Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kraftmikill fundur um áhættumat HAFRÓ

Hann var bæði fjölsóttur og kraftmikill fundurinn um ÁHÆTTUMAT HAFRÓ vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi sem haldinn var í ráðuneytinu í morgun. Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar,  Dr. Geir Lasse Taranger, norsku Hafrannsóknastofnuninni (Havforskningsinstituttet) og Bára Gunnlaugsdóttir Stofnfiski héldu afburða fín erindi og Þorgerður Katrín stjórnaði fundinum af festu handboltadómarans.

Eftir framsöguerindin komu spurningar frá fundargestum og eins og vænta mátti voru umræður líflegar.

Fundurinn var sendur út beint á facebook síðu ráðuneytisins og voru fjölmargir sem nýttu sér það. 

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn