Hoppa yfir valmynd

Laus störf á Starfatorgi

 - Mynd

Verkefnastjóri á sviði sveitarstjórnarmála

Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir eftir verkefnisstjóra í tímabundið starf á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála til ársloka 2022.

 - Mynd

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara - afleysingastarf

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns sjúkraþjálfara á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi , viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 16. ágúst 2021

 - Mynd

Náms- og starfsráðgjafi

Norðurland / Sérfræðistörf

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 80-100% stöðu náms- og starfsráðgjafa

Háskólinn á Akureyri leitar að náms- og starfsráðgjafa. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er m.a. að veita upplýsingar um nám við HA, aðstoða stúdenta við að ná árangri í námi og átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Náms- og starfsráðgjafar. Í HA er allt nám í sveigjanlegu námsumhverfi og því er þjónustan miðuð að stúdentum óháð búsetu. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Starfið er laust frá 1. júlí 2021.

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör. 

Veitt er markviss og einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. 

Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur? Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s. 

 • Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
 • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. Í boði eru störf vítt og breitt um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi? 

Vinsamlega skráið í "Annað" reitinn óskir um svið/deild.
Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast í afleysingu í heimahjúkrun á heilsugæslustöð HSU Höfn

Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á öflugri heilsugæslustöð í góðum hópi.  Um er að ræða 30% stöðu.  Starfið veitist frá 15. ágúst 2021 -15. mars 2022.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hlíðum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Hlíðum auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi tímabundið til eins árs í 70% starf, en með möguleika á lægra starfshlutfalli. Starfið felur aðallega í sér heilsuvernd skólabarna og hjúkrunarmóttöku. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að starfa með börnum og taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingi, hreyfistjóra og riturum. Kennsla heilbrigðisstétta er mikilvægur þáttur í starfi stöðvarinnar.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast í skólahjúkrun á heilsugæslustöð HSU Höfn

Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á öflugri heilsugæslustöð í góðum hópi.  Um er að ræða 30% stöðu.  Starfið veitist frá 1. september 2021

 - Mynd

Lögfræðingur

Sýslumaður Norðurlands vestra
Norðurland / Sérfræðistörf

Starf lögfræðings við sýslumannsembættið á Norðurlandi vestra er laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs, með möguleika á framlengingu. 

 - Mynd

Sérfræðingur í vistvænni mannvirkjagerð

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála á Íslandi. Hlutverk okkar er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði í þágu almennings auk þess að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og hafa virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Framtíðarsýn okkar felst meðal annars í að stuðla að minna vistspori byggingariðnaðarins.

 - Mynd

Verkerfnastjóri stafrænna lausna / hugbúnaðarlausna

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála á Íslandi. Hlutverk okkar er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði í þágu almennings auk þess að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og hafa virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi.

 - Mynd

Ráðgjafar

Suðurland / Önnur störf

Barnaverndarstofa hefur í aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að tveimur öflugum starfsmönnum í tímabundna ráðningu til áramóta með möguleika á áframhaldandi vinnu. 

Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum? Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka, Geldingalæk, 850 Hella.  

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Ritara- og skrifstofustörf

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör. 

Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur? 

Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s. 

 • Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
 • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa á hinum ýmsu deildum Landspítala.

 - Mynd

Viltu vera á skrá? Almenn störf á Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör. Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur?

Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.

 • Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
 • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. 
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa á hinum ýmsu deildum Landspítala. Dæmi um almenn störf eru til dæmis í eldhúsi/býtibúri, þvottahúsi, flutningsþjónustu o.fl.

 - Mynd

Flensborgarskólinn auglýsir eftir stuðningsfulltrúa

Flensborgarskóli
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Flensborgarskólinn auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til að starfa við starfsbraut skólans í 50% starf frá og með ágúst 2021.

 - Mynd

HSN á Sauðárkróki auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í sumarafleysingar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði. Ráðningartími er sem fyrst og til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi. Erum einnig opin fyrir því að ráða inn til skemmri tíma, allt eftir samkomulagi við viðkomandi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á réttar- og öryggisgeðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Öryggis- og réttargeðdeild Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunarfræðings. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. júlí 2021 eða eftir samkomulagi.

Réttargeðdeildin er níu rúma og sinnir meðferð og endurhæfingu ósakhæfra  sjúklinga með alvarlegar geðraskanir. 
Öryggisgeðdeildin er átta rúma og sinnir sérhæfðri meðferð og endurhæfingu sjúklinga með alvarlegar geðraskanir. 

Meðferðarnálgun deildanna er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers og eins sjúklings. Meginmarkmið meðferðarinnar er að sjúklingar fái þá meðferð og endurhæfingu sem er nauðsynleg til þess að þeir geti komist aftur út í samfélagið.  

Starfsemi deildanna er í mikilli þróun og áhersla á umbótastarf er því mikil þar sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eru í öndvegi. Áhersla er lögð á fagmennsku, öryggi og umhyggju. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

HSN á Sauðárkróki auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í fast starf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í starf málastjóra við Geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa á Skúlagötu 21 í Reykjavík. Um er að ræða 80-100% starf til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.september nk.  eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, notendafulltrúi ,félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og þjónustufulltrúar þar sem unnið er í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir , þá er þetta spennandi tækifæri

 - Mynd

Framkvæmdastjóri sjúkrahússviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra sjúkrahússviðs sem jafnframt sinnir stöðu framkvæmdastjóra lækninga.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe).  Megin starfsstöð framkvæmdastjóra sjúkrahússviðs er á Selfossi.

 - Mynd

Sálfræðingur Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Vilt þú verða hluti af okkar frábæra teymi þar sem ánægja starfsfólks með vinnustaðamenningu er í hámarki samkvæmt starfsánægjukönnun?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir reyndum sálfræðingi við geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt teymi. Um er að ræða tímabundið 80-100% starf til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í september nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, notendafulltrúi, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og þjónustufulltrúar þar sem unnið er í góðri samvinnu að málum þjónustuþega. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. 

 - Mynd

Sérfræðingur í notendalausnum

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands. 

Hlutverk Veðurstofu Íslands er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar, jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga.  

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana-og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.  Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

 

 - Mynd

Sérfræðingur í ökunámi

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í  ökunámi í deild leyfisveitinga og ökunáms á sviði umferðar- og þjónustu hjá stofnuninni. Deild leyfisveitinga og ökunáms á sviði umferðar og þjónustu er ný deild innan Samgöngustofu og því er þróun og uppbygging verkefna fram undan, m.a. tengt einföldun á stjórnsýslu og rafvæðingu ferla. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á ökunámi, umferðaröryggismálum, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður. 

 - Mynd

Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands. 

Hlutverk Veðurstofu Íslands er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar, jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana-og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.  Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

 - Mynd

Sérfræðingur landupplýsinga

Vesturland / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á fagsviði landupplýsinga hjá Landmælingum Íslands. Mikilvægi landupplýsinga eykst stöðugt og vantar okkur reynslumikinn og áhugasaman einstakling sem er tilbúinn til að taka þátt í þróun á nýjungum á því sviði. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af verkefnastjórn á sviði öflunar og samtenginga landupplýsinga og hafa góða þekkingu á vinnslu þeirra.  

 - Mynd

Notendafulltrúi Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir einstaklingi með reynslu af geðröskunum til að styðja þjónustuþega og starfsemi geðheilsuteymis HH vestur. Um er að ræða 30-50% starf til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, notendafulltrúi ,félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og þjónustufulltrúar. 

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir einstaklingar í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir , þá er þetta spennandi tækifæri. 

Leitað er að dugmiklum einstaklingum með reynslu af því að nýta sér meðferð vegna geðræns vanda. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga og þekkingu á styðja við aðra einstaklinga í bataferli

 - Mynd

Starfsmaður í umönnun óskast á Vífilsstaði

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Landspítali vill ráða tvo liðsmenn sem hafa ánægju af samstarfi við aldraða, til starfa við aðhlynningu á hjúkrunardeild á Vífilstöðum. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag. Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Á Vífilsstöðum starfa um 80 manns í þverfaglegu teymi. 

Deildin er 42 rúma og er hluti af Landspítala. Skjólstæðingarnir þar hafa gilt færni- og heilsumat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun.

 - Mynd

Móttökuritari óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar 60% starf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík á Mýrdal frá og með 1. ágúst 2021.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á bráða- og legudeild, Ísafirði

Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á Ísafirði. Um er að ræða 70-100% starf. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á öldrunardeild Vífilsstöðum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á öldrunardeild á Vífilsstöðum. Við bjóðum jafnt velkominn hjúkrunarfræðing sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.

Deildin er 42 rúma og er hluti af Landspítala. Skjólstæðingarnir þar hafa gilt færni- og heilsumat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar. Á deildinni starfa um 80 manna samhentur hópur í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun.

 - Mynd

Iðjuþjálfi - fjölbreytt starf í geðrofs- og samfélagsteymi Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins

Iðjuþjálfun vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi í geðrofs- og samfélagsteymi Landspítala. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan iðjuþjálfa í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu.

Geðrofs- og samfélagsteymið er þverfaglegt teymi sem veitir fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. Fyrirhugað er að breytingar verði á áherslum teymisins næstu mánuði og gefst iðjuþjálfa kostur á að taka þátt í uppbyggingu og þróun teymisins. Iðjuþjálfar í geðþjónustu Landspítala vinna eftir hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO). 

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Um dagvinnu er að ræða með möguleika á vaktavinnu. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Sjá nánari upplýsingar um starfstöðvar Iðjuþjálfunar

 - Mynd

Aðalvarðstjóri - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Norðurland / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalvarðstjóra við embættið, með starfstöð á Dalvík og Siglufirði
Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri skipi í stöðuna frá og með 1. ágúst 2021. 

 - Mynd

Læknanemi sumarafleysing - Göngudeild sóttvarna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Göngudeild Sóttvarna óskar eftir að ráða læknanema á 4. eða 5.ári í 100% sumarafleysingu tímabilið 20. júní-20. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. 

Göngudeild sóttvarna er lítil og fámenn eining þar sem traust og samvinna ríkir.  Göngudeildin sinnir afmörkuðum en fjölbreyttum verkefnum.  Þar er helst móttaka fólks sem sækir um dvalarleyfi hér á landi vegna vinnu, náms og umsóknar um alþjóðlega vernd. Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf þar að lútandi.  Einnig sinnum við ákveðinni berklameðferð og berklarakningu. 

 - Mynd

Sjúkraliði óskast á öldrunardeild Vífilsstöðum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali vill ráða tvo sjúkraliða, sem hafa ánægju af samstarfi við aldraða, til starfa á hjúkrunardeild á Vífilstöðum. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag. Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Á Vífilsstöðum starfa um 80 manns í þverfaglegu teymi. 

Deildin er 42 rúma og er hluti af Landspítala. Skjólstæðingarnir þar hafa gilt færni- og heilsumat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun.

 - Mynd

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast á bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar 2 störf ritara í móttöku Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Um er að ræða 60-80% störf við almenna móttöku og símavörslu. Unnið er á dag- og kvöldvöktum, virka daga sem og um helgar. Ráðið verður í störfin 1. september 2021 eða eftir samkomulagi. 

Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinganna, með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi. Samskipti sem byggja á virðingu og stuðningi við börnin og fjölskyldur þeirra er mikilvægur þáttur í starfsemi Barnaspítalans.

 - Mynd

Hjúkrunarnemi/ hlutastarf á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarnemi á 3. eða 4. námsári óskast til starfa á bráðageðdeild 32C frá og með 1. september 2021. Starfshlutfall er 20-30% eða skv. samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. 

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu meðferðarteymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við innkaupadeild - afleysing

Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarmann við innkaupadeild HSA, með starfsstöð í Neskaupstað. Starfshlutfall er 60% eða skv. samkomulagi. Staðan veitist í eitt ár frá og með 1. sepember 2021. 

 

 - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Egilsstaðir - Ræsting - afleysing

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingu hjá þjónustudeild HSA á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 60% eða samkvæmt samkomulagi. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Fjörður

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Fjörður auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í 80% starf tímabundið í 1 ár við heilsugæsluhjúkrun og skólahjúkrun. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri á vöknun við Hringbraut

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum hjúkrunarfræðingi sem er reiðubúinn að taka þátt í þróun og umbreytingu deildarinnar. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni til að takast á við breytingar. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi aðgerðasviðs og fjölmarga aðra fagmenn spítalans. Starfið er laust frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf er að ræða sem unnið er að mestu í dagvinnu . 

Vöknun er sólarhringsdeild og þar starfa 15 hjúkrunarfræðingar og 4 sjúkraliðar. Vöknun tilheyrir svæfingadeild við Hringbraut en þar starfa um 40 svæfingahjúkrunarfræðingar ásamt svæfingalæknum og hjúkrunarfræðingum á móttöku. Deildin heyrir undir skurðstofu- og gjörgæslukjarna.

 - Mynd

Deildarlæknir á bæklunarskurðlækningum

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða deildarlæknis við bæklunarskurðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eigi síður en 1. september 2021.
Starfshlutfall er 100% og veitist staðan til eins árs eða samkvæmt samkomulagi.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. 

 - Mynd

Sérfræðilæknir við Líknardeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við Líknardeild Landspítala í Kópavogi. Starfið hentar vel sérfræðilækni sem vill bæta við sig reynslu í líknarlækningum. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi. 

Deildin heyrir undir krabbameinsþjónstu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legu-, dag- og göngudeild og sérhæfðri heimaþjónustu. Unnið er í náinni samvinnu við líknarráðgjafateymi spítalans.

 - Mynd

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Efra- Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 100% ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna í Efra-Breiðholti. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Deildarlæknir geðlækninga

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða deildarlæknis geðlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100% og veitist staðan til eins árs eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson forstöðulæknir geðlækninga.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.

 - Mynd

Deildarlæknir lyflækninga

Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 100% staða deildarlæknis á lyflækningadeild. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2021. Næsti yfirmaður er forstöðumaður deildar mennta og vísinda. Faglegur yfirmaður er forstöðulæknir lyflækninga.

 - Mynd

Sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Viltu vera með í að móta sterka og öfluga deild og taka virkan þátt í þróun og uppbyggingu blóð- og krabbameinslækningadeildar.

Við viljum ráða sjúkraliða með framúrskarandi færni í samskiptum, skapandi hugsun og metnað í starfi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag. 

Á deildinni fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Í boði er afar áhugaverður og spennandi starfsvettvangur við hjúkrun sjúklinga með krabbamein. Tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við leggjum áherslu á að taka vel móti nýju starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun. 

 - Mynd

Launafulltrúi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Launafulltrúi óskast til starfa á launadeild Landspítala frá ágúst 2021. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Launadeild heyrir undir mannauðsmál og þar starfa 16 manns í nánu samstarfi við starfsmenn spítalans. Meginverkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeining til starfsmanna og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund. 

Við sækjumst eftir öflugum liðsmanni sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sem sýnir frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Grafarvogur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Grafarvogi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa frá 1. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Um er að ræða ótímabundið 100% starf. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, sérnámslæknar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og ritarar. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is).

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú áhuga á að starfa við hjúkrun sjúklinga með krabbamein og vera með í að móta krabbameinsþjónustu á Landspítala?

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á blóð- og krabbameinslækningadeild. Deildin er 32 rúma legudeild og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og upphaf starfa samkomulag. 

Mikil gæða og umbótavinna er í gangi á deildinni og munum við fjölga verkefnum í vetur. Sérhæfð starfsþróun á vegum fagráðs krabbameinshjúkrunar er í boði og felst í starfþróun fyrir þá sem ráða sig í krabbameinsþjónustu. Til viðbótar við einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild verður í boði öflug fræðsla og sérsniðinn stuðningur við þann nýráðna. 

Við bjóðum velkomna jafnt reynslumikla hjúkrunarfræðinga og nýútskrifaða því við teljum að breidd í þekkingu og reynslu sé mikilvæg. 

 - Mynd

Varðstjórar á fjarskiptamiðstöð hjá embætti ríkislögreglustjóra

Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Við embætti ríkislögreglustjóra eru lausar til umsóknar fjórar stöður varðstjóra í fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra (FMR), Skógarhlíð í Reykjavík.  Gert er ráð fyrir því að setja í stöðurnar til reynslu í 6 mánuði frá og með 15. ágúst 2021 með skipun í huga að loknu reynslutímabili.

 - Mynd

Varðstjórar í öryggisdeild hjá embætti ríkislögreglustjóra

Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Í öryggisdeild embættis ríkislögreglustjóra eru lausar fjórar stöður varðstjóra. Starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji í tvær stöður frá og með 1. ágúst nk. og tvær stöður frá og með 15. september nk. með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.

 - Mynd

Lögreglumenn í sérsveit hjá embætti ríkislögreglustjóra

Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Í sérsveit embættis ríkislögreglustjóra eru lausar til umsóknar fjórar stöður lögreglumanna. Starfsstöð er Skúlagata 21, Reykjavík. Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. september 2021 með skipun í huga að 12 mánaða reynslutíma loknum.

 - Mynd

Ljósmóðir- Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) auglýsir laust til umsóknar starf ljósmóður. Um er að ræða ótímabundið 80-100% starf hjá framkvæmdastjóra hjúkrunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Ritari í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar

Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Auglýst er eftir ritara í fullt starf til tveggja ára í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst næstkomandi.

 - Mynd

Auglýst er staða kennara á myndlistarbraut

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða kennara á myndlistarbraut.
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021.

 - Mynd

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi óskast á móttökugeðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum ráða til starfa öflugan liðsmann á móttökugeðdeild Landspítala við Hringbraut. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi.

Móttökugeðdeild er 32 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða aðra af tveimur stoðskrifstofum ráðuneytisins. Helstu verkefni skrifstofunnar eru; samningar, innkaup á vöru og þjónustu í heilbrigðiskerfinu, sjúkratryggingar, lyf og lækningatæki, byggingaframkvæmdir, mönnun heilbrigðisþjónustu, úrvinnsla tölfræðiupplýsinga auk þess að framkvæma stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir með gerð lagafrumvarpa og reglugerða.

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. ágúst 2021

 - Mynd

Starfsmaður í umönnun - Skemmtilegt starf á öldrunarlækningadeild Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sumarstörf

Við viljum ráða starfsmann sem hefur ánægju af samstarfi við aldraðra. Ef þú ert umhyggjusamur, með jákvætt viðmót og góða samskiptahæfni þá viljum við fá þig í vinnu á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti. Í boði er skemmtilegt starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra þar sem markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust 15. ágúst 2021 eða skv. samkomulagi. Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár. 

Meginstarf á deildinni felst í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi og góður starfsandi er ríkjandi. Lögð er áhersla á góða umönnun og umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldur þeirra byggir á þekkingu og fjölfaglegri nálgun. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun.

 - Mynd

Skurðhjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða Skurðhjúkrunarfræðing á skurðdeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands. Starfshlutfall er 89% og um er að ræða dagvinnu auk bakvakta.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur óskast á móttökugeðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Móttökugeðdeild Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunarfræðings. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi. Við leitum að hjúkrunarfræðingi með framúrskarandi skipulagshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og einlægan áhuga á geðhjúkrun. Boðið er uppá einstaklingsmiðaða aðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila. 

Móttökugeðdeild er 32 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Unnið er að eflingu þverfaglegrar teymisvinnu. Á deildinni er góður starfsandi, frábært samstarfsfólk og boðið er upp á tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu og hæfni í geðhjúkrun. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á Hjúkrunarheimilið Dyngju. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri meltingar- og nýrnadeildar 12-E

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda með brennandi áhuga á að  leiða og efla starfsemi meltingar- og nýrnadeildar 12-E við Hringbraut. Deildin sem heyrir undir lyflækningaþjónustu Landspítala er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum. 

Lögð er áhersla einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, teymisvinnu og góðan starfsanda.
Starfshlutfall er 100% og veitist frá og með 1. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri almennrar lyflækningadeildar B7

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda með brennandi áhuga á að  leiða og efla starfsemi gigtar- og almennrar lyflækningadeildar B7 í Fossvogi. 

Deildin sem heyrir undir lyflækningaþjónustu Landspítala er 16 rúma bráðalegudeild og dagdeild fyrir almennar lyflækningar. Um 70 manns starfa á deildinni. Lögð er áhersla einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, teymisvinnu og góðan starfsanda.

Starfshlutfall er 100% og veitist frá og með 1. september 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunardeildarstjóri lungnadeildar A6

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda með brennandi áhuga á að  leiða og efla starfsemi lungnadeildar A6 í Fossvogi. Deildin sem heyrir undir lyflækningaþjónustu Landspítala er 18 rúma bráðalegudeild fyrir sjúklinga með  bráða og langvinna lungnasjúkdóma.

Lögð er áhersla einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, teymisvinnu og góðan starfsanda.
Starfshlutfall er 100% og veitist frá og með 15. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

 - Mynd

Aðstoðaryfirlögregluþjónn í þjónustudeild

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns í þjónustudeild. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða en þjónustudeild heyrir undir stjórnsýslu- og þjónustusvið embættisins. 

Þjónustudeild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið og starfrækir m.a. ritaraþjónustu, skýrsluþjónustu, sektarþjónustu, þjónustuborð og munavörslu. Þá heyra málefni tengd skjalastjórnun, leyfisveitingum, stafrænni þróun auk annarra umbótaverkefna undir þjónustudeild.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 3 mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu. 

 - Mynd

Aðstoðaryfirlögregluþjónn í upplýsingatæknideild

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns í upplýsingatæknideild. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða en upplýsingatæknideild heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið. 

Upplýsingatæknideild sinnir þjónustu þvert á embættið, svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar auk þess sem deildin veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 3 mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu. 

 - Mynd

Yfirlögregluþjónn á skrifstofu lögreglustjóra

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu yfirlögregluþjóns á skrifstofu lögreglustjóra. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir lögreglustjóra.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

 

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 3 mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu. 

 - Mynd

Sjúkraliði óskast á móttökugeðdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Við viljum ráða til starfa öflugan liðsmann á móttökugeðdeild Landspítala við Hringbraut. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu. Starfið er laust frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi.

Móttökugeðdeild er 32 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

 - Mynd

Sjúkraliði - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

 - Mynd

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir starfsmanni í starf málastjóra við Geðheilsuteymi HH suður sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa að Bæjarlind 1-3. Um er að ræða tímabundið 80-100% starf til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.september eða eftir nánara samkomulagi. 

Við Geðheilsuteymi HH suður  starfa reynslumiklir einstaklingar í þéttri og góðri samvinnu sem vinna að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsmumhverfi. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknir, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúi og þjónustufulltrúi. 

 - Mynd

Húsvörður

Norðurland / Iðnstörf

Menntaskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða húsvörð til starfa í fullt starf. Leitað er að einstaklingi sem vill takast á við krefjandi starf í metnaðarfullum skóla. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2021. 

 - Mynd

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast í móttöku barna og unglingageðdeildar - BUGL

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Barna- og unglingageðdeild Landspítala óskar eftir heilbrigðisritara/ skrifstofumanni til starfa í móttöku göngudeildar BUGL.  Á deildinni er börnum og unglingum að 18 ára aldri veitt þjónusta vegna geð- og þroskaraskana.

Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi með góða samskiptahæfni sem er sjálfstæður í starfi og fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Starfshlutfall er 80%, unnið er virka daga. Starfið laust frá 15. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi.

 - Mynd

Starfsmaður í eldhúsi

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar fjórar 70-80% stöður starfsmanna í eldhúsi við Sjúkrahúsi á Akureyri. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna. Næsti yfirmaður er forstöðumaður eldhúss.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, starfsmenn í aðhlynningu sumarafleysing

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir starfsmönnum í aðhlynningu á hjúkrunardeildir sumarafleysingar. Ráðningartímabil 1. ágúst til 30. september 2021 eða samkv. samkomulagi með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

 - Mynd

Verkefnisstjóri í myndbandsgerð

Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra í myndbandsgerð. 

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Norður-Þingeyjasýslu, Hjúkrunarfræðingur

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslurnar á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Um afleysingarstörf er að ræða frá 20. júní - 31. desember 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Ef styttra tímabil hentar þá er það mögulegt. HSN getur útvegað starfsmanninum húsnæði á Þórshöfn eða Kópaskeri. Hjúkrunarfræðingur á Þórshöfn sinnir bakvakt hluta mánaðar.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík, hjúkrunarfræðingar sumarafleysing

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á sjúkra-, hjúkrunarsvið, heilsugæslu og Hvamm. Ráðningartími er frá 20. júní til 31. ágúst 2021 eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á bráðageðdeild 32C. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Á deildinni er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. 

Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu meðferðarteymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Tækifæri til sérhæfingar eru mörg og því spennandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að dýpka þekkingu sína í geðhjúkrun. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í  formi starfsþróunarárs Landspítala.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1 júní eða eftir samkomulagi, staðan er tímabundin til eins árs.  Á heilsugæslunni starfa hjúkrunarfræðingar ásamt öðrum starfsstéttum, t.d læknar, sálfræðingar, sjúkraliðar ofl., þar er mikil og góð teymisvinna. 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Kristnesspítali

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 95% staða hjúkrunarfræðings við Kristnesspítala þar sem fara fram endurhæfinga og öldrunarlækningar Sjúkrahúsins á Akureyri. 

Ráðið verður í stöðuna frá 1.júlí n.k. eða eftir samkomulagi. 

Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum. 

Næsti yfirmaður er Kristín Margrét Gylfadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala

 - Mynd

Sérfræðingur í endurheimt vistkerfa

Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Landgræðslan óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sviði endurheimtar vistkerfa með áherslu á rannsóknir, greiningu og áætlanagerð við vernd og endurheimt vistkerfa. Sérfræðingurinn þarf að vera sveigjanlegur og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á því. 

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík. Landgræðslan  hefur lokið innleiðingu jafnlaunastaðals og fengið jafnlaunavottun.

 - Mynd

Almennur læknir - Geðþjónusta Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Nú eru lausar til umsóknar 2 stöður almennra lækna í geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og eru störfin laus frá 1. september 2021. Um er að ræða tímabundið störf í 4-6 mánuði. 

Við geðlækningar starfar öflugur hópur sérfræðilækna og sérnámslækna í nánu þverfaglegu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.  

 - Mynd

Sálfræðingar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna sálfræðiþjónustu á heilsugæslu.  Óskað er eftir tveim stöðugildum. Annað er 100% framtíðarstarf fullorðinssálfræðings og hitt 100% framtíðarstarf barnasálfræðings og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna.  Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, sjúkraliðar sumarafleysing

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir sjúkraliðum í sumarafleysingar á sjúkrasvið. Ráðningartími frá 1. ágúst til 30. september 2021 eða samkv. samkomulagi með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

 - Mynd

Sjúkraliði á öldrunarlækningadeild Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sjúkraliða á öldrunarlækningadeild K-1 Landakoti. Í boði er skemmtilegt starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra þar sem markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag. 

Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna og gott starfsumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu á hjúkrun aldraðra og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. 

Deildin er 16 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild fyrir lungna- og hjartasjúklinga auk almennrar endurhæfingar aldraðra. Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og/ eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. 

 - Mynd

Eðlisfræðingur óskast á geislameðferðardeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf eðlisfræðings á geislameðferðardeild 10K sem heyrir undir krabbameinsþjónustu. Deildin sinnir geislameðferð krabbameinssjúklinga auk undirbúnings hennar en hefur umsjón með tækjabúnaði geislameðferðar, geislamælitækni og eftirliti. Mikil framþróun er í tækni sem snýr að geislameðferð og sinna eðlisfræðingar deildarinnar innleiðingu og þróun hennar. Á deildinni ríkir góður starfsandi og samvinna. 

Við leitum að öflugum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið krefst mikillar samvinnu og þverfaglegs samráðs. Um er að ræða dagvinnu og er starfið laust 1. september 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun í samstarfi við reynda starfsmenn.

 - Mynd

Náttúrufræðingur eða lífeindafræðingur við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar - Þjóðarátak gegn mergæxlum

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar starf náttúrufræðings, lífeindafræðings eða aðila með sambærilega menntun í fullt starf við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar - Þjóðarátak gegn mergæxlum, sem hófst í nóvember 2016 og tilheyrir Læknadeild Háskóla Íslands. 

Ráðið er tímabundið til þriggja ára af styrkfé rannsóknarinnar. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Rannsóknin Blóðskimun til bjargar er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands og í alþjóðlegu samstarfi.  Öllum einstaklingum 40 ára og eldri sem eru búsettir á Íslandi var boðin þátttaka og skimað var fyrir forstigi mergæxlis hjá 74 þúsund einstaklingum.  

Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum leiðir rannsóknina og er hún gerð í samstarfi við rannsóknarhóp hans.

 

 - Mynd

Hugbúnaðarsérfræðingur hjá hugbúnaðarlausnum

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT) leitum eftir jákvæðum og öflugum liðsmanni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og axla ábyrgð við umsjón og rekstur hugbúnaðarkerfa. 

Hugbúnaðarlausnaeining HUT sér um rekstur fjölda klínískra hugbúnaðarkerfa og er meginhluti þeirra á sviði rafrænnar sjúkraskrár. Auk þess fer fram á vegum einingarinnar umfangsmikil þróun og samþætting kerfa. Um er að ræða gott starfsumhverfi, spennandi verkefni auk virkrar endurmenntunar og möguleika á starfsþróun. Starfið er laust 1. ágúst 2021.

 - Mynd

Stuðningsfulltrúi í MK

Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir stuðningsfulltrúa á starfsbraut skólans. MK er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 950.

 - Mynd

Aðalstefnuvottur á Fáskrúðsfirði og varastefnuvottur á Eskifirði

Austurland / Önnur störf

Sýslumaðurinn á Austurlandi leitar að aðalstefnuvotti fyrir Fáskrúðsfjörð. Jafnframt auglýsir Sýslumaðurinn á Austurland eftir varastefnuvotti á Eskifirði til að leysa af og vera til vara þegar aðalstefnuvottur er forfallaður. Aðalstefnuvottur verður í leyfi fram á haust 2021 og má því gera ráð fyrir all nokkrum starfa fram á haustið á Eskfirði.  Til greina kemur að skipa einn og sama manninn í bæði þessi störf, enda gera lög ráð fyrir að í hverju sveitarfélagi sé einn aðalstefnuvottur og einn til vara. Um réttindi og skyldur stefnuvotta er fjallað í 81. gr. einkamálalaga og vísast til þeirra laga um nánari upplýsingar.  Þá eru upplýsingar um störf stefnuvotta á heimsíðu sýslumanna www.syslumenn.is 

 - Mynd

Ræsting á skurðstofu

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi óskar eftir að ráða starfsfólk í ræstingu á skurðstofu. Staðan er laus frá og með 21 júlí 2021 og er ráðningin gerð til 6 mánaða. Um 50-80% stöðu er að ræða, eftir nánara samkomulagi. 

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi, starfsmaður í aðhlynningu og býtibúr

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir starfsmanni í aðhlynningu og býtibúr á hjúkrunarsviði. Ráðningartími er frá 1. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi og er ráðningin ótímbundin.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi, hjúkrunarfræðingar.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti byrjað 1. ágúst eða eftir samnkomulagi. Starfshlutfall samkomulag. Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild - starfsþróunarár

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga á Gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri en boðið verður upp á skipulagða starfsþóun fyrsta árið í starfi.

Starfsþróunarárið er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.

Starfsþróunaráætlunin nær yfir 9 mánaða tímabil. Markmiðið er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga á hjúkrun bráðveikra og hjúkrun sjúklinga eftir svæfingar og deyfingar ásamt því að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Tímabilið hefst á almennri kynningu á deildinni og helstu þáttum starfseminnar en síðan taka við fjórar, tveggja mánaða lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. 

Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti að eigin áhugasviði. 

 • September: kynning á helstu starfsemi deildarinnar og umhverfi.
 • Október - nóvember: Hjúkrun bráðveikra og umönnun eftir svæfingu og deyfingu. Lífsmarkaeftirlit. 
 • Desember - janúar: Lyfjagjafir, lyfjablandanir og virkni helstu lyfjadreypa á gjörgæsludeild.
 • Febrúar - mars: Öndunaraðstoð með vélum.
 • Apríl - maí: Verkferlar og fræðsla 

 

Gjörgæsludeildin er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar. 

Gjörgæslan tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þarfnast stöðugs eftirlits lækna og hjúkrunarfræðinga og flókinnar meðferðar t.d. öndunarvélameðferðar, blóðskilunar og flókinna lyfjagjafa. Sjúklingar með lífshættulega sjúkdóma, svo sem líffærabilanir, alvarlegar sýkingar eða eitranir og sjúklingar sem lent hafa í alvarlegum slysum fá meðferð á deildinni. Auk þess fá sjúklingar sem gengist hafa undir stórar skurðaðgerðir meðferð í lengri eða skemmri tíma. Engar takmarkanir eru á aldri eða kyni þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu. 

Stöðurnar eru lausar frá 1.september n.k. en um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra eða þriðju hverja helgi. 

Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur Gjörgæsludeildar.

 - Mynd

Fjölbrautaskóli Suðurnesja auglýsir eftir framhaldsskólakennurum

Suðurnes / Kennsla og rannsóknir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða kennara í eftirfarandi greinum: Vélstjórn / málmsmíði (100%), rafiðngreinum (100%). Ráðningartími er frá 1. ágúst 2021 og laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og KÍ hafa gert og nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans.

 - Mynd

Enskukennari í MK

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í ensku á haustönn 2021. MK er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 950.

 - Mynd

Sálfræðikennari í MK

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í afleysingar í sálfræði á haustönn 2021. MK er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 950.

 - Mynd

Kennari - íslenska sem annað mál

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í íslensku sem annað mál.  MK er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 950.

 - Mynd

Þýskukennari í MK

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í afleysingar í þýsku skólaárið 2021-2022. MK er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 950.

 - Mynd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Blönduósi, sjúkraliðar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliðum á hjúkrunarsvið.  Ráðningartími er frá 1. ágúst  eða samkv. samkomulagi.

 - Mynd

Sérfræðingur í flugrekstrardeild

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu sérfræðings í flugrekstrardeild hjá Samgöngustofu.

 - Mynd

Tæknistjóri / CTO

Höfuðborgarsvæðið / Tæknistörf

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða framsýnan tæknistjóra sem mun leiða starfsemi tækniþjónustu Hagstofunnar og vinna að innleiðingu á nýrri tæknistefnu. 

 - Mynd

Eftirlitsmaður flugvalla

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu eftirlitsmanns með innviðum, búnaði og starfrækslu flugvalla á mannvirkja- og leiðsögusviði stofnunarinnar.

 - Mynd

Læknir á Þroska- og hegðunarstöð HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða læknis við Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða 100% starf en lægra starfshlutfall kemur til greina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Stöðin er mönnuð þverfaglegum starfshópi sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun í tengslum við börn sem hafa frávik í þroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru börn að 18 ára aldri og foreldrar þeirra.

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Heilbrigðisstofnun Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Erum við að leita að þér?

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir fólki með reynslu af umönnunarstörfum í sumarafleysingar til skemmri eða lengri tíma. Getum aðstoðað við að útvega húsnæði. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. 

HSA rekur 5 hjúkrunarheimili á Austurlandi, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 

Kjörið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra reynslubolta í ummönnun að skoða perlur Austurlands, njóta annálaðar veðurblíðu eða heilsa uppá vini/ættingja fyrir austan í sumar.

 - Mynd

Verkefnastjóri á skrifstofu Sálfræðideildar Heilbrigðisvísindasviðs

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar tímabundið til 8 mánaða 75% starf verkefnastjóra á skrifstofu Sálfræðideildar Háskóla Íslands vegna afleysinga. 

Um er að ræða spennandi og krefjandi stoðþjónustustarf, sem einkum snýr að verkefnumí tengslum við grunn- og framhaldsnám, kynningarmál, auk umsjónar með starfsnámi hagnýtrar sálfræði. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa sem fyrst að loknum sumarleyfum í byrjun ágúst. 

 

Sálfræðideild er til húsa í Nýja garði við Sæmundargötu, steinsnar frá Háskólatorgi og hringiðu háskólasamfélagsins. Deildin er ein sex deilda á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Þar starfar á annan tug fastráðinna kennara, auk fjölda stundakennara. Á skrifstofu deildarinnar eru fyrir tveir starfsmenn.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í heimaöndunarvélateymi Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í heimaöndunarvélateymi Landspítala á göngudeild A3 í Fossvogi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með áhuga á krefjandi verkefnum. 

HÖT er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem hafa sérþekkingu á sviði lungnasjúkdóma og öndunarbilunar sem er meðhöndluð með ytri eða innri öndunarvél. Teymið kemur að mati, greiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklinga og fjölskyldna þeirra bæði innan spítala og í heimahúsum.  Náið samstarf er við deildir Landspítalans sem og umönnunaraðila og starfsfólk annara dvalarstofnana. 

Starfshlutfall er 50-80%, unnið er í dagvinnu og er starfið  laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Viðkomandi fær góða starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum teymisins.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/Sjúkraliði - Neskaupstaður - Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða annað hvort hjúkrunarfræðing eða reyndan sjúkraliða í sumarafleysingar á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Vaktavinna.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar óskast í Blóðbankann Snorrabraut 60

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Blóðbankinn óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa við Blóðbankann á Snorrabraut 60. Störfin eru bæði fjölbreytt og krefjandi. Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og frábært starfsumhverfi. 

Starfshlutfall er 80-100% og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Starfsmenn eru dagvinnumenn með breytilegan vinnutíma sem er aðlagaður að þörfum starfseminnar.

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á meðgöngu- og sængurlegudeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf hjúkrunarfræðinga á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi. Í boði eru störf í 50 -100% starfshlutfalli. Leitað er eftir hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hjúkrunarfræðingum sem stefna á ljósmæðranám er sérstaklega bent á að starf á deildinni veitir dýrmæta reynslu inn í ljósmæðranámið. 

Deildin sinnir heilbrigðum og veikum konum í sængurlegu eftir fæðingu. Einnig annast deildin konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu og við missi á meðgöngu við 12-22 vikur. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi.

 - Mynd

Fjármálastjóri Útlendingastofnunar

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Útlendingastofnun leitar að fjármálastjóra til að leiða fjármál og rekstur stofnunarinnar. Fjármálastjóri stýrir sviði fjármála og rekstrar sem er eitt af fjórum sviðum Útlendingastofnunar. Starf fjármálastjóra er umfangsmikið og krefjandi en helstu verkefni eru fjárhagslegur rekstur, áætlanagerð, stefnumótun, samningagerð, húsnæðismál, innkaup, öryggismál og samskipti við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki.

Fjármálastjóri Útlendingastofnunar þarf að búa yfir mikilli leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Auk þess að þarf fjármálastjóri að geta útbúið verkferla, hafa mjög góða greiningarfærni, geta unnið undir álagi og hafa styrk til að taka ákvarðanir. Fjármálastjóri heyrir undir forstjóra Útlendingastofnunar.


Í boði er áhugavert starf á spennandi vinnustað sem er á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá Útlendingastofnun starfar um 90 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Útlendingastofnun leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

 - Mynd

Ljósmæður óskast á meðgöngu- og sængurlegudeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða störf í 50-100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Leitað er eftir ljósmæðrum sem hafa áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. 

Deildin er 23 rúma deild og þjónar fjölskyldum eftir fæðingu, sem og annast konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. Góður starfsandi ríkir á deildinni og mörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.

 - Mynd

Lyfjafræðingur - Sumarstarf í blöndunareiningu sjúkrahúsapóteksins

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða lyfjafræðing til sumarstarfa í blöndunareiningu sjúkrahúsapóteksins. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Í lyfjablöndun sjúkrahússapóteksins starfar 17 manna samhentur hópur sem blandar einkum næringarblöndur og krabbameinslyfjablöndur. Í lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 70 lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt verkefni og þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.

 - Mynd

Doktorsnemi við Raunvísindadeild

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Auglýst er eftir doktorsnema til 3 ára við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands vegna verkefnisins: Áhrif segulsviðs á ræktunarhraða og jónunarhlutfall í háflspúlsaðri segulspætu. 

 - Mynd

Aðstoðardeildarstjóri á gigtar- og almennri lyflækningadeild á Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun sjúklinga á gigtar- og almennri lyflækningadeild í Fossvogi sem og áhuga á stjórnun, gæða- og umbótastarfi. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Deildin er 16 rúma legudeild vegna bráðalyflækninga og sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu innan hjúkrunarstjórnunar, hjúkrunar sjúklinga með bráða og langvinna sjúkdóma, hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.

 - Mynd

Doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Auglýst er eftir doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni sem nýlega hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið ber heitið Assessing the effects of evidence-based PAX classroom management on teacher and student functioning. Markmiðið er að meta áhrif sannreyndra bekkjarstjórnunaraðferða á nám, hegðun og líðan grunnskólanemenda sem og líðan og starfsánægju kennara. Lagt verður mat á áhrif aðferðanna með fjölbreyttum aðferðum

 - Mynd

Störf hagfræðinga hjá Samkeppniseftirlitinu

Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir tveimur öflugum hagfræðingum sem hafa brennandi áhuga á samkeppnismálum. Viðkomandi munu í störfum sínum vinna náið með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. 

Annað starfið er tímabundið starf frá 1. september 2021 til 31. mars 2022.

 - Mynd

Aðstoðarskólameistari

Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Staða aðstoðarskólameistara Kvennaskólans í Reykjavík er laus til umsóknar.   Ráðið verður í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst 2021.

 - Mynd

Rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar heilbrigðis- og upplýsingatæknimála Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun læknavísinda og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setur miklar kröfur á spítalann. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu í hátæknisjúkrahús, ætlar Landspítali að verða í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk og forsenda árangurs er frábært starfsfólk. 
Vilt þú vera leiðandi í að gera þessa framtíð að veruleika?

Við leitum eftir kraftmiklum og framsæknum stjórnanda til að leiða starfsemi nýrrar þjónustumiðstöðvar og byggja upp sterka liðsheild. Þjónustumiðstöðin sinnir allri framlínuþjónustu á sviði upplýsingatækni og lækningatækja spítalans. Um 30 manns auk fjölda verktaka tilheyra nýrri þjónustumiðstöð og fer fjölgandi með fleiri verkefnum. Þjónustumiðstöðin starfrækir þjónustuborð, bakvinnslu, vettvangsþjónustu auk rekstrarvaktar. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, enda rekur Landspítalinn eitt stærsta og flóknasta tækniumhverfi landsins.

Á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði.  Auk þess nýta fjölmargar aðrar heilbrigðisstofnanir landsins þjónustu HUT. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni, sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni. Starfshlutfall er 100% og er upphaf starfs samkomulag.

 - Mynd

Hópstjóri vettvangsþjónustu heilbrigðis- og upplýsingatæknimála Landspítala

Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins.  Mikil framþróun læknavísinda og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setur miklar kröfur á spítalann. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu í hátæknisjúkrahús, ætlar Landspítali að verða í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk. Og forsenda árangurs er frábært starfsfólk. 
Vilt þú vera leiðandi í að gera þessa framtíð að veruleika?

Við leitum eftir drífandi og framsæknum hópstjóra vettvangsþjónustu sem er hluti af nýrri þjónustumiðstöð sem sinnir allri framlínuþjónustu á sviði upplýsingatækni og lækningatækja. Um 30 starfsmenn auk fjölda verktaka tilheyra nýrri þjónustumiðstöð og fer fjölgandi með fleiri verkefnum. Um helmingur starfsmanna tilheyrir vettvangsþjónustu sem sinnir þjónustu og viðhaldi alls notendabúnaðar og lækningatækja á deildum spítalans auk vinnu á verkstæðum tölvubúnaðar og lækningatækja. Rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar er næsti yfirmaður.

Á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Auk þess nýta fjölmargar aðrar heilbrigðisstofnanir landsins þjónustu HUT. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni. Starfshlutfall er 100% og er upphaf starfs samkomulag.

 - Mynd

Sérfræðingur á sviði hollustuhátta og mengunareftirlits á Egilsstöðum

Austurland / Sérfræðistörf

Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi mengunareftirlits. Við leitum að starfsmanni með þekkingu og áhuga á umhverfisvernd og hollustuháttum. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugu teymi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. 

Megin verkefni sérfræðingsins verða á sviði hollustuhátta og mengunareftirlits og mun viðkomandi taka þátt í fjölbreyttu samstarfi við fjölda stofnana og hagsmunaaðila. Starfsstöð sérfræðingsins verður á Egilsstöðum og störf hans verða einkum á Austurlandi. Um nýtt starf er að ræða sem starfsmaður hefur tækifæri til að taka þátt í að móta.

 - Mynd

Doktorsnemi í lífefna- eða sameindalíffræði við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Efnaskipti í vanvirku æðaþeli samfara losti

Við leitum að áhugasömum doktorsnema til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er fjármagnað til þriggja ára og snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara losti. 

 

Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf í september eða október 2021. 

 

 - Mynd

Sérfræðingur í geðlækningum

Norðurland / Sérfræðistörf

Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri , staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. 
Deildin þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Deildin skiptist í legudeild og dag- og göngudeild með fjölbreyttum verkefnum. Góð samvinna er við aðrar sjúkrahúsdeildir, heilsugæslustöðvar, félagsþjónustu sveitarfélaga, geðsvið Landspítalans og stofnanir SÁÁ fyrir fíknisjúklinga.
Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga

 - Mynd

Sérfræðingur í barnalækningum

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulagsatriði en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.

 - Mynd

Lektor á sviði matvælafræði

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf lektors í matvælafræði við Auðlindadeild HA. 

 - Mynd

Lektor í taugalæknisfræði

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í taugalæknisfræði á fræðasviði taugalækninga við Læknadeild Háskóla Íslands.

 

Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að viðkomandi sé  jafnframt ráðinn á taugalækningadeild Landspítala og hafi þar aðstöðu til að sinna klínískri kennslu læknanema.

 - Mynd

Nýdoktor í hjartalífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors í lífeðlisfræði innan Læknadeildar Háskóla Íslands frá 1. október 2021. 

 

 - Mynd

Doktorsnemi í hjartalífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema í lífeðlisfræði innan Læknadeildar Háskóla Íslands frá 1. október 2021.

 

 

 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur sumarafleysing - Göngudeild sóttvarna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Göngudeild Sóttvarna óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í eða hjúkrunarnema á 3. ári í 100% sumarafleysingu tímabilið 14. júní-20. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. 

Göngudeild sóttvarna er lítil og fámenn eining þar sem traust og samvinna ríkir.  Göngudeildin sinnir afmörkuðum en fjölbreyttum verkefnum.  Þar er helst móttaka fólks sem sækir um dvalarleyfi hér á landi vegna vinnu, náms og umsóknar um alþjóðlega vernd. Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf þar að lútandi.  Einnig sinnum við ákveðinni berklameðferð og berklarakningu. 

 - Mynd

Skurðstofur Landspítala óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir að ráða inn skurðhjúkrunarfræðinga á skurðstofur Landspítala. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus haustið 2021 eða eftir nánari samkomulagi.

Á skurðstofum Landspítala í Fossvogi eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og eru árlega framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Á skurðstofum Landspítala við Hringbraut eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. 

Á hvorri starfseiningu starfa um 90 manns; hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi á báðum starfseiningum. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.

 - Mynd

Sérfræðilæknir innan geðþjónustu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar störf sérfræðinga í geðlækningum innan geðþjónustu Landspítala. Leitað er eftir sérfræðilæknum með framúrskarandi samskiptahæfni sem og faglegan metnað og áhuga á að vinna með einstaklinga með geðvanda. Um er að ræða fjölbreytt störf á einingum geðþjónustu þar sem starfsemi er í mikilli þróun og áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. 

Hægt er að sækja um á eftirfarandi einingum innan geðþjónustu Landspítala: 

Meðferðareining fíknisjúkdóma 
Í meðferðareiningu fíknisjúkdóma er rekin sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga þar sem geðraskanir og fíknisjúkdómar fara saman (tvígreiningar). Verið er að þróa nýtt tvígreiningarteymi byggt á FACT (Flexible Assertive Community Treatment) módeli. Móttökugeðdeild fíknisjúkdóma og dagmeðferð á Teigi tilheyra einingunni.

Meðferðareining lyndisraskana
Meðferðareining lyndisraskana sinnir sérhæfðri meðferð fyrir einstaklinga sem glíma við þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Unnið er í sérhæfðum, þverfaglegum teymum. Einnig er rekin öflug dagdeild og legudeild. 

Meðferðareining geðrofssjúkdóma
Á einingunni er verið að þróa tvö ný samfélagsteymi fyrir einstaklinga með langvinna geðrofssjúkdóma. Teymin eru byggð á FACT- módelinu. Laugarásinn meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með fyrsta geðrof og sérhæfð endurhæfingardeild tilheyra þessari einingu. 

 - Mynd

Lektor við fagnám sjúkraliða

Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu lektors í hjúkrunarfræði við námsbraut fagnáms sjúkraliða við Heilbrigðisvísindasvið. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf. 

 - Mynd

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar á starfsþróunarár Landspítala 2021-2022

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hefur þú áhuga á virkri starfsþróun á fyrsta árinu þínu í starfi? Værir þú til í stuðning við að fóta þig sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur? Langar þig að kynnast öðrum sem eru í sömu sporum og þú?

Landspítali býður nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem ráða sig til starfa að taka þátt í starfsþróunarári hjúkrunar á Landspítala. Samhliða hjúkrunarstarfinu er boðið upp á skipulagða aðlögun, starfsþróun, stuðning í starfi og ráðgjöf. Vinnusmiðjur, umræðufundir, hermiþjálfun og fyrirlestrar eru á dagskrá yfir veturinn. Starfshlutfall er 80-100% með einhverjum undantekningum.

Menntadeild Landspítala skipuleggur starfsþróunarárið með hliðsjón af stöðlum frá American Association of Colleges of Nursing. 

Markmið starfsþróunarárs

 • Auka öryggi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í starfi
 • Auka hæfni til að takast á við áskoranir starfsins
 • Stuðla að auknum gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga
 • Auka starfsánægju og festu í starfi
 • Efla faglegar áherslur og fjölbreytni í hjúkrun
 - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

 - Mynd

Aðstoðarmaður við hjúkrun - Egilsstaðir - Hjúkrunarheimilið Dyngja - SUMARAFLEYSING 2021

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Sumarstörf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við hjúkrun á Hjúkrunarheimilinu Dyngju í sumarafleysingar. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira