Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild - Öflugt starfsþróunarár í boði
Hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild - Öflugt starfsþróunarár í boði
Skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri auglýsir lausa 70-100% stöðu hjúkrunarfræðings. Skurðlækningadeild er 20 rúma legudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og breið þekking til staðar hjá starfandi hjúkrunarfræðingum. Eftirfarandi svið eru innan deildarinnar: Almennar skurðlækningar, æðaskurðlækningar, bæklunarlækningar, kvensjúdómalækningar, þvagfæraskurðlækningar og HNE lækningar.
Boðið verður upp á skipulagt starfsþróunarprógramm með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu á sem flestum sviðum skurðlækninga. Staðan er laus 1. september eða eftir nánara samkomulagi.
Frábært tækifæri á góðum vinnustað þar sem starfsumhverfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi.
Næsti yfirmaður er Hilda Hólm Árnadóttir deildarstjóri á Skurðlækningadeild og gefur upp nánari upplýsingar í síma 463-0100 og/eða í tölvupósti [email protected]
Á starfsþróunartímabilinu er unnið undir handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum í hjúkrun skurðlækninga og lögð áhersla á að nýr hjúkrunarfræðingur öðlist þekkingu á sem flestum sviðum skurðlækninga. Má þar nefna sjúklingafræðslu, hjúkrun bæklunarsjúklinga, flýtibati - ferli við gerviliði, verkjameðferðir, hjúkrun stómasjúklinga, hjúkrun skurðsjúklinga, aðgerðir á þvagfærum, þverfagleg teymisvinna, meðferð sára, rafræna skráningu, flóknar lyfjagjafir og undirbúningur útskriftar,
Starfsþróunaráætlun nær yfir 10 mánaða tímabil. Markmið með áætluninni er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga innan skurðlækninga sem og að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á deildinni. Starfsþróun er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun innan lyflækninga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.
Tímabilinu er skipt upp í ákveðnar lotur þar sem starfsmaður fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun. Veittir verða les-/ verkefnadagar ásamt því að starfsmanni verður gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti eftir eigin áhugasviði. Einnig verða dagar þar sem fylgst verður með þjónustu á öðrum deildum.
|
Helstu verkefni og ábyrgð
- Í starfinu felst ábyrgð á öllum almennum verkefnum hjúkrunarfræðinga samkvæmt lögum og reglugerðum
- Einnig að unnið sé samkvæmt markmiðum hjúkrunar, deildarinnar og stofnunarinnar
- Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi.
Hæfniskröfur
- Umsækjandi skal hafa gilt íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur
- Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Hilda Hólm Árnadóttir
-
[email protected]
-
463-0100
Erla Björnsdóttir
-
[email protected]
-
463-0100