Stuðningsfulltrúi - Menntaskólinn á Egilsstöðum
Stuðningsfulltrúi - Menntaskólinn á Egilsstöðum
Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í 70% starf stuðningsfulltrúa til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
ME leggur metnað sinn í að vera framsækinn og öflugur framhaldsskóli. Stefna hans er meðal annars að tryggja breiðum hópi fólks tækifæri til náms með fjölbreyttu námsframboði, kennsluháttum og námsmati ásamt persónulegri þjónustu, öflugu fjarnámi og samstarfi við aðra skóla. ME hlaut nafnbótina Fyrirmyndarstofnun árið 2020.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu viðfangsefni stuðningsfulltrúa eru:
- Aðstoða nemendur með ákveðnar greiningar við athafnir í daglegu lífi á skólatíma.
- Fylgja nemendum í kennslustundir (bundnir tímar og verkefnatímar) og aðstoða þau við námið eftir áætlun frá kennurum.
- Ýta undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum störfum með því að hvetja þá til að gera sjálfir og hrósa þeim.
- Aðstoða nemendur við að fylgja reglum um hegðun og umgengni í skólanum.
- Aðstoða nemendur við að klæðast og matast eða aðrar athafnir daglegs lífs ef þess þarf.
- Vinna gegn neikvæðri hegðun nemenda samkvæmt leiðbeiningum frá kennara.
- Aðstoða nemendur við gerð vinnuáætlana.
- Sitja teymisfundi/undirbúningsfundi/foreldrafundi eftir því sem við á.
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur.
Hæfniskröfur
Þættir sem horft er til við ráðningu eru t.d.
- Stuðningsfulltrúa eða félagsliða nám
- Reynsla af störfum með fatlaða í skólakerfinu
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, góð þjónustulund og þolinmæði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Laun fara eftir stofnanasamningi skólans við Sameyki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2021.
Í umsókn þurfa að koma fram ýtarlegar upplýsingar um menntun og staðfestingar þar um, fyrri störf og meðmælendur. Gott er að fylgi kynningarbréf með umsókninni. Skilyrði er að viðkomandi sé með hreint sakavottorð. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur rennur út 23. apríl og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Starfshlutfall er -70%
Umsóknarfrestur er til og með 23.04.2021
Nánari upplýsingar veitir
Árni Ólason -
[email protected]
-
4712500
Elín Rán Björnsdóttir -
[email protected]
-
4712500