Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Fellibylurinn Irma

Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Washington fylgjast grannt með framvindu mála vegna fellibylsins Irmu sem nú gengur yfir Karíbahafið og stefnir á suðurströnd Bandaríkjanna. Yfirvöld á Flórída hafa gefið út tilskipun til fólks á suðurhluta Flórídaskagans um að yfirgefa svæðið en búist er við því að áhrifa fellibylsins muni gæta um allt fylkið. Mikilvægt er að þeir sem eru á svæðinu hlíti ráðum og leiðbeiningum yfirvalda í hvívetna og á það einnig við íbúa og ferðamenn í nærliggjandi fylkjum. Við bendum á að nýjustu upplýsingar má finna á vef almannavarna Flórídafylkis
http://www.floridadisaster.org/index.asp 

Íslendingar á svæðinu eru beðnir um að láta ættingja og vini vita af sér en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er opin allan sólahringinn í síma 545-9900 fyrir þá sem eru í vanda staddir.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira