Hoppa yfir valmynd

Starfatorg - laus störf hjá ríkinu

Skrifstofustarf/heilbrigðisritari á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Skrifstofustarf/heilbrigðisritari á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar skrifstofustarf á blóð- og krabbameinslækningadeild við Hringbraut. Á deildinni starfar 120 manna þverfaglegur hópur sem sinnir sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein. 

Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með góða samskiptahæfni og á auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu auk kvöld- og helgarvakta sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. 

Starfið veitist frá 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Umsjónarmaður fasteigna við Menntaskólann við Hamrahlíð - Mynd

Umsjónarmaður fasteigna við Menntaskólann við Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Við Menntaskólann við Hamrahlíð er laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna. Ráðið er í starfið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Menntaskólinn við Hamrahlíð er framhaldsskóli sem byggir á áfangakerfi. Boðið er upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum og alþjóðlegri námsbraut, IB-braut, auk náms á fjölnámsbraut. Rúmlega 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 1000. 

Tómstundafulltrúi á Blönduósi - Mynd

Tómstundafulltrúi á Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi auglýsir lausa stöðu tómstundafulltrúa á hjúkrunardeild. Vinnutími er virka daga frá 09:00-15:00. 

Hjúkrunarfræðingur - Rjóður - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Rjóður

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu vinna á fjölskylduvænum vinnustað með frábæru samstarfsfólki? 

Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í okkar góða hóp. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun og líflegt starfsumhverfi þar sem vinnuandinn einkennist af samvinnu, stuðningi og góðum liðsanda. Unnið er í vaktavinnu og er ráðið í starfið frá 1. júní 2023 eða eftir nánara samkomulagi. 

Rjóður, sem staðsett er í Kópavogi, er deild innan Landspítala sem sinnir hjúkrunar- og endurhæfingarinnlögnum fyrir langveik börn og þar starfa um 30 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Á deildinni er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við alvarleg langvinn veikindi og fatlanir að stríða og veitt er fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú áhuga á að starfa við hjúkrun sjúklinga með blóðsjúkdóma eða krabbamein og taka þátt í að móta krabbameinsþjónustu á Landspítala?

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á blóð- og krabbameinslækningadeild. Um er að ræða framtíðarstarf, en einnig eru í boði störf til sumarafleysinga. Unnið er í vaktavinnu en auk þess höfum við áhuga á að ráða hjúkrunarfræðinga á næturvaktir. 

Deildin er 30 rúma legudeild og þar fer fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Mikil áhersla er á gæða- og umbótavinna á deildinni. 

Sérhæfð starfsþróun á vegum fagráðs krabbameinshjúkrunar er í boði og felst í starfþróun fyrir þá sem ráða sig í krabbameinsþjónustu. Til viðbótar við einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild verður í boði öflug fræðsla og sérsniðinn stuðningur við þann nýráðna. 

Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem og nýútskrifaðan því við teljum að breidd í þekkingu og reynslu sé mikilvæg. Starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag. 

 

Lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra við Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar - Mynd

Lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra við Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Við embætti ríkislögreglustjóra er laus til umsóknar ein staða lögreglufulltrúa hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar (MSL), Krókhálsi 5a í Reykjavík.  Gert er ráð fyrir því að setja í stöðuna til reynslu í 6 mánuði frá og með 1. ágúst 2023 með skipun í huga að loknu reynslutímabili.

Mennta- og starfsþróunarsetrið starfar samkvæmt 37. gr. lögreglulaga nr. 90 frá 1996 með áorðnum breytingum. Helstu verkefni setursins eru að annast starfsnám nema í lögreglufræðum við háskóla, sbr. 38. gr., í samstarfi við háskóla, hafa umsjón með símenntun lögreglumanna innan lögreglu, annast skipulagningu og framboð sérhæfðra námskeiða, eftir atvikum í samstarfi við háskóla eða á grundvelli alþjóðasamstarfs, vera stjórnvöldum til ráðgjafar um menntun lögreglumanna, annast alþjóðasamskipti á vettvangi lögreglumenntunar ásamt því að annast önnur verkefni er lúta að menntun og fræðslu lögreglu.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa rúmlega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra við Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar - Mynd

Lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra við Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar

Ríkislögreglustjóri
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Við embætti ríkislögreglustjóra er laus til umsóknar ein staða lögreglufulltrúa hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar (MSL), Krókhálsi 5a í Reykjavík.  Gert er ráð fyrir því að setja í stöðuna til reynslu í 6 mánuði frá og með 1. ágúst 2023 með skipun í huga að loknu reynslutímabili.

Mennta- og starfsþróunarsetrið starfar samkvæmt 37. gr. lögreglulaga nr. 90 frá 1996 með áorðnum breytingum. Helstu verkefni setursins eru að annast starfsnám nema í lögreglufræðum við háskóla, sbr. 38. gr., í samstarfi við háskóla, hafa umsjón með símenntun lögreglumanna innan lögreglu, annast skipulagningu og framboð sérhæfðra námskeiða, eftir atvikum í samstarfi við háskóla eða á grundvelli alþjóðasamstarfs, vera stjórnvöldum til ráðgjafar um menntun lögreglumanna, annast alþjóðasamskipti á vettvangi lögreglumenntunar ásamt því að annast önnur verkefni er lúta að menntun og fræðslu lögreglu.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa rúmlega 200 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn: Okkar tilgangur er að vernda og virða - Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi - Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi með áherslu á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.

Geislafræðingur - Mynd

Geislafræðingur

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða til starfa geislafræðing á röntgendeild stofnunarinnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 70-80% dagvinna með bakvöktum. 

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsubrú - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsubrú

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Erum við að leita af þér?

Heilsubrú leitar að sálfræðingi í 100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða spennandi starf fyrir sálfræðing í nýrri einingu sem er í þróun.

Heilsubrú er ný eining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur það markmið að gera starfsemi heilsugæslustöðva markvissari. Með Heilsubrúnni eflum við faglegt starf og samræmum þjónustu HH með þverfaglegu starfi.

Hlutverk Heilsubrúar er að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda einstaklinga þ.á m. offitu, sykursýki, háþrýstingi, svefni, kvenheilsu og geðheilsu. Heilsubrú er hugsað sem viðbót við núverandi þjónustu HH. Sálfræðingur mun starfa í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í þróun. 

Heilsugæslan höfuðborgarsvæðisins á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Eftirlitsmaður á umsjónardeild Vestursvæðis - Mynd

Eftirlitsmaður á umsjónardeild Vestursvæðis

Vegagerðin
Vestfirðir / Sérfræðistörf

Vegagerðin auglýsir eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega. 
Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild Vestursvæðis og er svæðisstöðin á Ísafirði.  
Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Vestfirði og Vesturland og þurfa 
umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.

Sumarstarf í bókhaldi á Þjóðminjasafni Íslands - Mynd

Sumarstarf í bókhaldi á Þjóðminjasafni Íslands

Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Þjóðminjasafn Íslands leitar að jákvæðum og töluglöggum einstaklingi í sumarafleysingu á skrifstofu safnsins. Skrifstofan heyrir undir fjármála og þjónustusvið sem staðsett er á Suðurgötu 41. Frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er í fjármálatengdu námi og leitar að spennandi tækifærum í bókhaldi.

Skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla - Mynd

Skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla

Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Laust er til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022, sbr. forsetaúrskurð nr. 6/2022, eftir breytingar á verkaskiptingu Stjórnarráðs Íslands í árslok 2021. Hlutverk skrifstofu menningar og fjölmiðla er að sjá til þess að ávallt sé unnið faglega að undirbúningi mála á sviði menningar, lista, safna, íslenskrar tungu, skapandi greina, fjölmiðla og höfundaréttar. Þá fer skrifstofan með alþjóðlegt samstarf á þeim málefnasviðum sem undir hana heyra í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Lögð er rík áhersla á samráð við önnur ráðuneyti, Alþingi, hagsmunaaðila og almenning

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sérfræðistörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í í afleysingu til eins ár aðstoðarmann í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt samkomulagi og staðan veitist frá maí. Unnið er á vöktum. 

Starfsmaður í þjónustudeild - þvottahús - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - þvottahús - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í þvottahúsi hjúkrunarheimilisins Uppsala í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 70% eða samkvæmt samkomulagi. Staðan veitist frá apríl eða eftir samkomulagi.

Lektor í iðnaðarverkfræði - Mynd

Lektor í iðnaðarverkfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf lektors í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, Háskóla Íslands.

Austurland - Sérnáms Hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu - Mynd

Austurland - Sérnáms Hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausa til umsóknar eina sérnámsstöðu hjúkrunarfræðings í heilsugæsluhjúkrun. Sérnámsstaðan er 80% og veitist frá 1. ágúst 2023 til eins árs.

Hjúkrunarfræðingar á handlækningadeild HVE Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á handlækningadeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á handlækningadeild HVE Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á þrískiptum vöktum og þriðju hverja helgi. Starfshlutfall er 50-100% eða eftir nánara samkomulagi. 

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Framhaldsskólakennari í húsasmíði - Mynd

Framhaldsskólakennari í húsasmíði

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) er laus til umsóknar staða kennara í tréiðngreinum.

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru um 450 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt, bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Aðstoðarskólameistari - Mynd

Aðstoðarskólameistari

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólameistara FB. 

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti menntar fólk til lokaprófs úr framhaldsskóla. Sýn skólans er að efla einstaklinga til þess að skapa kærleiksríkt sjálfbært samfélag og gildi skólans eru: virðing, fjölbreytni, sköpunarkraftur. 

FB er skóli Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Stefnumið skólans eru þessi: 

 • Við leggjum áherslu á frið, lýðræði, réttlæti, jöfnuð og jafnrétti 
 • Við vinnum saman að góðum námsárangri allra nemenda
 • Við menntum nemendur til að stuðla að sjálfbærni og virða líf og umhverfi
 • Við stuðlum að vellíðan og valdeflingu nemenda og starfsfólks
 • Við leggjum áherslu á góða samvinnu, hvetjandi og nærandi samskipti 
 • Við iðkum, kennum og hlúum að nýsköpun 
 • Við ræktum góð tengsl út á við og vinnum með nærsamfélagi skólans.

 

Líffræði- og jarðfræðikennsla við Menntaskólann að Laugarvatni skólaárið 2023-2024 - Mynd

Líffræði- og jarðfræðikennsla við Menntaskólann að Laugarvatni skólaárið 2023-2024

Menntaskólinn að Laugarvatni
Suðurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn að Laugarvatni óskar eftir að ráða kennara í náttúruvísindakennslu frá og með 1. ágúst 2023. Menntaskólinn að Laugarvatni er bekkjakerfisskóli og boðið er upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, náttúruvísindabraut og félags- og hugvísindabraut. 

Framhaldsskólakennari í rafvirkjun - Mynd

Framhaldsskólakennari í rafvirkjun

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Laus er til umsóknar staða kennara í rafiðngreinum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru um 450 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Ljósmóðir óskast til starfa á fæðingarvakt - Mynd

Ljósmóðir óskast til starfa á fæðingarvakt

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf ljósmæðra á fæðingarvakt Landspítala. Á deildinni er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu. 

Á deildinni starfa um 80 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Um er að ræða störf í vaktavinnu og er starfshlutfallið 40-100%. Ráðið verður í störfin eftir samkomulagi og möguleiki á starfi yfir sumartímann eingöngu. Góð aðlögun með reyndum ljósmæðrum í boði.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar BUGL - Mynd

Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar BUGL

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starf yfirlæknis barna- og unglingageðdeildar BUGL er laust til umsóknar. 

Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs.

Leitað er eftir sérfræðilækni í barna- og unglingageðlæknisfræði með reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. júní 2023 eða eftir nánara samkomulagi.

Deildarlæknir Akranesi - Mynd

Deildarlæknir Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Deildarlæknir óskast til starfa á handlækningadeild og slysadeild á Akranesi. 

Handlækningadeildin er nýuppgerð 14 rúma deild. Á Akranesi er öflug skurðstofustarfsemi þar sem gerðar eru rúmlega 2000 skurðaðgerðir á ári og starfsemi á deildinni því mjög fjölbreytt. 

Slysadeildin sinnir öllu Vesturlandi, bráða- og endurkomur. Þar er einnig göngudeildarþjónusta, t.d. lyfjagjafir, speglanir og innskriftir aðgerðarsjúklinga. 

Góð laun í boði 

Sérfræðilæknir í meltingarlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í meltingarlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í meltingarlækningum innan lyflækningaþjónustu Landspítala. 

Á meltingarlækningaeiningunni fer m.a. fram uppbygging sérhæfðra þjónustuteyma í samstarfi við aðrar sérfræðigreinar og fagstéttir, framsækin starfsemi við meltingarvegsspeglanir bæði í greiningar- og meðferðarskyni og metnaðarfullt vísindastarf. Við eininguna gefast tækifæri til að vaxa og þróast áfram í starfi að loknu sérnámi og taka þátt í áhugaverðum verkefnum.  

Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu í meltingarlækningum og almennum lyflækningum. Miðað er við 100% starfshlutfall. 

Starfið er laust frá 15. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi.

Sjúkraliði Kristnesspítali - Mynd

Sjúkraliði Kristnesspítali

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100 % staða sjúkraliða við Kristnesspítala þar sem fara fram endurhæfinga og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta gengið allar vaktir.

Næsti yfirmaður er Kristín Margrét Gylfadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala. 

 

Deildarstjóri í upplýsingatæknideild - Mynd

Deildarstjóri í upplýsingatæknideild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu deildarstjóra í upplýsingatæknideild. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða en upplýsingatæknideild heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið. 

Upplýsingatæknideild sinnir þjónustu þvert á embættið, svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar auk þess sem deildin veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum og tekur virkan þátt í ferlaumbótum hjá stofnuninni. Við leitum að deildarstjóra með fjölbreytta þekkingu sem gagnast í að tryggja farsæla þekkingarstjórnun við nýliðun í upplýsingatæknideild á næstu misserum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Verkefnastjóri vinnuflokka viðhald vita og brúa - Mynd

Verkefnastjóri vinnuflokka viðhald vita og brúa

Vegagerðin
Suðurland / Sérfræðistörf

Við erum að leita eftir verkefnisstjóra til að hafa heildarsýn á verkefni og verkefnastöðu hjá vinnuflokkum Vegagerðarinnar. 
Vegagerðin starfrækir þrjá vinnuflokka sem hafa starfsstöð í Garðabæ, í Vík og á Hvammstanga. 
Um spennandi starf er að ræða sem felur í sér tækifæri að kynnast landinu á nýjan hátt.
Vinnuflokkar fara um allt land og sjá um fjölbreytt verkefni, helstu verkefni eru viðhald og nýframkvæmdir brúa, viðhald og eftirlit ljósvita.
Um er að ræða fullt starf og starfstöðin er í Garðabæ.

Sérfræðingur í lífefnaerfðafræði - Mynd

Sérfræðingur í lífefnaerfðafræði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í lífefnaerfðafræði við erfða-sameindalæknisfræðideild (ESD) á klínískri rannsóknaþjónustu Landspítala. 

Á ESD fer fram fjölbreytt starfsemi. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og hún er eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Deildin rekur sérhæfðar rannsóknarstofur til að greina erfðasjúkdóma, meta erfðaáhættu og í fósturskimun og nýburaskimun. Notaðar eru margvíslegar rannsóknategundir í lífefnaerfðafræði, sameindaerfðafræði, litningarannsóknum og erfðamengisrannsóknum. 

Á ESD er göngudeild og ráðgjafareining. Starfið er tengt lífefnaerfðarannsóknaeiningu. Á þeirri rannsóknarstofu eru greindir arfgengir efnaskiptasjúkdómar, fylgt eftir meðferð þeirra og nýburaskimun.

Á ESD fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans. Deildin er í formlegum tengslum við lífefna- og sameindalíffræðasvið læknadeildar Háskóla Íslands og í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. 

Vinnuandinn á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.

Doktorsnemi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild - Mynd

Doktorsnemi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er með laust fullt starf doktorsnema í umhverfisfræði vegna verkefnisins "Íslenskt móberg bjargar heiminum?". Verkefnið hefur verið fjármagnað til þriggja ára.

Kerfisstjóri í upplýsingatæknideild - Mynd

Kerfisstjóri í upplýsingatæknideild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu kerfisstjóra í upplýsingatæknideild hjá embættinu. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið.

Upplýsingatæknideild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið  svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar, símtæki stofnunarinnar og veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum og tekur virkan þátt í ferlaumbótum hjá stofnuninni. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Deildarstjóri á skrifstofu Sálfræðideildar - Mynd

Deildarstjóri á skrifstofu Sálfræðideildar

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra á skrifstofu Sálfræðideildar Háskóla Íslands. Um framtíðarstarf er að ræða.

Við leitum að deildarstjóra til að stýra daglegri starfsemi á skrifstofu Sálfræðideildar í takt við stefnu Heilbrigðisvísindasviðs og Háskóla Íslands  HÍ26. Viðkomandi mun vinna náið með forseta Sálfræðideildar, deildarráði, starfsfólki deildar, rekstrarstjóra og starfsfólki á sviðsskrifstofu. Á deildarskrifstofunni starfa þrír starfsmenn auk deildarstjóra.

Sálfræðideild er til húsa í Nýja Garði við Sæmundargötu 2 og er þar í hringiðu háskólasamfélagsins. Á skrifstofu deildarinnar er veitt margvísleg þjónusta í tengslum við nám, kennslu og rannsóknir í deildinni. Deildin býður upp á nám á öllum námsstigum og þar stundar fjölbreytilegur hópur nemenda nám og setur líflegan svip á starfsemina.

Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er áhersla lögð á skólann sem góðan vinnustað, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika meðal starfsfólks í stoðþjónustu skólans.

Launavinnsla ríkisins, er það ekki eitthvað fyrir þig ? - Mynd

Launavinnsla ríkisins, er það ekki eitthvað fyrir þig ?

Fjársýsla ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Fjársýslan leitar að öflugum sérfræðingi á mannauðs- og launasvið. Framundan eru spennandi verkefni er tengjast launakerfi ríkisins og mun viðkomandi sinna fjölbreyttum verkefnum allt frá móttöku gagna til úrvinnslu fullunninna launagagna, greininga og stafrænnar þróunar. Leitað er eftir töluglöggum, nákvæmum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúin að takast á við  fjölbreytt verkefni með metnaðarfullum hópi samstarfsfólks sem leggur áherslu á fagleg vinnubrögð  og framúrskarandi þjónustu. Á mannauðs- og launasviði starfar hópur sérfræðinga við launavinnslu, launakeyrslu og mannauðsráðgjöf til ríkisaðila

Starfsmaður - Blóðbankinn Snorrabraut - Mynd

Starfsmaður - Blóðbankinn Snorrabraut

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starfsmaður óskast til starfa hjá Blóðbankanum við Snorrabraut. Um er að ræða fjölbreytt starf við öflun og móttöku blóðgjafa og í kaffistofu blóðgjafa. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi og tækifæri til starfsþróunar. Rík áhersla er lögð á góða og einstaklingsmiðaða aðlögun undir handleiðslu reyndra starfsmanna.

Um er að ræða dagvinnu með breytilegan vinnutíma og bakvöktum. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, hjúkrunarfræðingar, náttúrufræðingar, lífeindafræðingar, læknar og aðrir starfsmenn og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Skrifstofustörf

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Laust er til umsóknar starf heilbrigðisgagnafræðings. Um er að ræða framtíðarstarf. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Viltu vera memm? Við leitum að öflugum og hressum lyfjafræðing - Mynd

Viltu vera memm? Við leitum að öflugum og hressum lyfjafræðing

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni? Fórst þú í lyfjafræði til að vinna náið með öðrum heilbrigðisstéttum? Hefur þú áhuga á að vinna í teymi fólks sem brennur fyrir því sem það er að fást við á hverjum degi? Þá gætum við verið með rétta starfið fyrir þig.

Lyfjaþjónusta er að leita að öflugum lyfjafræðingum með sterka þjónustulund og færni til að móta nýtt verklag í þéttu samstarfi við aðra lyfjafræðinga sem og aðrar fagstéttir. Við leitum að lyfjafræðingum sem eru sveigjanlegir, framsæknir og tilbúnir að takast á við verkefni í mótun. Helstu verkefni munu taka mið af reynslu og menntun þess sem verður ráðinn. Um er að ræða dagvinnu.

Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Nú starfa um 40 lyfjafræðingar í fjölbreyttum verkefnum á Landspítala. Mikil framþróun er framundan og undirbúningur er hafinn við að móta verkferla og efla þjónustustig.

Sérgreinadýralæknir/Fagsviðsstjóri aukaafurða dýra - Mynd

Sérgreinadýralæknir/Fagsviðsstjóri aukaafurða dýra

Matvælastofnun
Vesturland / Vestfirðir / Norðurland / Austurland / Suðurland / Sérfræðistörf

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf sérgreindýralæknis/fagsviðsstjóra aukaafurða dýra. Um fullt starf er að ræða á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi eða annarri starfstöð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins. Aukaafurðir dýra ná til allra dýraafurða sem eru ekki ætlaðar til manneldis, t.d slátur- og fiskafskurður, húðir, gærur, dúnn, búfjáráburður og margt fleira. Starfsmaðurinn verður í teymi samstarfsmanna um aukaafurðir dýra og fóður. 

Hjúkrunarfræðingur-Göngudeild innkirtla-og gigtarsjúkdóma - Mynd

Hjúkrunarfræðingur-Göngudeild innkirtla-og gigtarsjúkdóma

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa með áherslu á starf innan sérhæfðra lyfjagjafa og göngudeildar gigtarteymis. Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fjölbreytt starf á góðum vinnustað. Deildin er staðsett í nýuppgerðu húsnæði á Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5. 

Á deildinni starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna með sterka framtíðarsýn á þjónustu við sjúklinga þar sem unnið er eftir gagnreyndri þekkingu. Áhersla er á tækninýjungar og fjarþjónustu. Við leggjum metnað í að veita góða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum deildarinnar.  

Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Deildin sinnir göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma annars vegar og innkirtlasjúkdóma hins vegar. Einnig er starfrækt þar miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma. 

Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun - Mynd

Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Hvor sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2023 til eins árs.

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

Skólahjúkrunarfræðingur á Akureyri - Mynd

Skólahjúkrunarfræðingur á Akureyri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir lausa stöðu hjúkrunarfræðings í heilsuvernd grunnskólabarna við Lundaskóla á Akureyri. Um er að ræða 72% stöðu sem er laus strax eða samkvæmt samkomulagi. 

Helstu verkefni eru á sviði heilsuverndar skólabarna ásamt öðrum verkefnum innan heilsugæslunnar. 

Forstöðulæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri - Mynd

Forstöðulæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum leiðtoga með faglega hæfni og farsæla reynslu af stjórnun, rekstri og eflingu mannauðs til að leiða starfsemi geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða hæfni í mannlegum samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Forstöðulæknir hefur yfirumsjón með geðlækningum og er leiðandi um fagleg málefni og stefnumótandi í greininni á sjúkrahúsinu.

Forstöðulæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s  faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er Ragnheiður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri. Um er að ræða 100% stöðu og er staðan laus frá 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi.

Sérfræðingur í barna og unglingateymi - Mynd

Sérfræðingur í barna og unglingateymi

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 50-100% staða sérfræðings í barna- og unglingateymi BUG við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga. 

Um er að ræða yfirlæknisstöðu með möguleika á fjarheilbrigðisþjónustu að hluta.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.

Sumarafleysing móttökuritara Stykkishólmi - Mynd

Sumarafleysing móttökuritara Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í móttöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. 

Starfshlutfall er 80-100% - eftir samkomulagi.

Tímabilið sem um ræðir er frá 1 maí til 31 ágúst 2023. 

Fulltrúi í skráningu og þjónustu - Mynd

Fulltrúi í skráningu og þjónustu

Samgöngustofa
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í deild skráningar og þjónustu á umferðarsviði stofnunarinnar. Um tímabundna ráðningu til 12 mánaða er að ræða, með möguleika á framlengingu.

Fagstjóri náms og skírteinamála sjófarenda - Mynd

Fagstjóri náms og skírteinamála sjófarenda

Samgöngustofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu fagstjóra í nám og skírteinamálum sjófarenda á siglingasviði stofnunarinnar í deild áhafna, skráninga og leyfa.

Starfsnám í utanríkisþjónustunni - Mynd

Starfsnám í utanríkisþjónustunni

Utanríkisráðuneytið
Án staðsetningar / Skrifstofustörf

Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám sem ætlað er fólki sem hefur lokið BA-, BS- eða B.Ed.-gráðu og stundar eða hefur nýlokið meistaranámi í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar. 

Markmiðið er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar. 

Auglýst er eftir starfsnemum sem munu starfa á starfsstöð utanríkisþjónustunnar í sendiráðum Íslands í Washington og Varsjá til sex mánaða og einnig til eins árs í sendiráðunum Lilongwe, Kampala og Brussel.

Um er að ræða annars vegar sex mánaða tímabil, frá júlí til desember 2023 og hins vegar eins árs tímabil frá júlí 2023 til júní 2024. 

Lyfjafræðingur í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja - Mynd

Lyfjafræðingur í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa krefjandi og skemmtilegt starf lyfjafræðings í einingu Lyfjamála í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja. Hlutverk einingarinnar er m.a. afgreiðsla umsókna um lyfjaskírteini, þátttaka í gæðastarfi, upplýsingamiðlun og ráðgjöf og fræðsla til heilbrigðisstarfsmanna. Leitað er eftir jákvæðum aðila með ríka þjónustulund, sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja þekkingu, með góða samskiptahæfni og á auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.

Aðallögfræðingur Háskóla Íslands - Mynd

Aðallögfræðingur Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf aðallögfræðings Háskóla Íslands

Aðallögfræðingur fer fyrir teymi lögfræðinga sem heyrir undir skrifstofu rektors. Lögfræðingar rektorsskrifstofu veita lögfræðilega ráðgjöf til allra skipulagseininga og stjórnsýslu skólans þar sem reynir á flest svið lögfræðinnar, s.s stjórnsýslurétt, samninga- og kröfurétt, skaðabóta- og vátryggingarétt, upplýsingarétt og persónuvernd. Á það meðal annars við um reglusetningu, túlkun laga og reglna, gerð verklagsreglna og ferla, samningagerð við innlenda og erlenda aðila og álitaefni er varða réttindi og skyldur nemenda. Lögfræðingar rektorsskrifstofu koma einnig fram fyrir hönd Háskóla Íslands við úrlausn stjórnsýslumála og annarra lögfræðilegra viðfangsefna, halda regluleg námskeið fyrir starfsfólk skólans og taka þátt í samstarfi í nefndum á innlendum og erlendum vettvangi.

Sérnámsstaða í heilsugæsluhjúkrun - Mynd

Sérnámsstaða í heilsugæsluhjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar ein sérnámsstaða hjúkrunarfræðings í heilsugæsluhjúkrun við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sérnámsstaðan er 80% og veitist frá 1. ágúst 2023 til eins árs. 

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

Hjúkrunarfræðingur á barnadeild-Komdu í lið með okkur - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á barnadeild-Komdu í lið með okkur

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum fjölga í okkar öfluga og góða teymi á barnadeild og óskum því eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Við bjóðum jafnt velkominn áhugasaman reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Starfshlutfall er 60-100%, Unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá  1. maí 2023 eða eftir samkomulagi. 

Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og líflegt starfsumhverfi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Ljósmóðir - Heilsugæslan Efra-Breiðholt - Mynd

Ljósmóðir - Heilsugæslan Efra-Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir ljósmóður í 80% ótímabundið starf. Starfið felur í sér mæðravernd og ung- og smábarnavernd. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánari samkomulagi. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.  

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra-Breiðholt - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra-Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða tímabundið áhugasaman almennan lækni sem hefur hug á sérnámi í heimilislækningum, fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, félagsráðgjafa, sjúkraliða, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra-Breiðholt - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra-Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða tímabundið áhugasaman almennan lækni sem hefur hug á sérnámi í heimilislækningum, fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, félagsráðgjafa, sjúkraliða, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sérfræðingur í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri - Mynd

Sérfræðingur í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á Akureyri.

Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson forstöðulæknir lyflækninga.

Sjúkraliði á barnadeild, Barnaspítala Hringsins - Mynd

Sjúkraliði á barnadeild, Barnaspítala Hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á barnadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er starfið laust frá 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða og gott starfsumhverfi. Gott tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við bjóðum jafnt velkominn sjúkraliða sem býr yfir þekkingu sem og nýútskrifaða sjúkraliða. 

Deildin veitir sérhæfða þjónustu í meðferð og umönnun barna og unglinga, frá fæðingu til 18 ára aldurs og fjölskyldna þeirra. Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi. 

Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.

Notendaþjónusta klínískra kerfa hjá Þjónustumiðstöð á þróunarsviði - Mynd

Notendaþjónusta klínískra kerfa hjá Þjónustumiðstöð á þróunarsviði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að lausnamiðuðum og jákvæðum starfsmanni með ríka þjónustulund í teymið okkar. Okkar hlutverk er að veita öðrum starfsmönnum spítalans notendaþjónustu við klínísk kerfi spítalans aðallega Sögu og Heilsugátt. Við aðstoðum notendur í gegnum síma, ráðleggjum, kennum og grúskum í flóknum málum sem koma upp.

Hjá heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin, sem tilheyrir þróunarsviði, ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni.  

Sumarstarf Hvanneyri- Ferskvatnsrannsóknir á Vesturlandi - Mynd

Sumarstarf Hvanneyri- Ferskvatnsrannsóknir á Vesturlandi

Hafrannsóknastofnun
Vesturland / Sumarstörf

Hafrannsóknastofnun leitar að sumarstarfsmanni við rannsóknir á starfstöð stofnunarinnar á Hvanneyri. Rannsóknirnar miða að því að kortleggja og meta möguleika á endurheimt lækja, vatna og votlendis á Mýrum og nágrenni. Sérstaklega verður litið til búsvæða ferskvatnsfiska. Verkefnið er unnið í samstarfi við fleiri stofnanir m.a. Landgræðsluna.  Starfið hentar vel fyrir einstaklinga með áhuga á náttúruvernd, ferskvatnsfiskum, landupplýsingum, útiveru og votlendi.

Kerfisstjóri á upplýsingatæknideild - Sjúkrahúsið á Akureyri - Mynd

Kerfisstjóri á upplýsingatæknideild - Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Tæknistörf

Laus er til umsóknar staða kerfisstjóra á upplýsingatæknideild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 100% stöðu sem er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.  

Næsti yfirmaður er Garðar Már Birgisson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar. 

Sumarafleysing - Móttökuritari - Mynd

Sumarafleysing - Móttökuritari

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Skrifstofustörf

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.
Um er að ræða tímabundið starf í sumarafleysingar. Unnið er á vöktum.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Tæknimaður á rannsóknastofu í frumulíffræði og sameindalíffræði við Lífvísindasetur - Mynd

Tæknimaður á rannsóknastofu í frumulíffræði og sameindalíffræði við Lífvísindasetur

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Tæknistarf á rannsóknastofu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði frumulíffræði og sameindalíffræði er laust til umsóknar. Verkefnið er um stjórnun náttúrulega ónæmiskerfisins og tengist örvun á fyrstu vörnum hýsils til að hindra sýkingar. Í verkefninu verða nýmynduð lífræn efni (lyfjavísar) af skilgreindum efnaflokki notuð til að örva boðleiðir sem leiða til aukinnar framleiðslu á varnarpeptíðum og styrkja þekjuvarnir. Þessi örvun á fyrstu varnarlínunni vinnur á móti sýklum á þekju yfirborði og örvar átfrumur til hreinsunar og getur komið í veg fyrir sýkingar. Fjármögnun er frá Horizon Europe verkefninu IN-ARMOR og samanstendur af samstarfsneti vísindamanna sem eru sérhæfðir í lífrænni efnafræði, frumulíffræði, sýkingum, bólgusjúkdómum, lyfjaþróun og lifandi módelkerfum. Áætluð byrjun fyrir verkefnið er maí 2023. Verkefnið er vistað hjá Lífvísindasetri HÍ við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Viltu slást í hópinn? - Mynd

Viltu slást í hópinn?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú verða hluti af öflugum hópi hjúkrunarfræðinga?

Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.
 

Hjúkrunarfræðingar/Nemar - Sumarstörf á HVE - Mynd

Hjúkrunarfræðingar/Nemar - Sumarstörf á HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en hjúkrunarfræðingum gefst hér kostur á að senda inn umsókn um sumarstarf á HVE.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur átta starfsstöðvar, Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörð, Stykkishólm, Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga. 

Um er að ræða störf við heilsugæslur, í heimahjúkrun, á legudeildum, hjúkrunardeildum, á slysadeild, handlækningadeild og lyflækningadeild.  

Umsóknir frá nemum í hjúkrunarfræði verða einnig skoðaðar þar sem við á. 

Hjúkrunardeildarstjóri Öldrunarlækningardeild - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri Öldrunarlækningardeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir öflugum leiðtoga með faglega hæfni og farsæla reynslu af stjórnun, rekstri og eflingu mannauðs til að leiða starfsemi öldrunarlækningardeild A á Landakoti. Starfið er unnið í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og stýrir daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni innan deildarinnar. 

Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá  01.05.2023  eða eftir nánara samkomulagi. 

Öldrunarlækningardeild A er ætluð skjólstæðingum sem þurfa á frekari endurhæfingu að halda eftir bráð veikindi. Skjólstæðingar koma frá flestum bráðadeildum spítalans. Markmið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og /eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. 

Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi  góður starfsandi ríkir á deildinni sem og mikill faglegur metnaður. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. 

Hjúkrunarfræðingur á barna- og unglingageðdeild -BUGL - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á barna- og unglingageðdeild -BUGL

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Ráðið verður í störfin eftir samkomulagi. Bæði er um starf á legudeild og göngudeild að ræða og verkefni taka mið af áhugasviði, færni og fyrri reynslu. Þannig geta störfin hentað bæði nýju og reynslumiklu fagfólki. Á göngudeild er unnið í dagvinnu en á legudeild er vinnufyrirkomulag vaktavinna en vaktabyrði er hófleg en einnig er möguleiki á að vinna eingöngu dagvinnu.  

BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.  
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.  

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á þrískiptum vöktum og einnig um helgar.  Starfshlutfall er 60-100% eða eftir nánara samkomulagi. 

Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum. 

Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - Afleysing - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - Afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingu til starfa á heilsugæslusvið HSA í Fjarðabyggð með aðal starfsstöð á Reyðarfirði. Starfshlutfall er 80-100% eða skv. samkvæmt samkomulagi. Staðan er laus nú þegar og veitist til 31.ágúst 2024.

Framhaldsskólakennari í dönsku - Mynd

Framhaldsskólakennari í dönsku

Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Suðurnes / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða framhaldsskólakennara í dönsku.

Ráðningartími er frá 1. ágúst 2023 og laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og KÍ hafa gert og nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans.

Framhaldsskólakennari í rafiðngreinum - Mynd

Framhaldsskólakennari í rafiðngreinum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Suðurnes / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða kennara í rafiðngreinum (100%). Ráðningartími er frá 1. ágúst 2023 og laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og KÍ hafa gert og nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans.

Sérfræðingur í geðlækningum - Mynd

Sérfræðingur í geðlækningum

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sérfræðistörf

Laus er til umsóknar 50-100% staða sérfræðings í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri , staðan er laus frá 1. apríl n.k. 
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. 

Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. Deildin þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Deildin skiptist í legudeild og dag- og göngudeild með fjölbreyttum verkefnum. Góð samvinna er við aðrar sjúkrahúsdeildir, heilsugæslustöðvar, félagsþjónustu sveitarfélaga, geðsvið Landspítalans og stofnanir SÁÁ fyrir fíknisjúklinga.

Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga

Þroskaþjálfi á barna- og unglingageðdeild - BUGL - Mynd

Þroskaþjálfi á barna- og unglingageðdeild - BUGL

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Þroskaþjálfi óskast til starfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Um er að ræða annars vegar starf á legudeild og hins vegar á göngudeild og ráðið verður í störfin eftir samkomulagi. Á göngudeild er unnið í dagvinnu en á  legudeild er vinnufyrirkomulag vaktavinna en einnig er möguleiki á að vinna dagvinnu eingöngu.  

BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.  
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.  

Gæða- og skjalastjóri - Mynd

Gæða- og skjalastjóri

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar að kraftmiklum gæða- og skjalastjóra sem hefur áhuga á að leiða þróun gæða- og skjalastjórnunar innan embættisins. Gæða- og skjalastjóri ber faglega ábyrgð á gæða- og skjalamálum og hefur það markmið að málaflokkurinn sé rekinn með skipulögðum og skilvirkum hætti í samræmi við lög og reglur sem stofnunin starfar eftir.

Mannauðsstjóri - Mynd

Mannauðsstjóri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Stjórnunarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri situr í fimm manna framkvæmdastjórn HSN ásamt því að leiða daglegan rekstur, uppbyggingu og þróun mannauðsmála í samstarfi við yfirmenn, deildastjóra og framkvæmdastjórn. Um er að ræða spennandi starf í fjölbreyttu starfsumhverfi. Mögulegt er að sinna starfinu frá hvaða megin starfstöð HSN sem er. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sumarstörf 2023 - Háskólanemar - Mynd

Sumarstörf 2023 - Háskólanemar

Hafrannsóknastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Hafrannsóknarstofnun leitar eftir framúrskarandi háskólanemum til starfa í sumar. 

Starfstímabil háskólanema er um 3 mánuðir eða samkvæmt frekara samkomulagi.

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á barna- og unglingageðdeild - Mynd

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á barna- og unglingageðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ráðgjafi/stuðningsfulltrúi óskast til starfa á legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Um framtíðarstarf er að ræða. Deildin er 17 rúma bráðadeild sem veitir fjölskyldumiðaða sólarhringsþjónustu. Hlutverk deildarinnar er að sinna börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á tímabundinni sjúkrahúsinnlögn að halda vegna geðræns vanda barns.

Á deildinni starfa um 50 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Þjálfun er umfangsmikil og tekur 1-2 ár. Við bjóðum markvissa, einstaklingshæfða starfsaðlögun í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Góður starfsandi er ríkjandi og miklir möguleikar eru til starfsþróunar. Ráðið verður í starfið eftir samkomulagi. 

Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki - Mynd

Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsfólki við aðhlynningu á hjúkrunardeildir í sumarafleysingar. 

Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Húsavík - Mynd

Starfsfólk í aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Húsavík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir starfsfólki í aðhlynningu á hjúkrunardeildir í sumarafleysingar. Ráðningartímabil er samkv. samkomulagi.

Skurðhjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarfræðingar á skurðstofur. - Mynd

Skurðhjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarfræðingar á skurðstofur.

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitumst eftir að ráða inn skurðhjúkrunarfræðinga á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða inn nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus frá 1. maí n.k. eða eftir nánari samkomulagi.

Á skurðstofum Landspítala við Hringbraut eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. 

Á deildinni starfa um 90 manns; hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofufólk og sérhæft starffólk við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi á báðum starfseiningum. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.

 

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki - Mynd

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi. 

Erum einnig opin fyrir því að ráða inn til skemmri eða lengri tíma, allt eftir samkomulagi við viðkomandi, allt niður í einstaka helgar eða vaktir. 

Húsnæði í boði.

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Húsavík - Mynd

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Húsavík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi.

Til greina kemur að ráða inn til skemmri tíma, einstaka helgar eða vikur. 

Framhaldsskólakennari í ensku - Mynd

Framhaldsskólakennari í ensku

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Hjá FVA eru laus til umsóknar staða kennara í ensku, skólaárið 2023-2024.

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi, í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500  og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Framhaldsskólakennari - hönnun, margmiðlun og listgreinar - Menntaskólinn á Egilsstöðum - Mynd

Framhaldsskólakennari - hönnun, margmiðlun og listgreinar - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Austurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir framhaldsskólakennara til að kenna listir, hönnun, margmiðlun, ljósmyndun og tengd fög í 75-100% stöðu frá og með næsta skólaári. 

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.

Sérfræðingur - Bókhald HH - Mynd

Sérfræðingur - Bókhald HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Hefur þú brennandi áhuga á tölum og færslu bókhalds?

Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi í bókhaldsdeild Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Deildin heyrir undir sviði fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí n.k. eða eftir nánari samkomulagi. 

Sumarafleysingar 2023 - Sjúkraliði/sjúkraliðanemar - Stykkishólmur - Mynd

Sumarafleysingar 2023 - Sjúkraliði/sjúkraliðanemar - Stykkishólmur

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraliða/sjúkraliðanema í sumarafleysingar við umönnun á 22 rúma hjúkrunar- og sjúkradeild. Hjúkrunar- og sjúkradeildin eru ætlaðar fyrir einstaklinga í hjúkrunar og sjúkrarýmum. 

Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki - Mynd

Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa í sumarafleysingar á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Ráðningartími og starfshlutfall skv. samkomulagi. 

Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Húsavík - Mynd

Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Húsavík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum í sumarafleysingar á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.

Sjúkraliði - Heilsugæslan Fjörður - Mynd

Sjúkraliði - Heilsugæslan Fjörður

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Firði  auglýsir eftir sjúkraliða í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 50% eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða tilraunaverkefni við þróun og uppbyggingu starfs sjúkraliða innan heilsugæslustöðvar. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara og riturum. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli  framþróun innan heilsugæslunnar

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 

Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs - Mynd

Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður
Suðurland / Sérfræðistörf

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á vestursvæði þjóðgarðsins með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Starfsstöðvar vestursvæðis eru Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, Nýidalur, Tungnaáröræfi/Hrauneyjar, Eldgjá, Langisjór og Lakagígar. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. 

Talmeinafræðingur óskast á Landspítala - Mynd

Talmeinafræðingur óskast á Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Talmeinafræðingur óskast til starfa við talmeinaþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 60% og þarf viðkomandiað geta hafið störf sem fyrst eða eftirt samkomulagi. Hjá talmeinaþjónustu Landspítala fer fram fjölbreytt starfsemi við greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna tal- og raddmeina, málstols og kyngingartregðu einstaklinga á öllum aldri. Möguleiki er á sérhæfingu innan fagsins.  

 Á deildinni starfar nú samhentur hópur 10 talmeinafræðingar sem sinna fjölbreyttum og spennandi störfum víða um spítalann. Talmeinafræðingar á Landspítala starfa gjarnan í öflugum þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans.  

Möguleiki er á handleiðslu fyrir einstakling með MS próf í talmeinafræði án starfsleyfis en umsækjendur með starfsleyfi ganga fyrir við ráðningu. 

Sumarstörf - Ráðgjafar á Lækjarbakka - Mynd

Sumarstörf - Ráðgjafar á Lækjarbakka

Barna- og fjölskyldustofa
Suðurland / Sumarstörf

Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum í sumar? 
Barna- og fjölskyldustofa leitar að ráðgjöfum í sumarafleysingar á meðferðarheimilið Lækjarbakka. Um er að ræða þrjár 100% stöður í vaktavinnu. Lækjarbakki heyrir undir meðferðarsvið Barna- og fjölskyldustofu. 

Sumarstörf þjónustufulltrúa hjá Þjóðminjasafni Íslands - Mynd

Sumarstörf þjónustufulltrúa hjá Þjóðminjasafni Íslands

Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða starfsfólk í stöðu þjónustufulltrúa. Í boði eru sumarafleysingarstörf með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall 76% yfir sumarið en 66% yfir vetrartímann. Hlutverk starfsfólks er að taka vel á móti gestum, fræða og veita góða upplifun og framúrskarandi þjónustu í móttöku, á sýningum, í safnbúð og á kaffihúsi safnsins.

Sérfræðingur í fjármálum sveitarfélaga - Mynd

Sérfræðingur í fjármálum sveitarfélaga

Innviðaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Innviðaráðuneytið leitar að öflugum sérfræðingi til að hafa umsjón með verkefnum er varða framkvæmd VII og VIII kafla sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga og samráð vegna laga um opinber fjármál. Starfið er á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála sem hefur það hlutverk að styðja við jákvæða byggðaþróun og eflingu sveitarfélaga með búsetufrelsi og sjálfbærni að leiðarljósi. 

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum. - Mynd

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingur óskast á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum.
 • Um er að ræða framtíðarstörf á framsæknum vinnustað
 • Starfshlutfall er eftir samkomulagi og er starfið laust eftir samkomulagi
 • Tilvalið fyrir metnaðarfullan hjúkrunarfræðing sem vill prófa að búa á landsbyggðinni.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi - Svæfingahjúkrunarfræðingur - Mynd

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi - Svæfingahjúkrunarfræðingur

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Skurð og svæfingadeild HVE á Akranesi óskar eftir að ráða til starfa metnaðarfullan hjúkrunarfræðing með sérhæfingu í svæfingahjúkrun. Í boði er starf á frábærum vinnustað þar sem samvinna, faglegt starf og öryggi sjúklinga eru höfð að leiðarljósi. Staðan er 60-100% og unnið er í dagvinnu og bakvaktir.

 

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun - Mynd

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar 5 sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Hver sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2023 til eins árs. Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars nk. 

Íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð skólaárið 2023-2024 - Mynd

Íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð skólaárið 2023-2024

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn við Hamrahlíð eftir óskar að ráða íslenskukennara (100% starf) í afleysingu í eitt ár frá og með 1. ágúst 2023. Menntaskólinn við Hamrahlíð er framhaldsskóli sem byggir á áfangakerfi. Boðið er upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum og alþjóðlegri námsbraut, IB-braut, auk náms á fjölnámsbraut. Rúmlega 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru að jafnaði 950-1000.

Aðstoðarskólameistari - Mynd

Aðstoðarskólameistari

Menntaskólinn á Ísafirði
Vestfirðir / Stjórnunarstörf

Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verknámi og á starfsbraut. Í skólanum er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Um 40 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 450. Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám. 

Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun. Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun. Skólinn er hástökkvari ársins 2022 í Stofnun ársins fyrir að vera sú ríkisstofnun sem bætti starfskjör starfsmanna best árið 2022.

 

 

Lögreglumenn - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Lögreglumenn - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausar til umsóknar fimm stöður lögreglumanna með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar til sex mánaða frá og með 1. júní 2023, með fimm ára skipun í huga að liðnum reynslutíma.  

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra er nútímaleg og framsækin stofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megináhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytt verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda

Lögreglumenn - Húsavík - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Lögreglumenn - Húsavík - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausar til umsóknar fjórar stöður lögreglumanna með starfsstöð á Húsavík. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar til sex mánaða frá og með 1. júní 2023, með fimm ára skipun í huga að liðnum reynslutíma.  

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra er nútímaleg og framsækin stofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megináhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytt verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda

Rannsóknarlögreglumaður - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Rannsóknarlögreglumaður - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 1. maí 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma. 

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra er nútímaleg og framsækin stofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megináhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytt verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. 

Læknir hjá HSN Fjallabyggð - Mynd

Læknir hjá HSN Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Fjallabyggð óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði. 

Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina. 

Sjúkraliðar á bráðamóttöku Landspítala - Mynd

Sjúkraliðar á bráðamóttöku Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Við viljum ráða sjúkraliða til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Deildin er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt og engir dagar eins. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu, færni og miklir möguleikar til framþróunar. 

Á deildinni ríkir sérstaklega góður starfsandi. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er á þrískiptum vöktum og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Mannauðsráðgjafi - Mynd

Mannauðsráðgjafi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Mannauðsdeild Landspítala leitar að öflugum mannauðsráðgjafa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í þverfaglegu teymi og með frábæru samstarfsfólki. Viðkomandi þarf að vera með ríka þjónustulund og hafa gaman af því að vinna með fólki. 

Mannauðsdeild heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið og ber ábyrgð á að móta og leiða stefnu mannauðsmála þvert yfir spítalann. Einnig sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, leiðtogaþjálfun, vinnustaðakönnunum og ýmsum umbótaverkefnum á sviði mannauðsmála. 

Starfið er ótímabundið og starfshlutfall er 100%. Í boði er frábær vinnuaðstaða, fyrsta flokks mötuneyti og stytting vinnuvikunnar. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Mannauðsstjóri - Mynd

Mannauðsstjóri

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Rekstrar- og mannauðssvið auglýsir eftir öflugum mannauðsstjóra.

Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi með mikla reynslu af mannauðsmálum, í starf mannauðsstjóra hjá geðþjónustu spítalans. Mannauðsstjóri sviðs sinnir virkri þátttöku, ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsfólk sviðsins í öllum verkþáttum mannauðsmála, þ.e. í ráðningum, þjálfun og starfsþróun, endurgjöf, kjaramálum, samskiptum, heilsu og öryggi, í samræmi við stefnu Landspítala hverju sinni. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað mannauðsmála og spítalans. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika. Mannauðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrar- og mannauðssvið og vinnur náið með öðrum deildum sviðsins.

Starfið er ótímabundið og starfshlutfall er 100%. Í boði er frábær vinnuaðstaða, fyrsta flokks mötuneyti og stytting vinnuvikunnar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sérfræðingur í loftgæðateymi - Mynd

Sérfræðingur í loftgæðateymi

Hafrannsóknastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Hafrannsóknastofnunin leitar eftir sérfræðingi í loftgæðateymi Efnagreiningadeildar. Sérfræðingurinn mun sinna kvörðun og grunnviðhaldi mælitækja á loftgæðamælistöðvum. Einnig mun hann undirbúa og framkvæma útblástur- og loftgæðamælingar fyrir stóriðju, verksmiðjur og aðra starfsemi. Starfið er fjölbreytt, bíður upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfsumhverfi.

Starfsfólk óskast í nýtt virkniúrræði - Mynd

Starfsfólk óskast í nýtt virkniúrræði

Vinnumálastofnun
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Starfsfólk óskast í nýtt virkniúrræði fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd

Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir starfsfólki í nýtt virkniúrræði fyrir börn á flótta, sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða nýtt þróunarverkefni með áherslu á sálfélagslegan stuðning, íslenskukennslu og samfélagsfræðslu. 

Óskað er eftir starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn sem hefur brennandi áhuga á að vinna í fjölþjóðlegu umhverfi með börnum.  Virkniúrræðið er fyrir börn á grunnskólaaldri, 6 - 16 ára. Möguleikar eru bæði á fullu starfi og hlutastörfum á dagtíma, virka daga. 

Hugmyndafræði úrræðisins byggir á kenningum um flæði (Flow theory) og hugmyndafræði reynslunáms (Experiential learning) með áherslu á bæði einstaklingsmiðaða þjónustu og hópastarf. 

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Úrræðið heyrir undir þjónustusvið Vinnumálastofnunar; þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

 

Samhæfingarstjóri í málefnum flóttafólks - Mynd

Samhæfingarstjóri í málefnum flóttafólks

Forsætisráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Forsætisráðuneytið óskar eftir að ráða samhæfingarstjóra í málefnum flóttafólks. Meginhlutverk hans er að vinna að samhæfingu þeirra ráðuneyta og stofnana sem veita þjónustu við flóttafólk, tryggja góða yfirsýn yfir alla þætti þjónustunnar, þ.m.t. fjármögnun hennar, skilvirkni, gæði ásamt öflun og miðlun upplýsinga í málaflokknum. Viðkomandi mun starfa í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og stofnanir ríkisins sem vinna að móttöku flóttafólks. 

Leitað er að drífandi og jákvæðum einstaklingi sem hefur farsæla reynslu af því að leiða viðamikil samhæfingarverkefni og vinna í teymum og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á því starfssviði sem um ræðir. 

Sérnámsstöður lyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði - Mynd

Sérnámsstöður lyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali óskar eftir lyfjafræðingum í launað sérnám í klínískri lyfjafræði. Sérnámið er einstaklingsmiðað nám í 36 mánuði frá tímabilinu 1. sept. 2023.

Um er að ræða sérnám sem lýkur með meistaragráðu frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Sérnámið er tekið samhliða 100% starfi sem lyfjafræðingur í lyfjaþjónustu Landspítala.  

Háskóli Íslands og Landspítali bjóða: 

 • Meistaranám í klínískri lyfjafræði við lyfjafræðideild HÍ
 • Sérnám í klínískri lyfjafræði við Lyfjaþjónustu Landspítala
 • Fjölbreytt starf lyfjafræðings á Landspítala
 • Þjálfun á starfstöðvum lyfjaþjónustunnar samhliða starfi sem lyfjafræðingur
 • Þjálfun á legu-, dag- og göngudeildum samhliða starfi sem lyfjafræðingur
 • Leiðbeinanda sem fylgir viðkomandi í gegnum sérnámið
 • Tækifæri til að vinna gæðaverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda
 • Þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum og aukin reynsla í umbótastarfi
Ritari - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands/sjúkradeild - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Ritari - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands/sjúkradeild - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða ritara í sumarafleysingar á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Starfsfólk í þvottahús í sumarafleysingar á HSN Blönduósi - Mynd

Starfsfólk í þvottahús í sumarafleysingar á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir starfsfólki í þvottahús í sumarafleysingar. 

Doktorsnemi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið, Háskóli Íslands - Mynd

Doktorsnemi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið, Háskóli Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Háskóli Íslands, námsbraut í náms- og starfsráðgjöf auglýsir doktorsnemastyrk til 3ja ára til að taka þátt langtímarannsókn á starfsferilsþróun ungs fólks á Íslandi sem nefnist The fire within: Influence and integrated development of interest personality and life-goals from adolescence to adulthood.

Um er að ræða alþjóðlegt rannsóknarverkefni, fjármagnað af Rannís í langtímarannsókn sem hefur verið í gangi síðan 2006 verða áhrif áhuga, persónuleika og lífsmarkmiða á velgengni í starfi, almenna líðan og velferð prófaðar. Þróun samræmis í áhuga og starfi verður könnuð inn í fullorðinsár og hvaða áhrif það hefur á líf og störf að vera í starfi sem fellur að eigin áhugasviði. Kenningar sem samþætta ólíka einstaklingsbundna þætti s.s. persónuleika, áhuga og markmið hafa kallað eftir að gerðar séu rannsóknir á samspili lífsmótandi einstaklingsbundinna þátta og þróun þeirra yfir ævina. 

Verkefninu er stýrt af Sif Einarsdóttur og er rannsóknin unnin í samstarfi við vísindamenn á sviði náms- og starfsráðgjafar, vinnusálfræði og menntunarfræða í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Menntavísindasviði HÍ. Doktorsneminn mun að mestu stunda rannsóknir á Íslandi í nánu samstarfi við erlenda þátttakendur verkefnisins.

Verkefnisstjóri þróunarverkefnis um fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna, í samstarfi við leikskóla og grunnskóla á Menntavísindasviði - Mynd

Verkefnisstjóri þróunarverkefnis um fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna, í samstarfi við leikskóla og grunnskóla á Menntavísindasviði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Háskóli Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% starf frá 1. apríl, tímabundið í tvö ár. 

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um þróunarverkefni um fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna í samstarfi við leikskóla og grunnskóla.

Meginmarkmið þróunarverkefnisins er að móta markvissa fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna í tengslum við leik- og grunnskóla og skólaþjónustu á Íslandi. Tilgangurinn með því er að valdefla foreldra í hlutverki sínu og vinna þannig að styrkingu grunnþjónustu við börn og foreldra í samvinnu við skólasamfélagið og foreldra um uppeldi barna. Um er að ræða tveggja ára verkefni sem fylgt verður eftir með rannsókn á áhrifum verkefnisins m.a. út frá reynslu foreldra, barna, skólasamfélagsins og  mögulegum hagrænum áhrifum.

Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs - Mynd

Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofan sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands tekur þátt í og leiðir fjölmörg alþjóðleg rannsóknaverkefni sem skapa sértekjur til rannsókna. Hlutverk verkefnastjórans er að veita stuðning og ráðgjöf vegna umsókna um erlenda rannsóknastyrki, hafa miðlæga umsjón og eftirfylgni með verkefnunum og tryggja að farið sé að reglum styrkveitanda varðandi fjármál og önnur atriði sem tilgreind eru í styrk- og samstarfssamningum. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.
Um er að ræða fjölþætt starf sem krefst mikillar skipulags- og samstarfshæfni.

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. 
 

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp og byggja upp öfluga teymisvinnu sem eykur þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunar.

Um er að ræða 80-100% starf í dagvinnu.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Hjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á heilsugæslu HSN Blönduósi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á heilsugæslu HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslu. 

Starfshlutfall og ráðningartímabil er samkvæmt samkomulagi. 

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Blönduósi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði. 

Ráðningartími er frá 15. maí til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi. Við erum opin fyrir því að ráða hjúkrunarfræðinga til að vinna styttri lotur, valdar helgar eða í allt sumar.

Iðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi - Mynd

Iðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir iðjuþjálfa í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. 

Lífeindafræðingar óskast á rannsóknarstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - Selfossi - Mynd

Lífeindafræðingar óskast á rannsóknarstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lífeindafræðingar óskast á rannsóknarstofu HSU á Selfossi frá 1. júní 2023 eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða tvær 80-100% stöður. Annars vegar er um að ræða eins árs afleysingarstöðu vegna leyfis en hins vegar er um fast starf að ræða.

Hefur þú brennandi áhuga á sálfræði? - Mynd

Hefur þú brennandi áhuga á sálfræði?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar afleysingar starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Fjörð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar náið með öðrum sálfræðingum í stöð, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Sjúkraliði í sumarafleysingar í heilsugæslu á HSN Blönduósi - Mynd

Sjúkraliði í sumarafleysingar í heilsugæslu á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliða í sumarafleysingar í heilsugæslu. Ráðningartími er samkv. samkomulagi.

Sérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu - Mynd

Sérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Norðurland / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Garðabæ.

Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Framundan eru umfangsmikil og spennandi verkefni við undirbúning Borgarlínu sem tilheyrir Samgöngusáttmála.

Vegagerðin leitar að öflugum einstaklingi sem mun sinna hönnunarstjórn Borgarlínu ásamt teymi verkefnastofu Borgarlínu.

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði - Mynd

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði

Vegagerðin
Austurland / Sérfræðistörf

Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi á til að sinna starfi deildarstjóra umsjónardeildar á Austursvæði. Um er að ræða fullt starf á svæðisskrifstofuna á Reyðarfirði með möguleika á að sinna starfinu að hluta til á starfstöð Vegagerðarinnar í Fellabæ. 

 

Sérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun - Mynd

Sérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Norðurland / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Garðabæ eða á Akureyri. 

Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á landinu öllu.  Sóst eftir einstaklingi með þekkingu og reynslu af hönnun samgöngumannvirkja með jarðtæknilega áherslu.

 

Málastjóri í geðheilsuteymi HSN - Mynd

Málastjóri í geðheilsuteymi HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), auglýsir 50% stöðu málastjóra í geðheilsuteymi HSN með starfstöð á Blönduósi eða Sauðárkróki. Hlutverk málastjóra er að hafa umsjón með meðferð skjólstæðinga teymisins og vera tengiliður við annað fagfólk í teyminu. Málastjóri er einnig ábyrgur fyrir samvinnu við aðrar stofnanir s.s. félagsþjónustu og barnavernd.  Leitað er að geðhjúkrunarfræðingi, hjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni með reynslu og þekkingu sem nýtist í starfi málastjóra. Næsti yfirmaður er teymisstjóri geðheilsuteymis.

Stefnt er að ráðningu frá og með 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi

Starfsmaður í geðheilsuteymi HSN - Mynd

Starfsmaður í geðheilsuteymi HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), auglýsir til umsóknar 100% stöðu starfsmanns í geðheilsuteymi með starfstöð á Akureyri. Leitað er að heilbrigðisstarfsmanni sem er tilbúinn að taka þátt í starfi geðheilsuteymis HSN og vinna að frekari uppbyggingu þjónustu teymisins. Geðheilsuteymi HSN er þverfaglegt endurhæfingar- og meðferðarteymi fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Mikil áhersla er lögð á samvinnu við aðrar stofnanir samfélagsins s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Næsti yfirmaður er teymisstjóri geðheilsuteymis.

Stefnt er að ráðningu frá og með 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar á heilsugæslu - Mynd

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar á heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf á heilsugæslustöð. Um er að ræða störf í dagvinnu.  

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Innviðastjóri rannsóknainnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði - Mynd

Innviðastjóri rannsóknainnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf innviðastjóra rannsóknainnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til tveggja ára. Sviðið sinnir stuðningi við rannsóknir við Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands býr yfir öflugum rannsakendum sem þurfa stuðning og innviði til að stunda framúrskarandi vísindi. Stuðningur við rannsóknir fer fram bæði á Vísinda- og nýsköpunarsviðs og á fræðasviðum. Hlutverk verkefnastjórans er að hafa yfirsýn yfir rannsóknainnviði Háskóla Íslands, samstarf um rannsóknainnviði og veita aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu rannsóknainnviða. Jafnframt er tækifæri til að mót stefnu Háskólans um rannsóknainnviði í samstarfi við hagsmunaaðila. Markmið starfsins er að tryggja faglega, skilvirka og hagkvæma uppbyggingu rannsóknainnviða við Háskóla Íslands.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst mikillar skipulags- og samstarfshæfni.

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, framkvæmda- og tæknisviði, upplýsingatæknisviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands, innkaupastjóra, samstarfsaðila Háskólans um uppbyggingu rannsóknainnviða sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. 

 

Stuðningsfulltrúi - Menntaskólinn á Egilsstöðum - Mynd

Stuðningsfulltrúi - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Austurland / Önnur störf

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í 71% starf stuðningsfulltrúa til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. 

ME er framsækinn og öflugur framhaldsskóli. Stefna skólans er meðal annars að tryggja breiðum hópi fólks tækifæri til náms með fjölbreyttu námsframboði, kennsluháttum og námsmati ásamt persónulegri þjónustu og öflugu fjarnámi. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. 

Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.

 

Heilbrigðisgagnafræðingur á HSN Blönduósi - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur á HSN Blönduósi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðing í 80% starf. Ráðningartími er frá 1. maí 2023 eða samkvæmt samkomulagi.

Aðjúnkt við Lagadeild - Mynd

Aðjúnkt við Lagadeild

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu aðjúnkts við Lagadeild, Hug- og félagsvísindasviðs. Ráðningin er tímabundin til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst til undirbúnings næsta skólaárs 2023-2024. Næsti yfirmaður er deildarforseti Lagadeildar. Starfsstöðin er á Akureyri. 

Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu starfumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. 

Ef þú hefur áhuga á að prófa hjúkrun á skurðlækningadeild þá er þetta tækifæri fyrir þig ¿ 

Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Frábært tækifæri á góðum vinnustað þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi.

Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Hjúkrunarfræðingar á sjúkrasvið - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á sjúkrasvið

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Um er að ræða 40% til 100% störf eftir samkomulagi, í vaktavinnu.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Framhaldsskólakennari í eðlisfræði og tengdum greinum við Menntaskólann á Egilsstöðum - Mynd

Framhaldsskólakennari í eðlisfræði og tengdum greinum við Menntaskólann á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Austurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir eðlisfræðikennara með möguleika á kennslu tengdra greina í 50% stöðu frá og með næsta skólaári. 

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.

Framhaldsskólakennari - Stærðfræði - Menntaskólinn á Egilsstöðum - Mynd

Framhaldsskólakennari - Stærðfræði - Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Austurland / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir stærðfræðikennara í 100% stöðu frá og með næsta skólaári. 

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.

Sérkennari óskast í FVA - Mynd

Sérkennari óskast í FVA

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
Vesturland / Sérfræðistörf

Starfið felst í kennslu nemenda með skerta líkamlega, andlega og/eða félagslega getu á starfsbraut skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, skólaárið 2023-2024.

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi, í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Við skólann er starfrækt öflug starfsbraut með nemendum sem þurfa sérstök úrræði vegna námserfiðleika, félagslegra aðstæðna, fötlunar eða þroskafrávika 

Sumarafleysing - ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Sumarafleysing - ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Sumarafleysing - ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnejsa

Við óskum eftir að ráða ljósmóður í sumarafleysingar á Ljósmæðravaktina. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag. Möguleiki er á framlengingu á starfi.

 Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Sérfræðingur á fjárreiðusviði Fjársýslunnar - Mynd

Sérfræðingur á fjárreiðusviði Fjársýslunnar

Fjársýsla ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Fjársýsla ríkisins auglýsir lausa stöðu sérfræðings á fjárreiðusviði. Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Hlutverk fjárreiðusviðs er meðal annars að sjá um rekstur og þróun Tekjubókhaldskerfis ríkisins (TBR), viðskiptakrafna í fjárhagskerfi, innheimtuskilakerfis, forsendukerfis innheimtugagna og þjónusta við innheimtumenn ríkissjóðs, álagningaraðila og aðra notendur kerfanna með fræðslu og upplýsingamiðlun. Þá vinnur sviðið að stafrænni þróun á Fjármálum á Íslands.is í samvinnu við Stafrænt Ísland. 

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar á sjúkradeild - Mynd

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar á sjúkradeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er að ræða vaktavinnu. Möguleiki er á framlengingu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Þroska- eða iðjuþjálfi við Menntaskólann á Egilsstöðum - Mynd

Þroska- eða iðjuþjálfi við Menntaskólann á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Austurland / Sérfræðistörf

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir þroska- eða iðjuþjálfa til starfa á starfsbraut skólans til eins árs, með möguleika á áframhaldandi starfi.

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við alla nemendur skólans jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. 

Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.

Sérhæfður starfsmaður á almennu göngudeild SAk - Mynd

Sérhæfður starfsmaður á almennu göngudeild SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða sérhæfðs starfsmanns á almennri göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða dagvinnu og er staðan laus frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. 

Mjög öflugur og samstilltur starfshópur vinnur á deildinni og er starfið fjölbreytt og gefandi. 

Næsti yfirmaður er Inga Margrét Skúladóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á almennri göngudeild. 

Húsumsjón á HSN Akureyri - Mynd

Húsumsjón á HSN Akureyri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Iðnstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) leitar að fjölhæfum aðila með góða samskiptahæfni til að sinna húsumsjón í skemmtilegu vinnuumhverfi á heilsugæslustöðinni á Akureyri. Auk þess er gert ráð fyrir að sinna húsumsjón á heilsugæslunni á Dalvík í 10% starfshlutfalli.  Um er að ræða framtíðarstarf í 80-100% starfshlutfalli.  

Sumarafleysing - Móttökuritari á heilsugæsluna í Grindavík - Mynd

Sumarafleysing - Móttökuritari á heilsugæsluna í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarstarf á heilsugæsluna í Grindavík.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Upplýsinga- og skjalastjóri Háskóla Íslands - Mynd

Upplýsinga- og skjalastjóri Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar fullt starf upplýsinga- og skjalastjóra Háskóla Íslands.

Upplýsinga- og skjalastjóri Háskóla Íslands stýrir skjalasafni Háskóla Íslands sem heyrir undir skrifstofu rektors. Stjórnandinn leiðir stefnumótun á sviði upplýsinga- og skjalamála auk þess að bera ábyrgð á stjórnun, meðferð og varðveislu upplýsinga og skjala innan Háskóla Íslands. Starfsviðið nær þvert yfir öll fræðasvið og stjórnsýslu Háskólans og er veigamikill þáttur í að framfylgja gæðastefnu skólans. 

Upplýsinga- og skjalastjóri Háskóla Íslands ber ábyrgð á að innleiða og samræma skipulag og verklag við vörslu og örugga meðferð opinberra skjala og upplýsinga í takt við síbreytilegt umhverfi og öra tækniþróun. Stjórnandinn tryggir að upplýsinga- og skjalastjórnun Háskóla Íslands sé í samræmi við stefnu og framtíðarsýn skólans, innri og ytri kröfur, gæðakerfi og þau lög og reglur sem eiga við um starfsemina.

Lektor í dönsku máli við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í dönsku máli við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í dönsku máli við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Um er að ræða starf erlends lektors sem til var stofnað samkvæmt samningi Háskóla Íslands og danska Mennta- og vísindaráðuneytisins (Uddannelse og Forskningsministeriet). Sjá nánar hér.

Sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands - Mynd

Sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Viltu taka þátt í að móta kennslu í háskóla í fremstu röð?

Háskóli Íslands leitar eftir öflugum stjórnanda í starf sviðsstjóra kennslusviðs. Kennslusvið er eitt stoðsviða sameiginlegrar stjórnsýslu skólans. Hlutverk kennslusviðs er að hafa umsjón með sameiginlegum málefnum sem varða nám og kennslu við skólann, svo sem inntöku stúdenta, nemendaráðgjöf, kennsluskrá, stuðningi við starfsþróun kennara, innleiðingu rafrænna lausna í kennslu og fleira. Sjö einingar heyra undir sviðið og 50-60 starfsmenn starfa við það, sjá nánar á https://www.hi.is/haskolinn/kennslusvid.

Kennslusvið og sviðsstjóri starfa náið með aðstoðarrektor kennslu, öðrum lykilstjórnendum, Kennslumálanefnd HÍ, öðrum stoðeiningum, kennslustjórum og fræðasviðum skólans. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra miðlægrar stjórnsýslu. 
 

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæsluna í Grindavík - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæsluna í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Við óskum eftir að ráða hjúkunarfræðinga til að slást í okkar frábæra hóp og byggja upp öfluga teymisvinnu sem eykur þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunar í Grindavik. Um er að ræða tvö störf 60% - 80% í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Erum við að leita af þér? Heilsugæslan Hamraborg - Mynd

Erum við að leita af þér? Heilsugæslan Hamraborg

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Hamraborg auglýsir eftir öflugum hjúkrunarfræðingi í 100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí eða eftir nánara samkomulagi. 

Við leitum að reyndum hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni á vettvangi sem er í stöðugri þróun. Ef þú telur þig vera manneskjuna í starfið, hvetjum við þig eindregið til að senda inn umsókn. 

Heilsugæslan Hamraborg leggur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Á stöðinni er góður starfsandi þarf sem starfa sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar, sjúkraþjálfari og ritarar.

 Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Viltu slást í hópinn? - Mynd

Viltu slást í hópinn?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú verða hluti af öflugum hópi hjúkrunarfræðinga?

Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Sérkennari/þroskaþjálfi - Mynd

Sérkennari/þroskaþjálfi

Framhaldsskólinn á Húsavík
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir umsókn um starf sérkennara/þroskaþjálfa með full kennsluréttindi við Starfsbraut skólans fyrir skólaárið 2023-2024 í  100% starfshlutfall. 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamingi KÍ og fjármálaráðherra.

Varðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Mynd

Varðstjóri - Akureyri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurl eystra
Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu varðstjóra með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. apríl 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma. 

Doctor - Center for Gender Affirming Care, Iceland - Mynd

Doctor - Center for Gender Affirming Care, Iceland

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali, The National University Hospital of Iceland in Reykjavík is looking for an enthusiastic, driven, and ambitious doctor to join, and take on a leading role in further developing our transgender care team.  

The employment rate is 100% and the job is available on April 10th, 2023 or by further agreement.

Iceland is a progressive society with one of the most progressive legislative frameworks on transgender right and health care in the world and a strong and respected LGBTQ+ society. Iceland is also famous for its natural beauty and rich history. Reykjavík is the northern-most capital city in the world. It has been shaped by the glaciers and volcanoes that surround it, and the sunny summer nights and dark winters under the aurora that have contributed to a strong musical and artistic culture.   

Iceland ranks highly in international indexes of healthcare, democracy, and equality, including first on the Healthcare Access and Quality (HAQ) Index (Global Burden of Disease Study 2016), first for gender equality for the last 12 consecutive years (WEF), first in the Global Peace Index every year since 2008 (IEP), fourth in the UN Human Development Index, and was one of only four nations to avoid excess mortality during 2020-21 in the COVID-19 pandemic. Transgender rights in Iceland have progressed greatly in the past 10 years. In 2019 Iceland¿s Parliament passed a new law witch greatly expands the rights of trans people, both in matter of trans specific health care and to change their legally registered gender. 

Our goal is for Landspítali to provide the best holistic care possible for our trans community and we believe there is no reason not to have the best transgender care team, at least in the Nordic countries. The successful applicant will be part of the team at a new center for transgender care being established in Iceland, where service will be provided at all stages of care on a multidisciplinary basis in line with WPTAH¿s standards of care within our progressive society. 

The position is available by April 10th or by agreement. The position is full-time, however it may be possible to negotiate for a lower percentage position. Tax incentives are available for up to 3 years for foreign experts recruited to Iceland. 

Markaðs- og þjónustustjóri í Endurmenntun HÍ - Mynd

Markaðs- og þjónustustjóri í Endurmenntun HÍ

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að öflugum og hvetjandi stjórnanda markaðs- og þjónustumála til að koma með okkur inn í spennandi tíma.  

Endurmenntun Háskóla Íslands er í fararbroddi í sí- og endurmenntun á Íslandi og tekur árlega á móti þúsundum viðkiptavina sem vilja efla þekkingu og hæfni, tengjast öðru fólki og skapa sér ný tækifæri. Nánar um Endurmenntun Háskóla Íslands á www.endurmenntun.is

Læknir í Transteymi Landspítala - Mynd

Læknir í Transteymi Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í að efla og þróa þjónustu Transteymis á Landspítala. Um er að ræða spennandi starf þar sem unnið er í þverfaglegu teymi þvert á sérgreinar.  Mikil uppbygging er framundan í teyminu og mun læknir taka virkan þátt í að þróa þjónustuna í samvinnu við ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila. 

Læknir verður virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu Transteymis Landspítala. Unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum og bjóðast margvísleg tækifæri til starfsþróunar. 

Starfshlutfall 100%, dagvinna og er starfið laust frá 10. apríl 2023 eftir samkomulagi. 

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar á slysa- og bráðadeild - Mynd

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar á slysa- og bráðadeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingastörf á slysa- og bráðadeild. Um er að ræða vaktavinnu.  

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Hefur þú ástríðu fyrir heimilislækningum? - Mynd

Hefur þú ástríðu fyrir heimilislækningum?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að öflugum sérfræðingi í heimilislækningum í 100% ótímabundið starf. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf á spennandi vettvangi fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí eða eftir nánara samkomulagi.  Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu, fróðlegu og krefjandi starfi heimilislækninga. Heimilislæknir mun starfa í þverfaglegu teymi með öðrum læknum, hjúkrunarfræðingum og fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli  framþróun innan heilsugæslunnar. 

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun? - Mynd

Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. HH Efstaleiti leggur áherslu á  þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.

Ef þetta er eitthvað sem hljómar vel í þínum eyrum þá hvetjum við þig til þess að senda inn umsókn.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir starf Iðjuþjálfa laust til umsóknar - Mynd

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir starf Iðjuþjálfa laust til umsóknar

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Um er að ræða fullt starf iðjuþjálfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi frá og með 1. maí 2023 eða samkvæmt nánara samkomlagi.

Sálfræðingur HVE Borgarnesi - Mynd

Sálfræðingur HVE Borgarnesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir sálfræðingi í 100% stöðu með starfsstöð í Borgarnesi. Staðan er laus frá og með 1. apríl 2023. 

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að sálfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að sinna vanda barna og unglinga. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Við leitum að sálfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu, sálfræðingi sem leggur metnað í að ná árangri í starfi. HH Seltjarnarnesi og Vesturbæ setur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Á stöðinni starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar ásamt fleiri heilbrigðisstéttum og riturum. Starfsumhverfið er gefandi og gefur góðan sveigjanleika til faglegrar þróunar. Ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið þá hvetjum við þig til að sækja um starfið. 

Geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilusgæslunnar þar sem er veitt fyrstu línu þjónusta. Heilsugæslan á jafnframt að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Deildarstjóri í eldhúsi HVE Stykkishólmi - Mynd

Deildarstjóri í eldhúsi HVE Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi óskar eftir að ráða deildarstjóra í eldhúsi. 

Um er að ræða nýja stöðu við stofununina og vinnutími er dag- og helgarvinna. 

Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt væri að viðkomandi geti hafið störf frá miðjum maí 2023.

Innkaupastjóri - Mynd

Innkaupastjóri

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Sérfræðistörf

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða kraftmikinn og jákvæðan einstakling í starf innkaupastjóra. Starfið heyrir undir fjármálasvið stofnunarinnar og er með starfsstöð á Ísafirði. 

Þekking og/eða reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun er mikilvæg í starfi innkaupastjóra ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Um 100% starf að ræða.
 

Sumarstörf - Ráðgjafar á Bjargey meðferðarheimili - Mynd

Sumarstörf - Ráðgjafar á Bjargey meðferðarheimili

Barna- og fjölskyldustofa
Norðurland / Sumarstörf

Barna- og fjölskyldustofa leitar að ráðgjöfum í sumarafleysingar á Bjargey, meðferðarheimili fyrir unglinga. Um er að ræða þrjár 100% stöður í vaktavinnu sem heyra undir forstöðumann Bjargeyjar. Starfsstöð er að Laugalandsskóla í Eyjafjarðarsveit

Sumarstarf bókhald HH - Mynd

Sumarstarf bókhald HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Hefur þú brennandi áhuga á tölum og færslu bókhalds?

Við leitum að jákvæðum og töluglöggum einstaklingi í sumarafleysingu í bókhaldsdeild Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Deildin heyrir undir sviði fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16. Frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er í námi og leitar að spennandi tækifærum í bókhaldi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. maí n.k. eða eftir nánari samkomulagi. 

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Öflugt starfsþróunarár í boði - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild - Öflugt starfsþróunarár í boði

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Staðan er laus eftir samkomulagi. 

Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum lyflækninga. 

Frábært tækifæri ¿ á góðum vinnustað þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi.

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild og gefur upp nánari upplýsingar í síma 463-0100 og/eða í tölvupósti [email protected] 

Lyflækningadeildin er 23 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og sérgreinar hennar eru margar en þær helstu eru: hjartasjúkdómar, lungnasjúkdómar, krabbameins og líknandi meðferð, meltingarfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, taugasjúkdómar og innkirtlasjúkdómar. Þar sem starf deildarinnar er fjölbreytt er breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. 

Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan lyflækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni. 

Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun lyflækninga og er lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingurinn öðlist þekkingu á sem flestum sviðum. Má þar nefna úrlestur á taktstrimlum, hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir, undirbúningur útskriftar, líknar hjúkrun og líknandi meðferð.

Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Tímabilinu er skipt upp í ákveðnar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á almennri göngudeild s.s. speglunum, lyfjagjöfum og sáramóttöku. 

 • Kynning á helstu starfsemi deildarinnar og umhverfi
 • Hjúkrun hjarta og lungnasjúklinga, kynning á móttöku og fræðsla um úrlestur á takttruflunum
 • Hjúkrun krabbameinssjúklinga og líknandi meðferð, einnig verður kynning á göngudeild
 • Hjúkrun  og almenn fræðsla, kynning á fræðsluefni og speglunum.
 • Sýkingar og sárameðferð, kynning á þjónustu sáramóttöku
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Áhugavert og fjölbreytt starf með góðu samstarfsfólki og gott tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að þróa með sér faglega þekkingu í bráðahjúkrun. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. 

Á bráðamóttöku fer fram fjölbreytt starfsemi en meginverkefni deildarinnar er móttaka bráðveikra og slasaðra en annar stór hluti starfseminnar felst í að sinna þeim sjúklingum sem koma í endurkomu/eftirlit vegna áverka sinna eða veikinda.

Hefur þú áhuga á bráðahjúkrun þá er þetta tækifæri fyrir þig ¿ 

Frábært tækifæri á góðum vinnustað þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi.

Næsti yfirmaður er Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku.

Hjúkrunarfræðingur á barnadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á barnadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri, starfshlutfall er samkomulag. Einnig kemur til greina að ráða 4. árs hjúkrunarnema. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.

Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins og skiptist í legudeild, dagdeild, göngudeild og vökustofu. Barnadeild sinnir börnum og unglingum frá fæðingu til 18 ára aldurs.

Hefur þú áhuga á barnahjúkrun þá er þetta tækffæri fyrir þig ¿ 

Frábært tækifæri á góðum vinnustð þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og lærdómsríkt.

Næsti yfirmaður er Aðalheiður Guðmundsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á barnadeild.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 100% framtíðarstarf í fjölbreytt störf hjúkrunar, þ.á m. hjúkrunarmóttöku, skólaheilsugæslu, ung- og smábarnavernd og heilsueflandi móttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mai nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífelldri þróun. Heilsugæslan Seltjarnarnesi leggur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Skurðhjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðingur á skurðstofu - Mynd

Skurðhjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðingur á skurðstofu

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 90% staða hjúkrunarfræðings á skurðstofu Sjúkrahússins á Akureyri. Um framtíðarstarf er að ræða og er staðan laus frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Um er að ræða dagvinnu auk bakvaktaskyldu. 

Næsti yfirmaður er Anna Margrét Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á skurðstofu og sótthreinsun.

Sérfræðilæknir í taugalækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í taugalækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í taugalækningum á lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Við taugalækningar starfar öflugur hópur sérfræðilækna í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsubrú - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsubrú

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Erum við að leita af þér?

Heilsubrú leitar að öflugum sálfræðing í 100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf fyrir sálfræðing á spennandi vettvangi í nýrri einingu sem er í þróun.

Heilsubrú er ný eining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur það markmið að gera starfsemi heilsugæslustöðva markvissari. Með Heilsubrúnni eflum við faglegt starf og samræmum þjónustu HH með þverfaglegu starfi.

Hlutverk Heilsubrúar er að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda einstaklinga þ.á m. offitu, sykursýki, háþrýstingi, svefni, kvenheilsu og geðheilsu. Heilsubrú er hugsað sem viðbót við núverandi þjónustu HH. Sálfræðingur mun starfa í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í þróun. 

Heilsugæslan höfuðborgarsvæðisins á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Staða leiðara í básúnudeild - Mynd

Staða leiðara í básúnudeild

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í básúnudeild. 

Hæfnispróf fer fram 10. maí 2023 í Hörpu, Reykjavík.

Lektor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands - Mynd

Lektor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf lektors í skógfræði við deild Náttúru og skóga hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með áherslu á ræktun og nýtingu skóga og tengingu við sjálfbæra landnýtingu. Viðkomandi er ætlað að styrkja núverandi starf deildar á sviði rannsókna, kennslu og þjónustu við samfélagið.  Hlutverk deildarinnar er að byggja brú á milli náttúru og samfélags með rannsóknum, kennslu, þjálfun og ráðgjöf á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa.

Lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands - Mynd

Lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Vesturland / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar starf lektors í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Sérfræðingur á sviði gagnastrauma og gæðaeftirlits - Mynd

Sérfræðingur á sviði gagnastrauma og gæðaeftirlits

Veðurstofa Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði gagnastrauma og gæðaeftirlits, sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki við rekstur og þróun til öflunar gagna fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir auk vöktunar náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 35 starfsmanna við rekstur á innviðum og mælikerfum sem telja hátt í 600 stöðvar vítt og breytt um landið.

Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf við sjúkraflutninga og umsjón fasteigna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum - Mynd

Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf við sjúkraflutninga og umsjón fasteigna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumar í sameinuð störf við sjúkraflutninga og umsjón fasteigna í Vestmannaeyjum. Um er að ræða spennandi starf hjá HSU. 

HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfossi, Laugarási, Rangárþingi (Hellu og Hvolsvelli), Vestamannaeyjum, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði. Einnig eru starfrækt tvö sjúkrahús, eitt á Selfossi og annað í Vestmannaeyjum.  Á Höfn eru einnig bráðarými. Að auki eru rekin hjúkrunarheimili á Selfossi og í Vestmannaeyjum.  Þá annast stofnunin alla sjúkraflutninga á starfssvæðinu. 

 

Móttökuritari sumarafleysing á heilsugæslustöð HSU Laugarási - Mynd

Móttökuritari sumarafleysing á heilsugæslustöð HSU Laugarási

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í starf móttökuritara við heilsugæslustöð Laugarási. 

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast í sumarafleysingu á HSU Selfossi - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast í sumarafleysingu á HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Án staðsetningar / Heilbrigðisþjónusta

 Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi óskar eftir að ráða til starfa heilbrigðisgagnafræðing í 100% sumarafleysingu í sumar

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga á Rannsóknastofu HSU Selfossi. - Mynd

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga á Rannsóknastofu HSU Selfossi.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ?

 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir starfsmanni til sumarafleyinga á rannsóknarstofunni á Selfossi.
 • Starfshlutfall er 80- 100% eða samkvæmt nánara samkomulagi við deildarstjóra
Móttökuritari óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík - Mynd

Móttökuritari óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Skrifstofustörf

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ?

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysing móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík á Mýrdal

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga við umsjón fasteigna og búnaðar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi - Mynd

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga við umsjón fasteigna og búnaðar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Iðnstörf

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ?

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að aðstoðarmanni umjónarmanns fasteigna og búnaðar á Selfossi í sumarafleysingu

Móttökuritari - sumarafleysing á Höfn í Hornafirði - Mynd

Móttökuritari - sumarafleysing á Höfn í Hornafirði

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Laust er til umsóknar starf móttökuritara í 5 vikur  í sumar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði .
 • Tímabil ráðningar er frá 5. júní til 8. júlí 2023. 
Heilbrigðisgagnafræðingur óskast í sumarafleysingu á HSU Vestmannaeyjum - Mynd

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast í sumarafleysingu á HSU Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Án staðsetningar / Heilbrigðisþjónusta

 Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða til starfa heilbrigðisgagnafræðing í 50% sumarafleysingu í sumar

Sumarstarf sem ritari á sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum - Mynd

Sumarstarf sem ritari á sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í fjölbreytt og skemmtileg verkefni í sumar.

Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni. 

 

Sumarstarf í ræstingu á heilsugæslustöð HSU Hvolsvelli - Mynd

Sumarstarf í ræstingu á heilsugæslustöð HSU Hvolsvelli

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ? 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rangárþingi, óskar eftir að ráða starfsmann í sumar við ræstingar á heilsugæslustöðunni á Hvolsvelli. 

Um er að ræða skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð.

Starfsmaður óskast til starfa í sumarafleysingu í innkaupadeild HSU - Selfossi - Mynd

Starfsmaður óskast til starfa í sumarafleysingu í innkaupadeild HSU - Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga á innkaupadeild HSU - Selfossi í 100% starf. 

Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingu í aðhlynningu - Mynd

Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingu í aðhlynningu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkradeildin á HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu til að aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs 
Sumarafleysinga við umönnun aldraðra á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum - Mynd

Sumarafleysinga við umönnun aldraðra á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir Vestmannaeyjum óskar eftir starfsfólki til sumarafleysinga í skemmtilegt og gefandi starf með yndislegu heimilisfólki
 • Á Hraunbúðum eru 30 hjúkrunarrými, 4 dvalarrými og 1 hvíldarrými auk annarrar þjónustu við eldri borgara.
 • Starfshlutfall samkomulagsatriði

 

Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingu í býtibúr - Mynd

Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingu í býtibúr

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkradeildin á HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í býtibúr
Hraunbúðir HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir sumarstarfsmönnum í býtibúr - Mynd

Hraunbúðir HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir sumarstarfsmönnum í býtibúr

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hraunbúðir dvalar - og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingu í býtibúr
Starfsmaður óskast til ræstingarstarfa í sumarafleysingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum - Mynd

Starfsmaður óskast til ræstingarstarfa í sumarafleysingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar af starfsmanni til að starfa í sumar við ræstingar á Dvalar - og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum. 

Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa í sumar á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - Mynd

Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa í sumar á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sérhæfðir starfsmenn óskast til starfa á bráðamóttöku HSU á Selfossi, um er að ræða tímabundin störf til reynslu
 • Bráðamóttakan er hratt vaxandi starfsemi innan HSU
Starfsfólk í umönnun óskast í sumar á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi - Mynd

Starfsfólk í umönnun óskast í sumar á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Starfsfólk í umönnun óskast til starfa í sumar á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi. Hjúkrunarheimilin eru Fossheimar, Ljósheimar og Móberg. 
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU í Vestmannaeyjum sumarið 2023 - Mynd

Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU í Vestmannaeyjum sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf

Starfsmaður óskast í sumarafleysingu í Eldhús HSU - Vestmannaeyjum

Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU - Selfossi sumarið 2023 - Mynd

Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU - Selfossi sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf

Starfsmaður óskast í sumarafleysingu í Eldhús HSU - Selfossi

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun - Mynd

Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingar í heimahjúkrun. Um er að ræða vaktavinnu. Heimahjúkrun sér um víðtæka hjúkrun í heimahúsum fyrir íbúa á Reykjanesi fyrir utan Grindavík. 

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Hjúkrunarfræðingur óskast í afleysingu í heimahjúkrun á heilsugæslustöð HSU Höfn - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast í afleysingu í heimahjúkrun á heilsugæslustöð HSU Höfn

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ?

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á öflugri heilsugæslustöð í góðum hópi.  

Um er að ræða sumarafleysingu og er starfið laust frá 15.júní til 15.ágúst. 

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi, en þau eru Ljósheimar, Fossheimar og Móberg.
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi.
Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga á heilsugæsluna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum - Mynd

Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga á heilsugæsluna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf
 • Óskað er eftir hjúkrunarfræðingum/nemum til starfa í sumarafleysingar á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum.
 • Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fá skemmtilega tilbreytingu, góða reynslu og vinnu í góðum félagsskap.
 • Að auki býður sumardvöl í Eyjum upp á góð tækifæri til útivistar og fjölbreytta afþreyingu.
Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú vera partur af liðsheild  HSU ?

 • Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumarafleysingar á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
 • Um er að ræða afar fjölbreytta og krefjandi hjúkrun með metnaðarfullum starfsmönnum.
 • Deildin er 22
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarafleysingu á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum - Mynd

Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarafleysingu á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumar á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum
Hjúkrunarfræðingur/Hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Rangárþingi sumarið 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/Hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Rangárþingi sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Rangárþingi
 • Um sumarafleysingu er að ræða
Hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Laugarási sumarið 2023 - Mynd

Hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Laugarási sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Laugarási
 • Um sumarafleysingu er að ræða
Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar óskast til sumarafleysinga á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar óskast til sumarafleysinga á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í sumarafleysingu á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðinemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðinemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi
 • Um sumarafleysingu er að ræða
Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga í fjölbreytt og spennandi starf á Heilsugæslu HSU í Vík - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga í fjölbreytt og spennandi starf á Heilsugæslu HSU í Vík

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ?

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á heilsugæslu HSU í Vík á Mýrdal

Hjúkrunarfræðingur / hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum sumarið 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur / hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hjúkrunarfræðingur / hjúkrunarnemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum
 • Starfshlutfall og skipulag vakta í samráði við deildarstjóra.
Sérfærðingur í votlendisvistkerfum - Mynd

Sérfærðingur í votlendisvistkerfum

Landgræðsla ríkisins
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Landgræðslan óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við mat á ástandi og ráðgjöf er varðar votlendisvistkerfi landsins. Unnið er að því að innleiða kerfisbundna vöktun á ástandi votlendis landsins og mun sérfræðingurinn leiða þá vinnu í samstarfi við annað starfsfólk Landgræðslunnar. Sérfræðingurinn þarf að vera sjálfstæður og sveigjanlegur og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á því. 

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018. Starfið er auglýst án staðsetningar og mögulegt er að sinna starfinu frá einhverri starfstöðva stofnunarinnar: Gunnarsholti, Ásbyrgi, Sauðárkróki, Hvanneyri og Reykjavík.  Landgræðslan  hefur lokið innleiðingu jafnlaunastaðals og fengið jafnlaunavottun.

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi - Mynd

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf á Þingvöllum - Mynd

Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf á Þingvöllum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf í öryggis- og viðbragsðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Þingvöllum.

 

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hvolsvelli - Mynd

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hvolsvelli

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Ljósmóðir/Ljósmæðranemi óskast til starfa í sumar á Heilbrigðisstofnun Suðuralands, Selfossi - Mynd

Ljósmóðir/Ljósmæðranemi óskast til starfa í sumar á Heilbrigðisstofnun Suðuralands, Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir ljósmóðir/ljósmæðranema í sumar í afleysingar á HSU Selfossi

Læknir/læknanemar sumarstarf hjá heilsugæslum Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Mynd

Læknir/læknanemar sumarstarf hjá heilsugæslum Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða lækna á heilsugæslustöðvar sem HSU stafrækir á Suðurlandi. 

Um er að ræða Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarás, Rangárþing, Kirkjubæjarklaustur, Höfn í Horfnafirði, Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjar. 

Í boði er spennandi tækifæri fyrir lækna sem vilja prófa að starfa á heilsugæslustöðvum út á landi. 
 

Lífeindafræðingur eða nemi í lífeindafræði óskast til sumarafleysinga á Rannsóknastofu HSU Selfossi. - Mynd

Lífeindafræðingur eða nemi í lífeindafræði óskast til sumarafleysinga á Rannsóknastofu HSU Selfossi.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Sumarstörf
 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir lífeindafræðingi eða nema í lífeindafræði til sumarafleyinga á rannsóknarstofunni á Selfossi.
 • Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt nánara samkomulagi við yfirlífeindafræðing
Geislafræðingur óskast í sumarafleysingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi - Mynd

Geislafræðingur óskast í sumarafleysingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að geislafræðingi til starfa í sumarafleysingu við stofnunina.

Um er að ræða afleysingu fyrir myndgreininguna á Selfossi.

Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi - Mynd

Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast til starfa í sumarafleysingar á Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi
 • Um er að ræða afar fjölbreytta og krefjandi hjúkrun með metnaðarfullum starfsmönnum.
 • Deildin er 22
Sjúkraliði / sjúkraliðanemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjum sumarið 2023 - Mynd

Sjúkraliði / sjúkraliðanemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjum sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkraliði / sjúkraliðanemi óskast í sumarafleysingar á sjúkradeild HSU, Vestmannaeyjum
Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar óskast í sumarstörf á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - Mynd

Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar óskast í sumarstörf á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkraliði óskast til starfa á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

 

Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Hraunbúðir hjá HSU, Vestmannaeyjum. - Mynd

Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Hraunbúðir hjá HSU, Vestmannaeyjum.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU, Vestmannaeyjum

Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023 - Mynd

Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi
 • Um sumarafleysingu er að ræða
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast í sumarstöf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi - Mynd

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast í sumarstöf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast til starfa  í sumar á hjúkrunarheimili HSU Selfossi. Hjúkrunarheimilin eru Ljósheimar, Fossheimar og Móberg
 • Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi
Sjúkraliði óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Laugarási sumarið 2023 - Mynd

Sjúkraliði óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Laugarási sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Laugarási
 • Um sumarafleysingu er að ræða
Sjúkraliði óskast í sumarafleysingu við heimahjúkrun á heilsugæsluna á Höfn í Hornafirði sumarið 2023 - Mynd

Sjúkraliði óskast í sumarafleysingu við heimahjúkrun á heilsugæsluna á Höfn í Hornafirði sumarið 2023

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ?

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn í Hornafirði óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingu. 

Um er að ræða starf við heimahjúkrun með góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð HSU á Höfn í Hornafirði

Lögfræðingur í Samningadeild - Mynd

Lögfræðingur í Samningadeild

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sjúkratryggingar auglýsa laust til umsóknar starf lögfræðings í Samningadeild stofnunarinnar. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem vinnur þétt saman.  Samningadeild stofnunarinnar semur um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, s.s. um þjónustu heilsugæslustöðva, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, hjúkrunarheimila, sjúkraflutninga og hjálpartækja ásamt því að vinna frumathuganir vegna nýrrar þjónustu og taka þátt í úttektum á samningum. 

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 stundir.

Bókari á HSN Sauðárkróki - Mynd

Bókari á HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða bókara í 80 - 100% starf. Viðkomandi verður með starfsstöð á Sauðárkróki.

Verkefnastjóri umbóta hjá Vegagerðinni - Mynd

Verkefnastjóri umbóta hjá Vegagerðinni

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Vilt þú leiða nýja nálgun verkefnastjórnunar? 

Vegagerðin auglýsir eftir verkefnastjóra umbóta, en um nýtt starf er að ræða og því fær viðkomandi starfsmaður einstakt tækifæri til þess að koma að mótun og þróun á starfinu.  
Verkefnið er að innleiða breytingar á aðferðarfræði verkefnastjórnunar og leiða uppsetningu og notkun á verkefnastjórnunarkerfi í allri starfsemi Vegagerðarinnar sem er stærsta framkvæmdastofnun ríkisins. Byggt er á undirbúningsvinnu sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Starfið tilheyrir deild stafrænna innviða og ferla, sem heyrir beint undir forstjóra Vegagerðarinnar. Deild stafrænna innviða og ferla sinnir umbóta- og þróunar vinnu með teymisvinnu þvert á allar deildir Vegagerðarinnar og er kjörinn vettvangur til þess að hafa jákvæð áhrif á starfsemi hennar til framtíðar. 

Sérfræðingur í Samningadeild - Mynd

Sérfræðingur í Samningadeild

Sjúkratryggingar Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa krefjandi og skemmtilegt starf sérfræðings í samningadeild. Samningadeild stofnunarinnar semur um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, s.s. um þjónustu heilsugæslustöðva, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, hjúkrunarheimila, sjúkraflutninga og hjálpartækja ásamt því að vinna frumathuganir vegna nýrrar þjónustu og taka þátt í úttektum á samningum. 

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 stundir.

Sumarafleysing - Sjúkraliðar og sjúkraliða/hjúkrunarfræðinemar í heimahjúkrun - Mynd

Sumarafleysing - Sjúkraliðar og sjúkraliða/hjúkrunarfræðinemar í heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða og sjúkraliða/hjúkrunarfræðinema í heimahjúkrun. Um er að ræða vaktavinnu á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Öryggisverðir í nýtt hús íslenskunnar - Mynd

Öryggisverðir í nýtt hús íslenskunnar

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag.  Hún hefur það hlutverk að vinna að rannsóknum og miðla þekkingu á íslenskum fræðum ásamt því að varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin.

Hlutverk öryggisvarða  er að tryggja öryggi gagna í húsinu en þar verða meðal annars handrit stofnunarinnar hýst. Öryggisdeild sinnir einnig öryggiseftirliti með bókasafni, sýningu Árnastofnunar og fleiri rýmum.

Við ráðningar í störf hjá Stofnun Árna Magnússonar er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.  

Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðunni www.arnastofnun.is

Sumarstörf 2023 - Læknanemar sem lokið hafa 1. - 3. námsári í umönnun - Mynd

Sumarstörf 2023 - Læknanemar sem lokið hafa 1. - 3. námsári í umönnun

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf við umönnun fyrir nema í læknisfræði sem lokið hafa 1. - 3. námsári fyrir sumarið 2023.

Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Sumarstörf 2023 - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - Mynd

Sumarstörf 2023 - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir sjúkraliða og sjúkraliðanema sumarið 2023.

Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?

Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.

Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 3. námsári - Mynd

Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 3. námsári

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem lokið hafa 3. námsári fyrir sumarið 2023.

Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann, hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 1. eða 2. námsári - Mynd

Sumarstörf 2023 - Hjúkrunarnemar sem lokið hafa 1. eða 2. námsári

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Laus eru til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem lokið hafa 1. og 2. námsári fyrir sumarið 2023.

Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út, og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Hjúkrunarfræðingur í næringarteymi SAk - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í næringarteymi SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna fæðingarorlofs er laus til umsóknar 50% afleysingarstaða hjúkrunarfræðings í næringarteymi við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða dagvinnu og er staðan laus frá 1. apríl nk eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson forstöðulæknir

Staða löglærðs fulltrúa - Mynd

Staða löglærðs fulltrúa

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Suðurnes / Sérfræðistörf

Text Box: Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Vatnsnesvegi 3, 230 Keflavík - Sími 458-2200 - Kt. 610576-0369 
www.syslumenn.is - sudurnes@syslumenn.is
 

 

 

 

 

 

 

SÝSLUMAÐURINN Á SUÐURNESJUM

 

auglýsir lausa til umsóknar stöðu löglærðs fulltrúa við embættið. Um er að ræða fullt starf. Starfsstöð verður í Reykjanesbæ. 

 

Starfið er áhugavert og krefjandi og felur í sér úrlausn lögfræðilegra verkefna einkum á sviði þinglýsinga og sifjamála auk annarra tilfallandi verkefna. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslensku og ensku.
 • Góð tölvukunnátta. 
 • Þekking og reynsla af ofangreindum málaflokkum er kostur.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil ásamt prófskírteinum skal senda á netfangið [email protected] eða til Sýslumannsins á Suðurnesjum, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík.

Upplýsingar um starfið veitir Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður í síma 458 2200 eða á netfangi [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði.

Reykjanesbæ, 1. mars 2023                 

                                                                                   Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.

 

 

Verkefnastjóri á sviði heilbrigðisupplýsinga - Mynd

Verkefnastjóri á sviði heilbrigðisupplýsinga

Landlæknir
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Embætti landlæknis leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði. Sviðið ber ábyrgð á greiningu gagna úr sk. heilbrigðisskrám sem eru gagnasöfn á landsvísu.. Skrárnar veita m.a. stuðning við lögbundin hlutverk embættisins og við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda. Sviðið ber m.a. ábyrgð á greiningu gagna er varða heilsufar, áhrifaþætti heilsu, dánarmein, fæðingar, lyfjanotkun og starfsemi heilbrigðisþjónustu auk miðlun tölulegra upplýsinga þar um.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á almenna þekkingu á gagnavinnslu og gagnagreiningu. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri heilbrigðisupplýsingasviðs en viðkomandi mun vinna í teymi sérfræðinga á sviðinu og í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan embættisins. Starfið er laust frá og með 1. maí eða eftir samkomulagi og starfsstöð er í Reykjavík.

Klínískur fagaðili í sálfræði, félagsráðgjöf, hjúkrun á BUGL - Mynd

Klínískur fagaðili í sálfræði, félagsráðgjöf, hjúkrun á BUGL

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) vill ráða til starfa reyndan klínískan fagaðila í félagsráðgjöf, hjúkrun eða sálfræði með viðamikla þekkingu á og reynslu af veitingu geðheilbrigðisþjónustu og/eða þjónustu við börn og fjölskyldur. Leitað er eftir einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni, faglegan metnað og áhuga á að vinna þverfaglega með börnum og fjölskyldum sem þarfnast 3. stigs geðheilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir aðkomu að þjálfun og handleiðslu starfsfólks og nema, einnig umbótastarfi. Starfið býður upp á fjölbreytta möguleika á klínískri starfsþróun. Unnið er í dagvinnu. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.

BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi þar sem vinnuvikan er 36 klst. Á deildunum er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð geðheilbrigðisþjónusta við börn og 18 ára aldri. Unnið er í þverfaglegum teymum að greiningu og meðferð og mikil samvinna er höfð við fagaðila í nærumhverfi. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.  

Sumarstarf - launadeild HH - Mynd

Sumarstarf - launadeild HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Við leitum að nákvæmum og jákvæðum starfsmanni í sumarafleysingu í launadeild Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, HH Deildin heyrir undir svið fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16. Frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er í námi og leitar að spennandi tækifæri í launamálum.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 22. maí nk.  eða eftir nánara samkomulagi. 

Aðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun - Mynd

Aðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu á kjörsviði samfélagsgeðhjúkrunar. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu á sviði samfélagsgeðþjónustu. 

Aðjúnkt í öldrunar- og heimahjúkrun - Mynd

Aðjúnkt í öldrunar- og heimahjúkrun

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts í hjúkrunarfræði við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu í öldrunar- og heimahjúkrun. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar. 

Hjúkrunarfræðingur - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða og veitist staðan frá 1. apríl eða samkvæmt samkomulagi. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Fossvogi.  

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og krefst frumkvæðis og áhuga á teymisvinnu. Á deildinni starfa 14 einstaklingar í samhentum hópi hjúkrunarfræðinga, lækna, ritara og sjúkraliða og er samvinna til fyrirmyndar. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. 
Starfshlutfall er 80 - 100% og er vinnutími virka daga kl. 8 - 16. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er nú 36 klukkustundir.

Starfið er laust frá 17. apríl 2023 eða samkvæmt samkomulagi. 

Iðjuþjálfi - Egilsstaðir - Endurhæfingardeild - Afleysing - Mynd

Iðjuþjálfi - Egilsstaðir - Endurhæfingardeild - Afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í afleysingu til eins árs frá 1. mars 2023 við Endurhæfingardeild HSA á Egilsstöðum. Starfið er fjölbreytt og sveigjanlegt. Um er að ræða 100% starfshlutfall eða minna skv. nánara samkomulagi.

Sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í þvagfæraskurðlækningum. Starfshlutfall er 60% og veitist starfið frá 1. maí 2023 eða eftir nánara samkomulagi.

Doktorsnemi í eðlisfræði ljóss og efnis við Raunvísindastofnun, Háskóli Íslands - Mynd

Doktorsnemi í eðlisfræði ljóss og efnis við Raunvísindastofnun, Háskóli Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Leitað er að ábyrgum og drífandi einstaklingi í starf doktorsnema við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Viðkomandi mun vinna verkefni sem kallast Stórgerð víxlverkandi ljósvökvanet (Interacting Networks of Liquid Light) á sviði skammtafræðilegrar víxlverkun milli ljóss og efnis í örgeislaholum, ljósnanótækni, og eðlisfræði þéttefnis. Rannsóknarverkefnið byggist á nanó-hálfleiðarastrúkturum og örgeislahol sem hýsa skammtafræðileg ástönd sem kallast ljósskauteindir (e. polariton). Doktorsverkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands.

Yfirlæknir - Geðheilsuteymi fangelsa HH - Mynd

Yfirlæknir - Geðheilsuteymi fangelsa HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf yfirlæknis við Geðheilsuteymi fangelsa HH. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í geðþjónustu heilsugæslunnar. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, batahugmyndafræði, skaðaminnkun og vinnu þvert á stofnanir heilbrigðis- og réttavörslukerfis.

Geðheilsuteymi fangelsa er þverfaglegt meðferðarteymi sem tilheyrir 2. línu geðþjónustu HH. Teymið sinnir geðheilbrigðisþjónustu  fólks sem er í fangelsi eða á reynslulausn. Þjónustan er á landsvísu. Náið samstarf er við meðferðarsvið fangelsismálastofnunar,  heilsugæsluþjónustu innan fangelsa og aðrar stofnanir.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Sumarstarf á Akureyri - Hjúkrunarnemi sem lokið hefur 3. námsári - Mynd

Sumarstarf á Akureyri - Hjúkrunarnemi sem lokið hefur 3. námsári

Landspítali
Norðurland / Sumarstörf

Hjúkrunarnemi sem lokið hefur 3. námsári óskast til starfa hjá Blóðbankanum Glerártorgi, sumarið 2023.

Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi. Rík áhersla er lögð á góða og einstaklingsmiðaða aðlögun undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga.  

Um er að ræða dagvinnu með breytilegan vinnutíma. Starfshlutfall er 89%-100%.

Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, líffræðingar, lífeindafræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknar og skrifstofumenn og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.  

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Umsóknarfrestur framlengdur til 24. mars. 2023

Hjúkrunarfræðingur/ næturvaktir á Landakoti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/ næturvaktir á Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Öldrunarlækningadeildir L3 og L5  á Landakoti auglýsa eftir hjúkrunarfræðingi sem vill vaka yfir öldruðum. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða hóp. 

Starfshlutfall er 80 til 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vinnutíminn frá kl. 23-08. 

Á deild L3 dvelja 16 sjúklingar í einbýlum og fjölbýlum sem allir eiga það sameiginlegt að vera með Færni- og heilsumat og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Deild L5 er líknadeild fyrir aldraða, þar dvelja 9 sjúklingar í einbýlum. Hjúkrunarfræðingur myndi hafa yfirumsjón og ber ábyrgð á meðferð í samstarfi með sjúkraliða og starfsmönnum í aðhlynningu á báðum deildum.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Skemmtilegt sumarstarf - Hjúkrunarfræðingur - Mynd

Skemmtilegt sumarstarf - Hjúkrunarfræðingur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingi í sumarstarf. Um er að ræða tímabundið vaktavinnustarf á morgun-, kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall er 50-90% eða skv samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ.  Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi. Einstaklingsmiðuð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

Skemmtilegt sumarstarf - Sjúkraliði - Mynd

Skemmtilegt sumarstarf - Sjúkraliði

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun HH leitar eftir sjúkraliða í sumarstarf. Um er að ræðir tímabundið vaktavinnu starf þar sem unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Starfshlutfall er 50-90% eða skv samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

Sjúkraliði - vera á skrá - Mynd

Sjúkraliði - vera á skrá

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta
 • Hér geta sjúkraliðar með starfsleyfi skráð almenna starfsumsókn.
 • Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki). 
 • Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. 
 • Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. 

 

Sumarstörf við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri - Mynd

Sumarstörf við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Landbúnaðarháskóli Íslands
Vesturland / Sumarstörf

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur opnað fyrir umsóknir um sumarstörf.

Starfstímabilið er frá 15. maí til og með 18. ágúst. Um er að ræða útistörf. 

Sumarstarf - Fjárreiðudeild HH - Mynd

Sumarstarf - Fjárreiðudeild HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Ert þú að leita að fjölbreyttu og skemmtilegu sumarstarfi og ert með góða þekkingu á bókhaldi?

Við leitum að jákvæðum og öflugum starfsmanni í sumarafleysingu í fjárreiðudeild Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, HH. Deildin heyrir undir svið fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 22. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

 

Sérfræðingur sumarafleysing - Deild rafrænnar þjónustu HH - Mynd

Sérfræðingur sumarafleysing - Deild rafrænnar þjónustu HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ert þú að leita að spennandi sumarstarfi í tæknimálum?

Við erum að leita að tæknisinnuðum og drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund í sumarafleysingu í deild rafrænnar þjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, HH. Deildin heyrir undir svið fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Sumarstörf - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Sumarstörf - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Ertu að leita að sumarstarfi með frábæru samstarfsólki?

Við erum að leita að öflugu og jákvæðu fólki með ríka þjónustulund í sumarafleysingastörf  á ýmsar starfsstöðvar. Um er að ræða störf á Heilsugæslunni Efstaleiti, Firði, Hlíðum, Hvammi,  Miðbæ,, Mjódd ásamt Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Við erum líka að leita að sumarfólki í Heimahjúkrun heilsugæslunnar og á skrifstofuna okkar í Mjódd. Það eru fjölmörg spennandi störf í boði með ráðningartíma frá 6 vikum upp í 3 mánuði. 

Passar þú í hópinn?

Hjúkrunarfræðingar/Nurses - Mynd

Hjúkrunarfræðingar/Nurses

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Leitum að hjúkrunarfræðingum á nær allar deildir sjúkrahússins. Starfshlutfall er samkomulag, um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vötkum og upphafstími ráðningar er samkomulagsatriði. 

Þær deildir sem koma til greina eru: 

 • Barnadeild
 • Fæðingadeild
 • Gjörgæsludeild
 • Kristnesspítali
 • Lyflækningadeild
 • Skurðlækningadeild

Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum. 

Nýdoktor við Lífvísindasetur - Mynd

Nýdoktor við Lífvísindasetur

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Staða nýdoktors við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði frumulíffræði og sameindalíffræði er laus til umsóknar. Verkefnið er vistað hjá Lífvísindasetri við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er um stjórnun náttúrulega ónæmiskerfisins og tengist örvun á fyrstu vörnum hýsils til að hindra sýkingar. Í verkefninu verða nýmynduð lífræn efni (lyfjavísar) af skilgreindum efnaflokki notuð til að örva boðleiðir sem leiða til aukinnar framleiðslu á varnarpeptíðum og styrkja þekjuvarnir. Þessi örvun á fyrstu varnarlínunni vinnur á móti sýklum á þekju yfirborði og örvar átfrumur til hreinsunar og getur komið í veg fyrir sýkingar. Fjármögnun er frá Horizon Europe verkefninu IN-ARMOR sem samanstendur af samstarfsneti vísindamanna sem eru sérhæfðir í lífrænni efnafræði, frumuliffræði, sýkingum, bólgusjúkdómum, lyfjaþróun og lifandi módelkerfum.

Áætluð byrjun fyrir verkefnið og stöðuna er maí 2023. Verkefnið er styrkt til fjögurra ára.

Almennur starfsmaður sumarafleysing - Heimahjúkrun HH - Mynd

Almennur starfsmaður sumarafleysing - Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir almennum starfsmanni í sumarafleysingar frá og með 15. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%. Um er að ræða starf við heimahjúkrun á dag-, kvöld- og helgarvöktum. 

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og glæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf eru höfð að leiðarljósi. 

Rekstrarstjóri á Patreksfirði - sumarafleysing - Mynd

Rekstrarstjóri á Patreksfirði - sumarafleysing

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Sumarstörf

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum starfskrafti í afleysingu fyrir rekstrarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Ráðningartími er frá seinnihluta maí og út ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Þetta er frábært tækifæri til að öðlast fjölbreytta stjórnunarreynslu.

Ljósmæður sumarafleysingar - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Ljósmæður sumarafleysingar - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir ljósmæðrum í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á tímabilinu júní-ágúst. Starfshlutfall er frá 20-100%. 
 

Sumarstörf þjónustustöðvar á Norðursvæði - Mynd

Sumarstörf þjónustustöðvar á Norðursvæði

Vegagerðin
Norðurland / Sumarstörf

Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á starfstöðvum á Norðursvæði. Starfsstöðvarnar eru staðsettar á Akureyri, Húsavík, Hvammstanga, Sauðárkróki, Vopnafirði. Vinsamlegast takið fram í umsókn undir athugasemdum á hvaða starfsstöð viðkomandi sækir um. Vinnuhópar eru starfræktir hjá Vegagerðinni yfir sumartímann. Þar er unnið að almennu viðhaldi og fyrirbyggjandi viðhaldi vegsvæða með minniháttar verkum.

Hjúkrunarstjóri á Patreksfirði - Mynd

Hjúkrunarstjóri á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Starfið hentar reynslumeiri hjúkrunarfræðingum og er kjörið fyrir þá sem vilja fjölbreytt viðfangsefni í alhliða hjúkrun og stjórnun. 
 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Unnið er að undirbúningi á viðbyggingu sem hýsa mun nýtt hjúkrunarheimili í stað deildarinnar sem nú er. 
 

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Lögreglumenn - sumarafleysingar - Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum - Mynd

Lögreglumenn - sumarafleysingar - Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum
Suðurland / Löggæslustörf

Hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum eru lausar til umsóknar tímabundnar stöður lögreglumanna til sumarafleysinga. Ráðningartímabil er frá 1. júní til 31. ágúst 2023.

Doktorsnemi í íslenskri málfræði - Mynd

Doktorsnemi í íslenskri málfræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Háskóli Íslands auglýsir starf doktorsnema við nýtt og spennandi verkefni á Hugvísindasviði. Um er að ræða fullt starf í þrjú ár við verkefnið Svæðisbundinn framburður, viðhorf og málbreytingar í rauntíma sem er styrkt af Rannsóknasjóði. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum umsækjendum með meistarapróf í íslenskri málfræði eða almennum málvísindum. Doktorsnámið felur í sér rannsókn á svæðisbundnum framburði í íslensku, viðhorfum og þróun í máli einstaklinga. Doktorsneminn verður að hefja störf í síðasta lagi 1. september 2023.

Almenn umsókn / General application - Mynd

Almenn umsókn / General application

Hafrannsóknastofnun
Án staðsetningar / Önnur störf

Þetta er almenn umsókn þar sem ekki er tilgreint sérstakt starf né starfssvæði en með umsókn þinni ertu kominn á skrá hjá okkur.  / This is a general application, not stating a specific position or area but your application will be on file.

Umsækendum verður ekki svarað sérstaklega en stofnunin mun hafa samband ef tilefni er til. Vert er að benda áhugasömum á að öll störf innan stofnunarinnar eru auglýst og þarf að sækja sérstaklega um þau störf ef áhugi er fyrir hendi.  / If we see an opportunity we will reach out. We want to highlight that all vacancies within the institute are specifically advertised and published here at Starfatorg. All applicants need to apply for the position especially within the validation time.  Please note that your general application is not automatically valid. 

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hafrannsóknastofnun er eftirsóknarverður vinnustaður sem býðir upp á sveigjanlegan vinnutíma og samhæfingu einkalífs og árangurs í starfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að  eflast og þróast. Áhersla er lögð á að starfsfólk Hafrannsóknastofnun búi við sanngjarnt og samkeppnishæft starfskjaraumhverfi. Stofnunin hefur hlotið jafnlaunavottun og er jafnlaunakerfi stofnunarinnar í stöðugri þróun og viðhaldi. Stofnunin leitast við að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. / Please visit our website www.hafogvatn.is for further introduction of the institute

Móttökuritari - Egilsstaðir - Heilsugæsla - Afleysing - Mynd

Móttökuritari - Egilsstaðir - Heilsugæsla - Afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í afleysingastöðu á Heilsugæsluna á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 40% og veitist staðan frá 1. mars eða samkvæmt samkomulagi og til 31. maí 2024. 

Starfsfólk við aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Siglufirði - Mynd

Starfsfólk við aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Siglufirði

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Siglufirði óskar eftir starfsmönnum við aðhlynningu í sumarafleysingar. Ráðningartími frá 1. júní til 25. ágúst 2023 eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði - Mynd

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. 

Einnig kemur til greina að ráða til skemmri tíma sé þess óskað, allt niður í einstaka helgar.

Sjúkraliðar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði - Mynd

Sjúkraliðar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir sjúkraliðum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.

Sérfræðilæknir í innkirtla-og efnaskiptalækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í innkirtla-og efnaskiptalækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum að áhugasömum og framsæknum sérfræðilækni til starfa í þverfaglegu teymi á innkirtladeild Landspítala. Auk klínískrar þjónustu er kennsla, umbótavinna og rannsóknir verðmætir þættir starfsins. 

Innkirtladeild Landspítala er staðsett að Eiríksgötu 5 í Reykjavík í nýrri göngudeildar aðstöðu en sinnir einnig verkefnum á öðrum heilbrigðisstofnunum. Deildin skilgreinir sig sem öndvegissetur innkirtlafræða á Íslandi og er í fararbroddi hvað varðar nýjungar í heildrænni gildismiðaðri en jafnframt skilvirkri göngudeildarþjónustu við alla landsmenn.  

Við viljum ráða skipulagðan, lausnamiðaðan einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði þó fullt starf sé æskilegast. Starfið er laust frá 1. apríl 2023 eða eftir samkomulagi. 

Sumarafleysingar 2023 - Hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi - Mynd

Sumarafleysingar 2023 - Hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga á hjúkrunar og sjúkradeild í Stykkishólmi. Dag og kvöldvaktir, helgarvinna ásamt bakvöktum. Starfstímabil eftir samkomulagi hvort sem um er að ræða allt sumarið eða styttri vinnutarnir.

 

Sumarstörf 2023 - Almenn störf í lóðarumsjón - Mynd

Sumarstörf 2023 - Almenn störf í lóðarumsjón

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Við óskum eftir einstaklingum í fjölbreytt störf við lóðarumsjón á Landspítala. 
Hér geta einstaklingar sett inn umsókn sem hafa áhuga á sumarafleysingum við almenn störf í lóðarumsjón sumarið 2023. 

Vinsamlegast takið fram ef þið hafið unnið áður á Landspítala, með því að skrá í reitinn Annað neðst á umsóknareyðublaðinu. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út. Fríðindi sem fylgja starfi á Landspítala eru 36 stunda vinnuvika ásamt fyrsta flokks mötuneyti.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Sumarafleysingar Kristnesspítali - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar Kristnesspítali - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við Kristnesspítala.

Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala. 

 

Sumarafleysingar Kristnesspítali - Sjúkraliðar - Mynd

Sumarafleysingar Kristnesspítali - Sjúkraliðar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við Kristnesspítala.

Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala. 

 

Sumarstörf 2023- Störf í öryggisþjónustu, þjónustuveri og móttökum - Mynd

Sumarstörf 2023- Störf í öryggisþjónustu, þjónustuveri og móttökum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Rekstrarþjónusta óskar eftir starfsfólki í sumarvinnu í öryggisvörslu, þjónustuver og móttökur. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf. Öryggisþjónusta skiptist í eftirlit og vaktmiðstöð. Eftirlit felst meðal annars í að bregðast við útköllum á deildir, reglulegum eftirlitshringjum og aðstoð við rekstrarþjónustu eftir þörfum. Vaktmiðstöð fylgist með öryggis- og eftirlitskerfum spítalans. Þjónustuver svarar símtölum frá innri og ytri viðskiptavinum spítalans. Móttökur eru fjölbreytt störf í aðalinngöngum spítalans á Hringbraut og í Fossvogi.  

Góð íslenskukunnátta er áskilin og gerð er krafa um 20 ára lágmarksaldur. 

Leitað er eftir jákvæðum, drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum með ríka þjónustulund og sem eru sveigjanlegir í starfi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað. 

Starfsemi rekstrarþjónustu er fjölbreytt en meginhlutverk hennar er að tryggja góða þjónustu fyrir allar deildir spítalans, s.s. flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, móttökuþjónustu og ýmsa almenna þjónustu sem styður við daglega starfsemi á spítalanum.

Leitast er eftir fólki í vaktavinnu og dagvinnu. Vinnuvika starfsfólks í dagvinnu er nú 36 stundir. Vinnuvika í fullri vaktavinnu er einnig 36 stundir en getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Unnið er á 8 tíma vöktum, allan sólahringinn. Markmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.

Sumarstörf 2023 - Fjölbreytt og lífleg störf hjá rekstrarþjónustu Landspítala - Mynd

Sumarstörf 2023 - Fjölbreytt og lífleg störf hjá rekstrarþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu? 

Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugu starfsfólki í vaktavinnu og dagvinnu hjá flutninga- og deildarþjónustu. 

 • Flutningaþjónusta sér um að flytja sjúklinga, sýni, blóð, lyf, póst o.fl. á milli deilda spítalans. Flutningaþjónustan vinnur i teymi sem tekur á móti flutningsbeiðnum frá deildum spítalans í gegnum beiðnakerfi og teymið skiptir með sér verkefnum. Teymin okkar eru staðsett annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi.
 • Deildarþjónusta er ný þjónusta innan spítalans - stofnuð til að sinna aukinni þörf stoðþjónustu fyrir deildir spítalans. Annars vegar er um að ræða sótthreinsun og uppábúning rúma og hins vegar ýmis önnur störf til aðstoðar/ afleysingar eftir þörfum inn á deildum spítalans, m.a. í býtibúri, við ýmis þrif, frágang sýna o.fl.

 

Hjá rekstrarþjónustu starfa um 100 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku. Þessi störf eru tilvalin fyrir sumarstarfsfólk sem vill kynnast spítalanum og stefnir mögulega á nám á sviði heilbrigðisvísinda. 
 
Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni. 
Vinnutími á vöktum er 10.30-20 virka daga og 8-18 um helgar.
Vinnutími í dagvinnu er 8-16 hjá flutningaþjónustu en 8-16 eða 10-18 hjá deildaþjónustu.

Sumarstörf 2023 - Almenn störf í veitingaþjónustu - Mynd

Sumarstörf 2023 - Almenn störf í veitingaþjónustu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Við óskum eftir að ráða sumarstarfsfólk í ýmis störf í veitingaþjónustu Landspítala sumarið 2023. 

Veitingaþjónustan heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið Landspítala og rekur deildin eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu. 

Í boði eru fjölbreytt störf innan veitingaþjónustu: 

 • Framleiðslueldhúsi við matargerð og uppþvott
 • Framleiðslu á heitum og köldum réttum í framleiðslukjarna ELMU
 • Afgreiðslu og framleiðslu á léttum réttum á kaffihúsum ELMU
 • Aðstoð, undirbúningi í tengslum við útkeyrslu á vörum fyrir matsali og kaffihús ELMU
 • Almennri þjónustu og framleiðslustörf

 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Sumarstörf 2023 - Almenn störf í þvottahúsi og vöruhúsi - Mynd

Sumarstörf 2023 - Almenn störf í þvottahúsi og vöruhúsi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til starfa í þvottahús og vöruhús Landspítala sumarið 2023.

Vinsamlegast skráið sérstakar óskir í reitinn "annað" í umsókn og skráið einnig ef þið hafið unnið áður á Landspítala. 
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Fríðindi sem fylgja starfi á Landspítala eru 36 stunda vinnuvika ásamt fyrsta flokks mötuneyti.

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahús Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

HSA óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í eldhús Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Viltu vera á skrá? Ritara- og skrifstofustörf - Mynd

Viltu vera á skrá? Ritara- og skrifstofustörf

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör.  Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur? 

Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s. 

 • Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
 • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. 

Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa á hinum ýmsu deildum Landspítala.

Móttökuritari - Djúpivogur/Breiðdalsvík - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Móttökuritari - Djúpivogur/Breiðdalsvík - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu júlí til ágúst sem sinnir heilsugæslu á Djúpavogi og svörun fyrir Breiðdalsvík/Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. Með möguleika á áframhaldandi ráðningu í tímavinnu í vetur í afleysingar á tilfallandi.

Aðstoðarmatráður - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmatráður - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sérfræðistörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu aðstoðarmatráð í mötuneyti hjúkrunarheimilisins Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 80% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. 

Aðstoðarmatráður - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMRAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmatráður - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMRAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sérfræðistörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu aðstoðarmatráð í mötuneyti hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði. Starfshlutfall er 78% eða samkvæmt samkomulagi.  Unnið er á vöktum. 

Móttökuritari - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Móttökuritari - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Skrifstofustörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu hjá HSA í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Starfsmaður í býtibúr - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Starfsmaður í býtibúr - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Starfsmaður óskast í sumarafleysingu fyrir býtibúr sjúkradeildar Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 50-70% og vaktavinna. 

Starfsmaður í þjónustudeild - Neskaupstaður - ræstingar/þvottahús - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Neskaupstaður - ræstingar/þvottahús - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingum og/eða þvottahúsi hjá þjónustudeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi.

Starfsmaður í þjónustudeild - ræstingar/þvottahús - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - ræstingar/þvottahús - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingu/þvottahúsi hjúkrunarheimilisins Uppsala í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. 

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús Hjúkrunarheimilisins Hulduhlíð í sumarafleysingu. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Fjarðabyggð - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við hjúkrun í sumarafleysingu á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð. Starfshlutfall er 50-100% eða skv. samkomulagi. 

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Neskaupstaður - Sjúkradeild - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun- Neskaupstaður - Sjúkradeild - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkruna á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna. Gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í umönnun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Aðstoðarmaður í eldhúsi - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús Hjúkrunarheimilisins Uppsali í sumarafleysingu. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Starfsmaður í þjónustudeild - ræstingar/þvottahús - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - ræstingar/þvottahús - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í ræstingu/þvottahúsi hjúkrunarheimilisins Hulduhlíð í Fjarðabyggð. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. 

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Vopnafjörður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Vopnafjörður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslustöðina á Vopnafirði. Staðan veitist í sex vikur. Starfshlutfall 80% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Djúpivogur/Breiðdalsvík - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingu júlí til ágúst á heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, ásamt nærsveitum. Starfshlutfall er 70%.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Fjarðabyggð - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar í heilsugæslu Fjarðabyggðar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingar hjúkrunarfræðing á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingar hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema á heilsugæslu í Neskaupstað. Starfshlutfall er 50% eða samkvæmt samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/nemi - Fáskrúðsfjörður- Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar á hjúkrunarheimilið Uppsali Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sjúkraliði/nemi - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Sjúkraliði/nemi - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða eða sjúkraliðanema í sumarafleysingar á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sjúkraliði í heimahjúkrun - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Sjúkraliði í heimahjúkrun - Neskaupstaður - Heilsugæsla - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar í heimahjúkrun við heilsugæslu Neskaupstaðar. Starfshlutfall 60-80% eða eftir nánara samkomulagi.

Sjúkraliði - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSINGAR 2023 - Mynd

Sjúkraliði - Eskifjörður - Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð - SUMARAFLEYSINGAR 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. 
 

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023 - Mynd

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSINGAR 2023 - Mynd

Sjúkraliði - Fáskrúðsfjörður - Hjúkrunarheimilið Uppsalir - SUMARAFLEYSINGAR 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu sjúkraliða á hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum. 

Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemi á gjörgæsludeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemi á gjörgæsludeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar 80-100% stöður hjúkrunarfræðings og hjúkrunarnema sem lokið hefur 3 námsárum á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.

Á gjörgæsludeild eru mikil tækifæri fyrir hjúkrunarnema og ný útskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir góðri leiðsögn og öðlast faglega þróun. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Gjörgæsludeild er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild og tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar. 

Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.

Sumarafleysing - læknar og læknanemar - Mynd

Sumarafleysing - læknar og læknanemar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Sumarafleysingar 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða lækna og læknanema í sumarafleysingastörf, um er að ræða tímabundið starf til 3 mánaða frá 1. júní, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

 

Ljósmóðir á fæðingadeild/Midwife - Mynd

Ljósmóðir á fæðingadeild/Midwife

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna veikinda er laus til umsóknar afleysingarstaða ljósmóður á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar. 

Næsti yfirmaður er Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir.

Sérfræðingur í endurhæfinga- eða öldrunarlækningum - Mynd

Sérfræðingur í endurhæfinga- eða öldrunarlækningum

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða sérfræðing í endurhæfinga- eða öldrunarlækningum. Einnig kemur til greina að ráða sérfræðing í heimilislækningum með reynslu af ofangreindu. Um er að ræða 100% stöðu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Næsti yfirmaður er forstöðulæknir endurhæfinga- og öldrunarlækninga, Arna Rún Óskarsdóttir.

Á Kristnesspítala er unnið í þverfaglegum teymum meðferðaraðila í samvinnu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Í teymunum starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafi, sjúkraliðar og aðstoðarfólk. Einnig koma inní teymin talmeinafræðingur og sálfræðingur þegar við á. 

Samvinna við þjónustuaðila utan stofnunarinnar er mikilvægur þáttur í starfinu. Má þar nefna heilsugæslu og þá sérstaklega heimahjúkrun, ýmis úrræði á vegum Akureyrarbæjar auk Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Göngudeild endurhæfingalækninga er starfrækt á kristnesspítala. Læknar innan endurhæfinga- og öldrunarlækninga sinna læknisþjónustu á dagvinnutíma á hjúkrunarheimilum Heilsuverndar á Akureyri og sinna þar vaktþjónustu ásamt á Kristnesspítala.

Sumarafleysingar gjörgæsludeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar gjörgæsludeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu. 

Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.

Sumarafleysingar bráðamóttaka - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar bráðamóttaka - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarnema á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Kristín Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur bráðamóttöku.

Sumarafleysingar barnadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar barnadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna stöður hjúkrunarfræðinga og/eða 3ja árs hjúkrunarnema við barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Möguleiki að hefja störf fyrir sumarið.

Næsti yfirmaður er Aðalheiður Guðmundsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur.

Sumarafleysingar skurðlækningadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar skurðlækningadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Möguleiki er á fastráðningu.

Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir starfandi forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Sumarafleysingar skurðlækningadeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - Mynd

Sumarafleysingar skurðlækningadeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða og/eða sjúkraliðanema við skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur skurðlækningadeildar.

Sumarafleysingar gjörgæsludeild - Sjúkraliðar - Mynd

Sumarafleysingar gjörgæsludeild - Sjúkraliðar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild.

Sumarafleysingar lyflækningadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar - Mynd

Sumarafleysingar lyflækningadeild - Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur lyflækningdeildar.

Sumarafleysingar fæðingadeild - Hjúkrunarfræðinemar - Mynd

Sumarafleysingar fæðingadeild - Hjúkrunarfræðinemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Sumarstörf

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar 70-80% stöður hjúkrunarfræðinema við fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Ingibjörg Hanna Jónsdóttir forstöðuljósmóðir fæðingadeildar.

Sumarafleysingar fæðingadeild - Ljósmæður - Mynd

Sumarafleysingar fæðingadeild - Ljósmæður

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsókna 60-100 % stöður ljósmæðra við fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Ingibjörg Hanna Jónsdóttir forstöðuljóðmóðir.

Sumarafleysingar lyflækningadeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - Mynd

Sumarafleysingar lyflækningadeild - Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða/sjúkraliðanema við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Næsti yfirmaður er Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur lyflækningdeildar.

Bráðalæknir - Mynd

Bráðalæknir

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær stöður bráðalækna við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 60-80% stöðu annars vegar og 80-100% stöðu hins vegar og veitast þær frá 01.02.2023 eða eftir samkomulagi.  

Næsti yfirmaður er Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðalækninga. 

Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Bráðamóttaka SAk sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga á öllum aldri, með líkamleg jafnt sem andleg einkenni. Bráðar komur eru um 17 þúsund á ári. Húsnæði er tiltölulega nýuppgert og bráðamóttakan vel tækjum búin. Aðgengi að stoðþjónustu, s.s. myndrannsóknum og blóðrannsóknum er afar gott og samvinna við stoðdeildir og aðrar sérgreinar mjög góð. Bráðamóttaka SAk hefur hlotið viðurkenningu Mats- og hæfisnef