Verkefnastjóri/kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð
Verkefnastjóri/kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra í fullt starf. Um er að ræða tvíþætt starf, annars vegar starf verkefnastjóri við Kennsluakademíu opinberu háskólana og hins vegar starf kennsluráðgjafa. Í starfinu felst umsýsla með verkefnum kennsluakademíu í samstarfi við stjórn hennar og kennsluþróun innan Háskóla Íslands í samræmi við hlutverk Kennslumiðstöðvar og stefnu HÍ á hverjum tíma.
Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að veita starfsfólki og stjórnendum HÍ faglega ráðgjöf við þróun kennsluhátta og vera leiðandi í kennsluþróun háskóla.
Kennsluakademía opinberu háskólanna er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun í íslensku háskólasamfélagi (sjá https://kennsluakademia.hi.is/).
Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur áhuga á kennslumálum á háskólastigi hér heima og erlendis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórn og skipulagning verkefna innan Kennsluakademíu opinberu háskólana
- Dagleg störf Kennsluakademíunnar í samráði við stjórn Kennsluakademíunnar, deildarstjóra Kennslumiðstöðvar og sviðsstjóra Kennslusviðs
- Kennsluþróun og ráðgjöf við einingar innan háskólans sem sinna kennsluþróun, s.s. kennsluþróunarstjórar, kennsluakademían, kennslumálanefnd HÍ
- Skipulagning og framkvæmd viðburða í tengslum við kennslu og kennsluþróun sem og í tengslum við Kennsluakademíuna (t.d. námskeið, vinnustofur, ráðstefnur)
- Kennslufræðilegur stuðningur við kennara, deildir og fræðasvið
- Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga á sviði kennslu- og kennsluþróunar
Hæfniskröfur
- Framhaldsnám á sviði menntunarfræða eða á öðru sviði sem nýtist í starfi
- Reynsla af þróun kennsluhátta er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í að leiða teymi
- Góð hæfni í stýringu verkefna og skipulagshæfni
- Góð almenn tölvuþekking og þekking á stafrænum kennsluháttum
- Góð samskiptahæfni og hæfni í að vinna með fjölbreyttum hópum
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Kennslureynsla kostur
- Þekking á háskólasamfélagi kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
- Ferilskrá
- Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
- Staðfest afrit af prófskírteinum
- Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2022
Nánari upplýsingar veitir
Halla Valgeirsdóttir, Deildarstjóri Kennslumiðstöðvar - [email protected] - 525 4292