Stuðningsfulltrúi á starfsbraut - afleysing til 31.01.2023
Stuðningsfulltrúi á starfsbraut - afleysing til 31.01.2023
Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verknámi og á starfsbraut. Í skólanum er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Um 40 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 450. Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.
Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun. Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun. Skólinn er hástökkvari ársins 2022 í Stofnun ársins fyrir að vera sú ríkisstofnun sem bætti starfskjör starfsmanna best árið 2022.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stuðningsfulltrúi:
- starfar eftir starfslýsingu sem er ítarlega skilgreind í gæðahandbók á heimasíðu skólans, www.misa.is
- aðstoðar kennara starfsbrautar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð
- tekur þátt í stuðningi við nemendur á starfsbraut í starfsþjálfun
- vinnur með öðru starfsfólki starfsbrautar og með stuðningi öflugs teymis kennslusviðs starfsbrautar
- tekur þátt í faglegu starfi og starfsþróun með stöðugar umbætur í skólastarfi að leiðarljósi
- vinnur eftir vottuðu gæðakerfi skólans
Hæfniskröfur
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi, er fær í samskiptum og fellur vel að aðstæðum og þörfum skólans.
Stuðningsfulltrúi skal hafa:
- menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi
- faglegan metnað, frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og jákvætt hugarfar
- samskiptafærni, þjónustulund og hæfni til að starfa með öðrum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Ekki er um starf án staðsetningar að ræða.
Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, afrit af prófskírteinum og leyfisbréfum ásamt stuttu kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Sakarvottorð þarf að fylgja umsókn.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarvef Starfatorgs. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2023.
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Áskilinn er réttur til að nýta umsóknina í 6 mánuði frá ráðningu.
Starfshlutfall er 70%
Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Heiðrún Tryggvadóttir
-
[email protected]
-
450 4400 og 849 8815
Hildur Halldórsdóttir Arnholtz
-
[email protected]
-
450 4400