Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Sérfræðingur í ökunámi

Sérfræðingur í ökunámi

Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í  ökunámi í deild leyfisveitinga og ökunáms á sviði umferðar- og þjónustu hjá stofnuninni. Deild leyfisveitinga og ökunáms á sviði umferðar og þjónustu er ný deild innan Samgöngustofu og því er þróun og uppbygging verkefna fram undan, m.a. tengt einföldun á stjórnsýslu og rafvæðingu ferla. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á ökunámi, umferðaröryggismálum, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsýsla málefna ökukennslu, ökuprófa og ökuréttinda.
 • Samskipti við hagsmunaðila og upplýsingamiðlun.
 • Umfjöllun um lög og reglugerðir og innleiðing breytinga.
 • Eftirlit m.a. með starfsemi ökukennara, ökuskóla og prófdómara.
 • Námskrárgerð.
 • Samning bóklegra prófa.
 • Innihald og framkvæmd ökuprófa.
 • Þátttaka í vegferð um stafrænt ökunám.
 • Gerð verklagsreglna.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Gerð er krafa um BA eða BS gráðu.
 • Þekking á umferðarmálum áskilin, t.d. ökukennsla.
 • Reynsla af námskrár- og prófagerð er kostur.
 • Þekking og reynsla á stjórnarkerfum s.s. gæðastjórnunarkerfum er kostur.
 • Skipulagshæfni og sterk ferla- og umbótahugsun.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Hæfni til að tjá sig í rituðu og mæltu máli.
 • Mjög góð enskukunnátta.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um starfið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sigurjóna Hr Sigurðardóttir - [email protected] - 4806000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira