Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum.
- Hjúkrunarfræðingur óskast á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum.
- Um er að ræða framtíðarstörf á framsæknum vinnustað
- Starfshlutfall er eftir samkomulagi og er starfið laust eftir samkomulagi
- Tilvalið fyrir metnaðarfullan hjúkrunarfræðing sem vill prófa að búa á landsbyggðinni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Um er að ræða afar fjölbreytt, krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á þrískiptum vöktum.
- Mikið er lagt upp úr góðri þverfaglegri samvinnu þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldu þeirra er höfð að leiðarljósi.
- Deildin er blönduð deild sem nær yfir hjúkrun flestra sjúklingahópa, þar af eru 8 hjúkrunarrými.
- Á sjúkradeildinni er einnig dagdeild lyfjagjafa.
Hæfniskröfur
- Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun
- Starfsleyfi landlæknis
- Fjölbreytt starfsreynsla æskileg
- Frumkvæði, áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.03.2023
Nánari upplýsingar veitir
Gyða Arnórsdóttir - [email protected]