Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfGæðaráð íslenskra háskóla

Staða framkvæmdastjóra Gæðaráðs

Gæðaráð íslenskra háskóla auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra í fullt starf. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á umsýslu og stuðningi við innleiðingu rammaáætlunar um eflingu gæða í íslenskum háskólum og er fulltrúi Gæðaráðs þar sem við á.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hafa yfirumsjón með umsýslu og styðja við innleiðingu rammaáætlunar um eflingu gæða í íslenskum háskólum (QEF) og öðrum sérverkefnum á vegum Gæðaráðs.
 • Stýra skrifstofu Gæðaráðs, þ.m.t. ábyrgð á starfsmannamálum og fjármálum.
 • Sinna undirbúningi og styðja við fundi og aðra starfsemi Gæðaráðs og ráðgjafarnefndar um mat á rannsóknum, í samvinnu við starfsmenn skrifstofu Gæðaráðs.
 • Vinna með hagaðilum og koma fram innan lands og erlendis fyrir hönd Gæðaráðs.
 • Móta tillögur að stefnumótun og þróun á starfsemi Gæðaráðs út frá hugmyndafræði og aðferðafræði rammaáætlunar (QEF).
 • Hafa umsjón með fjármálum Gæðaráðs og sinna stefnu og áætlangerð, í samvinnu við formann Gæðaráðs.
 • Framkvæma greiningar, skrifa greinargóðan texta og prófarkalesa gaumgæfilega á ensku.

Bakgrunnur, hæfni og færni

 • Meistarapróf sem nýtist í starfið
 • Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun og stefnumótun
 • Góð hæfni í verkefnastjórnun
 • Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
 • Reynsla í samskiptum og samvinnu við fjölbreyttan hóp hagaðila
 • Reynsla af háskólastarfi er æskileg
 • Greiningarhæfni og reynsla af skýrslugerð

Umsókn

Nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Gæðaráðs (https://qef.is/assets/Board-Executive-Director-Description.pdf). Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér þær upplýsingar áður en sótt er um.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá, nöfn tveggja meðmælenda, afrit af viðeigandi prófskírteinum og kynningarbréf. Ferilskrá og kynningarbréf skal vera á ensku.

Umsóknir um starfið skulu sendar í tölvupósti á Þorgerði Eddu Hall ([email protected]) eigi síðar en í dagslok 30. september 2022. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum. Við ráðningar í störf hjá háskóla, vísinda og nýsköpunarráðuneytinu er tekið mið af jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins. Gæðaráð áskilur sér rétt til að ráða ekki í starfið.

Viðbótarupplýsingar

Gæðaráð er fastanefnd á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis en er óháð ráðuneytinu í sínum störfum og ber sjálft ábyrgð á mannauði sínum og fjármálum. Gæðaráð útvistar bókhaldi sínu og greiðslu launa starfsmanna til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Framkvæmdastjóri er opinber starfsmaður sem heyrir undir formann Gæðaráðs.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert, miðað við fullt starf (100%). Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag kemur til greina.

Nánari upplýsingar um Gæðaráð og rammaáætlun um eflingu gæða í íslenskum háskólum má finna hér: https://qef.is/about-us/ og https://qef.is/assets/QEF2-Handbook-for-website.pdf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira