsjúklinga, meltingarspeglun og heimahlynningu. 

Næsti yfirmaður er Inga Margrét Skúladóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur almennu göngudeildarinnar.

Móttökuritari rannsóknardeild - Mynd

Móttökuritari rannsóknardeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða móttökuritara á rannsóknardeild. Um er að ræða 100% stöðu frá og með 1. maí 2022.

Næsti yfirmaður er Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur á rannsóknardeild.

Sumarafleysing á almennri göngudeild SAk - Starfsmaður í aðstoð - Mynd

Sumarafleysing á almennri göngudeild SAk - Starfsmaður í aðstoð

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga er laus til umsóknar staða starfsmanns í aðstoð á almennu göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Inga Margrét Skúladóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur almennu göngudeildarinnar.

Sumarafleysing á almennri göngudeild SAk - Móttökuritari - Mynd

Sumarafleysing á almennri göngudeild SAk - Móttökuritari

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga er laus til umsóknar staða móttökuritara á almennri göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Inga Margrét Skúladóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur almennu göngudeildarinnar.

Flokksstjóri Reyðarfirði - Mynd

Flokksstjóri Reyðarfirði

Vegagerðin
Austurland / Önnur störf

Starf flokkstjóra við þjónustustöðina á Reyðarfirði er laust til umsóknar.

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

HSA óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í eldhús Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - Mynd

Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa á bráðamóttöku HSU á Selfossi, um er að ræða tímabundin störf til reynslu
 • Bráðamóttakan er hratt vaxandi starfsemi innan HSU
Hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild bæklunarskurðlækninga - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild bæklunarskurðlækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild bæklunarskurðlækninga í Fossvogi. Deildin er göngudeild (fyrrum endurkomudeild BMT) og þjónar sjúklingum vegna áverka á stoðkerfi. Þar starfa um 15 manns í þverfaglegu teymi, á deildinni ríkir góður starfsandi og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.  

Starfið er laust frá 1. mars 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í dagvinnu. Aðlögun er með reyndum hjúkrunarfræðingum og starfið gefur góða möguleika á starfsþróun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Sumarafleysingar á skurðlækningadeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar á skurðlækningadeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema (verða að hafa lokið 2 árum í hjúkrun) við skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Möguleiki er á fastráðningu.

Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Uppsali Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérfræðingur í vísindamiðlun - Mynd

Sérfræðingur í vísindamiðlun

Landgræðsla ríkisins
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Landgræðslan leitar að fjölhæfum og lausnamiðuðum einstaklingi til að halda utan um gerð fræðsluefnis, miðla upplýsingum um viðfangsefni okkar, sjá um vefsíðu og samfélagsmiðla og sinna ritstjórn og útgáfumálum. Starfið felur í sér fjölbreytt samskipti og samstarf, bæði innanhúss og utan. Ráðningin er til eins árs, með möguleika á framlengingu. 

Hlutverk Landgræðslunnar er að vernda og endurheimta vistkerfi landsins og stuðla að sjálfbærri landnýtingu. Fjölbreytt og virk vistkerfi gegna lykilhlutverki, meðal annars til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í gegnum kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri, til að bæta vatnsmiðlun, jarðvegs-og loftgæði og til að framleiða fæðu og aðrar nytjar.

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Sólvangi - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Sólvangi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-90% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Sólvangi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Sjúkraliðar á kviðarhols- og þvagfæra skurðdeild Landspítala - Mynd

Sjúkraliðar á kviðarhols- og þvagfæra skurðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða sjúkraliða til starfa í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG og bjóðum nýútskrifaða sjúkraliða jafnt sem reynslubolta velkomna. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma). Störfin laus frá 1. mars 2022. 

Á deildinni starfar kraftmikill hópur í þverfaglegu teymi og sinna sjúklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og þvagfærum. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á einstaklingsbundna aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta eða að hámarki í 32 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Sumarafleysingar á skurðlækningadeild SAk - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - Mynd

Sumarafleysingar á skurðlækningadeild SAk - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða og/eða sjúkraliðanema við skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Iðjuþjálfi - fjölbreytt afleysingastarf á Laugarásnum, meðferðargeðdeild - Mynd

Iðjuþjálfi - fjölbreytt afleysingastarf á Laugarásnum, meðferðargeðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins!
Iðjuþjálfun auglýsir laust til umsóknar afleysingastarf til eins árs. Við viljum ráða öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi á Landspítala og bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan iðjuþjálfa í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu.

Laugarásinn er meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára með geðrofssjúkdóma á byrjunarstigi. Þungamiðja starfsemi Laugarássins er dagdeild þar sem tæplega 100 einstaklingar sækja þjónustu en í húsinu að Laugarásvegi er einnig legudeild fyrir 7 einstaklinga. Starfsemi deildarinnar einkennist af góðum starfsanda og virkri og stöðugri framþróun. 

Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að búa yfir skapandi hugsun og hafa metnað og áhuga á að starfa við endurhæfingu ungra einstaklinga. Starf iðjuþjálfa á Laugarásnum er fjölbreytt og skemmtilegt. Unnið er eftir þjónusuferli Fisher (OTIPM). 

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Verkefnisstjóri kolefnisverkefna - Mynd

Verkefnisstjóri kolefnisverkefna

Skógrækt ríkisins
Austurland / Sérfræðistörf

Verkefnisstjóri kolefnisverkefna tekur þátt í þróun vottunarferla vegna kolefnisbindingar með skógrækt, mótar verkefni í kolefnisbindingu með innlendum og erlendum aðilum, vinnur samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar, tekur þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur, Verkefnisstjórinn er í góðum tengslum við stjórnendur og aðra starfsmenn.

Verkefnisstjóri stafrænna lausna og plöntuflutninga - Mynd

Verkefnisstjóri stafrænna lausna og plöntuflutninga

Skógrækt ríkisins
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Verkefnisstjóri stafrænna lausna og plöntuflutninga vinnur að þróun stafrænna lausna tengdum skógrækt, sér um skipulag og framkvæmd plöntuflutninga, tekur þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur. Verkefnastjórinn starfar samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar og er í góðum tengslum við stjórnendur og aðra starfsmenn. 

Sumarafleysingar á geðdeild SAk - Aðstoðarmenn - Mynd

Sumarafleysingar á geðdeild SAk - Aðstoðarmenn

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður aðstoðarmanna við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar.

Starfsmaður í þjónustudeild - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2021 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingu/þvottahúsi hjúkrunarheimilisins Uppsala í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. 

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús Hjúkrunarheimilisins Uppsali í sumarafleysingu.. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lífeðlisfræði við Lífeðlisfræðistofnun Læknadeildar Háskóla Íslands. 

 

Sumarafleysingar á geðdeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar á geðdeild SAk - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarnema við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar.

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild Landakoti - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við auglýsum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á hjúkrun aldraðra, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfiÍ boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Upphaf starfs samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Aðstoðardeildarstjórinn starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.

Öldrunarlækningadeild K2 Landakoti er 16 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild fyrir sjúklinga sem koma frá bráðadeildum Landspítala. Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur og góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun í starfi og umhverfi og höfum við lagt áherslu á byltuvarnir, sýkingavarnir og fyrirbyggingu lyfjaatvika.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir hjúkrunarstjóra við heilsugæslu Rangárþings. - Mynd

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir hjúkrunarstjóra við heilsugæslu Rangárþings.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Stjórnunarstörf
 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir hjúkrunarstjóra við heilsugæslu Rangárþings
 • Um er að ræða 100% stöðu sem er laus frá 01.apríl 2022
 • Heilsugæsla Rangárþings er rekin á tveimur stöðum, Hellu og Hvolsvelli
 • Þar er veitt öll almenn heilsugæsluþjónusta
 • Stöðin þjónar um 3000 íbúum í Rangárvallasýslu og hluta Vestur-Skaftafellssýslu
Aðstoðardeildarstjóri - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. 

HSN Sauðárkrókur - Hjúkrunarfræðingar - Mynd

HSN Sauðárkrókur - Hjúkrunarfræðingar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Sumarafleysingar á lyflækningadeild SAk - Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi - Mynd

Sumarafleysingar á lyflækningadeild SAk - Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur lyflækningdeildar.

Verkefnisstjóri samstarfsverkefna - Mynd

Verkefnisstjóri samstarfsverkefna

Skógrækt ríkisins
Vesturland/Suðurland / Sérfræðistörf

Verkefnisstjóri samstarfsverkefna hefur umsjón með samstarfsverkefnum í skógrækt með Landgræðslunni og öðrum aðilum, tekur þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur, Verkefnisstjóri vinnur samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar og er í góðum tengslum við stjórnendur og aðra starfsmenn. 

Staða lögreglumanns við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra - Mynd

Staða lögreglumanns við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Lögreglustjórinn á Norðurl vestra
Norðurland / Löggæslustörf

Hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra er laus til umsóknar staða lögreglumanns með starfsstöð á Blönduósi. Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðuna frá og með 15. febrúar nk.

Helstu upplýsingar um vinnustaðinn

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Stofnunin er eitt níu lögregluumdæma landsins sem ákveðin eru í lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um umdæmi lögreglustjóra nr. 1150/2014. Hjá embættinu starfa nú liðlega 20 starfsmenn, þar af 16 lögreglumenn. Lögð er m.a. áhersla á opin og jákvæð samskipti, gagnsæi, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, framúrskarandi þjónustu, vilja til samvinnu og samstarfs og starfsþróun.   

Í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Aðalstöð lögreglustjóra er á Sauðárkróki. Einnig eru lögreglustöðvar á Blönduósi og Hvammstanga. 

Sumarafleysingar á lyflækningadeild SAk - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - Mynd

Sumarafleysingar á lyflækningadeild SAk - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða/sjúkraliðanema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur lyflækningdeildar.

Sumarafleysingar á geðdeild SAk - Sjúkraliðar/nemar - Mynd

Sumarafleysingar á geðdeild SAk - Sjúkraliðar/nemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar.

Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSINGAR 2022 - Mynd

Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSINGAR 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Teymisstjóri Dublinteymis - Mynd

Teymisstjóri Dublinteymis

Útlendingastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Útlendingastofnun leitar að teymisstjóra til að leiða Dublinteymi á verndarsviði stofnunarinnar. Verndarsvið hefur það hlutverk að afgreiða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi. Helstu verkefni teymisstjóra Dublinteymis eru dagleg stjórnun teymisins, að tryggja að stjórnsýsluákvarðanir teymisins séu faglegar, vandaðar og í samræmi lög, að málsmeðferð sé skilvirk, hvetja og virkja starfsfólk til umbóta og mynda góðan liðsanda.

Teymisstjóri Dublinteymis þarf að búa yfir leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymisstjóri skal hafa góða þekkingu á Dublin- og verndarmálum, reynslu af opinberri stjórnsýslu og vera reiðubúinn að taka þátt í og vinna að stöðugum umbótum. Teymisstjóri heyrir undir sviðsstjóra verndarsviðs Útlendingastofnunar.

Í boði er áhugavert starf á spennandi vinnustað sem er á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá Útlendingastofnun starfar um 90 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Útlendingastofnun leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands - Verkefnastjóri rafrænna sjúkraskrárkerfa - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands - Verkefnastjóri rafrænna sjúkraskrárkerfa

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir nýtt starf verkefnastjóra rafrænna sjúkraskrárkerfa. 

Hægt er að sinna starfinu frá hvaða megin starfsstöð HSN sem er. 

Rektor - Mynd

Rektor

Hólaskóli
Norðurland / Stjórnunarstörf

Embætti rektors við Háskólann á Hólum er laust til umsóknar.

Leitað er að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga í krefjandi og fjölbreytt starf rektors. Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á háskólamálum og skýra framtíðarsýn fyrir akademískt hlutverk skólans. Rektor er æðsti stjórnandi háskólans og talsmaður hans út á við.

Kerfisstjóri - Mynd

Kerfisstjóri

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Vegagerðin óskar eftir að ráða kerfisstjóra í fjölbreytt og áhugavert starf.

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast til starfa á blóð- og krabbameinslækningadeild við Hringbraut. Á deildinni starfar 120 manna þverfaglegur hópur sem sinnir sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein. 

Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Starfið veitist frá 15. febrúar 2022 eða eftir samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Sérhæfður starfsmaður í móttöku á gjörgæslu Fossogi - Mynd

Sérhæfður starfsmaður í móttöku á gjörgæslu Fossogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Við óskum eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan liðsmann, með ríka samskipta- og samstarfshæfni, í starf sérhæfðs starfsmanns á gjörgæslu í Fossvogi. Starfið felur í sér mikil samskipti við samstarfsmenn og sjúklinga. Um er að ræða vaktavinnu með dagvöktum í miðri viku en einnig kvöld og helgarvaktir. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár. 

Gjörgæsla heyrir undir aðgerðasvið og þar starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks við áhugaverð og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans. Deildirnar þjónar einstaklingum, bæði börnum og fullorðnum, sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum. 

Móttökuritari - Vopnafjörður - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Móttökuritari - Vopnafjörður - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu á heilsugæsluna á Vopnafirði. Hluti starfs felst í ræstingu á starfsstöð. Starfshlutfall er 100%.

Móttökuritari - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Móttökuritari - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu á Heilsugæsluna á Egilsstöðum og Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 100% eða skv. nánara samkomulagi.

Móttökuritari - Seyðisfjörður - HSA - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Móttökuritari - Seyðisfjörður - HSA - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu á heilsugæsluna á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Móttökuritari - Djúpivogur/Breiðdalsvík - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Móttökuritari - Djúpivogur/Breiðdalsvík - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu sem sinnir heilsugæslu á Djúpavogi og svörun fyrir Breiðdalsvík/Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 70% eða samkvæmt samkomulagi.

Móttökuritari - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús/Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Móttökuritari - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús/Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu hjá HSA í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Móttökuritari - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Móttökuritari - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu hjá HSA í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Aðstoðarmatráður í eldhúsi - Egilsstaðir - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmatráður í eldhúsi - Egilsstaðir - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð í mötuneytiseldhús HSA á Egilsstöðum í sumarafleysingu. Unnið er á virkum dögum og aðra hverja helgi í dagvinnu. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Seyðisfjörður - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Seyðisfjörður - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í sumarafleysingar í eldhús HSA Seyðisfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Starfsmaður í þjónustudeild - Neskaupstaður - ræstingar/þvottahús - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Neskaupstaður - ræstingar/þvottahús - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingum og/eða þvottahúsi hjá þjónustudeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi.

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Egilsstaðir - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Egilsstaðir - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í mötuneytiseldhús HSA á Egilsstöðum í sumarafleysingu. Unnið er á virkum dögum og aðra hverja helgi í dagvinnu. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Starfsmaður í þjónustudeild - Egilsstaðir - ræsting og/eða þvottahús - SUMARAFLEYSINGAR 2022 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Egilsstaðir - ræsting og/eða þvottahús - SUMARAFLEYSINGAR 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingar og/eða störf í þvottahúsi hjá þjónustudeild HSA á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

HSA óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar við aðhlynningu á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Neskaupstaður - Sjúkradeild - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Neskaupstaður - Sjúkradeild - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkruna á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við hjúkrun í sumarafleysingu á hjúkrunarheimilið Uppsali. Starfshlutfall er 50-100% eða skv. samkomulagi. 

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

Starfsmaður í þjónustudeild - Seyðisfjörður - ræsting og/eða þvottahús - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Seyðisfjörður - ræsting og/eða þvottahús - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingar og/eða störf í þvottahúsi hjá þjónustudeild HSA á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við hjúkrun í sumarafleysingu á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð. Starfshlutfall er 50-100% eða skv. samkomulagi. 

Aðstoðarmaður í aðhlynningu - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Aðstoðarmaður í aðhlynningu - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í umönnun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Starfsmaður í býtibúr - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Starfsmaður í býtibúr - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Starfsmaður óskast í sumarafleysingu fyrir býtibúr sjúkradeildar Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 50-70% og vaktavinna. 

Hjúkrunarfræðingur á nýja sérhæfða líknardeild fyrir aldraða - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á nýja sérhæfða líknardeild fyrir aldraða

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ný sérhæfð líknardeild fyrir aldraða á Landakoti óskar eftir hjúkrunarfræðingum. Við sækjumst eftir öflugum hjúkrunarfræðingum til að móta starfið frá upphafi. Hér er einstakt tækifæri fyrir reynda og nýja hjúkrunarfræðinga til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu deildarinnar. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall, vinnufyrirkomulag og upphaf starfs samkomulagsatriði. Á deildinni sem er 9 rúma er rík áhersla lögð á teymisvinnu og góður og jákvæður starfsandi ríkir á henni. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingu við heilsugæslustöðina á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 50% eða eftir samkomu lagi.

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingar hjúkrunarfræðing á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað í júní og til miðjan júlí 2020. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Vopnafjörður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Vopnafjörður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslustöðina á Vopnafirði. Staðan veitist í sex vikur. Starfshlutfall 80% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar í heilsugæslu Fjarðabyggðar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á heilsugæslustöð HSA á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild - Er þetta starf fyrir þig? - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild - Er þetta starf fyrir þig?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vegna stækkunar á deild og aukinna verkefna viljum við ráða til starfa hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG. Á deildinni vinnur frábær, skemmtilegur og samheldinn hópur starfsmanna í virkri teymisvinnu. Störfin eru laus frá 1. mars 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma).

Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingar óskast á bæklunarskurðdeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingar óskast á bæklunarskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi. Deildin er bráðadeild og þjónar sjúklingum vegna hrygg- og liðskiptaaðgerða eða áverka á stoðkerfi. Þar starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi og frábær starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við bjóðum jafnt velkomna hjúkrunarfræðinga sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Störfin eru laus frá 1. mars 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall samkomulag (50-100%).

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingar hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema á heilsugæslu í Neskaupstað. Starfshlutfall er 50% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingu á heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, ásamt nærsveitum. Starfshlutfall er 40%.

Sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild - Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild - Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara í sumarafleysinguafleysingu á Endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Um er að ræða 80-100% stöðugildi eða eftir nánara samkomulagi. 

Sérfræðilæknir í fæðingarteymi Landspítala - Mynd

Sérfræðilæknir í fæðingarteymi Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í fæðingarlækningum í fæðingarteymi kvenna- og barnaþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. apríl 2022 eða eftir nánara samkomulagi. 

Í fæðingarteyminu starfar öflugur hópur sérfræðilækna í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu til að tryggja öryggi mæðra og barna.

Sérfræðingur í geðlækningum - Geðheilbrigðisþjónusta HH - Mynd

Sérfræðingur í geðlækningum - Geðheilbrigðisþjónusta HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Spennandi starf fyrir sérfræðing í geðlækningum þar sem áhersla er á teymisvinnu og þróunarstarf.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, óskar eftir sérfræðingi í geðlækningum í geðheilsuteymi HH og í geðlæknaráðgjöf. Um er að ræða 100% ótímabundið starf í 2.stigs þjónustu við Geðheilsuteymi HH austur og Geðheilsuteymi HH suður ásamt þátttöku í ráðgjafaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni í stað geðlæknis og verður starfið þá unnið undir handleiðslu geðlæknis í náinni teymisvinnu. Geðheilsuteymi HH austur er staðsett á Stórhöfða 23 og Geðheilsuteymi HH suður er staðsett í Bæjarlind 1-3.

Hlutverk geðheilsuteyma HH er að þjónusta einstaklinga 18 ára og eldri sem glíma við geðraskanir til lengri eða skemmri tíma. Þjónusta geðheilsuteyma HH byggir á batahugmyndafræði og þverfaglegri samvinnu, þar sem stuðst er við klínískar leiðbeiningar, gagnreyndar meðferðir og valdeflingu.

Geðheilsuteymi HH eru þverfagleg og þar starfa geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, sjúkraliði, iðjuþjálfi, íþróttafræðingar ásamt þjónustu - og notendafulltrúum.

Sérfræðilæknir í gigtlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í gigtlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í gigtlækningum. Við gigtlækningar starfa sérfræðilæknar í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. 

Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu í gigtlækningum og almennum lyflækningum. Starfið veitist frá 1. mars 2022 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf er að ræða en starfshlutfall getur þó verið samkvæmt nánara samkomulagi.

Lífeindafræðingur - Rannsóknarstofa Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Lífeindafræðingur - Rannsóknarstofa Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lífeindafræðing í sumarafleysingar á rannsóknarstofu Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Um er að ræða tímabilið frá 15. maí - 1. september. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Lífeindafræðingur - Egilsstaðir - Rannsóknarstofa - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Lífeindafræðingur - Egilsstaðir - Rannsóknarstofa - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lífeindafræðing eða aðstoðarmann á rannsóknarstofu í sumarafleysingar á Heilsugæslu Egilsstaða. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sálfræðingar - Geðheilsuteymi ADHD fullorðnir - Mynd

Sálfræðingar - Geðheilsuteymi ADHD fullorðnir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir tveimur reynslumiklum sálfræðingum við Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna sem er nýtt þverfaglegt teymi sem mun sinna greiningum og meðferð einstaklinga 18 ára og eldri með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Um er að ræða ótímabundin störf þar sem starfshlutfall er samkomulagsatriði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilsuteymið verður þverfaglegt þar munu starfa yfirlæknir, hjúkrunarfræðingur og sálfræðingar. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp nýtt teymi sem sinnir einstaklingum með ADHD, þá er þetta spennandi tækifæri.

 

Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Mynd

Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Önnur störf

Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

Um er að ræða fullt starf en lægra starfshlutfall kemur til greina. Megin starfsstöð er á Selfossi. Starfið veitist frá 1 mars 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Sjúkraliði/nemi - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði/nemi - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða eða sjúkraliðanema í sumarafleysingar á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðinemi/sjúkraliðanemi í heimahjúkrun - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðinemi/sjúkraliðanemi í heimahjúkrun - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinema/sjúkraliðanema í sumarafleysingar í heimahjúkrun við heilsugæslu Egilsstaða. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sjúkraliði - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021 - Mynd

Sjúkraliði - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

Sjúkraliði í heimahjúkrun - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði í heimahjúkrun - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar í heimahjúkrun við heilsugæslu Neskaupstaðar. Starfshlutfall er samningsatriði.

Sjúkraliði í heimahjúkrun - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði í heimahjúkrun - Egilsstaðir - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar í heimahjúkrun við heilsugæslu Egilsstaða. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2021 - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

Sjúkraliðar óskast á bæklunarskurðdeild - Mynd

Sjúkraliðar óskast á bæklunarskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir metnaðarfullum sjúkraliðum í okkar góða hóp á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi og bjóðum jafnt velkomna sjúkraliða sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaða sjúkraliða. Deildin er bráðadeild og þjónar sjúklingum vegna hrygg- og liðskiptaaðgerða eða áverka á stoðkerfi. Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.  

Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus frá 1. mars 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á þrískiptum vöktum en möguleiki er á dagvinnustarfi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Ingibjörgu Hauksdóttur deildarstjóra.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar við heilsugæslu Neskaupstaðar. Starfshlutfall er 50% eða skv. samkomulagi.

Sjúkraliði - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar í heilsugæslu Fjarðabyggðar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sjúkraliði - heilsugæsla - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2022 - Mynd

Sjúkraliði - heilsugæsla - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa í heimahjúkrun heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og nærsveitum. Um er að ræða sumarafleysingu, 40% starfshlutfall.

Sérfræðingur á sviði bókhalds og innkaupa - Mynd

Sérfræðingur á sviði bókhalds og innkaupa

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Embætti ríkislögreglustjóra leitar að drífandi og öflugum einstakling með reynslu á sviði bókhalds og innkaupa. Um er að ræða 100% starf.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónstudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Verkefnastjóri ræstingar á Patreksfirði - Mynd

Verkefnastjóri ræstingar á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til starfa við ræstingar á Patreksfirði.

Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi.

Starfsmaður óskast til starfa á hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri - Mynd

Starfsmaður óskast til starfa á hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir starfsmanni í almennt starf á hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Í boði er fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Möguleiki er á starfshlutfalli frá 20 - 100% og eins er mögulegt að vera í tímavinnu. 

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast við kvenlækningar Landspítala - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast við kvenlækningar Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Við viljum ráða heilbrigðisgagnafræðing til starfa sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í þverfaglegu umhverfi kvenlækninga á Landspítala. Við kvenlækningar starfar samhent teymi starfsmanna sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn sem sinnir bráðatilfellum kvensjúkdóma sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. 

Leitum eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er lausnamiðaður, þjónustulipur, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Unnið er virka daga frá kl. 8-16. Ráðið er í starfið frá  1. febrúar 2022 eða eftir samkomulagi.

Sérhæfður starfsmaður óskast á göngudeild bæklunarskurðlækninga - Mynd

Sérhæfður starfsmaður óskast á göngudeild bæklunarskurðlækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir öflugum starfsmanni til starfa á göngudeild bæklunarskurðlækninga í Fossvogi. Í boði er skemmtileg vinna með samhentu teymi og fjölbreyttum verkefnum. Starfshlutfall er 100%, unnið er í dagvinnu frá 08-16. Starfið er laust frá 1. febrúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Móttökuritari óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Rangárþingi - Mynd

Móttökuritari óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Rangárþingi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Skrifstofustörf
 • Laust er til umsóknar 80% starf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Rangárþingi.
 • Starfstími er frá 08:00-16:00 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. febrúar 2022
Hjúkrunarfræðingur - Fjölbreytt starf á göngudeild þvagfæra - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Fjölbreytt starf á göngudeild þvagfæra

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing í fullt dagvinnustarf á göngudeild þvagfæra á 11A við Hringbraut. Starfið er laust frá 1. mars 2022 eða eftir samkomulagi.  Á göngudeild þvagfæra er sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum.  

Á deildinni er öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga, þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun hjúkrunar sérgreinanna. Mikil námstækifæri eru á deildinni og möguleiki á Urotherapauta námi í Svíþjóð árið 2023. 

Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum einstaklingbundna aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasamir hafi samband við Hrafnhildi Baldursdóttur, deildarstjóra. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra - Mynd

Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Við embætti ríkislögreglustjóra er laust til umsóknar ein staða aðstoðaryfirlögregluþjóns á þjónustuviði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn stýrir deild kerfisrekstrar sem er hluti af þjónustusviði. Deildin sinnir m.a. uppsetningu og innleiðingu á stórum tölvukerfum og daglegum rekstri þeirra. Hjá deildinni starfa 11 starfsmenn. Gert er ráð fyrir því að setja í stöðuna til reynslu í 6 mánuði frá og með 26. janúar 2022 með skipun í huga að loknu reynslutímabili. Um er að ræða 100% starf.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónstudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli 2022 - Mynd

Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli 2022

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga, starfsumhverfi og löðun heilbrigðisstarfsfólks framtíðarinnar, ásamt því að gefa raunverulegt tækifæri til að skipuleggja mönnun og hlutverk læknastéttar framtíðar. 

Tímalengd ráðninga er í samræmi við lengd vottaðs sérnáms viðkomandi greinar, 2-6 ár. Stöður eru veittar frá 27. júní 2022. Athugið þó að móttökudagur fyrir alla nýja sérnámslækna er haldinn í lok maí. 

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Það sérnám sem hér er auglýst eru einu sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfisnefnd í samræmi við reglugerð 467/2015. Annað viðurkennt sérnám er hvorki í boði á Landspítala né Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar, ásamt því að fylgja fjölþættu og tæmandi mats- og handleiðslukerfi. Bæði klínískir- og sérnámshandleiðarar hafa hlotið viðeigandi þjálfun. Fullt sérnám er í boði í almennum lyflækningum, geðlækningum, barna- og unglingageðlækningum, öldrunarlækningum og bráðalækningum. Annars er um hlutasérnám að ræða sem hentar vel áður en haldið er í frekara sérnám erlendis. Sérnám í rannsóknarlækningum og taugalækningum er í þróun. Samþykktarferli þeirra verður annað hvort lokið eða hafið við upphaf starfa. Stöður í boði innan þessara greina eru því auglýstar sem sérnám með þeim fyrirvara.

Doktorsnám er nú mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að jafnaði væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 467/2015. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn.

Almennur læknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala með áherslu á veirufræði - Mynd

Almennur læknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala með áherslu á veirufræði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf almennra lækna við sýkla- og veirufræðideild Landspítala (SVEID), aðallega á veiruhluta deildarinnar til lengri eða skemmri tíma. Ákjósanlegt er að viðkomandi geti komið til starfa sem fyrst. 

Deildin er rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríu-, veiru-, sveppa- og sníkjudýrafræði. Hún er staðsett á tveimur stöðum, við Barónsstíg og Ármúla 1a, þar sem veirufræðin er staðsett.

Sjúkraliði á taugalækningadeild - Mynd

Sjúkraliði á taugalækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir metnaðarfullum sjúkraliða til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Í boði er einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Starfshlutfall, vinnufyrirkomulag og upphaf starfs er samkomulag.  Ráðið verður í starfið frá 1. mars 2022 eða eftir samkomulagi.

Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.

Deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá embætti ríkislögreglustjóra - Mynd

Deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Við embætti ríkislögreglustjóra er laust til umsóknar ein staða deildarstjóra hugbúnaðarþróunar sem er hluti af þjónustusviði. Deildin sinnir m.a. framþróun, innleiðingu og viðhaldi upplýsingatæknikerfa fyrir embættið ásamt samþættingu upplýsingatæknikerfa við starfsemi embættisins og tengdra aðila. Deildarstjóri tekur m.a. þátt í alþjóðlegri samvinnu gagnvart Schengen samstarfinu, Frontex, Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Evrópuráðinu og ESB. Hjá deildinni starfa 5 starfsmenn. Um er að ræða 100% starf.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónstudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík - Matreiðslumaður / Matráður - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík - Matreiðslumaður / Matráður

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

HSN á Húsavík auglýsir laust starf yfirmanns í eldhúsi á HSN Húsavík. Unnið er aðra hverja helgi. Starfið er laust frá og með 01.03.2022.

HSN á Akureyri óskar eftir liðsauka í baráttunni við Covid-19 - Mynd

HSN á Akureyri óskar eftir liðsauka í baráttunni við Covid-19

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir starfsmönnum til að taka þátt í sýnatökum vegna Covid-19. Starfsmaður þarf að vera skipulagður, geta unnið í teymi og eiga auðvelt með góð samskipti.

Um er að ræða tímabundið starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um störf á Akureyri er að ræða.

Starfsfólk í umönnun óskast á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1 mars 2022 - Mynd

Starfsfólk í umönnun óskast á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1 mars 2022

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Starfsfólk í umönnun óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1. mars 2022, um er að ræða framtíðarstörf
 • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Hjúkrunarfræðingur - Án staðsetningar - Heilsugæslusvið HSA - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Án staðsetningar - Heilsugæslusvið HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Án staðsetningar / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslusviði HSA án staðsetningar. Viðkomandi getur unnið hvar sem er í heiminum, þar sem gott aðgengi er að nettengingu. Starfshlutfall er 80-100% eða eftir nánara samkomulagi. Staðan er laus frá 1.mars til 1.september 2023.

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Glæsibæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Glæsibæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Glæsibæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. febrúar eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi hjúkrunarfræðingar, heimilislæknar, ljósmæður, sálfræðingar, sjúkraþjálfari og ritarar.

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Fossvogi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Fossvogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við sækjumst bæði eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rögnu Maríu, deildarstjóra og Rut, aðstoðardeildarstjóra. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1 mars 2022 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1 mars 2022

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi, um er að ræða framtíðarstörf
 • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 80% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar og ritarar.

Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Góður starfsandi er á stöðinni og lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1 mars 2022 - Mynd

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi frá og með 1 mars 2022

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili HSU á Selfossi, um er að ræða framtíðarstörf
 • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar koma til með að búa á hverri einingu
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Náms- og starfsráðgjafi - Mynd

Náms- og starfsráðgjafi

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Sérfræðistörf

Háskólinn á Akureyri leitar að öflugum náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Háskólinn á Akureyri leggur metnað sinn í að vera nútímaháskóli með nútímaaðferðir í kennslu og ráðgjöf. Í HA er allt nám í sveigjanlegu námsumhverfi og stoðþjónusta miðuð að stúdentum óháð búsetu. 

Um spennandi framtíðarstarf er að ræða fyrir öflugan og áhugasaman náms- og starfsráðgjafa í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Náms- og starfsráðgjafar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri.

Lektor í lögreglufræði - Mynd

Lektor í lögreglufræði

Háskólinn á Akureyri
Án staðsetningar / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir 100% stöðu lektors í lögreglufræði við Hug- og félagsvísindasvið

Geislafræðingar óskast til starfa - Mynd

Geislafræðingar óskast til starfa

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða geislafræðinga til starfa á röntgendeild Landspítala og bjóðum jafnt geislafræðinga sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaða velkomna í okkar góða hóp. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og tækifæri til faglegrar þróunar. Nýir starfsmenn fá einstaklingsmiðaða aðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna.

Röntgendeild Landspítala sinnir bæði læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum og er með umfangsmikla starfsemi bæði í Fossvogi og við Hringbraut svo sem röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndir, segulómun, ísótópar, jáeindaskanni og ómskoðanir. Deildin leitast við að veita fljóta og góða þjónustu öllum þeim sem þurfa á þjónustu deildarinnar að halda. Á það jafnt við um þá sem eru inniliggjandi, koma frá bráðamóttökum, dag- og göngudeildum eða læknastofum og stofnunum utan sjúkrahússins. Á deildinni starfa um 100 manns, röntgenlæknar og geislafræðingar auk fjölda annarra sérhæfðra starfsmanna í öflugu þverfaglegu teymi.

Starfshlutfall er allt að100% og er vinnufyrirkomulag og upphaf starfa samkomulag en æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Móttökuritari-Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Móttökuritari-Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir móttökuritara til starfa við nýstofnaða upplýsingamiðstöð HH. Um er að ræða 100% tímabundið starf til eins árs. Símsvörun og netspjallið er opið alla daga frá kl. 8 til 22 og er því um breytilegan vinnutíma að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geta hafið störf 1. febrúar eða eftir nánara samkomulagi. 

Upplýsingamiðstöð HH hefur tvíþætt hlutverk: 

Að þjónusta þau sem þangað leita hvort sem er í síma eða netspjalli á heilsuvera.is, þannig að málin séu leyst eða komið í viðeigandi farveg. Öllum erindum er sinnt hvaðan úr heiminum sem þau koma.

Skrifa, viðhalda og þróa þekkingarvef heilsuveru sem kemur á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu, áhrifaþætti heilbrigðis, sjúkdóma, frávik og einkenni.

HSN Blönduós - Hjúkrunarfræðingar - Mynd

HSN Blönduós - Hjúkrunarfræðingar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag. 

Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

HSN Blönduós - Sjúkraliðar - Mynd

HSN Blönduós - Sjúkraliðar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliðum á hjúkrunarsvið.  

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Sérfræðilæknir í neðri meltingarfæraskurðlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í neðri meltingarfæraskurðlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í skurðlækningum með undirsérgreinina neðri meltingarfæraskurðlækningar. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2022 eða eftir nánara samkomulagi. 

Við sérgreinina starfa um 15 sérfræðilæknar í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. 
Leitað er eftir metnaðarfullum sérfræðilækni til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar.

Sérfræðilæknir í brjóstaskurðlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í brjóstaskurðlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í skurðlækningum með undirsérgreinina brjóstaskurðlækningar. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2022 eða eftir nánari samkomulagi. 

Við sérgreinina starfar hópur sérfræðilækna í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. 
Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar.

Sérfræðingur í umferðarljósastýringum - Mynd

Sérfræðingur í umferðarljósastýringum

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Vegagerðin leitar eftir drífandi og metnaðarfullum starfsmanni til að starfa sem verkefnastjóri umferðarljósastýringa á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar. Starfið felur í sér stefnumótun í umferðarljósastýringum, utanumhald á ljósabúnaði Vegagerðarinnar, vinnu að tillögum um nýframkvæmdir og úrbætur og undirbúnings framkvæmdaverka á þessu sviði. 

Teymisstjóri í teymi rafrænna upplýsingakerfa hjá embætti landlæknis - Mynd

Teymisstjóri í teymi rafrænna upplýsingakerfa hjá embætti landlæknis

Landlæknir
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Heilbrigðisupplýsingasvið hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða teymisstjóra í teymi rafrænna upplýsingakerfa en sviðið hefur yfirumsjón með innri upplýsingakerfum embættisins. Starfið felur í sér ábyrgð á daglegum rekstri vél- og hugbúnaðarkerfa og þróun rafrænna upplýsingakerfa og rafrænna veflausna. Sviðið rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Sviðið annast einnig afgreiðslu umsókna um aðgang að gögnum til vísindarannsókna.

Leitað er að einstaklingi sem hefur stjórnunarhæfileika, getu til að halda góðri yfirsýn og býr yfir metnaði til að þróa framsækið vinnuumhverfi. Starfið felur í sér fjölbreyttar áskoranir til að ná markmiðum embættisins.

Verkefnastjóri fjarnáms - Mynd

Verkefnastjóri fjarnáms

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Kennslusvið Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra fjarnáms í fullt starf. Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, náms- og starfsráðgjöf, kennslumál og próf.  Við leitum að starfsmanni til að sjá um innleiðingu og stuðning við fjarkennslu við Háskóla Íslands, m.a. byggt á áætlun skólans um þróun fjarnáms 2021-2026. Verkefnastjóri mun koma að mótun og innleiðingu gæðaviðmiða, tryggja stuðning við kennara, auka sýnileika fjarnáms við HÍ og móta verkáætlun fyrir námsleiðir sem hyggjast bjóða upp á fjarnám.  

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Mjódd - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Mjódd

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar ótímabundin staða sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Mjódd. Starfshlutfall er 100% en möguleiki er á minna starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.mars nk. eða eftir nánari samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nýsköpun og framþróun. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra og riturum. Heilsugæslan Mjódd þjónar fyrst og fremst íbúum Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sérfræðingur í skipatæknideild - Mynd

Sérfræðingur í skipatæknideild

Samgöngustofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Samgöngustofa óskar eftir að ráða sérfræðing í skipatæknideild. 

Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála - Mynd

Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

Félagsmálaráðuneyti
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem tók til starfa 1. janúar 2022. 

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli laga um barnavernd, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. 

Forseti Heilbrigðisvísindasviðs - Mynd

Forseti Heilbrigðisvísindasviðs

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Háskóli Íslands leitar að öflugum leiðtoga fyrir Heilbrigðisvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.
 

Ráðið verður í starfið til fimm ára frá 1. júlí 2022. Á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglur sem háskólaráð hefur sett getur rektor ákveðið að framlengja ráðningu forseta fræðasviðs til fimm ára í senn. Forseti fræðasviðs er ráðinn af rektor að fenginni umsögn sérstakrar nefndar um ráðninguna.

Félagsráðgjafi - nýtt starf á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Félagsráðgjafi - nýtt starf á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að öflugum félagsráðgjafa til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Um er að ræða tímabundið verkefni til eins árs. Þetta er nýtt, margþætt og spennandi starf og einstakt tækifæri til að koma að mótun og þróun félagsráðgjafar á bráðamóttöku. Á deildina leita sjúklingar á öllum aldri með flókinn, samsettan líf-, sál- og félagslegan vanda. 

Félagsráðgjafi starfar eftir starfslýsingu og felst starfið í að kortleggja, meta og setja í farveg félagsleg úrræði fyrir einstaklinga sem leita til bráðamóttökunnar. Hann kemur að lausn flókinna útskriftamála og þekkir vel boðleiðir innan heilbrigðiskerfisins sem og félagsþjónustu og gegnir mikilvægu hlutverki þegar mál eru til vinnslu hjá barnavernd. Einnig kemur félagsráðgjafinn að stuðningi við fjölskyldur þegar alvarleg slys eða andlát eiga sér stað.  

Margvíslegir möguleikar eru á starfsþróun. Starfshlutfall er 100% og er hluti starfsins unninn utan dagvinnu. Starfstími er 1. febrúar 2022 - 31. janúar 2023. 

Við félagsráðgjöf á Landspítala starfa rúmlega 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð.

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hlíðum - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hlíðum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Hlíðum. Um er að ræða tímabundið 100% starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Eftirlitsdýralæknir í Norðvestur umdæmi - Mynd

Eftirlitsdýralæknir í Norðvestur umdæmi

Matvælastofnun
Vesturland/Vestfirðir/Norðurland / Sérfræðistörf

Matvælastofnun óskar eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Norðvesturumdæmi. Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu í umdæminu, en umdæmið nær yfir Dalasýslu, Vestfirði og Norðvesturland. Um 100% stöðu og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Glæsibæ - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Glæsibæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar ótímabundin staða sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Glæsibæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. febrúar eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nýsköpun og framþróun. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Glæsibæ þjónar fyrst og fremst íbúum Voga- og Heimahverfis, en allir eru velkomnir á stöðina.

Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í fasta stöðu. Starfshlutfall er 80 -100% eða skv. samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Mynd

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilið Dyngju í framtíðarstarf. Starfshlutfall er 80-100% eða skv. nánara samkomulagi. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Doktorsnemi á sviði umhverfisréttar með áherslu á loftlagsrétt við Lagadeild og Lagastofnun - Félagsvísindasvið - Háskóli Íslands - Mynd

Doktorsnemi á sviði umhverfisréttar með áherslu á loftlagsrétt við Lagadeild og Lagastofnun - Félagsvísindasvið - Háskóli Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við Lagadeild Háskóla Íslands á sviði umhverfisréttar með áherslu á þverþjóðlegan loftslagsrétt (Transnational Climate Law). Starfið er til þriggja ára og er kostað af Lagastofnun Háskóla Íslands. Gerður verður ráðningarsamningur við doktorsnema til eins árs í senn. Samningurinn verður framlengdur í samræmi við framvindu verkefnisins eftir samkomulagi hverju sinni. Viðkomandi hefur að jafnaði aðsetur í Lögbergi og tekur virkan þátt í starfsemi Lagadeildar Háskóla Íslands. Samþykki á skráningu í doktorsnám er skilyrði fyrir ráðningunni.  

 

Sérfræðilæknir í meltingarlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í meltingarlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í meltingarlækningum innan lyflækningaþjónustu Landspítala. Á meltingarlækningaeiningunni fer m.a. fram uppbygging sérhæfðra þjónustuteyma í samstarfi við aðrar sérfræðigreinar og fagstéttir, framsækin starfsemi við meltingarvegsspeglanir bæði í greiningar- og meðferðarskyni og metnaðarfullt vísindastarf. Við eininguna gefast tækifæri til að vaxa og þróast áfram í starfi að loknu sérnámi og taka þátt í áhugaverðum verkefnum.  

Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu í meltingarlækningum og almennum lyflækningum. Miðað er við 100% starfshlutfall en minna hlutfall kemur til álita. Starfið er laust frá 1. mars 2022 eða eftir samkomulagi.

Sumaraflýsingar Læknar/læknanemar - Viltu vera á skrá? - Mynd

Sumaraflýsingar Læknar/læknanemar - Viltu vera á skrá?

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir sumarið 2022.

Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.

Viltu vera á skrá? Almenn umsókn - Mynd

Viltu vera á skrá? Almenn umsókn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Hér er hægt að skrá almenna umsókn um starf hjá HSS, ekki er verið að auglýsa ákveðið starf. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða"

Viltu vera á skrá? Læknanemar - Mynd

Viltu vera á skrá? Læknanemar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Hér geta læknanemar skráð almenna umsókn. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Sérstakar óskir um staðsetningu skal skrá í reitinn "annað sem þú vilt taka fram í umsókn"
 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira