Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum til umsagnar

Drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, og barnalögum, nr. 76/2003, eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 25. ágúst og skulu þær sendar á netfangið [email protected]dmr.is.

Tilgangur breytinganna er að styrkja lagastoð vegna undirbúnings fullgildingar tveggja samninga Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi. Annars vegar samnings frá 1954 um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga og hins vegar samnings um að draga úr ríkisfangsleysi frá 1961.

Breytingunum er ætlað að draga úr ríkisfangsleysi, að einfalda möguleika ungs fólks sem búið hefur hér á landi til að óska eftir íslenskum ríkisborgararétti og að einfalda skráningu íslensks ríkisfangs við fæðingu ef foreldri er íslenskur ríkisborgari.

Frumvarpið var upphaflega unnið í innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneytinu, en faglegt samráð hefur verið haft við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), Þjóðskrá Íslands, Útlendingastofnun og sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu.

Sambærilegt frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt var lagt fram á síðasta löggjafarþingi en meðferð þess lauk ekki á Alþingi. Lítils háttar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því það var lagt fram á síðasta þingi sem varða meðal annars drög að breytingum á 6. gr. barnalaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira