Við sækjumst eftir tveimur framsæknum hjúkrunarfræðingum sem hafa brennandi áhuga á hjúkrun sjúklinga með blóð- og krabbameinssjúkdóma sem og áhuga á stjórnun, gæða- og umbótastarfi. Ráðið verður í starfið frá 15. febrúar 2021 eða eftir nánara samkomulagi.
Á blóð- og krabbameinslækningadeild fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á krabbameinshjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.
Við sækjumst eftir tveimur framsæknum hjúkrunarfræðingum sem hafa brennandi áhuga á hjúkrun...
Laus er til umsóknar eins árs afleysingastaða sjúkraliða á skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus frá 1. apríl 2021 eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild.
Laus er til umsóknar eins árs afleysingastaða sjúkraliða á skurðlækningadeild Sjúkrahússins á...
Vilt þú taka þátt í að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð rafrænna gagna með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi?
Þjóðskjalasafn Íslands er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar auk þess að gegna hlutverki opinbers skjalasafns. Hlutverk safnsins er m.a. að setja reglur og veita leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu, um frágang og afhendingu skjala-og gagnasafna auk þess að tryggja örugga varðveislu og förgun skjala jafn rafrænt sem og á pappír. Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og er hlutverk þess jafnframt að tryggja gott aðgengi að gögnum safnsins, rannsaka og miðla þeim til almennings.
Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í rafrænni skjalavörslu á skjala- og upplýsingasviði safnsins. Meginverkefni sviðsins er viðtaka skjalasafna á pappír og rafrænu formi, frágangur og skráning skjalasafna, ráðgjöf og eftirlit með afhendingarskyldum aðilum, þjónusta við notendur á lestrarsal og afgreiðsla fyrirspurna úr safnkostinum.
Vilt þú taka þátt í að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð rafrænna gagna með réttindi...
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi til að starfa við og halda utan um álit, umsagnir og ráðgjöf mála á verksviði stofnunarinnar, m.a. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsáætlanir og náttúruverndarmál. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf á góðum vinnustað.
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi til að starfa við og halda utan um álit, umsagnir...
Þjóðskrá Íslands leitar að öflugum einstaklingi til að leiða teymi sem vinnur að gerð kostnaðarmats undir fasteignahluta Þjóðskrár Íslands. Kostnaðarmat er mat á byggingarkostnaði fasteigna en Þjóðskrá metur kostnaðarmat fyrir öll mannvirki í landinu árlega. Kostnaðarmat er grunnur að útreikningi á brunabótamati og einnig notað sem grunnur við útreikning á fasteignamati hluta atvinnueigna. Fagstjóri heyrir undir deildarstjóra fasteignahluta einingarinnar Fólk og fasteignir. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á starfsfólki teymis, áætlanargerð og verkstýringu.
Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.
Þjóðskrá Íslands leitar að öflugum einstaklingi til að leiða teymi sem vinnur að gerð kostnaðarmats...
Þjóðskrá Íslands leitar að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi til að starfa í teymi sem sér um gerð fasteignamats. Þjóðskrá Íslands framkvæmir fasteignamat árlega á öllum fasteignum landsins þar sem notaðar eru skráningarupplýsingar úr fasteignaskrá ásamt kaupsamningum til þess að smíða líkön og aðferðir til að reikna fasteignamat. Starfið heyrir undir fagstjóra fasteignamatsteymis. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.
Þjóðskrá Íslands leitar að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi til að starfa í teymi sem sér um...
Þjóðskrá Íslands leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi til að leiða teymi sem vinnur að gerð fasteignamats undir fasteingahluta Þjóðskrár Íslands. Fagstjóri heyrir undir deildarstjóra fasteignahluta einingar fólks og fasteigna. Viðkomandi ber ábyrgð á starfsfólki teymisins, áætlanargerð og verkstýringu. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.
Þjóðskrá Íslands leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi til að leiða teymi sem vinnur að...
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði.
Staðan er laus frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi og er ótímabundin staða. Til greina kemur að ráða til skemmri tíma sé þess óskað.
Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina. Góð reynsla hefur verið af teymis-samstarfi læknis og hjúkrunarfræðings, sem snýr að móttöku, eftirfylgd og utanumhaldi.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfsstöð.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði...
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús í 60% starfshlutfall.
Um tímabundið starf er að ræða til 31. ágúst 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús í 60%...
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsmanni við ræstingar í 70% starfshlutfall. Um tímabundið starf til eins árs er að ræða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsmanni við ræstingar í 70%...
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Um er að ræða aðra af tveimur fagskrifstofum á heilbrigðissviði ráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1.apríl 2021
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa...
Fangelsismálastofnun óskar eftir öflugum sérfræðingi í tæknimálum til starfa hjá stofnunni. Sérfræðingur tæknimála heyrir undir sviðsstjóra rekstrar- og fjármála.
Hjá Fangelsismálastofnun starfa alls um 140 starfsmenn á fimm mismunandi starfsstöðum, fjórum fangelsum og aðalskrifstofu. Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með fjölbreyttum tæknimálum þvert á stofnunina.
Við viljum ráða jákvæðan, metnaðarfullan og þjónustulipran einstakling sem er lausnamiðaður og skipulagður. Viðkomandi þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á upplýsingatækni ásamt góðri reynslu af rekstri og umsjón tölvu- og netkerfa. Helstu þættir sem viðkomandi einstaklingur hefur umsjón og eftirlit með í samstarfi við birgja eru m.a. netþjónar, ýmis tölvubúnaður starfsmanna, símkerfi, sjónvarpskerfi, öryggismyndavélakerfi, aðgangastýrikerfi, loftræstikerfi, kassakerfi í verslunum fangelsanna ásamt ýmsum hugbúnaðakerfum s.s. frá One Systems, DK og Ferli.
Fangelsismálastofnun óskar eftir öflugum sérfræðingi í tæknimálum til starfa hjá stofnunni...
Laust er starf ritara í móttöku Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Um er að ræða almenna móttöku og símavörslu. Unnið er á dag- og kvöldvöktum, virka daga sem og um helgar. Ráðið verður í starfið 1. febrúar 2021 eða eftir samkomulagi.
Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinganna, með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi. Samskipti sem byggja á virðingu og stuðningi við börnin og fjölskyldur þeirra er mikilvægur þáttur í starfsemi Barnaspítalans.
Laust er starf ritara í móttöku Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Um er að ræða almenna móttöku...
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lífeindafræðing á rannsóknardeild stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Rannsóknardeild HSA starfrækir rannsóknarstofur á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands og á Heilsugæslustöðinni Egilsstöðum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lífeindafræðing á rannsóknardeild...
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing á lýðheilsusvið. Um er að ræða áhugavert, krefjandi og fjölbreytt starf sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og fagmennsku. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri lýðheilsusviðs en viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga sviðssins og embættisins.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing á lýðheilsusvið. Um er að ræða áhugavert...
Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis skurðlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri.
Staðan veitist frá 1. apríl 2021 eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri handlækningasviðs.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.
Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis skurðlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri.
Staðan...
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leitar að verkefnastjóra til að sjá um greiningar og mælingar á sviði gæðaþróunar og vísindavinnu sem fram fer á Þróunarmiðstöðinni. Markmið Þróunarmiðstöðvarinnar er að bæta gæði í heilsugæsluþjónustu og efla vísindarannsóknir. Um er að ræða 50% ótímabundið starf. Starfið veitist frá 1 mars 2021 eða eftir samkomulagi.
Eitt af markmiðum heilsugæslu er að veita hágæða heilbrigðisþjónustu sem byggir á skilgreindum mælikvörðum er varðar þjónustu og árangur.
ÞÍH leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu, vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, vísindastarfi, gæðaþróun og framförum i heilsugæslu í samráði við aðila sem reka heilsugæslustöðvar.
Markmið ÞÍH eð að styðja við alla starfsemi heilsugæslunnar í landinu hvað varðar gæðamál, verklag, kennslu og vísindavinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi ÞÍH má finna á https://throunarmidstod.is/
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leitar að verkefnastjóra til að sjá um greiningar og mælingar...
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.
Helstu hlutverk sviðsins eru eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum; gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu; kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu; rannsókn alvarlegra óvæntra atvika í heilbrigðisþjónustu; veiting starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta; leyfi til reksturs heilbrigðisþjónustu.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á trausta lögfræðilega þekkingu, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf á svið eftirlits og gæða...
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar hjá þjónustudeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands. Starfshlutfall er 90-100% eða samkvæmt samkomulagi. Staðan er laus strax.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar hjá þjónustudeild...
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á sjúkradeild...
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss...
Við leitum eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni í starf aðstoðardeildarstjóra á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Starfið er laust frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi. Starfið er að mestu í dagvinnu með stöku vöktum í samráði við deildarstjóra óski umsækjandi þess.
Deildin heyrir undir skurðstofu- og gjörgæslukjarna. Þar eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar um 10 þúsund aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi.
Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
Við leitum eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni í...
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Blóðbankann Glerártorgi Akureyri. Í boði er góð einstaklingsaðlögun og þjálfun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og frábært starfsumhverfi. Unnið er í samhentu teymi hjúkrunarfræðinga að fjölbreyttum og gefandi verkefnum og er teymisvinna ríkur þáttur í starfseminni. Starfið er laust frá 1. febrúar 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Blóðbankinn er einn sinnar tegundar á landinu og sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, veiruskimun og afgreiðslu blóðhluta. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar, lífeindafræðingar, læknar og skrifstofumenn. Unnið er samkvæmt vottuðu gæðakerfi skv. ISO 9001 og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Blóðbankann Glerártorgi Akureyri. Í boði er góð...
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa laust til umsóknar tímabundið starf fulltrúa í þjónustuveri og skiptiborði í deild innri rekstrar. Um er að ræða 75% starfshlutfall til eins árs. Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna.
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa laust til umsóknar tímabundið starf fulltrúa í þjónustuveri og...
Spennandi starf félagsráðgjafa á bráðageðdeild geðþjónustu Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt afleysingarstarf til eins árs. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Bráðageðdeild er legudeild og einkennist starfsemin af þéttri þverfaglegri samvinnu og krefjandi, áhugaverðum verkefnum fyrir áhugasaman félagsráðgjafa. Á deildinni ríkir góður starfsandi og ýmis tækifæri eru til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu og faglega færni.
Við leitum eftir metnaðarfullum félagsráðgjafa sem er sjálfstæður í starfi og með framúrskarandi samskiptahæfni.
Verkefnin eru fyrst og fremst að gera sálfélagslegt mat á vanda sjúklings, veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra upplýsingar um félagsleg réttindi og sinna málastjórn hvað varðar að tengja saman ólík þjónustukerfi.
Áhersla er lögð á góð og markviss samskipti við aðstandendur og að veittur sé stuðningur við hvers konar sálfélagslegar aðstæður sem upp geta komið við erfið og skyndileg veikindi. Góð aðlögun og stuðningur er veittur í upphafi starfs auk faghandleiðslu eftir þörfum.
Við félagsráðgjöf á Landspítala starfa rúmlega 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð.
Spennandi starf félagsráðgjafa á bráðageðdeild geðþjónustu Landspítala er laust til umsóknar. Um er...
Fiskistofa leitar eftir árangursdrifnum sérfræðingi í höfuðstöðvar sínar á Akureyri eða starfstöð Fiskistofu í Vestmanneyjum. Viðkomandi mun hafa umsjón með og sinna greiningum á gögnum í gagnagrunnum Fiskistofu til að nota við veiðieftirlit stofnunarinnar og við framsetningu gagna á vef Fiskistofu. Starfið mun heyra undir veiðieftirlitssvið þó starfið verði að hluta til þvert á svið. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á áhuga örri þróun starfshátta og vinnubragða.
Fiskistofa leitar eftir árangursdrifnum sérfræðingi í höfuðstöðvar sínar á Akureyri eða starfstöð...
Vegna aukinna umsvifa leitum við eftir hressum liðsfélaga í góðan hóp forritara hjá Fiskistofu. Ef þú hefur áhuga á nýsmíði og nýjungum í upplýsingatækni þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Vegna aukinna umsvifa leitum við eftir hressum liðsfélaga í góðan hóp forritara hjá Fiskistofu. Ef...
Spennandi starf á bráðaþjónustu geðþjónustu við Hringbraut er laust til umsóknar. Á bráðamóttökunni ríkir góður starfsandi þar sem starfsemin einkennist af öflugri þverfaglegri teymisvinnu, sjálfstæði í starfi, stöðugri þróun og fjölbreytni. Á deildinni eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína og færni sem hjúkrunarfræðingur. Markviss aðlögun og stuðningur í upphafi starfs.
Starfsemi deildarinnar er fjórþætt:
» Bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð geðræn veikindi að stríða
» Skammtíma eftirfylgd eftir komu á bráðamóttöku
» Ráðgjafarþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi
» Ráðgjafarþjónusta fyrir legudeildir Landspítala
Á bráðamóttöku geðdeildar leita um 3.200 einstaklingar á ári hverju.
Starfshlutfall er 80-100% og er að mestu um dagvinnu að ræða, helgarvakt u.þ.b. sjöttu hverja helgi og eina vakt frá kl. 12-20 á viku. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Spennandi starf á bráðaþjónustu geðþjónustu við Hringbraut er laust til umsóknar. Á bráðamóttökunni...
Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir að ráða samskiptaráðgjafa fyrir pólskumælandi tímabundið í 6. mánuði í 40% starfshlutfalli. Samskiptaráðgjafi pólskumælandi starfar á skrifstofu ráðuneytisstjóra undir faglegri stjórn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir að ráða samskiptaráðgjafa fyrir pólskumælandi tímabundið í 6...
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í tímabundið afleysingarstarf í mötuneyti Alþingis. Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi.
Mötuneytið er í Skála við Kirkjustræti. Þar borða að jafnaði 120-160 manns í hádegi. Einnig er útbúinn matur fyrir kvöldfundi, aðra fundi og móttökur. Alþingi býður upp á fjölbreyttan og hollan mat sem eldaður er frá grunni og leggur áherslu á ferskt hráefni. Í mötuneytinu starfa fjórir starfsmenn.
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í tímabundið afleysingarstarf í mötuneyti...
Verkfræði- og náttúruvísindasvið leitar að öflugum einstaklingi til að gegna starfi mannauðsstjóra sviðsins. Sviðið er fjölbreytt og er fjöldi starfsfólks í kringum 350. Mannauðsstjóri sviðsins er næsti yfirmaður teymis mannauðs- og samskipta sem er ábyrgt fyrir mannauðsmálum, þjónustu, vefmálum og viðburðum og kynningarmálum sviðsins. Mannauðsstjóri tekur ríkan þátt í umsjón sviðskrifstofu sem er miðlæg þjónusta fyrir allt sviðið. Mannauðsstjóri sviðsins vinnur með og er hluti af mannauðsteymi háskólans.
Starfið heyrir beint undir forseta sviðsins.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið leitar að öflugum einstaklingi til að gegna starfi mannauðsstjóra...
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öfluga liðsmenn til starfa. Um er að ræða störf í þjónustuteymi innan klínískrar lyfjaþjónustu og í lyfjablöndun.
Í lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 80 manns, lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn. Verkefni lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öfluga liðsmenn til starfa. Um er að ræða störf í...
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í kennslufræði grunnskóla við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna lektorsins verða kennsla og rannsóknir á einhverjum af eftirtöldum sviðum almennrar kennslufræði; bekkjarstjórnun, kennsluaðferðir og kennsluhættir, kennsla barna á miðstigi eða kennsla barna á yngsta stigi grunnskóla.
Starfsskyldur lektors eru kennsla, rannsóknir og stjórnun.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í kennslufræði grunnskóla við Menntavísindasvið Háskóla...
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu innviða...
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í geðhjúkrun á fíknigeðdeild. Starfshlutfall er 50% og er upphaf starfs samkvæmt samkomulagi.
Meginhlutverk sérfræðings í hjúkrun er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda ásamt rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér að halda utan um eflingu geðhjúkrunar, taka virkan þátt í skipulagningu og þróun þjónustunnar ásamt því að móta hlutverk sérfræðinga í hjúkrun innan geðþjónustunnar.
Á fíknigeðdeild Landspítala eru 3 einingar, dagdeild, göngudeild og legudeild. Mikil teymisvinna er á milli allra eininganna. Fíknigeðdeildin er með þjónustu fyrir einstaklinga með alvarlegan fíkni- og geðvanda (tvígreiningu). Mikil áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu allra stétta. Meðferðarnálgun er því fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings.
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í geðhjúkrun á fíknigeðdeild. Starfshlutfall er 50% og er...
Vegagerðin auglýsir eftir umsjónar- og eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á tæknideild Vestursvæði. Um er að ræða fullt starf á starfsstöð á Ísafirði.
Vegagerðin auglýsir eftir umsjónar- og eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á tæknideild...
Starf verkstjóra við þjónustustöðina á Ísafirði er laust til umsóknar.
Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöð á Ísafirði og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við markmið Vegagerðarinnar.
Starf verkstjóra við þjónustustöðina á Ísafirði er laust til umsóknar.
Verkstjóri hefur umsjón og...
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu
lektors í sálfræði við hug- og félagsvísindasvið
Leitað er að sérfræðingum á öllum sviðum sálfræðinnar, en þó sérstaklega á sviðum klínískrar sálfræði. Umsækjendur skulu vera með sterkan grunn í aðferðafræði rannsókna.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2021. Ráðningartími er tímabundinn til fimm ára en viðkomandi getur óskað eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar.
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu
lektors í sálfræði við hug- og...
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu yfirsálfræðings á heilsugæslu. Starfinu er skipt á milli geðheilsuteymis stofnunarinnar og þjónustu við börn. Aðalstarfsstöðin er á Ísafirði, en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti þjónustu 2 til 3 daga í mánuði á Patreksfirði. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi stofnunarinnar, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og kemur til greina að sálfræðingur vinni að hluta til í fjarvinnu. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu yfirsálfræðings á heilsugæslu. Starfinu er...
Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan hugbúnaðarsérfræðing til að ganga til liðs við öflugt þróunarteymi. Metnaðarfull og spennandi verkefni eru framundan við þróun og viðhald upplýsingakerfa. Viðkomandi þarf að vera tilbúin að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.
Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan hugbúnaðarsérfræðing til að ganga til liðs við...
Upplýsingatæknideild Samgöngustofu leitar að jákvæðum sérfræðingi og liðsfélaga með einstaka þjónustulund til þess að taka þátt í rekstri, þjónustu og uppsetningu á notendakerfum Samgöngustofu. Verkefnin framundan eru fjölbreytt og krefjandi og þarf viðkomandi að geta axlað ábyrgð á rekstri og uppsetningu útstöðva sem og rekstrarumhverfis Samgöngustofu.
Upplýsingatæknideild Samgöngustofu leitar að jákvæðum sérfræðingi og liðsfélaga með einstaka...
Viltu vera með í að móta sterka og öfluga deild og taka virkan þátt í þróun og uppbyggingu deildarinnar?
Við viljum ráða hjúkrunarfræðing með framúrskarandi færni í samskiptum, skapandi hugsun og metnað í starfi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Við leggjum áherslu á að taka vel móti nýju starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun. Starfið veitist frá 1. febrúar 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Á deildinni fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á krabbameinshjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala (sjá myndskeið undir frekari upplýsingar).
Viltu vera með í að móta sterka og öfluga deild og taka virkan þátt í þróun og uppbyggingu...
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á sviði sóttvarna. Starfið felst fyrst og fremst í verkefnum tengdum vinnslu og vöktun á tilkynninga- og skráningaskyldum sjúkdómum ásamt fjölbreyttum verkefnum á sviði sóttvarna. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á þekkingu í læknavísindum, fagmennsku og samskiptahæfni. Næsti yfirmaður er sóttvarnalæknir en viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við teymi sérfræðinga í samræmi við lögbundna starfsemi sóttvarnalæknis samkvæmt sóttvarnalögum. Starfið er laust frá og með 1. mars 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða fullt starf.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á sviði sóttvarna. Starfið felst fyrst...
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á miðlægri skrifstofu þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni sem unnin eru þvert á starfsstöðvar þjóðgarðsins.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra þjóðgarðsins og er auglýst sem starf án staðsetningar.
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á miðlægri skrifstofu...
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir að ráða skjalastjóra í 100% stöðu á aðalskrifstofu embættisins á Blönduósi.
Þar sem um er að ræða nýtt starf við embættið verður tímabundið ráðið til eins árs en með möguleika á framlengingu að teknu tilliti til mótunar og árangurs af starfinu.
Skjalastjóri leiðir áframhaldandi þróun og hefur umsjón með skjalavörslu embættisins. Í boði er áhugavert starf sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir að ráða skjalastjóra í 100% stöðu á aðalskrifstofu...
Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun í læknavísindum og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setja miklar kröfur á spítalann.
Með byggingu nýs meðferðarkjarna samhliða stafrænni umbreytingu í starfseminni ætlar Landspítali að verða í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð nema nýir ferlar, ný tækni, samþáttun og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk. En forsenda árangurs er frábært starfsfólk. Vilt þú taka þátt í að gera þessa framtíð að veruleika?
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum leiðtoga með brennandi áhuga á heilbrigðistækni til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á sviði heilbrigðis- og upplýsingatækni á Landspítala (HUT).
Heilbrigðistækni er vettvangur innan HUT sem ber ábyrgð á öflun og rekstri lækningatækja Landspítala. Starfsmenn sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum rekstri 9000 lækninga- og rannsóknarstofutækja, öflun og innleiðingu nýs búnaðar ásamt því að sinna ráðgjöf til klínískra deilda um tækninýjungar og ferlaumbætur á sviði heilbrigðistækni. Heilbrigðistækni mun spila stórt hlutverk við undirbúning nýs Landspítala.
Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun í læknavísindum og...
Á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi starfar öflugt fagfólk sem hefur metnað til að veita landsmönnum örugga bráðaþjónustu. Bráðamóttakan sinnir bráðveikum og slösuðum og einnig einstaklingum með minniháttar áverka og veikindi.
Yfirlæknir bráðalækninga er yfirmaður sérgreinar í bráðalækningum og er leiðandi um læknisfræðileg málefni innan bráðamóttöku Landspítala og bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Yfirlæknir ber ábyrgð á þróun bráðalækninga, skipuleggur vinnufyrirkomulag, mönnun og setur fram markmið um kennslu og rannsóknir innan sérgreinarinnar. Yfirlæknir setur fram markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu deildarinnar fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
Á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi starfar öflugt fagfólk sem hefur metnað til að veita...
Við óskum eftir að ráða sjálfstæðan hjúkrunarfræðing í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í sex mánuði, frá mars til september, með möguleika á framlengingu.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.
Við óskum eftir að ráða sjálfstæðan hjúkrunarfræðing í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun...
Sálfræðiþjónusta vefrænna deilda á Landspítala vill ráða til starfa þrjá metnaðarfulla og sjálfstæða sálfræðinga með góða samskiptahæfni, sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.
Starfsvettvangur er við kvennadeild, krabbameinslækningadeild og endurhæfingardeild Grensási. Meginhlutverk starfanna eru greiningar og meðferðarvinna með einstaklinga sem eru að takast á við tilfinningaleg og líkamleg vandamál tengd heilsubresti eða endurhæfingu. Möguleiki á aukinni ábyrgð og starfsþróun. Upphaf starfs er samkvæmt samkomulagi en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf fyrst.
Hjá Sálfræðiþjónustunni starfa 75 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og því unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til rannsóknarvinnu og að dýpka þekkingu sína í greiningu og meðferð algengra geðraskana.
Sálfræðiþjónusta vefrænna deilda á Landspítala vill ráða til starfa þrjá metnaðarfulla og sjálfstæða...
Laust er til umsóknar 50% starf lektors í myndgreiningu á fræðasviði myndgreiningar við Læknadeild Háskóla Íslands.
Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að viðkomandi sé jafnframt ráðinn á myndgreiningadeild Landspítala og hafi þar aðstöðu til að sinna klínískri kennslu læknanema.
Laust er til umsóknar 50% starf lektors í myndgreiningu á fræðasviði myndgreiningar við Læknadeild...
Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi í nýtt starf forstöðumanns stoðdeildar á mannvirkjasviði. Áhersla er lögð á að forstöðumaður hafi þekkingu á hlutverki og starfsemi Vegagerðarinnar, búi m.a. yfir þekkingu og reynslu á sviði mannvirkjagerðar, stjórnun og góðri færni í mannlegum samskiptum.
Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi í nýtt starf forstöðumanns stoðdeildar á...
Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns hönnunardeildar. Áhersla er lögð á að forstöðumaður hafi þekkingu á hlutverki og starfsemi Vegagerðarinnar, búi m.a. yfir þekkingu og reynslu af hönnun samgöngumannvirkja, stjórnun, áætlanagerð og góðri færni í mannlegum samskiptum.
Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns hönnunardeildar. Áhersla er...
Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi til að sinna starfi deildarstjóra tæknideildar á Suðursvæði. Um er að ræða fullt starf og starfstöðin er á Selfossi.
Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi til að sinna starfi deildarstjóra...
Vegagerðin leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í nýtt starf forstöðumanns stafrænna innviða og ferlaþróunar.
Forstöðumaður ber ábyrgð á og hefur umsjón með gæðakerfi Vegagerðarinnar í samráði forstjóra, innleiðingu á ferlum með áherslu á stafrænar lausnir í samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur. Auk þess að veita sviðum ráðgjöf við að bæta ferla Vegagerðarinnar. Vinnan á sér stað þvert á starfssemi Vegagerðarinnar. Starfið tilheyrir skrifstofu forstjóra og starfsstöðin er í Reykjavík.
Í boði eru fjölbreytt og krefjandi verkefni á áhugaverðum vinnustað. Vegagerðin leggur áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna.
Vegagerðin leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í nýtt starf forstöðumanns stafrænna...
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í almennri hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem felur í sér umsjón og þróun námsleiðar til BS prófs í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur háskólaprófi.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í almennri hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla...
Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis barnalækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)
Staðan veitist frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum.
SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina sérhæfða barnadeildin utan höfuðborgarsvæðisins og sinnir fjölbreyttum sjúklingahópi frá fæðingu til 18 ára aldurs. Á deildinni er legudeild, vökudeild auk dag- og göngudeildar.
Deildin sinnir öllum almennum lyflækningum barna og léttari vandamálum nýbura, en auk þess dvelja börn með sjúkdóma á sviði almennra skurðlækninga, bæklunarlækninga, HNE lækninga og kvensjúkdómalækninga á deildinni.
Barna- og unglingageðteymi sjúkrahússins heyrir undir barnalækningar.
Næsti yfirmaður er Alice Harpa Björgvinsdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs.
Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis barnalækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)
Staðan...
Við viljum fjölga í öflugum starfsmannahópi um tvo sérfræðilækna með sérhæfingu í bráðalækningum eða með víðtæka reynslu af bráðaþjónustu.
Bráðadeild Landspítala býður upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi og mikil tækifæri til starfsþróunar. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.
Starfshlutfall er 100% eða skv. nánara samkomulagi og eru störfin laus nú þegar eða skv. nánara samkomulagi.
Við viljum fjölga í öflugum starfsmannahópi um tvo sérfræðilækna með sérhæfingu í bráðalækningum eða...
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslurnar á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Um afleysingarstörf er að ræða frá janúar - 31. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Ef styttra tímabil hentar þá er það mögulegt.
HSN getur útvegað starfsmanninum húsnæði á Þórshöfn eða Kópaskeri.
Hjúkrunarfræðingur á Þórshöfn sinnir bakvakt hluta mánaðar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslurnar á...
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild.
Æskilegt er að umsækjendur geti byrjað sem fyrst.
Starfshlutfall samkomulag.
Unnið er á þrískiptum vöktum.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á...
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarsviði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á...