Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaAusturlandHeilbrigðisstofnun Austurlands

Sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild - Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað

Sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild - Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað, Fjarðabyggð. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 15. september.

Heilbrigðisstofnun Austurlands(HSA) er ríkisrekin þjónustustofnun sem hóf starfsemi sína 1. janúar 1999 og veitir alhliða heilsugæslu-, sjúkra- og hjúkrunarþjónustu.  Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Um 340 manns starfa við stofnunina á fjórum megin starfsstöðvum. 

Fjarðabyggð er mikil paradís fyrir útivistarfólk, má þar helst nefna skíðasvæðið í Oddsskarði eða Austfirsku alparnir eins og það er oft kallað. Skíðasvæðið sem staðsett er milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. 

Í Neskaupstað er sterkt skólasamfélag; leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og verkmenntaskóli. Spölkorn er í næsta menntaskóla yfir á Fljótsdalshéraði. Vegalengdir eru að jafnaði stuttar og fólk því fljótt í förum milli staða, hvort sem um er að ræða t.d. skóla eða þjónustu af ýmsum toga. Íbúarnir eru samheldnir og samfélagið líflegt.

Íþróttalífið á svæðinu er bæði fjölbreytt og fjörugt, hvort sem um er að ræða fjallgöngur, sjósport, fótbolta, blak, sund, hestamennsku eða karate. Þá eru 3 góðir golfvellir í Fjarðabyggð og góðar sundlaugar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Unnið er með breiðum skjólstæðingahópi og er meðferð veitt á göngudeild og legudeild sjúkrahússins. 

Helstu verkefni eru:

  • Skoðun, mat og meðferð á göngudeild/legudeild
  • Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum
  • Þátttaka í fagþróun

Hæfniskröfur

Starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis.
Skipulögð vinnubrögð, jákvæðni, sveiganleiki og frumkvæði í starfi.
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
Íslenskukunnátta áskilin.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfshlutfall er -100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.10.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jóna Lind Sævarsdóttir - [email protected] - 470-1470
Borghildur F. Kristjánsdóttir - [email protected] - 868-8725

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira