Framkvæmdastjóri flugsviðs
Framkvæmdastjóri flugsviðs
Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra flugsviðs. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á starfsemi sviðsins gagnvart forstjóra og situr í framkvæmdastjórn Samgöngustofu. Starfshlutfall er 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
Flugsvið samanstendur af lofthæfi og skrásetningum, flugrekstri og skírteinum og flugleiðsögu, flugvöllum og flugvernd. Sviðið ber ábyrgð á faglegri stjórnsýslu flugmála hjá stofnuninni bæði sem snýr að leyfisveitingum og eftirliti. Starfsemin snýr einnig að framfylgni innlendra og alþjóðlegra krafna og þátttöku í alþjóðastarfi á sviði flugs. Einnig stefnumótun á málefnasviði flugs, ábyrgð á stjórnunarkerfum flugmála og skilvirkni stöðugra umbóta.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, gerð er krafa um BS eða BA gráðu.
- Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur, sem og umfangsmikil reynsla af opinberri stjórnsýslu.
- Góð þekking og reynsla af samgöngumálefnum og alþjóðlegu samstarfi.
- Reynsla og þekking á stefnumótun og áætlunargerð.
- Vilji og áhugi á þróun stjórnsýslu og þjónustu, samvinnu og samþættingu.
- Farsæl reynsla af stjórnun þar sem m.a. hefur náðst árangur við skipulagningu stórra verkefna sem skilað hefur verið að fullum gæðum á tilsettum tíma.
- Farsæl reynsla af uppbyggingu leiðheildar og af markvissu umbótastarfi.
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar og jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti, þekking á norðurlandamáli er kostur.
- Góð tölvukunnátta og þekking á starfrænni þróun er kostur.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Jón Gunnar Jónsson, Forstjóri
-
[email protected]
-
4806000
Ólöf Friðriksdóttir, Mannauðsstjóri
-
[email protected]
-
4806000