Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Framhaldsskólakennarar

Framhaldsskólakennarar

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði auglýsir eftir framhaldsskólakennurum til afleysinga í sögu og félagsgreinum (100%) og frönsku (50%) frá og með 1. janúar 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að annast og bera ábyrgð á kennslu í sínu fagi, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi ásamt gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara.

Hæfnikröfur

Leitað er að einstaklingum sem hafa kennsluréttindi í viðkomandi kennslugreinum á framhaldsskólastigi. Góð samskipta- og skipulagshæfni er mikilvæg ásamt áreiðanleika og stundvísi. Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Flensborgarskólinn er framhaldsskóli í Hafnarfirði og er m.a. leiðandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Á heimasíðu skólans er að finna ýmsar upplýsingar um helstu áherslur skólans hvað varðar nám og stuðning við nemendur, sjá flensborg.is

  • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 50-100%
  • Starfssvið: Kennsla og rannsóknir
  • Stéttarfélag: Kennarasamband Íslands
  • Umsóknarfrestur er til: 30.11.2020

Nánari upplýsingar veitir

Erla Sigríður Ragnarsdóttir - [email protected] - 5650400
Júlía Jörgensen - [email protected] - 5650400

www.flensborg.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira