Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Vilt þú slást í hóp hugbúnaðarsérfræðinga hjá Skattinum?

Vilt þú slást í hóp hugbúnaðarsérfræðinga hjá Skattinum?

Skatturinn er á höttunum eftir skapandi hugbúnaðarsérfræðingi með brennandi áhuga á rafrænum lausnum, gögnum og gervigreind.

Helstu verkefni og ábyrgð

Á tæknisviði Skattsins í Reykjavík er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem miða að liprum og öruggum rafrænum samskiptum við almenning og öruggri og hagkvæmri úrvinnslu upplýsinga sem Skattinum berast. Starfið felur í sér þróun og rekstur á upplýsingakerfum Skattsins auk samskipta við samstarfsaðila vegna daglegra verkefna tengt tolla- og skattframkvæmd.  Auk þessa snúa verkefnin að hinum ýmsu sviðum gervigreindar, allt frá tölfræðigreiningu upp í vélrænt gagnanám.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verkfræði eða annarra raungreina 
  sem nýtast í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
 • Þekking og/eða reynsla á Python, C#, .NET og SQL.
 • Færni í þarfagreiningu og hönnun lausna.
 • Þekking og áhugi á helstu aðferðum við tölfræðigreiningar og beitingu á 
  vélrænu gagnanámi er æskileg.
 • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
 • Frumkvæði og metnaður.
 • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
 • Jákvæðni og rík þjónustulund.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. 

Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is.  

Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir skal fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jens Þór Svansson - [email protected] - 4421000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira