Sumarafleysing - læknar og læknanemar
Sumarafleysing - læknar og læknanemar
Sumarafleysingar
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða lækna og læknanema í sumarafleysingastörf, um er að ræða tímabundið starf til 3 mánaða frá 1. júní, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst móttaka og meðferð sjúklinga. Starfið er fjölbreytt og krefjandi með skemmtilegu og metnaðarfullu samstarfstarfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar.
Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Hæfniskröfur
- Íslenskt læknaleyfi eða staðfesting á læknanámi frá skóla
- Faglegur metnaður
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Geta til að starfa í teymi
- Jákvætt og hlýtt viðmót
- Þrautseigja og árangursmiðað viðhorf
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 30.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Nánari upplýsingar veitir
Snorri Björnsson - [email protected]