Sjúkraliði við heimahjúkrun
Sjúkraliði við heimahjúkrun
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar heimsækja, aðstoða og annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum á virkum dögum og á 4 klst kvöldvöktum. Unnið er aðra hverju helgi.
Hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Starfsreynsla æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
Starfshlutfall er 70-90%
Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Heiða Björk Ólafsdóttir, Deildarstjóri í heimahjúkrun - [email protected] - 450 4500