Hoppa yfir valmynd
22. desember 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar á þátttöku fólks í kostnaði vegna tæknifrjóvgunar

Frá næstu áramótum munu barnlaus pör og einhleypar barnlausar konur greiða að fullu kostnað vegna fyrstu meðferðar við tæknifrjóvgun. Þurfi fólk á fleiri meðferðum að halda greiða Sjúkratryggingar Íslands sem nemur 65% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar fyrir aðra, þriðju og fjórðu meðferð.  

Auk þessa er afnumin greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar hjá pörum eða einhleypum konum sem eiga eitt barn fyrir en hún hefur til þessa numið 15% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá.

Velferðarráðherra hefur sett reglugerð þar sem kveðið er á um þessar breytingar á þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir. Með þeim er áformað að lækka útgjöld sjúkratrygginga vegna tæknifrjóvgana um 30 milljónir króna á ári í samræmi við fjárlög.

Reglugerðin tekur gildi 1. janúar og gildir til 31. desember 2012.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum