Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Doktorsnemi í fornleifafræði (dýrabeinafornleifafræði)

Doktorsnemi í fornleifafræði (dýrabeinafornleifafræði)

Háskóli Ísland auglýsir eftir doktorsnema við Háskóli Íslands, Hugvísindasvið - Sagnfræði- og heimspekideild. Óskað er eftir hæfum og áhugasömum umsækjendum til að taka að vinna doktorsverkefni, sem er hluti af rannsóknarverkefninu Völd, auður og pest í tveimur dölum: Svarfaðardalur, Hörgárdalur og nágrenni um 870/1500 (stytt: Tvídæla). Verkefnið hefur hlotið styrk frá Rannsóknasjóði Íslands til næstu þriggja ára. Megin markmið verkefnisins er að rannsaka myndun og þróun lagskiptingar í samfélaginu við Eyjafjörð á miðöldum. 

Verkefnið snýst um að safna, greina, skýra og setja í samhengi, undir handleiðslu leiðbeinanda, dýrafornleifafræðileg gögn úr Eyjafirði. Aðalleiðbeinandinn er staðsettur við Háskólann í Bergen í Noregi, og markmiðið er að árangurinn verði sameiginleg doktorsgráða frá bæði Háskóla Íslands og Háskólanum í Bergen. 

Leiðbeinandi: Ramona Harrison, dósent.

Helstu verkefni og ábyrgð

Rannsóknin sem doktorsneminn innir af hendi myndar hluta af verkþætti 2 (WP2) í Tvídælu, sem ber heitið Rannnsóknir á framvindu hagkerfis og byggðar í Svarfaðardal og Hörgárdal með athugunum og uppgreftri á öskuhaugum miðaldabýla. Í rannsókninni verður aðferðum dýrafornleifafræði beitt til að greina bein úr öskuhaugum. Markmiðið er að leiða í ljós þróun í langtímahagkerfi búskapar, búfjárhalds og samskipta bænda við umhverfi sitt. Rannsóknina skal vinna í náinni samvinnu við aðra verkþætti (sem eru: fornleifafræðiþáttur sem snýr að greiningu á byggðaþróun, sagnfræðiþáttur, fornvistfræðiþáttur og jarðfræðiþáttur) til að takast á við rannsóknarspurningar verkefnisins. 

Verkefnið felur í sér (ekki tæmandi): 

 • Vettvangsvinnu til að finna, kanna og grafa upp lagskipta öskuhauga á völdum býlum til að byggja upp dýrafornleifafræðileg gagnasöfn.
 • Greiningu  dýrabeinaleifar í þeim tilgangi að leiða í ljós samsetningu öskuhauga og breytingar á búfjárhaldi, nýtingu auðlinda og skipulagi á viðkomandi stöðum milli 870¿1500.
 • Töku sýna úr dýrabeinaleifum til að gera 14C greiningar sem munu ákvarða nánar tímasetningu þróunar í búfjárhaldi og efnahag á viðkomandi stöðum
 • Töku sýna úr greindum dýrabeinaleifum í því skyni að gera lífefnafræðilegar rannsóknir, þar á meðal ísótópa og DNA greiningar til að auka skýringargildi beinasafnsins.
 • Endurgera efnahags-, félags- og umhverfisbreytingar, bæði með dýrafornleifafræðilegum gögnum og í samvinnu við aðra þáttakendur og verkþætti (fornleifafræði, fornvistfræði, sagnfræði og jarðfræði) í verkefninu.
 • Birta og kynna niðurstöður verkefnisins í ritrýndum, alþjóðlegum tímaritum, á ráðstefnum og málstofum.
 • Taka saman niðurstöður verkefnisins í doktorsritgerð í lok doktorsnáms.

Umsækjandinn sem hlýtur starfið þarf að gera ráð fyrir að vera til aðstoðar við rannsóknir á vettvangi, bæði við að leita að heppilegum öskuhaugum og við uppgröft á þeim stöðum sem fyrir valinu verða. Sá umsækjandi sem hlýtur starfið verður að vera tilbúinn til að vinna bæði á Íslandi og í Noregi. Gert er ráð fyrir að allt að fimm mánuðum á ári verði varið við greiningar á dýrabeinaleifum við Háskólann í Bergen undir leiðsögn. Nemanum verður veitt aðstoð við að finna húsnæði á meðan á rannsóknardvölum í Bergen stendur.

Hæfniskröfur

 • Meistaragráða í fornleifafræði.
 • Góður skilningur á grunnþáttum í fornleifafræðilegum aðferðum og á fornleifafræði miðalda.
 • Grunnfærni í dýrafornleifafræðilegri/beinafræðilegri greiningu.
 • Reynsla af því að vinna með gagnagrunna.
 • Góð kunnáttu í ensku, bæði tal- og ritmáli (IELST heildareinkunn 7.0, eða TOEFL heildareinkunn 100).
 • Kunnátta í íslensku, norsku, dönsku eða sænsku.
 • Geta sýnt sveigjanleika.
 • Frumkvæði, áhugi og sveigjanleiki.
 • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna í teymi.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Umsækjandinn er fyrir valinu verður, þarf að sækja formlega um skráningu í doktorsnám og fá hana samþykkta áður en starfið getur hafist (umsókn um doktorsnám fyrir þessa stöðu hefur ekki sérstakan umsóknarfrest). Upplýsingar um doktorsnám við Hugvísindasvið er að finna hér

Gert ráð fyrir að starfið hefjist í september 2021.

Ferill umsóknar:

Umsókninni ættu að fylgja eftirtalin gögn og upplýsingar. Öll gögn skulu vera á ensku. 

 1. Ferilskrá með lýsingu á starfsferli umsækjanda.
 2. Verkefnislýsing upp á 2500 orð sem inniheldur markmið og áherslur í fyrirhuguðu doktorsnámi og hvernig umsækjandi hyggst taka á rannsóknarverkefninu (þar með talið tímaáætlun og ritaskrá).
 3. Staðfesting á BA-gráðu og meistaragráðu.
 4. Nöfn tveggja umsagnaraðila og hvernig ná má í þá.

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendur upplýstir um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði. 

Umsækjendum verður raðað í maí og viðtöl fara fram í maí og júní.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.  

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Eiríkur Smári Sigurðarson - [email protected] - 525 5136

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira