Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Lektor við Matvæla- og næringarfræðideild

Lektor við Matvæla- og næringarfræðideild

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu. Gert er ráð fyrir því að viðkokmandi muni leiða uppbyggingu rannsókna sem miða að því að auka þekkingu á umhverfisáhrifum matvæla og næringar, í samræmi við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna.
  Helstu verkefni og ábyrgð:
 • Hafa umsjón með og sinna kennslu nemenda á grunn- og framhaldsstigi.
 • Stuðla að rannsóknauppbyggingu á sviði umhverfis- og lífsferilsgreininga matvælavinnsluferla, sjálfbærni og á áhrifum umhverfis og loftslagsbreytinga á heilsu, fæðuöryggi, matvælaöryggi og matvælaframleiðslu. Þetta felur meðal annars í sér sjálfsæða öflun rannsóknasyrkja.
 • Leiðbeina grunn- og framhaldsnemendum í lokaverkefnum.

Hæfnikröfur

 • Umsækjendur skulu hafa meistara- og doktorsgráðu í næringarfræði, matvælafræði, umhverfis- og auðlindafræði eða tengdum greinum.
 • Umsækjendur hafi reynslu af rannsóknum á sjálfbærni og umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu.
 • Umsækjendur skulu hafa birt rannsóknir sínar á viðurkenndum vettvangi og hafa skýra framtíðarsýn í þeim efnum. Æskilegt er að umsækjandi hafi átt aðild að rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknastyrkja í samvinnu við aðra.
 • Reynsla af kennslu á háskólastigi er æskileg.
 • Menntun í kennslufræðum á háskólastigi er æskileg.
 • Reynsla af leiðbeiningu meistara- og doktorsnemenda er æskileg.
 • Þekking og reynsla á sviði umhverfis- og sjálfbærnimenntunar er æskileg. Rík áhersla er lögð á að sá sem starfið hlýtur hafi skýra framtíðarsýn um hlutverk sitt í kennslu og rannsóknum á sviðinu.
 • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  Horft verður til þess að hæfni umsækjenda falli sem best að aðstæðum og þörfum Matvæla- og næringarfræðideildar, Heilbrigðisvísindasviðs og skólans í heild.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1. júlí 2020 eða samkvæmt nánara samkomulagi, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna munu fjalla.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið og greinargerð um áform og framtíðarsýn ef til ráðningar kemur. Umsækjandi skal tilgreina veigamestu ritverk sín, allt að átta talsins, með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal fylgja greinargerð höfunda fyrir framlagi sínu til verksins. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Umsókn og umsóknargögnum, sem ekki er skilað rafrænt, skal skila í tvíriti til Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6, 101 Reykjavík.
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

María Guðjónsdóttir - [email protected] - 6986913

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira