Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Diljá Mist nýr aðstoðarmaður

Diljá Mist Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hún störf í dag.

Diljá er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem lögmaður hjá Lögmálum frá árinu 2011. Auk meistaraprófs í lögfræði er Diljá með LLM gráðu í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti frá Háskóla Íslands.

Diljá var varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007-2009 og átti sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins á sama tímabili. Diljá var varaformaður Heimdallar 2009-2010 og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2016-17.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira