Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Doktorsnemi í taugalífeðlisfræði við lífeðlisfræðistofnun

Doktorsnemi í taugalífeðlisfræði við lífeðlisfræðistofnun

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna verkefni með það markmið að finna nýjar leiðir til að auka endurmyndun mýelíns (myelin regeneration) í miðtaugakerfi.  

Ragnhildur Þóra Káradóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og University of Cambridge, verður leiðbeinandi í þessu verkefni.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist vorönn 2022 eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Doktorsverkefnið verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is ) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt munu nemarnir vera tengdir við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Við Námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalífvísindum.  Lífvísindasetur Háskóla Íslands er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfagleg og alþjóðlegt rannsóknarumhverfi. 

Aðferðin sem notuð verður byggir á tveimur dýralíkönum sem líkja eftir mismunandi þáttum MS sjúkdómsins (endurmyndnarferlið og ónæmisviðbrögð) auk þess sem aðferðir lífeðlisfræðinnar og vefjafræði verða notaðar. 

Þótt mýelín endurmyndun geti gerst sjálfkrafa eftir mýelin skemmdir bregst þetta viðgerðarkerfi heilans oft og leiðir til viðvarandi klínískrar fötlunar, eins og gerist í mænusiggi (multiple sclerosis; MS).  Með því að auka endurnýjun á mýelíni er hægt að koma í veg fyrir varanlegan skaða af völdum mýelínskemmda. Þetta verkefni mun rannsaka viðgerða ferlið og nýta nýjar upplýsingar til að virkja boðleiðir sem eru mikilvægar fyrir endurmyndun á mýelíni.  Með þessum rannsóknum vonumst við til að bera kennsl á örugg og skilvirk lyf til að auka að mýelin endurmyndun í sjúkdómum eins og MS.

Ragnhildur Þóra Káradóttir prófessor rekur rannsóknarstofur á Íslandi og í Englandi (Univeristy of Cambridge) og hefur nýlega birt greinar í virtum alþjóðlegum tímaritum eins og Neuron, Nature, Nature Communications og Nature Neuroscience. Neminn mun vinna undir leiðsögn Ragnhildar og vera hluti af rannsóknarhóp hennar á íslandi enn líka vera í góðu samstarfi við hópinn í Cambridge. Rannsóknarstofan er staðsett í Lækngarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavik.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf í taugalífvísindum, frumulíffræði, líffræði, læknisfræði eða skyldum greinum.
  • Haldbær reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu við lífeðlisfræði eða frumulíffræði og færni í meðhöndlun dýra er æskileg
  • Góð tölvufærni.
  • Góð enskukunnátta, bæði töluð og rituð.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptafærni.
  • Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:

  • Ferilskrá
  • Staðfest afrit af prófskírteinum ásamt einkunnadreifingu
  • Upplýsingar um umsagnaraðila
  • Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ragnhildur Þóra Káradóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira