Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Sumarstörf 2023 - Fjölbreytt og lífleg störf hjá rekstrarþjónustu Landspítala

Sumarstörf 2023 - Fjölbreytt og lífleg störf hjá rekstrarþjónustu Landspítala

Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu? 

Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugu starfsfólki í vaktavinnu og dagvinnu hjá flutninga- og deildarþjónustu. 

 • Flutningaþjónusta sér um að flytja sjúklinga, sýni, blóð, lyf, póst o.fl. á milli deilda spítalans. Flutningaþjónustan vinnur i teymi sem tekur á móti flutningsbeiðnum frá deildum spítalans í gegnum beiðnakerfi og teymið skiptir með sér verkefnum. Teymin okkar eru staðsett annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi.
 • Deildarþjónusta er ný þjónusta innan spítalans - stofnuð til að sinna aukinni þörf stoðþjónustu fyrir deildir spítalans. Annars vegar er um að ræða sótthreinsun og uppábúning rúma og hins vegar ýmis önnur störf til aðstoðar/ afleysingar eftir þörfum inn á deildum spítalans, m.a. í býtibúri, við ýmis þrif, frágang sýna o.fl.

 

Hjá rekstrarþjónustu starfa um 100 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku. Þessi störf eru tilvalin fyrir sumarstarfsfólk sem vill kynnast spítalanum og stefnir mögulega á nám á sviði heilbrigðisvísinda. 
 
Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni. 
Vinnutími á vöktum er 10.30-20 virka daga og 8-18 um helgar.
Vinnutími í dagvinnu er 8-16 hjá flutningaþjónustu en 8-16 eða 10-18 hjá deildaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Flutningur á sjúklingum á milli deilda
 • Flutningur á sýnum, pósti, hraðsendingum, blóðeiningum o.fl.
 • Móttaka flutningsbeiðna og útdeiling verkefna
 • Sótthreinsun og uppábúningur rúma
 • Aðstoð inn á deildum með ýmis verkefni
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Rík þjónustulund og jákvæðni
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Samviskusemi í störfum og mætingum
 • Einstaklingur þarf að hafa náð 20 ára aldri að lágmarki

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Starfsmerkingar: Flutningaþjónusta, sendill, sérhæfður starfsmaður, almenn störf

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023

Nánari upplýsingar veitir

Viktoría Jensdóttir - [email protected]
Hrafnhildur Ýr Matthíasdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum