Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Verkefnastjóri starfsþróunar á mannauðssviði

Verkefnastjóri starfsþróunar á mannauðssviði

Háskóli Íslands auglýsir laust starf verkefnisstjóra starfsþróunar á mannauðssviði. Verkefni mannauðssviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands, HÍ26 og starfsmannastefnu skólans. Í þeim tilgangi að efla Háskóla Íslands sem menntastofnun og vinnustað er eitt meginhlutverk sviðsins að tryggja fagleg vinnubrögð í mannauðsmálum. Mannauðssvið er leiðandi  í mannauðsmálum og veitir stjórnendum og öðru starfsfólki Háskóla Íslands ráðgjöf og leiðbeiningar í tengslum við málaflokkinn. Lögð er áhersla á hvetjandi starfsumhverfi sem laðar til sín metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umjón með fræðsluáætlun skólans, þarfagreining, gerð starfsþróunaráætlunar og framkvæmd hennar.
 • Umsjón og þróun stjórnendaþjálfunar.
 • Umsjón með og innleiðing á innri samskiptaáætlun.
 • Umsjón með innleiðingu á fræðslukerfi.
 • Umsjón með og ritstýring á upplýsingum í handbók starfsfólks í samráði við viðeigandi aðila.
 • Ýmsar umbætur á sviði mannauðsmála.

 

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf með áherslu á mannauðsstjórnun, vinnusálfræði, stjórnun, fullorðinsfræðslu eða önnur sambærileg svið sem nýst geta í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
 • Reynsla af mannauðs- og starfsþróunarmálum.
 • Leiðtogahæfileikar og góð samskiptafærni.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
 • Þekking og/eða reynsla af innri miðlun er kostur.
 • Þekking á rafrænum fræðslukerfum og gæðastarfi er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsókn fylgi ferliskrá, upplýsingar um nám og fyrri störf, staðfest afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn umsækjanda á starfið.  

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.  

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.11.2022

Nánari upplýsingar veitir

Ragnhildur Ísaksdóttir, Sviðsstjóri - [email protected] - 525 4355

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira