Hjúkrunardeildarstjóri hjarta- og æðaþræðingastofu
Hjúkrunardeildarstjóri hjarta- og æðaþræðingastofu
Leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi hjarta- og æðaþræðingastofu Landspítala. Deildin heyrir undir aðgerðasvið og starfa þar um 10 manna samhent teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans. Þar eru gerðar hjartaþræðingar, kransæðavíkkanir, gangráðsísetningar, raflífeðlisfræðilegar rannsóknir/ aðgerðir og fleira sem tengist hjartasjúkdómum.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2021 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfseminnar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur
- Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deildinni í samráði við mannauðsstjóra og forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu
- Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar í samráði við fjármálastjóra og forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu
Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Þekking og reynsla af öryggis-, gæða- og umbótastarfi
- Færni í stjórnunarhlutverki. þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
- Jákvætt lífsviðhorf, lausarmiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumarkandi hugsun
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
» Ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Karl Konráð Andersen -
[email protected]
-
825 3622
Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir -
[email protected]
-
825 4984