Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið

Aurora Alliance verkefnisstjóri vísinda og nýsköpunar

Aurora Alliance verkefnisstjóri vísinda og nýsköpunar

Auglýst er laust til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra vísinda- og nýsköpunar Aurora Bandalagsins (Aurora Alliance) en verkefnið er styrkt af Horizon 2020 rannsóknaáætlun Framkvæmdastjórnar ESB. Verkefnið er styrkt til þriggja ára og mun ráðning taka mið af því.

Aurora Alliance er samstarfsnet níu evrópskra háskóla um aukin gæði og samþættingu kennslu og rannsókna. Auglýst starf snýr að verkefnisstjórnun rannsóknahluta samstarfsins í heild.

Hér má finna upplýsingar um Aurora bandalagið: https://www.hi.is/frettir/aurora_bandalagid_faer_veglegan_styrk_til_ad_efla_rannsoknir_og_nyskopun

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnisstjórn, utanumhald og umsjón með rannsóknahluta Aurora Alliance samstarfsins fyrir Aurora samstarfsnetið í heild og fyrir Háskóla Íslands. Helstu atriði samstarfsins snúa að því að efla stuðning við rannsóknir í samstarfsskólunum með:
  • Aukinni samþættingu rannsóknaþjónustu háskólanna
  • Samnýtingu rannsóknainnviða
  • Auknu samstarfi háskólanna við atvinnulíf
  • Bættri stefnu um mannauðsmál og þjálfun vísindafólks
  • Opnum aðgangi að vísindaniðurstöðum og gögnum
  • Aukinni þátttöku almennings í rannsóknastarfi háskóla
 • Samstarf við miðlæga Aurora Alliance skrifstofu  og aðra samstarfsháskóla í Aurora
 • Stuðningur og samstarf við stýrihóp vararektora rannsókna í Aurora háskólunum og stjórnendur vinnupakka verkefnisins
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Meistarapróf sem nýtist starfi
 • Mjög góð enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli
 • Kunnátta í íslensku er kostur
 • Reynsla af verkefnisstjórnun
 • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi
 • Þekking á alþjóðlegu, einkum evrópsku umhverfi og stoðþjónustu rannsókna t.d. er varðar opinn aðgang, hagnýtingu rannsókna og rannsóknainnviði
 • Reynsla af störfum í háskólaumhverfi er æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og rík þjónustulund
 • Metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Aðalstarfsstöð verður í Háskóla Íslands eða Vrije University Amsterdam eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2021. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

>> Ferilskrá 

>> Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess 

>> Staðfest afrit af prófskírteinum 

>> Upplýsingar um umsagnaraðila


Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs ([email protected]).

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Jónsson - [email protected] - 525 4337

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira