Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2002 Innviðaráðuneytið

Handbók byggingariðnaðarins á vefnum

Handbók byggingariðnaðarins (habygg.is)



Rafrænn gagnabanki , www.habygg.is var opnaður á Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins þ. 26. febrúar 2002. Gagnabankinn er " Handbók byggingariðnaðarins" en þar er að finna upplýsingar sem spanna flest svið byggingageirans, upplýsingar um útgáfu Rb. - rannsóknaskýrslur, sérrit , Rb. - tækniblöð og margt fleira. Markmiðið með Handbók byggingariðnaðarins er að koma á framfæri ráðgjöf og hagnýtum upplýsingum á rafrænu formi til byggingariðnaðarins, skólakerfisins og almennra húseigenda.


Handbók byggingariðnaðarins er hluti verkefnis Iðnaðarráðuneytisins "Opnir gagnagrunnar í þágu atvinnulífs, almennings og skóla" í anda markmiða ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Markmið verkefnisins er að stuðla að því að upplýsinga- og fjarskiptatækni verði virkjuð til að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, auka framleiðni, örva atvinnu og fjölga möguleikum til útfluttnings á íslensku hugviti.

Hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins eru fyrir hendi miklar upplýsingar og sérfræðiþekking á öllum sviðum mannvirkjagerðar, sem með "Handbók byggingariðnaðarins" (habygg.is) eru gerðar aðgengilegar fyrir atvinnulíf, almenning og skóla. Rannsóknaniðurstöður, athuganir og efni unnið úr ýmsum gögnum stofnuninnar hafa verið settar í gagnasafn sem mun nýtast jafnt sérfræðingum, fagfólki, iðnaðarmönnum, nemendum á byggingarsviði sem og almennum húseigendum. Með habygg.is er ætlunin að gera áður birtar upplýsingar aðgengilegri, birta nýtt efni sem hentar rafrænni útgáfu og koma á fót beinni ráðgjöf við valda markhópa.

Hér er um að ræða viðamikið verkefni, þannig að gera má ráð fyrir því að verkinu verði ekki endanlega lokið fyrr en árið 2003.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum