Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðRaunvísindastofnun Háskólans

Starf doktorsnema í efnafræði - CO2RR - DFT - Raunvísindastofnun Háskólans

Starf doktorsnema í efnafræði - CO2RR - DFT - Raunvísindastofnun Háskólans

Starfið er á sviði fræðilegrar líkanagerðar og er styrkt með hagnýtum rannsóknastyrk Tækni- og þróunarsjóðs Rannsóknasjóðs Íslands til 3 ára. Verkefnið er unnið undir leiðsögn Dr. Younes Abghoui, sérfræðings við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnið felur í sér útreikninga á rafefnafræðilegu CO2 minnkunarhvarfi (CO2RR) þar sem ný hvataefni eru rannsökuð og skimuð fyrir skilvirku CO2RR. Könnuð verður varmafræði bakskautshvarfsins og könnuð frjáls orka fyrir CO2 aðsog á yfirborði og síðari vetnun þess í átt að mismunandi afurðum, auk þess að rannsaka stöðugleika og sérhæfni. Markmiðið er að bera kennsl á nýja rafhvata með DFT útreikningum sem geta verið vænlegir fyrir tilraunamenn.

Hæfniskröfur

  • M.Sc. í efnaverkfræði, efnafræði eða hagnýtri eðlisfræði.
  • Reynsla af rannsóknum.
  • Reynsla af líkanagerð með ab initio rafeindabyggingafræði (á stigi DFT) á sviði hvata, reynsla af rafhvata og VASP er kostur.
  • Reynsla af AIMD uppgerð er æskileg.
  • Góðir samskiptahæfileikar og geta til að vinna í teymi.
  • Góð hæfni í að tjá sig í ræðu og riti.
  • Þekking á forritun er kostur.

Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Umsókn skal fylgja i) ferilskrá, ii) kynningarbréf (hámark 2 síður) sem lýsir hvers vegna umsækjandi ætti að koma til greina í þetta starf, iii) afrit af prófskírteinum, B.Sc. og M.Sc. námskeið og einkunnir, og iiii) Upplýsingar um tvo meðmælendur, prófessora/ráðgjafa sem hafa leiðbeint nemanda í B.Sc. og/eða M.Sc rannsóknarverkefni (símanúmer og netföng). 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.10.2022

Nánari upplýsingar veitir

Younes Abghoui, Sérfræðingur - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira