Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið

Aðstoðarmaður

Aðstoðarmaður

Heyrnar og talmeinastöð Íslands auglýsir starf Aðstoðarmanns á heyrnarsviði 

Heyrnar og talmeinastöð er ríkisstofnun sem sinnir greiningu og meðferð vegna heyrnarskerðingar, heyrnarleysis sem og tal-og raddvandamála. Stofnunin þjónar landinu öllu og heyrir undir Heilbrigðisráðuneyti. 

Um er að ræða fullt starf aðstoðarmanns á heyrnarsviði stofnunarinnar. Við leitum að drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund til að styðja við þjónustumarkmið HTÍ og aðstoða heyrnarfræðinga og heyrnarráðgjafa stöðvarinnar. Starfsmaðurinn beinir skjólstæðingum í rétta og tímanlega þjónustu, vinnur náið með heyrnarfræðingum og hlýtur sérþjálfun til að vinna ákveðin störf undir stjórn og á ábyrgð menntaðra heyrnarfræðinga og heyrnarráðgjafa HTÍ. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni: 

Kynning hjálpartækja og aðstoð við notkun þeirra 

Skipulag og framkvæmd fjarþjónustu 

Umsjón með þjónustu við öldrunarstofnanir og aðstoð við vinnu heyrnarfrærðinga 

Pöntun og móttaka rekstrarvöru og tækja fyrir heyrnarsvið 

Fræðsla til almennings og  umönnunarstétta 

Eftirfylgd og stuðningur í kjölfar þess að einstaklingur fær ný heyrnar- og / eða hjálpartæki 

Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn fái tækifæri og þjálfun til að þróa sig í starfi með möguleika á fjölbreyttari verkefnum s.s. heyrnarmælingum, mótatöku, o.fl.  
 

Hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur: 

Opin, drífandi manneskja með mikla samskiptafærni. Góð færni í ensku nauðsynleg og í einu Norðurlandamála æskileg (Dan, Sæn, Nor). Góð tölvufærni og hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti. 
Menntun  á sviði heilbrigðisvísinda  er mikill kostur (t.d. hjúkrunarfræði, sjúkraliði eða sambærileg ). Stúdentspróf er lágmarkskrafa. 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn fái tækifæri og þjálfun til að þróa sig í starfi með möguleika á fjölbreyttari verkefnum s.s. heyrnarmælingum, mótatöku, o.fl.  
Við leitum að hörkuduglegum einstaklingi sem þrífst í þjónustuhlutverki og þykir gaman að fjölbreyttum verkefnum. Starfið felur í sér mikil samskipti við fjölda viðskiptavina á öllum aldri og við marga starfsmenn innan HTÍ. 

Starfskjör og umsóknarfrestur 

Staðan er staðsett í starfsstöð HTÍ að Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík.  

Laun og önnur starfskjör eru í samræmi við stofnanasamninga HTÍ við viðkomandi stéttarfélög.  
Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá sendist á [email protected] (vinsamlegast tilgreinið umsagnaraðila s.s. fyrri vinnuveitanda).  

Umsóknarfrestur er til 23.júlí n.k. og reiknað er með að starfsmaður hefji störf í síðasta lagi 1.september. 
Fyrirspurnir um starfið má senda á [email protected]  merkt ¿Starfsmaður á heyrnarsviði¿. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.07.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kristján Sverrisson - [email protected] - 5813855

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira