Hoppa yfir valmynd
LöggæslustörfHöfuðborgarsvæðið

Varðstjórar í öryggisdeild hjá embætti ríkislögreglustjóra

Varðstjórar í öryggisdeild hjá embætti ríkislögreglustjóra

Í öryggisdeild embættis ríkislögreglustjóra eru lausar fjórar stöður varðstjóra. Starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji í tvær stöður frá og með 1. ágúst nk. og tvær stöður frá og með 15. september nk. með skipun í huga að sex mánaða reynslutíma loknum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meginverkefni er öryggisgæsla í ráðuneytum og húsnæði þeirra. Hluti starfsins er einnig að sinna ýmis konar þjónustuverkefnum sem upp koma í ráðuneytunum og verkefnum sem aðstoðaryfirlögregluþjónn felur starfsmönnum deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Próf frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar er skilyrði.
 • Tveggja ára starfsreynsla eftir útskrift.
 • Haldgóð þekking á lögreglustörfum og reynsla af vettvangsstjórnun er æskileg.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði við úrlausn verkefna.
 • Samskipta- og samvinnuhæfni.
 • Lausnamiðað og jákvætt viðhorf.
 • Sveigjanleiki og drifkraftur.
 • Almenn tölvufærni, ásamt þekkingu og reynslu á lögreglukerfinu er æskileg.
 • Gott vald á íslensku bæði í máli og ritun.
 • Góð enskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Laun og ráðningakjör eru skv. gildandi kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna og um er að ræða sólarhringsvaktir skv. sérstöku vaktkerfi. 

 • Við ráðningar hjá ríkislögreglustjóra er horft til jafnréttisáætlunar embættisins til jafns við önnur sjónarmið. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.
 • Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is  undir liðnum  ¿Eyðublöð - Ýmis leyfi¿. Með umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni til að sinna starfinu miðað við þær hæfniskröfur sem settar eru fram í auglýsingu.
 • Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ágústa Hlín Gústafsdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira