Forsætisráðuneytið

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí 2017 að telja. Salvör er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, M.Phil í samfélagslegu réttæti frá Stirling háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada. Hún hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. 46 umsóknir bárust um embætti umboðsmanns barna, en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn