Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2004 Forsætisráðuneytið

Ný reglugerð um Stjórnarráð Íslands

Í dag er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra Íslands hinn 1. febrúar 1904, en sá dagur hefur síðan verið talinn stofndagur Stjórnarráðs Íslands. Af þessu tilefni kom ríkisráð Íslands saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og staðfesti nýja reglugerð um Stjórnarráð Íslands, en reglugerð þessi er meginréttarheimildin um verkaskiptingu í stjórnarráðinu og þar með um skiptingu starfa milli ráðherra.

Tekið skal fram að nýja reglugerðin miðar ekki að því að breyta gildandi verkaskiptingu á milli ráðuneyta, heldur eingöngu að því að uppfæra fyrri reglugerð um sama efni, sem að stofni til var frá árinu 1969. Texti nýju reglugerðarinnar fylgir fréttatilkynningu þessari.

Reglugerð um Stjórnarráð Íslands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira