Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Netöryggi

Netöryggi

Ertu á heimavelli þegar rætt er um netöryggi, stjórnkerfi upplýsingaöryggis, netöryggisstefnu, netöryggisatvik, áskoranir gervigreindar eða fjórðu iðnbyltinguna? Hefur þú ríka öryggisvitund? Áttu gott með að koma fyrir þig orði, útbúa efni og leiða verkefni?

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leitar að sérfræðingi með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði netöryggismála til að gegna mikilvægu hlutverki við innleiðingu öflugrar netöryggismenningar í íslenskt samfélag. Markmið starfsins er að stuðla að auknu netöryggi á Íslandi.

Viðkomandi kemur inn í öflugan hóp sérfræðinga á skrifstofu stafrænna samskipta, sem hefur umsjón með stefnumótun og mótun löggjafar er varða fjarskipti og netöryggismál. Lögð er áhersla á góðan starfsanda og góð starfsskilyrði með gildi ráðuneytisins, framsýni, árangur og traust, að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Innleiðing og eftirfylgni netöryggisstefnu Íslands.
 • Skipulagning og umsjón með aðgerðum stjórnvalda á sviði netöryggis.
 • Undirbúningur vegna laga og reglugerða er varða netöryggismál.
 • Þátttaka í ýmsum verkefnum og starfshópum innan og utan ráðuneytisins.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla á sviði upplýsingatækni og netöryggis.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð.
 • Þekking og reynsla af stjórnsýslu er kostur.
 • Reynsla af þátttöku í alþjóðlegum verkefnum er kostur.
 • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf. Einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið. Umsækjendur þurfa að geta staðist kröfur öryggisvottunar skv. reglugerð nr. 959/2012.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Birgir Rafn Þráinsson - [email protected] - 5458200

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira