Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið hefur umsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis. 

Erlendis skal atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fara fram á skrifstofu sendiráðs, á sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur og ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. 

Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu þeirra kjörgagna sem þurfa að berast kjörstjórum erlendis.

Kosning utan kjörfundar hjá sendiskrifstofum Íslands:

Fyrirkomulega um kosningu utan kjörfundar er á höndum hverrar sendiskrifstofu fyrir sig.

Kjósendum er bent á að hafa samband við viðkomandi sendiskrifstofu til þess að fá upplýsingar hvenær og hvar tekið sé á móti kjósendum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar má finna á heimasíðu viðkomandi sendiskrifstofu.

Kosning utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum:

Kjósendur skulu hafa samband við kjörræðismenn og bóka tíma skv. samkomulagi til að kjósa.


Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum