Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Nýdoktor eða doktorsnemi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Nýdoktor eða doktorsnemi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Laust er starf fyrir áhugasaman einstakling sem vill vinna sem nýdoktor eða mögulega doktorsnemi að metnaðarfullu rannsóknarverkefni á rannsóknarstofu Hans Tómasar Björnssonar (https://notendur.hi.is/htb/) við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. 

Viðkomandi ætti helst að hefja störf í janúar 2022 eða samkvæmt samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnið er styrkt af öndvegisstyrk frá Rannís og fjármagnað til þriggja ára og snýr að framkvæma kerfisbundinn útslátt á þáttum sem stjórna utangenaerfðum í taugafrumum og skoða afleiðingar á genatjáningu, hegðun fruma og utangenamerki. Þetta verkefni mun nota nýjustu aðferðir svo sem framsýna stökkbreytiskimun, sc-RNA-Seq og nanopore raðgreiningu til að lesa DNA metýleringu.  Verkefnið (EDDA-MD) er samvinnuverkefni við Johns Hopkins Háskóla Í Baltimore (https://heilbrigdisvisindastofnun.hi.is/biodmedical-science-research/role-of-epigenetics-in-disease/). Hópurinn okkar hefur nýlega birt greinar í eLIFE, AJHG og Genome research.

Lífvísindasetur Háskóla Íslands (www.lifvisindi.hi.is) er samstarf allra þeirra sem vinna að lífvísindum við háskóla og stofnanir á Íslandi. Setrið hefur byggt alþjóðlega samkeppnishæfa aðstöðu til rannsókna á sviði lífvísinda en innan þess starfa á annað hundrað vísindamanna og nemenda. 

Hæfniskröfur

 • Nýleg PhD gráða (nýdoktorar) eða MS gráða (doktorsnemar) á sviði erfðafræði, sameindalíffræði, frumulíffræði, lífefnafræði, líftölfræði, lífupplýsingafræði eða í skyldum greinum
 • Reynsla af rannsóknum á ofangreindum sviðum
 • Reynsla af því að vinna með tilraunadýr á borð við mýs er æskileg
 • Hæfni til að vinna í teymum en hafi jafnframt getu til að vinna sjálfstætt
 • Góð þekking á tölvuvinnslu og gagnagreiningu
 • Góð enskukunnátta, í ræðu og riti

Þeir sem sækja um doktorsstöður verða að uppfylla lágmarkskröfur sem gerðar eru til doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókninni:

 • Greinargerð þar sem áhuga fyrir starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess, að hámarki 2 blaðsíður.
 • Ferilskrá ásamt ritaskrá, ef við á
 • Staðfestingar á útskriftum eftir því sem við á (BS, MS og doktorsgráður) og yfirlit yfir einkunnir.
 • Meðmælabréf frá fyrri leiðbeinendum
 • Umsækjendur geta einnig skilað doktors- eða meistararitgerðum og greinum ef við á, að hámarki 5 slík skjöl.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Hans Tómas Björnsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira