Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Doktorsnemi í lífsferilsgreiningu og umhverfissjálfbærni

Doktorsnemi í lífsferilsgreiningu og umhverfissjálfbærni

Auglýst er eftir doktorsnema í 80-100% starf við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Um er að ræða verkefni sem felur í sér að meta umhverfislega sjálfbærni mataræðis með áherslu á matvælakerfi, þar sem áhersla doktorsverkefnisins yrði að meta umhverfisáhrif af íslenskum fæðukerfum og innlendri næringarþörf. Það felur í sér að vinna með næringargögn og matarkerfisgögn, sem liggja til grundvallar lífsferilsgreininga frá vöggu til grafar og vöggu til vöggu.

Doktorsverkefnið sem er í boði, er hluti af verkefninu Sjálfbært heilsusamlegt matarræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð. Verkefnið er til þriggja ára og er að fullu styrkt rannsóknarverkefni fjármagnað af RANNÍS innan Markáætlunar um samfélagslegar áskoranir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Nemandinn mun hafa aðsetur við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og starfa undir aðalumsjón Ólafs Ögmundarsonar aðjúnkts, Maríu Guðjónsdóttur, prófessors og Þórhalls Inga Halldórssonar, prófessors. Doktorsneminn mun jafnframt tilheyra þverfaglegu teymi, sem samanstendur af meistaranemum, doktorsnemum og nýdoktorum og mun þannig taka þátt í samstarfi fræðimanna úr næringarfræði, þjóðfræði og umhverfishagfræði, landbúnaði, verkfræði, náttúruvísindum og lífsferilgreiningu, bæði innlendum sem erlendum.

Hæfnikröfur

  • M.Sc. í verkfræði, matvælafræði, næringarfræði, umhverfis- og auðlindafræði eða skyldum greinum,
  • Þekking og reynsla á sviði lífsferilsgreininga er æskileg,
  • Reynsla af tölvu- og gagnagreiningu
  • Góð færni í ritaðri og talaðri ensku,
  • Sjálfstæð vinnubrögð og teymishugsun
  • Umsækjandi þarf að uppfylla kröfur um innritun í doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.


Umsókninni skal fylgja:
» Fylgibréf (að hámarki 3 blaðsíður), hvatabréf, þar sem lýst er markmiðum umsækjanda, áhuga þeirra á verkefninu og hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum, svo og hvernig þeir uppfylla umsóknarskilyrðin. » Ferilskrá. » Staðfest afrit af prófgráðum (BSc, MSc eða samsvarandi) og einkunnum. » Tengiliðsupplýsingar (heimilisfang, símanúmer, tölvupóstur) fyrir 2 meðmæli (og tengsl umsækjanda og meðmælenda). » Listi yfir vísindalegar birtingar og kynningar, ef við á. » Umsækjendur geta einnig lagt fram MSc ritgerð sína sem PDF skjal.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ólafur Ögmundarson - [email protected] - 525 4867

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira