Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Nýdoktor í jarðhitavísindum við jarðvísindadeild

Nýdoktor í jarðhitavísindum við jarðvísindadeild

Við leitum af nýdoktor til starfa á sviði jarðhitavísinda við Háskóla Íslands. Verkefnið snýr að tilraunum á eðlis- og efnaeiginleikum jarðhitavökva í pípum og öðrum jarðhitabúnaði með flæðilínu (flow-loop), þeirri fyrstu sinnar tegundar.  Verkefnið er hluti af stærra verkefni, GEOPRO (https://www.geoproproject.eu/) sem styrkt er af European Horizon 2020 áætlunina. GEOPRO verkefnið miðar að því að bæta orkunýtingu í tengslum við jarðhitavinnslu og þróa og sannreyna notendavæn, sveigjanleg og aðgengileg verkfæri til að hámarka sjálfbæra stjórnun jarðhitavinnslu, orku- og varmavinnslu og förgun jarðhitavökva.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þáttaka í tilraunum á eðlis- og efnaeiginleikum jarðhitavökva í pípum og öðrum jarðhitabúnaði með aðstoð flæðilínu ásamt úrvinnslu.
  • Miðlun niðurstaðna m.a. í skýrslum, kynningum og birtingu vísindagreina.
  • Þáttaka í leiðbeiningu framhalds- og grunnnema.

Hæfniskröfur

  • Umsækjandi þarf að hafa lokið doktorspróf á sviði jarðhitavísinda innan síðustu 5 ára.
  • Reynsla af tilraunavökvafræði, fjölfasa flæði og háþrýstings- og hitatilraunum er kostur.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og meðvitund um um HSE áskoranir tengdar háþrýstingi og háhitatilraunum er mikilvægt.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Óskað er eftir að umsókn fylgi starfsferilskrá, kynningarbréf, nöfn þriggja meðmælenda auk afrita af prófskírteinum.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu Háskóla Íslands.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022

Nánari upplýsingar veitir

Andri Stefánsson, Prófessor - [email protected]
Erlend Oddvin Straume , Umsjónarmaður - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira