Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðRaunvísindastofnun Háskólans

Doktorsnemi í jarðvísindum

Doktorsnemi í jarðvísindum

Jarðvísindastofnun Háskólans auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema til þriggja ára við verkefnið: Áhrif mannvistar á íslensk stöðuvötn (Anthropogenic impacts on lakes in Iceland).

Rannsóknin beinist að vistkerfi stöðuvatna og mögulegum áhrifum manna vegna losunar á hvarfgjörnu köfnunarefni, aukningar í ferðamennsku og innstreymis mengunarefna. Safnað verður yfirborðsseti og stuttir setkjarnar verða teknir úr stöðuvötnum á láglendi og hálendi til að rannsaka breytur sem byggja á eðlisrænum og jarðefnafræðilegum eiginleikum sets og tegundasamsetningu rykmýs. Tiltölulega nýlegar breytingar á stöðuvötnum vegna útfellingar næringarefna í lofthjúpi, jarðvegsrofs innan vatnasviða og loftslagsbreytinga verða metnar.

Með rannsókninni verður leitast við að svara:

 • Hvort losun á hvarfgjörnu köfnunarefni hafi valdið breytingum á næringarefnabúskapi stöðuvatna á undangengnum áratugum.
 • Hvort innstreymi mengunarefna og lífrænna efna innan vatnasviðs hafi breyst vegna aukinnar jarðvegseyðingar á vatnasviðinu eða nýlegra loftslagsbreytinga.
 • Hvenær ástand stöðuvatna breyttist, hversu hratt það breyttist og hverjar eru helstu breyturnar sem skýra þær breytingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Greining setkjarna úr vötnum og fornvistfræði

Verkefnið snýst meðal annars um söfnun á yfirborðsseti og stuttum setkjörnum, aldursákvörðun kjarnanna út frá niðurbroti geislavirkra efna (210Pb, 137Cs), jarðefnafræðilegar greiningar (TOC, TN og stöðugar kolefnis- og köfnunarefnissamsætur) á sýnum og fornvistfræðilega greiningu á tegundasamsetningu rykmýs.

Hæfniskröfur

 • M.Sc. gráða í jarðvísindum, landfræði, líffræði eða skyldum greinum.
 • Reynsla í (forn)vatnalíffræði, setlagafræði, jarðefnafræði og smásjárvinnu er kostur.
 • Reynsla í meðhöndlun setsýna á rannsóknastofu.
 • Reynsla eða góð þekking á aðferðum sem notaðar eru til greininga á breytingum á umhverfi.
 • Áhugi á fornvistfræðilegri greiningu rykmýs.
 • Umsækjendur þurfa að taka þátt í vettvangsvinnu, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og búa yfir færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Reiknað er með að doktorsneminn hefji störf eigi síðar en 1. nóvember 2022.

Einnig er auglýst önnur staða doktorsnema innan þessa verkefnis með aðeins öðrum rannsóknaráherslum. Reiknað er með að doktornemendurnir vinni náið saman.

Umsóknarferlið er í þremur skrefum:

 1. Umsækjandi skilar inn umsókn sem skal innihalda i) umsóknarbréf, ii) ferilskrá, iii) afrit af prófskírteinum (BS og MS), iv) eina blaðsíðu um áhuga á rannsóknum, v) og upplýsingar um tvo meðmælendur, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá. Umsóknin og öll fylgiskjöl þurfa að vera á ensku.
 2. Eftir að umsóknarfrestur rennur út verða umsóknir yfirfarnar og þeir umsækjendur sem teljast best hæfa viðkomandi starfi boðið í netviðtöl (Zoom, MS Teams eða sambærilegt).
 3. Sá umsækjandi sem verður boðið starf doktorsnema verður síðan að senda formlega doktorsnámsumsókn til Háskóla Íslands. Á þessu stigi verður að senda vottuð afrit af öllum prófskírteinum. Einnig þarf að leggja fram gögn sem sýna fram á enskukunnáttu https://english.hi.is/node/17996.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir eru gildar í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans (http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2).

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands (https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands).

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.06.2022

Nánari upplýsingar veitir

Steffen Mischke, Prófessor - [email protected] - 5254495

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira