Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Verkefnastjóri fjarnáms

Verkefnastjóri fjarnáms

Kennslusvið Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra fjarnáms í fullt starf. Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, náms- og starfsráðgjöf, kennslumál og próf.  Við leitum að starfsmanni til að sjá um innleiðingu og stuðning við fjarkennslu við Háskóla Íslands, m.a. byggt á áætlun skólans um þróun fjarnáms 2021-2026. Verkefnastjóri mun koma að mótun og innleiðingu gæðaviðmiða, tryggja stuðning við kennara, auka sýnileika fjarnáms við HÍ og móta verkáætlun fyrir námsleiðir sem hyggjast bjóða upp á fjarnám.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Framkvæmd áætlunar um fjarnám við Háskóla Íslands
 • Samráð við stýrihóp um framkvæmd áætlunar um fjarnám, fræðasvið og deildir, sviðsstjóra kennslusviðs og deildarstjóra stafrænna kennsluhátta og Kennslumiðstöðvar
 • Að veita kennurum og starfsfólki HÍ ráðgjöf og stuðning á sviði fjarnáms og stafrænna kennsluhátta
 • Umsjón með umsóknarferli um sérstakan stuðning við eflingu fjarnáms.
 • Að sjá um upplýsingagjöf og kynningarmál vegna fjarnáms í samstarfi við fræðasvið háskólans
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Góð kunnátta í upplýsingatækni í kennslu og kennslufræði og skipulagi fjarnáms
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á háskólaumhverfi
 • Reynsla af verkefnastjórn og innleiðingu verkefna
 • Reynsla af áætlunargerð
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Vönduð og nákvæm vinnubrögð og örugg framkoma 
 • Þjónustulund, lipurð í samskiptum og góð samskiptahæfni
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttafélags.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn

 • Ferilskrá
 • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.01.2022

Nánari upplýsingar veitir

Róbert H. Haraldsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira