Hjúkrunarfræðingur - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana
Hjúkrunarfræðingur - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í afleysingarstarf málastjóra við Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Starfshlutfall 80-100 % og ráðning er til 10 mánaða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Geðheilsuteymið byggir á þverfaglegri samvinnu til að veita öflugri þjónustu. Teymið starfar á landsvísu.
Við Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfa atferlisfræðingur, geðlæknir, heimilislæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingar og þroskaþjálfi.
Hlutverk og markmið teymisins er að stuðla að og viðhalda bata og færni þar sem að einstaklingurinn er í fyrirrúmi, óskir hans, gildi og þarfir. Þjónusta teymisins er heildræn og notendamiðuð með áherslu á samþætta nálgun. Teymið hefur að leiðarljósi að skoða alla þætti sem hafa áhrif á andlega heilsu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Málastjórn, þ.e. hafa umsjón og yfirlit yfir meðferð og úrræði notendahóps
- Skipuleggur og veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf, meðferð og stuðning
- Fræðsla og stuðningur við notendur
- Þátttaka í að efla og innleiða nýjungar í starfi
- Samstarf við aðra fagaðila innan og utan heilsugæslunnar
- Hefur heildarsýn yfir skjólstæðingahópinn og vinnur þvert á teymið
Viðkomandi mun starfa í þverfaglegum teymum í náinni samvinnu við starfsfólk heilsugæslustöðva, félagsþjónustu, geðsviðs Landspítala, annarra stofnana og samtaka.
Hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur
- Hagnýt starfsreynsla skilyrði
- Góð þekking og áhugi á málaflokknum
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi á að starfa úti í samfélaginu
- Framúrskarandi samskiptahæfni, félagslyndi, jákvætt viðmót og frumkvæði
- Hæfni og áhugi á teymis-og verkefnavinnu
- Mjög gott tölvulæsi
- Íslenskukunnátta skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindarstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.08.2022
Nánari upplýsingar veitir
Bjargey Una Hinriksdóttir - [email protected]