Hoppa yfir valmynd
Önnur störfAusturland

Aðalstefnuvottur á Fáskrúðsfirði og varastefnuvottur á Eskifirði

Aðalstefnuvottur á Fáskrúðsfirði og varastefnuvottur á Eskifirði

Sýslumaðurinn á Austurlandi leitar að aðalstefnuvotti fyrir Fáskrúðsfjörð. Jafnframt auglýsir Sýslumaðurinn á Austurland eftir varastefnuvotti á Eskifirði til að leysa af og vera til vara þegar aðalstefnuvottur er forfallaður. Aðalstefnuvottur verður í leyfi fram á haust 2021 og má því gera ráð fyrir all nokkrum starfa fram á haustið á Eskfirði.  Til greina kemur að skipa einn og sama manninn í bæði þessi störf, enda gera lög ráð fyrir að í hverju sveitarfélagi sé einn aðalstefnuvottur og einn til vara. Um réttindi og skyldur stefnuvotta er fjallað í 81. gr. einkamálalaga og vísast til þeirra laga um nánari upplýsingar.  Þá eru upplýsingar um störf stefnuvotta á heimsíðu sýslumanna www.syslumenn.is 

Helstu verkefni og ábyrgð

Til að birta stefnur, kvaðningar og aðrar tilkynningar skipar sýslumaður a.m.k. einn mann í hverju sveitarfélagi í umdæmi sínu og annan til vara til að gegna þeim störfum í forföllum. Um er að ræða birtingar á stefnum, stjórnvaldsákvörðunum, greiðsluáskorunum, boðunum vegna aðfarargerða o.s.frv. Að birtingu lokinni sendir stefnuvottur birtingarvottorð og nauðsynleg gögn til birtingarbeiðanda ásamt því að útbúa og senda reikning fyrir verkinu og eftir atvikum tilfallandi kostnaði. Greitt er fyrir starfann skv. gjaldskrá sem ráðherra gefur út og er að finna undir https://www.syslumenn.is/embættin/stefnuvottar/ 

Ekki fylgja starfinu önnur laun en þau sem ákvörðuð eru í gjaldskrá ráðherra.  

Hæfniskröfur

Leitað er að heiðarlegum og áreiðanlegum starfsmanni sem hefur góða framkomu og hæfileika til að kynna sér reglur er um starfann gilda og fara eftir þeim. Stefnubirting er nákvæmnisvinna sem þarf að sinna af alúð og natni. Þá þarf viðkomandi að geta sett fram skilmerkilega reikninga rafrænt vegna vinnu sinnar en verkið er unnið í verktöku. Æskilegt er að umsækjendur hafi yfir bifreið að ráða. 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert.

Eins og fram kemur annar staðar í auglýsingunni er ekki um kjarasamningsbundið starf að ræða. Laun fara eftir sérstakri gjaldskrá skv. ákvörðun ráðherra. 

Stefnuvottur skal undirrita drengskaparheit um að hann muni rækja starfann af trúmennsku og samviskusemi. Stefnuvottur þarf að hafa náð 25 ára aldri og má ekki hafa hlotið refsidóm fram yfir fjögurra mánaða óskilorðsbundna fangelsisrefsingu. 

Umsóknarfrestur er til 21. júní n.k. og berist umsóknir til Sýslumannsins á Austurlandi, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ráðið verður í stöðuna/stöðurnar. 

Nánari upplýsingar veitir sýslumaður, Lárus Bjarnason, í síma 458-2700 og um tölvupóstfangið [email protected] 

Starfshlutfall er 10%

Umsóknarfrestur er til og með 21.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Lárus Bjarnason - [email protected] - 8964743

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira