Verkamenn 2021 - Þingvellir
Verkamenn 2021 - Þingvellir
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir sumarstörf verkamanna. Verkamenn sinna fjölbreyttum störfum í þjóðgarðinum við viðhald, umhirðu og þrif. Frá 1. júní til loka ágúst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þrif
- Umhirða
- Viðhald gönguleiða
- Smærri viðhaldsverkefni
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Samskiptahæfni
- Þjónustulund
- Stundvísi
- Verklagni
- Ökuréttindi og hæfni til að aka jeppum, bæði sjálf- og beinskiptum er skilyrði
- Gott vald á íslensku og ensku
- Geta til að vinna undir álagi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.
Umsókn ásamt ferilskrá berist í gegnum starfatorg.is
Umsóknarfrestur til og með 15. mars. 2021
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Fanney Einarsdóttir -
[email protected]
-
5521730
Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir -
[email protected]