Hoppa yfir valmynd

Laus störf á Starfatorgi

 - Mynd

Sérhæfður starfsmaður/ sótthreinsitæknir

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum fjölga í öflugu teymi okkar og auglýsum eftir starfsmanni í framtíðarstarf á dauðhreinsunardeild Landspítala við Tunguháls. Starfshlutfall er 100% og er unnið á dag- og kvöldvöktum. Nýir starfsmenn fá einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna. Starfið er laust í maí 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

Á deildinni starfa um 16 manns í þverfaglegu teymi sem samanstendur af sérhæfðum starfsmönnum, sótthreinsitæknum og hjúkrunarfræðingum. Meginverkefni deildarinnar snúa að því að raða, pakka og dauðhreinsa verkfæri sem notuð eru á skurðstofum spítalans auk þess að sjá um að pakka og dauðhreinsa verkfæri frá öðrum starfsstöðvum innan og utan spítalans. Starfsemi deildarinnar er mikilvægur þáttur í sýkingarvörnum og mikilvægur hlekkur í að tryggja öryggi sjúklinga Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13G. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og upphaf starfs samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf ekki seinna en í júní 2021.

Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun. 

Í maí mun vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu styttast í 36 stundir sem getur orðið enn meiri eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í  formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Sjúkraliði

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða til starfa sjúkraliða í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13G og bjóðum nýútskrifaða sjúkraliða jafnt sem reynslubolta velkomna. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og upphaf starfs samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf ekki seinna en í júní 2021.

Á deildinni starfar kraftmikill hópur í þverfaglegu teymi og sinna sjúklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og þvagfærum. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á einstaklingsbundna aðlögun. 

Í maí mun vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu styttast í 36 stundir sem getur orðið enn meiri eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

 - Mynd

Þrjú störf doktorsnema í byggingarverkfræði á sviði jarðskjálftaverkfræði

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Þrjú störf doktorsnema í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands eru laus til umsóknar. Störfin eru til þriggja ára og er miðað við þau hefjist á haustmisseri 2021. Öll störfin tengjast sama rannsóknaverkefninu sem snýr að jarðskjálftaáhættugreiningu á Íslandi. Verkefnið hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Rannís (www.rannis.is).

 - Mynd

Störf heilsugæslulækna á Snæfellsnesi

Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst eru til umsóknar tvö störf heilsugæslulækna á vestanverðu Snæfellsnesi.  Á svæðinu eru tvær mjög vel útbúnar heilsugæslustöðvar; í Ólafsvík og  Grundarfirði. 

 - Mynd

Sjúkrahúsið á Akureyri - hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Í boði eru fjölbreytt sumarafleysingastörf fyrir hjúkrunarfræðinga á flestum deildum Sjúkrahússins á Akureyri. Sjúkrahúsið veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í 70 - 100% starfshlutfall á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar Brynja Dröfn Tryggvadóttir.

 - Mynd

Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi

Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er staða yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi.  

 - Mynd

Ráðgjafar

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Barnaverndarstofa hefur í aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að þremur öflugum starfsmönnum. 

Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum? Um er að ræða þrjár 100% stöður í vaktavinnu á meðferðardeild og neyðarvistun Stuðla, Fossaleyni 17.

 - Mynd

Skjalastjóri

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa laust til umsóknar 100% starf skjalastjóra sem tilheyrir deild innri reksturs. Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna

 - Mynd

Sérfræðilæknir í augnlýtalækningum

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum sérfræðilækni í augnlækningum til starfa við augndeild Landspítala. Viðkomandi þarf að hafa lokið sérfræðiprófi í augnlækningum og hafa reynslu af augnloka- og táragangaskurðlækningum sem og skurðaðgerðum á augnvöðvum. Góður starfsandi er ríkjandi á deildinni og þar starfar öflugur hópur starfsmanna. 

Starfshlutfall er 50% og er starfið er laust frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Sérfræðilæknir í barnaaugnlækningum

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum sérfræðilækni í augnlækningum til starfa við augndeild Landspítala. Viðkomandi þarf að hafa lokið sérfræðiprófi í augnlækningum og hafa reynslu af barnaaugnlækningum og skurðaðgerðum á augnvöðvum. Góður starfsandi er ríkjandi á deildinni og þar starfar öflugur hópur starfsmanna. 

Starfshlutfall er 80% og er starfið er laust frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi. Mögulegt er að deila verkefnum þessa starfs milli tveggja einstaklinga.

 - Mynd

Kennarar í rafiðngreinum

Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Hjá FVA eru lausar þrjár stöður kennara í rafiðngreinum. Um er að ræða kennslu á næstkomandi skólaári 2021-2022. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

 - Mynd

Kennari í stærðfræði

Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Hjá FVA eru laust til umsóknar starf stærðfræðikennara. Um er að ræða kennslu á næstkomandi skólaári 2021-2022. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

 - Mynd

Kennari í tréiðngreinum

Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Hjá FVA eru laust til umsóknar starf kennara í tréiðngreinum á næstkomandi skólaári 2021-2022. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt, bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

 - Mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftir umsjónarmanni fasteigna

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR ¿ stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert. Um er að ræða 100% starf.


Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

 

Starfið er fjölbreytt, líflegt og starfsandi góður.

Starfsmenn eru um 115 og nemendur um 900 talsins.

 - Mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftir kennara í ensku

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar 50% staða framhaldsskólakennara í ensku við Fjölbrautaskólann við Ármúla. 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021 og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

 - Mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftir kennara í hjúkrunargreinum

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar 50% staða framhaldsskólakennara í hjúkrunargreinum við Fjölbrautaskólann við Ármúla. 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021 og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

 - Mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftir kennara í kvikmyndagreinum

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar 100% staða framhaldsskólakennara í kvikmyndagreinum við Fjölbrauta-skólann við Ármúla.

 

Um er að ræða afleysingastarf á haustönn 2021. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021 og eru eru laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

 - Mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftir kennara í stærðfræði

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar 50% staða framhaldsskólakennara í stærðfræði við Fjölbrautaskólann við Ármúla. 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021 og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

 - Mynd

Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftir kennara á sérnámsbraut

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar 100% staða framhaldsskólakennara á sérnámsbraut við Fjölbrauta-skólann við Ármúla. 

 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021 og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

 - Mynd

Starf í eldhúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Suðurnes / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í eldhús. Unnið er í vaktavinnu.  Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

 - Mynd

Móttökuritari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Suðurnes / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar starf móttökuritara hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Um er að ræða framtíðarstarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

 - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Sólvangi

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 50% tímabundið starf sálfræðings til eins árs, fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Sólvangi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Göngudeild sóttvarna

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Göngudeild Sóttvarna óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Göngudeild sóttvarna sinnir fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum, þar á meðal móttöku fólks sem sótt hefur um dvalarleyfi hér á landi vegna vinnu, náms og umsóknar um alþjóðlega vernd. Einnig ferðamannabólusetningum, berklameðferð og berklarakningu. 

Góð tungumálakunnátta er mikilvæg því stór hluti starfseminnar fer fram á ensku og felur í sér mikil samskipti í töluðu og skrifuðu máli.  Góð tölvukunnátta er nauðsynleg m.a. kunnátta í Sögu og Excel. 

Starf hjúkrunarfræðings krefst sjálfstæðra vinnubragða og því er mikilvægt að búa yfir góðri reynslu og hæfileikum til að geta unnið sjálfstætt.   
Göngudeildin er lítil og fámenn eining þar sem traust og samvinna ríkir.  Góð samskiptahæfni er mikilvæg, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki. 

 - Mynd

Lífeindafræðingar á rannsóknarkjarna Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu vandvirkur, nákvæmur, með næmt auga fyrir smáatriðum og í leit að nýjum áskorunum? 

Við auglýsum eftir öflugum liðsmönnum í okkar frábæra teymi á rannsóknarkjarna Landspítala. Deildin sinnir verkefnum á sviði klínískrar lífefnafræði og blóðmeinafræði, þar sem við veitum sólarhringsþjónustu bæði í Fossvogi og við Hringbraut. 

Á deildinni starfar fjölbreyttur hópur fagaðila, lífeindafræðingar, lífefnafræðingar, náttúrufræðingar, læknar, sjúkraliðar, rannsóknar- og skrifstofumenn, alls um 150 starfsmenn. 

Um er að ræða vaktavinnu en starfshlutfall getur verið eftir samkomulagi þó ekki minna en 60%. Unnið er eftir óskavaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum og þriðju hverja helgi, möguleiki er á dagvinnustarfi. Við sækjumst eftir lífeindafræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu en fögnum einnig nýlega útskrifuðum og bjóðum þá velkomna í hópinn. Störfin eru laus frá 1. maí 2021.

 - Mynd

Teymisstjóri í Heimahjúkrun HH

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í starf teymisstjóra í heimahjúkrun tímabundið í eitt ár frá og með 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirð og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17 í Kópavogi. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

 - Mynd

Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í býtibúr og virkni

Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkradeildin á HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í býtibúr, virkni auk þess að aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs frá og með 1. maí 2021, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 2 störf og starfshlutfall á bilinu 40-100% . Í starfinu felast almenn býtibúrsstörf, þátttaka í og skipulagning á virkni með heimilisfólki þar sem markmiðið er að auka virkni íbúanna ásamt samveru í hvetjandi umhverfi. Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf sem gefur starfsmanninum tækifæri til að móta það og þróa í samvinnu við næsta yfirmann.

 - Mynd

Lögfræðingur

Höfuðborgarsvæðið/Norðurland / Sérfræðistörf

Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða lögfræðing. Leitað er eftir einstaklingi með hæfni til að leysa úr fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem lýtur m.a. að samningu frumvarpa, ráðgjöf varðandi lögfræðileg álitamál og regluvörslu með það að markmiði að tryggja faglega, samræmda og skilvirka þjónustu í samræmi við gildandi lög hverju sinni. 

Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík og getur starfið verið staðsett á báðum stöðum.

 - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast í sumarafleysingu á HSU Selfossi

Suðurland/Án staðsetningar / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 100% sumarstarf heilbrigðisgagnafræðings við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. júní 2021, eða eftir nánara samkomulagi.  Ráðningartímabil er til og með 13. ágúst 2021.

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hlíðar

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 80% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Hlíðar . Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

 - Mynd

Umsjónarmaður svefnrannsóknarstofu

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir umsjónarmanni svefnrannsókna á Landspítala. Á svefnrannsóknarstofu eru framkvæmdar sérhæfðar klínískar rannsóknir til greininga á svefnvandamálum ásamt meðferðarþjónustu á landsvísu. Jafnframt fara fram umfangsmiklar rannsóknir í samstarfi við erlenda aðila, þ.á.m. SAGIC og BOLD.

Umsjónarmaður svefnrannsókna starfar undir stjórn sérfræðilækna einingarinnar og er lykilaðili í þróun verklagsreglna, gæðastjórnunar, eftirliti og viðhaldsþjálfun starfsmanna til að uppfylla viðurkennda staðla. Starfið býður upp á tækifæri til þátttöku í vísindarannsóknum og skrifum vísindagreina. 

Gerð er krafa um umfangsmikla starfsreynslu tengda svefnröskunum. Upphaf starfs er samkvæmt samkomulagi en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf  1. ágúst 2021.

 - Mynd

Sálfræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80% tímabundið starf sálfræðings fullorðinna til eins árs við Heilsugæsluna Glæsibæ. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á öldrunardeild Vífilsstöðum

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á öldrunardeild á Vífilsstöðum. Við bjóðum jafnt velkominn hjúkrunarfræðing sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.

Deildin er 42 rúma og er hluti af Landspítala. Skjólstæðingarnir þar hafa gilt færni- og heilsumat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar. Á deildinni starfa um 80 manna samhentur hópur í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun.

 - Mynd

Sjúkraliðar - sumarafleysingar í Heimahjúkrun HH

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi óskar eftir að ráða sjúkraliða í heimahjúkrun í 80% sumarafleysingu frá og með 15. maí næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða dag-, kvöld-, og helgarvaktir.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

 - Mynd

Almennur starfsmaður - Heimahjúkrun HH

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir almennum starfsmanni í sumarafleysingar frá og með 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%. Um er að ræða starf við heimahjúkrun á dag-, kvöld- og helgarvöktum. 

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar - sumarafleysingar í heimahjúkrun

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarstörf við heimahjúkrun. Um er að ræða tímabundið starf í vaktavinnu morgun, kvöld og helgar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15.maí eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirð og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17.  Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

 - Mynd

Félagsliði - sumarstarf - Heimahjúkrun HH

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er sumarstarfstarf félagsliða við Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ráðið verður í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80%. Um er að ræða starf við heimahjúkrun á dag-, kvöld- og helgarvöktum. 

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17. Starfssvæði félagsliða er eingöngu í Kópavogi. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins

 - Mynd

Rannsóknarlögreglumenn - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar tvær stöður rannsóknarlögreglumanna við embættið, með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri skipi í stöðurnar frá og með 1. maí 2021. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á bráða- og legudeild, Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á Ísafirði. Ráðið verður í 70-100% starf, eða eftir nánara samkomulagi. Um afleysingu vegna fæðingarorlofs er að ræða og gert er ráð fyrir að ráðningin verði til 1. september 2022 með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

 - Mynd

Ljósmóðir - tímabundið starf

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ljósmóður í tímabundið starf frá 1. september 2021 til 1. september 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80% starf í dagvinnu ásamt bakvöktum. Hér er frábært tækifæri til að öðlast góða reynslu í skemmtilegu umhverfi sem er sannkölluð útivistarparadís og mjög fjölskylduvænt.

 - Mynd

Verkefnastjóri í miðlun rannsóknaupplýsinga

Norðurland / Sérfræðistörf

Háskólinn á Akureyri leitar að verkefnastjóra í miðlun rannsóknaupplýsinga innan og utan háskólans. Um er að ræða fullt starf og nýtt starf við Háskólann á Akureyri. Verkefnastjóri í miðlun rannsóknaupplýsinga vinnur við Miðstöð doktorsnáms og miðlægrar stjórnsýslu rannsókna á skrifstofu rektors og vinnur með öllum einingum háskólans. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 - Mynd

Skurðhjúkrunarfræðingur - Hjúkrunarfræðingur - Skurðstofur Hringbraut

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir skurðhjúkrunarfræðingum til starfa á skurðstofur við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á bundnum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus í maí 2021 eða eftir nánari samkomulagi.

Á deildinni eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.

 - Mynd

Starfsnám

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám sem ætlað er fólki sem hefur lokið BA/BS-gráðu og stundar eða hefur nýlokið meistaranámi í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar. 

Markmiðið er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar. 

Um er að ræða sex mánaða tímabil, frá júlí til desember 2021. Starfsnámið fer fram á aðalskrifstofu ráðuneytisins eða starfsstöð utanríkisþjónustunnar erlendis.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri, Hjúkrunarfræðingur

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing við Heilsugæsluna á Akureyri.
Ráðningartími frá 18. ágúst 2021. Um er að ræða ótímabundið starf.

 - Mynd

Svæfingahjúkrunarfræðingur HVE - Akranesi

Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) Akranesi óskar eftir að ráða svæfingahjúkrunarfræðing. Um er að ræða dagvinnu ásamt bakvöktum. Staðan er laus frá 1.maí 2021.

 - Mynd

Sjúkraliðar/ dagvinna í blóðtökuþjónustu

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ertu tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í öflugu teymi sjúkraliða á rannsóknarkjarna Landspítala. Við viljum bæta við okkur öflugum liðsmönnum í blóðtökuþjónustu rannsóknarkjarna en sjúkraliðarnir okkar sinna sýnatökuþjónustu á legudeildum spítalans, göngudeildinni okkar og víða á heilsugæslustöðvum. 

Við bjóðum upp á góðan aðlögunartíma og kennslu svo reynsla við blóðsýnatökur er ekki skilyrði. Nýútskrifaðir sjúkraliðar sem og reynsluboltar eru velkomnir í okkar frábæra starfshóp. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Starfshlutfall getur verið 40-100% og eru störfin laus nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Sérhæfður starfsmaður á rannsóknarkjarna

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Okkur vantar lausnamiðaðan starfsmannsem er með ríka þjónustulund, er tölvufær, nákvæmur og samviskusamur. Um er að ræða starf í teymi okkar í sýnasendingarþjónustu rannsóknarkjarna á Landspítala við Hringbraut. Sýnasendingarþjónusta rannsóknarkjarna sér um meðhöndlun og pökkun sýna og samskipti við innlendar og erlendar rannsóknarstofur vegna viðkvæmra lífsýna sem send eru til greiningar erlendis. 

Við leitum eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að sérhæfa sig í meðhöndlun sjaldgæfra sýna. Þá leggjum við ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Unnið eru í dagvinnu, æskilegt starfshlutfall er 80-100%.

 - Mynd

Sjúkraþjálfari við Sjúkrahúsið á Akureyri

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraþjálfari óskast til starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um framtíðarstarf er að ræða. 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Faglegur yfirmaður er Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálfari.
Sjúkraþjálfarar við SAk starfa á tveimur starfsstöðvum, ýmist við bráðadeildir á sjúkrahúsinu við Eyrarlandsveg eða við öldrunarlækningar og endurhæfingu á Kristnesspítala.

 - Mynd

Yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga á Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Við fyrirhugaða sameiningu svæfinga- og gjörgæslulækninga í Fossvogi og við Hringbraut er laus til umsóknar staða yfirlæknis yfir sameinaðri sérgrein svæfinga- og gjörgæslulækninga á Landspítala. 

Við leitum eftir öflugum leiðtoga með faglega hæfni og færsæla reynslu af því að byggja upp og leiða mannauð. Yfirlæknir fer með forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, þróun faglegrar þjónustu, umbreytingarstarfi og gæða- og öryggismálum. Yfirlæknir starfar í nánu samstarfi við forstöðumann kjarna, framkvæmdastjóra sviðs og er þátttakandi í stjórnendateymi aðgerðarsviðs. Hann stuðlar að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Næsti yfirmaður er forstöðumaður skurðstofu- og gjörgæslukjarna.

Yfirlæknir hefur þríþætta ábyrgð stjórnanda, þ.e. faglega ábyrgð, ábyrgð á mannauði og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Fagstjóri - Verkefnastýring og umbætur - Tímabundin ráðning

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í starf fagstjóra verkefnastýringar og umbóta á sviði umferðar og þjónustu hjá stofnuninni. Um tímabundna ráðningu er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að ráðningin sé til og með 31. ágúst 2022. 

 - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur á skrifstofu hjarta- og lungnaskurðlækninga

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir heilbrigðisgagnafræðingi til fjölbreyttra og sérhæfðra starfa á skrifstofu hjarta- og lungaskurðlækninga.  Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Unnið er í teymi með hjarta- og lungnaskurðlæknum og öðru starfsfólki einingarinnar og er heilbrigðisgagnafræðingur þjónustunnar mikilvægur hluti teymisins. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust 1. júní 2021.

 - Mynd

Tölvulífeindafræðingur/ tölvunáttúrufræðingur á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala.

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf tölvulífeindafræðings/ tölvunáttúrufræðings við erfða- og sameindalæknisfræðideild á rannsóknaþjónustu Landspítala.

Á erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) fer fram fjölbreytt starfsemi. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og er hún eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Deildin rekur sérhæfðar rannsóknarstofur til að greina erfðasjúkdóma, meta erfðaáhættu og í fósturskimun og nýburaskimun. Notaðar eru margvíslegar rannsóknartegundir í lífefnaerfðafræði, sameindaerfðafræði, litningarannsóknum og erfðamengisrannsóknum. Á ESD er einnig göngudeild og erfðaráðgjafareining.

Á ESD fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans. Deildin er í formlegum tengslum við lífefna- og sameindalíffræðasvið læknadeildar Háskóla Íslands og í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu.

Vinnuandinn á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.

 - Mynd

Stuðningsfulltrúi - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Austurland / Önnur störf

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í 70% starf stuðningsfulltrúa til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. 

ME leggur metnað sinn í að vera framsækinn og öflugur framhaldsskóli. Stefna hans er meðal annars að tryggja breiðum hópi fólks tækifæri til náms með fjölbreyttu námsframboði, kennsluháttum og námsmati ásamt persónulegri þjónustu, öflugu fjarnámi og samstarfi við aðra skóla. ME hlaut nafnbótina Fyrirmyndarstofnun árið 2020.

 - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efra Breiðholt

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 50% tímabundið starf sálfræðings til eins árs, fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

 - Mynd

Ljósmóðir Heilsugæslan Mosfellsumdæmis

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Mosfellsumdæmis auglýsir eftir ljósmóður til starfa. Um er að ræða ótímabundið 30% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf frá 1.maí næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingur, hreyfistjóri og ritarar. Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í baráttunni gegn Covid-19

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í sögulegu verkefni sem felur í sér að bólusetja heila þjóð vegna covid-19. Einnig að taka þátt í sýnatökum. Um er að ræða störf í tímavinnu á tímabilinu apríl til og með júlí.  Æskilegt er að viðkomandi hefi störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um störf á höfuðborgarsvæðinu er að ræða.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi, móttökuritari sumarafleysing

Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir móttökuritara í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní til 31 ágúst 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Iðjuþjálfi við Sjúkrahúsið á Akureyri

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 70% afleysingarstaða iðjuþjálfa við sjúkrahúsið á Akureyri, staðsett á bráðadeildum.
Staðan er laus frá 1. júní 2021 og er afleysingarstaða í eitt ár.
Við Sjúkrahúsið á Akureyri fer iðjuþjálfun fram á tveimur starfsstöðvum: í aðalbyggingu en þar er iðjuþjálfun tengd bráðadeildum og við Kristnesspítala við endurhæfingar- og öldrunarlækningadeild. Helstu verkefni iðjuþjálfa eru mat og þjálfun í athöfnum daglegs lífs, fjölskyldufundir, mat á þörf fyrir hjálpartæki og útvegun þeirra, heimilisathuganir fyrir útskrift og eftirfylgd. Iðjuþjálfi heldur fræðslu fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sinnir beiðnum m.a. um mat og ráðgjöf á vinnuaðstöðu. 
Næsti yfirmaður er Arna Rún Óskarsdóttir forstöðulæknir.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa á vöknun Landspítala í Fossvogi. Um er að ræða tímabundið afleysingastarftil eins árs. Unnið er í vaktavinnu og er starfið laust 1. maí 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Starfið er mjög fjölbreytt og snýr að því að sinna bæði börnum og fullorðnum eftir skurðaðgerðir, einnig leggjast þar inn sjúklingar eftir aðrar rannsóknir gerðar í svæfingu eða deyfingu. Við bjóðum einstaklingsmiðaða þjálfun, á góðum vinnustað þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, fagmennsku og starfsþróun. Á vöknun starfa u.þ.b. 20 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar.

Vöknun er sólarhringsdeild og tilheyrir svæfingu í Fossvogi þar sem unnið er í góðu samstarfi í þverfaglegu teymi fjölmarga fagmanna spítalans. 

 - Mynd

Hugbúnaðarsérfræðingur hjá hugbúnaðarlausnum

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Við á heilbrigðis- og upplýsingadeild Landspítala (HUT) leitum eftir jákvæðum og öflugum liðsmanni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og axla ábyrgð við forritun hugbúnaðarkerfa. 

Hugbúnaðarlausnaeining HUT sér um rekstur fjölda hugbúnaðarkerfa og er meginhluti þeirra á sviði rafrænnar sjúkraskrár. Auk þess fer fram á vegum einingarinnar umfangsmikil þróun og samþætting kerfa. Um er að ræða gott starfsumhverfi, spennandi verkefni auk virkrar endurmenntunar og möguleikum á starfsþróun. Starfið er laust 1. maí 2021.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri heimahjúkrun, hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum í heimahjúkrun sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 20. maí til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri heimahjúkrun, sjúkraliðar, sjúkraliðanemar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir sjúkraliðum/-nemum í sumarafleysingar í heimahjúkrun. Ráðningartímabil er frá 20. maí til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Almennur læknir/ tímabundið starf á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf almenns læknis á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Starfið er tímabundið til eins árs en möguleiki er á ráðningu til skemmri tíma. Upphaf starfs er samkvæmt samkomulagi.

Unnið er í náinni samvinnu við sérfræðilækna í blóðlækningum. Starfið felur í sér þverfaglega teymisvinnu með fjölmörgum öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, s.s. skurðlækningum, lyflækningum, myndgreiningu og meinafræði. Starfið nýtist afar vel þeim sem hafa hug á frekari sérnámi í blóðlækningum en er einnig mjög góður grunnur eða viðbót fyrir þá sem hyggja á frekara sérnám í öðrum greinum, t.d. almennum lyflækningum, heimilislækningum, smitsjúkdómum, lyflækningum krabbameina o.fl.

Starfsumhverfið á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga er lærdómsmiðað og afar fjölbreytt. Læknirinn fær sérstaka starfslýsingu og skipulagða handleiðslu sérfræðilæknis. Fagleg árvekni og endurskoðun klínískra leiðbeininga og verkferla er hluti af fagmennsku deildarinnar.

Vinnulagið á deildinni byggir á samvinnu fjölmargra starfsstétta með það að markmiði að gera meðferð og þjónustu við einstaklinga sem greinst hafa með blóðsjúkdóm/ krabbamein og ættingja þeirra skilvirkari.

 - Mynd

Sérfræðingur hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga

Norðurland / Sérfræðistörf

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings hjá Fæðingarorlofssjóði með aðsetur á Hvammstanga. Hlutverk Fæðingarorlofssjóðs er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. 

Sérfræðingur mun sinna úrvinnslu og afgreiðslu umsókna ásamt öðrum verkefnum sem falla undir verksvið Fæðingarorlofssjóðs. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar, fyrirmyndaþjónusta, virðing og áreiðanleiki.

 - Mynd

Móttökuritari - Neskaupstaður - heilsugæsla

Austurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara á heilsugæslu HSA í Neskaupstað. Starfshlutfall er 35% og vinnutími er samkvæmt samkomulagi, 1-2 dagar á viku í dagvinnu. Staðan er laus strax. 

 - Mynd

Ritari

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar fullt starf stjórnarráðsfulltrúa/ritara á skrifstofu yfirstjórnar. Skrifstofan fer meðal annars með málefni ríkisstjórnar og ríkisráðs, lög um Stjórnarráð Íslands, samskipti við Alþingi og forseta Íslands, alþjóðasamskipti forsætisráðuneytisins, þjóðartákn og orður, upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla. Þá ber skrifstofan einnig ábyrgð á skjalasafni ráðuneytisins.

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna

Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna sálfræðiþjónustu fullorðinna á heilsugæslu.  Um er að ræða 100% framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí 2021.  

Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna.  Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum  við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. 

 - Mynd

Sálfræðingur

Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna verðandi og nýbökuðum mæðrum og nýbökuðum foreldrum sem þurfa sálfræðilega aðstoð.  Um hlutastarf er að ræða. Sálfræðingurinn kemur með til að sinna sálfræðmeðferð og ráðgjöf fyrir konur með geðræn vandamál, sem eru barnshafandi eða á fyrsta ári eftir fæðingu. Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna.  Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum  við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  

 - Mynd

Sálfræðingur barna og ungmenna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing barna og ungmenna undir 18 ára.  Um er að ræða hlutastarf. Staðan er hluti af almennri sálfræðiþjónustu HSS, sem býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna.  Lögð er áhersla á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og  leitað er eftir metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

 - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna

Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna sálfræðiþjónustu fullorðinna á heilsugæslu.  Um er að ræða 100% tímabundið starf til 1. mars 2022 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  

Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna.  Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum  við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. 

 - Mynd

Sálfræðingur

Norðurland / Sérfræðistörf

Háskólinn á Akureyri leitar að sálfræðingi í 50% starf í sálfræðiþjónustu fyrir háskólastúdenta. 

Sálfræðiþjónustan tilheyrir Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri (NSHA). Næsti yfirmaður er forstöðumaður Náms- og starfsráðgjafar. Í Háskólanum á Akureyri er allt nám í sveigjanlegu námsumhverfi og því er þjónustan miðuð að stúdentum óháð búsetu. Um spennandi framtíðarstarf er að ræða fyrir öflugan og áhugasaman sálfræðing í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Æskilegt er við að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst. 

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar lyflækninga í Fossvogi

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi göngudeildar lyflækningaþjónustu í Fossvogi sem miðar að því að veita heildræna þjónustu í hæsta gæðaflokki. Á deildinni er samhent teymi heilbrigðisstarfsmanna sem sinnir almennri og sérhæfðri göngudeildarþjónustu vegna lungnasjúkdóma og svefntengdra öndunarkvilla, ofnæmissjúkdóma og smitsjúkdóma. 

Mikilvægt er að byggja sterka liðsheild og efla náið samstarf milli þessara eininga Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júní  2021 eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar innkirtla- og gigtarsjúkdóma

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi nýrrar sameinaðrar göngudeildar innkirtla- og gigtarsjúkdóma. Á deildinni mun starfa samhent teymi heilbrigðisstarfsmanna sem sinnir göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma annars vegar og innkirtlasjúkdóma hins vegar. Einnig er starfrækt þar miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma. 

Mikilvægt er að byggja sterka liðsheild og efla náið samstarf milli þessara eininga sem miðar að því að veita heildræna þjónustu í hæsta gæðaflokki. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júní  2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Diplómanám í bráðalækningum á bráðamóttöku Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Auglýstar eru tvær stöður lækna til 18 mánaða diplómanáms á bráðamóttöku Landspítala. Námið fer fram samkvæmt marklýsingu Australasian College for Emergency Medicine (ACEM) og veitir fullnægjandi þjálfun til að læknir geti lokið því með Emergency Medicine Advanced Diplóma viðurkenningu. 

Miðast námið sérstaklega að því að veita þjálfun til að sinna slysum og bráðum veikindum á smærri heilbrigðisstofnunum í dreifbýli. Landspítali er viðurkenndur kennslustaður til þessa náms af ACEM.

Frekari upplýsingar um námið og kröfur eru aðgengilegar hér.

Á bráðamóttöku Landspítala starfar öflugt fagfólk sem hefur metnað til að veita landsmönnum örugga bráðaþjónustu. Bráðamóttakan sinnir bráðveikum og slösuðum og einnig einstaklingum með minniháttar áverka og veikindi. Bráðamóttaka Landspítala býður upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.

Starfshlutfall er 100% og er upphafstími ráðningar 1. september 2021. Tímalengd ráðningar er 18 mánuðir eða samkvæmt samkomulagi. 

 - Mynd

Aðjúnkt í íslensku og íslenskukennslu

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf aðjúnkts í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna aðjúnktsins verða kennsla og rannsóknir á sviði íslensku og íslenskukennslu, kennsla grunnnámskeiða í íslensku fyrir verðandi kennara og þátttaka í þróun kennaranáms. Lögð er áhersla á þverfræðilegt samstarf og liðsheild á vinnustaðnum.

 - Mynd

Yfirfélagsráðgjafi á Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða yfirfélagsráðgjafa í kjarna geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt frá 1. júní 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða yfirmann félagsráðgjafa sem veita þjónustu á klínískum sviðum Landspítala utan BUGL. Næsti yfirmaður er forstöðumaður geðþjónustu.

Leitað er eftir félagsráðgjafa með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu félagsráðgjafa á Landspítala þar sem sjúklingur er í öndvegi, leiða umbótastarf og eflingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Norður-Þingeyjasýslu, Hjúkrunarfræðingur

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslurnar á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Um afleysingarstörf er að ræða frá 1. maí - 31. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Ef styttra tímabil hentar þá er það mögulegt. HSN getur útvegað starfsmanninum húsnæði á Þórshöfn eða Kópaskeri. Hjúkrunarfræðingur á Þórshöfn sinnir bakvakt hluta mánaðar.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á sjúkra-, hjúkrunarsvið, heilsugæslu og Hvamm. Ráðningartími er frá 20. maí til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Blönduósi, sjúkraliðar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliðum í sumarafleysingar á hjúkrunarsviði og heilsugæslu. Ráðningartími er frá 15. maí til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, hjúkrunarfræðingar

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á heilsugæslu, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Ráðningartími er frá lok maí til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi. Erum einnig opin fyrir því að ráða inn til skemmri tíma, allt eftir samkomulagi við viðkomandi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, hjúkrunarnemar sumarafleysing

Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir að ráða hjúkrunarnema í sumarafleysingar á heilsugæslu, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Ráðningartími frá lok maí til 20. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Sauðárkróki, ljósmóðir sumarafleysing

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir ljósmóður í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Ráðningartími er frá 5. júlí til 5. september 2021.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Gjörgæsla Hringbraut

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir framsæknum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum til starfa á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er í vaktavinnu samkvæmt vaktskipulagi deildar. Störfin eru laus frá 1. maí 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Einstakt tækifæri er til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum í frábæru starfsumhverfi. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun sem fer fram á gjörgæsludeildum Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. 

Á gjörgæsludeildinni starfa hátt í 70 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans en heildarfjöldi starfsmanna er um 90 alls. Deildin heyrir undir aðgerðasvið og þjónar einstaklingum sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum. Þar er einnig veitt sérhæfð meðferð, t.d. eftir hjartastopp og opnar hjartaaðgerðir, meðferð með hjarta- og lungnavél og fleira. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Aurora Alliance verkefnisstjóri vísinda og nýsköpunar

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Auglýst er laust til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra vísinda- og nýsköpunar Aurora Bandalagsins (Aurora Alliance) en verkefnið er styrkt af Horizon 2020 rannsóknaáætlun Framkvæmdastjórnar ESB. Verkefnið er styrkt til þriggja ára og mun ráðning taka mið af því.

Aurora Alliance er samstarfsnet níu evrópskra háskóla um aukin gæði og samþættingu kennslu og rannsókna. Auglýst starf snýr að verkefnisstjórnun rannsóknahluta samstarfsins í heild.

Hér má finna upplýsingar um Aurora bandalagið: https://www.hi.is/frettir/aurora_bandalagid_faer_veglegan_styrk_til_ad_efla_rannsoknir_og_nyskopun

 

 - Mynd

Netamaður hjá Hafrannsóknastofnun

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða netamann á skip til starfa sem fyrst.  

 - Mynd

DevOps Sérfræðingur

Höfuðborgarsvæðið/Norðurland / Sérfræðistörf

Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða einstakling í hlutverk DevOps til að sinna útgáfustýringu með víðtæka þekkingu á CI/CD tækni, Microsoft umhverfum og Azure skýjalausnum. Viðkomandi þarf að hafa ríkan og fjölbreyttan bakgrunn í upplýsingatækni, vera sjálfstæður hafa góða þjónustulund og mikla ástríðu fyrir upplýsingatækni. Um nýtt starf er að ræða og kemur viðkomandi til með að starfa í hóp sérfræðinga við upplýsingatækni Þjóðskrá Íslands. 

Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Blóðbankinn Glerártorgi Akureyri

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Blóðbankann Glerártorgi Akureyri. Í boði er góð einstaklingsaðlögun og þjálfun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og frábært starfsumhverfi. Unnið er í samhentu teymi hjúkrunarfræðinga að fjölbreyttum og gefandi verkefnum.  Starfið er laust frá 1. maí 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Blóðbankinn er einn sinnar tegundar á landinu og sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, veiruskimun og afgreiðslu blóðhluta. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar, lífeindafræðingar, læknar og skrifstofumenn. Unnið er samkvæmt vottuðu gæðakerfi skv. ISO 9001 og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Egilsstaðir - heilsugæsla - afleysing

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingu til haustsins 2022 á heilsugæslustöð HSA á Egilsstöðum. Upphafs starfs getur verið samkomulag. Starfshlutfall er 80 - 100% eða eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Ljósmóðir sumarafleysing - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir ljósmæðrum í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á Heilsugæslunni Árbæ, Efstaleiti, Glæsibær, Hamraborg, Hlíðar, Hvammi og Seltjarnarnesi á tímabilinu maí-ágúst. Starfshlutfall er frá 50-100%. 

Árbær (20. maí-30. júní og 1.-31. ágúst) 
Efstaleiti (28. júní-23. júlí) 
Glæsibær (6. júlí - 6. ágúst)
Hamraborg (15.-30. júní og 1.-31. júlí)
Hlíðar (15. júlí-15. ágúst) 
Hvammi (12. júlí-20. ágúst) 
Seltjarnarnes (1. júlí-15. ágúst) 

Möguleiki er á að hægt verði að færa sig milli starfstöðva.

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). Ef óskað er eftir að starfa á ákveðinni heilsugæslustöð þá vinsamlegast takið það fram.

 - Mynd

Verkefnisstjóri vettvangsnáms við Menntavísindasvið

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra vettvangsnáms til tveggja ára á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

 - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri réttargeðdeildar

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra á réttargeðdeild frá 1. maí 2021 eða eftir samkomulagi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á geðhjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. 

Réttargeðdeildin er 8 rúma deild sem veitir sérhæfða meðferð og umönnun einstaklinga sem hafa verið dæmdir ósakhæfir samkvæmt 15.gr hegningarlaga. Unnið er á tvískiptum vöktum frá kl. 8-16 og kl. 15.30-23.30. Hlutfall dagvakta er 60% og er ekki vaktabyrði um helgar. 

Aðstoðardeildarstjórinn starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu og starfar aðstoðardeildarstjóri réttargeðdeildar einnig náið með aðstoðardeildarstjóra á öryggisgeðdeild.

 - Mynd

Aðjúnkt í lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 60% starf aðjúnkts í lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

 

 - Mynd

Lektor í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í lyflæknisfræði á fræðasviði lyflækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að umsækjandi sé við störf á Landspítala og hafi þar aðstöðu á lyflækningasviði til að sinna klínískri kennslu læknanema.

 - Mynd

Dósent í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 37% starf dósents í lyflæknisfræði á fræðasviði lyflækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf dósents er að umsækjandi sé við störf á Landspítala og hafi þar aðstöðu á lyflækningasviði til að sinna klínískri kennslu læknanema.

 - Mynd

Lektor í sjúkraþjálfun á sviði hreyfivísinda

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu. Gert er ráð fyrir að viðkomandi muni m.a. hafa umsjón með námskeiðum og kenna efni á sviði hreyfivísinda og sjúkraþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 1. október, 2021.

 - Mynd

Afleysingastarf - Læknir í klínískum erfða- og litningarannsóknum

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar afleysingastarf sérfræðings við erfða- og sameindalæknisfræðideild á rannsóknaþjónustu Landspítala. Um er að ræða tímabundið afleysingastarf til eins árs og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Starfs- og ábyrgðarlýsing tekur mið af menntun og hæfni þess sem ráðinn er.

Á erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) fer fram fjölbreytt starfsemi. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og er hún eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Á ESD er göngudeild og ráðgjafaeining. Deildin rekur einnig sérhæfðar rannsóknarstofur til að greina erfðasjúkdóma, meta erfðaáhættu og í fósturskimun og nýburaskimun. Notaðar eru margvíslegar rannsóknartegundir í lífefnaerfðafræði, sameindaerfðafræði, litningarannsóknum og erfðamengisrannsóknum. 

Á ESD fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans. Deildin er í formlegum tengslum við lífefna- og sameindalíffræðasvið læknadeildar Háskóla Íslands og í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu.

Vinnuandinn á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.

 - Mynd

Forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslu

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali auglýsir eftir forstöðumanni skurðstofa og gjörgæslu í samræmi við skipurit spítalans. Forstöðumaður starfar innan aðgerðasviðs og leiðir kjarna gjörgæslu, skurðstofa og tengdrar starfsemi. Verkefni forstöðumanns er að þróa þjónustu við sjúklinga innan kjarnans og vinna að samhæfingu við aðra starfsemi spítalans í samræmi við stefnu og starfsáætlun Landspítala. 

Forstöðumaður heyrir undir framkvæmdastjóra aðgerðasviðs og myndar ásamt öðrum forstöðumönnum sviðsstjórn og ber með þeim ábyrgð á stefnumótun og rekstri. Jafnframt leiðir forstöðumaður teymi framlínustjórnenda, þ.e. yfirlækna og deildarstjóra, sem hafa það sameiginlega verkefni að samhæfa, efla og þróa þá þjónustu sem veitt er innan kjarnans á öruggan, faglegan og hagkvæman hátt. 

Starfssvið forstöðumanns fylgir þríþættri ábyrgð stjórnenda á Landspítala, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð. Forstöðumaður ber ríkar og gagnkvæmar skyldur til samvinnu, samráðs og uppbyggingar teymisvinnu. 

Leitað er að kraftmiklum leiðtoga, með klínískan bakgrunn, sem hefur brennandi áhuga á að vinna að því að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans.

 - Mynd

Nýdoktor í lífefnafræði og sameindaeðlisfræði. Umsóknarfrestur framlengdur til 26. apríl.

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Raunvísindastofnun Háskólans auglýsir til umsóknar starf nýdoktors í lífefnafræði og sameindaeðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

 - Mynd

Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

Heilbrigðisþjónusta
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. SAk er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Sjúkrahúsið er alþjóðlega vottað af DNV-GL og styðst við ISO vottað gæðakerfi. Staðan er frá 1. Júlí 2021 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Oddur Ólafsson forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga.
 - Mynd

Doktorsnemi í eðlisfræði

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Auglýstar eru tvær stöður doktorsnema við Raunvísindadeild, Háskóla Íslands vegna verkefnisins: Aflflutningur til rafeinda og rafgasefnafræði rýmdarafhleðslu.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - Afleysing

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann tímabundið við hjúkrun á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 60% eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í framtíðarstarf á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 80% eða sakvæmt samkomulagi. Staðan veitist frá og með 1. maí nk.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Sjúkraliði - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð - SUMARAFLEYSING 2021

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Starfshlutfall er 50% eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á virkum dögum.

 - Mynd

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 80% eða skv. nánara samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða 3. árs hjúkrunarnema í sumarafleysingu á heilsugæsluna Egilsstöðum. Æskilegt starfshlutfall er 100%. Tímabil starfs er frá byrjun júní og út ágúst mánuð.

 - Mynd

Aðstoðarmaður í heimahjúkrun - Egilsstaðir - heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2021

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í sumarafleysingar í heimahjúkrun við heilsugæslu Egilsstaða. Tímabilið sem um ræðir er júní, júlí og ágúst. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

 - Mynd

Dósent í strúktúrjarðfræði og tektóník

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf dósents í strúktúrjarðfræði og tektóník við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Leitað er að einstaklingi með mjög góða reynslu í rannsóknum og með mikla möguleika á að koma á fót bæði öflugum rannsóknum á heimsmælikvarða sem og kennslu í strúktúrjarðfræði og tektóník.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2021

Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við hjúkrun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

 - Mynd

Tvær lektorsstöður í hjúkrunarfræði

Háskólinn á Akureyri
Kennsla og rannsóknir
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður lektora í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf.
 - Mynd

Doktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Auglýst er eftir metnaðarfullum og drífandi doktorsnema til rannsókna á sameindaferlum og stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum músa við Háskóla Íslands. 
Verkefnin hafa hlotið styrk frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Áætlað er að verkefnið hefjist í september 2021.

 - Mynd

Móttökuritarar - sumarafleysingastörf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Skrifstofustörf
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir móttökuriturum í sumarafleysingastörf. Um er að ræða störf á Heilsugæslunni Árbæ, Efstaleiti, Firði, Hlíðum, Mosfellsumdæmi ásamt skrifstofu heilsugæslunnar í Mjódd. Ráðningartímabilið frá 6 vikum upp í 3 mánuði. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga auk einstakra síðdegisvakta.
 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Seyðisfjörður - Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann tímabundið í aðhlynningu á hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði. Staðan veitist í eitt ár. Starfshlutfall er 80% eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira