Verkefnastjóri vinnuflokka viðhald vita og brúa
Verkefnastjóri vinnuflokka viðhald vita og brúa
Við erum að leita eftir verkefnisstjóra til að hafa heildarsýn á verkefni og verkefnastöðu hjá vinnuflokkum Vegagerðarinnar.
Vegagerðin starfrækir þrjá vinnuflokka sem hafa starfsstöð í Garðabæ, í Vík og á Hvammstanga.
Um spennandi starf er að ræða sem felur í sér tækifæri að kynnast landinu á nýjan hátt.
Vinnuflokkar fara um allt land og sjá um fjölbreytt verkefni, helstu verkefni eru viðhald og nýframkvæmdir brúa, viðhald og eftirlit ljósvita.
Um er að ræða fullt starf og starfstöðin er í Garðabæ.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið er hluti af miðlægum verkefnum framkvæmdadeildar.
Ber ábyrgð á rekstri vinnuflokka Vegagerðarinnar sem sinna viðhaldi vita og brúa.
Stjórnunarleg ábyrgð á verkefnum, áætlanagerð og skipulag.
Helstu verkefni;
- Verkefnastjórnun, skipulag og samræming verkefna
- Áætlanagerð, mat á áhættu áætlana og skilamat
- Kostnaðar- og tæknilegt uppgjör ásamt skýrslugerð
- Ábyrgð á ástandmati og mati á viðhaldsþörf vitamannvirkja
- Útboð, samningar og eftirlit verka.
- Umsóknir vegna leyfisveitinga, samskipti við hagsmuna- og samstarfsaðila
Hæfniskröfur
- Verkfræðingur eða tæknifræðingur MSc próf æskilegt
- Iðnmenntun kostur
- Reynsla í mannvirkjagerð á sviði brúar- vegamannvirkja kostur
- Reynsla af ámóta störfum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvufærni
- Góð öryggisvitund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar - [email protected] - 5221000