Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðiðFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu réttindagæslumanns hjá réttindagæslu fyrir fatlað fólk.  

Helstu verkefni og ábyrgð

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks starfa samkvæmt lögum nr. 88/2011. Helsta verkefni réttindagæslumanns er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar um réttindagæslu fatlaðs fólks er að finna hér.  

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði lögfræði eða félagsráðgjafar.
  • Þekking og reynsla af málefnum og réttindum fatlaðs fólks.
  • Góð tölvukunnátta, þ.m.t. færni í Microsoft Office 365 og Sharepoint hugbúnaði.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og reynsla af teymisvinnu.
  • Færni í að vinna sjálfstætt og skipuleggja sig í starfi.
  • Góð þekking, skilningur og notkun á íslensku máli í ræðu og riti. 
  • Góð þekking, skilningur og notkun á ensku í ræðu og riti. 
  • Þekking og reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfniskröfur sem gerðar eru. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Umsókn getur gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Ráðuneytið hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um. Karlmenn og kynsegin eru sérstaklega hvött til að sækja um í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan ráðuneytisins, sbr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2023

Nánari upplýsingar veitir

Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum