Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2008 Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður í máli Paul Ramses

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur lokið umfjöllun sinni um mál Paul Ramses Odour en hann kærði í júlí sl. þá ákvörðun Útlendingastofnunar að hafna því að taka til meðferðar beiðni hans um hæli.

Ekki er fallist á með kæranda að málsmeðferð Útlendingastofnunar hafi verið haldin annmörkum þannig að það valdi ógildingu ákvörðunarinnar en í ljósi nýrra upplýsinga, sem ekki lágu fyrir við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun, þykir rétt að mál hans verði tekið til efnislegrar umfjöllunar hér á landi á grundvelli undanþáguheimildar svonefndrar Dublinreglugerðar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum